Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.06.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. JÚNÍ 1916. HEIMSKRINGLA (Stofnun 1886) Kemur út á hverjum Fimtudegl. ■Útgefendur og eigendur: THE VIKING PRESSt LTD. Ver?5 blaísins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um árit5 (fyrirfram borgab). Sent til Islands $2.00 (fyrirfram borgab). Allar borganir sendist rábsmanni blab- slns. Póst eba banka ávísanir stýlist til The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri H. B. SKAPTASON, Rábsmabur Skrifstofa: 729 SHERBIIOOKE STREET., WINNIPEG. P.O. Iiox IÍ171 Talslml Garry 4110 Kitchener jarl. Margir menn voru svo hugfangnir af Kitchener, að þeir ætluðu að þegar hann væri liðinn, þá væri höndm köld og heilinn, sem stjórnaði vörninni á móti hinum tröll- auknu ofstopamönnum. Þetta væri meiri sig- ur fyrir Þjóðverja, en þó að þeir hefðu brot- ið hergarðinn á Frakklandi, eða sökt hálfum Bretaflota. Nú hlyti því að fara að síga fyrir Bandamönnum, þegar bezti foringinn og hetj- an mesta væri liðinn. Það er enginn efi á því, að Kitchener var Bretlandi bezti maður, hvað herskap snerti og samdrátt hersveitanna og kanske bezti stjórnmálamaður þeirra. Hann bar ægis- hjálminn á fundum stjórnmálamannanna, og þó kanske mest fyrir það, að hann var svo einbeittur maður, að hann lét aldrei þokast, þegar hann hafði tek’.ð einhverja stefnu; en maðurinn stórvitur. Það var þýðingarlaust, að reyna að véia hann með brögðum eða draga hann með kjassi eða skjalli. Hann gekk beint áfram og svo snúðugt, að allir hrukku úr vegi, sem fyrir stóðu, hvort sem það voru konungar, prinsar, stjórnmálamenn eða gaml- ir herforingjar. Varð því fiestum að forða sér úr götu hans. Og aldrei þurfti hann að leita ráða til ananra. Enda varð það ljósara og ljósara, að þau ráðin voru bezt, sem hann lagði til sjálfur. En þessi ótti manna að ætla, að nú hljóti alt að fara í handaskolum, er ástæðulaus og kemur af hugsunarleysi manna og þekkingar- leysi. Kitchener var búinn að fullgjöra hið mesta verk sitt, og það mun uppi verða um komandi aldir. En menn voru búnir að læra af honum, og Bretar eiga óefað marga menn, sem geta haidið starfi hans áfram. Og andi hans var svo þróttmikill og stefna hans svo skýr og hiklaus, að hún var búin að hrífa hugi manna, ekki einungis einstakra manna, heldur heilla þjóða, — hrífa hugi allra Banda- manna og lifir í hjörtum þeirra. Þær geta ekki annað en haldið henni fram. Sigurður sálarlausi. Greyjið Siggi! Lengi hefir hann glamrað, spekingurinn, mannvinurinn, mentamaðurinn, læknirinn, sósíalistinn, guðfræðingurinn, sem einu sinni átti að verða prestur, hinn pólitiski og siðferðislegi geisli, sem lýsa átti upp hvert heimili og hjarta, allra Islendinga í álfu þess- ari. — Nú eru liðin langt til tvö ár, sem hann við hvert tækifæri hefir verið að reyna að egna oss og reyna að óvirða oss. Og af því að vér höfum verið tregir til að taka í lurg- inn á andlegu og líkamlegu ómenni þessu, — höfum álitið manninn svo ómerkilegan, fá- fróðan og heimskan, að vér höfum látið rugl hans sem vind um eyrun þjóta, þá hefir hann haldið, að hann væri svo mikill maður, að enginn gæti staðið honum á sporði. En það er vanalega einkenni heimskra og fákunn- andi manna. Einn af okkar ágætismönnum, Skapti sál. Brynjólfsson, átti