Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. JÚNl 1916. HEIMSKRINGLA BLS. 3 Jón Bjarnason. Helga Thorláksdóttir. Rétt eftir hádegi á laugardaginn 27. maí 1916 var alt uppi á fót og fit við Lundar. Mátti þar sjá fólk koma keyrandi úr öllum áttum og stefndi J>að alt að heimili Mr. og Mrá. Dal- man, sem búa hálfa mílu fyrir norð- an Lundar þorpið. Fljótt mátti sjá, að eitthvað mikið stóð til, því menn fóru að reisa tjöld, en konur að hita á kötlum, reisa og dekka borð. Var þá saman- komið 120 manns og flest l>að fólk, eem lengst hefir húið í bygðinni. Brátt voru veitingar frambornar og var þá kallað á þau heiðurshjónin Jón Bjarnason og konu hans Helgu Thorláksdóttir, sem eru hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. Dalman. Var Halldór Halldórsson valinn forseti. Mœlti hann til gömlu hjón- anna; sagði þeim, að nágrannar hefðu komist að því, að þau væru búin að vera í hjónabandi full 50 ár; 26 af þeim væru þau búin að vera í þessari bygð og ætíð bygðar- sómi, bætandi, huggandi og hjáip- andi. Og nú vildu nágrannar sýna það, að þeir mettu þeirra löngu og góðu sambúð, með því að heim- sækja þau, óska þeim alls góðs og þakka þeim fyrir alt gott. Kallaði þá forseti á síra Jón Jóns- son, og tók hann við stjórn um tíma. Var þá sunginn brúðkaups- sálmurinn: “Hve gott og fagurt" af söngflokki Lundar safnaðar, sem er undir umsjón B. Thorlákssonar söngmeistara. Svo hélt síra Jón stutta ræðu; fór vel völdum orðum um þau hjón og þeirra góðu fram- komu f bygðinni síðan hann þekti þau fyrst. Var þá sunginn annar sálmur og tók J)á forseti aftur við stjórn. Næst kallaði forseti á G. K. Breck- man, og sást l)á, að þetta samsæti hafði verið vel fyrirhugað, því hann færði gullbrúðgumanum staf mik- inn gullbúinn: var á hann grafið: “Til Jóns Bjarnasonar á fimmtíu ára brúðkaupsdegi hans frá sveit- ungum”; vonaðist ræðumaður eftir, að hinn aldraði maður mætti lengi styðjast við þenna staf, eins, og hann hefði lengi stutt alt gott í bygðinni. — Gullbrúðurinni færði hann hægindastól vandaðan: var á honum gullskjöldur og á hann grafið: “Til Helgu Thorláksdóttur á fimmtfu ára brúðkaupsdegi liennar í virðingar og þakklætisskyni fyrir líknarstarf f bygðinni frá sveitung- um”; vonaði hann, að hún mætti lengi hvíla sitt lúna bak í þessum stól, að hún mætti finna til þæg- inda í honum, eins og konur þær, sem hún hefði stundað_ hefðu fund- ið til hvíldar og þæginda, er hún kom til þeirra, þá þeim lá mest á. — Einnig færði hann gullbrúðurinni silfurdisk og á honum $50.00 í gulli; sagði, að hún hefði oft fært konum disk, er þær gátu ekki náð honum sjálfar og eins hreint og fagurt hefði líf þeirra hjóua verið í bygð- inni, eins og gullið á diskinum. Var þá sungið: “Hvað er svo glatt. Næst kallaði forseti á Jón Sigurðs- son; er hann einn elzti bóndinn í bygðinni, búinn að vera hér 29 ár; er því kunnugur bygðarinálum, því hann hefir ætíð fylgst með þeim. Mæltist honum vel. Einnig töluðu þeit fáein orð: Skúli Sigfússon þingmaður og Páll Reykdal, en söngflokkurinn söng ís- lenzk lög á milli. Næst kvaddi síra Jón sér hljóðs og fyrir hönd