Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 2

Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 2
BLS. 2. HEIMSKRINGLA. WINNIPEG, 1. JÚNI 1916. Daginn sem svínið hans var selt (Þýtt). Drengir og stúlkur yfirgefa búnda- býlin fyrir J)á ástæðu, að þeim er ekki gefin veruleg hvöt til að vcra kyr á meðan þau eru Ung. Meðaltal- ið af unglingum úti á landi, hafa ekki skemtilegan tíma fyrir ýmsar ástæður. Yinnutíminn er iangur; stritvinna er stöðug og þægindi fá í samanburði við þægindi á heimil- um í borgum og bæjum. Engin upp- hvatning er í boði til þess að vega upp á móti óþægindunum. Plesta drengi iangar til að verða bændur eins og feður þeirra. Þeir hlusta á umboðsmenn búnaðarskól- anna, og verða ákveðnir f því að verða bændur; en þegar þeir vakna næsta morgun og horfa framan í kaldan sannleikann, þá verða þeir óánægðir og vantar að yfirgefa bóndabýlið. Eg býst við að eg viti, hvernig til- finningar flestra sveitadrengja eru, því eg hefi verið einn sjálfur. Eg trúi því að til sé meðal við þeirri ó- beit, sem margir unglingar hafa fengið á sveitalífinu og það meðal er uppörvun (encouragement). Það verður að byrja á því, að örva ung- mennin upp á meðan þau eru ung- lingar. Það er of seint að byrja á því þegar þau eru orðin fullorðin. En hér 'ætla eg að segja sanna sögu, bara til þess að sýna ykkur fram á, hvað eg meina með orðinu “uppörvun”, og því, sem eyðileggur löngunina hjá unglingunum til að vinna á bóndabýlinu. — Sagan er svona: — Læknirinn var að heimsækja sjúkling úti á landi. Rétt þegar þann var að fara, kemur Nonni, átta ára gamall sóhur bóndans, til háns og segir: “Læknir, þetta ér afmælis- dagurinn minn og pabbi gaf mér svín. Mig lángar til að þú komir að sjá það”. Nonni var hreykinn af því að geta sýnt lækninum það sem hann átii sjálfur og fór með hann þangað, sem faliega litla svarta, vikugamla svínið hans var. Hann útskýrði nákvæmlega, hvað sitt svín hefði fram yfir hin svínin, og sagðist svo ætla að passa það sjálf- ur, selja ]>að þegar ]>að væri orðið stórt og “fá mikla peninga”. ----Nonna þótti mjög gaman að sýna svínið sitt við og við um sum- arið; horfa á það eta, halda því hreinu; þrisvar sinnum á dag gekk hann reigingslega eins og lítill mað- ur með mjólk og korn handa svín- inu og reyndi að bera sig til og tala eins og fullvaxinn bóndi. Hann setækkaði stíjuna þegar leið á sum- arið; gaf uppáhaldinu sínu meiri beit, og gaf því oft græna garð- vexti. Einu sinni sagðist hann ætla að kaupa tvö eða þrjú svín fyrir peningana, sem liann fengi fyrir þetta, og biðja föður sinn að leigja sér blett svo hann gæti ræktað sitt eigið korn. Hann endaði með því að segja, að hann “ætlaði að verða bóndi, ala upp svín og verða ríkur”. -----Þegar svínið var tíu mánaða gamalt seldi faðir Nonna sín svín og uppáhaldið hans Nonna þar með — Nonni var mjög stoltur af sínu svíni og sagðist vera viss um, að það viktaði meira, en nokkurt ann- að svín á heimilinu. Næsta morgun var farið með öli svfnin á járn- brautarstöðina. Læknirinn langaði til a§ vita hvað mikið þyngra