Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 1. JÚNÍ 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Dvöl míu í Danmörku 1871-1872 KAFLI ÚR SÖGU AF SJALFUM MÉR Eftir Matth. Jochnmsson XTm Magnús Eiríksson, o. lí. Sumarið 1871 varð eg fyrir því sviplega mótlæti, að missa aðra konu mína; brá eg þá til utanferð- ar og fyrst til Englands með mági mínum Þorláki Ó. Johnson, er þá átti heima í Lundúnum; hafði eg fengið ársleyfi til burtuveru frá prestsembætti á Kjalarnesi. Dvaldi eg rúman mánuð á Englandi og hrestist mikið við hina miklu breyt- ingu, enda forðaðist einveru eins og eg gat. Þá fyrst sá eg öll ríki verald- ar og þeirra dýrð, með öðrum orð- um: ríki Englendinga og þeirra dýrðlegu stórvirki: kyrkjurnar St. Páls og Westminster, Parlaments- húsið, aldingarðana miklu o. fL; svo og tvo keisara, þann frá Brazilíu og Napóleon þriðja, sem þá var að skoða tröllskipið “Grcat Eastern”. Sögðu ræðarar þeir, sem fluttu mig að skipinu, að um borð væri “franski kongurinn” og tók eg það sem hégóma, þangað til eg mætti karli á þilfarinu ásamt frú og syni; hann leit til mín þreytulega og var að smáypta hattinum, þvf mann- fjöldinn fagnaði á báðar hliðar; frúin og prinsinn heilsuðu glaðlega, en mér fanst fátt um og datt mér f hug hið fornkveðna: Sic transit. En um Englands dýrð hefi eg fleira ritað í öðrum kafla, og flýti mér því yfir til Khafnar, þar sem eg þekti mig betur. Yoru þá liðin 15 ár síðan eg sá Danmörku. Kom eg í land við tollbúðina snemma morguns í inn- dælu veðri og leitaði þegar uppi minn elzta vin og landa, Magnús Eiríksson; tók hann mér feginsam- lega, og bauð eg honum til borðs með mér niðri í Breiðgötu, þáði hann það glaðlega og lét eg hann njóta þess, er hann vildi kjósa. Síðan spurðum við hvor annan 8pjörunum úr, og þá sagði hann mér þær fréttir, að uppi í Háskóla- fundarsalnum stæði yfir fjórði kyrkjufundur Norðurianda; væri nú annar fundardagurinn og skyldi nú ræða um hinn nýja rational- ismus; stæði því mikið til, enda ætl- aði hann sjálfur að taka til máls. Þótti mér það góðar fréttir og bað hann að útvega mér aðgöngumiða. Síra Blædel prestur við Hólms- kyrkju útdeiidi miðunum, og geng- um við óðara til hans og fékk eg svo miðann. Eg tók eftir því, að hann tók Magnúsi heldur fálega, og spurði eg Magnús, hvort eg hefði séð rétt. Hann svaraði: “Ójá, Blæ- del minn hefir lengi litið mig horn- auga, og lætur mig lítið njóta til- sagnar á undan prófi hans”. Síðan heyrði eg nokkrar ræður þess herra og fanst lítt til, en alþýðu þótti hann mjúkur og mælskur; en hitt mun rétt um hann, að hann var málrófsmaður töluverður, en ein- rænn og upp með sér, æstur og ó- væginn við aðrar skoðanir en sín- ar. 1 fundarsalnum var fjölmenni mikið, flest Danir, en þó ýmsir merk ir menn lærðir og leikir frá Noregi og Svíþjóðu. Dr. Kelkar, nafnkunn- ur kristinn Gyðingur stýrði fund- inum, og með honum Priðrik pró- fessor Hammerich. Þar sá eg hinn lærða ritsnilling Martensen byskup og Grundtvig hinn gamla; varð mér starsýnt á hann og þótti hann hafa Hrafnistu-manna svip; var hann þá hálf-níræður og mjög sam- an genginn, og þó á sinn hátt stór- mannlegur. Tók hann fyrstur til máls; og er þessi “Nornagestur Norðurlanda” var studdur upp í ræðustólinn, viknaði eg og var sem mér fyndist liann rogast með heila öld og heillar þjóðar sorg og gleði, vizku og heimsku á baki. Var sem rödd hans kæmi frá haugbúa; svo var hún hljómlaus og dimm. Kvað