stundum deilur við hann, og bar æfinlega hærri hlut; en sagði, að það væri ilt að eiga við Sigurð, af því hann væri bæði óáreiðanlegur og samvizkulaus. Síra Jón sál. Bjarnason, mentaðasti ag kanske að mörgu leyti vitrasti landinn, sem hingað hefir komið, gaf Sigurði vitnisburð, sem lesa má í Sameiningunni, og munu flestir íslendingar, sem Sigurð þekkja, telja dóm síra Jóns sanna og rétta lýsingu á manninum. Síra Rögnvald- ur Pétursson Iýsti honum í Heimskringlu fyrir nálægt tveimur árum og taldi Sigurð g u 11 - ara, — gutlara sem stjórnmálamann, g u 11 a r a sem Iæknir, g u 11 a r a sem blaðamann og gutlara í einu og öllu, og er síra Rögnvaldur talinn með skörpustu Is- lendingum hér vestan hafs. Og erum vér full- vissir um, að þeir hafa verið býsna margir, sem voru síra Rögnvaldi samdóma um þetta. Það er aðferð Sigurðar, að henda fram stóryrðum með miklum og löngum glósum og útmálun af öllu tagi. En sjaldan er það, að stóryrði þessi eigi við, eða hann geti heimfært þau til efnis þess, sem um er að ræða. En margur maðurmn villist á þessu og tekur stóru orðin og glósurnar fyrir sannanir. Þarna er Sigurður oft með öfgar og ósannindi, því að hann er sálarlaus og samvizku- 1 a u s , sem síðar skal sýnt. Oft veit hann ekki af lýginni, sem hann ber á borð fyrir al- menning, því að dómgreindin og vitið er þá ekki svo mikið, að hann skilji sjálfan sig, og því síður málefnið, sem hann ritar eða ræð- ir um. I greininni síðustu: “Hrækir í andlit móð- ur sinnar’’ — fer hann ljúgandi frá upphafi til enda. Hún er náttúrlega stýluð til ritstjóra Heimskringlu; en höfundurinn sýmr bleyði sína með því, að klæða þetta í dæmisögu- búning. Þetta er svo einkennilegt fyrir hann, því að bæði sýnir það hugleysi og veitir hon- um tækifæri til að bulla og bulla, án þess að binda sig við staðhæfingar eða sannleika; og það er svo miklu léttara, að villa fyrir þeim, sem lítið hugsa. Og maðurinn fer að vitna í drenglyndi — einmitt þegar hann er að koma fram sem óhreimndamaður. Sigurður Júlíus lý g u r vísvitandi, þar sem hann dróttar því að oss, að vér höfum niðrað íslandi, eða með öðrum orðum hrækt í andlit móður vorrar. Hann var auglýstur og sýndur 1 y g a r i í Heimskringlu í vetur og gat ekkert haft á móti því, og hann gjörir það ennþá. Enda verður hann að fylgja eðli sínu sem hver annar. Og efmð, sem hann tal- ar um, er honum óskiljanlegt. Hann skilur ekki, hvað föðurlandsást er. Hann hefir ekki hugmynd um, að elska móðurina, sem fæðir hann og klæðir og veitir honum lífsuppeldi sitt á hverjum degi. Eins og allir vita lýsti hann í öndverðu stríðmu yfir hatri sínu á Bretum, — þjóðinni, sem haldið hefir vernd- arhendi yfir öllu Canada, og fyrir þessa vernd höfum vér getað notið farsældar þeirrar, sem friðurinn veitir, alla þá tíð, Sem vér höfum verið í landi þessu. En fyrir þetta var hann, ; sem kunnugt er, rekinn frá blaðinu, og voru honum, sem von var, vahn óþvegin orð sem j landráðamanni og ómenni í enskum blöðum, og töldu margir réttast, að láta hann gjalda j skamma sinna. En landar hans kendu í brjósti ' um hann og frelsuðu hann frá hegningu í j bráð, þó að sökin hvíli eiginlega enn yfir j höfði hans. Og svo sýnir hann á yfirgnæfandi hátt heimsku sína og fáfræði, og veit ekkert af því, hefir enga dómgreind um það. Sigurður hefir