svín- ið hans Nonna var en hin svínin, fyrir þá góðu meðferð sem það hafði haft, svo hann fór að sjá það, þegar það var viktað. — Þegar svínin voru rekin á viktina sagði Nonni litli: “Pabbi, ætlarðu ekki að vigta mitt svin sér?” Faðir hans svaraði kuldalega: “Mitt svín! Hvers korn fæddi þetta svín? Farðu í burtu og ónáðaðu mig ekki!” — Svínið hans Nonna var viktað með hinum. Nonni varð orðlaus; varir hans titruðu; tárin runnu niður kinnar hans og hann gekk í burtu harm- þrunginn og huglaus. Nonni ól ekki upp svfn næsta ár. “Upphvatningin” var tekin frá hon- um. Allar vonir hans og draumar voru eyðilagðar. — Með hverju voru þær eyðilagðar? Með ónærgætni föður Nonna litla. í dag er bóndabýlið, sem Nonni lifði át gengið af sér og ófrjósamt. — Jón er ekki bóndi heJdur ónýtur. úrræðalaus einstaklingur sem lifir í bæ. öll löngun Nonna að verða nýt- ur maður dó út “daginn sem svícið hans var selt”. Er ekki Jíkiegt að líf Jóns hefði orðið öðruvísi, ef faðir hans hcfði tekið hann í félag með sér “daginn, sem svínið hans var selt”? M. S. HERBERT QUICK MÓRAUÐA MÚSIN. SVEITA-SAGA. um lágu runnum og kjarri, nægði æfintýralöngun þessara ungu vina vorra og hafSi fyrir þá það að- dráttarafl, sem frumskógarnir höfðu áður á hlna fornu veiðimenn. Þarna var þeirra æfintýraland. Toni lagði af sér byrðina og settist á tréstofn til að hvílast. Raymond Simms var orðinn þess áskynja, að breyting allmikil var orðin á Tona, síðan þeir um haustið höfðu valið útsæði Woodruffs offursta; og móðir Tóna var nú orðin öldungis sannfærð um, að Tóni væri orðinn bezti drengur, sem hafði verið leiddur afvega af sér verri drengjum, en væri nú aftur kominn á rétta leið. Jim Irvin hafði svipaða skoðun. Tóni var nú hættur að neyta tóbaks og bjór eða önnur vínföng komu ekki lengur inn fyrir hans varir. Tóni skýrði Jim frá því hvað eftir annað, að hann væri *‘í æfing”, því síðan að Jim hafði sýnt afburði sína með því, að fella ökumanninn, hafði Tóna funudist Jim vera rétti maðurinn til að vera aflrauna-ráðunautur sinn. — Hugur Tóna hafði einnig snúist frá eldhússrómana-lestri, og nú las hann heilsufræði og alt það um íþróttir og líkamsæfingar, sem hann gat náð í. Jim áleit, að þessi breyting á Tóna væri mikið að þakka félagsskap hans við Raymond. Þessi fjallapiltur var öðruvísi en aðrir unglingar á líku reki, sem Tóni hafði átt að venjast. Hann hafði sinn eigin sjóndeildarhring, og vildi ekk- ert út yfir hann fara, hvað lífsspeki snerti, og gat því Tóni engu komið þar að af sínum "fræðum , sem hann þó oftlega áður hafði skemt með í veit- ingakránni, svo áheyrendunum var dillað. En tröllasögur Tóna höfðu engin slík áhrif á Raymond; hann hlustaði á þær þegjandi og lét engin merki þess á sér sjá, að hann væri hið minsta hrifinn, og þótti Tóna það kynlegt. En hann gat ekki farið að ónot- ast út af því við pilt, sem vissi alt um gildruveiðar; sem hafði séð mann skotinn til bana, sem sjálfur hafði skotið björn og villi-kalkúna; sem hafði á einum vetri aflað 100 dala virði af loðskinnum, og sem þekti allan veiðiskap, og sem þess utan