Heimskringla - 01.06.1916, Side 4

Heimskringla - 01.06.1916, Side 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1916. HEIMSKHINGLA (StofnntS 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegl. Útgefendur og eigendur: THK VIKING PRESS, LTD. Verti blatSsins i Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um ári® (fyrirfram borgati). Sent til lslands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rátismanni blatS- sins. Póst et5a banka ávísanir stýlist tll The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, RátismatSur Skrlfstofa: 720 SHERBHOOKE STREET., WINXIPEG. P.O. flox 3171 Talsfml Garry 4110 Að fljúgaá lánuðum vængjum 1 “Winnipeg Free Press” 22. maí (City Edition) eru taldir hermenn þeir í Canada, sem gengið hafa í stríðið, eftir þjóðflokkum, og er það sagt þar, að hinn 15. febrúar þessa árs séu 27 Islendingar gengnir undir merkin hér. — Þetta er vægast sagt mjög villandi, því að í Jólablaði Heimskringlu höfðum vér myndir af 80—90 fslendingum, sem þá voru innritaðir og komnir í einkennisbúning, og var þó langt frá því, að vér hefðum fengið nöfn eða áritan eða myndir allra þeirra, sem þá voru búnir að skrifa sig í herinn. Og hinn 15. febrúar vitum vér að íslendingar voru í hundraðatali en ekki í tugatali í hernum. Eins og við mátti búast eru margir ó- ánægðir yfir þessu, og þykir Islendingum gjörð skömm með því, og hafa þó nokkrir komið til vor og talað um það og flestir verið heitir, og viljað fá leiðréttingu á því. En vér höfum ekki sett þetta í “Free Press”; vér höfum ekkert átt við þessar skýrslur; vér höfum engum hermönnum safnað, og það eru eiginlega hermennirnir sjálfir, sem ættu að rekast í þessu. Vér vitum ekki, hvort það er prentvilla í blaðinu, eða villa hjá þeim, sem hafa lagt saman skýrslurnar, eða þá að hermennirnir hafa skrifað sig sem Dani, af því að feður þeirra lifðu undir hinum danska fána og Is- land var einn hluti Danaríkis; eða þeir skrif- uðu sig Skandinava eða Norðmenn, af því að forfeður þeirra komu flestir frá Noregi; — eða þeir skrifuðu sig Canadamenn, af því að þeir voru bornir og barnfæddir í Canada, og þeir fundu til þess, að Canada og ekkert ann- að land var þeirra fósturland eða móðurland, sem fæddi þá og klæddi. ísland getur þar ekki komið til greina. Akrarnir, sem vér sá- um í, eru ekki á Islandi; skógurinn, sem vér byggjum húsin úr, er ekki á Islandi; vötnin, sem vér drögum fiskinn úr, eru ekki á Islandi, heldur hérna, þar sem vér búum og lifum og störfum, hvort heldur það er í Canada eðai í Bandaríkjunum. Og það er fyrir þessu, sem þeir eru að berjast, hinir ungu frændur og landar vorir, svo að ástvinir þeirra og eftir- komendur fái að njóta allra þessara gæða, með sama eða fullkomnara frelsi, en vér nú búum undir, og það er fyrir þetta alt, sem þeir elska landið. Og eins mun í Bandaríkjunum. Oss kemur ekki til hugar, að efast um, að Bandaríkjamenn af íslenzku kyni elski ekki landið, sem þeir búa í, sem fæðir þá og klæð- ir, alt að einu heitt, eins og vér elskum Can- ada, og kanske betur og meira, því að þeir eru þar víða eldri og færra af nýkomnum mönnum. En skyldi það nú vera svo, að öll þessi mörgu hundruð manna af íslenzku kyni hefðu skrifað sig Canadamenn, að undanteknum 27, hver getur láð þeim? Og hvað eru menn að lá þeim? Vér vitum ekki, hvað margir hafa farið, því að þeir eru í hverri herdeild héðan að vestan, og það er ekki víst, að nokkur maður viti það. Það voru á annað hundrað landar gengnir í herinn fyrir Jól. Nú ætlum vér að þeir séu 6—7 hundruð, kanske fleiri. En ef að