Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 5

Heimskringla - 01.06.1916, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 1. JÚNl 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 5. EKKERT JAFNTEFLI Eftir FREDERICK PALMER. Ritgjörð um stríðið, og hvernig Bretar og Bandamenn þeirra fari að vinna, eftir einhvern merkasta fregnrita Bandaríkjanna. Um hann segir Roosevelt: “Mr. Frederick Palmer hefir verið sjónarvottur að meiri og fleiri bardögum, en nokkur annar núlifandi rithöfund- ur í Ameriku. Hann hefir haft beztu tækifæri til aö sjá og kynnast hernaöi og bardögum og hefir sjálfur fyrirtaks hæfileika til að taka eftir og kann að meta það, sem hann hefir séð”. (Eramhald). Digurmæli Þjóðverja. Þeir töluðu mikið um að ráðast inn á England og um Zeppelin- órásir; um að sópa Lundúnum al- veg burtu; um fallbyssur, sem gætu skotið yfir Dofrasund frá Prakk- landi og molað og brotið borgir og kastala á Englands ströndum. Þeir voru einlægt að tala um sigurvinn- ingar sínar, svo að allur lieimur heyrði og skildi, að þeir væru að vinna, en þó einkum alþýða manna á Þýzkalandi. Þeir voru að reyna að slíta út óvinum sínum og gjöra bá hrædda o gleiða á stríðinu; að neyða þá til að hafa hermennina nieira til varnar cn sóknar. Þeir höfðu sama lagið á þessu og Grant kamli í herförinni til Wicksburg og síðar til Appomatox í þrælastríð- inu, að lemja einlægt með þungum höggum á óvinunum, eins og þegar járn er rekið af kappi. Þjóðverjar gjörðu alt sem þeir kátu til þess að mæða og þreyta Breta og fá þá til að senda hermenn þeirra hingað og þangað út um heiminn. Allir voru þeim veikomnir °k elskulegir vinir og bandamenn, hvort heldur það yoru Tyrkir eða ■Búlgarar, Arabar eða Egyptar. Þeir ■tsngu Tyrki í lið með sér og hótuðu *>ð ráðast á Egyptaland og taka failbyssum, sem hægt og auðvelt væri að flytja úr einum stað í ann- an, og fjöida af þessum smáu, hrað skeytu maskínubyssum; en Frakk- ar höfðu ekki þessa trú, og gjörði þetta mikinn mun í byrjuninni. Nú er ekki að tala um minna en 10 þús- Und fallbyssur og 50 þúsund mask- ínubyssur fyrir þenna her, sem BreÞ ar hafa vígbúinn. Þegar Þjóðverjar byrjuðu vór- kviðuna að vestan 1915, þá lokuðu þeir landamærum Hollands, eins og væru þeir að hugsa um, að byrja eina árásina enn á hafnirnar við Dofrasund. En þetta var að eins til að blekkja Bandamenn, meðan þeir reyndu eiturspýjuna á Bretum og Frökkum. Þeim hepnaðist að blása eitrinu og fyrir það unnu þeir í Flandern mest af landi því, sem að þeir hafa unnið seinastliðið ár á vesturkantinum, og var þó ekki mikið. Bretar urðu órólegir og hræddir um, að með þessum fítons- krafti myndu þeir brjóta hergarð- inn. En þeir ætluðu það til annars, — til þess nefnilega, að draga huga manna frá gjörðum þeirra annars- staðar. Þeir ætluðu sér ekki, að gjöra neina verulega árás á vesturkantin- um. Þeir höfðu þar að eins 1,500,000 menn, eða 3,000 menn á míluna, og er það nú talið nægilegt til varnar. að hver skipsfarmur vopna, sem kemur frá Ameríku, getur snúið stríðinu svo að við töpum”. Og þá fóru þýzku neðansjávarbátarnir að herða sig. Því að Þjóðverjar vissu þá eiginlega ekkert, hvað vopna- og skotfærabyrgðum Breta og Frakka leið. Og þeim kom sfzt til hugar, að þá voru Bretar í vandræðum með sprengikúlur; en höfðu nóg af