Heimskringla - 03.02.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 03.02.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8 H E I M S K H I N G L A. WINNIPEG, 3. FEBRÚAR, 1916. This week Marguerite Clark in “STILL WATERS” Chas. Chaplin and Travelogue. Next Wednesday and Thursday Pauiine Frederick in “BELLA DONNA” COMING:----Mary Pickford in “MADAM BUTTERFLY” Fréttir úr Bænum. Mr. H. F. Danielsson, District Representative, frá Árborg, hefir ver ið nokkradaga á General Hospital hér í bænum, seni afleiðingar af litluni uppskurði. Honum líður eftir vonum vel, og býst við að fara l»að- an heimleiðis eftir næstu lielgi. í vikunni sem leið voru hér á ferð S. A. Stefánsson, Mountain og Swan- ey Sveinsson, Akra, N. D. Þeir segja velliðan þar s.vðra. Snjófall með mesta móti. Þeir eru á skemtiferð vestur um bygðir, Candahar og þar i grend. — Vernharður bróðir 'Sveinssonar gekk i herinn í vetur. í Lagði * af stað til Englands fyrra ifiiánudag. Hann er gullsmiður að iðn. Sonur Sveins Kristjánssonar frá Bjarnastöðuni í Bárðardal í S.- Þingeyjarsýslu. Milli jóla og nýárs dó Mrs. H. Ole- son úr hjartaslagi. Hún var dóttir Jóhanns Jóhannssonar bónda við Akra. Mrs. Stefán Sigurðsson, 394 Tor- onto Street, hér i borg, biður Heims- kringlu að bera fram þakklæti sitt til stúkunnar ísafold, Indepcndent Order of Foresters, fyrir fljóta og skilvisa afgreiðslu á lífsábyrgðar- upphæð manns hennar, sem hún fékk eftir hann látinn. Þess var getið í síðasta blaði, að verið væri í undirbúningi með að sýna hið stórmerka leikrit Ibsens “Afturgöngur”, og þá getið lauslega um, hvernig því var tekið fyrst er það kom út. Mætti geta þess að eftir að það var búið að vinna sér stað við leikhúsin í Norðurálfunni, var það sýnt hér fyrir vestan ogþá fyrst i bænum New York. Það var í janú- ar 1894. Þóttu það mikil tíðindi. Og getur Mr. W. D. Ifowells þess, einn með merkustu leikhússtjórum Banda ríkjanna, “að það hafi mátt heita stórkostlegur viðburður i sögu leik- húsanna hér í landi. Það er einhver áhrifamestur sjónleikur, sem eg hefi horft á”, sagði hann. Fimm árum síðar var farið með leikinn á ýmsa staði hér í Ameríku. Og árið 1902 til 1903 sýndi hin fræga ameriska leikkona, Mary Shaw, leikinn í öll- um lielztu borgum þessa lands. I.ék hún frú Alving. Efni leiksins er að ýmsti leyti á- deila á mannfélagið fyrir fasthcldni þess við fornar venjur og skoðanir, aðhitandi hegðan og siðferði. Allir meginviðburðirnir snúast um erfða- kenningtina, það að vont tré fær ckki borið góðan ávöxt, og að synd- ir feðranna kotni niður á börnun- um. En ýmsu er svo háttað i félags- lifinu, að það komur sér ekki ætið sem bezt, að minna á það. Þeirra hluta vegna mætti lcikurinn mót- spyrnu í fyrstu. Sti skoðun hefir ver- ið ríkjandi, að ekki bæri að taka sama tillit til framferðis karla sem kvenna. En á móti þessari skoðtin gengur vel flest í leiknum. Siðalög- málið tekur jafnt til allra. og la*tur engu frernur að sér hæða, hvað kari- menn en konur snertir. Nokkru eftir að Ibseij dó, var Björnstjerne Bjnrnson spurður að, hvaða rit Ibsens hann