Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 7

Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1916. H E I M S K R I N G L A. ?±A 7. Merkileg landabréf. Vér höfum séð stórskotalið berj- ast, — vér liöfum séð barlst mcð handkúlum (hand grenades),— vér höfum verið reknir úr jarðholum (dugouts) 1 mesta flýti til að forðast óvina sprengingu, — já, og vér sáum myndina í fjórðu skólabók vorri af Patagóníu negranum, sem var að reyna að skella strútsfugll með því að vefja reipi sínu um fætur hans, en 'sem ekki tókst, — og vér höfum undrast alt þetta stórlega. En það, sem vér stöndum gapandi af undr- un yfir og getum ómögulega lokað munninum utanum, eru hin nýju landabréf (maps) Frakka. Já, oss sýnast landabréfin vera stærsta furðuverk; — já, næstum að segja kraftaverk (en eg trúi að krafta- verk hafi ekki átt sér stað í átján hundruð ár?) — kraftaverk stríðs- ins. Og þetta furðuverk er prentað landabréf, sem sýnir hvern einasta krók og kima, fallbyssu og skofcfæra búr, skotgrafir, vírflækjur og mask- ínubyssur Þjóðverja á móts við Verdun. Ilppruni þessara landabréfa eru ljósmyndir teknar af flugmönnum hátt uppi í lofti, og þessar ljós- myndir eru svo nákvæmar, að fall- byssur sjást í 15 metra fjarlægð á þeim. Verður það því auðveldur reikningur fyrir Prakka, að finna vegalengdina frá einhverri af þeirra eigin fallbyssum; enda hitta þeir oft fallbyssur Þjóðverja, skotfæra- búr þeirra og margt annað. En það merkilega við þessi landa- bréf er, að þau eru prentuð eins og vanaleg landabréf; en það er nú nokkuð löng saga, sem lýtur að því, og maður skyldi ætla, að það borg- aði sig ekki, að taka ljósmyndir og búa undir prentun á þeim af stöð- um og útbúnaði, sem kanske er breytt um á hverri nóttu; en Frakk- ar eru að mörgu einkennilegir, og hafa yndi af að reyna sig við ýmsar verkfræðis-gátur. Það er ofurlítill gluggi á botnin- um á flugdrekum Frakka, og í þess- um glugga er gagnsæ “celluloid”. himna. Svo þegar flugmaðurinn sér í gognum þenna glugga, að hann er yfir þessum eða hinum stað óvin- anna, opnar hann gluggann og ljós- myndavél skreppur fram í gatið; en það er ei augljóst orðið, hvernig þessi ljósmyndavél er; en hún er sannarlega viðkvæm og nákvæmari en vanalegar ljósmyndavélar. ,Þjóð- verjar hafa iíkan útbúnað, en ekki nærri eins fullkominn. Þegar flug- maðurinn kemur til baka úr leið- angri sínum eru “negativen” tekin og fullkomnuð á vanalegan hátt; svo er “negatívið” sett í maskínu, sem sýnist að hafa meira en meðal- manns skynsemi Svo er sterkur raf- magns ljósgeisli, sem beint er neðan undir “negatívið”, sem kastar strykum og blettum í “negatívinu” á vaxaðan pappír. Þetta blað er lát- ið hallast nákvæmlega með sama haiia, sem var frá flugdrekanum nið- ur að staðnum, sem myndaður var; einnig er blaðinu haldið nákvæm- lega jafn marga þumlunga frá “nega tívinu” eins og flugdrekinn var marga metra frá jörðu. Svo skoðar maður blaðið f gegn- um ákaflega sterkt stækkunargler, og sést þá depill, sem ekki var stærri en prjónsoddur á negatívinu, ®em er kanske ein af stærstu fall- byssum Þjóðverja, vel falin. Nú, þegar búið er að