hann sér á óvart koma, að heyra skynsemistrú aftur komna á dag- skrá; “en eg veit ekki betur”, sagði hann, “en eg kvæði þann drauginn niður fyrir 60 árum”. Annað mælti hann fátt að marki og var studdur til sætis, en orðum öldungsins var mikiil rómur gefinn. Skal eg taka það fram, að veturinn eftir sótti eg Vartov-kyrkju Grundtvigs, þegar eg gat, því hið stórfelda við það jötun- menni hafði löngu áður vakið að- dáun mína, — þrátt fyrir alla hans forneskju í kveðskap, máli og kenn- ingum. En meira um hann síðar. Eftir Grundtvig fékk Magnús orðið og steig í stólinn. Hann lióf ræðu Mna á þvf, að hann kvað óhjá- kvæmilegt, að rannsaka tilorðning og áreiðanlegleik hinna fornu trú- arfræða kyrkjunnar og byrja á hinni postullegu trúarjátning, sem ekki yrðl séð né sannað að væri frá Dostulanna dögum; því síður mætti una við hin svonefndu játningarrit frá siðbótartímanum; hann kvað hvern kennara í trúfræðum, og sér- staklega svo valinn fund sem þetta, skyldan til að skoða og skýra heim- ildir sínar og annara fyrir því öllu, sem kent væri sem sáluhjálpar- atriði; sérstaklega þyrfti að rann- saka samhljóða-guðspjöllin, er ó- hætt væri að telja sannsögulegust allra sagna um Jesú og kenningar hans; kvaðst ræðumaður fyrir löngu orðinn sannfærður um, að ó- venjulega mikið ryk hefði öld eftir öld fallið yfir allar erfikenningar kristninnar alt frá tíma hins elzta og einfaldasta kristindóms, og svo framvegis. Þegar í byrjun hinnar djörfu og velfluttu ræðu Magnúsar, fór að koma ys og órói í salnum, og óx svo háreistin, að ekki heyrðist orð, enda tók forseti aftur og aftur til bjöllunnar og kailaði hátt, bað ræðumann halda sér við efni dag- skráarinnar þvf slíkar rannsóknir væru alt annað en hér lægi fyrir.. ... (Köll í salnum): “Niður með ræðumanninn!” En aðrir æptu: “Vér vitum á hvern vér trúum!” En Magnús stóð kyr, og er ofurlítið hljóð fékst, reyndi hann að halda á- fram: “Kenning J«sú hefir verið sett undir mæliask-----það má sjá og sanna af sögunni-----trúarjátn- ingar kyrkjunnar eru mannaverk!” (Yfirtaks óhljóð). Nú hrópaði Magn- ús og fékk þá hljóð: "Þótt það kost- aði mína eilífu sáluhjáip, get eg ekki þaggað niður rödd samvizku minn- ar og sannfæringar!” — Meira fékk hann ekki mælt, svo að heyrðist, fyrir ópum og hringingum, en enn þá stóð Magnús í ræðustólnum. — Mér hljóp kapp í kinn og duttu mér í hug orðin í Lúthers-kvæði mínu: “Og öld af ótta starði, þeim ægði dirfskan sú, er líf og ljós hann varði með lifandi krafti og trú”. Það er sjaldan sem menn heyra and- leg stórmenni taia; eg hafði heyrt Jón forseta flytja “stóru ræðuna” á alþingi 1867, þegar hann feldi frum- varp stjórnarinnar, og ægði þing- mönnum svo, að flestir eða allir urðu yfirkomnir af mælsku hans og yfirburðum, og helzti mótstöðu- maður hans, Benedikt Sveinsson, hrópaði: “Það vildi eg að slíkur maður lifði eilfflega!” Svo fanst mér til um framkomu Magnúsar Eirfks- sonar — þessa barnsiega og hógværa fátæklings, eina landa míns í hinum mikla háskólasal alskípuðum ná- lega öllu stórmenni klerkalýðsins á Norðurlöndum. Já, mér hljóp kapp í kinn og eg mintist Jóns forseta, mintist lúters, er “einn mót öllum stóð hann f ægilegri liöll, og einn mót öllum vóð hann á andans sigurvöll”. Guði sé lof, hugsaði eg, ekki eru allir Islendingar aidauða. En til enda sögunnar: Eftir mikla orra- hrfð varð iilé, og Magnús, sem enn stóð blýfastur í stólnum, hóf upp hendur sínar og hrópaði: “Úr því eg enga áheyrn fæ, hrópa eg í neyð minni til þín, þú eilífi alfaðir, sem útbreiðir hendur þínar allan dag- inn yfir þverbrotinn lýð!” — Eg hefi gleymt bænarorðunum, nema þess- um, en efnið var hjartnæm bæn um fyrirgefning guðs yfir kyrkjunnar svefn og vöntun sannleiksástar og djarfleiks í trúnni. “Lát þjóna þíns orðs leita sannleikans án yfirdreps- skaj)ar, svo hann gjöri þá frjálsa — frjálsa og fúsa til að fylgja dæmi þíns heilaga og hógværa þjóns Jesú”.