lesið læknisfræði og kanske slamrast í gegnum próf; vér höfum samt enga vissu fyrir því, en vér ætlum að ganga út frá, að svo hafi verið. I læknisfræðinni er talað um byggingu líkamans og efni þau, er líkaminn er myndaður af. En nú er það lög- mál, sem fyrir löngu er búið að sanna, að í líkamanum sé stöðug hringrás efnanna. Á hverju augnabliki mannlífisins eru allir part- ar líkamans að deyja og nýjir koma í staðinn. Hinir dauðu, útslitnu partar líkamans flytjast burtu út úr honum, en blóðið flytur honum efni í nýja parta, úr loftinu og næringunm, sem hann neytir. Æðarnar fara um alla parta líkamans og flytja með sér efni í nýja parta til hvers einasta líffæris, hverrar einustu smá- cellu líkamans; þetta gjöra slagæðarnar, en blóðæðarnar flytja alt ruslið og hina dauðu líkami í burtu. Líkaminn er því einlægt end- urnýjaður, svo að hann er í raun réttri að einhverju leyti nýr á hverjum degi. Eru sum- ir partar líkamans lengur að breytast í nýja parta en aðrir. En læknar og efnafræðingar segja, að á hverjum 7 árum sé hringferð þess- ari lokið og maðurinn búinn að fá nýjan lík- ama. Sumir segja, að líkaminn endurnýjist á hverjum 5 árum. En það gjörir minst til. Ef að vísindamaðurinn, læknirinn, eðlis- fræðingurinn Sig. Júl. Jóhannesson hefði vit- að þetta, munað það, eða skilið það, — þá hefði han hlotið að sjá, að í honum sjálfum er nú ekki einn einasti vöðvi eða taug eða bein eða æð, sem hann getur íslenzka kallað, — í æðum hans rennur ekki einn íslenzkur blóðdropi, ekki einn einasti. Allur hans lík- ami, æðar vöðvar, bein, sinar, er myndaður af kanadisku efni, kanadisku hveiti og höfr- um, kjöti og fiski, kartöflum og ávöxtum öðr- um. Það er móðirin kanadiska, sem hefir lagt alt þetta til í líkama hans, — móðirin kanad- iska, sem hann hefir svarið trygð og hollustu í borgaraeið sínum. Móðirin kanadiska, sem hann svívirðir og fyrirlítur; móðirin kanad- iska, sem hann afneitar og segist ekki þekkja og ekki kannast við sem sína móður; því hann segir, að ísland sé sín móðir, sem hann er búinn að yfirgefa fyrir löngu. Um dreng- skapinn viljum vér ekki tala; það er þýðing- arlaust við mann þenna. En hvar er nú vitið? Hvar er nú þekkingin? Maðurinn segist hafa útskrifast í Iæknisfræði. Hann reyndi um stund að gjöra lækningar að lífsstarfi sínu, að lækna hina sjúku, Iétta þeim kvalirnar og firra þá dauðanum. En hann þekkir ekki þessa hma stóru grundvallarsetmngu læknisfræð- innar! En hefir þó sýnt þá óskammfeilni, að þykjast geta læknað fólk af sjúkdómum! Og gætum vér tiltínt fleiri dæmi um vankunnáttu hans í þessari grein, ef að vér vildum, og þau all-glannaleg. Hluturinn er sá, að hann hefir aldrei skilið, hvað föðurland eða móðurland er, engu fremur en hann hefir haft þekkingu um þetta, því að maðurinn er bæði fáfróður og heimskur. Og lán hlýtur það að vera fyrir sjúklingana, að hann hætti því starfi og tók að sér ritstjórn Lögbergs. En svo kunna nú sumir vinir Sigurðar að segja, að það sé sálin hans, blessuð sálin hans, sem kalli ísland móður sína og ekkert eigi skylt við Kanada og rétt hafi til að fyrir- líta Breta og allar þeirra gjörðir. Vér tölum kanske eitthvað um það í næsta blaði, og um leið munum vér sanna það, að hann er 1 y g - a r i þar sem hann segir eða dróttar því að oss, að vér “hrækjum í andlit