þér þótti vænt um og þótti vænt um þig. — En hefði Ray- mond látið uppskátt, hverju hann áliti að betrun Tóna væri að þakka, hefði hann hiklaust nefnt skól- ann og kennarann. “Ekki mundi eg ganga á bak orða minna við vini mína”, sagði Tóni, þar hann sat á tréstofninum með gildrurnar við fætur sér, eins og þú hefir gjört við mig”. “Þú mátt ekki tala þannig”, svaraði fjallapiltur- inn. “Hvernig hefi eg brugðist þér?” “Við ætluðum að veiða hér í skóginum í allan vetur og næsta vetur ætluðum við saman norður í kanadisku skógana”, og Tóni var súr á svipinn. “Þú veizt það sjálfur, Tóni, að við getum ekki að staðaldri verið á veiðum, og hjálpað Jim líka”. Tóni hreyfði sig hvergi og þagði. “Herra Jim”, hélt Raymond áfram, "þarfnast allrar þeirrar hjálpar, sem við krakkarnir getum veitt honum. Hann er bezti vinurinn, sem eg á. Eg er fátækur og fáfróður, og hann er að kenna mér það, sem getur gjört mig að manni”. "Fjandinn hafi það I” var alt sem Tóni sagði. “Og það veiztu, að þú myndir álíta mig lítils- virði, ef eg sviki kennarann okkar”. “Nú, jæja þá”, sagði Tóni um leið og hann stóð upp og slengdi gildrunum um öxl sér, — “komdu þá og þegiðul En hvað getum við gjört, þegar skóla- nefndin fær Jenný Woodruff til að svifta hann kennaraleyfinu og rekur hann frá skólanum?” ‘Það gjörir enginn að eilífu!” sagði Raymond. "Eg myndi sitja í skólastofunni með byssuna mína og skjóta hvern þann, sem kæmi til að reka hr. Jim úr skólanum”. “Ekki hér um slóðir. Hér ræður ekki hnefarétt- urinn eða byssan”. “En þetta ætti annaðhvort að vera land réttlæt- isins eða byssunnar, — annaðtveggja verður það að vera, svo vel sé. Eða finst þér það ekki, Tóni?” “Eg veit það ekki, en bölvað er það alt saman”, var svar Tóna. “Hvers vegna vilja þeir reka hr. Jim frá skólan- um?” spurði nú Raymond. "Kennir hann okkur ekki nógu vel?” Tóni skýrði nú frá því í tíunda sinni, að föður sínum, Kornelíusi Bonnar, og Hákoni Péturssyni hefði ekki komið til hugar að ráða Jim fyrir kenn- ara; en þeir hefðu greitt honum atkvæði hvor í sínu lagi, og óafvitandi hvað hinum leið, svo hann fengi eitt atkvæði. Allir höfðu þeir verið á móti honum frá upphafi; en þeim hafði orðið ráðafátt, hvernig Iosna mætti við hann. Nú hefði Jim gefið á sér högg- stað; hann hafði gjört svo margt og mikið, . sem ekki var ætlast til að kennarar gjörðu, en látið aftur margt það ógjört, sem siðvenja var til að kennarar Ieystu af hendi. Þess vegna kvað Tóni nú þá föður sinn, hr. Bonnar, og hr. Pétursson, hafa ákveðið að fara þess á leit við Jim, að hann segði upp kennara- stöðunni; en ef hann vildi ekki gjöra það góðfús- lega, þá var ákvörðun þeirra að reka hann, og bein- asta leiðin til þess var, að fá skólaeftirlitsmanninn, hana ungfrú Woodruff, til að svifta hann kennara- Ieyfinu, — henni var hvort eð er í nöp við hann síð- an hann hélt ræðuna góðu á pólitiska fundinum. ‘‘Hvað hefir hann aðhafst, það sem rangt er?” spurði Raymond. “Eg veit ekki, hvað ætlast er til af kennara í þessu landi; en að mínu áliti er hr. Jim fyrirtaks kennari”. “Hann kennir