Heimskringla - 10.08.1916, Blaðsíða 3

Heimskringla - 10.08.1916, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 10. AGÚST 1916. HEIllSKRINGLA BLS. 3 “Gamla Island, ættland mitt, ægi girt og fjöllum. Rétt að nefna nafnitS þitt nóg er kvæði öllum. Hljóma innstu ómar |)á Uil. U ll,u. t U.. J Stolt og vonir víxlast á, vöknar nærri’ um auga”. Þessi gullfögru ljóð virtust þá vera töluð eins og út úr hjarta Is- lendinga. En nú á þessu herrans ári 1916 rís annað íslenzka blaðið í Winnipeg upp, og virðist helzt, ef eftir sumum orðum þess má dæma, vilja þurKa alt sem íslenzkt ér burt úr þjóðlífi Yestur-íslendinga; sýn- ist að vera, að blaðið álíti það ganga landráðum næst, að tala hér um íslenzkt þjóðerni; jafnar til Hottentotta einum göfugasta manni er heimsótt hefir Yestur-íslendinga írá Islandi. Það hefir margan furð- að á þessum hamskiftum Heims- kringlu, sem þekkja það, að bæði ritstjórinn og ekki síður ýmsir eig- endur blaðsins eru eins ramíslenzk- ir og nokkrir aðrir hér. Og ráðning margra á þessari gátu um fram- komu blaðsins verður sú, að orsök- in sé að við búum í “siðferðislega sýktu þjóðlífi”, eins og Jónas Þor- bergsson kvað svo heppilega að orði. En þetta atvik vekur hjá okk- ur þá hugsun: hefir nokkuð það komið fyrir á þessum 17 ámm, frá því St. G. St. kvað áðurnefnt kvæði og þar til nú, sem veiti okkur rétt til að snúa baki við íslandi og ís- lenzku ])jóðinni? Mér virðist svar við þessari spurn- ingu ekki þurfa að vera neitt tví- rætt. /Það er síður en svo, að við þurfum að meta íslend og íslenzku þjóðina minna nú en 1899. — Mér sýnist efasamt, að íslenzku þjóðinni og íslandi hafi á nokkrum 100 árum feá því l>að var bygt, farið meira , fram cn á þessum 17 árum, sem um er að ræða. Verkleg framför hefir verið þar stórstíg; þarf eigi annað en nefna botnvörpunga-útgjörðina, sem engin var til árið 1899; nú eru þar 20 botnvörpungar, og gróði út- gjörðarmanna þeirra alt upp að luO prósent, og þó borga þeir hásetum sínum svo hátt kaup, að varla munu dæmi hér til slíkra verka- launa, við óbrotna vinnu, um 4 0 0 krónur á mánuði, og skipstjórum alt upp í 15,000 krónur á ári- Árs- gróði þjóðfélagsins árið 1915 telur Indriði Einarsson, einn fremsti hag- fræðingur Islands, að sé 10 millónir kr. og 6 milíónir hafa landsmenn lagt í sparisjóði það ár. Verzlunin margfaidast; og svo er vel farið að vanda íslenzkar vörur, að þær eru eftirsóktar á heimsmarkaðinum, og á'heimsmarkaðinn flytja nú íslend- ingar sjálfir mikið af vörum sínum. Búnaðurinn hefir tekið miklum framförum. Þjóðin kostar alt af meiru og meiru til verklegrar menn- ingar. Nýjar auðsuppsprettur er verið að rannsaka, og það gjörir framförina enn ábyggilegri, að verið er af kappi að rannsaka ný fram- fraskilyrði, ný fyrirtæki til þjóð- heilla( sem koma þurfi í verk; því hverjum einstakling, hverju þjóð- félagi er það nauðsynlegt til hollrar framþróunar, ekki einungis að starfa á líðandi stund, heldur einn- ið að hafa ákveðin, vel útreiknuð framfaramörk, sem stefnt sé að. Is- land er að verða kunnugt á heims- markaðinum, og það eykur gildi þjóðflokksins. Andlega framförin er að sama skapi. Skáldlist og ýmsar aðrar fagrar listir aukast; vísinda- starf og ýms bókmentafyrirtæki auk ast. Þjóðin er að læra óðfluga að nota afl sitt, andlegt og verklegt, á öllum sviðum- Trúin á landið er að sýna sig í