Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 1
Royal Optical Co. Elztu Opticians í Winnipeg. ViÖ höfum reynst vinum þinum vel, — gefðu okkur tækifseri til aö reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Foivler, Opi. XXX. AR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUÐAGINN 15. JÚNÍ 1916. NR. 38 Kitchener Jarl Alt Bretayeldi harmar hið sviplega fráfall hans Flestir íslendingar — hér í Aine- riku að minsta kosti — hafa heyrt getið um eða lesið um Kitchener. Hver maður sem fylgt hefir sögu heimsins í síðustu 35 ár hefir oft séð nafn iians og lesið um manninn “þögla”, sem aldrei flutti neina ræðu — en allir hlupu til handa og íota, að gjöra alt sem hann sagði. Eng- inn maður hefir staðið jafn framar- lega og hann í sögu Breta, þegar litið er til afskifta þeirra og gjörða út um heiminn eða í Asíu og Af- rfkn, .ivort neldur sem það var í Suður-Afríku, á Egyptalandi eða Indlandi. huga, að láta nú engan hlut, hvorki á himni né jörðu, hefta framkvæmd- irnar að koma Þýzkum á kné. Hátt hefir látið hláturinn Þjóðverja og vina þeirra um heim allan yfir láti Kitchener’s. Hátt lét hann í sölum oglum og á torgum Berlinarborgar, þegar Yilhjálmur keisari var að segja frá sjóorustunni miklu og gum aði um það, að Þýzkir hefðu unniö stóran sigur yfir Bretum, og að nú væru Þýzkir einráðir á sjónum. En hærri miklu hefir hláturinn verið og gassalegrit þgear Þýzkir heyrðu, að Kitchener væri druknaður; því þeir óttuðust hann, berserkirnir þýzku, lengstu lög. Og það voru ekki ein ungis Bretar, heldur menn og kon- ur af öllum þjóðflokkum hér, sem eru með Bretum í strfði þessu og sjá og skllja, að meiru eða minna leyti, hvaða þýðingu stríð þetta hefir. Allur þorri manna þekkir Kitch- ener af myndum hans, sem svo oft- lega hafa verið í blöðunum, ár eftir ár. Hann var hár maður, grannur nokkuð en beinvaxinn, þreklegur og hermannlegur; dökkur á hár, með skegg á efri vör; augun blágrá, stöðug og róleg. En fáir reyndu að horfa honum lengi f augu. Ein- beittni, harka og staðfesta lýstu sér Og þegar lát hans fréttist um England, var sem allir væru þrumu lostnir. Aldrei fyrri hefir sorgin lagst svo þungt yfir hina miklu borg. Verkamennirnir, búðarstúlk- urnar, stjórnmálamennirnir, hers- ’höfðingjarnir — allir voru svo harmi lostnir, sem elskaður bróðir eða fað- ir eða vinur væri snögglega til heljar genginn. Sorgin skein út úr svip allra; mcnn töluðu í hálfum hljóð- um; hláturinn hætti, spaugsyrðin dóu á vörum manna. Brosin sáust ekki á neinu andliti. En það var sem sorgblandinn hörkusvipur gripi hvern eitiasta mann. Brýrnar sigu, mcnn bitu jöxlum saman( augun urðu hvöss og störðu beint fram. Þeir fundu sárið, Bretar; en í stað- inn fyrit- að beygja þá, hefir þetta °rðið til þcss, að stæla hvern cin- asta vöðva, herða hvern einasta að maður tali ekki um stjórnmála- skúmana og flugumenn þeirra. öll- um slíkum mönnum stóð ótti af honum. Og það voru fleiri, sem ótt- uðust hann: Konungarnir og keis- ararnir um allan heim óttuðust ltann. Þegar Kitchener var nærri, var sejn gengju þeir á nálunt, eink- um ef að þeir höfðu eitthvað ilt í sinni. — Það er ekki að furða, ]>ó að Bretar heima hafi tekið sér fráfall hans nærri, því að þegar fregnin kom hingað til Winnipeg, voru