móður vorrar”. Prófessor Haeckel. Vér tökum hér dálítið sýnishorn af bók einni, sem hinn gamli þýzki heimspekingur og materíalista-postuli prófessor Haeckel hefir ritað eftir merku mánaðarriti í Bandaríkjun- um (‘Current History’). Vér gjörum það til þess að sýna, hvernig hinir merku og þjóð kunnu fræðimenn Þjóðverja hugsa og rita og tala, — mennirnir, sem eru fræðendur þjóð- ar sinnar og kalla má spámenn hennar og postula. Hann hafði dreymt um það, gamla mann- inn, afi Þjóðverjar myndu ná yfirráðum yfir öllum heimi með aðstoð Breta; — en nú fór svo illa, að draumur þessi varð að engu, og alt er það Bretum að kenna. Stríðið viður- urkennir hann að sé hinn stærsti glæpur í sögu mannkynsins. En öll skuldin hvílir á herðum Breta. Hann segir, að Bretar hafi ráðist á Þjóðverja, — Bretar, þessir svikulu, morðgjörnu bræður Þjóðverja! — Þessum mönnum segir hann að Þýzkir aldrei geti fyr- irgefið.)' Hefir nokur maður heyrt jafn ósvífin ó- sannindi? Hann kallar hernaðar-aðferð Breta barbariska og svívirðilega, og miðar þá óefað við hina kærleiksríku og miskunnarfullu hern- aðar-aðferð Þjóðverja( ! ! ). Vér höfum ver- ið andstæðir Haeckel í mörgum skoðunum; en aldrei hafði oss komið til hugar, að nokkur maður, sem mentaður vill kallast, myndi láta sjást annað eins eftir sig og þetta. Menn fara að efast um, hvort maðurinn sé með öllu viti eða hann sé gjörsamlega samvizkulaus lygari. Og svo þegar hann fer að tala um friðinn, — þá er fyrsta skilyrðið það, að fara svo með andstæðinga sína, að svifta þá um eilífar tíð- ir öllum möguleikum að ráðast á Þjóðverja aftur. Þarna er nú Haeckel samt einlægur, og það vita allir, að til þessa byrjuðu Þýzkir stríðið, og Bretar og Frakkar og Rússar geta nú séð, hvað þeir eiga í vændum, ef Þýzkir bera hærra hlut. Hann talar drýgindalega um Iöndin, sem þeir haldi: Belgíu, Norður-Frakkland, Pól- land og Eystrasaltslönd Rússa. Þetta seg- ir hann að Þýzkir hafi átt alt áður, og fer hann þar annaðhvort með vísvitandi ósann- indi, eða þá hann þekkir ekki söguna. Hann vill, að þýzkir haldi öllum þessum Iöndum, því hann heimtar Antwerpen sem vígstöðvar Þjóðverja að vestan, en borgina Riga að aust- an. Og svo getur hann um sambandið, sem Þjóðverjar hafi gjört við Austurlönd, og tal- ar þar undir rós, og segir að það sé svo afar- áríðandi fyrir Þjóðverja. Hann vill nefnilega hafa óslitið ríki Þjóðverja frá Norðursjónum suður Austurríki, Serbíu, Tyrkland, Litlu- Asíu, Mesópótamíu — suður að Persaflóa. Þá væru Þýzkir búnir að kljúfa sundur hinn gamla heim, og þá væri um leið alveg von- laust um tilveru og frelsi allra þjóðanna í Ev- rópu og Afríku. Á mjög skömmum tíma væru Þjóðverjar búnir að brjóta þær undir sig. Og þetta er það, sem þeir voru að brugga í mörg herrans ár. Þegar hann talar um að auka við Þýzka- land, þá er ástæðan fyrir því sú, að það sé farið að verða þröngt í landinu. Þetta ej al- veg sama ástæðan og var fyrir ræningja bar- únunum þýzku. Það er hnefarétturinn, sem er Þjóðverja æðstu lög, Þegar þá vantar land, þá er sjálfsagt að taka það, — stela því, ræna því, og myrða alla, sem móti þeim yfirgangi standa. Þetta er hinn kristilegi siða- lærdómur Þjóðverja. Og þegar þeir eru búnir að ná einhverj- um landspotta, þá er að gjöra hann þýzkan, gjöra fólkið, sem eftir lifir alþýzkt og