áliti vera inest og svaraði hann því, að það væri “Afturgöngur”. — Kcmur það lika heima við skoðanir annara rithöf- unda. Þó eru niargir, sem álita, að það sé ekki. Enski rithöfundurinn góðkunni, William Areher. er þýtt hefir mest ús Norðurlandamálum á ensku og þar nieð “Afturgöngur”, segist ekki geta verið Rjéirnstjerne sammála; en hitt scgist hann játa, I að leikur þessi sé Ibsens þarfasta | rit, og með þvi hafi hann lagt leik- húsin i þjónustu hinnar miklu um- hóta-hreyfingar, er náð hafi mikl- um þroska á siðasta mannsaldri. Leikurinn verður sýndur hér í ba*num miðvikudagskveldið þann 16. j». ín., og ættu engir aðkomugest- ir að missa af að sjá hann. Ilann verður sýndur að eins eitt kveld, og er sennilegt, að það þyki, þegar til keniur, helzt til lítið. Landinn í Hockey-leiknum. Landinn stendur sig ágætlega í “Hockey”-leiknum. Ensku blöðin segja, að þeir aldrei hafi gjört betur og aldrei haft jafn góða menn á svellinu sem nú. Þeir eru reyndar flestir hinir sömu og í fyrra, en þeiin fer einlægt frarn. Þeir leika nú á móti “Winnipegs”. Þeir Frederick- son, Jóhannesson, Jónasson og Bor- land eru ágætir á skautuiiuni, bæði snarir í snúningum og fljótir á svell- inu, og Capt. Walker og Benson og Byron voru sem fiðrildi i mollu- veðri. augun festust varla á þeim; en þeir létu boltanú renna á markið hvað eftir annað. Hafi þeir allir þökk fyrir dugnað sinn og snarræði. Vér óskum þeim allra heilla. FYRIRSPURN. Mr. Sigurður Kristófersson, Riv- erton, Man., vill fá að vita, hvar Jó- hannes Kristófersson, bróðir hans, er niðurkominn. Hann er sonur Kristófers Jóhannessonar, sem lengi bjó i Winnipeg og dó fyrir nokkr- um árum síðan. Jóhannes þekkist einnig undir nafninu Joe Johnson. Upplýsingar sendist til Hkr. WONDERLAND. býður fólki sérstaklega góða skemt- un um þetta leyti. Einkanlega má geta þess, að þar verða sýndar nú um tíma hreyfimyndir, þar sem per- sónurnar eru nafnfrægir leikarar, svo sem : Marguerite Clarke, Pauline Frederick og Mary Pickford, og fl. Svo má ekki gleyma hinum nafn- fræga Chas. Chaplin. Mr. Snjólfur Austmann fékk ný- lega bréf frá syni sínum á Þýzka- landi, og lætur hann hið bezta yfir sér. Til Mr. G. Eyfords, Winnipeg. Dog Creek P.O., 15. jan. 1916. Kæri vinur Guðmundur Eyford! Iig held eg hafi gefið þér ranga ut- anáskrift Mr. Haraldar Freemans í haust. Iif þig langar til að hafa við hann bréfaviðskifti, þá er þctta hin rétta Adressa hans; Mr. Haraldur Freeman, Glenboro P.O., Box 25. Eg hefi ekki getað skrifað þér, Mr. Eyford, af því eg hefi ekki ad- ressu þina í Winnipeg. Virðingarfylst, II. fíreiðfjörð fírandsson. TVO KENNARA VANTAR fyrir Norður-Stjörnu skóla No. 1226, annan með 2nd, en annan með 3rd Class Certificale. Kenslutiiininn er sjö mánuðir, frá 1. apríl til 1. des. næstkomandi. Frí yfir ágústmánuð. Tilboðum, sem tiltaki kaup og æf- ingu, verðtir veitt móttaka af undir- rituðuin til 1. marz. G. Johnson, Sec’y-Trcas. 