gullbrúðhjónanna og barna þeirra þakkaði liann gestum heimsóknina og gjafirnar allar. Þá sungu allir: ‘Eldgamla Lsafold’. Voru svo veitingar aftur framborn- ar. En þar á eftir fóru aiiir heim til sín, glaðir yfir að hafa veitt hinum gömlu hjónum glaða stund. Jón Bjarnason er fæddur að Miö- vlk í Laufássókn í Þingeyjarsýslu 3. ágúst 1835. Foreldrar lians voru: Bjarni Jónsson og Ingibjörg Jóns- dóttir. Þá er Jón var 11 ára fluttist bann með foreldrum sínum að Ytra- Hóli í Kræklingahlíð og var þar citt ár; þá fluttist liann með foreldrum sfnum að Skógum á Þelamörk og var þar sex ár; misti þar móður sína, er hann var þrettán ára. Næst fluttist hann með föður sínum að Fagranesi í Yxnahlíð, var þar fimm ár; flutt- ist þaðan að Sörlatungu. Þar gift- i'St hann vorið 1861, önnu Soffíu Mánasesdóttur og byrjaði búskap. Sumarið 1863 misti hann konu sfna, en haustið 1864 giftist hann aftur núverandi konu sinni Helgu Thorláksdóttur. Helga Thorláksdóttir er fædd 25. júní 1829, að Stærri-Glerá í Krækl- ingahlfð f Eyjafjarðarsýslu. For- eldrar hennar voru Thorlákur Thor- láksson og Hólmfríður Guðlaugs- dóttir. Þrettán ára fluttist hún með foreldrum sínum að Hallfríðarstöð- um. Árið 1847 misti hún föður sinn, og var svo með móður sinni, þar til hún brá búi 1855. Árið 1858 fór hún til Akureyrar og lærði ljósmóður- störf hjá Jóni Finsen héraðslækni, og útskrifaðist ári síðar með bezta vitnisburði. Hinn 16. október 1861 giftist hún Davíð Davíðssyni, og vorið eftir fluttust þau að Grjótgarði á Þela- mörk í Eyjafirði, og sama vorið druknaði hann: eignuðust þau einn son, er Davíð hét. Árið 1862 fluttist hún að Lönguhlíð í Hörgár- dal og var þar tvö ár. Vorið 1864 réð- ist hún til nuverandi mann-s síns, Jóns Bjarnasonar, og það sama haust, þann 16. október, giftust þau. Árið 1876 fluttust þau hjón að Skeggstöðum í Svartárdal, og sama ár var hún eftir beiðni bænda skip- uð yfirsetukona Bólstaðahlíðar- hrepps, af amtmanni Kristiansen. Árið 1877 fluttust þau hjón að Ei- rfksstöðum í sömu sveit. Þar bjuggu þau þar til vorið 1883, að þau fluttu til Ameríku og settust þá að í Norð- ur Dakota: en vorið 1890 fluttu þau norður fyrir lfnu og settust að ná- lægt Lundar, Man., og þar hafa þau dvalið sfðan. Áður en læknir, kom í bygðina, stundaði hún ljósmóðurstörf og hepnaðist ágætlega. Á síðari árum var það oft af veikum ipætti, vegna elli og lasleika, að hún stundaði konur; en viljinn til að hjálpa var ætíð sterkur, og aldrei var svo kall- að, að ekki væri strax komið, hvern- ig sem á stóð fyrir henni. Ekki hafa þau hjón verið afskifta- söm um bygðarmál, en aldrei hafa þau lagt annað en gott til allra mála eða manna, og eru þau viðurkend fyrir ljúfmensku og góðmensku, og hefir það gengið í erfðir, því á heim- ili dóttur þeirra og tengdasonar er saina ljúfmenskan og góðmenskan viðurkend af öllum, er þau þekkja. Þau hjón eiga að eins eina dóttur .saman, Helgu Dalman, sem áður er getið; en tvo sonu á Jón eftir fyrri konu sína, Ágúst og Bjarna. Báðir eru bændur nálægt Lundar, Man. Blessuð verið þið gömlu hjón! Mikið gott má læra af ykkar góðu framkomu í þcssari bygð. Kunnugur. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson Kæri herra! Þegar eg las ritgjörð þfna: “Og enn í bróðerni”, kom mér fyrst í hug að svara henni ekki; en við nákvæmari íhugun, virtist mér eg vera neyddur til þess, þar sem mis- sagnir og villandi staðhæfingar koma fram í henni. Þú segir, að ailir muni vera hjart- anlega sammála um það: “að nóg sé til að prenta, sem sé gott og göfugt. En það leysi ekki ráðgátuna um það, hverjir cigi að vera dómendur um það, livað sé gott og göfugt, og hvað sé siðspillandi og skaðlegt”.— Eg gjörði grein fyrir þvf í síðasta svari mínu til þín, hverjir eg áliti að hefðu dómararéttinn í því til- liti, -4 nefnilega: prentfélögin eða stjórnendur þeirra. Þau eða þeir hafa fullkominn rétt til að prenta það, se rnþeir álíta uppbyggilegt og til góðs. Og líka til að neita að prenta það, sem þeir álíta óhæfilegt og skaðlegt. Hafi nú Columbia Press stjórnar- nefndin álitið flugritin góð og upp- byggileg fyrir þjóðfélagið, var eðli- legt, að hún léti prenta þau, og 'ýftni að þvf, að brennivínsmenn hefðu sem flest atkvæði; og fengi þig svo til að fegra og forsvara gjörð- ir sínar f ritstjórnardálkum Lög- bergs. Þótt slíkt væri ótilhlýðilcgt af þér, sem ert Goodtemplar. Ei hafi nú hið gagnstæða átt sér stað, og hún unnið með vínbannsmönn- um, þá var óheiðarlegt af honni, að vera jafnframt að hjálpa vínsölu- mönnum eða vinna fyrir þá, og engu síður fyrir það, þótt peningar væru í aðra hönd. Þú segir ennfremur: “Vér viður- kennum það t. d. fullkomlega, að Árni Sveinsson hefir rétt til að halda því fram, að mönnum eigi að vera bannað málfrelsi og ritfrelsi í vissum málum; en vér teljum oss það jafn heimilt, að mótmæla þeirri skoðun lians og halda fram hinu gagnstæða”. — Það er óviðurkvæmi- legt af þér, að koma fram með þessi ósannindi; þar sem eg í síðasta svari mfnu til þín kemst þannig að orði: “Eg neita þvf ekki, að prentfélög megi prenta alt sem þeim býðst, alt svo lengi, sem það kemur ekki í bága Við lög landsins; en eg álít, að þau ættu að hafa svo mikið sið- gæði og sómatilfinning, að þau ekki prentuðu neitt, sem er svfvirðilegt, jafnvel þótt peningar séu í aðra hönd”. — Getur þú nú haldið því fram með góðri »amvizku, að þessi orð bendi í þá átt, að eg hafi þá skoðun, að mönnum eigi að vera bannað málfrelsi og ritfrelsi í viss- um málum? — Auðvitað ekki. Það er því mjög undravert, að þú skulir slengja fram slíkum ósann- indum vísvitandi, jafnvel þó mál- staður þinn sé svo veikur og ógöfug- ur, að hann sé óverjandi. Ekki hefi eg fundið það í sögum forfeðra vorra, að þeir smíðuðu og gæfu vopnin f hendur mótstöðu- manna sinna, þegar á hólminn var komið. En það kom stundum fyrir, að ef þeir brutu eða slóu vopnin úr höndum þeirra, að þeir köstuðu þá sínum eigin vopnum og tóku þá fangbrögðum. Eins og þessar hend- ingar í Friðþjófs-ljóðum sanna: “Á verjulausum vinna vil eg ei”, hetjan kvað, “en fyrst mig vildir finna, eg fang þér býð í stað”. Hjá þeim var karlmenska og drengskapur vana- lega f fyrirrúmi, en ekki auðvirðileg auragirnd. Þú endar ritgjörð þína með svo- feldum orðum: “Yér