þeim tveimur mánuðum seinna og gátu þá steypt regninu yfir Þjóð- verja seinastliðinn séptembermán- uð. Þýzkir voru þá ekki vissir um, að þeir gætu tekið á móti Banda- mönnum á vesturkantinum, ef þeir réðust á þá. En þeim var bráð- nauðsynlegt að fara á móti Rúss- um, hvað sem vesturkantinum liði. Grimd og sóðamenska Þjóðverja. l>að af Bretum, og með því ætluðu' En ]>eir létu svo, sem þeir væru ein- l>eir að hleypa upp öllum þessum lægt að sækja á. Og hvenær, sem á 300 milíónum mahómetsmanna í þá var ráðist í skurðunum, þá réð- Brctaveldi, svo að þeir réðust á Breta og rækju þá burtu bæði úr Indlandi og Egyptalandi og víðar, °g svo ætluðu þeir að hleypa stór- Um Tyrkjaher á Rússa í Kákasus- löndunum. Alt þetta ráðabrugg hjálpaði þeim niikið í fyrstu. Því að Bretar þurftu að brúka feykilegan fjölda af flutn- >ngsskipum og ausa út peningun- Um; en höfðu mikið manntjón við Hellusundin. — En aftur kom lið Mirra þar að miklu gagni. Því að ust þeir á aftur á móti. Því að þeir vildu ekki sitja rólegir í gröfunum, meðan óvinir þeirra steyptu yfir þá sprengikúlna-regninu, og þeir höfðu þá eins mikið af sprengikúlum og Frakkar, og mikið fleiri en Eng- lendingar. Eftir því, sem menn komast næst, þurfti að eins fjögur hundruð þús- und hermenn til þess að mæta Itöl- um, og á móti Bretum og Belgum og Frökkum höfðu þeir að eins 1,500,000 með feiknafjölda af maskínubyss- Bretar héldu þar föstum stórum um, og gátu því haldið föstu miklu her Tyrkja, sem annars hefði verið á herðum Rússa í Kákasus. En hefðu þesvsar sveitir Sir Ian Hamiltons 'arið til Serbíu, til þess að loka stál- hringnum utan um Þjóðverja við Lóná, þá hefði það komið sér afar- >Ua fyrir Þjóðverja. Og Búlgarar hefðu þá farið til liðs með Banda- niönnum en ekki með Þjóðvcrjum. En Þjóðverjar höfðu einiægt haft augun á hinum nýju herflokkum, sem Bretar voru að koma á fót og íeiknamiklum vopna- og skotfæra- hyrgðum, sem þeir voru að smíða °E kaupa Bretarnir; því að nú voru smiðjur og verkstæði farin að vinna íyrir þá bæði í Canada og í Banda- ríkjunum. Þjóðverjar höfðu lagt sig alla Iram að vinna svo mikið, sem hægt '’æri, áður en óvinir þeirra gætu Verið verulega viðbúnir. En það vissu Þjóðverjar, að sá tími myndi koma, að þeir næðu sér. Þess vegna voru þeir einlægt að berjast við tím- ann, eins mikið og við Bandamenn. Þeir vildu þvf helzt dreifa þessu nýja liði í ailar áttir. Reyndar láta tjóðverjar svo, sem þetta nýja lið Breta sé lítilsvirði; en í raun og Veru óttast þeir það. Þeir hafa feng- að kenna á brezku hermönnun- Uln, og eru að gjöra sér góðar vonir u®, að foringjarnir gjöri einhver af- klöp. Dess vegna hafa þeir verið að hjálpa Búlgörum og Tyrkjum, í beirri von, að geta haldið Bretum sem lengst í Mesópótamíu og her í'rakka og Breta við Saloniehi, og bóta að ráðast á Egyptaland og æsa Asíu-þjöðimar til uppreistar gegn Bretaveldi. -állur heimurinn hélt, að Banda- nacnn gætu farið að sækja frarn á nióti Þjóðverjum snemma á sein- a«ta vnri 1915. En foringjar Banda- r*anna vissu, að það var ómögulegt. bjóðverjar höfðu haft trú á léttum fleira liði óvina sinna. En allir her- menn Austurríkis, að fráskildum þessum 400,000 móti Itölum, voru sendir austur á móti Rússum, og stórir og margir herskarar Þjóð- verja af vesturkantinum, og aðrir, sem dregnir