verkinu. Ættum við þá að snúa baki við íslandi, þegar það er að verða nýtt nlenningarland? Ættum við að lít- ilsvirða hina íslenzku þjóð, þegar hún er að verðo ný menningarþjóð? Eg segi nei, og aftur nei. Minnumst Islands! Minnumst þess af hjarta, því ef við minnumst þess með*hálf- velgju, þá vanvirðum við helga til- finning. Þið haldið nú ef til vill að eg óski að allir Vestur-lslendingar væru komnir heim aftur, fyrst eg trúi því að framförin sé svona mikil. Nei, eg óska þess ekki, þó eg stæði undir regnbogaendanum og íslenzka þjóð- trúin væri sönn, að maður ætti þá eina ósk, þá mundi eg ekki óska þess. Eg óska meira að segja. að dá- lítill flutningur góðra Islandsbarna hér vestur haldi áfram, færi íslenzka þjóðbrotinu hér nýjan norrænan andblæ göfugra hugsana. Eg tel landnám íslendinga hér sæmd fs- lenzka þjóðflokksins, eitt af því, sem aukið hefir að mun gildi þjóð- flokksins. Þess vegna vildi eg óska, að vestur-íslenzka þjóðarbrotið — þroskaðist, hlédi saman sem þjóð- flokkur, og héldi áfram að vinna að því, með göfugri starfsemi, að Can- ada þjóðin næði sqm mestum og göf- ugustum þroska. En eg vildi óska, að í stað þess, að nokkrir menn flyttu hingað að heiman, þá flyttu aftur nokkrir héðan heim( til lengri eða skemri dvalar. Eg hefi tröllatrú á mannaskiftum milli þjóðflokksins íslenzka hér og heima. Ekki ein- ungis að mentamenn og kennarar skiftust á, helduru einnig bæhdur og verkalýður- Það mundi hjálpa til að auka lilýja sainúð milli Aust- ur- og Vestur-íslendinga, og l>að ) mundu margir andlegir og verklegir þekkingarstraumar berast milli þjóðarbrotsins hér og heima; sam- kepnin aukast hjá hvorum fjirir sig að vinna sem mest íslandi til sæmd- ar. Vestur-íslendingar mundu þá segja með hlýjum metnaði við heima þjóðina, eins og Gellir sagði, er Þor- geir brá honum um, að hann réri í afturskutnum: "Ekki skal skut- urinn eftir verða, ef vel er róið fram í”. Vestur-íslendingar skulu ekki eftir verða; að vinna íslendi sæmd og gagn, ef heimaþjóðin “heldur vel horfi og stefnir rétt”. Eg finn það, að eg er nú orðinn alt of langorður. En bið ykkur samt að hafa þolinmæði dálitla stund enn. Eg vildi beina nokkrum orð- um að ykkur, íslenzku æskumenn og konur! Viðhald íslenzks þjóð- ernis hér, eins og framtíðarmálin öll, hvílir nú bráðum á herðum ykkar. Mér er gleði að segja það, að það er hjá ykkur en ekki eldra fólkinu, að upptökin eru að því, að við helgum þessa stund íslandi og íslenzku þjóðinni. Og hafið þið þökk fyrir það! Þið syngið svo oft visuna hans Steingríms: “Oft finst oss vort land eins og lielgrinda-hjarn. En hart er það að eins sem móðir við barn; það agar oss strangt með sín ís- köldu él, en á sanft til blíðu. Það meinar alt vel”- Ykkur hryllir sjálfsagt mikið við, þegar þið heyrið um íslenzka bylji og ísköld él. Við gömlu mennirnir höfum reynt það, að stríða við ís- lenzka bylji og ísköld él; reynt það að vera á ferð í blindhríð, þar sem við sáum ekki ofan fyrir fætur okk ar og varla ofan á makkann á hest- inum, sem við sátum á, íslenzka fótvissa og lipra hestinum, sem rat- aði svo oft fyrir okkur.