Heimskringla - 18.05.1916, Qupperneq 5
Liberal þingmaður setur ofaní við flokk sinn
og lofar framkomu Borden-stjórnarinnar.
RæSa, sem Dr. Michael Clark, M.P.,
Það er öllum vitanlegt, að Liber-
alar hafa undanfarið verið að leita
að sökum á hendur Borden stjórn-
inni, og hafa leitað í hornum og
krókum, kyrnum og koppum, ef að
Þeir kynnu nú að finna einhverh ó-
hverra að sletta framan í stjórnina.
Sakargiftirnar fljiiga sem örvadrífa
í loftinu; það er þrefað um þær a
lúngi.Herstjórnin og herforingjarnir
hafa verið dregnir inn f það. Rann-
sóknir hafa staðið yfir. Yandræða-
hingmaður einn, Kyte, er iátlnn
Saka General Hughes og Allison um
fjárdrátt, og hefir sú rannsókn stað-
ið yfir nokkrar vikur. í fyrstu var
Kyte hælt, svo að hann gat í hvor-
ugan fótinn stigið, en þegar ein á-
hæra hans eftir aðra féll niður, fór
hann að verða að athlægi og hans
«igin félagar tóku að forðast hann.
Frakkar eystra voru æstir upp, og
deilur voru vaktar upp í Ontario og
Quebec út af skólamálunum. Sumir
hingmenn og stjórnmáiamenn Lib-
«raia fluttu þrumandi ræður á móti
tví, að berjast með Bretum og
handamönnum þeirra. Þeir unnu
£ uióti því, að Frakkar gengju í
herinn.
Dr. Michael Clark, þingmaður í
sambandsþinginu fyrir Red Deer,
Alberta, var og er Liberal; en hon-
hm féllu svo illa aðfarir þessar, að
hann snörist á móti og flutti ræðu
hessa, sem hér fer á eftir, þegar deil-
urnar voru sem hæstar milli Liber-
aia og Konservatfva út af meðferð
stjórnarinnar á stríðsmálum, vopna
smíði í Canada og framlögum Can-
®da til stríðsins.
* * * *
“Eg gríp inn í umræðu þessa, þó
að mér sé það nokkuð ófúst, af
heirri ástæðu, að eg efast um það,
hvort umræða þessi hefði nokkurn-
tíma átt að eiga sér stað. Og það er
ætian mín, að það geti verið vafa-
hiál, hvort vér séum ekki að missa
sjónar á afstöðu vorri og skyldu a
hessum hinum mestu voða - og
háskatímum, sem komið hafa fyrir
betta land, fyrir alt Bretaveldi, fyr-
lr allan heiminn og framhald menn-
'ugarinnar á jörðu þessari.
“Eg grfp inn í umræðuna af þvf
skyldan knýr mig til þess, af því eg
finn til þess, að það væri mjög ó-
heppiiegt, ef að til atkvæða væri
Sengið f jafn stórvægilegu máli, er
stendur í sambandi við þetta stór-
kostlega strfð, án þess að styðja
stjórnina í öllum hennar íram-
kvæmdum, ekki einungis af hinum
konservatíva flokki, heldur einnig
andistæðinga flokki hennar, hin-
úm Liberölu.
Eg kem úr fylki því, sem alt til
hessa hefir lagt fram f strfðið 2650
hermenn fram yfir sinn hluta af
bessum 500,000, sem ætlast er til, að
Canada sendi á vígvölluna. Sem
einn af íbúum Alberta fylkis er eg
stoltur af þessu, og get eg skýrt það
nieð því að segja yður: að fólkið í
Alberta lætur sig miklu minna
varða um, hvar sykurinn er keypt-
úr handa hermönnunum, heldur en
hitt, að koma hermönnunum á stað
tfl að vinna sigur á Þjóðverjum.
