Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 8

Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 8
BLS. 8. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚNl 1916. Auction Sale Everi) Second and Fourlh Salurday monthli/ will be held al Clarkleigh this year from 2 to 6 p. m. B. RAFNKELSSON. Tax Sa/e. Hér með tilkynnist, að Tax Sale Gimli bæjar hefir verið frestað til 5. júlí 1916. Verður þá haldin í ráðhúsi bæjarins kl. 2 e. h. Swan ManufacturingCo. 676 SARGENT AVE. PHONE SHERBR. 494. Býr til og selur hin velþektu SWÁN WEATHER STRIPS. Gjörir gamla húsmuni eins og nýja. Smíðar vfrglugga (Screens) af öllum stærðum. HURÐIR Sérstök kjörkaup nú um stuttan tíma: — Útidyra-hurðir úr furu og birki, með 3 glerrúðum. stærð: 2.8x6.8. Vanaverð $8.00 til $10.00. Eyrir . $3.50 Innidyra-hurðir af öllum stærðum. Vanaverð $4.00. Nú $2.00 Sérstakt athygli veitt pöntunum utanaf landi. Swan Manufacturing Company 676 SARGENT AVENUE. WINNIPEG, MAN. HALLDÖR METUSALEMS. Fréttir úr Bænum. Capt. H. M. Hannesson og Serg’t H. Axford, frá 223. herdeildinni. eru komnir heim eftir mánaðarferð til að safna liði, og koma í lag liðsöfn- unarstöðvum í Alberta. Á þessari ferð sinni voru þeir önnum kafnir og varð mikið ágengt við starf þetta og settu upp margar nýjar stöðvar til liðsöfnunar í Aiberta fylkinu. 3?eir hafa sent hingað marga nýja liðsmenn og von á hópum á eftir, og stafar það alt af ferð þeirra. 223. herdeildin liefir fengið 25 menn í Wynyard og Eoam Lake og sveitunum í kring. Fóru þeir í her- mannaskála þar, sem konur bygðar- innar höfðu útbúið að öllu leyti, er með þurfti. Og héldu drengirnir þar dans nýlega og liöfðu upp úr dans- inum 46 dollara í liðsöfnunarsjóð handa lierdeildinni. Mr. Nikulás Snædal, Reykjavík P. O., Man., var hér á ferðinni. Lét hann vel af öllu þar vestra. Gras- spretta all-góð; rigningar í 11 daga áður en hann fór. Samgöngur að batna. Gasólin-bátur gengur nú frá Steep Iiock, sunnanvið Eairford, og suður til Sigluness, og tekur menn og flutning (einkuin rjóma) og flyt- ur til járnbrautarinnar. Báturinn gengur einu sinni í viku, og er hann eign Ásmundar Frímanns, sem er kapteinn á bátnum og hefir lengi stýrt bátum á vatninu. — Manitoba -stjrnrin styrkti Mr. Frlmann eitt- hvað, tii að setja vél í bátinn. As- mundur bygði bátinn í upphafi og hafði fyrir seglbát; en þegar til tals kom að flytja rjómann, var ómögu- legt að notast við segibát og þurfti að setja vél í hann. Þetta gjörði Ás- mundur og fékk einhvern styrk frá stjórninni. — Vér óskum Ásmundi til hamingju; hann er drengur góð- ur og dugandi, og starf þetta liið þarfasta fyrir sveitunga hans. Á laugardaginn kemur, 17. þ. m., verður hið árlega PICNIC sunnu- dagaskóla Tjaldbúðar safnaðar, að þessu sinni í KILDONAN PARK.— Komið verður saman við kyrkju safnaðarins kl. 1.45 e. m. Strætiskar- ið, sem tekur fólkið norður, fer frá horninu á Victor Street og Sargent Avenue étundvíslega kl. 2 e. m. Á- ríðandi að vera þá kominn á stað- inn, því snunudagaskólinn gefur öllum börnunum, sem á því kari fara, frítt far báðar leiðir. Óskað er eftir, að sem flestir af aðstandend- um barnanna og kunningjum þeirra verði með; og þó að þeir geti ekki farið þá strax, að þeir komi seinna, til að gjöra börnunum daginn sem ánægjulegastan. — Verðlaun fyrir kapp verða börnunum gefin, sem að undanförnu. Laugardaginn þann 17. júní halda sunnudagaskólar Fyrsta