í bylnum. En við höfum líka reynt það, hvað við vorum glaðir og hressir eftir á- reysluna, þegar stríðið var unnið. Og þið hafið reynt það sama, ungu mennirnir hérna, sem standið á vatninu í vetrarbyljunum hörðu, því þar skýlir ei skógurinn. En haf- ið þið líka ekki reynt það, hvað þið voruð hressir og glaðir, þegar heim var komið. Áreynslan hafði styrkt taugarnar; ykkur fanst manngild- ið aukast. Hugurinn varð svo frjáls. Þá funduð þið það, þó þið vissrð ef til vill ekki af þvf, að það er satt, sem Steingrímur kvað: “Hún mein- ar það vel”, móðirin. Hún er að herða okkur. En “hún á samt til blíðu”- Og hún á til fegurð! Það verður fagurt hérna í kveld á slétt unum, þegar sólin hnígur í vestri og sendir gullroðna geisla yfir sléttuna og skógartoppana. En það get eg sagt ykkur, að áhrifameiri fegurð getið þér séð á íslandi, þegar það sýnir að “það á samt til blíðu”. — St. G. Stephánsson sagði einu sinni að Vestur-íslendingar mundu vilja eiga Orfeifs-hörpuna, til að geta “sungið austur yfir haf akra vora og skóga”.. Eg vildi eiga þá hörpu til að geta sungið ykkur öll, sem hérna standið frammi fyrir mér, heim til íslends þessa-fögru sumarnótt. Eg vildi óska ykkur að vera öll komin á bak íslenzkra gæðinga í fögruin fjalladal. Þið kunnið sjálfsagt mörg vísuna hans Jónasar: “Þú reiðst um fagran fjalladal á fáki vökrum götu slétta, l>ar sem við búann brattra kletta æðandi fossar eiga tal; þar sem að una hátt í hlíðum hjarðir á beit með lagði síðum,— þótti þér ekki ísland þá íbúum sínum skemtun ljá!” Væruð þið horfin í einhvern feg- ursta dalinn á Islandi, þá mætti vel vera, að ykkur hrytu sömu orð af munni og skáldinu Jóni Thórodu- sen: “Fagur ertu dalur fósturjarðar minnar, — hér vil eg beinin bera”. Og eg vildi geta flutt ykkur að ein- hverjuin fegursta firðinum á Islandi, þegar sjórinn er spegilsléttyur og öldurnar líða að landi, eins og kur- teisar hefðarmeyjar- Þegar æðurin er í flokkum með ungana, svo að varla sér í sjóinn við ströndina, og í eyrunum hljómar þetta óviðjafn- anlega blíða móðurkvæði æðurinn- ar. Eg vildi geta flutt ykkur upp á Mývatnsöræfi, svo að þið fengjuð að teyga þar himinhreina loftið og lindarvatnið, og sjá fjöllin gullroð- in um sólsetrið, eins og risaverðir með gyltum skjöldum alt í kring. ^g til höfuðstaðarins vilai eg mega koma með ykkur. Standa hjá Skola- vörðunni, sjá Snæfellsjökulinn gull- roðinn í vestri standa eins og turn upp úr hafinu, því láglendið um- hverfis hann sézt ei. Sjá fjallahring- inn og fegurðina á útsýninu alt un. hverfis, og höfnina þakta skipaflota íslands. — Ef eg gæti flogið með ykkur þetta alt f nótt, munduð þið segja .. morgun með klökkum barnarómi um Islanu; "Hún á samt til blíðu”. ó, hvað þar er fallegt! Þið hafið mörg af ykkur löngun til æfintýra, löngun til að ferðast víða, og “reyna sem flest”; það er oft eðli æskunnar og sé það af göf- ugri framfaraþrá, þá er ekkert út á það að setja. Mig skyldi ekki undra það, þó eg geti ekki fengið þá ósk uppfylta, að fljúga ineð ykkur heim í nótt, þá eigi ýms af ykkur yngra fólkinu það eftir, að svala æfint4ra- þrá ykkar með því, að fara heiin til íslands, þegar stöðugar og beinar skipaferðir komast á þaðan og hing- að; jafnvel staðnæmast þar lengri eða skemmri tíma. En hvort sem þið farið það skemtiferð, til að hressa hugann, eða þið farið til að leita gæfunnar og vinna þar, þá eig- ið þið alt af kost á að sýna það, að þið séuð góðir Canada borgarar. Ef þið komið fram sem kurteisir og skemtilegir ferðamenn, þá fá íslend- ingar þá hugmynd, að Canadaþjóð- in sé göfug þjóð- Ef þið vinnið þar eitthveat starf, og getið