allur fjöldinn þeirra hefir skrif- að sig Canadamenn, þá sýnir það svo ljóslega, að menmrnir telja Canada vera móðurland sitt og ekkert annað Iand; fyrir það vilja þeir berjast, fyrir það vilja þeir hætta lífi sínu. Nú þykir mörgum þetta svo feiknamikil óhæfa, að þeir skyldu ekki geta þess, að þeir væru Islendingar, og segja, að með þessu svifti þeir gamla Island heiðrinum og landa sína aðra í Canada heiðrinum af því að vera frændur þeirra. Áreiðanlega væri það heið- ur fyrir gamla Island, heiður fyrir aðra klend- inga hér í landi eða Islendingsnafnið. Alveg eins og það væri vanheiður, ef enginn hefði farið. En hafa þeir allir unnið til þessa heið- urs, sem mest gjöra orð á þessu? Menn, sem margir voru andvígir Bretum, en elskuðu Þjóðverja; menn, sem hæddust að löndun- um fyrstu sem fóru; menn, sem höfðu það á orði, að enginn sannur Islendingur ætti að fara með Bretum! Það er áreiðanlega ekki þeim að þakka, að þeir fóru. En þeir vilja gleypa frægðina af för þeirra. Þeir; vilja fá hana fyrir ekki neitt. Og hún verður ekki lít- il; því að aldrei fyrri í heiminum hefir þurft á öðru eins hugrekki eða hreysti að halda eins og í stríði þessu. Og aldrei hafa Islend- ingar sýnt meiri og tæplega eins mikla hreysti í fornöld, sem nú þarf með á degi hverjum þegar á vígvöll er komið. En þessir landar, sem nú fara, þeir fara ekki til þess, að gjöra þá fræga, sem heima sitja, og ætla sér nú að græða orðstír mikinn við fall þeirra, — svo að þeir geti stært sig af því á eftir, hvernig bræður þeirra og vinir voru höggnir, skotnir og sundursprengdir á hinum blóðuga vígvelli, eða hvernig þeir hröktu hina þýzku berserki. Engum heilvita manni skyldi koma til hug- ar, að þeir færu til þess, — til þess að láta þá stela frægðinni, sem lognuðust heima; — láta þá steia frægðinni, sem leynt og ljóst voru með Þjóðverjum, og vildu, til dæmis, eins og ritstjóri Lögbergs, láta leyfa öllum Þýzkum að fara heim héðan til að berjast með Vilhjálmi og drepa hina aðra, sem héðan færu með Bretum, og þá náttúrlega landa vora líka. Engum lifandi manni ætti til hugar að koma að þeir fari á vígvölluna og berjist þar til þess, að Sig. Júl. Jóhannesson, eða hans líkar, geti á síðan hrósað sér af herfrægð þeirra, og sannað með því, að þeir séu hug- prúðir og hraustir og miklir kappar. Það get- ur enginn keypt sér frægðina fyrir ekki neitt, þó að margir vilji það; — þeir, sem frægir vilja verða, þeir verða að fara á vígvölluna og sýna hreysti sína þar, ef að hún er nokk- ur. Það eru foreldrarnir og mæðurnar og eig- inkonurnar og systurnar, sem geta hrósað sér af hreysti sona sinna, bræðra og eiginmanna, en ekki hinir, sem heima sitja án gildra or- saka. Menn eru orðnir vanir að fá hér margt fyrir lítið eða ekki neitt, — en þetta ætti þó að vera undanþegið. Og ef að það er satt, að fjöldinn hinna ungu manna af íslenzku kyni hafi gengið í herinn sem Canada menn, þá sýnir það, að hin unga kynslóð er að renna mn í þjóð þessa með stórum heiðri; þeir eru flestir bornir og barnfæddir hér; þeir tala og rita hina ensku tungu, þeir keppa fram til efna- legs sjálfstæðis, virðinga og metorða, jafnt hinni ensku þjóð, og nú þegar mest á liggur hætta þeir lífi sínu fyrir þetta móðurland sitt. Enginn getur með réttu synjað þeim virðing- ar og ástar fyrir alla þeirra framkomu. Þeir eru hinni nýju Canadaþjóð til ævarandi sóma. Þetta er vort álit á þessu; en þar fyrir höfum vér ekkert á móti, að hún sé leiðrétt þessi litla tala. En vér elskum þá sem Can- adamenn, en ekki Islendinga, og erum vér þó ekkert að setja út á