“Með athygli miklu hlustaði eg á
ræðu vinar míns hins heiðraða for-
sætisráðgjafa, frá upphafi til enda,
°8 á meðan var eg stoltur af því, að
Vera einn af borgurum Canadaveld-
ls, einmitt sökum þess, hvað núver-
andi stjórn f Canada hefir gjört
f sambandi við þetta stríð. Það
runnu margar myndir upp í huga
hiínum, er eg hlustaði á ræðu hans;
eri Þrst og ljósust var sú, er hann
®hýrði frá hinum mörgu og þungu
hyrðum, er lögðust á stjórn jafn lít-
hluta Bretaveldis, sem Canada
er> og þetta lagðist yfir með þeim
flýtir og hraða viðburðanna, sem
einkennir þetta stríð. Mér hafa
hlotnast þau forréttindi og heiður,
hæði f byrjun stríðsins og oftar en
einu sinni síðan, að gjöra heyrum
hunna sannfæringu mína, sem stóð
híér skýr og ljós fyrir sjónum þá og
hú, að formaður stjórnarinnar og
*tjórnin sjálf, og mikill meiri hluti
stuöningsmanna hennar. hefðu séö
°S skilið hve feykflega þýðingarmik
, flutti nýlega á sambandsþinginu.
il málefni þessi voru, og hefðu beitt
öllum sínum kröftum til þess, að
leggja fram tilhlýðilegan hluta fyrir
Canada í mönnum og fé, til þess að
halda stríði þessu -fram til sigurs
Bretum og Bandamönnum. Þettal
var sannfæring mín þá, og þetta er
sannfæring mín nú. Og livað sem
pólitikum flokkum líður í landinu,
við þessar í hönd farandi eðð næstu
kosningar, þá er eg viss og sann-
færður um það, að hver óhlutdræg-
ur sagnaritari komandi tíma muni
geta þess, að hinn heiðarlegi vinur
minn, formaður stjórnarinnar, hafi
metið það meira en alt annað, að
vinna sigur í stríði þessu, alt frá
hinni fyrstu stundu, að óveðrið
skall á. Og hann hefir engan hlut,
smáan eða stóran, látið draga sig
frá, að vinna að þessu af ítrustu
kröftum.
Hið næsta atriði, sem rann upp
fyrir huga mínum, er eg hluistaði á
ræðu stjórnarformannsins, var hið
mikla erfiði, er fallið hefir á herðar
embættismannanna í hermáladeild-
inni, og hollustu þá og skyldu-
rækni, sem þeir allir hefðu sýnt af
sér, og hefði sér fundist, að þessi
hinn sami andi, sem stýrði hugs-
unum og gjörðum stjórnarformanns
ins og embættismanna hans, væri
andi meirihlutans eða allra rétt-
hugsandi manna í landinu.
En það var líka önnur hugmynd,
sem vaknaði hjá mér, og það var
þakklæti. Þó að þetta feiknamikla
starf hafi svo skyndilega og að öll-
um óvörum fallið á herðar stjórn-
arinnar, og þó einkum á hermála-
deildina, og þó að þjóðin hér í Can-
ada hafi hlaupið undir byrðina og
fúslega tekið hana á herðar sér, þá
er þó eitt sem hjálpar, en það er,
að kostir landsins eru svo miklir og
frelsi vort er svo verndað af fánan-
um brezka, sem vér búum undir, —
að enginn okkar í landi þessu hefir
þurft að tapa einni máltíð á dag,—
enginn af oss hefir þurft að vera í
neinum ótta eða bera kvíðboga fyr-
ir því, hvað framtíðin beri í skauti
sínu, hvorki fyrir oss sjálfa eða
Bretaveldi.
“Og eg er þakklátur fyrir það! Eg
er þakklátur mönnunum á vígvöll-
unum, sem að þessu eru valdir með
hreysti sinni og hugprýði. Þessar
hinar hreinu og átakanlegu hug-
myndir vakti ræða stjórnarfor-
mannsins í huga mfnum. Vér vor-
um með honum einum huga og
urðum hrifnir af hugmyndum hans
og orðum, er hann minti oss á, hvað
Canadamennirnir hefðu staðið fast-
ir fyrir og stöðvað ofbeldismennina,
þogar hergarðurinn var brotinn i
Flanders fyrir ári síðan; og er hann
lýsti því, hvernig þeir eru einráðnir
og einbeittir, að standa fastir aftur
og aftur og verja fánann brezka
meðan nokkur dropi blóðs rennur
í æðum þeirrá, — verja fánann,
verja Bretaveldi, verja frelsi heims-
ins, framtíð og menning.