draga upp landabréfið, er það tekið tM þýzkra fanga og þeir allra auðmjúkleg- aist (;) beðnir að leiðrétta það, sem rangt kann að vera á því. Eðlilega eru þeir nú líklega ekki mjög mikið áfram um að gjöra það, en góður vindill orkar oft miklu, en ef hann dugar ekki, eru náttúrlega önnur meðul við hendina; — og svona er það, að fangar eru ekki alténd byrði heldur hagnaður. En það er ckki oft, að “Fritz” dugar ekki að fá góðan vindil og hlýlegt viðmót, til þess að hann leysi úr öllum spurningum, svo langt sem hann veit, því hann man vel úr hverju hann hefir sloppið, og hann veit einnig, hvað hann hefir ihrept; og hann er viss um þægilega líðan, þar til stríðið er á enda, þrátt fyrir það, að hann er fangi. Já, og vindillinn hefir sterk áhrif á “Fritz”, því Þjóð- verjar eru i miklum tóbaksskorti. Þegar frönsku herforingjarnir eru búnir að tala við “Fritz”, er landa- bréfið vanalega orðið svo fullkomið og nákvæmlega rétt, að því skeikar varia um fet, með nokkurn einasta hlut, hús eða skotgröf é þeim parti vigvallarins, sem ljósmyndirnar voru teknar af, og svo koma alt af nýjar myndir og nýir íangar til að leiðrétta landabréfið. IJað eru auðvitað fleiri tegundir Ijósmynda teknar og brúkaðar til að skýra fyrir þeim afstöðu óvin- anna, isvo sem margra álna langar lengjur af “panoramic views”; en hið ofanskráða um landabréfin er «vo merkilegt og vísindalegt, að undrum sætir og flýtirinn á þeim nð búa til þessi landabréf er næst- um óskiljanlegur. Eg hefi séð slik landabréf alprentuð og útkomin eftir einn dag frá því að myndirnar komu til jarðar. Dánarfregn. Point Roberts, 31. maí 1916. Herra ritstjóri Heimskringlu, M. J. 8kaptason! Viltu gjöra svo vel, að taka eftir- fylgjandi dánarfregn í þitt heiðr- aða blað. Þann 5. þ. m. andaðist á heimili sonar síns hér á Point Roberts Berg- þór Jónsson. Hann var fæddur á Kyrkjubóli við Skutulsfjörð 26. maí 1843. Foreldrar hans voru heiðurs- hjónin Jón Þórðarson, gull- og silf- ursmiður, og Þóra Eyjólfsdóttir. Jón var Eyfirðingur að ætt og uppruna. En Þóra var dóttir sírá Eyjólfs Kol- beinssonar, er seinast var prestur að Eyri við Skutulsfjörð, ásamt Hólaþingum, og er ætt sú þjóðkunn á Vesturlandi. Bergþór misti föður sinn á ungum aldri, og var hjá móður sinni, þar til hann íór til Þorvarðar Þórðarsonar og lærði hjá honum snikkaraiðn, og tók sveinsbréf 13. maí 1864. Fjór- um árum síðar kvæntist hann ung- frú Jónfnu Halldórsdóttur. Hún var af góðum ættum, enda gæða- kona með afburðum. Þau eignuðust 7 börn, hvar af 4 liía í þessu landi; hin dóu í æsku. Þau sem lifa eru: — Guðrún, gift Hjalta Sigurðssyni; •Jón Halldór, giftur Svanborgu Sig- urðardóttur, ættaðri af Seyðisfirði eystra; Eyjólfa, gift Jóni Hjaltalin Sigurðssyni, og Þóra ógift. Einn bróður átti Bergþór á lífi heima: síra Janus Jónsson, seinast prestur að Holti við önundarfjörð og prófastur í ísafjarðarsýslu. Bergþór var fjör- og gleðimaður til seinustu stundar; hafði fjölhæfar gáfur og lagði gjörva hönd á hvað sem hann reyndi. Bagga sína vildi hann sjálfur binda; vissi sem var, að það voru hans eigin byrðar. Gall- steinar urðu honum að fjörtjóni og