landa vora heima. ------o------ Liggið á þeim, hvar sem þeir reka upp kollinn. Af stríðsfréttunum í blaðinu getum vér séð, hvernig Vilhjálmur sigar hundruðum þúsunda manna út í opinn dauðann. Hann kemst ekki við af kvölum þeirra; hann og hinir þýzku foringjar hirða ekkert um líf eða dauða manna sinna, þeir meta þá ekki meira, en menn aðrir meta hunda eða villidýr. Og til hvers eru þeir að gjöra þetta? Þeir hljóta að vita, að þeir geta ekki sigrað. Eru þeir að ofbjóða heiminum með hroðaslátri þessu, svo að heimurinn allur stökkvi á Bandamenn og heimti frið, — frið handa hinum blóðugu morðvörgum, sem byrjuðu stríð þetta? Eða eru þeir keisari og sonur hans að berjast fyrir tign og keisarastóli? — Hvort heldur sem er, þá sýnir þetta algjört samvizkuleysi, algjört til finningarleysi fyrir öðru en skinni keisara og ættar hans. Þetta er hinn þýzki materíalismi afhjúpaður. Hér sézt það, hvernig fer, þegar mammon ríkir sálarlaus; þegar maðurinn er ekkert nema skrokkurinn; þegar engin er samvizkan; ekkert er endurgjald ills eða góðs; þegar maðurinn hinn sálarlausi er “superman”, og er engum lögum bundinn — nema rétti hnefans; þegar samvizka keisar- ans er góð og gild fyrir alla hina þýzku þjóð. Hver getur samið frið við slíka þjóð ? — Það er æði vitstola manns eða fáráðlmga, sem treysþr slíkum mönnum, mönnum, sem rjúfa eiða sína og hrósa sér af skammaverk- unum! Hvort sem þeir eru vitstola eða ma- teríalistar eða “supermen”, þá verður niður- staðan hin sama. Heimurinn þarf að niður- brjóta veldi þeirra og mátt, að öðrum kosti getur enginn maður um frjálst höfuð strokið. Og hvar sem meðhaldsmenn þeirra eru, þá þurfa allir góðir menn og vitibornir, að liggja á þeim, sýna þeim og skoðunum þeirra fyrir- litningu og láta þá aldrei upp komast til að spilla og eyðileggja mannkynið. -----o----- Kjötverðið. —o— Nú hlær bóndinn og er kátur, því að nú er hann fyrst að fá laun hins látlausa erfiðis og stöðugu vinnu árið út, — þar sem kjötið er einlægt að hækka í verði. En það er svo með þetta, sem margt annað, að þegar gleði og glaumur er h]á emum, þá er sút og harm- ur hjá öðrum. Borgarbúarnir eru ekkert kát- ir yfir því, þegar kjötið hækkar ákaflega í verði; því að það er eins og þeir þurfi miklu meira kjöt í borgunum, en úti í sveitum. Þeir lifa ekki nema þeir hafi kjötsteik eða súpu tvisvar og sumir þrisvar á dag. Og þegar svo steikin fer upp í 80c eða dollar, þá fer nú að verða lítið gaman að lifa fyrir þá. Og þegar brennivímð er nú orðið illfáan- legt eða ófáanlegt eftir 2. júní, en kjötverðið svífur hærra og hærra í lofti, þá væri það sannarlega engin furða, þó að menn heyrðu harm og veinan. En fólkið ber sig karlmann- lega, nærri því eins og hermennirnir á víg- vellinum, og blöðin ensku segja, að það séu kjötsalarnir, sem kvarti mest. Þeir hafa kjöt- ið ennþá og selja það. En afsakanir þeirra á verðhækkuninm verða lengri og lengri með degi hverjum; og þó má búast við, að kjöt- ið hækki ennþá meira og haldist í háu verði, — alténd meðan fóikið hefir peningana til að borga fyrir það. Eða hvers vegna skyldi kjötið ekki hækka sem aðrar vörur? Það væri eitthvað rangt við það, ef alt annað hækkaði og það stór- um, nema kjötið. Vér viljum því óska bónd- anum til hamingju með gripina sína; ef að hann getur ekki selt þá hérna, þá getur hann sent þá austur Iengra eða suður, og fengið kanske ennþá hærra verð en hér býðst. -----o----- Wilson forseti og Bretaveldi. —o— BRIAND Stjórnarformaður Frakka. Eftir Howard McCormick. Vilhjálmur og Þjóðverjar voru á hæsta tindi herfrægðar