Heimskringla


Heimskringla - 11.05.1916, Qupperneq 4

Heimskringla - 11.05.1916, Qupperneq 4
BLS. 4. IIEIMSKRINGLA WINNIPEG, 11. MAÍ 1916. HElMSKmNGLA (Stofnuff 1HK6) Kemur út á hverjum Fimtudeel. Utgefendnr og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. Verh blaðsins i Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áritS (fyrirfram boreah). Sent til fslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist ráSsmanni blaS- slns. Póst eSa banka ávisanir stýllst til The Vlking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjðri H. B. SKAPTASON, RáSsmaSur Skrifstofa: 72» SHERBROOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Boi 3171 Talsími Garry 4119 Svar Vilhjálms til Wilsons. Allur heimurinn talar nú ekki um annað, en svarið Vilhjálms til Bandaríkjanna, eða réttara til Wilsons Bandaríkjaforseta. Dóm- arnir um það eru ákaflega margbreyttir. Stórblaðið “New York Herald” segir að þar sé enga iðrun að finna hjá Þjóðverjum fyrir neðansjávar-herskapinn. Það sé erfitt, að lesa svarið með rólegu geði; það lýsi skapvonzku, óheiðarlegheitum og kasti smán og svívirðingu á Bandaríkm (“it is illtemper- ed, dishonest and insulting”). I því séu Þjóð- verjar að kenna Bretum um öll morðin og manndrápin neðansjávarbáta sinna. Blaðið “Sun” segir að svarið gangi inn á alt, sem Bandaríkin hafi krafist, og virðist vera ánægt með það. Blaðið “Times” leggur áherzluna á, að Þýzkir hafi nú gefið neðansjávarbáta-foringj- um sínum þær skipanir, að sökkva ekki fram- ar kaupförum, nema þeir gjöri þeim aðvart áður; en bætir því við, að Bandaríkin séu nú ekki betur stödd með kaupför sín og far- þega, en þau voru 1. september 1915; en greinin öll er svo tvíræð, að það má skilja hana á tvo vegu. “Morning Press” heldur því fram, að Þjóðverjar hafi gengið að öllum kröfum Wil- sons forseta, þó að orðfæri sé ruddalegt á greininni og hún full af sakargiftum. En að- alatriðið sé, að þeir láti þarna undan. “New York World” segir, að Bandaríkin geti verið ánægð með svarið, ef þeim svo sýnist. Svarið gefi þeim holur til að skríða út um úr þessu braski við Þjóðverja. En í staðinn fyrir að láta undan, séu Þýzkir að gjöra nýjar kröfur á hendur Bandaríkjunum, og séu að reyna að gjöra Bandaríkin að hlaupadreng sínum.. Þetta sé sigur fyrir Þjóð- verja, en ósigur fyrir Bandaríkin; og láti Mr. Wilson þetta gott heita, sé hann kominn í fé- | lag við keisara í nafni mannúðarinnar og ] menningarinnar. Blaðið “New York Tribune” er einna I skýrast. Það segir: “Fjörutíu og átta kl.stund- ! ir að eins eru nú til þess dags fyrir ári síðan, j er Þjóðverjar söktu farþegaskipinu “Lusitan- j ia” með 1 15 ameríkönskum borgurum (það var 7. maí 1915). Og nú loksins hefir Þýzka- j land svarað lokabréfi (ultimatum) Banda- ríkjaforsetans. Og þegar maður gengur fram hjá öllum smáatriðum svarsins, þá verður það hrein og skýlaus yfirlýsing frá Þjóðverjum um, að þeir í bráð ætli að hætta að myrða borgara Bandaríkjanna; en þeir telji sér ! frjálst að byrja á því aftur, hvenær sem þeim sýnist, nema Bandaríkin rjúfi hergarð Breta I á sjónum, og sjái um, að Þýzkir geti fengið aðfluttar vörur sem þeir vilja. Þetta er endirinn. Engin þjóð getur legið undir slíku, nema hún tapi æru sinni, virð- ingu og — frelsi. —--------Framtíð vor öll, allur heiður og æra þjóðarinnar frá fyrri dög- um, eru nú í höndum Wilsons.