18-22 Stony Hill, Man. Fargjald lágt og ferðamannavagn- ar til Kyrrahafsstrandar. í sambandi við hið lága verð á farseðlum lil Vancouver og Victoria j 8., 9., 10. og 11. febrúar, hefir það opinberlega verið gjört kunnugt ferðamönnum með Canadian North- ern járnbrautinni, að félag þetta ætlar að hafa Tourist Cars á bráut- inni frá Winnipeg til Vancouvcr, ’— alla leið 9. og 11. febrúar. Lestir, sem mæta þessum, fara frá Regina og Saskatoon 1Ó. og 17. febrúar; en frá Edmonton 11. og 13. febrúar. Þessi auglýsing ætti að vekja at- hygli þeirra, sem gjarnan vilja ferð- ast þægilega og ódýrt. Að ferðamanna vagnarnir liafi ennjrá aðdráttarafl fyrir alþýðu, er ferðast, sést bezt á því, að umliðna viku, liafa menn komið í hópuin til að kaupa sér far með vögnuni þess- um, sem nú ganga milli Winnipeg og Toronto. Það er sannarlega ánægjuefni fyr- ir cmbættismenn félagsins, að vit; það, að ferðavagnar þessir eru al- menningi eins kærkomnir, eins og reynsjan sýnir; enda hefir félagið Iagt sig fram til að útbúa þá að öll- tim þægindum, og eru þeir hin æski- legasta viðbót við hið o.rðlagða Eastern Express. Canadian Biblíufyrirlestur verður hahlinn í 804% Sargent Ave. (niilli Arlington og Alverstone St.) fimtudaginn 3. febr. kl. 8 e. h. Efni: Er bibllan skáldskapur eða cr hún ábyygjanleg?. — Sunnudaginn 6. febr kl. 4 e. h. verður umræðuefnið: llið nivsta veraldurriki. llvenwr mitn það verða stofnsetl? Hver nwn verða kpmingur? Inngangur ókeypis. — Allir vel- komnir. Davíð Gttðbrandsson. Stúdentaféjagsfundur verður hald- inn næsta laugardagskveld (5. þ. m.) í sunnudagaskólasal Fyrstu lút- ersku kyrkju. Þar fcr fram kapp- ra*ða: “Ákveðið, að setja tvlti á her- skyldu i Canada nú þegar’’. Meðmæl- endur: Miss J. Hinrikson ög Miss Á. Austmann; mótmælendur: E. .1. Skafel og K. Backmann. Fleira verð- ur og einnig til skemtunar. Meðlim- ir eru vinsainjega beðnir að fjöl menna. Mælsku-samkepni Stúdentafélags- ins fer fram 10. j». m., klukkan 8 að kveldi i efri sal Goodtemplara. A- góðinn af samkomu þessari gengm* til styrktar Rauðakross reglunni, og ætti fólk að styðja gott málefni með því að sækja samkomuna og konia með kunningja sína með sér. Good- templarar hafa góðfúslega Jeigt sal- inn fyrir hálfvirði og eiga þeir því heiður skilið. Aðgöngumiðar fast hjá stúdcntum c»g cinuig hjá Birni Methúsalemssyni, á horninu á Vie- tor St. og Sargent Ave. Nánar a ig- lýst í næsta blaði. Heiðurslisti íslendinga. Jón Magnússon, með 79. Manitoba herdeildinni i Brandon. Fæddur 29. inaí 1890, á Gröf í Grimsnesi i Ár- nessýslu. l'oreldrar: Magnús ólafs- son og Eygerður Egilsdóttir, frá Hjálmsstöðum í Laugardal. Fluttust til Manitoba frá Gröf árið 1900; liafa síðan að mestu leyti dvalið J»ar sem þau eru enn búsett, við Lundar P. O., Man. Pétur fíreiðfjörð. Var til heimilis að 699 Elgin Ave., Winnipeg. Aldur 30 ára. Foreldrar: Guðmundur Sveinsson og María Pétursdóttir í Templarasundi 2, Reykjavík á ís- landi. Hann er ókvæntur og tré- smiður að iðn. Fyrir skönimu komu liingað til borgarinnar og gengu í herinn pilt- ar þeir, sem hér eru taldir. Allir frá Lögberg P.O.: Jón Þórarinsson, Þorsteinn Suðfjörð, Guðmundur Reykjalín og Pélttr Anderson, sem er sagður 3 áliiir og 3 þumlungar