veita því þýzka menningu og siðgæði og tungu náttúrlega, svo að þeir yrðu sem Þýzkir. Hefði það ekki verið skemtilegt, ef Þjóðverjar hefðu náð Canada og gjört Canada að Þýzku kindi? Þá hefðu nú landarnir sumir ekki ver- ið lengi að iæra þýzkuna! Haeckel minnist ofurlítið á Afríku. Hann telur sjálfsagt, að bæta Congo-landinu, sem Belgir eiga, við aðrar nýlendur Þjóðverja í Afríku. En þá ættu Þýzkir strax þvert yfir álfuna og hefðu þar undir eins meira land en Þýzkaland er sjálft. Og Tyrkjum ætlar hann að gefa Egyptaland. Taka það fyrst af Bret- um í friðarsamningunum og gefa svo Tyrkjum. En það vita nú alhr, að Tyrkir hefðu orðið undirlægjur þeirra, ef að þeir hefðu sigrað. Er það nærri undravert, hvað maður- inn opinberar heiminum þessi ráð, sem búið er að halda leyndum svo lengi. Það getur ekki verið af gá- leysi eða heimsku, heldur hlýtur það að koma af takmarkalausu sjálfsáliti og stórmensku. Það hef- ir oft verið hlaðið undir Haeckel, og það svo, að engu hófi gegnir. En það þarf sterk bein til að þola góða daga, og fáir menn eru þeir, 'sem lofið þola, því að flestum þyk- ir það gott. Hefir margur maður- inn á því farið, að hann hefir ekki kunnað sér hóf, og trúað öllu skjallinu og skrummu, sem á hann hefir hlaðið verið. En grunur vor er sá, að minna verði álit eftirkom- andi manna á Haeckel og kenning- um hans, en verið hefir með sam- tíðarmönnum hans; og því tókum vér þessa grein eftir Haeckel, að hann er dálítið þektur af mörgum íslendingúm. Gamla fólkið og börnin tróðust undir og lágu þar í hrúgum og haug um og flestir meiddir meira eða minna, og rastir voru þae af slitr- um piisa og frakka og yfirhafna karla og kvenna. Þetta tók fyrir alla útbýtingu súpunnar; en stjórnin sendi út um- burðarbréf og skoraði á alla presta borgarinnar, að útskýra fýrir söfn- uðum sínum, hvers vegna fólkið yrði að svelta svona, og hvetja sauði sína til þess, að bera þetta með kristilegri stillingu og þolinmæði. Skúli Thoroddsen látinn Skúíi Thoroddsen alþingismað- ur andaðist sunnudaginn 21.maí eftir nokkra legu og undanfarandi vanheilsu hin síðustu ár. — Hann var fæddur á Haga á Barða- strönd 6. jan. 1859, og voru for- eldrar hans hið nafnkunna skáld Jón Thoroddsen sýslumaður og kona hans Kristín Þorvaldsdóttir úr Hrappsey. Var Skúli næst-elztur þeirra bræðra fjögra, er allir urðu nafnkunnir menn. Hann útskrifað- ist úr latínuskólanum árið 1879, tók embættispróf í lögfræði við Hafnarháskóla 1884. Var fyrst málaflutningsmaður í Reykjavík, en varð skömmu seinna sýslumað- ur og bæjarfógeti á Isafirði. Skúli var fyrst kjörinn á þing af Eyfirðingum árið 1890, rúmt þrít- ugur, og hefir verið alþingismaður síðan. En 1893 var hann þingmað- ur Isfirðinga og nú síðast Norður- Isafjarðarsýslu. Kvæntur var hann Theodóru Guðmundsdóttur (prófasts Einars- sonar). Lifir hún mann sinn með 12 börnum (af 13) og eru meðal þeirra Guðmundur læknir á Húsa- vík, Skúli cand jur., Unnur gift Hall dóri Stefánssyni lækni o. fl. Hefir frú Theodóra ávalt verið talin hægri hönd manns síns í hinni mik- ilvægu þjóðmálastarfsemi hans allri. Skúli var mikill maður á velli og hinn álitlegasti. Skörungur á þingi og hvar sem hann kom fram, með- an kraftar leyfðu. Áhugamaður og mælskumaður og einarður vel. — Hafði einatt með höndum hin vandasömustu störf í opinberurn málum þeim, er hann fékst við, eða undir hann komu á þingi og varð kunnur af. Þó mun Iandsmönnum nú og framvegis sérstaklega minn- isstæð framkoma hans í millilanda- nefndinni, Dana og Islendinga, árið 1908, er hann átti sæti í. Hann var ætíð í fjárlaganefnd á þingi, og sat nú í milliþinganefnd í launamálun- um.