voru saman hér og hvar um Þýzkaland. Með þessu ætluðu þeir að troða Rússa undir fótum sér. Þetta var svo ofur einfalt, það þurfti enga napóleonska herkunn áttu til þess; þeir gátu á hinum miklu fléttum járnbrauta sinna haugað saman vopnum, skot- um og mönnum á vissum, ákveðn- um stöðum á miklu sk^mri tíma en Rússarnir, sem höfðu miklu færri járnbrautir og miklu færri járn- brautarvagna að flytja mennina og vopnin til þess að taka á móti Þjóð- verjum. Vandræði Rússa. Rússar voru einlægt í standandi vandræðum með skotfæri og vopn. Vopnlausir biðu hermennirrir í aftari skotgröfunum, að taka vopn- in úr höndum þeirra, sem féllu í hinum fremri gröfum. Og eiulægt voru Rússar fáiiðaðri á vígvöllun um heldur en óvinir þeirra, sem alt kom af þessu vopnleysi; því að þeir höfðu feikna fjölda óvopnaðra og því ónýtra hermanna á bak við her- sveitirnar. Járnbrautirnar voru all staðar með einföldum teinum, sem þeir fiuttu vopnin og skotfærin eft ir frá Japan, jafnóðum og Japanar gátu smíðað þau. En sigurinn vinst ekki með mannfjölda ríkjanna, held ur tölu hinna vopnuðu hermanna og fjölda sprengikúinanna. En þegar þetta var að gjörast, sögðu herforingjarnir þýzku við sjóliðsforingjana: ‘Nú þurfið þið að fara að gjöra eitthvað. Þið eruð búnir að sitja nógu lengi aðgjörða lausir inni á höfnum. Gætið þess, Hirðflokkur keisarans í Berlin var einlægt sístarfandi í Petrograd, að vinna Rússum það ógagn, sem hægt var, og það á meðan fallbyssur Þjóðverja gjörðu hinar grimmu og látiausu hríðar á hersveitir Hússa. Einmitt á meðan voru Þýzkir að kaupa og tæla með loforðum hina æðstu embættismenn Rússa til að tefja fyrir hermanna- og skotfæra- sendingum og njósna um herskipun alla og hvað hermennirnir áttu að gjöra þenna og þenna daginn á þess um og þessum staðnuin. Þeir þóttust sjá það, Þjóðverjarn- ir, að ef að þeir lömuðu Rússa, svo að þeir kæmu og beiddust griða, t>á hefðu Frakkar og Bretar orðið að berjast einir, og þá myndu þeir brátt verða leiðir á öllu saman og láta undan og semja frið. Því að menn verða að hafa það hugfast, að síðan 4. ágúst 1914, hafa Þjóðverjar einlægt verið a5 berjast fyrir friði, með það eitt fyrir augum, að geta náð sem beztum kostum og samið frið. En þeir hafa aldrei viljað ann- an frið en þann, sem láti þá koma út úr stríðinu svo sterka og öfluga, að þeir fyrri eða seinna gætu ráðist á erkifjandann, Bretann, með góðri von um, að geta brotið hann þá undir sig. Stríðið er ekki annað en afl og of- beldi, og standi nógu miklar ógnir og skelfingar af frainkomu eins eða annars, þá er hálfur sigur unninn eða meira. Þessu treystu Þjóðverjar, og því sýndu þeir svo mikla grimd og fúlmensku, hvar sem þeir kom . fram. — Þegar fregnin barst um Balkanríkin, að þýzkur neðansjalv- arbátur liefði sökt Lúsitaníu, þá var þetta hin bezta auglýsing fyrir Þjóðverja og sýndi, hvað þeir voru duglegir og hættulegir og Banda menn meinlausir og ráðalitlir. Og þetta var svo átakanlega aðvörun til Bandaríkjanna í Am^ríku, og sýndi þeim, að ekkert í heiini myndi geta staðið á móti Þjóðvcrjum, — hvorki á sjó eða landi. Aldrei báru Bandaríkin hærra hlut í stjórnmála- eða sendibréfa- viðskiftunum við Þjóðverja. Það voru engin líkindi til þess, að Þjóö- verjar færu í stríð við Ameríku. Þýzkir voru hygnari en svo, að æsa upp á móti