lúterska og Skjaldborgar safnaðar PICNIC í KILDONAN PARK. Fóik mætist hjá Fyrstu lútersku kyrkjunni kl. 9.15 að morgninum, og verður þá öll- um börnuin gefið frítt far með strætisvögnum fram og til baka. — Góðar skemtanir. Allskonar ‘sports’, svo sem Baseball, hlaup o. s. frv. — Fóik beðið að hafa með sér mat fyr- ir sína. Vér viljum benda bæjarfólki á auglýsingu frá Manitoba and Sas- katchewan Produee Co. Það borgar sig að kaupa af þeim egg og smjör og aðra bændavöru, sérstaklega fyr- ir J)á, sem þurfa mikið að kaupa í einu. I>eir fá sína vöru beint frá bændunum og því er að eins einn milliliður. — Reynið þá. Miss Sigríður Frederiekson heldur samspii með nemendum sínum næsta þriðjudagskveld, 20. júni, — byrjar kl. 8.30 á Y.M.C.A., Eilice Avenue Samskot tekin við dyrnar til að borga kostnað. Fólk ætti að fjölmenna, því góð skemtun er í boði, og Miss Frederickson svo vei kunn nú fyrir list sína. Sergeant Guðin. O. Thorsteinsson, fyrrum kennari við Lundar, Man„ fer vestur til Markerville, Alberta, um iniðjan jiinímánuð, tii að safna iiði fyrir 223. herdeildina. Sergeant Thorsteinsson var fyrir nokkrum árum kennari við skóla nálægt Lun- dar, og á þar marga vini meðal bygð armanna. Málverk. Alskonar litmyndir (“Pastel” og olíu- málverk) fást keyptar hjá I»or»telni 1». l>OrMtelnHMynl, 7‘.i‘2 MeCiee St. — TnlMfml H. 41M>7. — Ljósmyndum, bréfspjalda- myndum o s. frv. breytt í stórar lit- myndir fyrir mjög sanngjarnt vert5. Efalaust eiga allir einhverja mynd svo kæra, aó þeir vilja geyma hana met5 lifi. pví, sem höndin og litirnir skapa, til minja í stofunni sinni. Á hermannaskólanum hér í borg- inni tóku þeir Sergeants-próf nýlega Sveinbjörn Árnason, Winnipeg, og Mr. Herinannsson, frá Selkirk, báðir úr 108. herdeildinni. 1 næsta blaði birtum vér hersöng (“Kyijan”) sem Mr. Sveinbjörn Árnason hefir kveð- ið. Sveinbjörn líkist þar hinum fornu forfeðrum vorum, að hann gjörir hvorutveggja: að berjast og yrkja. íslendingadagurinn. Isiendingadagsnefndar fundur verður haldinn í Dr. Brandson’s Office mánudaginn 19. júní kl. 7 e. h. Allir i^fndarmenn ámintir um að mæta í tíma. Hr. Björn Björnsson, frá Elfros, Sask., kom til borgarinnar nýlega. Hann kvað bændur jiar vestra hafa verið að ljúka við sáningu á ökrum sínum og útlit gott. Hveitiakrar vel komnir upp og vöxtur góður. Sum- ir Elfros bæfldurnir liafa nú rriikla akra; og almenn vellíðan þar. Dans ætiar 223. herdeildin !að halda föstudaginn iiinn 16. júní kl. 9 e. m í Fort Garry hótelinu hér i borg. — Aðgöngumiðar fást hjá hermönnum deildarinnar og á hótelinu. — Kom- ið og skemtið yður með hermönnun- um; þér hjálpið þeim um leið. Aðgöngumiðar að eins einn dollar og er kveldverður þar í. Vér viljum benda bændum á aug- lýsingu D. G. McBean Co. f þessu blaði. í>eir borga hæsta verð fyrir egg, smjör og hvað annað, sem bónd inn hefir að selja, og eru árciðan- legir í viðskiftum. Getið um, að þér hafið séð aúglýsinguna í Heims- kringlu, þegar þér skrifið þeim. — Það skaðar ekki. , Sölunni á heimabökuðu brauði, sem konurnar í Tjaldbúðar söfnuði höfðu ákveðið að haida á laugar- daginn þann 17. þ. m. f búð hr. Jón- assonar í Fort Rouge, hefir verið frestað til laugardagsins þann 24. b. m. — sökum þess að þann 17. júní verða þrjú sunnudagaskóla Picnic frá íslenzku kyrkjunum. Árni Christiansson frá Minneota, Minn., og Ethel Stephenson frá Winnipegosis, Man., voru gefin sam- an