Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians i W'innipeg. Við höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. H\ R. Fowler, Cpt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN I. JONI 1916 NR. 36 Stríðs =f réttir Frásögn herlæknis um Verdun bardagann l>að hefir litið svo út, sem seint linist Þjóðverjar á því að reyna að komast nær Verdun. í hríðunum um fyrri helgi fengu þeir skelli tals- verða af Frökkum á hryggjunum eða háu flötunum við Douaumont, um 33 milur norðaustur af Verdun. Þar gengu Frakkar svo hart íram, að þeir hröktu Þjóðverja úr nærri öllum fremstu skotgröfum ]>eirra, svo að þeir héldu að eins horni einu af Douaumont. En þetta pláss höfðii Þjóðverjar dýru verði keypt, og það var þeim dýrmætastur staður af öllum þeim, sem þeir náðu þarna í þessum þriggja mánaða bardaga. En þeim er eitthvað brátt þarna, því einlægt halda þeir áfram að senda herskara sína á skotgrafir Frakka. Hinn 23. maí var einn harði hríð- arbardaginn þeirra. Það var ýmist flóð eða fjara eins og lengi hefir ver- ið. Þýzkir veltust fram í flóði miklu eða þéttum skörum á tveggja eða þriggja mílna svæði. En 75 milli- metra byssur Frakka tóku á móti og einnig aliar hinar smærri byssur, og svo brotnaði aldan framan við skot- grafir Frakka, eða í sjálfum gröfun- um. Þá sogaðist aldan út aftur og var nú stóruin minni, en rekald mikið af mannabúkum lág eftir á jörðunni. Frakkar héldu gröfunum rólegir og þykir mörgun það undar- legt, hve feikna mikil breyting er komin á Frakka. Þeir, sem að eðl- inu eru eldfjörugir, léttúðugir og fljótráðir, — þeir taka nú öllu þessu með kaldri ró og sýnist aldrei bregða, hvað sem yfir dynur. Það er eins og allar tilfinningar þeirra hafi dofnað. Þeir líta ekki við, þó að mennirnir hrynji alt í kringum þá; undan hörfa þeir aldrei, en þeg- ar þeim er sagt að hlaupa á Þjóð- verja, þá fyrst kemur eitthvert líf í þá; og er ekki gott að verða á vegi þeirra. Það er sem Þýzkir hafi verið tryltir orðnir, svo voru þeir ákafir að reyna að ná Douaumont, Dauðs- mannshaug og hæðinni nr. 304( og svo að komast nær Yerdun á Dou- aumont flesjunum. Þar hefir hvert áhlaupið komið á eftir öðru og hvert öðru harðara og grimmara, og þegar Frakkar hröktu ]>á l>ar sein- ast, var sem þeir yrðu óðir og óhemj- andi. Einn af mönnum þeim, sem var í þessum seinustu bardögum, liefir lýst þeim þannig: Alt einar holur. Á fjögra mílna svæði á bak við okkur í fremstu gröfunum var slétt- an áður grafin sundur af skotgröf- um, norður og suður með nokkru millibili, og þvergrafir austur og vestur til að ganga í þeim á milli aðalgrafanna. En nú sézt þar engin skotgröf; alt eru gryfjur tómar eftir sprengikúlurnar hver gryfjan hjá annari og margar feyki djúpar. — Þarna hafa sprengikúlurnar rótað upp hverjum einasta ferhyrnings- þumlungi, og Þýzkir eytt þar þeim kynstrum af sprengikúlum, að menn geta ekki gjört sér hugmynd um. 1 gryfjunum eftir 15 þumlunga sprengivélarnar má hæglega koma fyrir 15 hestum, svo eru þær víðar um sig. Þar var skógur áður