sýnt hag- kvæmari vinnuaðferð en þar tfðk- ast, þá fá Islendingar þá hugmynd, I að Canada þjóðin sé praktisk þjóð, hagsýn og handlagin. Ef þið getið vakið einhvern andblæ nýrra hug- | sjóna þar, þá álíta íslendingar að ! Canada þjóðin sé göfug þjóð. Gieymið þlð aldrei íslandi, hvar sem þið eruð. Þaðan er runnið alt það bezta í eðli ykkar! Reynið þið alt af að sýna, að þið séuð ættuð frá göfugri þjóð. uppalin hjá göfugri þjóð. — Minnist þið ætíð fslands af hjarta þannig: “að stolt og vonir víxlist á, vökni nærri um augu”. Blessist og blómgist ísland og ís- lenzki þjóðflokkurinn! Fréttabréf. Athugasemd.— Erindi þetta var flutt blaðalaust, vil eg þvf ekki á- byrgjast, að það sé orðrétt, en efnis- rétt tel eg það vera. Sumt kann að vera betur sagt, en sumt verr, en þégar erindið var flutt. Höf- ÍSLENDINGADAGS MINNI 1916 ÍSLAND. Á þjóðminningardegi í Winnipeg 2. ágúst 1916. Island, kalda eyjan mín, Ekkert barnið mun þér gleyma. Bjartast sól við brjóst þín skín. BlessuS kalda eyjan mín VerSur, unz aS útlegS dvín, Ávalt þaS sem nefnt er h e i m a. island, kalda eyjan mín, Ekkert barniS mun þér gleyma. Þín er fortíS frægSarík, framtíS björt af vonarljósi. Svífur yfir sveit og vík sögudísin, frægSarík. Engin saga sögS var slík, sönnu helguS þjóSarhrósi, Þín var fortíS frægSarík, FramtíS björt af vonarljósi. LegSu, faSir, líknarhönd landinu, sem okkur fæddi! Signdu fjöll og sæ og strönd Sjálfur þinni föSurhönd. Börnin knýti kærleikbönd; Hverja græS þá und er blæddi. LegSu, faSir, líknarhönd Landinu, sem okkur fæddi! Júnas .4. Sigurðsson. MANITOBA. Á þjóðminningardegi í Winnipeg 2. ágúst 1916. í dag vér minnumst, Manitoba, þín, — 'vér, lslands börn, sem krupum öSrum arni, þar eldar brunnu fyrir kjöltubarni, sem nú er vaxiS, á hér óSul sín í skauti þínu’ og dýrstu helgidóma. Eg kem í anda einnig heim til þín, aS hylla þig á þínum heiSursdegi. HvaS sé eg? ---- Enn þá hina sömu sýn: — Glóandi akra — eins og Gunnar forSum -------, blikandi vötn og bleika engja teigi — nýslegna — húsin fram meS fögrum vegi, — bændanna óSul blómleg. Alt í skorSum. Himin þinn bláan heims viS yztu rönd bjóSa þér faSm sinn, hallast þér aS hjarta; skógana fögru honum rétta hönd, krónurnar teygja hátt í heiSiS bjarta. Fagra land, þú átt vort óskift hjarta. Manitoba! Breyting samt má sjá á þínum svip: — Já, brosiS þitt er skærra, mér finst þú bera höfuS sýnu hærra, sem eldar drottins enni þínu frá og augum brenni, — þaS er lífsins kjarni, er brýzt þar fram sem fræ af alvalds sál. — ÞaS lífsins ljósmagn finst hjá hverju barni og sver þaS í ætt meS guSa-kyni. Hvert er þaS efni? — ódauSleikinn sjálfur --- hiS óslökkvandi Próméþeus bál ----? HvaS sem þaS nefnist — eSli þess er eitt: Framþróun, leit aS sannleikanum sjálfum. Já, þó þaS kosti stríS og bál og blóS, er áfram haldiS — stefnu aldrei breytt, og sezt er ei aS sigri fengnum hálfum; og börn þín hafa þessa vegu þreytt, meS þig og guS og frelsiS eitt aS vinum. Manitoba! — Því er þaS í dag, aS börnin frónsku hylla þig meS henni, sem hæst mót sólu lyftir björtu enni, og syngja þér meS henni sonalag. En hvaS er unniS, hverju fyrir barist? Þrefaldur sigur þetta síSsta ár krýnt hefir starf þitt, dætra þinna’ og drengja: Úr ríki þínu’ er rekinn Bakkus flár. Jafnrétti fengiS — drottins dýrust gjöf sé hverju hjarta, er ódauSleikinn á í eSli sínu — þolir