“Er eg lít yfir öll þessi atriði, þá
leyfi eg mér að láta í ljósi efa um
það, hvort mál þau og atriði mála,
sem hér hefir hreyft verið, geti ver-
ið til að styðja og styrkja og hjálpa
þessu mikla verki, sem þeir hafa á
hendur tekist, — eða eru til þess
að hindra það, eyðileggja og láta
það að engu haldi koma.
“Ef að aldrei hefði verið hægt, að
setja út á verk stjórnarinnar, þá
hefði hún ekki verið mannleg; því
að mönnunum skjátlast og sést yf-
ir. Og það er orðtak fornt, að sá
maður, sem aldrei verður eitthvað
á hann lætur aldrei neitt eftir sig
liggja. Ef að stjórnin hefði ekki
gengið út í stríð þetta með þeim
fasta og einbeitta ásetningi, að láta
eitthvað eftir sig liggja og hjálpa
til að vinna sigur þann, sem vér vit-
um að í vændum er, ef að hún hefði
ekki gengið út f það með því kappi
og þeim áhuga, sem er íyrsta og
seinasta skilyrðið til að vinna sig-
ur, — þá hefðu ef til vill engin mis-
grip komið fyrir; en hún hefði þá
lítið stutt að sigrinum. “Menn geta
ekki búið til eggjaköku, nema menn
brjóti eggin”. Og það er eitt af ein-
kennum stríðsins, að bændurnir
græða fé og synir þeirra, sem heima
sitja, meðan synir bændanna á víg-
völlunum leggja í sölurnar alt sem
þeim er dýrmætt og þar með lífið
sjálft. Káttúrlega verða mistök, og
æfinlega eru nógir til að setja út á.
Það er sem Byron segir: —
“A man must serve. his time to
every trade.
But censure-critics—all are ready
made”.
“Hvað mig snertir, sem einstakan
borgara, sem um stund hef sæti á
þingi þessu, meðan voðaleikurinn
mesti í sögu Bretaveldis er háður,—
þá hefi eg engan tíma til útásetn-
ings eða aöfinslu.
“öllum mínum orðum og öllum
mínum kröftum, hefi eg frá upphafi
varið til að styrkja orð og viturleg-
ar gjörðir og ráðstafanir stjórnar-
formannsins, og það gjöri eg enn
og mun gjöra framvegis; og eg er
sannfærður um, að hugsanir og vilji
Canadamanna séu í þessu tilliti hin-
ar sömu og mfnar. Og eg er fulltrúa
og sannfærður um það, að hvað svo
sem út á er hægt að setja eða þörf
að setja út á, og hvað sem líður
mannorði eins eða annars, þá er
enginn tími til aö tala um slíka
hluti. Nú er tíminn til a'ð standa
fast undir fánanum, sem vér elsk-
um, — standa fast með hinu bezta
og mesta málefni, sem nokkurn-
tíma hefir. hrifið hugi þjóðar vorr-
ar og Bandamanna, — standa fast
með stjórn þeirri, sem Sagan á kom-
andi tímum mun viðurkenna, að
hafi réttilega breytt í öllu verulegu.
— Það er skylda vor allra, að standa
með þessu málefni, undir þessum
fána, þangað til fullkominn sigur
er unninn.
“Og það er af þessari ástæðu, að
fólkið landsins veit og trúir, að
stjórnarformaðurinn, stjórnin öll
og stuðningsmenn hennar allflestir
hafa tekið þessa stefnu og eru ein-
ráðnir í því, að halda henni fram
til endans, þangað til sigurinn er
unninn; sigurinn fyrir málefni því,
sem er langtum stærra og mikils-
verðara, heldur en allar flokkadeil-
ur. — Það ar af þvi, að fólkið trúir
ir og treystir þessu, að eg er sann-
færður um, að þjóðin öll er með
stjórn þessari þangað til sigurinn er
unninn!”