með stórum trjám; en nú er hver kvistur og grein af trjám þessum og standa sum þeirra enn aflimuð sem telegraf staurar. Aldrei linnir öskri fallbyss- anna og aldrei linnir mannfallinu, þó að færra falli eina stund en aðra. Og þó að farið sé að grafa nýjar skotgrafir þá dynur hríðin yfir, og von bráðara eru skotgrafirnar allar hrundar saman og jörðin öll orðin að pyttum eða holum, svo að her- mennirnir þurfa aftur og aftur að grafa sér nýjar grafir. Hálf milíón manna tryllist, gengur berserksgang. Það er við Verdun, vestan við ána Meuse, lijá Dauðsmannsliaug, og austan við Meuse, á Douaumont flesjunum. Hálf milíón manna heyj- ir þar hin hörðustu víg, sein heyrst hafa í heimi. Herflokkar heilir hníga niður á fáeinum mínútum; en ein- lœgt koma nýjir menn í stað hinna dauðu, og einlægt brakar í lofti og sprengikúlurnar sendast um loftið og steypast niður í hópana, smjúga harðara en auga getur á fest ofan í beinharðar grundirnar, langt niður, ein 10—20 fet, og springa þar, og upp kemur aurinn og grjótið og björgin, sem þúsund hverir gjósi; en í gos- inu fljúga bútar af mönnum, hend- ur og fætur, alt sundurtætt og brot- ið og slitið af þessum feiknakrafti, og rlgnir svo niður aftur yfir þá, sem eru að berjast; en þeir skifta sér ekki af þessut heldur halda á- fram bardaganum. Skothríðin dyn- ur jafnt og þétt, hundruð manna hnfga niður á hverri mínútu. — Svona gengur það við Verdun. Frá laugardagsmorgni hinn 20. til þriðjudags hinn 23. maí fullyrða Frakkar, að fallið hafi af Þjóðverj- um vestan við Meuse i kringum Dauðsmannshaug ekki minna en 100,000 manna, og með þessu mann- falli náðu Þýzkir aftur fáeinum -skotgröfum, sem þeir höfðu tapað áður, og voru þó margar þeirra lft- ilsvirði. Milli Dauðsmannshaugs og hæð- arinnar Nr. 287 liggur dalverpi lítið. Nú er það alt fult af búkum dauðra manna. Þýzkir sóttu þar fram aftur og aftur, en maskínubyssur Frakka sópuðu einni fyikingunni eftir aðra. Þýzkir náðu toppnum á Dauðs- mannshaug loksins, en Frakkar halda annari hæð — Bourrus — sem gjörir hauginn ónýtan Þjóðverjum. Þetta er hroðalegt og sóðalegt yf- ir að líta. En þó segja Frakkar.'að það sé ekkert hjá atganginum á Douaumont flesjunum. Á laugar- daginn hröktu Frakkar Þýzka að mestu af flesjum þessum. Og var mannfallið mikið hjá báðum. En Þýzkir gátu ekki þolað það lengi, að láta Frakka halda stöðvum sín- um, og komu aftur og aftur. Þegar ein röðin hneig til jarðar, var hin næsta á hlaupum yfir búka hinna fölinu, og kom svo hver af annari. En þegar í skotgrafirnar kom, þá tók þó út yfir. Þar börðust menn í myrkri niðri í jörðunni, organdi og grenjandi; en yfir höfðum þeirra voru drunur spi'engikúlnanna, og liinir iátlausu smellir maximbyss- anna í látlausum runum. Hinir særðu börðust þangað til blóðið var alt runnið úr æðum ]>eirra. Þeir hættu ekki fyrri en þeir hnigu máttvana niður. Og læknir einn, sem hjálpaði ]>arna í gröf einni í gamla kastalanum, sagði, að af tvö hundruð dauðum mönnum væri enginn, sem hefði færri en tvö sár, margir ótal. Og