á hæð og þrekinn að J»ví skapi. Ajlir eru piltar þessir rúmt tvitugir og fæddir og uppaldir hér í landi og hinir myndarlegustu menn. KENNARA VANTAR á Laufás skóla, Bifröst, í 3 mánuði, frá 1. marz. óskað er eftir að hann hafi Normal Certificate. Tilboðum verður veitt móttaka til 11. febrúar þetta ár. Geysir, Man., 24. jan. 1916. fí. Jóhannsson. KENNARA VANTAR. fyrir Lowland Scliool, No. 1684, uin þriggja mánaða tima, frá 15. inarz til 15. júni 1916. Umsækjendur Jjurfa að hafa í það minsta Third Class Pro- fessional Certificute. Tilboðum, sem tilgreina mentastig, æfingu og hvaða kaup óskast verður veitt móttaka til 20. febrúar af S. Finnsson, Sec’y-Trcas. Lowland S. D. 1684. 17-19 Vidir P.O., 10. jan. 1916. Lögleg forföli. Þá leiðinda fregn er Heimkringla beðin að flytja lesenduni sinum, að fstvnzki Konservalive klúbbnrinn hefir nú aftur orðið fyrir þvi slysi, að verða að fresta skemtifundi sin- uin. - Sira Rögnvaldur Pétursson, sem ætlaði að kappræða öðru meg- in, verðtir önnum kafinn við gift- ingu einmitt þetta kveld og getur þvi ekki komið á hólminn, enda v.eri j»að ekki samkvæmt oss að vilja nokkuð tefja fyrir slíku. Ogi svo i öðru lagi er liitinn og ákafinn svo mikill í doktornum, að það gæti verið hættuspil að hleypa þeim sam- an að svo stöddu. Kn annan fimtudag, 10. febrúar, verður þessi fundur áreiðanlega haldinn, og þá verður prógrammið Jjeini niun betra, sein lcngri tími gafst til undirbúnings. OG ÞAl■) VERDVR ÓKEYPIS. Þar verður til skemtunar: Kuppricða- Dr'. Sig. Júl. Jóhatin- esson og síra Rögnvaldur Pétursson. Kartakórið huns herra Sigttrðar llelgasonar með nokkttr lög. Samsöngur Mr. og Mrs. Atv.r Johnson. Og fleira. Allir eru velkomnir, karlar og konur. Það verður enginn reykur né önnur loftþyngsli. en bezta skcmtun ókeypis. Prógrammið verður ítarlegar aug- lýst i næsta blaði. Prógramsnefndin. Ráóskona óskast. Bóndi á kornræktarlandi óskar eftir ráðkonu. Gott kaup, létt vinna. Frekari upplýsingar gefur ritstjóri Heimskringlu. 19-23p Fréttabréf. Spanish Fork, Utah. Á Bóndadaginn 1916. Herra ritstjóri! Hafðu blessaðar þakkir fyrir Jólablaðið og alt annað gott, sem Kringlan færir oss, til fróðleiks. skeintunar og upplýsingar. Vér er- um hér hæðst ánægðir með hana, og óskuni bæði ]»ér og blaðinu til árs og friðar á þessh nýbyrjaða ári. Yfirleitt er fremur tiðindafátt i bygðarlagi voru; tíðarfarið var hið ákjósank-gasta í alt síðastliðið haust; hélzt það fram til hátiða, en þá skifti um; liafa siðan verið kalsa- veður öðru hverju, og talsverður snjór fallið; Jíklega nálægt 20 þml. að öllu samtöldu, niður i sveitum; en inikið meira til fjalla; svo útlitið með gnægð af vatni fyrir næsta sumars uppskeru, er hið bezta, og eru menn þvi yfirleitl ánægðir og gjöra sér góðar vonir uni framtíð- ina. Heilsufar er bærilegt nú sem stendur. Kvef það og hósti, sem gekk hér frainan af í vetur, og nokk- urir dóu úr, er nú víst fyrir það mesta um garð gengið; svo nú gota allir sungið og eg sjálfsagt lika. Eins og vant er að vetrarlaginu til. er atvinna fremur dauf, en útlit- ið hcldur gott og riög