á- hrifin lík, þó að ekki væru þau jafn sterk og heima á Englandi. Menn töluðu ckki um annað. Hver maður sjiurði annan: Er það nú víst, að Kitchener sé látinn? Ætli það sé ó- mögulegt, að hann hafi komist af? Menn langaði svo ti lað fá góðar fregnir. Menn héngu í voninni í á öllum svip lians. Hann var fámál- ugur og flutti aldrei ræðu; þó er getið um eina, þcgar löggjafarþing Breta fékk honum öll völdin í hend- ur í strfðinu; en ræðan var að eins nokkiar setningar, og þakkaði hann þeim fyrir heiðurinn. Hann hafði óbilandi traust á sjálf- um sér og réðst ekki um við nokkurn mann. Aliir undirmenn hans urðu að standa cða sitja sem hann vildi. Það var þýðingarlaust að hafa nokkuð á móti honum. Honum var ákaflega illa við allan klaufaskap og fákunnáttu. Og ef að einhver brást honum, ]>á átti sá maður ald- rei viðrcisnarvon í.auguin lians. — Aldrei sóttist hann eftir hylli al- ]>ýðu. Honum var alveg sama, livað almenningur hugsaði um hann. — Hann var aldrei við konu kendur, og var ]>að ekki af því, að liann hefði ýmugust á þeim. En hann hef- ir ekki viljað sleppa sér út í neitt þess háttar. Því að hann sagði einu sinni, að ástæðan til þess, að hann hefði ekki kvongast væri sú, að hann áliti( að enginn maður gæti í einu verið góður hermaður og góð- ur siginmaður. Þetta var ástæðan til kvenfælni Kitcheners. Einu sinni var foringi einn, sem verið hefir með Kitchener, spurður um, hvort Kitchener væri ekki ræð- inn. En foringinn svaraði: “ó, sussu nei! Hann talar aldrei; hann er all- ur eintómt stál og fs” (“ ‘E’s no talk- er. Not ’im ‘E’s all steel and hice"). Vitnisburður Asquiths um Kitchener. “Á öllu Englandi og f öllu Breta- veldi var enginn sá maður til, sem á svo stuttum tíma og svo lipurlega gat haft saman allan hinn inikla fjölda herskara, sem nú halda uppi hciðri Bretaveldis, bæði heima og eriendis. Og eg er sannfærður um það, að í sögu mannkynsins verður það talinn hinn merkasti viðburður í hernaðarsögu heimsins um allar aldir, sem nokkurntíma lia.fi fyrir- komið. Og þenna heiður á Kitchen- er jarl einn og enginn maður annar”. — Það er sannarlega eins dæmi, að geta safnað á jafn stuttum tíma 5 til 6 eða kanske 7 milíónum sjálf- boðaliða( til þess að ganga út í ann- an eins trölla-bardaga og ]>enna. — Ekkert þvf líkt hefir fyrir komið, og vér skulum vona, að það komi aldrei aftur fyrir í sögu mannkyns- ins. Vér tökum þessa háu tölu, þvf að enginn veit( nema æðstu herfor- ingjar og stjórnmálamenn Breta, hvað miklu liði ]>egar hefir safnað verið. Horatio Herbert Kitchener, Field Marshal Viscount Kitchener af Khartum, K.P., G..C.B., O.M., G. C .S.I., G.C.M.G., G.C.l.E, — hermála ráðgjafi Breta, var fæddur á höfð- ingjasetrinu Crotter House, Bally- longford, County Iverry á írlandi hinn 24 júní 1850, og var sonur Lt.