-------Ef hann bregst oss, mun sú kynslóð aldrei fæðast í Bandaríkjunum, sem fyrirgefi honum”. Blaðið “New York Staats Zeitung”, al- þýzkt, er sem við mátti búast hæst ánægt með svar Vilhjálms. Það segir, að nú léggi hann niður það vopnið, sem bezt hafi dugað á móti óvinunum, og þetta gjöri hann fyrir vin sinn, forseta Bandaríkjanna. Vilhjálmur hafi þar leyft Wilson að vinna stórkostlegan sigur. Og nú sé lokið öilum sundrungarmál- um mtlli Þjóðverja og Bandaríkjanna,— ekk- ert eftir nema bróðurhugurinn og vináttan. En náttúrlega verði Bandaríkin að halda uppi heiðri sínum, sem hlutlaus þjóð, hvað Breta snerti, og láta þá ekki teyma sig eða lokka. “Bandaríkin þurfi að stökkva á Breta”.----- — Þetta er svo ekta þýzkt, að þar þarf ekki fleiri orðum um að fara. 1 sama streng taka náttúrlega öll hin þýzku og hálf-þýzku blöðin í Bandaríkjunum. Þegar menn líta nú á málavöxtu alla og stórmensku og hroka Vilhjálms, sem lítill efi er á að skoðar Ameríku, sem annað skræl- ingjaland, sem þó megi við hjálpa með því, að þýzkir menn fái þar yfirhöndina; — þeg- ar menn líta á klípur þær, sem hann nú er í staddur: sulturinn fyrirsjáanlegur þá og þeg- ar; sigurinn farinn að bregðast; valurinn þýzkra manna hjá Verdun og ófarir Tyrkja fyrir Rússum, — þá er ekki ólíklegi, að fyrir augum hans séu farnar að renna upp skugga- myndir komandi tíma. Áður hefir aldrei ver- ið neinn efi í brjósti hans, en nú skýtur honum upp við og við í hugsunum hans, sem dufli í sjóróti. Ef að svo kynni nú að fara, eftir alt saman, að Bandamenn sigruðu, — ef að þeir skyldu vaða yfir Þýzkaland, taka Berlin, — þá er alt búið. Þá er hið þýzka keisara- veldi undir lok liðið, þá er Hohenzollern ætt- in svift ríkjum og völdum, ef til vill. Því að þá myndi þjóðin þýzka kasta af sér okinu og mynda lýðveldi. Það hlýtur að hafa verið eitthvað, sem rekið hefir á eftir, þegar sendiherra Banda- ríkjanna, Mr. Gerald, er kallaður á f u n d k e i s a r a, til að hjálpa honUm til að semja svarið til Wilsons forseta. Hann er náttúrlega spurður, hvað megi bjóða Banda- ríkjunum, hvað þau muni þola og hvað ekki; hvort þau muni nú ekki fáanleg til að leita um friðarkosti, til að binda enda á allar þess- ar skelfingar, sem gangi á í heiminum, alt þetta blóðbað og alt þetta eignatjón; — en það má náttúrlega ekki nefna þetta í bréf- inu stórmenskan leyfir það ekki. En Bretinn er í augum Þjóðverja erki- fjandinn, og hann heldur nú svo hörðum kverkatökum á hálsi Þjóðverja, að þeir fá varla andann dregið. Þess vegna gjöra þeir þessa tilslökun á morðunum, að þeir skuli hætta 'um stund, ef að Bandaríkin fari og finni Breta, og fái þá til að leyfa öllum verzl- unarskipum að sigla óhindrað til Þýzkalands. Þetta er skilyrðið.. En svo framarlega, sem Bandaríkin gjöri þetta, þá eru þau um leið komin í bandalag við Þjóðverja, og gæti þar af leitt stríð við Breta og alla Bandamenn, sem með Bretum standa, bæði í Evrópu og í Asíu. ---- En það er engin hætta á þessu. Bandaríkin gjöra þetta aldrei, kemur það ekki til hugar. Hverju Bandaríkin svari bréfi þessu, er ekki gott að segja. Það er meiri vandi að svara, en margur maðurinn hygg- ur við fyrsta álit. Og með forvitni bíðum vér eftir að heyra, hvað Wilson forseti gjörir nú.