ekki bækur þær, sem skólanefnd- in hefir valið til kenslunnar”, sagði Tóni. “En hann kennir okkur það sem betra er, og alt, sem við gjörum í skólanum, miðar að þvj, að gjöra okkur hæfa til að komast áfram í heiminum”, svaraði Raymond. Tóni áfram, án þess að gaum, ‘‘og heldur sumum er orðin 5; og ekki nóg með það, hann okkur stundum á kveldin, og á hverjum laugar- degi, sem á að vera frídagur, hefir hann eitthvert yerkefni fyrir okkur í skólanum”. "Ekki borga þeír honum fyrir yfirtíma”, sagði Reymond, “en það ættu þeir að gjöra í stað þess að reka hann”. ‘‘Jæja! Þeir reka hann nú samt sem áður , var spá Tóna; “en í skólanum hefi eg skemt mér meira en nokkru sinni og það er þess vegna sem eg nú hætti við veiðarnar. En Jim reka þeir, það er nokk- uð sem er áreiðanlegt”. “Eg hefi meira en ánægjuna”, svaraði Ray- mond. "Pabbi hefir aldrei skilið þetta bygðarlag, og okkur hefir liðið hér illa; en hr. Jim og eg höf- um fundið það út, hvernig bæta má kjör okkar. Eg vinn um tíma næsta sumar hjá Woodruff offursta og pabbi vinnur að sáningu og hveitiuppskeru á hinum stærri ökrum, og lærir af því. Það virðist sem við höfum farið eitthvað skakt að í fyrra, en eftir tvö ár eða svo, verðum við búin að eignast álitlega svína hjörð og dágóðan akur, og-------. Fyrir hugskotssjónum Raymonds brosti glæsileg framtíð fyrir Simms-fólkinu, og Tóni lofaði honum að njóta drauma sinna í friði, og það vissi Tóni, að allar skýjaborgir Raymonds geymdu einnig systkin- in — Klöru, Gínu og Bidda — pabba og mömmu — því alt átti það sama yfir öll að ganga; Simms- fólkið synti eða sökk saman. I fátækt og eymd, í hatri og trygð var það eining, sem enginn gat sundr- að; á því höfðu fjandmenn þeirra, Hólmverjarnir, fengið að kenna. Þetta vissi Tóni og hann færði sig nær Raymond. Það var nærri klukkustund áður en klukkan var 9, en á þeim tíma eru sveitaskólar settir víðast hvar, að drengirnir höfðu komið gildrum sínum og veiði- áhöldum fyrir í skemmu Bronsons, og voru komnir á leið til skólans. 1 þessu veðurbarða og óálitlega skýli, sem kallað var skólahús, var kenslan þegar í fullri ferð; því þrátt fyrir mótstöðu skólanefndar- innar og skeytingarleysi aðstandendanna, voru nem endurnir fullir áhuga yfir kensluaðferð Jims. Aldrei hafði skólinn verið betur sóttur né reglulegar, og aðalástæðan fyrir kenslu fyrir kl. 9 og eftir kl. 4 var sú, að kennaranum fanst, að hann ekki geta uppfylt kröfur nemendanna á þessum klukkustundum, sem vanalega er kallaður ‘‘skólatími”. En eina ástæðan var það þó ekki. Og þá er þeir Raymond og Tóni komu í skólann þenna morgun, bar nýtt fyrir augu þeirra. Hafði Jim breitt diskum út um borðin með sýnishornum af ýmsum fræteg- undum, bæði korn og hey. Á hverjum diski var pappaseðill með áritan, sem skýrði frá, hvaða fræ- tegund var á diskinum og hvaðan hún var. Þannig: “Hveiti, ‘Scotch Five’, af landi Kolumbusar Smith”; "Hey, ‘Timothy’, af landi A. B. Talcott”, o. s. frv. Hver frætegund var í litlum léreftspoka, sem skóla- stelpurnar höfðu saumað í saumatímunum, og á pappaseðlana höfðu yngri