*) (Ah. Enn finn eg skrifuð þessi orð úr ræðu Magnúsar: “Himneski faðir! Þér fel eg hjartans málið mitt, og fát það koma til þinna eyrna og dæm mitt hjarta og hugrenningar. ..... Hafi eg borið sannleikanum vitni eftir beztu samvizku, þá vertu minn talsmaður og íeið þetta fólk til sannleikans viðurkenningar”). Undir ræðunni (bæninni) var steinhljóð í salnum, og féll kven- fólkið í grát, og sá eg að menn þeir, er stóðu nærri mér, viknuðu, en aðrir hristust. Og er M. gekk frá stólnuin reyndu ýmsir prelátar að taka hann tali, og einn faðmaði liann 1 þ.rönginni grátandi og eg heyrði hann segja: “Lát mig faðma þig! hreinskilni þín og einurð yfir- gengur mig, og ]>ó hefir lausnari minn, Jesús, aldrei orðið mér dýr- mætari en á meðan þú afneitaðir honum þrisvar!” Prestur þessi hét *) Sbr. ritið: “Det fjerde Nordiske Kirkemöde”, 1871. i Sveinn Brún, Norðmaður, stór vexti og mikilúðlegur; hafði hann flutt ræðu í Frúarkyrkju um morguninn og þótti auðheyrt að hann var á- I kafamaður og andheitur mjög á gamla vísu. En Magnús Eiríksson ansaði hvorki honum né öðrum, heldur skundaði út og burt, og kom aldrei síðan á þennan kirkjufund. Vil eg geta þcss hér, að það er sorgleg minkun, að enginn frjáls- lyndur Islendingur skuli enn hafa getið Magnúsar nokkuð f þá átt sein vert sé. Einn danskur maður, sögufræðingurinn S'wanenfluger, hef ir ritað all-snjalla grein um hann, og jafnað honum við Sören Kirke- gaard, einn hinn mesta heimspek- ing og guðfræðing á Norðurlönd- um; segist hann jafna þeim saman sem afreksmönnum, Kirkegaard sem spekingt en Magnúsi sem “Karak- ter”. Presturinn Hafsteinn Péturs- son er sá eini íslendingur, sem rit- að hefir all-langa grein um Magniis, en samið hana frá rétttrúnaðar sjónarmiði, og hefir fyrir þá sök gjört Magnús að hálfgildings ein- ræning og afglapa, enda virtist sam- tíð hans hann svo vera. Hafa þau verið örlög nálega allra stórmenha, sem hafið hafa nýjar trúarkenning- ar gegn ríki klerka, kreddum og hleypidómum. En það, sem barg Magnúsi, svo að kjör hans þó urðu ekki verri en þau urðu, var hans merkilega framferði, einfeldni, r.m- burðarlyndi, blíðlyndi og þolin- mæði. Hinir ungu og gjálífu land >r hans kölluðu hann jafnan “frater” (bróður), og það nafn sómdi hon- um vel, því hann elskaði þá eins og bræður sína eða börn, og var heila ; ljós á þeirra villugjarna vegi. Guð- rækni hans var honum helgari en himinn og jörðt og nauðugur neínili hann guðs nafn eða trúmál sí i, nema nauðsyn bæri til og hreint væri í kring um hann. — Nú ei Magnús var úr sögunni á kyrkju- þinginu, þögnuðu allar raddir um “ratíónalismann nýja”, og tó : í menn þá að ræða um annað, sem fyrir lá á dagskrát svo sem t. d. af- stöðu vissra enskra sértrúarflokka til hinnar “evang. kristilegu trúa*”. Furðaði mig stórum á því þjarki, er þar af leiddi og lá við að eg gengi af fundinum. Áttu þær deilur þvf ÍPr- ara við mig, sem eg var allur snúinn að kenningum dr. W. E. Channir.g., postula liins