------- — En svo er svarið sjálft ákaflega tvö- falt. Þeir lofa, að sökkva ekki verzlunarskip- um án aðvörunar, ef að þau reyni ekki að komast undan, og ef að þau reyni ekki að verjast eða sökkva neðansjávarbátunum. — En hver getur dæmt um þetta? Nú sekkur kafbáturinn einhverju skipinu og öllum, sem á því voru. Þýzkir þurfa ekki annað að segja, en að skipið hafi verið að reyna að komast í burtu eða skotið á þá, — og enginn maður getur á móti þessu borið, því sannanir allar liggja á hafsbotni. Þeir þurfa jafnvel ekki að viðurkenna, að þeir hafi sökt nokkuru skipi, ef að þeir drepa alla menmna! — Þetta er svo ekta þýzkt! ------o------ Þjóðverjar og Tyrkir. —O— Enver pasha er nú nýkominn aftur til Miklagarðs frá Sýrlandi. Þýzkir sendu hann þangað til þess að útbýta peningum og heið- urskrossum milli Araba-höfðingjanna þar, því það var farinn að koma grunur á, að þeir væru Tyrkjum ekki vel trúir; og svo var hann með öðrum yfirforingjum Þjóðverja að yfirlíta varnarstöðvar Tyrkja í Angora og Konia, þar sem þeir ætla að búa sig undir að taka á móti Rússum, þegar þeir koma þangað. En einlægt halda Þýzkir áfram að rýja Tyrkjana að öllu sem þeir geta. Einlægt flytja þeir burtu úr Litlu-Asíu allan lifandi pening; alt hveiti og alla baðmull, sem þeir þurfa afar mikið af, en geta hvergi fengið annarsstaðar. Og svo lokka þeir með ljúfu, eða reka með harðri hendi, íbúana úr öllum þeim borguum og bæjum, sem nokkur líkindi eru til að Rússar komi nærri. En þetta gjöra þeir til þess, að geta látið greipar sópa um hýbýli þeirra, þegar þeir eru farnir, og flutt burtu til Þýzkalands gripi þeirra alla og matvæli. Enda ganga lestirnar einlægt látlaust til Þýzkalands. ENVER PASHA. Enver pasha er og hefir lengi verið aðal- maður Tyrkjanna, og allir embættismenn Tyrkja telja hann ábyrgðarfullan fyrir stríð- inu og sambandinu við Þjóðverja. Og bæði soldán og æðstu embættismenn og höfðingjar Tyrkja heimta, að hann taki við stjórn á öll- um herflokkum Tyrkja í Armeníu, Anatólíu (Litlu-Asíu) og Sýrlandi. En Þjóðverjar trúa honum ekki betur en svo, að þeir vilja aldrei missa sjónar af honum, og eiginlega treystast þeir ekki til, að Iáta hann fara nokkuð úr borginni, nema hann komi aftur næsta dag. Því fari hann nokkuð í burtu, þá búast þeir við, að hermennirnir tyrknesku gjöri upp- hlaup og drepi þá alla niður. Enver pasha er þó farinn að tapa hinu mikla áliti, sem Tyrkir höfðu á honum áður en stríð þetta byrjaði, og nú er enginn maður á öllu Tyrklandi hat- aður eins og hann. Og ef að uppreist kæmi og Tyrkir heimtuðu líf hans, þá myndu Þjóð- verjar skjótlega selja hann fram í hendur þeim, ef þeir kynnu með því að geta sloppið burtu sjálfir. Það eru rúmir 5000 þýzkir lögregluþjón- ar í Miklagarði, og þar að auki vænn hópur stórskotaliðsmanna frá Austurríki með fall- byssur sínar. Auk þess eru allir þýzkir menn, aðrir en hermenn, í borginni vopnaðir, og það er mikill hópur, og hafa þeir oft verið kallaðir út, og æfðir að safnast saman og verja höll eða hallir þýzka sendiherrans. Svo hafa Þjóðverjar spæjara sína um alla borg- ina, og má því heita, að í borgmni geti ekkert komið þeim á óvart, og þó að hernum sé illa við þá og hati þá, þá er lífvörðu r soldáns þeim hollur, því að Þýzkir hafa borið fé í foringjana, og er því varla hætt við, að þeim verði þar skráveifur sýndar. Menn þora það ekki, því að hvað eftir annað hafa þeir látið skjóta niður stóra hópa Tyrkja á strætunum. — Það er hnefinn þýzki, sem ræður nú í Miklagarði! ------o------ Tímarnir þrungnir af við- burðum. Allur þorri manna er nú sem hljóður og bíður einhvers, sem menn finna að eins og hangir í loftinu, þó að menn hvorki geti séð það eða skynjað. Menn finna eitthvert óljóst hugboð um ókomna viðburði, á vígvöllunum náttúrlega; og það er ekki einn smáslagur, þó að í honum kunni að falla 100 eða 200 þús- undir manna; ekki eins dags slagur eða tveggja á 10 eða 20 mílna svæði, heldur sá slagur, sem yfirgengur alt, sem enn hefir skeð. Verdun slaginn telja menn mestan bar- daganna annan en slaginn við Marne, sem