nemendurnir skrifað, og áttu þannig að gefa sýnishorn af rithönd sinni. Á seðlunum stóð, auk hins áður umgetna, ýms fróð- leikur viðvíkjandi hverri frætegund, sem nemandinn hafði skrifað niður eftir fyrirsögn kennarans. — Þannig mynduðu þessir pappaseðlar handbók í fræ- fræði. “Hafið hraðan á”, kallaði Jim til nemendanna; “við erum seint fyrir. Raymond, þú ert sjóngóður, þú telur fræið, sömuleiðis þið Klara og María Smith og gætið nú nákvæmni, því næsta árs uppskera get- ur verið undir því komin, að þið gjörið engin glappa skot”. "Glappaskot!” tók María Smith, hnyðjuvaxin 14 ára telpa, upp eftir honum; “við gjörum engin glappaskot framar, kennari góður”. Þetta var skemtun fremur en skylduverk. Allir voru nemendurnir þess fyllilega meðvitandi, að það að íoma svona árla morguns, var ekki lögum sam- kvæmt, og því ekki skyldukvöð; en þ«ir komu engu að síður. "Tóni!” kallaði nú Jim, “taktu að þér hlutfalls- reikninginn í annari deild, en hafðu hann ekki of örðugan samt, og gættu þess að tilgreina bæjanöfn- in við hverja spurningu”. “Skil Þig”, svaraði Tóni og vék sér að hinu út- valda starfi sínu með sýnilegri ánægju. “Biddi’ ’, sagði Jim og klappaði litla Simms á kollinn, “þú og Virginia getið prentað leskaflann þenna morgun. Eða treystið þið ykkur ekki ti' þess? ” “Jú, jú, hr. Jim!” svöruðu bæði McGeehee Simms og systir hans. "Hvar er frumritið?” “Hérna”, svaraði kennarinn og fékk hvoru um sig vélritaða pappírsörk, sem þau svo áttu að stíl- setja og þrykkja af í Ktilli handpressu, sem Jim hafði sjálfur búið til. “En gætið að því, að gjöra það lítalaust. Betheníu Hansen lá við gráti í gærkveldi, Leskaflinn var að þessu sinni greinarstúfur um corn, tekinn upp úr búnaðarblaði, og erindi ur “Hiawatha, hinni indíönsku goðasögu. “Við skulum vanda okkur”, sagði Biddi. Klukkan var nú orðin hálfníu; að eins hálfur tími til hinnar skyldubundnu skólasetningar. Newton Bronson var í óða önn að útbúa reikn- ingsdæmi undir "prentun”, sem svo átti að útbýta milli nemendanna. Dæmin voru öll um fræ og sán- ingu, svo sem: “Ef af hverjum 250 frækornum, sem Mr. Ezra Bronson sáir, 30 eru skemd, dauð eða á einn eða annan hátt geta ekki spírað, hversu mikill hluti af fræinu, sem sáð er, nær að vaxa?” Jim leit yfir dæmin. "Þú ert góður í reikningi, Tóni”, sagði kennarinn; "en þú verður að vanda skriftina meira en þú gjörir”. “Hvernig er stafsetningin? ” spurði Tóni. “Að skriftin sé bágborin, það játa eg”. "Stafsetningin þín er góð þennan morguninn, og þér hefir farið stórum fram í, að framsetja reikn- ingsdæmi”. Nú sýndu vísirarnir á dollars úrinu hans Jims, að klukkan var að verða 9, og þegar sú stundin rann upp, barði kennarinn í púltið og nemendurnir settust í sæti sín. Og um stundarbil leit skólinn út eins og hver annar skóli. Fyrst gætti kennarinn að því, hverjir væru fjarverandi og tók nöfn þeirra nið- ur. Þá var sunginn skólasetningar-söngurinn. Næst ávarpaði kennarinn nemendurna með nokkrum orð- um, og svo byrjaði kenslan. Yngstu nemendurnir voru látnir lesa. Nokkrir höfðu lesbækur, en flestir lásu