únítariska mannúðar- kristindóms. Þóttu mér höfuðprest- ar fundarins, þeir Brún stiftspró- fastur og Blædel og aðrir tala lík- ara börnum en vöxnum mönnum með viti; einkum þó hneykslaði mig þrefið við Adventista og Irvingíana, sem þar voru og vildu sannfæra fundarmenn með ýmsum stöðum í spádómsbókum Gyðinga og Opin- berunarbókinni. Gátu þeir enga aðra sannfært, sem ekki var von. Veizlu mikilli í sal Vincents tók eg þátt í í fundarlokin; sátu þar til borðs á 3. hundrað manna, þar á meðal Sjálandsbyskup, Gamli Grundtvig og annað stórmenni, en auk þess ýmsir sem ekki voru fund- armenn. Eg, sem nálega engan mann þektit tók mér sæti utarlega, og sat mér til vinstri lágur maður rauð- skeggjaður, en þó hvasseygur og hvatlegur. Hvorugur okkar spurði annan að heiti; en þá rauf hann þögnina og spurði, hvort eg vildi ekki deila með sér rauðvínsflösku. Eg vildi það og inti eg liann þá eft- ir nafni. Carl Rosenberg heiti eg, mælti hann; kannaðist eg þá við hinn frjálslynda íslandsvin. Upp frá þeim degi urðum við alúðarvin- ir. Á hægri hönd mína sat roskinn maður, hár en grannvaxinn, ekki fríður en mjög sómagóður. Þegar mér þótti tækifæri til, spurði eg i lágum rómi, hver sá væri sem talaði. Hann tók upp miða hjá sér og skrif- aði: “Zakris Topelius”. Sá eg þá að þetta var höfuðskáld Finna, en ekKi talaði eg við hann og sá hann ald- rei síðan. Sýnir þetta, hve merkileg- ar tilviljanir mæta mönnum á stundum. Báðir urðu mér ógleyman legir, Rósenberg — einhver skarp- asti, færasti og frjálslyndasti rithöf- undur Dana um þær mundir, en Topelius eitthvert ágætasta skáld, einkum fyrir alþýðu og ungmenni, sem uppi var á öldinni. Leiddi sá fundur okkar til þess, að eg fór að kynna mér betur rit hans, og í elii minni þýddi eg allar "Herlæknis- sögur” hans. “There is a special Pro- vidence in the fall of a sparrow” sagði Shakespeare. — Engar merkar ræður voru haldnar og enginn sig- urbragur var að sjá yfir höfuðprest- unum og týndust þeir helztu þeirra snemma úr veizlunni. Þó voru sung- in tvö smákvæði f byrjun samsætis- inst annað ail-laglegt eftir góðskáld- ið Chr. Richardt, en hitt eftir Grundtvig, líklega eitt af öldungs- ins síðustu ljóðum. Ekki þótti okk- ur Rosenberg það tilkomumikið kvæði. Það byrjaði (að mig minn- ir) svo: “Skarpsindighed er Tydskens Fryd, det vil hans Liv fortære; Dybsindighed er Danskens Dyd, gör Folkelijertet Ære”. mistu hertogadæmin, sýna þessar hendingar hina fjörgamla skálds. — Einn mikilsliáttar kennari í Askov svaraði mér, þegar eg vildi bera sátt- arorð milli Dana og Þjóðverja, og mælti svo: “Den tydske Aand er Djævelens Aand, men den danske er Vorherres. (Frh.). — (IÐUNN). Islenzku kolin. Guömundur E Guömundsson, bryggjusmiöur, fór utan ii. des. s. 1., í þeim erindum aö láta rannsaka nákvæmlega sýnishorn af kolunum í Stálvíkur-námunum. Ur för þessari kom hann nú meö Botníu. Hefir Vísir hitt hann aö máli, og veröur hér á eftir skýrt frá árangrinum af ferö hans. Til þess aö rannsaka kolin, fékk hann yfirverkfræöing sænsku koianámanna, Svedberg, og full- yröir hann aö þetta séu steinkol, en áhrif lofts og vatns valda þvf, aö kolin yst í námunni eru frá- brugöin öörum steinkolum, þó aö af sömu tegund séu. Til þess aö þessi kol logi vel og brenni upp, þarf aö mylja þau í smátt. Sved- berg telur víst, aö þegar komiö sé svona 30 metra inn í námuna, veröi kolin oröin svo góö, aö þau megi nota sem skipakol. Guöm. dvaldi tveggja