höfum alis ekki veigrað oss við, að ræða við hann málið til þrautar, en skoðun vor er að öllu leyti óhögguð enn”. — Sam- kvæmt þessum orðum, hefir þú enn þá skoðun, að það sé drengilegt og viðeigandi, að vera með annan fót- inn h]á vínbannsmönnum, en hinn hjá vínsölunum og hjálpa þeim — í þeim tilgangi að ná í dollara þeirra. — Göfug skoðun? Vinsamlegast. Árni Sveinsson. Dr. Minor, vísindamaður og morðingi. (Sönn saga af núlifandi merkis- manni). Það er enskt máltæki, að sann- lei'kurinn geti verið kynlegri en nokkur skáldsaga, og það hygg eg að lesendur muni samsinna, er þeir hafa lesið sögu þessa. Maður sá, er hér segir frá, er nú öldungur, fult áttræður að aldri og lifir nú í friði og næði hjá ættingj- um sínum í Bandaríkjum Vestur- heims. Margir hafa, ef til vill, heyrt getið um hina miklu öxnafurðu-orðabók, sem stundum er kend við aðalrit- stjóra sinn, Sir James Murray, og kölluð Murray’s English Dictionary. Það er stærsta orðabók f heimi, og tekur yfir orð enskrar tungu með skýringum á ensku. Eg verð að geta þessarar frægu orðabókar hér, af því að saga Dr. Minor’s stendur í svo nánu sambandi við hana. James Murray var frá öndverðu falið að standa fyrir útgáfunni sem aðalritstjóri, en Málfræðisfélagið brezka tók að sér að kosta iitgáf- una, en það þraut brátt fé, og tók þá háskólinn í Öxnafurðu (Oxford) að sér að kosta framhaldið. Árið 1857 byrjaði upphaf bókarinnar að koma út, en síðustu heftin með bók- stöfunum T til Z, komu út rétt fyrir síðustu áramót, og er bókinni þar með lokið. Meira en fimm þúsund sjálfboðaliðar hafa unnið ókeypis sem aðstoðarmenn Murray’s, safnað orðum og merkingum þeirra. Var sú lijál)), eins og vita mátti, mjög misjafnt af hendi leyst og misjöfn að gæðum. Murray varð þess snemma var, að lang-beztu orðagreinarnar, sem hann fékk sendar sér, voru frá ein- hverjum Dr. Minor. Og komu þær fiá Crowthorne, litlu sveitaþorpi í Berkshire. Nafnið var ókunnugt, en greinarnar báru svo langt af öllu I Til Oddbjarnar Magnússouar Á páskadaginn 1916. Ávarp- NáKljcmar enn þitt nísta hjarta. Náklukkur hringja þér á ný: Þitt vinaljós og vonin bjarta Vanmegna hnigu foldu í. Sorgirnar enn þig sorfiS hafa Sárum, er eg ei græða má. HvaS sem þenglar og þjóSir skrafa, ÞaS gjörir oss hvorki til né frá. Hverfult. Ó, líficS er skammvint og skeikult og kalt Og skjótförul gleSin og tíminn, --- og alt, Ó, hvaS er okkar titrandi tilbeiSslu von? Einn tárvakinn, blaktandi huggeisla son. Reynslan. Aldrei vaknar ljóskongur ljóSanna, Sem lyftir í burtu ódauSleik þjóSanna. Sorgirnar fylgja sólu og mána, Þær sundurmerja hjartaS og brána. Geislaskin. Máninn kafar myrkur vöS, Og megindjúpa geima. ---- Hann sveipar líka sólarböS Um segulbláa geima. Þau leiSa úr myrkrum ljósin skær, Og liSna dagsins myndir. Þau senda leiftur svöl og tær AS sefa táralindir. Eftir veginn alfarinn, Alt er vísdómskraftur, 1 sigurljóma svannann þinn Sér þú bráSum aftur. K. Asg. Benediktsson. öðru, sem honum barst, að Sir James Murray sá brátt, að þessi ó- kunni hjálparmaður hans var að minsta kosti hans jafnoki í mál- fræði, og lagði Murray brátt í