sér Bandaríkin með öll- um þeirra auði. Og þeir voru að þukla fyrir sér og vita, hvað langt þeir mættu fara, og hvað þeir mættu bjóða Bandaríkjunum. En ef að menn taka eftir atburðum stríðsins, þá sjá menn, að þegar neðansjávarbátar Þjóðverja fóru að sökkva skipunuin sem óðast, hverju af öðru, þá byrjuðu þeir líka um leið herferð sína á móti Rússum. — Yfirforingjar Þjóðverja þurftu að hjálpa sér með öllu mögulegu móti í herferðinni, og þá sendu þeir neð- ansjávarbátana út. Þeir drógu liuga þjóðanna til sfn og fyltu heiminn skelfingu. En á meðan rendu Þjóð- verjar á Rússann og keyptu æðstu embættismenn f Petrograd til að stela og svíkja og njósna. — Þetta er hin ekta þýzka aðferð. En þýzki hirðflokkurinn í Petro- grad varð uppvís að klækjunum, og Þýzkir gátu aldrei tekið Riga, en urðu að stöðva herinn mikla f fló- unum á Rússlandi. Og svo amaði þeim annað, því að þó að hver neðansjávarbáturinn af öðrum legði út frá Kiel eða Xeebrugge, þá voru þeir rækalli fáir, sem nokk urntíma kæmu aftur. Þeir lögðu út og sáust ekki framar. Sjómálastjórn Breta mintist aidrei á þá. Þeir hurfu. Þetta fór Þýzkum ekki að lítast á og fóru að verða varasamir. — Neðansjávarbátarnir brugðust Þjóðverjum. Þeir gátu ekki stöðv- að flutning vopna og skotfæra frá Amerfku til Englands, sem þá var rétt að byrja. En Þýzkir gátu varast að lenda í ófriði við Bandaríkin, og var það heppilegast fyrir Þjóðverja, því ef að Bandaríkin hefðu farið á stað, þá hefðu Búlgarar aldrei far- ið með Þjóðverjum, og þá hefði Serbía aldrei verið undir fótum troðin. En Rússar höfðu fengið skelli mikla. Undanhald Nikulásar var meistaralega af hendi leyst. En Þýzkir hröktu þá og héldu landinu. En við þetta fóru Rússar að vakna. Þeir vildu ákafir halda stríðinu á- fram, því að þeir hötuðu Þjóðverja. Fln þeir sáu, að hér var eitthvað rangt, — eitthvað í ólagi. Og svo þegar Nikulás stöðvaði Rússa, þá fór hann frá herstjórninni og tók við stjórn yfir hernum í Kákasus, því að þar voru Rússar líka í hættu. En Þjóðverjar vissu það mánuði á undan Rússum, að þeir gátu ekki komist lengra, gátu ekki brotið sundur hrygginn á Rússum. Það er æfinlega svo; óvinirnir, sem á sækja, vita æfinlega betur, hvað öllu líður, heldur en hinir, sem verjast. En nú þurfti að fá Þýzkum eitt- hvað að gjöra á vesturkantinum tii þess að létta þunganum á herðum Rússa. Og svo byrjuðu Frakkar á- lilaupin á Champagne og Bretar við Loos, hinn 25. september 1915. Þá voru Bretar loksins búnir að fá töluverðan forða af sprengikúlum. Allir þeir, sem Bandamönnum voru hlyntir, óskuðu og vonuðu, að þeir gætu nú brotið hergarð Þjóðverja. Þeir reyndu ]>að og náðu rúmum 25 þúsundum fanga og nokkrum hundruðum yarda af landi, og auk þess liafa víst töluvert flelri failið af Þjóðverjuin en Bandainönnum. En garðurinn var óbrotinn. En alt fyrir ]>að, þó að arðurinn yrði ekki meiri af þessu áhlaupi Bandamanna, ])á græddu ]>eir þó stórmikið, því það sýndi, að þeir gátu sigrað Þýzka, og að falfbyssur og maxim-byssur þeirra voru öllu betri en Þjóðverja. En það, sem hjálpaði Þjóðverjum, var það, að þeir vissu um áhlaupið í tíma og gátu komið 300,000 hermanna að austan til þess að mæta áhlaupun- um. Og svo kom húðarrigning ann- an dag áhlaupsins, svo að illfært var að koma mönnum, en ófært að koma fallbyssum yfir