mánaöa tfma f sænsku kolanámunum til aö kynna sér nám&gröft. Síöan íór hann til Danmerkur til aö reyna aö koma á stofn félagi, til aö byrja rekstur námunnar. Fékk hann þar í liö viö sig: jón Svein- björnsson, Zoylner stórkaupm. og Hendriksen forstjóra Thore- félagsins, en Handelsbankinn í Kaupmannahöfn hefir lofaö aö leggja fram fé. Ráögert er aö vélar þær sem þarf til aö byrja námugröftinn.og trjáviöur til húsabygginga veröi sent hingaö meö næstu ferö Gullfoss. Vélar þessar kosta um 80 þús. kr. Verkstjóri hefir veriö ráöinn og á hann aö koma meö sömuferö. Hann er Finnlending- ur. Og sérstakt skip á aö útvega til aö flytja kolin frá námunni hingaö til Reykjavíkur. í ágúst- mánuöi kemnr verkfræöingur sem á aö athuga hvort tiltækilegra sé aö byggja höfn viö námuna, eöa leggja járnbraut frá henni til Pat- reksfjaröar. Þegar grafiö hefir veriö 30 metra inn í námuna, og full vissa er ftngin um gæöi kolanna, er í ráöi aö stofna nýtt félag. Þaö er gleöilegt, hve vel Guö- mundi hefir gengiö í för þessari. Og gleöilegt hve horfur eru góöar á því, aö hér sé í raun og veru um auösuppsprettu aö ræöa, þrátt fyrir alt trúleysi þingsins og þess ráöunauta. En meiri myndi gleö- in hafa oröiö, ef þingiö heföi brugöist svo viö þessu máli í fyrra, sem því bar ótvíræÖ skylda til, aö láta landsstjórnina beitast fyrir þessum framkvændum og tryggja sér þaö, aö sá auöur, sem kynni aö vera fólginn í þessari námu, rynni ekki aö neinu leyti f vasa erlendra manna, svo sem nú eru allar horfur á. En jafnframt meg- um vér vera þakklátir þeim mönn- um, erlendum og innlendum, sem leggja fram fé og fyrirhöfn til aö hrinda málinu í framkvænd, og þá fyrst og fremst Guöm. E. Guömundssyni. Á þessum síöustu tfmum erum vér íslendingar farnir aö finna þaö áþreifanlega, hverja þýöingu þaö getur haft fyrir verzlun vora aö þurfa ekki aö sækja kol til annara þjóöa. Og Reykvíkingar og aörir bæjarbúar á landinu, hafa illilega fengiö aö gjalda þess í vetur, aö ekki var þegar í fyrra brugöiö viö og fariö aö vinna kolanámu þessa, þegar þó var fengin full vissa um, aö þar var saman um, hvort ko’.in hétu: brúnkol, steinkol eöa eitthvaö annaö. Lengi munu menn minnast þingsins 1915. ef náma þessi reynist vel, en gengur landinu úr greipum. Vísir. Hundasýning Eg var á gangi fram hjá iðnaðar- byggingu borgarinnar hérna urn daginnt og varð alt í eiriu heyrnar- laus, eða því sem næst, af hinum ó- viðkunnanlegu en um leið vargslegu hljóðum, sem eg heyrði inhan úr byggingunni, og sem mér fanst að kæmu frá æfingasal yfirmanna, og það fyrsta, sem flaug mér í hug var, að einhver hefði skrýtt sig þýzkum herklæðum og skroppið ]>ar inn til að fá lækningu við gigt, sem dygði honum um alla eilífð. En við nánari rannsókn komst eg að raun um, að þetta var að eins hundahúsa klúbb- ur borgarinnar sem hér var að hafa hundasýningu og “pie” kappát. — Svo vér réðum af að ganga inn. Svo fór eg að leita að smápening í pússi mínum, til að borga dyra- verði innganginn, og valdi eg þar til einn af nýjustu gjörð Svedenborgs tímabilsins, og var svo veitt inn- ganga með mestu virktum. Sýning- arplássið var troðfult af hundum af öllum stærðum, litum og kynkvísl- um, og þeir geltu allir alt hvað kjafturinn gat gengið og strengdu á hálsböndunum alt að hengingu. Nú datt mér í hug, að hér væri tækifær- ið, að fá sér góðan og ódýran liund. Vék eg mér þvi að borði einu, þ.ir sem stóð maður vel búinn og “busi- nesslegur”, og