l>eir, sem hann gat bundið um, voru sem tryltir menn eða viti sínu fjær. Þeir vildu lialda áfram að ber^ast. Augu þeirra sindruðu, þeir æptu vígópin í sífellu og þeir fundu eng- an sársauka, hvað mikið sem þeir voru særðir. Meðul sem hann hafði haft til að deyfa sárin, gengu óðara upp og ómögulegt var að fá þau frá stöðvunum að baki þeim. Skot- hríðin var svo áköf. Hann tók af þeim hendur og fætur, en þeir kveinkuðu sér ekki vitundarögn. Og þegar hann var búinn, spaug- uðu þeir og báðu um sígarettu til að reykja. Þegar Frakkar fyrst tóku grafir þessar á iaugardaginn, þá var mannfall hjá þeim miklu minna en lijá Þýzkum, og minna en við átt- um von á, segir læknirinn; því að skothríðin, er Frakkar sendu á und- an sér, var svo voðaleg( hin mesta, sem hann hafði nokkurntíma séð frá frönskum fallbyssum. En seinni slagurinn, þegar Þýzkir komu aftur, var voðalegur. Sprengikólfarnir voru svo þéttir, að þeir rótuðu upp allri jörðinni; grafirnar féllu sam- an( svo að skýlin urðu svo sem eng- in. En á undan hverju áhlaupi Þjóðverja dundi hríðin látlaus í tvo til þrjá klukkutíma, sem haglskúr væri. Og á eftir kom ein aldan Þjóð- verja á eftir annari, óendanlegar, eins og þegar brimöldur skella á sjávarströndu. Þær hjöðnuðu niður lcngi vel, en þá kom önnur þegar hin fyrri féll. Og hvað eftir annað þurftu Frakkar að fylla upp í skörð in þeirra, sem féllu. Aldrei nokkurntíma hafa önnur eins álilaup verið gjörð í nokkrum bardaga, jafn látlaus og stöðug. — Bardaginn um Cemetery Hill við Gettysburg var enginn barnaleikur, og ekki var það barnaleikur við Haugemont í Waterloo bardagan- um. En hér runnu stöðugt á hver 5000 á eftir öðrum, með stuttu milli- biii, í 48 klukkutíma. Og yfir alt þetta bardagasvæði dundi hríðin sprengikólfanna. 1 samanburði við það var skothríðin við Gettysburg haglél eitt, og við Waterloo var hún eldglærur einar. Sumar holurnar eftir sprengikólfana voru 30 feta víðar, og þegar þeir sprungu, drápu þeir oft 50 menn á einu augabragði. Framan við skotgrafir Frakka lágu Þjóðverjar dauðir í löngum röðum. Á einum stað töldum við 7000 á 700 yards. Og svo gátu þeir ekki hjálpað sínum særðu mönn- um; þeir urðu að liggja þarna. En við gátum þó komið að minsta kosti hverjum þriðja særðum her- manni okkar undan, Og þó að skot- hríðin dyndi sífelt svona hörð og þung, þá komu menn okkar með umbúðir og lyf og tóku burt hina særðu. Klóróformið fékk eg eftir klukkutíma. Og voru þó margir fallnir, sem sendir voru á stað með það. En þráinn, að senda stöðugt þús- undir Þjóðverjanna út í opinn dauðann, yfirgengur þó alt. Og vér vitum, að Þýzkir geta ekki lengi haldið þessu áfram; því að síðan á laugardagsmorgun hafa Þýzkir tap- að tveimur ef ekki þremur mönn- um á móti hverjum einum, sem fall- ið hefir af Frökkum. Og hvert á- hlaup, sem við hrekjum, flytur nær þá stund, þegar þeir geta ekki meira og þá loksins kemur til okkar kasta. — Hinn 27. maí gjörðu Frakkar harða hríð á Þjóðverja við Cumier- es( og náðu aftur miklu af gröfum þeim, sem þeir töpuðu 