sjálf ei bönd né bindur aSra — grefur öSrum gröf. — Nú réttir bróSir sinni systur hönd og systir bróSur — fram um vegu bjarta þau leiSast munu’, unz frelsiS lýsir bjarta svo vítt og breitt sem mannlegt auga eygir. Sá frelsis heimur á vort óskift hjarta. Manitoba! — Drottins fótskör fríS, vér fósturbörnin krjúpum nú á hana meS hjörtu þakklát — ei af tómum vana — í bæn til hans, sem stjórnar landi’ og lýS. Vér þökkum fyrir alt, sem unnist hefir, 1 bæn um þaS, aS öll vor hjartans heit sé drenglund efnd til liSs því sanna’ og góSa. Vér sverjum þaS viS þennan helga reit, aS bregSast aldrei trausti þinnar móSur — Canada — landsins gifturíka, góSa. Sameiginleg er gæfa þess og þín og vor, þar mun um aldur barna vorra bezti sjóSur. Lít fram og upp, ó, lands vors helga sál og þjóSabrotin bind í sterka eining, sem verndi frelsiS -- guSdóms blysiS bjarta. Vér helgum þér vort líf, vor börn, vort bál, þér, kæra land! — þú átt vort óskift hjarta. Margrét J■ Benedictsson. Spanish Fork, Utali, 29. júlí 1916. Herra ritstióri! Yfirleitt gjörast hér engin stór- | tíðindi. Líðan fólks er heldur góð, og ekki þarf heldur að kvarta um kulda, því það hafa gengið stöðugir hitar, um nálægt 100 stig, síðan júlí mánuður byrjaði. Þar áður, nefni- lega vormánuðina, var tíðin fremur þur og köld, og fór því öllum jarð- arkróða mjög seint fram, einkum fyrstu uppskeru af heyi, sem víðast hvar varð með rýrara móti, bæði sökum hins áðurtalda, og líka þess, að grasormur, eða maðkur sá, sem “Vevill” er nefndur, olli einnig tals- verðu tjóni. Segist hagfræðingum svo frá, að ormurinn^ kuldinn og þurviðrin hafi ollað um þriggja milíón dollara skaða í ríkinu. Enda þykir nú dýrt að kaupa hey: tonn- ið er nú 20 dollara og hart að fá það keypt. En svo bætir það nú úr, að önnur uppskera lítur út fyrir að verða góð, þar sein hitinn er nægur og ormurinn farinn, því hann er ætíð á fyrstu uppskeru, en síðan verður hans ekki vart til næsta árs., — þá kemur hann aftur, ef menn geta ekki fundið upp eitthvert gott ráð til að útrýma honum. Atvinnubrögð hafa verið með dauf- ara móti þetta sumar- Mjög lítið um byggingar, utan þessarar sykur- gjörðannyllu, sem verið er nú að byggja; og verður hún búin og tek- ur til starfa 1. september. Heilsufar er bærilegt; samt deyja fáeinir öðru hvoru. Einn af löndum vorum, Sigurjón Olson, andaðist úr lungnabólgu 23. júní. Hann var sonur fsleiks Ólafs- sonar og Elísabetar Eiríksdótfcur, hjóna hér í bæ; fæddur f Vest- mannaeyjum við ísland 17. septem- ber 1884. Hann eftirlætur ekkju, önnu Halldórsdóttur, og 3 ung börn; það elzta fjögurra ára, en hið yngsta 9 mánaða, og eina systir og foreldra sína, sem bæði eru hnigin að aldrf og mjög heilsutæp; og er því fráfall hans mjög tilfinnanlegt fyrir hina nánustu aðstandendur hans. Sigurjón sál-, sem hér gekk undir nafninu John S. Olson, var dugnaðar og ráðdeildarmaður, og mjög vel ^liðinn og metinn af öllum, er hann þektu. Nú er pólitíkin farin að rumskast til góðra muna. Fara hér fram í haust miklar og almennar kosning- ar, yfir alt ríkið, og ætla Demókrat- ar og Repúblíkanar að vinna þær, hvað sem tuskinu líður og öllu braskinu fyrir handan pollinn. Það liggur oss í léttu rúmi. Jæja, nú fara fréttirnar að stytt- ast. Allar stórhátíðir eru nú um garð gengnar; ^sú seinasta var hald- in 24 þ. m-, og var þá mikið um dýrðir, því það er