- Col. Kitchener í brezka hernum. Foreldrar hans voru bæði ensk og var inóðir hans prestdóttir úr Suf- folk héraðinu. Kitchener var af hermannaættum og fýsti mjög að leita frama og frægðar sem hermaður og gekk á hermannasKÓlann i Woolwich, og er hann útskrifaðist þaðan gekk hann undir eins í sveit “Royal Engin- eers” árið 1871. Fyrstu tíu eða 11 árin var hann að fást við mælingar á Gyðingalandi og á Cyprus-ey, og fór úr einum stað í annan, og hafði hann skemtun mikla af 'því, að kynnast stöðum þcssum og þjóðum ókunnum og læra tungumál þjóð- anna. Þessu flakki, en þó einlægt starfandi, héit hann áfram þangað til 1882, að hann varð foringi ridd- araliðsins á Egyj>talandi. Þá byrj- aði aðalæfistarf lians, hitt var alt undirbúningur. Arið 1844 var hann aðstoðarfor- ingi í her þeim( sem Bretar sendu upp með Nílfljótinu til þess að bjarga General Gordon í Khartoum, og ha'kkaði hann ]>á í foringastöð- unni og varð fyrst majór og síðan lieutenant-Colöneí. Árið 1885 var hann fyrir sendiför til Zanzibar á Afríkuströndinni, og árið eftir varð hann yfirforingi í Saukin, og var þar þangað til 'árið 1888; þá særðist hann sári miklu á andliti. Árið eftir fékk hann Bath-krossinn fyrir hug- rekki og hraustlega framgöngu sína þar syðra. Svo varð hann Ad- jutant-General, og var ]>að í fjögur ár eða til 1892; þá var hann skipað- ur Sirdar eða yfirforingi alls hersins á Egyptalandi, og var þá herinn, sem hann tók við í inesta ólagi; — svangir, rifnir og fákunnandi her- menn. En á skömmum tíma varð al- gjör breyting á þeim. Þeir fengu kaup sitt reglulega og kom á þá rfeglulegur hermannabragur; þeir voru vei æfðir og taldir ágætis her- inenn, hraustir, hlýðnir, reglusamir og ótrauðir og fúsir að fara hvert sem Kitchener vildi. Þeir fengu það traust á honum, sem ekkert gat haggað. 1 nokkur ár var Kitchener að búa sig undir, að ná aftur héruðum þeim, sem Mahdíinn liafði náð und- an Egyptum. Varð liann að leggja járnbrautir yfir sanda og eyðimerk- ur til þcss að geta komist áfram. Og var það cina ráðið til þess að gota komist með herinn og farang- ur allan. Þetta hafði enginn reynt fyrri, en eftir á sáu allir að förin hefði illa hepnast, ef það hefði ekki verið gjört. Átti Kitchener erfitt með að fá peningana til þess í fyrstu. En hann byrjaði þá að leggja brautirnar sjálfur. Bardaga mikla háði hann við Mahómetsmenn (der- vishana) við Omdurman og Khar- toum. Eft-ir orustuna við Omdurman var honum veittur barúnstitill og þá nefndur barún Kitchener frá Khar- toum. Brezka þingið veitti honum opinberlega þakkir fyrir framkomu hans og 150,000 dollara að gjöf. Eftir orustuna við Omdurman hitti hann Major Marchand og hina frönsku hermannasveit hans þarna í Soudan. Voru þeir að kanna land- ið af hálfu Frakka, með það fyrir augum, að gjöra það að franskri ný- lendu; en voru illa aðþrengdir af hinum svörtu ibúum landsins. En Kitchener lagði þeim til alla hjálp, sem þeir þurftu á að halda og sýndi þeim hina mestu kurteisi, en viður- kendi þó ekki starf þeirra. Þótti öll- um honum farast mjög hyggilega. Um þessa ferð Marchands var mik- ið taLað í blöðum öllum á þeim tíma og var nærri orðið stríð úr milli Frakka og Breta. En svo smá- dó sú sundurþykkja út og féll nið- ur. Árið 1899 var Kitchener gjörður landstjóri í Soudan. Þetta ár byrjaði Búastríðið, og fengu Bretar sem oftar hrakfarir í fyrstu, undir forustu General Bul- ler’s. Var ]>á ein vika stríðsins, ]>eg- ar Bretar fóru sem verst, kölluð: “svarta vikan”. Síðan var Roberts lávarður gjörður yfirforingi hersins á móti Búunum í Suður-Afríku og Kitchener lávarður æðsti aðstoðar- foringi hans (Chief of Staff). Kitch- ener fékk það hlutverk að sjá um, að leiðir væru greiðar frá stöðvum hersins til