í hjónaband 30. marz 1916 af síra F. J. Bergmann, að heimili hans, 259 Spence Street. Nikulás Halldórsson og Sveinbjörg Einarsson, bæði til heimilis í Winni- peg, voru gefin saman í hjónaband 5. maí 1916, að 259 Spence Street, af síra F. J. Bergmann. John Helgi Johnson og Guðrún Magnússon, bæði til heimilis að Gardar, N. Dak., voru gefin saman í hjónaband á heimili systur brúðar- innar, Mrs. A. Thorsteinsson, 254 Rutland Street, af síra F. J. B«rg- mann, föstudaginn 8. júní sl. Ef að einhver skyldi vita utaná: skrift og verustað Júlíusar Alfred, sem nú er nýlega særður og er ann- hvort á Englandi eða á Frakklandi, þá óskum vér að sá maður eða kona tilkynni það féhfrði “Jón Sigurðs- son” félagsins, Miss C. L. Hannes- son, 523 Sherbrooke St., Winnipeg; talsími Sherbrooke 4966; — eða þá einhverri félagskonunni f “Jón Sig- urðsson” Chapter, I.O.D.E. Atvinnu-tilboð. Stúlka, sem getur brúkað ritvél (typewriter), skrifar góða hönd og er góð í reikningi, getur fengið vinnu STRAX. Semja má við ráðs- mann Heimskringlu. TIL LEIGU Stórt framherbergi uppi á lofti; hentugt fyrir einhleypan mann eða konu. Renta $6.00 um mánuðinn. — 670 Lipton Street. Frá 223. herdeildinni. Eftirfylgjandi menn hafa nýlega gengið f 223rd Scandinavian Over- seas Battaliön, sem Lt.-Col. Albrecht sen, O.C., er foringi fyrir: — Nfels Gfslason. Louis Hodne. v Aibert Alm. Clem Orlowski. Konrad L. Person. J. C. Brostrom. Iver Finseth. Norman McBay Henrick Petri Gosti Risto W. E. Tuhkanen. H. W. Gurnsey. John Eck E. Carlson. J. F. Linden. Bernhard Larson. N. Prestlien. Artiiur Movold. R. Ingimundarson. Joe Moor. Jens Sörensen. John Grímsson. Erick Broen. V. Grímsson. O. E. Haroldson. M. A. Samuelson. John R. Jóhannsson. Carl Olson. C. Erickson. Thos. Done. Frank Stenberg. Mike Jacobs. E. R. Foster. J. Varrette. Neil Mackinnon. O. Hansson. Jens Trunnes. Magnus Hiilestad. W. T. Jermer. C. C. Peterson. Simon Wick. C. Swiggum. D. Benson. J. Wienekowski. Barney Hansson. J. A. Strindlund. Peter Carlson. H. Hansson. E. Sunberg. R. H. Hugall. A. Henning. Olaf Olstadt. F. Hellerstad. Jorgen Skeel. H. J. Josephson. E. Minikkinen. E. Larson. M. Halvorson. E. Kolberg. B. Christianson. G. Bergstrom. G. M. Peterson. Thos. Abonen. Roy Carruthers. Carl Nordal. T. Bjornerud. Bernhöft Hansson. J. S. Thorarensen. E. Talmanen. S. Sölvason. W. D. Woodruff. .1. J. Kaura. Peter O. Peterson. Peter Matthew. A. Jörgensen. Frank Eliing Benson. Gulibrúðkaups vísa Til Jóns Bjarnasonar og Helgu Thorláksdóttur. Heil og sæl í hárri elli hjónin trygg og glöð í lund. Yfir ykkur allir helli óskum beztu á hverri stund. Fyrir dygðir fleiri en taldar flyt eg ykkur þakkar-brag: liafið þökk fyrir hálfrar aldar hamingjusamt ferðalag. V. J. Guttormsson. Frá 197. herdeildinni. Heiðraði ritstjóri Heimskringlu! 1 nafni Lt.-Col. A. G. Fonseca og 197. herdeildarinnar þakka eg þér fyrir vingjarnieg ummæli í síðasta blaði. Eg gleðst af því, þegar eg líð yfir sólskinsreiti sansanna, að sjá þig í anda, og vita að þú hefir nú öðlast rétta og sannari þekkingu á foringja vorum A. G. Fonseca, en þú virtist hafa á köldum Þorradögum. Eg veit, að þú ert maður, sem úti- iokar ekki lífgandi og ljósfærandi sólskin, þá loks að það getur gjört vart við sig fyrir frosinni rúðu flokkarígs, — þó þú prentir ekki með svörtum húðþykkum prent- svertustöfum “Sólskin” og sólskin í einu og sérhverju blaði Heims- kringlu, — þá