stóð einar 3 vikur. En Verdun slagurinn hef- ir eiginlega staðið 2 mánuði. Á Verdun brotn- aði ofurefli og hroki Þjóðverjanna, og síðan hafa þeir hvergi unnið, hvernig sem þeir hafa reynt. Hvort framhald verði á því getur eng- inn sagt með vissu. Bardagarnir eru í raun- inni óútreiknanlegir. Það er svo ákaflega margt, sem þarf að taka tillit til, og sumt af því getur enginn maður séð fyrir. En flestar líkur eru nú til, að Verdun hafi verið mið- punkturinn, sem hamingja Þjóðverja snörist um; og þegar farið er að halla undan fæti, þá er ilt og erfitt að stöðva sig, og þó einkum þeim, sem þungir eru. Þetta vita allir, sem í bratta hafa gengið eða á skíðum farið. En þannig er því varið með Þjóðverja nú í einu og öllu. — William Marconi, sem allur heimurinn kannast við, er nú nýkominn heim til Lund- úna, úr 6 vikna ferð sinni til Ítalíu og Frakk- lands. Á þessari ferð sinni fann hann og tal- aði við hina fremstu herforingja og stjórn- málamenn þjóðanna og heyrði og skildi and- ann og hugmyndirnar hjá alþðu manna, hvar sem hann fór. Hvar, sem hann fór, var það hið sama: ólgan sauð og vall undir niðri. Menn voru stiltir, en menn voru heitir, fátæk- ir sem ríkir, fáfróðir sem vitrir. Þjóðirnar voru allar sem einn maður, með eina hugsun: að sigra Þjóðverja, — að brjóta á bak aftur veldi þeirra, — að lækka hrokann og stór- menskuna, — að afmá hnefaréttinn, svo að menn og konur mættu um frjálst höfuð strjúka. Og allir eru sannfærðir um, að Verdun hafi verið hámark ofstopans Þjóðverja; þar týndu þeir hamingju sinni. Nú eru allir Banda- menn, ekki einungis foringjarnir og hermenn- irnir, heldur alþýðan öll einhuga í því, að leggja að þeim, — leggja að þeim fast og láta kné fylgja kviði, hvað sem það kosti. Nú fyrst standa menn þeim jafnt að vígi, hvað vopn og búnað snerti. Nú bráðlega ætla menn því, að ein kviðan byrji, harðari og kanske lengri en nokkurntíma áður. Það kunna að verða margir slagir, og það þarf ekki að bú- ast við því, að ein og sama hliðin vinni í hverjum slag. En hún hlýtur að koma, ef að Þjóðverjar gefast ekki upp bráðlega, sem þeir trauðlega munu gjöra. Og sjálfir eru Þjóðverjar farnir að sjá það, og hafa ákaflega mikinn umbúnað á vesturkantinumí Frakklandi og Flandern og í Belgíu; og víst er það, að þeim er ekki farið að lítast á, því að þeir eru búnir að flytja alt fólk nema hermenn úr kastalaborginni Metz og Muhlhausen. En Metz er borgin, sem Baz- aine hershöfðingi flýði í með eitthvað 200 þúsund hermenn í fransk-þýzka stríðinu 1871 og varð loksins að gefast upp fyrir Þýzkum. Metz er eitthvað 25 mílur austur af Verdnn. Annaðhvort eru Þýzkir nú að búast við að Frakkar ráðist þarna á þá, eða þeir ætla að gjöra eina kviðuna ennþá. Óeirðarmönnum hegnt. Nú er herrétturinn Breta búinn að dæma og láta skjóta átta af for- sprökkum Iranna, sem uppreistina gjörðu. Og einn ennþá verður að líkindum til dauða dæmdur; en það er Casement lávarður. Ein þó fremur líklegt, að hann verði náð- aður og hegningunni breytt í æfi- langt fangelsi, ef það reymst satt, að hann sé hálf-geggjaður. Fjölda fra, sem dæmdir hafa verið, en nú farið að náða; dauðahegningunni breytt í 5—10 ára fangelsi. Stórir hópar eru fluttir sem bandingjar til Bretlands. En helztu menn fra, biskupar og stjórnmálamenn, — leggja að stjórninni að sópa nú vel til á írlandi, og taka alla, sem við uppreistina haaf verið riðnir, svo að engin hætta verði á, að þetta komi fyrir aftur. Það er sem menn séu hræddir við, að stjórnin verði of væg við þá, og er það stór heið- ur fyrir hverja stjórn