* * » •
Þessi ræða er merkilegust fyrir
það, að það er Liberal þingmaður,
úr- mótflokki stjórnarinnar, sem
flytur hana. Hann sér það skýrt og
ljóst, að það er eitt mál, sem varð-
ar alla Oanadamenn og skiftir svo
miklu, að á meðan á þassu stríði
stendur ættu öll önnur mál að
hverfa. Málið, að bjarga landinu,
frelsinu, menningunni, alrfkinu er
svo stórt og þýðingarmikið, að hver
einasti maður, karl eða kona, ætti
að kasta öllu öðru frá «ér, en verja
öllum kröftum sálar og líkama til
þessa eina. Þar er hver maður að
berjast fyrir sinn eigin arin, því
mega menn aldrei gleyma; alt ann-
að er fánýtt og léttvægt, og þarf að
kæfast niður í hvaða mynd sem það
kemur fram. Þetta sér Clark skýrt
og vel. \
En þegar hann var búinn að
flytja ræðuna, er sagt að hann hafi
ekki átt upp á pallborðið hjá
flokksmönnum isínum; enda var
þetta hinn mesti skellur, sem þeir
gátu fengið. Hvort hann verður í
reykjandi vindil heima hjá sér. En
sannleikurinn er þessi, að eg tók
saman í huganum þetta bréf meðan
eg var í Berlin. Þaðan mátti eg ekki
skrifa neitt, nema annaðhvort á
þýzku eða dönsku, auðvitað alt
gagnrýnt af bréfasnuðrurum áður
en því væri hleypt yfir landamærin
og þá hættan sú, að ekkert kæmist
leiðar sinnar, nema að miklu leyti
ólæsilegt vegna svörtu klessanna,
sem l>eim herrum þóknast að mála
lesmálið með, þar sem það þykir
varhugavert. Það var því ekki ann-
ars kostur cn að skrifa brófið í hug-
anum og smygla því yfir landamær-
in, sem andlegu og ómateríaliseruðu
bréfi, velgeymdu inni í mfnu heila-
búi. Því svo langt eru þeir þó ekki
komnir enn, fremur en á dögum
skáldsins Heine (sbr. kvæði hans
um það þegar tollþjónarnir voru að
rannsaka farangur hans á leiðinni
yfir þýzku landamærin), að þeir
geti horft inn í hausinn á manni og
séð alla þá andlegu bannvöru, sem
]>ar er hrúgað saman.
Þeir afklæddu mig inn að skyrt-
unni og þukluðu á mér gegnum nær
klæðin. Það var billega sloppið,
þvf að sumir verða að leggja frá sér
hverja spjör, og ef sérstakur grunur
hvílir á einhverjum, eru læknar
látnir rannsaka ]>á ítarlega með
speglum og kíkirum, því að ])að
má geyma bréfkúlur inni í hlustun-
um, nösunum o. s. frv. óþverrasaga
um Gottskálk þjóf rifjaðist upp
fyrir mér. Þetta var í Warnemunde.
Eg bý nálægt Charitéspítalanum
í kosthúsi (pension). Matmæður
mínar eru tvær systur, meykonur,
og er sú eldri svipuð Melankton, eft-
ir því sem hann er mér kunnugur af
myndum; en hin er líkari því, sem
hún væri náskyld sjálfum Lúter.
Þær hata báðar Englendinga og
grettu sig, þegar þær heyrðu, að
mér væri vel við þá. Allir Þjóðverj-
ar hata Englehdinga eins og fjand-
ann sjálfan; vorkenna Frökkum,
fyrirlíta Rússa og hafa djúpa and-
stygð á ítölum. Við borðið er talað
um síðustu sigrana og eru mötu-
nautar mínir (flest alt ófriðar ung-
frúr og einn herlæknir) á eitt sáttir
uip, að bráðum taki Þjóðverjar Suez
skurðinn. En húsmæðurnar and-
varpa og óska þess, að bráðum kom
ist friður á, því stöðugt þrengist í
búi. Nú má ekki lengur skamta kjöt
tvo daga í vikunni; hvorki á þriðju-
dögum né föstudögum sézt kjöt a
borðum, nqma eitthvað hafi gengið
af daginn áður. Stundum fæst fisk-
ur í þesS stað, og þá finnur enginn
til þess; en suma kjötlausu dagana
fæst heldur ekki fiskur f búðunuin.
