Heimskringla - 10.08.1916, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.08.1916, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 10. ÁGÚST 1916. HEIMS K Ií IN GLA (Stofnntt »8S«) Kemur út á hverjum Fimtudegi. (ttgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertS blat5sins í Canada og Bandaríkjun- um $2.00 um áriö (fyrirfram borgaö). Sent tll íslands $2.00 (fyrirfram borgaö). Allar borganir sendist ráösmanni blaö- sins. Póst eöa banka ávísanir stýlist tll The Viking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjóri S. D. B. STEPHANSON, ráösmaöur. Skrifstofa: T29 SHERBROOKE STREET., WINNIPEO. P.O. Bex 3171 Talslml Garry 4110 ÉR SKULUM ALDREI SLIÐRA SVERÐIÐ fyrri en Belgía í fullum mæli er búin að fá alt, sem hún hefir í sölur lagt og meira; ekki fyrri en Frakkland er trygt og óhult fyrir á- rásum fjandmannanna; ekki fyrri en rétt- indum hinna smærri þjóða í Evrópu er áreið- anlega borgið, og ekki fyrri en hervald Prússa er brotið og að fullu eyðilagt.—ASQUITH. Liðsafnaðar-samtok Margir hafa óefað lesið í hinum ensku blöðum áskorun Liðsafnaðarfélags borgar- anna til stjórnarinnar í Ottawa, þar sem skor- að er á stjórnina, að koma herskyldu á í Canada, svo að mögulegt verði að senda til vígvallanna þessar 500,000 þúsundir her- manna, sem Canada bar að senda, sem sinn skerf til varnar alríkinu, til varnar landi og lýð. Þetta gjörðist á opmberum fundi hér fyrir skömmu, og hefir þetta óefað borist út um allar bygðir Manitoba fylkis. Enginn maður getur efast um áhuga og föðurlandsást félagsmanna þeirra, sem til- heyra félaginu “Citizen’s Recruiting League”, og vafalaust hafa þeir vakið menn um alt fylkið til að íhuga vandlega þetta stórvægi- lega og mikilsverða málefni. Á fundinum, sem félagsmenn héldu um þetta nú nýlega, komu fram skoðanir fjöida manna, sem þeir höfðu komist að eftir langar og rækilegar í- huganir, og voru margar þeirra svo orðaðar, að þær eru ekki skemtilegar aflestrar. Því er ver og miður, að það er hverju orðmu sannara, að hvar sem menn fara um borg og bvgðir, sjá menn þúsundir liðfæl- inna manr.?, sem hér eru “slackers” nefndir. Eftir tveggja ára stríð, eftir langar og marg- ar umræður í blöðum og á opmberum ræðu- pöllum, þá er tæplega hægt að hugsa sér, að fælni þessi og slakleiki, að gegna skyldu sinni, geti komið af því, að menn sjái ekki eða skiþi ekki, hvað þörfin og nauðsynin er brýn og yfirgnæfandi. — Menn geta ekki hugsað sér aðra ástæðu en sjálfselskuna, sem haldi mönnum frá að bjóða sig fram, — nema í þeim tilfeilum einum, þar sem algjörlega ó- mótmælanlegar ástæður eru fyrir hendi, að halda mönnum kyrrum heima. Og það eru ákafleg vonbrjgði fyrir marga menn að hugsa sér það, að öllum vonum og öllu trausti til drengskapar og karlmensku manna sé á glæ kastað, og það að öllu ónýtt og einskis- virði hér í Canada, — landinu, sem er eitt af þeim fáu löndum heimsins, sem laust er við herskyldú alla. En þetta er niðurstaðan, sem Liðsafnaðarfélagið hefir komist að, og eftir því, sem séð verður, er hún réttlát og sönn. Það er eins og mammon og velgengnin ríki og ráði í hugum vorum. Og enginn maður getur sýnt fram á neina aðra ástæðu. En lof- orð Canada er óuppfylt ennþá. Það vantar 150,000 menn. Sannanir eða ástæður á móti herskyldu eru margar. Og að færa hana í lög