3 dögum áð- ur, og héldu nú austurhlutanum af þorpinu Cumieres. Við Douaumont gengu áhlaupin á víxl, og höfðu Þýzkir stundum betur en Frakkar, en Frakkar báru þó oftar hærra hlut. Mannfallið hélt áfram iijá báð- um eins og fyrri( en eiginlega breytt- ist lítið eða svo sem ekkert um stöðvar þeirra. Um þessi áhlaup og áhrifin öll af Verdun slagnum, segir Fagler of- ursti frá Svissaralandi í blaðinu “Journal d# Genefa”; Bæði ínann- tapið þetta hið mikla og áhrif þess á fólkið eru stórum meiri á Þýzku- landi en á Frakklandi. Fyrir hálfum mánuði síðan álitu Þjóðverjar að þarna hefðu fallið af þeim 300,000 manna, eða meira en helmingi fleiri en féllu af Frökkum. Hver einasti maður af þessum 300,000 sem féllu af Þýzkum, hefir verið harmaður og grátinn heima á Þýzkalandi, og ]>ó að ein 120,000 hafi faliið af Frökkum og 20,000 af Afríku liði þeirra, þá er harmurinn meira en hálfu minni, og hjá þeim er sig- urinn, þar sem hinir ætluðu að brjótast í gegn en gátu ekki; en Frakkar ætluðu sér að taka á móti og gjörðu það með því að hrinda hinum aftur. En það vita menn nú, að Þýzkir fluttu ]>arna að sér fyrir seinustu viku fimm “divisions”, 20,000 her- manna í hverri; en höfðu þar áður 13 “corps”, og hafa því haft til a- hlaupanna 800,000 hermanna. Hersveitir Þjóðverja heima gjöra upphlaup. Frá Vínarborg kemur sú fregn eft- ir “Geneva Trlbune”, að Þýzkir her- menn í Kobylin, smábæ einum í Posen-héraðinu á Prússlandi, hafi gjört uppreist og skotið niður for- ingja sína. Það voru menn af ridd- araliði Þjóðverja (Hussars of fourth division), sem fremstir voru í upp- reistinni, og orsakaðist hún af illri meðferð og vondri fæðu. Áhlaup Austurríkismanna. Þeir gjörðu nýlega áhlaup mikil á ítali Austurríkismenn um hliðin einu, sem allar þjóðir hafa farið, þegar þær hafa komið að austan og leitað á Italíu. En það er niður með Adige-fljótinu, eða eftir þessum tanga Austurríkis, sem liggur eins og fleygbroddur inn á Langbarða- land, ofan að Garða-vatninu. Þeir héldu þessum tanga Austurríkis- menn seinast þegar friður var sam- inn( til þess að hafa greiðasta leið- ina suður. Þarna komu þeir nú með ofurefli liðs og hinar stóru fallbyssur sínar, og með því að þeir höfðu þær á hæð- um og fjallatindum, gat 1 fyrstunni ekkert staðið fyrir þeim, og létu It- alir undan síga, en þó ekki fyrri en Austurríkismen nurðu fyrir mann- falli miklu, og á sumum stöðum sópuðust heilar hersveitir Austur- ríkismanna fyrir skothríðum Itala. Og þegar niður úr fjöllunum kemur, ]>á verður afstaða ítala miklu betri en Austurríkismanna, og meira lið- ið, sem þeir iiafa á að skipa. Áhlaup þessi hafa öll verið austan við Adige-dalinn, eða austur af Rov- eredo, sem stendur austan við fljót- ið, hér um bil í beinni línu frá norðurbotni Garða-vatnsins. Italir og allir Bandamenn eru mjög róleg- ir yfir þessu, og ætla margir, að þarna mæti Austurríkismenn öðr- um eins óförum og Þjóðverjar hafa mætt við Verdun. Seinustu fregnir á laugardaginn sögðu, að Austur- ríkismenn hefðu tapað svo miklu