sem er að fá þann dóm. En Bretar eiga það. — Eða hvað ætlið þér að Þýzkir hefðu gjört? Ætlið þér að þeir hefðu Iátið sér nægja að skjóta eina 8 uppreistarforingja, ef að uppreist hefði verið gjörð á móti þeim? Vér höfum séð framkomu þeirra við Belgi og Serba og Pól- verja eða sína eigin hermenn, þeg- ar þeir senda skothríðina í bak þeirra í orustunum, ef að þeir kom- ast ekki áfram. En Englendingum má segja það til hróss, að þeir eru aldrei sólgnir í blóð, þegar þeir eru búnir að sigra. Svo hefir það ver- ið á Indlandi, og í Afríku, við Bú- ana. Þeir hafa í seinni tíð, að minsta kosti, æfinlega gjört hina sigruðu að vinum sínum og unnið sér virðingu þeirra. Tungumálin í Canada. Það er eins og víða ólgi og sjóði nú undir í skólamálunum, og jafr.- vel Islendingar hér vestra eru nú farnir að róta sér, sem alt til þessa hafa rólegir verið og kostað kapps um, að læra landsins mál sem ailra fyrst þeim hefir verið mögulegt. En nú er lærður og málsnjall doktor kominn af íslandi, til að halda rreð- ur um málefni þetta um allar bygð- ir íslendinga, og væri ekki undar- legt, þó að kviknaði í glóðiniii, á einum eða öðrumi staö. í Manitoba hefir ekki verið hægt að segja annað, en að alt hafi geng' ið friðsamlega. En í Ontario hafa verið yrringar og róstur, og Quebec fylkið þekkja allir, að þar er fransk- an yfirgnæfandi, enda var fylkið franskt, þegar Bretar náðu hér yfir- ráðum. Það er enginn efi á því, að allur þorri fylkisbúa vill hafa enskuna fyrir skólamálið eða móðurmál þjóð arinnar, svo að hún hafi eitt en ekki ótal móðurmál, enda væri hver þjóð VIÐRINI meðal þjóðanna, sem hefði segjum 10 eða 12 eða 15—20 móðurmál. En nú fóru margir hinna frönsku þingmanna til Englands og héldu þar fund um málefni þetta og var iávarður Bryce, sem fiestir þekkja, forsetinn, mikilhæfur maður og margir Bretar. Þar varð niðurstaðan sú á fund- inurn, að gjöra skyldi frönsku að skyldunámsgrein á öllum skólum á Englandi, á móti því, að enska yrði gjörð að skyldunámsgrein á öllum skólum í Frakklandi. Ef að þetta kæmist á, þá yrði það til að draga saman Breta og Frakka. En svo koma aðrir menn, sem vafalaust líta langt frain f tímann og heimta, að rússneska sé einnig gjörð að skyldu- námsgrein á skólum Breta og þá líklega í Canada líka. Svo þegar til Manitoba kemur, þá kemur spurn- ingin Um þessi 20 tungumál, sem hér eru töluð, og eðlilega vill hvert þjóð- arbrot hafa sína t— ekki móður- tungu — heldur feðra, eða forfeðra tungu gjörða að skyldunámsgrein í skóÍMm landsins, — ekki háskólum, því að það væri talandi um, heldur barnaskólum. Þá yrðu menn fyrst háfnentaðiri!!). Menn töluðu þá tungum öllum sem postularnir. En hitt getur mönnum tæplega dulist, að hafi nokkurt tungumál rétt liér f landi fyrir utan enskuna, þá er það franskan, — cf að maður gengur fram hjá tungumáli eða mál- um Indíánanna, sem hér bygðu land þetta, þegar hvítir menn komu hingað. Urgur gegn Vilhjálmi. Farið að bóla á óánægju við Vil- hjálm og gjörðir hans bér og hvar um Þýzkaland, jafn- vel í hernum. ^--- Þýzkir stela matvælum, sem Belgum eru send. ----•--- Fregnriti enska blaðsins Chron- icle skrifar blaðinu frá Amsterdam og segir frá ferðum sínum um Belg- íu og Þýzkaland. Fyrir nálægt þrem mánuðum síð- an var eg á Þýzkalandi, þegar sigur- vinningar Þjóðverja voru sem hæst- ar, því að þá voru þeir ekki búnir að reka sig á sprengikúlur og byssu- stingi Frakkanna við Verdun. En nú er þar alt annað uppi í hugum manna. Alt er breytt, og hefði eg aldrei trúað því, að heil þjóð hefði getað tekið slíkum breytingum