sér þó andlega sjá- andi drengur oft til sólar í hugskoti þínu, sérstaklega þá þú hleypir til skeiðs í Berserkjahrauni íslenzk- unnar. Þá duna stundum hölkn undir broddum. En eg ætla ekki að tjóðurhæla þig í glótúnum gull- hamranna, að þessu sinni, síra Magnús Hnausatröll. Úr herbúðum Vfkinga er smátt um stórfregnir. Nokkurir nýir liðs- menn bættust í síðustu viku. Nú erum vér komnir á síðari helftina. Hér spilar herbandið ár og síð og alla tíð. Hljóðfæri 197. herdeildar- innar eru væntanleg 15. þ. m. — í hljóðfæraflokk deildarinnar eru 15 eða 16 íslendingar og nokkurir ann- ara þjóða menn. Þó skortir ennþá nokkra drengi af betra tagi. Ættu 10 til 12 söngnæmir íslendingar að nota tækifærið tafarlaust, og ganga í hljóðfærasveitina. Þar geta þeir notið beztu tilsagnar og kenslu hjá hljóðfærameistara Sigurði H. Tiiing- holt. Hann er óefað sá söngfróðasti og taktnæmasti meistari, sem völ er á í Vestur-Kanada. Það er athuga- leysi og fásinna fyrir þar til henta menn, að grípa ekki þetta tækifæri. Góður hljóðfæraleikari getur átt völ á atvinnu í þeirri list, þó öll heimsins stríð líði undir lok. Það er ekki efa undirorpið, að band 197. herdeildarinnar verður eftir lærdóm og æfingu snjallasta herlúðra-band í Vestur-Kanada, ef ekki víðar. Einn grísk-kaþólskur maður hefir dáið í deildinni. Veikindi ekki tíð og sízt hættuleg. Meira síðar. Á hvítasunnu 1916. K. Ásg. Benediktsson. Herskipið ‘Warspite\ Brynskipið Breta ‘Warspite’ er viðlíka stórt og ‘Queen Elizabeth’, og koin seint í bardagann, en tók rösklega til starfa, þegar það komst í slaginn, og barðist þá um stund á móti öllum flota Þjóðverja. Það hefir verið nálægt miðri or- ustunni, að herskipið ‘Warrior’ var iamað orðið. Vélarnar voru brotnar, skipið var að fyilast af sjó og her- mennirnir náðu ekki skotfærur.um, því að þar var alt fult af sjó, sem þau voru. Skipverjar voru því orðn- ir sannfærðir um, að þeir myndu sökkva með skipinu eins og önnur skip, sem þarna voru nýsokLin. En þeir biðu rólegir þess sem konis myndi og æðraðist enginn maður. En í þessum svifunum sáu þeir reyk af skipi í fjarska og f erðist. hann nær með feikna hraða. Jeili- coe aðmíráll hafði sent skip á undan, því hann bjóst við, að Bretar væru liðsþurfar. Skipið strikaði áfram og fossaði brimaldan snjóhvít und- an báðum bógum þess. Þeim var alvara Bretunum að komast í leik- inn. 15 þumlunga falibyssurnar göptu við Þjóðverjum. Lyptist þá brún á hermönnunum á ‘Warrior’, því nú sáu þeir, að sín myndi þó hefnt verða; og þegar ‘Warspite’ rendi fram hjá þeim, milli þeirra og óvinanna, þá dundu gleðiópin frá ‘Warrior’, og tóku þá hermennirnir á ‘Warspite’ undir. En ‘Warrior’ lá þarna hjálparlaust á sjónum, þvf að Hospital Pharmacy Lyfjabuðin sem ber af öllum öðrum.--- Komið og skoðið okkar um- ferðar bókasafn; mjög ódýrt. — Einnig seljum við peninga- ávisanir, seljum frímerki og gegnnm öðrnm pósthússtörfum 818 NOTRE DAME AVENUE Phone G. 5670—4474 CANADA’S FINEST SUBURBAN THEATRE. Föstudag og Laugardag: — Olga Petrova í “THE VAMPIRE” Einnig “Graft” 15. partur. Mánudag og Þriðjudag: — Hazel Dawn í “THE SALESLADY. Miðvikudag og Fimtudag: — Fanny Ward í “FOR the DEFENCE”. stýrisvélar voru allar brotnar, svo skipið gat ekki hreyft sig. En ‘WTar- spite’ tók til starfa, og þegar það skreið meðfram hliðinni á ‘Warrior’, þá var ölluin 15 þumlunga fallbyss- unum skotið á næsta skip Þjóð- verja, sem