liði, að þeir urðu að nema staðar og bíða, þangað til þeir fengju meira lið að norðan. Það var fjallalið ítala og Bersaglieri, sem mest börðu á Austurríkismönnum. Búlgarar ráðast á Grikki Norðaustur af Salonichi eru Búlg- arar komnir til Demir Hissar, og haida þaðan suður og niður að sjónum til Kavala. Sagt er, að þeir sem í förinni voru suður yfir landa- mærin, hafi að eins verið 25,000. Á leið þeirra í Struma dalnum var kastali nokkur, sem Rupel nefnist. Grikkir voru þar fyrir, en liðfáir og illa vopnaðir, og settu Búlgarar þeim tvo kosti: að þeir gæfust upp undir eins eða þeir réðust á þá og dræpu hvert mannsbarn. Tveggja tíma frest gáfu þeir Grikkjum. Voru þýzkir foringjar þar með Búlgörum. Grikkir létu að orðum þeirra og gáfu upp virkið. Fleiri virki gáfu þeir upp í Struma dalnum og kall- ast þau: Dragotin, Spatova og Kan- evo. Þegar fregnir þessar komu til Aþenuborgar urðu margir hálf for- viða. Stjórnin sendi mótmæli til Vilhjálms, og til Vínarborgar og Sof- íu borgar, og er ekki ólíklegt, að þar við sitji. En blöðin í Aþenuborg tóku þessu illa og er órói töluverður f borginni. Venizelos er sem þrumu- lostinn og þykir nú illa farið. En herlið Grikkja er illa búið að vopn- ttiíi, skotfærum og fötum, og hálf- hungraðir eru hermenn þeirra. — þeir komu hálfdauðir til Albaníu. Þetta gjörðist alt utan við hergarð Bandamanna við Salonichi, og áttu Grikkir að halda þessum skika aust an við Salonichi. En svona fór það. Bólgarar strjúka til Bandamanna. Bandamenn sitja við Salonishi, sem allir vita, og hafa verið að safna að sér mönnum. Serbar þeir sem undan komust, þegar Þýzkir óðu yfir Serbíu, eru nú komnir til þeirra og munu þeir nálægt 100 þúsundum. Bretar skutu skjóli yfir þá, þegar Þeir tóku eyjuna Corfu af Grikkjum og fluttu Serbana þangað. Voru þeir bæði hungraðir og klæðlausir, en Bretar létu þá hafa alt( sem þá van- hagaði um, og eru þeir nú sem nýj- ir menn, og hafa góðan hug á, að hefna sín á Þjóðverjum og Búlgör- um. Eitthvað er þar af Itölum við Salonichi, en enginn hér veit, hvað margir þeir eru. Er nú búist við, að þá og þá fari þeir að hreyfa sig, og leita norður á við til járnbrautar- innar að minsta kosti. Á móti Bandamönnum þarna eru bæði Austurríkismenn, Þjóðverjar og Búlgarar. En mest er það fót- göngulið; mjög lítið af riddaraliði. Þair hafa ekki fóður handa hestun- um. Sagt er, að 200,000 séu beint norður af þeim í Vardar-dalnum, og Þýzkum Búlgarar vera ótrúir og hafa vörðu á þeim einlægt; því að ekki kemur sá dagur fyrir að ekki strjúki fleir: eða færri Búlgarar til Bandamanna. Samt skjóta Þýzkir hvern þann, sem þeir halda að sé að strjúka. En Búlgarar fara samt. — ■ Búlgarar eru uppgefnir á stríðinu og vilja komast heim, en nú fá þeir það ekki. Þess vegna strjúka þeir, og segja Bretar, að yfir 5000 hermenn Búlgara hafi strokið til sín í tæpa tvo mánuði. Er ekki furða, þó að Búlgörum þyki Þýzkir ráðríkir, því þeir eru búnir að sópa landið af öll- um matvælum, nautgripum, sauð- um, svínum, korni, og hafa flutt það alt heim