Þá þykir pú sumum grána gamanið,
og þó eg sé fylgjandi kenningum
HindheoeSj þá finst mér kálið frem-
ur bragísiítið og sumar súpurnar
undirstððulitlar fyrsta daginn. En
maður Venst öllu, svo furðanlega
fljótt — og það sem eg sætti mig við
eftir hálfsmánaðartíma, það sætta
Þjóðverjar sig við eftir mánuð og
meira. — Það er eins og með brauð-
ið. Eýrst kvörtuðu allir undan því,
að þeir fengju ekki nóg; en nú eru
allir ánægðir, og fá þó ekki nema
LOOO grömm til vikunnar. Brauðið
er gott; það er líkast sigtibrauði.
Aftur er hið svo nernda stríðsbrauð
bragðlítið, hart og þurt. í því er
mikið af kartöflumjöli, og er nær-
ingarlítið. Það fæst brauðmiðalaust
— annars þarf að hafa brauðmiða
til vikunnar.
Verst er smjörleysið. Suma dag-
ana er ómögulegt að fá smjör og
smjörlfki þvf síður. Þessvegna koma
fyrir smjörlausir dagar, og “það var
versta vikan”, mundi Magnús sálar-
háski hafa sagt. Þá fáum við ávaxta
mauk eða hunang ofan á brauðið
— og auðvitað þrífst maður vel fyrir
þvf, en viðbrigði cru það fyrst í
stað. Eg get vel hugsað mér að sum-
ir hér f Berlin breyti bæninni og
segi: “Gef oss í dag vort daglegt
smjör — þvf skrifað stendur: mað-
urinn lifir ekki af einu saman
brauði.
Herinn situr fyrir öllum þeim mat-
arforða, sem hægt er að útvega, og
þar eru margir munnar, og svo bæt-
ast allir fangarnir við, sem nú eru
hátt á aðra milíón.
Fyrstu dagana bjó eg í veitinga-
húsi. Þar var nóg af öllu og ætfð
fiskur í stað kjöts kjötlausu dag-
ana, og nóg af smjöri. Eins er ef að
maður borðar á góðum kaffi- og
matarlnisum (restaurants).
En einu varð eg hissa á: Það er
ekki dýrara að lifa í Berlin, heldur
en í Kaupmannahöfn, jafnvel þó að
markið sé reiknað með sínu gamla
gildi; en þegar þess er gætt, hve
þýzkir peningar eru í litlu gildi nú,
þá er það töluverður ávinningur,
að býtta dönskum jieningum í
þýzka. Eg hafði áður en eg fór feng-
ið hvert mark fyrir 65 aura, sem
annars er talið næstum 90 aura
virði. Ef ekki væru svo margir örð-
ugleikar á, að fá þýzkar vörur flutt-
ar heim (útflutningsbann, tollar, og
Englendingar, sem nú eru farnir að
rannsaka farangur farþega, hvað
þá póstsendingar), þá væri það á-
reiðanlega stór ávinningur, að ferð-
ast til Þýzkalands eingöngu til að
kaupa vörur.
Hvar sem gengið er um göturnar,
verða fyrir manni hermenn. Eg ýki
það ekki, að 4. til 5. hver maður er
hermaður. Þeir eru allir klæddir
þessum gráu einkennisbúningum,
ýmist með borðalagða húfu eða þá
gaddhjálm. Mikið af þessum her-
mönnum eru nýliðar, sem verið er
að æfa, og mikið líka hermenn, sem
hafa heimafrarleyfi til að hitta ást-
vini og kunningja, og enn er mikið
af þeim örkumlamenn, með stirðan
fót, sem staulast við staf, hafa hendi
í fatla eða afhögna limi; en eru samt
notaðir til friðsamlegri herstarfa.