er ra*tt og ráð- gjört um ýirasar framfarir, sem talið er víst að liggi fyrir nieð framtíð- inni. Rétt fyrir Jólin brá eg mér í “or- lofs-túr” upp til Winterquarters, að heimsækja vini mína og skyldfólk, sem þar býr. Var eg tíu daga þar efra og hafði hinn bezta tíma. At- vinna og liðan fólks í J»ví bygðarlagi sýndist veríi i góðu meðallagi, og öllum leið vel. í Winterquarts búa að eins fáeinir landar og stunda flestir þeirra náma-vinnu, sem oftast nær er vel borguð, einkuin þegar vel lætur i ári. Atvinna var J»ar frekar dauf síðastliðið sumar; en nú í vet- ur talsvert betri, og útlitið gott mcð fraintíðina. í þessari ferð minni kom eg við i Castle Gate, og dvaldi þar í tvær nætur. Þar býr landi vor og vinur Jón Hreinsson, og líður vel. Hafði eg þar hinar yndælustu og beztu við- tökur hjá þeim Hreins hjónum, er bæði sýnast samvalin i glaðværð, myndarskap og hinni alþcktu gest- risni. Mrs. Hreinsson er af enskum ætt- um; fædd og uppalin á Englandi. Eg hafði ekki fyrri notið þeirrar á- nægju að sjá hana. Hún er hin mesta myndarkona; motherly like and intclligent; en ekki kann hún íslenzku, sem mér í svipinn fanst dálítið óviðkunnanlegt; J»vi aldrei lætur íslenzkan mér betur í eyrum en á hátíðum, og í góðra vina sam- fundutn. Samt gjörði Jiað nú engan tilfinnanlegan baga. Alt heimilis- fólkið: Jiau hjónin, dætur þeirra tvær og sonur, var samtaka í, að gjöra mér heimsóknina sem ánægju- legasta. Mér fanst árið byrja þar svo undur alúðlcga, og líkast því, er oft átti sér stað heirna, á voru kæra föðurlandi. Hér hjá löndum vorum gjörast engin söguleg tíðindi; þeim liður ölluni heldur bærilega, og gjöra sér lífið létt og skemtilegt eftir föngum, með því að halda við og við smá- gleðisamkoinur og fleira til upplifg- unar og hressinga, bæði fyrir sál og likama. Þetta verður svo alt, sem eg hefi að segja í dag. En aftur vil eg end- urtaka þakkiæti vort fyrir Jólablað- ið, og óska bæði þér og öllum lönd- um voruin til heilla og hamingju á Jiessu nýbyrjaða ári. Þinn með vinsemd, E. II. Johnson. Citizens’ League. f Winnipeg hefir nú fjöldi hinna merkustu borgara gengið í félag, er nefnir sig Citizens League; og er augnainið þess félags, að vinna að því af öllum kröftum, að fá menn í herinn eða til að fylla þessar sveitir hermanna, sem nú eru þegar stofn- aðar. Var fundur haldinn af verzlunar- nefndinni (Committee of the Board of Trade) hér í borginni hinn 1. febrúar og lagði hún fram eftirfylgj- andi ákvarðanir: 1. Að halda opinbera fundi i leik- húsunum á sunniidögum og öðr- um dögum, og víðar, ef tiltæki- legt þætti, og skyldu þar flytja ra*ður kaupmenn, iðnaðarmenn, embættismenn, herforingjar og hcimkoninir hermenn, fyrst og fremst til þess, að fá menn til að ganga i herinn, og svo til þess að upplýsa fólkið og hvetja alla verkveitendur og verkþiggjendur og foreldra og alþýðu til að íhuga og skoða skyldu J»á, sem la*gi á herðum þjóðarinnar og hvcrs einstaks manns. 2. Til að útvega ræðumenn til að tala í kyrkjunum, leikhúsunum, og á öðrum opinberum stöðum, og sjá um, að Jjeir fengju tæki- færi til að flytja stuttar tölur á •þessum stöðum. 