var hann rúmfastur að eins sein- ustu vikuna. Börnin gráta góðan föður og vinir og kunningjar finna sárt til, því þeir vita, að hér er góður drengur sjónum horfinn. Jarðarför hans fór fram 29. maí, að viðstöddum síra Sigurði Ólafssyni og flestum íslendingum þessarar bygðar. Fækkar frumherjum, fylking rofnar, tínast árlega íturmenni. Göngum gráfcklökkvir til grafa þeirra, eftir árin fá af öllum gleymdar. Tínast tápmiklir, traustir, djarfir, glaðir, vongóðir, giftusamir Verða vonbrigði víkings ættum: Eiðast, útþynnast og að engu verða. Lagt var frá landi með ljúfar vonir, bliðar, barnslegar birtu dætur. Munu þær flestar hjá mönnum eldri bónleiðár hverfa til búðar hinstu. Verður víðförlum vegfarendum örðug öræfi til áfanga Dugar lítið á dauðastundu ónýtt orðskrípi allra landa. Vakna vanir þá vegfarendum eyðist útsjón og óðum fækki; berast þær beint að betri löndum, þar sem sannleikur sjálfur ræður. Gekk eg grátklökkur frá gröf þinni, vinur vondjarfi, unz varstu fallinn. Fækkar frumherjum, fylking rofnar; sækir að sjóndepra, svíður í auga. S. Jóhannsson. Fá orð um Akranes- ekkju-sjóðinn. Fyrir nokrum árum var hreyft efa um það, hver væri réttur eigandi að sjóðnum, og hverjum bæri að njóta hans. í sama sinn úrskurðaði Mr. Bald- vin Baldvinson, þáverandi ritstjóri Heimskringlu og aðal hvatamaður að söfnun sjóðsins, að peningarnir væru “óneitanlega ekkjunnar eign”. Henni væru peningarnir gefnir skil- yrðislaust. Ef peningarnir voru óneitanleg eign ekkjunnar daginn þann, þá eru þeir það daginn í dag. Það finst saga í íslenzku þjóðsög- unum um það, þegar einhvern langaði til að koma sér upp Skolla- buxum — “fabrikera” Skollabuxur — var «á hinn sami neyddur til að stela silfurpeningi frá bláfátækri ekkju á hvitasunnudag, þegar prest- urinn var búinn að lesa pistilinn og áður en hann fékk tíma að lesa guð- spjallið. Heyri eg að sú tegund af buxum sé gengin úr móð. Þess vegna engin þörf á dollarnum. Eg gaf henni dollar. Bjarni Bjarnason. Rödd Sálarinnar. Hið menningarlega ástand mann- kynsins framleiðir hinar grimdar-| legu atliafnir tímans. Líttu í kringum þig með aðgæslu, og þú munt sjá hina ósýnilegu hönd rita hina miklu lærdómsgrein á borðflöt lífsins. Orsök og afleiðing er eðlislögmál tilverunnar. Orsök og afléiðing, og afleiðing og orsök, eru aðalleikend- urnir f þessum mikla sorgarleik lífs- ins. Þetta mikla veraldarstríð er nátt- úrleg afleiðing af misbrúkun mann- kynsins á löguin náttúrunnar (lög- um guðs). Mannkynið hefir ekki stjórnað sjálfu isér í samræmi við þau lög. Og nú hefir dagur endurgjaldsins komið. Nú er það að borga fyrir sín ! brot. Þessi dagur kemur til sumra í hinu hryllilega stríði, til sumra í þjóðfélagsbyltingu, og til allra í sið- ferðisbyltingu. En þessi bylting er að eins eitt af þessum stóru stigum í hinni miklu framþróun. Mannkynið er að þrosk- ast frá hinu efnislega hugsunar-1 ástandi, til andlegra hugsana. Það er meira en framþróun. Mað- urinn er kominn út úr myrkri efnis- ins inn í ljós andans. Óttastu ekki, vertu hughraustur. Yeröldin er ekki að sökkva í myrkur og eyðilegging. Meistarinn er nú að innleiða nýtt og stærra ljós, en heimurinn hefir ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um heimilisréttarlönd í Canada og NorÖvesturlandinu. Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu a?5 Já efcur karlmaöur eldri en 18 ára, get- ur tekitS heimilisrétt á fjórtSung úr section af óteknu stjórnarlandi í Mani- toba, Saskatchewan og Alberta. Um- sækjandi eröur sjálfur aö koma á landskrifstofu stjórnarinnar, et5a und- Irskrlfstofu hennar 1 því hérat5i. í um- bot5i annars má taka land á öiium landskrifstofum stjórnarinnar (en ekki á undir skrifstofum) met5 vissum skil- yrt5um. SKYLDUR:—Sex mánat5a ábút5 og ræktun landsins á hverju af þremur árum. Landnemi má búa met5 vissum skilyrt5um innan 9 mílna frá heimilis- réttarlandi sínu, á landi sem ekki er minna en 80 ekrur. Sæmilegt íveru- hús vert5ur at5 byggja, at5 undanteknu þegar ábút5arskyidurnar eru fullnægt5- ar innan 9 mílna fjarlægt5 á öt5ru landi, eins og fyr er frá greint. 1 vissum hérut5um getur gótjur og efnilegur landnemi fengit5 fol*kaups- rétt, á fjórt5ungi sectionar met5fram landi sínu. Vert5 $3.00 fyrir ekru hverja SKYLDUR:—Sex mánat5a ábút5 á hverju hinna næstu þriggja ára eftir at5 hann hefir unnit5 sér inn eignar- bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og auk þess ræktat5 50 ekrur á hinu seinna landi. Forkaupsréttarbréf getur land- nemi fengit5 um leit5 og hann tekur heimilisréttarbréfit5, en þó met5 vissum skilyrt5um. Landnemi sem eytt hefur heimllis- rétti sinum, getur fengit5 heimilisrétt- arland keypt í vissum hérut5um. Vert5 $3.00 fyrir hverja ekru. SKYLDUR:— Vert5ur at5 sitja á landinu 6 mánut5i af hverju af þremur næstu árum, rækta 50 ekrur og reisa hús á landinu, sem er $300.00 virt5i. Bera má nit5ur ekrutal, er ræktast skal, sé landit5 óslétt, skógi vaxit5 et5a grýtt. Búpening má hafa á landinu í stat5 ræktunar undir vissum skllyróuin. W. W. CORY, Deputy Minister of the Interior. Blöt5, sem flytja þessa auglýsingu leyfislaust fá enga borgun fýrir. nokkurntíma áður séð. I>essir hin- ir dimmu dagar eru að eins enclur- gjald, og endir hins mikla sorgar- leiks. Með því að mannkynið fari að ™? D0M1NI0N BANK Hornl Notre Dome og Sherbrooke Street. vinna í fullu samræmi við hin al- fullkomnu náttúrulög, þá kemur það í veg fyrir alt ranglæti og finn- ur frið jafnvel í þrautum frainsókn- arinnar. Sérhver kynslóð ætti að vinna að breytingu á ásigkomulaginu í heim- inum. Sérhver sál ætti að ljá öfl sín til þess að endurnýja og þroska lífið. Sérhvert sæði mun framleiða jurt af sinni tegund. Kjóstu rétta sæð- ið, “því eins og þú sáir muntu upp- skera". (Lauslega þýtt af M. J.). Hðfunatðll uppb...„.„„ »6,000,000 Varaajöflur .......... »7,000,000 Allar ellfnlr. .......... . . .»78,000,000 Vér óskum eftlr viósklftum ver*- lunarmanna og ábyrgjumst aB gefa fcelm fullnœgju. Sparlsjóðsdeild vor er sú stærsta sem nokkur bankl hef- lr í borglnni. lbúendur þessa hluta borgarinnar óska aB sklfta vlb stofnum sem þelr vita aó er algerlega trygg. Nafn I vort er fulltrygglng óhiutlelka. I ByrJiB sparl lnnlegg fyrlr sj&lfa yBur, konu og börn. W. M. HAMILTON, RáSsmaíur