jörðina. — Hefði þetta tvent ekki verið, þá hefSu Þýzkir aS likindum orSiS aS halda þarna undan á stóru svæSi Það er enginn efi á þvf, að þetta var alt annað en þeir höfðu búist við, og nú var það auðséð, að óhugs- andi var fyrir Bandamenn að sækja fram á vesturkantinum vorið 1915. Það varð að bíða. Og þegar liaustið kom, þá héldu Bandamenn sínu að vestan, en fram höfðu þeir ekki sótt. Hersveitir Bandamanna héldu öll- um skotgröfunum og voru öruggar, því að baki þeirra voru 2 milíónir hermanna, ef á þyrfti að halda, og Parísarborg var eins óhult fyrir Þjóðverjum eins og New York. En þetta var alt annað en að vinna sig- ur; það var engu minni sigur fyrir Bandamenn, en það var sigur fyrir Þjóðverja að vinna Warshau og Brest Litowsk. En nú kemur annar veturinn. Þýzku foringjarnir töluðu mikið Úlfur í Sauðargæru. Eg þekki mann, sem heilsar ávalt eins, Með unaðs bros á vör, sem alla kætir; Hann tekur ofan hattinn undireins I auðmýkt fyrir hverjum, sem hann mætir, En leggur sæta silkitungu að eyra Og svarar eins og hver vill fá að heyra. En ef þú lítur fast í augun inn, Þá áttu víst að sjá hans gleði skerta: Hann snýr þá undan, kafrjóður á kinn, — Þú komst við streng, sem ekki mátti snerta; Því bakvið mannsins ytra útlit sefur I illum draumi slunginn bragðarefur. Og heyr þú, vinur, veldu aldrei skjól Til varnar þér í neyð hjá slíkum herra; Það gæti dregið flóka fyrir sól, Þér findist kannske brosið milda þverra. Því hann er alt af viss að vega að baki Og varpa þér til grunns á þrælataki. H. E. Magnússon. t •f i •f 4 ■f 4- t 4 ♦ •f 4- I um að lialda herferðinni áfram inn í Rússland; en það var engin ai- vara, því að þeir sáu það vel,~ að þetta áriS var þeim algjörlega ó- mögulegt að sigra Rússa. Þeir Urðu þarna að taka 300 þúsundir her- manna að austan, til að styrkja her- garðinn að vestan. Og þeir höfðu í fleiri horn að líta, því þeir ætluðu sér suður til Serbiu. Þeir réðu því af að hætta við að sækja fram á báðum hliðum, bæði að austan og vestah. En þeir héldu því leyndu, svo lengi sem þeir gátu. Og þegar þeir hættu framsókninni, þá komust þeir af með helmingi færri menn í skotgröfunum. Þannig gátu þeir sparað sér menn til suður- ferðar. Þeir höfðu lengi og mikið verið að tala um Serbíu-ferðina, svo að margir héldu, að það væri ein- tómur ropi úr þcim og myndi aldrei neitt af verða. En þeir vissu, hvað þeir gjörðu, og fyrir allar þessar aug lýsingar fengu þeir nú Búigara í lið með sér. Þeir töldu þeim trú um, að þeir lilytu að vinna sigurinn f stríð- inu. Þeir höfðu fengið áreiðanlega vissu fyrir því tveimur cða þremur vikum áður, en þeir réðu af að fara, að Búlgarar myndu fara á stað með þeim. Þeir fóru því ekki í neinni ó- vissu. Og l>að var ekki klaufaskap hinna brezku stjórnmálamanna að kenna, að Búlgarar fóru mcð Þjóð verjum, heldur kom það alt af þeirri sannfæringu Búlgara, að Þjóð verjar myndu vinna. Rússar féllu í tigninni hjá þeim, þegar þeir urðu að hörfa undan Þjóðverjum inn á Rússland, og þegar Þjóðveriai hröktu þarna undan sév liersvcitir arar Serba út af iífinu, og þarna var tækifærið. Þýzkir réðust frainan að þeim, og þá gátu Búlgarar komið aftan að þeim. Þetta tækifæri máttu Búlgarar ómöguiega missa. En l>egar 300,000 Búlgarar stukku þarna á SCrbana, þá þýddi það hvorki meira né minna en