sinnar; heir voru langt til búnir að taka Serbíu; peir héldu Belgíu, Póllandi og Gal- izíu og Kúrlandi. Friðurinn var á flestra vörum. Hjá öllum hinum hlutlausu þjóðum var ekki talað um annað en frið. Senatorarnir, þingmennirnir töluðu ekki um ann- að. Um alla Ameríku, á Grikklandi, Hollandi, Spáni, Noregi, Svíþjóð, Svissaralandi, á peningamarkaðin- um í Wall street f New York, — var það eiginlega álit manna, að stríðið væri búið. Vilhjálmur keisari var búinn að láta handprenta friðar- skilmálana, og sumir héldu að nú væri ekkert annað eftir en að sam- þykkja og skrifa undir þá. En þá kom fyrir atburður einn á Frakklandi. Þingið stóð yfir og var margur þingmaðurinn orðinn mjög þreyttur á að eiga við trölldóm þenna, sem Þjóðverjar sýndu af sér. Og í hornunum og krókunum var farið að hvísla um frið og friðarskil- mála. En þá gengur fram að ræðu- stólnum á þingi Frakka inaður einn smár vexti og dökur á hár og skegg, rólegur og stiliilegur, og ekki ósvip- aður tilsýndar Henry Lloyd George á Englandi. Þegar hann fór að tala, fóru allir að hiusta. Hann fór að tala um friðinn og byrjaði á þessa leið: “Friður! Víst viljum við hafa frið- inn. Við erum svo ákafir að fá frið, reglulegan frið, — að við erum fúsir að berjast í 40 ár til að fá hann, ef vér getum ekki fengið hann fyrri”. Svo hélt hann áfram lengi vel og tætti sundur allar þessar friðarhug- myndir og sýndi fram á, að Frakk- ar væru aldrei óhultir fyrri en her- mannavald Þjóðverja og keisara- veldi væri brotið á bak aftur. Við eiðrofana dygðu engir samningar, samvizkulausum mönnum væri ekki treystandi; það yrði að reisa Þjóð- verjum rammar skorður áður en hægt væri að trúa þeiin og mætti aldrei trúa þeim fyrri en þeir neydd- ust til að halda ioforð sín. Og þegar hann var búinn að taia, þá lét hann ganga til atkvæða um það, hverjir væru með honum og hverjir móti. þjónarnir hefðu gjört verkfaii. Þeg- ar Briand frétti það, sat hann á skrifstofu sinni og var að reyna að koma f lag málum járnbrautarþjón- anna. En nú reið þruman úr lofti. Og óðara iýsti yfirstjórn verka- mannafélagsins yfir algjörðu verk- falli á öllum járnbrautum Frakk- lands. Allar lestir stöðvuðust strax á öllum brautum á Norður-Frakk- landi; ekkert hjól hreyfðist með- fram öllum landamærum Frakka og Þjóðverja. Og sama varð eftir nokk- urar klukkustundir á öllu Suður- Frakklandi, alt til Miðjarðarhafs. Uppskipunarmenn allir, strætis- vagnamenn i borgunum, smiðir, byggingamenn, lyfsalar, sjóinenn, múrsmiðir — allir ætluðu að fara á stað. Verkfailið var á leiðinni suð- ur yfir Miðjarðarhafið til Aigiers. Aliar ferðir heftar á sjó og landi; telegraf og telefón þræðir víða sund- urskornir. Lestunum og dráttar- vögnunum á brautunum var vlða rent saman og brautirnar gjörðar ó- nýtar um stund. Menn óttuðust að sprengiefni væri undir hverri brú, og varð því að setja hervörð um þær hingað og þangað um alt land- ið. Verkamennirnir höfðu þarna töglin og hagidirnar, og nú ætluðu þeir að sýna Frökkum og öllum heimi, hvað þeir gætu. Briand sá, að nú þurfti að taka í taumana; óvinirnir stóðu fyrir dyr- um úti, með sverð og axir brýndar og byssur allar spentar. En Briand mátti ekki segja það, því að þá væru Þjóðverjar undir eins komnir á stað samdægurs. En hinsvegar sá hann að það væri úti um sig og framtíð sína, sem stjórnmálamanns, ef að hann tæki í taumana. En hann hikaði ekki vitundar- ögn, og tók það ráð, sem engum hafði til hugar komið, og enginn annar hefði iíklega dirfst að grípa til. Hann kallaði tafarlaust alla járn- brautarþjóna Frakklands undir