PIIONE GARRY S450 Þrengist í búi hjá Þjóðverjum. Það er fyrir löngu haft fyrir satt, að Þýzkir hafi étið hunda og ketti, rottur og refi og alt það, sem á fót- um fjórum hafi gengið. En nú er sagt, að stjórnin hafi látið það boð út ganga, að skjóta smáfugla alla, sparfugla og grátitlinga, krákur og hrafna sér til matar, og drýgja fæð- una þannig. — Vilhjálmur ætti sjálfur að hafa saina borð og hinii aðrir þegnar hans. 223. Canadian Scandinavian Overseas Battalion Lieut.-Col. Albrechtsen O.C. HEADQUARTERS: 1004 llnion Trust Bldg., Winnineg Æðri og lægri foringjar og bermenn verða Scandinavar Sveitina vantar hermenn. Skrifið yður í hana. MARKET HOTEL 146 PrlncesN Streot á móti markat5inum Bestu vínföng, vindlar og at5- hlyning gót5. íslenkur veitinga- maöur N. Halldórsson, lei^bein- ir lslendingum. P. O'CONNEL, Eigandi Winnlpes Sérstök kostabot5 á innanhúss- munum. Komit5 til okkar fyrsl, þit5 munit5 ekki þurfa at5 fara lengra. Starlight New and Second Hand Furniture Co. 59S—395 NOTRB DAME AVEXUE TnlMfmi: Garry 38S4. Shaw’s Stærsta og elsta brúkat5ra fata- sölubút5 í Vestur Canada. 479 Notre Dame Avenue GISLI GOODMAN TINSMIÐUR. Verkstæt5i:—Horni Toronto St. og Notre Dame Ave. Phone Ileimilla Garry 21)88 Gnrry 800 FÍNASTA SKÓVIÐGERÐ. Mjög fín skó vlt5gert5 á met5an þú bít5ur. Karlmanna skór hálf botn- at5ir (saumati) 15 mínútur, gútta- bergs hælar (don’t slip) et5a let5ur, 2 mínútur. STEWART, 103 Paclfle Ave. Fyrsta bút5 fyrir austan atSal- stræti. J. J. BHDFELL FASTEIGNASALI. Unlon Bank 5th. Floor No. 520 Selur hús og lótiir, og annati þar atl iútandl. Útvegar peningalán o.fl. Phone Maln 2685. PAUL BJARNASON FASTEIGNASALI. Selur elds, lifs, og slysaábyrgt5 og útvegar peningalán. WYNYARD, - SASK. J. J. Swanson H. G. Hinrlksson J. J. SWANSON & CO. FASTEIGNASALA R OG peninan mlhlar. Talsími Main 2597 Cor. Portage and Garry, Wlnnipeg Graham, Hannesson & McTavish LÖGFREÐINGAR. 215—216—217 CURRIE BUILDING Phone Main 3142 WINMPEG Arni Anderson E. P. Garland GARLAND& ANDERSON LÖG FR.EÐ IN GAR. Phone Main 1661 Clectrxc Railway Cbamten Talsími: Main 5302. Dr. J. G. Snidiil TANNLÆKNIR. 614 SOMEIISET BLK. Portage Avenue. WINNIPEG Dr. G. J. Cizi, son Physlcian and Surgcin Athygli veitt Augna, Eyr-ia og Kverka Sjúkdómum. Á.«amt innvortis sjúkdómum og upp- skurt5i. 18 South 3rd St., Grand Foi Km, N.D. Dr. J. Stefánsson 401 BOYD BUILDING Horni Portage Ave. og Edmonton St. Stundar eingöngu augna, eyrna, nef og kverka-sjúkdóma. Er aö hitta frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h. Phone: Main 3088. Helmili: 105 Olivia St. Tals. G. 2316 * Vér höfum fullar birgölr hrein- ustu lyfja og meíala. Komiö meö lyfseöla yöar hingaö, vér gerum meöulin nákvœmlega eftir ávísan læknisins. Vér slnnum utansveita pöntunum og seljum giftingaleyfi. : : : ; COLCLEUGH <& CO. < Notre Dame Sherbrooke Sta. Phone Garry 2690—2691 A. S. BARDAL selur líkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaöur sá besti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. : J 813 SHERBROOKE ST. Pnone G. 2153 WINNIPEG

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.