það, að Bretar.yrðu að taka 300,000 hermenn af þessum nýja licr, sem þcir voru að mynda, og senda þá til að hjálpa Serbum á móti Búlgörum. Þeim var illa við þenna nýja her Breta, Þjóð- verjunum. Þó að þeir töluðu illa um Breta, þá var þeim ekki sama um herinn; þeir liöfðu aidrei búist við því, — aldrei tekið það með í reikninginn. Þeir óttuðust ]>essar 5 eða 6 milíónir hinna brezku “bola- hunda”, þó að þeir vildu ekki kann- ast við það. Og þeir vissu það vel, að ef að Bretar þessir hefðu nóg af byssum og skotfærum, þá myndi þýzki hergarðurinn á vesturkantin- um brotinn verða. Og eins vita þeir það nú, að svo framarlega sem að Rússar leggist á með afli að austan og tíni til hinar nýju hersveitir sín- ar með vorinu eða sumrinu, þá geta þeir ekki og mega ekki taka nokk- urn mann að austan til þess að hjálpa sér á vesturgarðinum. Þess vegna var þeim um að gjöra, að koma sem flestum Bretum langt í burtu: Til Gallipoli, Serbíu, Egypta- iands, Mesópótamíu. Þeir þurftu ])á ekki að berjast við þessa menn á Frakklandi eða á Rínarbökkum. En hvað líður þeim nú, við árs- byrjun 1916? Hversu mikið eru Þjóðverjar búnir að vinna? Og hve miklu af því geta þeir lialdið, ef að þeir koma nú og biðja um frið? — Rússanna, ])á liéldu Búlgarar og i £n fari svo, að þeir biðji um frið eða trúðu því fastlega, að þcir væru al , æski eftir friði, eða bjóði frið, þá er veg óvinnandi. Og svo vildu Banda- þag um ieið yfiriýsing frá þeirra ríkin ekki faia í stríðið með vinum hendi, að þeir séu uppgefnirog von- sínum, Bretum og Frökkum. Þaö lausir um sigur. En l>á munu Banda var ískyggilegt; l>vf að svo fiamai- j menn svara undir eins og segja: lega, sem Bandaríkin hefðu farið^“j>jg getið stiknað þarna eða rotn- með Frökkum og Bretum, ])á hefðu ag f gröfunum eitt árið ennþá!” — Búlgarar aldi'ei farið með Þjóðverj-| (Það er aðgætandi, að Palmer skrif- um, og liorfur stríðsins hefðu orðið ar þetta fyrir einum 3 mánuðum, — alt aðrar, — og stríðið liefði orðið ( og hversu líkt er það ekki því, sem mikiu styttra. En nú hötuðu Búlg- nú er að koma fram!). (Frh.). Fáið McKenzie fræ hjá kaupmanni yðar. ...HYER FRAMTAKSSAMUR KAUPMAÐUR í Yesturland- inu hefir ætíð nægar birgðir af þessu ÚRVALS FRÆI. McKENZIE’S AFBURÐA FRÆ er sérstaklega hentugt fyrir Yestur-Canada af eftirfylgjandi ástæðum: 1. Við lifum í Vestur-Canada, og okkar tuttugu ára reynsla gjörir okkur mögulegt að þekkja til hlýtar þarfir Vestur- landsins. 2. Það, að búið okkar eru í Brandon og Calgary er sönnun þess, að við getum æfinlega afgreitt pantanir án tafar. Allar pantanir eru sendar út innan 24. klukkutfma. 3. Alt fræ er valiS sérstaklega, með því augnamiði, að það sé haganlegt fyrir jarðveg og loftslag Vesturlandsns. 4. Alt McKenzie’s free er af beztu tegund, vandlega endur- hreinsað með nýjustu vélum, og hefir sterkasta vaxtar lífs- afl, sem hægt er að fá. Dálítill fræ-böggull er í sjálfu sér ekki mikið, en það er mik- ils virði, þegar það er komið í garðinn þinn. Beans, Beet, Carrots, Corn, Cucumber, Lettuce, Onion Peas, Parsnip, Radish, Squash, Turnips, Tomatoes. Einnig úrval af Sweet Peas og öðru blóma-fræi eftir vigt. SkrifiS eftir VerSlista (Catalogue) í dag. A. E. McKenzie Cc., Lt Brandon, Man. Calgary, Alta. i W '-•

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.