dagurinn, sem Brigham Young lenti fyrst í Utah, fyrir 69 árum síðan, — Frumbyggj- aradagurinn, og halda Mormónar og allir ríkisins búar hann hátíðlegaíi árlega. Nú fer að líða að þjóðminningar- degi vorum, og sjáum vér í blöðun- um, að þið ætlið að hafa góða og tilhlýðilega skemtun þann dag, sem er rétt, og vil eg, í umbóði allra sannra íslendinga, sem fara á mis við alla svoleiðis ánægju, senda ykkur beztu lukku- og farsældar- óskir með liátíðina. Þið sýnið, að þið eruð sannir fs- lendingar. Þessi miði ætti að hafna sig hjá þér annan ágúst 1916. — Ber kæra kveðju mína til allra. E. H. Johnson- Bálför hins blindvíga. Velt i klungur verður ná, vorpinn þungum hnausi; Niðhöggs ungar naga þá nöðru tungu úr hausi. Löng að vinnist tímans töf, « trú ei sinnið ihafnar, ’ verðugt minni munu á gröf margir inna hrafnar. J. G. G. Spádómur Þjóðverja. Hversu miklir vsindamenn, sem Þjóðverjar eru, þá eru þeir ónýtir spámenn. Spádómar þeirra eru allir ónýtir. Þeir spáðu fyrir um það, hvað fljótir þeir yrðu að brjóta Liege og taka Calais. Calais tóku þeir aldrei. Liege ætluðu þeir að brjóta á klukkutínm. í Parísarborg ætluðu þeir að borða miðdegisverð þenna og þenna daginn- í Péturs- borg ætluðu þeir að halda önnur jól. Allir þessir spádómar reyndust óvita-bull eitt. En beztur eða heimskulegastur er þó spádómur þeirra hinn seinasti. Það var þremur dögum áður en Bretar og Frakkar byrjuðu kviðu þessa í Somme-dalnum, sem ennþá heldur áfram. Spádómurinn var prentaður í blaði sjálfs keisarans, Berlfnar-blaðinu “Lokal Anzeiger” og hljóðar á þessa leið: “Hinar góðu afleiðingar af fram- sókn vorri við Verdun, eru einkum fólgnar í því, að Joffre hershöfðingi getur nú hvergi tekið úr skotgröf- um sínum einn einasta mann til þess, að gjöra verulega árás á her- garða vora; og séu Frakkar ekki að hjálpa þeim, þá hafa hvorki Bretar né Rússar dug eða áræði til þess að gjöra árásir á oss, — hvar svo sem það er. “Þeir hafa verið að stæra sig af því, óvinir vorir, að þeir myndu bráðlega fara að ráðast á oss; en það eru ekki meiri líkur til að þvf verði framgengt, en að Kristur komi af himni ofan”.---- Þetta eru nú orð og spádómur hins stórvitra keisara, — en viti menn: þrem dögum seinna hröktu Frakkar og Bretar þá við Somme og hafa haldið því áfram síðan. — En eystra hlaupa Þýzkir undan Rússum, sem sauðahópar undan smalahundum, og það dag eftir dag. —(“Wynyard Advance”)- Zeppelínar herða sig Zeppelinar eru einlægt að gjöra á- rásir á England; hafa gjört hverja árásina eftir aðra nú nýlega, en eig- inlega ekkert orðið ágengt. Stund- um hafa flugmenn hrakið þá burtu, og seinast ætla menn að þeir hafi mætt galdri nokkrum eða upp- fyndingu. Segja menn að Bretar séu farnir að gjöra vitlausan fyrir þeim áttavitann og taki stjórnina úr höndum þeirra svo að þeir ráði ekk- ert við Zeppelinana og taki stryk þveröfugt við það, sem þeim er ætl- að. Þetta gjöra Bretar á jörðu niðri, þó að Zeppelinarnir séu 8—10 þús- und fet í lofti uppi- [Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins 0.30 Dolores - 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl 0.40 Jón og Lára 0.40 Ættareinkennið 0.30 Lára 0.30 Ljósvörðurinn 0.45 Hver var hún? 0.50 Forlagaleikurinn ..>....1 0.55 Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — a$ einsþrjá dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.