— (ísafold). Harðærið á Þýzkalandi. 1 Berlin og fleiri borgum eru margir grunaðir um, að hafa mat- arforða í húsum slnum, og eru því póiitíin einlægt á ferðinni að gjöra húsaieit hjá mönnum, og finnist nokkur sekur um að leyna matvæl- um, fær hann harða hegningu fyrir. Nýlega er tekið upp á þvf að keyra út um Berlínarborg súpukassa stóra og var súpan gjörð af svíns- fleski og baunum, kartöflum o. fl. — En þegar keyrararnir koma út á strætin og ætluðu að fara að út- deila súpunni, þá safnaðist óðara utanum þá múgur og margmenni. Allir voru svangir og þyrptust utan um vagnana hundruð og þúsundir af fólki. Yarð þar troðningur mikill, svo að hver tróð annan niður. Og keyrslumönnunum var svift niður af vögnunum, hvað sem þeir sögðu, en fóikið gekk að með orgi og óhljóð- um, brutu upp kassana og jusu úr þeim með blikkdósum, fötum, boll- um og hverju, sem handbært var. Árni S. Helgason Pte 17485 Árni Sophonias Helgason, 184 Battaliont Canada. Innritaðist 29. febrúar 1916. Hann er fæddur að Brú P.O., Man. 1884. Faðir hans var Jósef Helgason (dáinn). Hann var uppalinn og ættaður af Langanesi í N.-í>ingeyjarsýslu. Móðir A. Helga- sonar er Guðrún Árnadóttir, upp- alin í N. Þingeyjarsýslu. Faðir henn- ar var Árni Gottskálkson, ólafsson, bóndi á Fjöllum í Kelduhverfi. Árni og Erlendur alþingismaður í Garði í Kelduhverfi voru bræður og er sú ætt kunn. Á. S. Helgason byrjaði verzlun fyrir 6 árum í Langruth, Man., og var fyrsti verzlunarmaður þar. Hún heitir Langruth Trading Co. Stýrir Carl Olson henni nú. Hann er verzl- unarfélagi Helgasonar, og á fyrir konu Hólmfríði, systur Helgasonar. Bróðir Helgasonar fór í herinn í fyrra og er nú á vígvellinum, Móðir Helgasonar Guðrún, býr búi sínu í Langruth bygð, ásamt Frímanni syni sfnum og Stefáni Thorarensen, fóstursyni sínum. Á. S. Helgason er 32. ára 1. júlí næstkomandi. Hann ar atgjörvis- maður og mjög vel látinn af þeim, sem hann þekkja. Allir vinir hans óska honum til allra heilla og ham- ingju og biðja þess, að hann komi heill á húfi heim aftur með frægð og frama, — og verzlun hans blómg- ist og margfaldist sem áður. K. Á. B. Til íslenzkra kvenna. Félagið “Jón Sigurðsson”, I.O.D- E., biður konur úti um landsbygðir vinsarnlega um hjálp. “Of er þörf, en nú er nauðsyn”. Félagið hefir ákveðið, ef mögulegt er, að senda hverjum íslenzkum her- manni sokka og vetlinga í haust. Til þess að þetta geti látið sig gjöra, biður það ALLAR íslenzkar konur og stúlkur að hjálpa. Stærð sokkanna sé: Length 14% in. Foot 11% in. Ribbing 4% in. Leg 12 in. to heel. Mrs. Th. Johnson, 324 Maryland St., veitir móttöku öllum þvílíkum gjöfum, og í íslenzku blöðunum verður gefin skýrsla yfir alt, sem inn kemur til þessa fyrirtækis. Konur í bæjunum, sem vilja hafa eitthvað að gjöra í tómstundum sínum^ ættu að prjóna sokka eða vetlinga fyrir íslenzku hermennina. Félagið legg- ur til band. "They are so dear to us, —1 God save our men!” „1

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.