væri ó- heppilegt; gæti máske orðið sorglegt. Það er áð eins ein aðferð hugsanleg, til að koma í veg fyrir æsingar þær, sem vafalaust munu af þessu leiða og fara meira og meira vax- andi, og hún er sú, — að þeir sem geti bjóði sig fram sjálfir! Allir þeir, sem í herinn ganga, skilja það vel og finna, að það er gjört í þeim ákveðna tilgangi, að vinna sigurinn í stríði þessu, og einnig til þess, að bjarga landinu, sem vér lif- um í, og þjóðinni hér frá herskyldunni og ó- kostum þpim og hættum, sem henni fylgja,— hættum þeim og ófögnuði öllum, sem kvikna myndi í franska fylkinu Quebec og kanske víðar, og illum áhrifum á innflutning í land þetta. Þá hefir nú komið upp ný afsökun, til þess að fæ st undan að ganga í herinn, og er hún sú, að stríðið sé bráðum búið. — En væri svo, þá væru því minni þrautirnar að þola fyrir þá, sem skrifuðu sig í herinn, og minna að leggja í sölurnar. Á þessum hug- myndum hlýtur að bera mest hjá þeim, sem gjarnir eru á að blekkja sjálfa sig og skilja lítið eða ekkert í málum þeim, sem um er verið að berjast. Bandamenn eru nú fyrst farnir að sækja á af alvöru og kappi, og öllu þessu voðalega stríði er nú snúið við. — En löng er leið til Berlínarborgar og erfið, og það er ekkert annað en fullkonrnn sigur yfir óaldarmönn- unum, sem getur réttlætt alt það ógrynrii i fjár, sem lagt hefir verið í sölurnar, öll þau j mannslíf í milíónatali, sem kastað hefir verið ! ið út, til þess að verja frelsið og menning- j una. Hálfgjörður friður eða bráðabyrgar- j friður er óhugsandi. Það væri að gefa 'þeim j vonir um betri kosti, ef að þeir reyndu aftur. j Það væri að næra og fæða sílogandi styrj- ] aldar-löngun í huga þeirra, að ná öllu aftur | og meiru, — gjöra aðra tilraun til þess að ! brjóta undir sig heiminn. En þessu takmarki, j fullum, ótvíræðum og afgjörandi friði, get- j um vér að eins náð með því að leggja fram , stöðugan áhuga og framkvæmd og óbilandi þolgæði og kapp. Hver ein einasta þjóð í j flokki Bandamanna, stór og smá, verður að j leggja alt sitt fram í alvörumálum þessum. j — Ef að Canada bregður loforð sín og heit, { þá er illa farið. En vér vonum, að það reyn- , ist, hvernig sem fer, að hinir íslenzku borg- ] arar Canada hafi lagt sinn skerf fullan til mála þessara. ------o------ Islendingadagurinn. » Eins og vanalega var Islendingadagurinn haldinn hér í borg 2. ágúst, og þótti hepnast ágætlega. Veðrið var fagurt og yndislegt; menn voru glaðir og * kátir, og þenna dag voru þar saman komnir einna flestir, sem nokkurntíma hafa sótt samkomu þessa, eða töluvert á þriðja þúsund. Dagurinn fór prýðilega fram, og auk ræðumannanna má það hvað mest þakka hermönnunum og fimleikahópum þeim, sem þar sýndu listir sínar, og svo framúrskarandi dugnaði forstöðumannanna. — Þá má ekki ] gleyma “bandinu” eða hornleikaraflokknum, sem öllum kemur saman um, að hafi verið einn hinn bezti hornleikaraflokkur, sem nokk- urntíma hafi á Íslendingadagshátíð verið. — Það var hornleikaraflokkur 108. herdeiídar- innar, Bradburv-deildarinnar. Lék flokkur- inn mörg log íslenzk og fórst snildarlega. Goðmundur Kamban, höfundurinn að sjónleiknum “Hadda Paddá’ , talaði vél og skörulega um ísland. Aðal atriðið í ræðu hans var það, að listin væri hið eina, sem verulegt og varanlegt væri, og fyrir fámenna þjóð sem íslendinga