bað um verðskrá. “Hundarnir”, sagði hann ofur kui teislega, “eru ekki allir til sölu; því sumt fólk er svo skringilega ein- kennilegt, að það má ómögulegi: missa hundinn sinn, og ‘hann er hreint ekki falur fyrir neina pen- inga'. Þú hefir kanske tekið cftir því, að fjöldi af hefðarfrúm leiða hund með sér hvert sem þær fara, og þó að þær þurfi að stansa við annanhvorn stjaka og staur á göt- unni gjörir ekkert til, því það er fyrir ‘elskulega hundinn’ þeirra, En væri það barn, sem gengi við hliðina á þeim (því ekki er hætt við að þær mundu lýja sig á að leiða barn), myndu þessar sömu heiðurs- konur bæði berja og skamma barn- ið, þó það stansaði ekki hálft eins oft og hundurinn þeirra ‘elskulegi’. Að maður ekki minnist á — þvl að það er nú víst óþarfi —t að undir engum kringumstæðum er það þetta dýrseðli hundsins, sem kemur honum til að stansa, en það, sem kemur barninu til að stanza og horfa í kringum sig, er að gefa gæt- ur að ýmsum nýjungumt sem fyrir augun bera; — en þessar hefðarfrúr hugsa nú ekki svo langt. — Samt hefi eg nú hér nokkra hunda, er eg get selt þér með sanngjörnu verði. Hvaða tegund af hundi mundir þú hclzt vilja?” “Hund, sem er góður við börn”, sagði eg hlæjandi. Hann gaf þessu engan gaum: en spurði aftur hvað sort af hundi mér líkaði bezt. Eg sagði honum, að mér væri svo sem sama, hvaða sort af hundi það væri, bara að hann væri laus við vatnsfælni, og væri duglegur og iðjusamur liundur í kringum heimilið. Hann leiddi ínig þá til hunds eins, sem var mjög snöggur á hárið, en með hryggilega löng eyru og “á- sjónu” eins og þýzk lútersk sálma- bók. “Þetta”, sagði liann svo við migt “er blóðhundur, mjög góður hundur, sérstaklega við börn, já, og góður að finna þau, þegar þau týn- ast. Hvernig lízt þér á hann?” “Mér lízt ekkert á hann”, sagði eg einbeittlega. “Enginn blóðhundur fyrir mig! Eg er ekkert of góður sjálfur, og að hafa hund með sálma- bókar-andlit á eftir sér alla jafna, kynni að stinga samvizkuna, svo að hún vaknaði. Gjörið svo vel að sýna mér einhvern annan hund”. “Hvernig mundi þér líka sitjari (setter)?” “Nei, herra minnt eg hefi allareiðu hænu, sem situr!” “Hvernig væri þá að reyna sækj- ara (retriever)?” “Nei, engan sækjara heldur. Eg átti einu sinni sækjara, og hann sótti mig á knæpurnar og liættu- spilaholurnar á hverri nóttu, eftir skipun konunnar minnar. Eg leit- aðist við að tína honum eins oft og eg gat, en hann sótti sjálfan sig á- valt og skilaði sér heim. Og þar að auki yrði nú sækjari gagnslaus fyrir konuna mína eftir 1. júní”. Það var nú farið að lengjast and- litið á hundasalanum, en samt reyndi hann enn einu sinni, og spurði, hvort eg vildi þá ekki anda- leitara (duck-lninter). “Hvað sagðirðu? “Þýzkan andaleitara”. “Ó, þú meinar ‘dachs’-hund?” “Já, einmitt, það var það, sem eg meinti”. Við skoðuðum þýzk-hundinn í krók og kring, en mér líkaði hann ekkit og sagði eg þvf lierranum, að eg hefði einu sinni séð þýzk-hund á hundaköku sýningu í St. Louis, sem var sex fet og fjórir þumlungar á lengd frá trýni og aftur á rólí< brodd, en að eins 8 þuml. á hæð. Það þurfti að binda hjólskauta neðan á kviðinn á honum, til að halda honum frá gólfinu; svo ef þú hefir hund eins og þennant sem eg hefi lýst, þá komdu með hann; en ef ekki, þá með osthund”. Hann (hundsalinn) fór með mig til osthundanna, og eg valdi þar einn góðan af Greenway kyni, en ekki af Winkler kyninu. “Ábyrgist þú að þessi hundur sé