hinar tilbúnu lestrarlexíur skólans. Þá krakkarnir höfðu lokið lestrinum, fóru þeir til fræ-diskanna og bættust í hóp Raymonds, að telja og aðgreina fræin. Þeir töldu til fimm og töldu síðan fimmin; hlógu lágt og spjölluðu í hljóði; en enginn gaf því gaum. "Er nokkuð gagn að þeim, Klara?” spurði kenn- arinn eldri Simms stúlkuna, þá hún kom upp að kennarapúltinu eftir meira fræi. "Ekki sérlega”, svaraði hún brosandi; “en þau tefja ekki fyrir og hjálpa kannske dálítið”. “Það er ágætt”, sagði Jim, “og þeim þykir gam- an að því, eða hvað?” “Eg skyldi nú segja það”, samsinti Klara, "og Bidda fer daglega fram í reikningi. Bráðum verða þau öll fullfær í samlagningu og kunna mikið í margföldun. Anna Talcot þekkir frætegundir nú orðið betur en eg”. VIII. KAFLI. Þyngir í lofti. Dagurinn leið og klukkan varð 4. Nemendurn- ir, að undanskildum Tóna Bronson og Raymond Simms, héldu heim til kveldverðar. Þeir tveir voru eftir til að sópa skólastofuna og höggva eldivið til næsta dags. Þetta verk höfðu þeir tekið að sér af sjálfsdáðum, svo að kennarinn þyrfti ekki að gjöra það, og gæti í næði undirbúið veggtöfluna fyrir næsta dags kenslu. Á hana var hann nú að skrifa stöfunar-æfingar. Ekki tók hann orðin úr lesbók' inni, heldur valdi þau frá sjálfum sér, og voru þau flest nöfn á frætegundum, plöntum eða búsáhöld- um. Svo sem: morgundýrð, illgresi, munarblóm, smári og skilvinda. En áður en hann hafði hálf- lokið verki sínu, var barið að dyrum og Raymond Simms varð til að opna þær. Inn tróðu þrjár konur, og Jim Irvin vissi það strax og hann heilsaði þeim, að þarna kom sendi- nefnd, og að nú var von á einhverju góðu. Hann setti fyrir þær stóla; en vegna þess, að stólarnir voru að eins þrír, stóð hann sjálfur og beið átekta, líkt og sakamaður frammi fyrir dómhring; því að konurnar, sem inn höfðu komið, voru engar aðrar en eiginkonur hinna þriggja skólanefndarmanna. Mrs. Hákon Pétursson var stórvaxinn og tígu- legur kvenmaður; ljóshærð og bláeygð; en fram- burður hennar á enskunni gaf til kynna, að hún var Skandinavi; hún talaði hægt og gætilega og var prúð í framkomu, og geðjaðist Jim þegar vel að henni. Mrs. Bronson var góðleg kona, en fremur táplítil að sjá, en þekt sem fyrirtaks matreiðslukona og fyrir sína kyrkju-starfsemi; hún leit oftar á son sinn og vin hans Raymond, en á kennarann, og lei® henni auðsjáanlega hvergi nœrri vel. Mrs. Bonnar var þeirra vingjarnlegust, og heilsaði kennaranum með handabandi, sem hinar gjörðu ekki. En þratt fyrir þennan kumpánaskap var Jim þess fullviss, að þessi litla, dökkeygða Irlandsdóttir var hinn eigin- legi forsprakki fararinnar gegn sér. “Þér þykir það máske einkennilegt”, byrjað» Mrs. Bonnar, að við skulum koma hingað eftir skóla- tíma; en við vildum einmitt tala við þig, kennarí góður, þá krakkarnir væru farnir”. “Hann byrjar kensluna kl. 8 á morgnana”, hélt vegna þess hún varð að endurtaka leskaflann svo gefa innskoti Raymonds oft í ritvélinni áður en mér líkaði”. af okkur þar til klukkan heldur kallar

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.