Á hverjum morgni vakna eg við,
að hermannafylkingar ganga takt-
fast við hljóðfæraslátt og trumbu-
slátt eftir götunni neðan við glugg-
ann, og venjulega rif eg mig upp úr
rúminu til að horfa á hópinn.— Það
er eitthvað einkennilegt við hverrar
þjóðar hermenn, að því sleptu, hve
einkennisbúningarnir eru sitt með
hverju sniði. Hver þjóð hefir sitt
sérstaka göngulag. Dönsku dátarn-
ir ganga meinleysislega eins og frið-
samlegir borgarar, og skjóta engum 1
skelk í britigu, en Þjóðverjar fara
geyst og skálma áfram af fítons-1
krafti, eins og eitthvað mikið standi1
til; og þegar fylkingin mætir á vegi i ------
sínuin hershöfðingja, þá lyfta allir Eg var á gangi liér uni götur borg-
hægra fæti og stappa*) í jörðina og j arinnar, sem ekki er í frásögur fær-
verður það ekki lítill hávaði af því, i andi, og rekst þar á gamlan kunn-
þegar þeir fara um steinlagðar göt- ingja minn, og spyr hann að, hvern-
urnar. Heyrist þá dynur af fótataki ig honum líki “Bitar” Lögbergs rit-
þeirra langar leiðir. Franskir her-í stjórans. Þá svarar hann þessu:
er um Akkilles. “En þó lízt mér
maðurinn ógæfusamlegur”, sagði
Guðmundur ríki, og svipað fanst
mér um herfylkinguna; en “stríðs-
vél” (Krigsmaskine) er ekki illa til
fundið að kalla svona fylkingu.
Skamt frá þar sem eg bý er her-
mannabústaður (Kaserne), og í
garðinum framan við húsin eru dát-
arnir æfðir. Garðmúrinn er svo hár,
að ekki er hægt að sjá yfir hann af
götunni; en á stóra hliðinu er dá-
lítið gat fyrir varðmennina til að
gægjast út um. Eg sé daglega fólk,
sem um götuna gengur, teygja sig
upp að þessu gati, til að gægjast
inn, og sama gjöri eg. Þarna inni í
garðinum eru undirforingjar að æfa
nýliðana. (Undirforingjar — Serge-
ants— kölluðust skerjafantar á máli
Hafnarstúdenta; en lautinantar:
luktafantar). Þeir læra að skilmast
með korðum, líkt og við lærðum í
skóla; þeir læra að ganga, hlaupa,
stökkva o. s. frv., og þeir læra að
fara með byssur, og er auðséð að
margir eru erkiklaufar, sem “ana
með stál og blý” og ferst handverkið
álíka hönduglega og Sveini dúfu. En
eitt þótti mér kyndugt, sem eg sá í
gegnumu gatið. Á löngum þverslám
eða gálgum héngu einkennisbúnir
mannabúkar, auðsjáanlega úttroðn-
ir með heyi, margir í röð; þeir áttu
að heita skapaðir í mannsins eigin
mynd; en ófrýnilegir skrattar voru
þeir, og fötin gauðrifin, eins og fljót-
skilið var. Því eftir gefnu merki
voru dátarnir látnir gjöra hvert á-
hlaupið á fætur öðru með beittum
byssustingjum á ])essa aumu Mökk-
urkálfa. Dátunum þótti auðsjaan-
lega gaman að þessu, og við hvert -
hlaup æptu allir heróp og þustu
fram eins og kólfi væri skotið. Til
þess að gjöra heræfinguna erfiðari
og raunverulegri, voru heykarlarnir
látnir dingla fram og aftur, eins og
hengdir bófar í hvassviðri. Þegar
svo hermennirnir komu þjótandi,
gátu ]æir ekki ætíð sætt lapi ti) að
stinga þá, heldur mistu þeir þeirra
og duttu sjálfir; eða líka kom það
fyrir, að hrjsmagainir slengdust
framan í andlitin á þeim og fipuðu
fyrir þeim.
(Niðnrlag)
SIGGA “BITAR”.
menn eru langt um smástfgari en j
þýzkir, og ekki eins ægilegir til að j
sjá; aftur hefir mér fundist enskirj
hermenn ganga mjög rösklega og
“Sigga Bitar saurugt litar blaðið;
eykur hita( ama og krit,
ekkert vit þar sýnir lit”.