vana sinn, að senda Dr. Minor ýmsar greinar sínar og annara til yfirskoð- unar, til að hagnýta sér hinn mikla lærdóm Dr. Minor’s. Vísindamenn í Oxford, sem séð höfðu handaverk Dr. Minor's l)já Murray, tóku nú að gjörast forvitn- ir og langaði til að sjá þenna merki- lega lærdómsmann og kynnast hon- um. Varð þetta til þess, að einn góðan veðurdag fékk Dr. Minor há- tíðlegt boðsbróf frá háskólanum' þess efnis, að háskólinn í Oxford bauð honum til sín, til að dvelja þar vikutíma og vera heiðursgestur háskólans. Svar kom um hæl frá Dr. Minor;' kunni hann háskólanum hinar beztu þakkir fyrir boðið og kvað hann þetta hinn mest heiður, sem sér hefði lilotnast á ævi sinni; en, því miður væri sér með engu móti auðið að koma. Murray datt f hug, að féleysi kynni að valda þessu, <>g skrifaði þá aftur um hæl, að boðið bæri svo að skilja, að háskólinn bæri öll út- gjöld, er af forinni stöfuðu. En aftur kom svar á sömu lund sem fyr. Nú óx forvitni Murray’s svo mjög, að annan dag eftir að hann fékk síðara svarið, sat hann í járnbraut- arvagni á leið til Crowthorne. Næsta járnbrautarstöð við Crowthorne var Wellington College: þár inætti hon- um ökumaður í einkennisbúningi með ski'autlegan vagn, sem tveim liestum var beitt fyrir. ökumaður bauð honum að stíga í vagninn, kvaðst sendur til að sækja hann; óx hann með honum góðan tíu mínútna veg og staðnæmdist vagn- inn úti fyrir stórhýsi, reistu úr múr- steini. Ekki gat Murray ráðið neitt at útliti hússins, hvers konar stór- þvf undir eins”, sagði forstöðumað- urinn, “að Dr. Minor, sem þér hafið svo lengi skrifast á við, er fangi hér í hælinu. — Það er út af manns- morði, að Dr. Minor er fangi hér”. Dr. Murray stundi við. En það var eins og honum létti aftur, þegar forstöðumaðnrinn bætti við: “Dr. Minor er annars þegn Bandaríkj- anna í Vesturheimi og liann var geð- veikur þegar liann koin hingað. Nú er hann, eftir áliti okkar hér, al- heilbrigður. Hann er, eins og þér sjálfsagt hafið orðið var við, flug- gáfaður maður og sprenglærður. Þegar hann var orðirin alheill af geð- veikinni, bað hann undir eins um að fá bækur, og það létum við fús- lega eftir honum. Og með því að ætt- ingjar hans í Ameríku eru stórefn- aðir menn, þá liefir hann smásaman getað komið sér upp óvenjulega góðu bókasafni. Það sem hann hefir unnið að orðabók yðar, hefir hann gjört með sérstaklega miklum á- liuga og ánægju. Eg og aðrir starfs- menn hælisins sýnum honum í öllu virðingu og eftirlátssemi; enda er hann í rauninni mesta valmenni”. áður en umsjónarmaðurinn fylgdi Dr. Murray inn til Dr. Minor’s, sagði hann honum frá þeim sorglegu at- vikum, sem leiddu til þess, að Dr. Minor var dæmdur. Eins og kunnugt er, liófst innan- landsstyrjöldin mikla 1 Ameríku 1861. Dr. med. William Charles Min- or liafði þá sex um tvítugt og gekk hann þá í herinn sem yfirlæknir. Eins og áður er getið, var hann af auðugri ætt, var vel kvæntur, hafði álit á sér fyrir lærdóm, og auk þess hafði liann frábærlega mikla liæfi- leika sem listmálari. Fyrir honum virtist liggja óvenju-fögur framtíð. Svo var það einn ákaflega heitan dag um sumarið, að hann