merki landsins, sem heimenn, fyrir 21 dag. Á einu augnabliki voru þeir allir orðnir hermenn og skyldir að hlýðá herlögunum, eða sæta hörðum refs- ingum. Þeir mættu allir! Verkfallið var búið! Á einum degi var verkfallið búið um alt landið. Járnbrautar- þjónarnir sem nú voru allir orðnir hermenn, tóku aftur við sínum fyrri starfa. Briand bjargaði landinu, — en nú -var eftir að bjarga sjálfum sér. Wilson Bandaríkjaforseti hefir nú um hríð verið að skrifa Bretum út af því, að þeir taki póstinn frá Bandaríkjunum til Evrópu og rannsaki hann. Telur Wilson það óleyfilegt og segir það stríði á móti alþjóðasamningum. En Bretar segja aftur að í Bandaríkjapóstm- um séu sendar forboðnar vörur til Þýzkalands og hafa fundist ótal dæmi þess. Segjast þeir hafa rétt til að gjöra upptækar forboðnar vörur, hvenær sem skip flytji þær um höfin nálægt Englandi. Bréfin frá Wilson forseta urðu einlægt harðari og harðari; en eins urðu svörin frá Bretum einnig ákveðnari og ákveðnari, og kváðust þeir aldrei sleppa þessum rétti sínum, hvað sem aðrir segðu, — og við það situr. Ofurlítil athugasemd. Vér tökum með ánægju bréf frá gömlum kunningja vorum, S. J. frá Dakota, sem prent- að er nú í blaðinu, og viðurkennum, að hann hefir kanske réttara fyrir sér en vér, þar sem hann segjr, að Bazaine hafi gefist upp í Metz með 155 þúsundir manna; en vér ætlum, að þegar hann fór inn í borgina hafi hann haft um 1 70 þúsundir manna; sumir segja held- ur frekara. Oss þykir engin minkun að þessu, því að vér teljum S. J. hinn sagnfróðasta mann, sem vér þekkjum hér vestanhafs. Aftur hælir hann mjög Wilson forseta, og er það eðlilegt, því að hann er forseti Banda- ríkjanna, og hefir verið mikilhæfur maður. En hin ókomna tíð ðá eftir að dæma Wilson forseta. Vér tölum ekkert um það, þó Wilson forseti hafi haldið Bandaríkjunum frá að lenda inn í stríð þetta. Það var skylda hans að gjöra það svo lengi sem hann gat. En vér vildum að hann hefði látið strax í ljósi ó- ánægju ?ína yfir framkomu Þjóðverja gagn- vart Belgíu, Serbíu og Póllandi. Vér höfum beinlínis forðast, að tala um þessar sakir. En það er skoðun vor og sannfæring, að Banda- menn — Belgar, Frakkar, Bretar og Rússar— hafi verið að berjast fyrir velferð Bandarík]- anna í Ameríku og hergarðar þeirra á sjó og landi hafi staðið og standi sem varnargarður fyrir Ameríkumönnum, og Bandamenn eru daglega að úthella blóði sínu fyrir alla þjóð- ina, eða sambland þjóðanna, sem byggir Bandaríkin. Ef að menn ekki geta séð þetta, þá er það af því, að menn eru ekki nógu vel kunnugir máluna þeim, sem verið er að berj- ast um, og ekki nógu kunnugir öllu ástandinu á Þýzkalandi og aðdragandanum til þessa voðalega stýíðs. Og atkvæðagreiðslan fór þannig, að 515 þingmenn urðu með honum, en að eins einn á móti; og hefir það aldrei fyrri skeð á þingi Frakka, síðan lýðveldið komst þar á, að nokkur forsætisráðherra þeirra hafi fengið jafn eindreginn meirihluta á þingi. “Það hlýtur að vera býsna góður maður þetta”, sagði Bandaríkja- maður einn, sem nýkominn var til Frakklands. “En hvaða maður er þetta; eg hefi aldrei heyrt hans getið?” Einn rithöfundur Breta, sem var kunnugur öllum stórmennum f höf- uðborgum Evrópu, svaraði því; og er hann var að lýsa honum, sagði hann, “að Briand væri mesti maður- inn í allri Norðurálfunni”. Sem forsætisráðherra Frakka hefir hann mikið að segja, jafnvcl meira en sjálfur forseti Frakka, og það er ekki iangt síðan, að hann bjargaði Frakklandi, sem nú skal skýra frá. Það var hinn 5. október 1910, að deila kom upp á milli járnbrauta- þjóna- á