“Er ekki þetta heldur mikið'
liðlega, eins og allir væru fimleika-1 sagt hjá þér, kunningi?”
menn ér færu til kappleika. — En
þýzka herfylkingin "geysist áfram
til að vinna sér frægð”, lfkt og sagt
“Mátulegt á skratta!” segir hann.
“Sussu, sussu’ Sigurður er góður
kunningi minn, og nú er hann á
sinni réttu hillu, og verður nú ser
stapp hermannanria og öðrum til sæmdar og unaðar”.
“A hillu! Þó-þó! Heldurðu að
það yerði svo sem langt að bíða þar
til bann veltur með öllum bölvuð-
um bitunum sínum ofan af hill-
unni? Eg hefi enga fjandans hillu
þekt enn, sem hefir getað haldið
*) Þetta
finst öllum útlendingum gorgeirs-
legt og tilgjörðarlcgt í fyrstunni, og
eg sá það í enskum blöðum, hve
það lét illa í eyrum Beiga og Eng-
lendinga, þegar Þjóðverjar “marsér-
uðu” inn í Brussel og Antwerpen.
“Goosestep” eða gæsaspor kölluðu1 Sigga”.
Englendingar það, og “prancing J "Vertu sæll, kunningi. Eg tala
movements”, og bætir ekki úr skák ekki meira við þig núna; það er í
þegar í takt við stappið var sungið j þér einhver urgur”, sagði eg og fór
“Deutschland, Deutschland uber j mína leið.
alles”. j Lárus Guðmundsson.
I
flokki þeirra framvegis fer eftir at-
vikum. En mörgum þykir það tví-
sýnt, og fieiri voru þeir af Liberum,
sem betur fer, er voru honum sam-
dóma og mun það koma fram síðar.
Sjón er sögu ríkari
Eftirfarandi fróðlega og skemti-
lega bréf hefir Steingrímur Matthí-
asson læknir sent ritstjóra ísafold-
ar — frá dvöl sinni í Berlínarborg
í síðastliðnum janúarmánuði.
Berlin, 20. jan. 1915.
Pension Kromat, Charitéstrasse.
Kæri vin! —
Þó að eg dagsetji þetta bréf í Ber-
lin, þá skrifa eg það eiginlega í
Höfn, — sbr. þegar ónefndur blaða-
maður skrifaði símskeyti um bar-
dagann suður í Makedoníu, glæfra-
ferðir þar innanum elda og kúlna-
hrlð, sitjandi í makindum, saddur
af góðum mat, drekkandi vín og
Fáið McKenzie fræ hjá kaupmanni yðar.
....HVER FRAMTAKSSAMUR KAUPMAÐUR í Vesturland-
inu hefir ætíð nægar birgðir af þessu URVALS FRÆI.
McKENZIE’S AFBURÐA FRÆ er sénstaklega lientugt fyrir
Vestur-Canada af eftirfylgjandi ástæðum:
1. Við lifum í Vestur-Canada, og okkar tuttugu ára reynsla
gjörir okkur mögulegt að þekkja til hlýtar þarfir Vestur-
landsins.
2. Það, að búið okkar eru í Brandon og Calgary er sönnun
þess, að við getum æfinlega afgreitt pantanir án tafar. Allar
pantanir eru sendar út innan 24. klukkutfma.
3. Alt fræ er valið sérstaklega, með því augnamiði, að það sé
haganlegt fyrir jarðveg og loftslag Vesturlandsns.
4. Alt McKenzie’s fræ er af beztu tegund, vandlega endur-
hreinsað með nýjustu vélum, og hefir sterkasta vaxtar lífs-
afl, sem hægt er að fá.
Dálítill fræ-böggull er í sjálfu sér ekki mikið, en það er mik-
ils virði, þegar það er komið í garðinn þinn.
Beans, Beet, Carrots, Corn, Cucumber, Lettuce, Onion
Peas, Parsnip, Radish, Squash, Turnips, Tomatoes.
Einnig úrval af Ssveet Peas og öðru blóma-fræi eftir vigt.
Skrifið eftir Verðlista (Catalogue) í dag.
A. E. McKenzie Co., Ltd.
Brandon, Man. Calgary, Alta.