til sín; en þeir borguðu það með þýzkum seðlum, sem Búlg- arar eru óvissir um, hvort séu nokk- urs virði. i i Flutt í brúðkaupl Yaldheiðar Briem Og Albert Edward Ford 22. maí 1916. Að við og Bretar erum eitt og sama Er auðsætt þennan mikla brúðkaupsdag Og saman eigum frelsi, líf og frama Og fúsir bætum mjög hvors sannars hag. Við gefum þeim, af góðvild, okkar dætur Og gleðin kemst um leið á hæsta stig. — Eg þekti fleiri’ en hundrað heimasætur, Sem heldur vildu eiga þá en mig. Þú unga brúður, ávarp mitt í ljóði Er einkum til þín stílað. Heyrðu mig! Eg hlýt að játa: hann sem er þinn góði Er heppinn sveinn að mega eignast þig. Þú verður geisli í hans húsi inni Og úti glaða ljós á vegum hans. — Eg kannast við það klökkur mörgu sinni, Að konan — hún er eina lífið manns. En hafi hann þig ei að eftirlæti Og ekki reynist þér sem bezt hann má, Skal eiga mig, hin enska þjóð, á fæti, Þótt eg sé gamall nokkuð til að sjá. Að svara innan tuttugu’ og fjögra tíma — Ef til þess kemur — Bretar passi sig, Ef ekki vilja eiga’ á hættu’ að glíma Við ofurefli: Jóh ann Bríem og mig. Sú trú er bygð á bjargi — vilja mínum, Að breytni mannsins þannig verði’, að hann Þér sleppi aldrei út úr faðmi sínum, Sem ekki er reyndar vandi þeim sem kann, Svo líf þitt megi óhult vera’ um aldir, Er óskin mín og bænin fyrir þér, Að ástin þessa vinar sem þú valdir, Sé vörður um þig líkt og brezkur her. Gutt. J. Guttormsson. LT.-COL. ALBRECHTSEN. Foringi 223. herdeildarinnar. BALDUR OLSON. Læknir 223. herdeildarinnar. Dr. Baldur Olson er fæddur hér í Winnipeg 2. apríl 1888. Foreldrar lians eru þau hjónin Haraldur J. Olson og Hansína Einarsdóttir, frá Húsavík í Þingeyjarsýslu. Ólst hann upp hjá foreldrum sínuin, og naut barnaskólainentunar l>egar f æsku. Haustið 1904 byrjaði liann náin á Wesley College, og hélt þvf áfram þangað til hann tók burtfararpróf í náttúruvfsindum vorið 1910 og lauk hann því með ágætiseinkunn IA. Na*ita ár varð hann aðstoðar- kennari f efnafræði við Manitoba University, en haustið 1911 byrjaði hann að stunda læknisfræði. Tók hann embættispróf i þeirri grein vorið 1915 og leysti það af hendi með ágætiseinkunn. Vorið 1914 voru hon- veitt 80.00 dollara heiðursverðlaun af háskólaráðinu fyrir frábæra þekk ingu, er hann sýndi við prófin. — Hann var forseti Islenzka stúdenta- félagsins árið 1909, og var félagið ]>á með miklu fjöri. Að loknu embættisprófi varð hann einn af læknunum á almenna spít- alanum hér í borginni og gegndi þeirri stöðu í 6 mánuði. Fór hann þá til Ninette og var aðstoðarlæknir við Ninette spítalann þar til 4. apríl, er hann var skipaður læknir 223. herdeiidarinnar. Hinn 18. sama mán. gekk hann að eiga ungfrú Sigríði Thorgeirsson hér í borginni. Dr. Olson er fríður sýnum og gjörvilegur, lipurmenni og prúð- menni í framkomu allri, vel gefinn og hneigður til vísinda. Er hann sérstaklega glöggur á lungnasjúk- dóma. Munu vinir hans allir óska honum til hamingju sem lækni 223. herdeildarinnai-.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.