Höfða nýlendunnar — Cape Colony — á suðurodda Afríku, og lenti þá oft í bardaga: og einu sinni* var Búa->liershöfðinginn De Wet nærri búinn að taka Kitchen- er til fanga. Seinna vann Kitchener mikinn sigur yfir De Wet. Þegar lávarður Roberts varð að fara heim til Englands árið 1900, þá tók Kitchener við yfirstjóm brezka hersins í hans stað. Vann hann svo algjörðan sigur yfir Búunum, eins og allir vita; og í friðarsamningun- um á eftir þótti hann koma ágæt- lega fram. Var liann ]>á hækkaður í aðalstigninni og gjörður Viscount er nafnbót sú æðri en barún og lægri en jari. Aftur veitti ]>ing Breta lionum opinberlega l>akkir og 250 þúsund dollara að auki. Árið 1902 var hann gjörður æðsti foringi yfir her Breta á Indlandi og var l>ar 7 ár. Allan ]>ann tíma var hann að koma góðu lagi á her Breta á Indlandi. Enda þurfti iiann um- bóta með, eins og herflokkarnir á Egyptalandi. — Árið 1909 var hann gjörður marskálkur (Field Marshal) og tók svo við störfum Hertogans af Connaught, sem æðsti foringi yfir öllu liði Breta við Miðjarðarhafið. Ferðaðist tiann til Ástralíu, Ind- lands og um Afríku og lagði ný- lendum Breta ráð til að mynda varnarlið og gjöra landvarnir allar traustar, eins og föng voru á. En síðan afl>akkaði liann stöðuna sem æðsti foringi Breta við Miðjarðar- liafið. Kitchener hefir einlægt verið ó- kvæntur og aldrei við konu kend- ur. Hann var alvörumaður mikill; en hermennirnir elskuðu hann og virtu hann öllum fremur. Hann var fulltrúi Bretakonungs og Consul-General (alræðismaður) á Egyptalandi frá 1911—1914. — En þegar ófriður þessi byrjaði, þá var Kitehener óðara tekinn í ráðaneyt- ið sehi hennálaráðgjafi, og hafði hermaður aldrei fyrri haft þé stöðu hjá Bretum. Bretar höfðu ]>á svo sem engan lier heima, eitthvað 100 til 200 þúsundir. En Kitchener jarl gjörði það, sem aldrei fyrri hefir skeð í sögu mannkynsins: Hann safnaði 5 milíónum sjálfboðaliða i herinn. Eru allir menn samdóma um það, að enginn maður annar en Kitchener hefði getað fengið þessu framgengt. t fyrstu gjörði Kitchener alt, sem til útboðsins heyrði: safnaði mönn- unum, lét æfa ]>á, sendi ]>á á víg- völluna, lét smíða skotfærin og vopnin; sá hermönnunum fyrir fæðu og klæðum og öllu, sem þeir með liurftu. En brátt sáu menn, að einum manni var þetta alt gjörsam- lega ómögulega, og var svo stofnað annað embætti til að sjá um vopna- gjörð og skotfæti. Þetta embætti var svo fengið í hendur manninum, sem fjölhæfastur virðist allra Breta, David Lloyd George. Dauði Kitchener’s var hinn feg- ursti dauði, sem nokkur maður get- ur fengið. Hann dó meðan hann var að berjast fyrir föðurland sitt, fyrir frelsið og mannréttindin,— hann dó fyrir allan heiminn, hvort sem heim- urinn kannast við það eða ekki. Og ekki var dauði hans líkur dauða kögursveina eða lítilmenna. Hann dó í fullu fjöri, þegar baráttan stóð sem hæst; þegar hann sá sigurinn fyrir. Sem stórmenni lifði hann, og sem stórhöfðingi dó hann. Á Ægis- beði hvílir hann. — En lengi mun minning hans lifa, ekki einungis hjá Bretum og Bandamönnum þeirra, heldur f sögu mannkynsins um komnar aldir. Sjórinn var hin hæfasta hvíla fyrir stórhöfðingja Bretanna. öruggir og traustir hafa Bretar jafnan á sjó verið, og ekki mun nú síður( þegar andi höfðingj- ans