3. Að ráðgast um J»að við verkgef- endur alla, hvernig bezt va*ri að vinna að þessu meðal verka- manna þeirra. 4. Að koma á fót nefndum hér og hvar utti fylkið, þar sem bygð væri þéttust, svo að nefndir Jjessar hjálpuðu til J»ess að fá ungu mennina í herinn i bygð- um Jjeirra. 5. Að láta prenta og útbreiða ritl- inga uin Jjetta efni. 6. Að vinna í sameiningu við yfir- herforingja i hverju héraði og foringja aðra að J»ví, að fá sem flesta til að innrita sig i eina eða aðra herdeild. Starf borgara-sambands þessa (Citizens League) nær Jjví yfir alt fylkið, og verður nú Jjegar farið að vinna að J»essu eftir því sem föng eru á. Samsæti mikið héldu konur í Win- nipeg stjórnarformanni Norris og öllum ráðgjöfum hans i heiðurs- skyni fyrir framkomu þeirra alla, | að veita konum jafnrétti við karl- menn. Voru þar ræður fluttar af inælsku mikilli og lagafrumvarpið um jafnrétti kvenna talið hið Jjýð-j ingarmesta lagafrumvarp, sem um j langa hríð hefði verið samþykt af Jiinginu. Alt fór þar snildarlega fram og skein gleðin af hverju andliti, enda var atburðurinn merkur og úr- slitin góð. Sextíu manns geta fengið aðgang að læra rakaraiðn undir eins. 'i’I! þess að vcrða fullnuma J»arf aðelns 8 vikur. Áhöld ókeypis og kaup borgað nieðan vevið er að læra Nemendur fá staði að enduðu náml fyrir $15 til $20 á vfku. Vér höfum hundruð af stöðum þar sem þéi getið byrjað á eigin reikriing. Eftir spum eftir rökurum er æfinlega mikil. Til Jiess að verða góður rak ari verðið þér að skrifast i'it frá Alþjóoa rakarafélaginu. Internationai Barber College. Mexandcr Ave Fvrstu dyr vestan við "rionieg. ----íslenz* pír5,maður hér.------- Flokksþing Conservatíva Foam Lake, 27. jan. 1916. M. J. Skaptason, Winnipeg. Kæri vinur! Eg held þú hafir ekki frétt neitt af þessari stóru Con- vention, sem við Korascrvatívar held- um j»ann 19.—20. í Saskatohewan fylkinu, — annars hefðum við sjálf- sagt séð eitthvað um það í Heims- kringlu. Með þessu flokksþingi byrjar nýtt tímabil í framfara baráttu Konser- vatíva flokksins í Saskatchewan, — með þvi að tvö áhrifamestu þjóð- heila rnál nútímans voru tekin upp á stefnuskrá flokksins. Nefnilega: Jafnrétti kvenna, — þessi réttarbót, sem konur hefir dreymt fyrir siðan fyrst fara sögur af mannkyninu. Þessir hlekkir bresta af öllum kon- um í Saskatchewan hvenær sem Konservativar komast til valda. Annað merkisatriðið í þessari nýju stefnuskrá, er algjört vinsölu- bann (Prohibition), sem verði lög óðara ,og Konservatívar ná völdum; og ennfremur beitir flokkurinn öll- um sinum áhrifum á sambands stjórnina til að fá algjört bann á inn- flutningi áfengis inn í ríkið. Mörgum fleiri smærri atriðum var bætt inn i stefnuskrá flokksins, sem iniða til franifara og reynast heilla- vænleg fyrir almenning. Mr. Willoughby, leiðtogi flokksins hélt langa og skörúlega ræðu, og ým-Sir aðrir færðu rök fyrir sinum áhugainálum, og yrði það alt of langt mál hér. Öllum fulltrúum flokksjjingsins var boðið á leikhús borgarinnar, að kveldi þess 19. Annars sýndist vera friður og véí- þóknun