búið var að brjóta ‘War- rior'; það þurfti ekki meira, því að það sökk óðara, og nú fór allur þýzki flotinn að skjóta á ‘Warspite’. En hið mikla skip svaraði þeim öii- um. Sprengikúla ein kom í stýris- vélina og braut hana; en ‘Warspite' brá sér ekki við það, en fór hring eftir hring f kringum ‘Warrior’, sem móðir væri að verja barn sitt og ein- lægt stóðu hinir logandi blossar úr gini fallbyssanna. Þegar Beattie sá þetta, þá bauð hann ‘Warspite’ að snúa undan, því að þetta væri að hætta skipinu. En skipið gat ekki undan snúið fyrir skemdunum á stýrisvélinni; en það gat farið hring eftir hring utan um hið hálfbrotna skip ‘Warrior’ og það gjörði það. Og svo kom bráðlega hinn flotinn; en áður en hann lcæmi var allur þýzki flotinn á fiótta. — Þetta hefir verið orsökin til þess, að Þýzkir stóðu lengi á því fastara en fótum sínum, að þeir hefðu sökt ‘War- spite’ og ‘Warrior’; þeir gátu ekki þolað það, og gátu ekki trúað því, að nokkurt skip Breta gæti komist af, sem hafði óðara sökt dreka þeirra, barist við alian flotann og brotið flest herskip þeirra meira og minna, en bjargað ‘Warrior’, sem þeir töldu áreiðanlegt f fyrstu að þeir væru búnir að sökkva. Herskipið ‘Hampshire/ Fregnir eru nú farnar að koma um herskipið “Hampshire”. Kitchener hafði farið út í skipið frá Orkneyj- um. En klukkutíma eftir að hann var kominn um borð, var skipið í logandi báli. Menn á fiskiskipum, sem voru þar nálægt, segjast hafa heyrt sprengingu í herskipinu. Veð- ur var hvast og sjóar stórir. Mennirnir 12, sem voru á flekanum sem rak að landi, voru mjög illa til reika og gátu varla talað í fyrstu. Að eins gátu þeir sagt: “Kitchener var á skipinu!” Svo er sagt, að bát- urinn, sem Kitcheruer með fleirum fór út í, hafi fylst af sjó og sokkið, er hann lagði frá borði. — 80 lfk voru rekin. Þessir nafngreindir menn voru með Kitchener á skipinu: Hugh James O. Beirne, ráðunautur sendi- herra Breta í Petrograd og áður sendiherra Breta í Búlgaríu; O. A. Fitzgerald, skrifari og fylgdarmaður Kitchener’s; Brigadier-General El- iershaw og Sir Frederick Donald- son. Þessir menn eru allir taldir látnir. BORÐVIÐUR MOULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verSur send hverjum, sem æskir þess. THE EMP/RE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 Tímaritið “Iðunn,\ Nokkur eintök af öllum 1. árg. Ið- unnar (öll 4 heftin bundin í eitt) hefi eg nú til sölu. Kostar $1.00, er fylgi pönt'un. Pantanir sendist sem fyret til undirritaðs. Stefán Pétursson, 696 Banning Stréet, Winnipeg. Hvert Stefnir ? í fyrirlestur eftir síra Frið- rik J. Bergmann. 68 blað- síður þéttprentaðar á góð- an pappír. Verð í bandi 50 cents. Til sölu hjá undir- skrifuðum og bóksölum ísl. hér vestra. Ólafur S. Thorgeirsson. 678 Sherbrooke St., Winnipeg Auction Sale Það verður uppboðssala á öllum innanstokks-munum í Hotel Como, Gimli 17. Júní næstkomandi; byrjar kl. 2. e. !>• Salan fer fram í hótelinu, og alt verður að seljast, svo sem: 12 “bar-room” stólar. 14 pör “Lace Curtains”. Gólfdúkar. Alt Leirtau. ! Borstofu Stólar og Borð. Borðdúkar. Rúmfatnaður. Eldastó. Myndir. “Cash Register. Vínglös. Gluggablæjur. Olíulampar. “Toilet Ware”. Rúmstæði og Svefndýnur. Kommóður. Og margt fleira, sem oflangt yrði upp að telja.. Allar frekari upplýsingar fást hjá: HULL, SPARLING & SPARLING 325 Main St., Winnipeg.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.