vekur þeim nýtt áræði, þrek og þol, hvenær sem þeir ýta fleytu af ströndu. Stríðs =f réttir Það lítur út fyrir að ]>eim sé al- vara núna, Rússunum. Það er farið að ]>orna landið sunnan við Pripet flóana, og nú rís Rússinn upp og teygir sig og hristir af sér rykið. — Brussiloff er foringi þeirra l>arna súnnan við fenin, sá hinn sami maður, sem hrakti Austurríkismenn úr Galizíu fyrst. Nú koma Rússar l>arna aftur, eiginlega á 175 mílna svæði, og hafa gjört áhlaup f einu á allri þessari lfnu og það með tröll- dómi miklum. Það hefir verið getið um( að ]>ann og þann daginn hafi þeir tekið 10, 17 og 13 þúsund fanga. En ekki hefir þess verið getið, hvað margir óvinir þeirra hafi fallið. En að það hefir verið töluvert sézt á því, að liópar kvenna og karla í Austurríki er'u farnir að heimta af Jósej>pi Austurríkiskeisara, að hanil semji sérstakan frið við Rússa, áð- ur en þeir drepi niður alla rnenn landsins. Um daginn fór mikill hóp- ur kvenna til hallar keisarans í Schönbrunn að biðja h'ann að semja frið. En keisari vildi ekki sjá þær og mættu þeim byssustingir, og eftir það heimtaði Jóseppur maximbyss- ur og hermenn nóga til að taka á inóti gestum þeim, er kæmu i líkum ferðum og konur þessar. En hvað Rússum lfður, þá er nú sagt fyrir helgi, að, þeir hafi brotið 100 mílna breitt skarð í hergarð Austurríkis- manna, sunnan við flóana á Rúss- landi. Og l>að þarf enginh að ætla séi', að það hafi gjörst þegjandi. Þessa kviðu sína byrjuðu Rússar ]>ann 4, eða 5. júní, og tóku menn - lítiö eftir þvf: en þegar fregnirnar komu dag eftir dag, að skothríðin dyndi þarna látlaus á 250—275 inílna löngu svæði( eöa öllum hergarðin- um suður að Rúmeníu, og þegar Austurríkismenn sögðu að hríð þessi væri verri, en alt annað, sem l>eir hefðu séð, — ]>á fóru menn loks að taka eftir l>essu. — Rússar segja sjálfir aldrei mikið um gjörðir sínar og ekki fyrri en eftir á. En nú er full- yrt, að 200,000 inenn séu fallnir af Austurríkismönnum, —; og Rússar liafa tangna tekið 50—60 þúsund her menn og 1—2 þúsund herforingja, og mikið af fallbyssum og skotfær- um, og hafa brotið þetta breiða hlið á garðinn þýzka. En það munsvo að skilja, að þeir hafi lirakið Aust- urríkismenn úr skotgröfunum á öllu þessu svæði. Þarna voru 5 stórir herir Austur- ríkismanna. En fyrir þeim, sem Rússar hröktu, réðu hershöfðingj- arnir: von Bothmer fyrir einum, von Boehm-Ermolli fyrir öðrum og erki- hertogi Josep Ferdinand fyrir hin- um þriðja. Eru Rússar nú svo magnaðir að þegar þeir senda hina grimmustu hríð á skotgarða og fylkingar óvin- anna, þá senda þeir aðra hrfð hátt í lofti og kemur hún niður fyrir aft- an þá og verður að eldhafi einu og getúr því enginn komið þeiin til liðs og eins er ekki til neins að reyna að flýja. Dauðinn bíður þeirra jafnt að aftan sem framan. Þetta veldur því, að Rússar náðu svona mörgum föngum. Sumstaðar hörfuðu Austurríkis- menn undan 20 mílur, og hér tun bil allri línu óvinanna við Styr-fljótið náðu Rússar, og stundum fóru þeir nokkuð vestur fyrir l>að. Þeir tóku kastalaborgina Lutsk við fljót þetta og allar herbúðir og vopn óvinanna. Þeir voru fyrir helgina jafnvel komn- ir langt á leið til Kovel, miðja vega (Framhald á 5. bls.)

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.