yfir niönnum á þessum fundi. Jæja, vinur, ef tiini leyfði, þá skyldi eg hafa þetta lengra; en svo má enginn sköpum renna, segir málshátturinn. Með virðingu, þinn John Veum. Konstantin Grikkja- konungur. Dylgjur allmiklar eru nú um það, •að Konstantín Grikkja konungur muni bráðlega verða að hrökkva burtu úr Grikklandi. Hann krafðist þess nýlega, að herréttur væri sett ur yfir alt landið; en þingmenn snörust með miklum ineiri hluta á móti honuin og fékk hann því ekki koinið Jivi fram. En svo er það orð ið sannað, að hann hafi verið i vit orði með starfi hinna Jjýzku neðan sjávarbáta í Miðjarðarhafinu, og hefir jafnvel lijálpað þeim til að fá olíu sjálfur og leynt þeim bæði i Corfu og við Pinerus, rétt hjá Aþenu borg. Þjóðin er Jjess albúin, að gjöra stjórnarbyltingu, reka konung, en setja Venizelos í staðinn. f Rómaborg eru margir á þvi, að þeir sjái hann þar bráðum og muni hann fara til Frakklands á eftir Nikulási Svartfellingakonungi. Hann ætti nú að rcyna að gjörast kaupamaður hjá Nikulási, ef hann vildi hafa hann, Jjví nú er fátt um verkamenn lijá Nikulási; og Kon stantin mætti Jjakka fyrir, ef Niku- lás vildi nota hann, —aðrir vilja hann ekki. Eins og getið er um á öðrum stað í blaðinu liefir íslenzki Konservatíve Klúbburinn orðið að fresta skemti- fundinum, sein áformað var að hald- inn yrði á fimtudagskveldið í Jiess- ari vilcu. Það verður Jjví eins og vant er spilafundur í fundarsal klúbbs ins nú á fimtudagskveldið (3. febr úar). — Mcðlimir klúbbsins eru vinsamlega beðnir að minnast J»essa., SpUanefnditi. GRAND CONGERT Undir stjórn Hra. Brynjólfs Þorlákssonar, organista. Miðvikudagskveldið, 2. Febrúar, 1916 í Islenku Onítarakyrkjunni. PROGRAMMBt 1. Trio—2 Violins: Miss Clara Oddson, Mr. M. Magnús- son, Mr. W. Kinarson...........M. Magnússon 2. Morgunsönjijur: Söngflokkur (blandaöur kór(....Gade 3. Solo: “Dagur er liöinn”, SigurÖur Helgason ...................Árni Thorsteinsson 4. (a) Solo: L»ulaby, Mrs. S. K. Hall ...Cary Jacobs Bond (b) L.onging, Mrs. S. K. Hall.Cary Jacobs Bond 5. (a) “Vor Guö oss lýsa lát þitt orö”, Söng- flokkurinn, .................Jón Friöfinnsson (b) Um Sumardag: Solo og kór, Söng- flokkurinn .......................Franz Abt (Soprano Solo: Mrs. S. K. Hall; Bass-Solo Mr. Alex Johnson. 6. Víolin Solo: Uegende, Miss Clara Oddson, ......... ............... Wieniawski 7. Solo: Mr. Alex Johnson ..............Selected 8. Solo: Paul Bardal....................Selected 9. Duet: Awake; Mr. og Mrs. Alex John- son ...........................H. G. Pellssier 10. Solo. “Knowest thou not that fair land*', (from Mignon); Mrs. S. K. Hall.............Thomas 11. Hiröingjar: Solo og kór; Söngfl. .. Schumann Soprano-Soio: Mrs. Alex Johnson; Alto-Soio Míss S. Hinriksson;Tenor-Solo: Mr. Jónas Stefánsson Bass-Solo: Mr. Alex Johnson. Accompanists: Miss S. Fredericksson and Professor S. K. Hail Samkotnan byrjar kl. 8.15 inngangur 35c Aðgöngumiðar til sölu víðsvegar um bæinn, og í verziun Björns Péturssonar, Horni Simcoe og Wellington.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.