fékk sól- slag. Þetta liafði þær afleiðingar, að hann varð hálfbrjálaður upp írá þvf, og lýsti það sér sérstaklega í hýsi þetta var. “Gjörið svo vel, að ganga á eftir mér, herra”, sagði þjónninn, og varð Murray nokkuð forviða á að fara upp heldur dimman stiga og gegn- um löng göng skuggaleg, en þá opn- aði þjónninn dyr og bauð honum að ganga inn; hann kom þá inn í rúmgóða og mjög snotra skrifstofu. Þar sat maður að vinnu við skrif- borð sitt: sá var höfðinglegur og leit út eins og embættismaður. “Dr. Minor, býst eg við”, sagði Murray, sem sífelt varð meir og meir forviða. “Nei, Dr. Murray”, svaraði ókunni maðurinn; ‘eg er ckki Dr. Minor, en hann er að vísu hér í húsinu. Þér hafið væntanlega ekki hugboð un> hvar þér eruð staddur nú. Þetta stórhýsi, sem við erum í, er glæpa- mannahælið Broadmoor fyrir vit- skerta menn, og eg er forstöðumaður hælisins". Dr. Murray stóð eins og þrumu lostinn. “Það er bezt að eg segi yður frá því, að hann hélt ávalt, að verið væri að ofsækja sig; sérstaklega héit hann einlægt að Irar sætu um líf sitt. Þetta var einmitt í byrjun Fen- ía-hreyfingarinnar írsku. Eitt ár var hann á geðveikrahælinu f Newhav- en; en honum batnaði þar ekkert. En með því að hann var alt af stilt- ur og rólegur og virtist alveg óskað- legur, var hann látinn laus þaðan og dvaldi nú árum saman á heimili bróður síns og fékst þar mest við að mála og teikna. Það reynist oft vel við geðveika, að iáta þá skifta um verustað, og 1871 var honum ráðið til að ferðast til Norðurálfunnar til að hafa af fyrir sér; hann lagði af stað og hafði ágætustu meðmælabréf með sér til ýmissa merkustu manna. Þegar til Lundúna kom, leigði hann sér bústað í nr. 41 Tennison Street. Lambeth. 17. febrúar árið 1872 kom æðiskast á Dr. Minor. Rétt nálægt bústað hans var stórt ölgjörðarhús, scm heitir “Ljónið", Það stendur þar enn í dag. Úndir eða um miðnætti var Dr. Minor á gangi heim til sín og var f mjög æstu skapi; rétt fyrir utan ölgjörðarhúsið mætti hann George Merret; sá maður var kyra- ari í ölgjörðarhúsinu og vann á nótt unni; var hann á leið til vinnu sinnar. Án nokkurs ininsta tilefnis frá kyndarans hlið skaut Dr. Minor á hann þremur skotum og féll kynd- arinn niður steindauður. Lögregluþjónn kom þegar í stað hlaupandi þar að og liitti Dr. Minor standandi þar með skammbyssuna í hendinni. “Hver var það, sem skaut?” spurði löregluþjónninn. “Það var eg”, svaraði Dr. Minor afar-rólega. “Eg hefi drepið mann. Hann liggur þarna”. Lögregluþjónninn fór með Dr. Minor til næstu lögreglustöðvar; þar var hann tekinn fastur; var hann rannsakaður og fanst á hon- um auk skammbyssunnar, bowie- knífur eins og Indíánar hafa að vopni. Heima f híbýlum hans fanst mikið af fallegum málverkum, mynd. um frá Lundúnaborg og umhverf- inu og sömuleiðis mörg meðmæla- bréf til nafngreindra manna. — Málið, sem út af þessu reis, vakti ákaflega mikið athygli. Ame- ríkumönnum er jafnan fremur títt að grípa til skammbyssunnar, ef eitthvað kemur fyrir. Til óhamingju fyrir Dr. Minor höfðu fyrirfarandi daga komið fyrir nokkur tilfelli, þar sem amerískum ferðamönnum hafði orðið