fullkominn osthundur?” “Ját og hann heitir Móses!” “Eg held það sé bezt eg taki hann. En hvað kostar hann?” ‘ “Sjötíu og fimm”. “Fyrirgefðu” “Sjötíu og fimm dollars”. “Doliars?” “Já”. Og þá fór eg út, því að nú var mér nóg boðið. Og það mætti geta þess svona hins vegar, að ef engum væri leyft að hafa hund, og ekki heldur kött í borginni, myndu sjúkdómar, sérstaklega að vorinu, minka um meira en helming. En það yrði aft- ur skaði fyrir læknana, svo það má ekki minnast á það. Litli bitinn. Herra spaðbita-höfðingi! Það var að eins ein voðin hvíta, kalda og þykkat sem gamli Ármann gægðist undan 6. marz og sá Lög- bergs sólskinið, en dauft var það; og satt er það, að heldur kysi eg enga sól en Lögbergs sólskinið. Jæja„ herra spaðbita-höfðingi eg þóttist hafa gefið þér góð ráð, að koma fyrir spaðbitunum; en það lítur út fyrir, að þér hafi ekki líkað þau; er eg þó vanur að gefa öðrum þau ráð er eg myndi sjálfur nota. Nút með því að eg sé, að spaðbita- höfðinginn vill teljast í betri röð bænda, sem kallaðir voru á Islandi og áttu gamalt kjöt yfir sumarið, þá sé eg nú, að góð ráð eru dýr, og vil því á ný leggja fram ráð sem dugi spaðbita-höfðingjanum, svo hann fái sína spaðbita vel geymda yfir sumarið, sem er mjög harður t-fmi hér fyrir svoleiðis fæðutegund, — spaðbita. Nú, af því eg veit, að spaðbita- höfðinginn er einn af hluthöfum hins sameinaða austur- og vestur- íslenzka gufuskipafélags, þá held eg að bezt væri fyrir hann að panta sér með Gullfossi eins fljótt og unt er vænt sköturoð frá Skutulfirði og góða hvalbræðings tunnu; mætti svo losa bræðinginn úr tunnunni og setja síðan spaðbitana ofan í tunnuna og góðan saltpækil á með litlu af saltpétri. Svo sagði prestur mér fyrir mörgum árum sfðan, að gott væri að blanda pækilinn með sykurvatni og hræra vel upp, þá skyldi hann ábyrgjast spaðbitana yfir alt sumarið, hvað heitt sem yrði; og má óhætt trúa þessu, þvi fæstir prestar skrökva viljandi. — Sfðan skaltu bræða yfir íiátið :neð livalbræðingnum og binda skötu- roðið yfir v'andlegat og muntu nú geta geymt spaðbita þína hér í Manitoba, ekki síður en á Islandi, og sent þá lyktarlítið út á milli fóiks, og talist síðan með betri bændum þessa lands og gamla Is- lands. Með vinsemd og heilla óskuum cr eg þinn ráðhollur vinur. Ármann Jónasson. Hovvardville, Man. Til Sölu ágætt hús i vesturbænum. Framstofa, borðstofa, eldhús og skrifstofa niðri, — 4 svefnherbergi, sumarherbergi og baðrúm uppi. Efni og smíði alt vandað (hard wood og lincrust fin- ishing niðri; bezta finishing og bur- lap uppi). Allir söluskilmálar eins sanngjarnir og hugsast getur. Hkr. vísar á. !B§ DOMINION BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. HOtnlSetfilI uppb......„„ »0,000,OOO Varaajðltnr .......... $7,000,000 Allar elgnlr..............$78,000,000 Vér ðskum eftlr vltlsklftum ver*- lunarmanna og ébyrgjumst aI5 gefn þeim fullnægju. SparisJótSsdelld vor er sú stærsta sem nokkur banki hef- ] ir i borginnl. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar öska at) sklfta vits stofnum sem þelr vita atS er algerlega trygg. Nafn vort er fulltrygging óhlutleika. ByrJiO spari lnnlcgg fyrlr sjúlfa ytiur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður PHOXE GARRY 3450 Hve biturt hatur til Þjóðverja þá, nægilegt eldsneyti, en alt strand- var enn í algleymingi, síðan þeirjaði á því, aö mönnum kom ekki

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.