norðurbrautum Frakk- lands og embættismanna braut- anna; þá var Briand forsætisráð- herra f annað sinn. — Nú hefir hann stöðu þá í fimta sinni. Járnbrautaþjónarnir heimtuðu hærra kaup og styttri vinnutíma, og að ákveðið væri lægsta kaup, er nokkrum járnbrautarþjóni væri boðið. Þingið sat þá ekki, svo að þeir gátu þá ekki borið sig upp fyrir þinginu. En þeir komu til Briands og kvörtuðu um, að yfirmenn járn- brautanna vildu ekki sinna þeim. Briand tók þeim vel og kvaðst hafa áhuga mikinn fyrir þessum málum. Hann bað þá að setja fram málstað sinn og kvaðst skyldu halda því fram við stjÓTnina, að at- huga mál þeirra, því að járnbrauta- málin væru lífsspursmál fyrir þjóð- ina. Og stjórnin myndi gjöra skyldu sína, hvað sem það kostaði. Þeir skildu þá ekki vel, hvað hann meinti með orðinu “lífsspurs- mál”, en þeir skildu það seinna. — En Briand hafði þá sterkan grun um það, að Þjóðverjar væru þá við- búnir að stökkva á Frakkland, hve- nær sem þeir héldu að þeir hefðu gott tækifæri. Þeir voru að bíða, og höfðu einlægt augun opin. Og ef að járnbrautarmennirnir gjörðu verk- fall á Frakklandi, þá yrðu samgöng- ur engar, og því ómögulegt að koma saman her til að verja landið. Þjóð- verjar gætu því viðstöðulaust vaðið inn á Frakkland; vaðið yfir það og tekið París, rétt eins og þeir tóku Luxembourg og óðu yfir Belgíu. Sex dögum eftir að nefnd þessi koin á fund Briands, flaug fregnin um alt Frakklands, að járnbrautar- ÞingiS kemur saman. Þetta var árið 1910. Nú kemur þingið saman. Undir eins og Bri- and gengur til sætis síns í þingsaln- um, taka Sósíaiistarnir til að æpa (þeir voru 75 þá á þingi); allir fuli- trúar verkamanna fara að æpa, og allir aðrir andstæðingar stjórnar- innar. Þeir kölluðu til hans, að hann hefði bannað mönnum að gjöra verkfail; að hann væri svik- ari, umskiftingur, liðhlaupsmaður. Það var eins og þarna væru saman- komnir tíu þúsund hundviltir Ind- íánar og væru aiiir blindfullir. — Nöfnin, sem honum voru valin, voru hin svívirðiiegustu, sem hver mað- ur þar átti til í eigu sinni. Það var sem Briand heyrði þetta ekki. Hann gekk hægt og rólega upp á ræðupailinn; en þá urðu kviðurnar ennþá meiri, rétt sem brimöldur væru að skella á hamra- björgum. Menn stukku upp í sæt- um sínum, steyttu hnefann framan í hann; skældu sig aila í framan og orguðu til hans skammarorðum; en Briand stóð þarna á ræðupallinum rólegur, með krosslagðar hendur; þingforsetinn, Brisset, vissi ekkert, livað hann átti að gjöra, — þó að hann berði með hamrinum, þýddi það ekkert. Hann var víst fyrir löngu farinn að hugsa um að kalla inn hermenn til að láta rcka þing- mennina út úr salnum; en Briand leit til hans og benti honum með höfðinu að lofa þeim að orga, — sér stæði alveg á sama. (Niðurlag) Þýzkir í Austur-Afríku. 1 nýlendu Þjóðverja í Austur- Afríku sverfur meira og meira að Þýzkum. Smutz, gamli Búaforing- inn, stýrir þar liði Breta og sókn- inni allri á Þýzka, ag sækja þeir að Þjóðverjum á þrjá vegu: Að sunnan sækja Porúgalsmenn; að vestan sækja Bretar, frá vötnunum Nyassa og Tanganyika; en Belgir sækja að norðvestan. — Hafa Þýzkir hörfað undan til borgar þeirrar, sem kölluð er New Langenburg. “Margt smátt gerii eitt stórt” segir gamalt orðtak, sem á vel við þegar um átistandandi skuldir biaða er að ræða. Ef allar emá- skuldir, sem Heimskringla á úti- standandi væru borgaðar á þessu ári, yrði það stór upphæð og góður búbætir fyrir blaðið. — Munið það, kæru skiftavinir, að borga skuldir yðar við blaíðið nú í ár.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.