nokkuð laus höndin með skammbyssu. Blöðin voru því í umræðum sfnum um málið ákaf- lega fjandsamleg Dr. Minor. Málið kom fyrir kviðdóm í apríl, en því var frestað um hrfð, til að bíða eftir því að ættingjar hans kæmu til Englands frá Ameríku. Bowell dóm- ari stýrði réttinum. Mr. Dennan sótti málið af rfkisins hálfu, en Sir Edward Clarke varði. Kona Dr. Minor’s og bróðir hans mættu fyrir kviðdóminum og gáfu ljósar skýrslur; enn fremur kom það merkilega atriði fram, að Dr. Minor hafði, áður en þetta kom fyrir, snú- ið sér til lögreglustjórnarinnar og skýrt henni frá högum sínum. Bæði þetta og svo það, að Dr. Minor og kyndarinn voru báðir ókunnugir hvor öðrum, benti alt greinilega í sömu áttina. Niðurstaðan varð þá líka sú, að Dr. Minor var talinn geð- veikur og kviðdómurinn gaf úr- skurðinn: Ekki sekur. Dómarinn dæmdi hann því næst til ævilangs varðhalds í geðveikrahæli. Síðan var hann sendur til geð- veikrahælisins Broadmoor til ævi- langrar gæzlu. Sir James Murray hlýddi á sög- una með mestu athygl i og komst mjög við og bað því næst um að fylgja sér sem fyrst til sfns lærða vinar, fangans. Málfræðingarnir báðir, sem svo lengi höfðu skrifast á, hittust nú að lokum á þessum einkennilega og ó- vanalega fundarstað, og var það hinn hjartanlegasti fagnaðarfund- ur. Það væri víst örðugt að segja, hvor þessara tveggja manna hefir liaft meiri árangur af samfundin- um. Hitt er víst, að þeir skildu beztu vinir og hétu því að styðja livor annan. Sir James Murray átti ekki þvf láni að fagna, að lifa það, að sjá sfðustu örk hinnar frægu orðbókar sinnar fullprentaða: hann dó í fyrra, en síðasta hefti orðbókarinnar kom út um síðustu áramót. Ef lesendur orðbókarinnar vilja fletta upp í formálanum fyrir henni, þá sjá þeir, að Dr. Minor hefir sent fullsaminn texta að milli 5000 og 8000 orða. Heimili Dr. Minor’s er þar að eins nefnt Crowthorne f Berk- shire. Af sfðari ævi hans er það að segja, að hann var í hælinu 25 ár og var hann þá fluttur á annað geð- veikrahæli og fékk flutt með sér bókasafn sitt. öllum, sem kyntust honum, var kært til hans og báru mestu virðingu fyrir honum, eigi að eins fyrir lærdóm hans, heldur og fyrlr valmensku hans og fyrir það, hve geðfeldur hann var í allri um- gengni. Fyrir nokkrum árum lá hann þunga sjúkdómslegu og þeg : ■ hann kom til heilsu aftur fengu ættingjar hans leyfi til að flytja hann heim til- sín til Amerfku. Lifir hann þar enn og líður mæta vel. Þegar hann drap manninp 1872, var hann 37 ára og hefir þvi nú einn um áttrætt. Þessi frásögn liér er endursögn eftir ensku tímariti. Það tekur það fram, að tilgangur sinn með frá- sögninni sé auðvitað ekki sá, að rifja upp þesa gömlu viðburði til þess að gjöra Dr. Minor skapraun, enda sé auðsætt af frásögninni, að liann sé um ekkert sekur, sem hon- um hafi sjálfrátt verið; á ævi lians hvfli enginn blettur siðferðislega. En þetta sé ritað til þess að gjöra hljóðbæran þann heiður, sem hon- um beri fyrir hans mikilvægu lilut- töku í samningu liins frábærasta ritverks. Jón Ólafsson. — IÐUNN, 4. hefti. I. ár.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.