á jafn stuttum tíma, og skoðanir og allar hugsanir umsnúist svo gjör- samlega, sem raun er á orðin. Það, sem mig þó undraði meira en alt annað, var það, hvað menn voru orðnir æstir við keisarann. Það hefði eg aldrei getað hugsað mér. Þessi æsingur virðist vera breiddur út um alt landið. Vottur um komandi borgarastríð. Eins og við má búast hefir keisar- inn sína áhangendur eða fylgis- menn bæði f hernum og heima með- al þjóðarinnar og einmitt á þessu sá eg votta fyrir deilum og borgara- stríði, sem magnast einlægt og ógn- ar þvf, að kljúfa Þýzkaland í tvent. Það er ætlan mín, að mjög bráðlega verði flokkarnir að eins tveir og skiftist f þá sem eru með keisara og þá, sem eru á móti. Og þegar þessum flokkum slær saman verður annarhvor undan að láta; þar verður ekkert samkomulag hugsanlegt. Nú sem stendur hikar mótflokkur keisarans við því, að láta bera á skoðunum sínum opinberlega, enda mundu þeir fá þungar skriftir fyrir, og þess vegna lítiír svo út ofan á, að minsta kosti, sem keisaramenn séu sterkari. En slitni þeir sundur og komi fram opinberlega, þá verður mótflokkur keisarans margfalt fjöl- mennari og áhrifameiri. Og svo framarlega, sem alþýðuviljinn fengi nokkru að ráða á Þýzkalandi hjá mönnum þeim, sem stjórnina hafa í höndum, — þá hygg cg að skamt myndi til friðar. Belgar svelta. En hvað Belga snertir, þá þrengir sulturinn að þeim, því að matar- skorturinn er voðalegur. I fulia þrjá mánuði hafa borgarbúar í Brussel varla augum litið eina einustu kart- öflu. Og oft hefir mig furðað á þvf, hvað orðið væri af öllum hinum mikla matarforða, sem Bandaríkja- menn hafa sent Belgum. En svo heyrði eg sögu eina, er gaf mér hug- mynd um, hvað orðið hefði af þeim, og mörgu öðru, sein Belgum hefir verið gefið. Það er venja bæjarstjórnanna í B,elgíu, að senda skýrslú frá hverj- um bæ til aðalstjórnarinnar í Brus- sel og taka tii alt, sem bæjannenn bráðlega þörfnuðust. Svo var þetta sent til þeirra frá þessum aðal- stöðvum. En þegar sendingar þess- ar komu seint og síðarmeir í smá- bæjina eða út um landið hér og hvar, þá var skorturinn orðinn svo mikill, að ill-mögulegt var að skifta þessu sundur og ómögulegt að láta hvern fá sem hann þurfti. En það vissi eg, að áður en þetta kæmi til skifta meðal almennings, þá voru forngjar hinna þýzku hermanna, sem þar voru, búnir að velja úr handa sjálfum sér ait, sem þeir vildu eða þóttust þurfa. Og oft var lítið eftir handa hinum hungruðu Belgum, þegar hinir voru frá gengn- ir. Bitar Lögbergs. Á fremstu síðu Lögbergs er ýmist heill eða hálfur dálkur af slettum til þeirra manna, er ekki aka segl- um eftir vilja doktorsins. I sfðasta Lögbergi er þetta einn bitinn: "Snjólfur heldur, að Eng- iand sé alt Bretaveldi; það er álíka rétt og ef einhver segði, að Snjólfur væri öll fslenzka þjóðin”. Hvenær hefir Snjólfur látið slíkt í ljósi í riti eða ræðu? Eg skora á doktorinn, ef nokkur ærlegur blóð- dropi er til f honum, að benda á slíkt. Það sem Snjólfur sagði um Jó- hann son sinn í hitteðfyrra, að hann gæti hlaðið, skotið og hæft mann fyrir ofan mitti 22 sinnum á mfnútu, tekur hann ekki aftur, af þeirri góðu og gildu ástæðu, að hann sagði þar sannleikann og ekk- ert annað. En að fara að blanda herra J. V. Austmann inn í deilumál Lögbergs og reyna að gjöra gys að honum, særðum og í fangelsi yfir á Þýzka- landi, er að eins til að sýna, hversu inikið fúlmenni doktorinn er. I næstu Heimskringlu ætla eg að sýna fleiri axarsköft eftir doktorinn- Við erum ekki skildir. S. J. A.

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.