væri listin og andlegar framfarir hið eina, sem uppi gæti haldið minningu þeirra, þó að trúin breyttist, málið týndist, þjóðirnar flyttust úr einu landi í annað, þá væri það listin, sem lifði. Dr. Brandson flutti fyrirtáksræðu um Bretaveldi, sem hér sézt nú í blaði þessu. j Sýndi hann fram á, að Bretar hefðu um aldir fyrir einstaklingsfrelsinu barist og breitt það ] út um allan heim meira en nokkur önnur j þjóð. — Bauð hann alla velkomna á degi þessum, sem haldinn væri í minningu þess, er Kristján Danakonungur hinn níundi gaf ís- lendingum stjórnarskrána 1874. Síra Friðrik Hallgrímsson talaði fyrir minni Canada og íslendinga í Vesturheimi, og gat þess, að tiigangur samkomu þessarar væri sá, að íslendingar geymdu það bezta úr íslenzku þjóðerni, til að leggja sem sinn skerf til þessarar nýju þjóðar, sem hér væri að myndast í Canada, af hinum fjöl/nörgu þjóð- um hins gamla og nýja heims. Þá talaði Miss Steina J. Stefánsson, fregn- riti blaðsins Free Press, og gat þess, að þetta væri í fyrsta sinni, sem konur gætu haldið hátíð í Manitoba og borið fram þakklæti sitt fyrir frelsi kvenna, því að á ári þessu veitti Manitoba konum kosningarrétt til jafns við karia íöllum fylkismálum. Mintist hún Mrs. Margrétar J. Benedictsson, sem árum saman hefði haldið út blaði til þess, að berjast fyrir jafnrétti kvenna og myndaði félög íslenzkra kvenna í hinum íslenzku bygðum til að halda fram máli þessu og berjast fyrir því. Var j Mrs. Benedictsson hin fyrsta kona, sem hóf 1 á loft fána kvenréttindanna hér í Manitoba. í Einnig mintist Miss Stefánsson hinna fjöl- ! mörgu íslenzku kvenna, sem um allar hinar ís- lenzku sveitir, í borgum og bygðum, hefðu j sýnt svo mikið þolgæði, stöðuglyndi og hug- , rekki í baráttu lífsins og frumbyggjanna við alia hina miklu örðugleika, sem frumbyggjar ] æfinlega verða að mæta, og hefðu þannig verið hinni komandi kynslóð lifandi fyrir- mynd sjálfsafneitunar og dugnaðar. Kvæði voru þar flutt eftir: Síra J. A. Sig- urðsson, Síra Hjört J. Leó, Margréti J. Bene- dictsson og Þorstein Þ. Þorsteinsson, sem eru prentuð á öðrum stað í þessu blaði. Um barnasýninguna og íþrótJtir allar verð- ur getið á öðrum stað í blaðinu, og hverjir unnið hafi í kappleikunum. Því miður sáum vér ekki nema suma 1 þeirra og ekki kaðaldráttinn , sem oss hefir jafnan þótt tilkomumestur. Var hann milli ! hermanna og búandmanna og borgara. Getur ! Free Press um hann, og segir að endamaður hermannanna hafi verið “a burly Icelandic | Scotsman of the Cameron Highlanders”, Árni Thorlacius; en á enda borgara og búand- manna var Police Sergeant John Samson og nokkrir félagar hans. Eru þeir báðir miklir menn og sterkir, en dráttinn unnu hermenn- irnir. — Aftur urðu hermennirnir undir í boltaleiknum við “Henry Sigurdson’s Base Ball Nine”. -----o------ Leiðin framundan (Ræða flutt á Gimli 2. ágúst 1916). Eftir F. J. BERGMANN. Heiðruðu Vestur-Islendingar! Bræður og systur! Einn dag í árinu höfum vér slegið eign vorri á umfram aðra og það er dagurinn í dag. Vér höfum þá líka skírt hann og gefið honum skírnarnafn í vorum hópi. Sá dagur, sem ber upp á annan ágúst, nefmst hér vest- an hafs íslendingadagur. Hann hefir nú þeg- ar borið það nafn í fjórðung aldar. Þann dag kannast bæði menn og konur við það hér vestan hafs, að vér erum fyrst og fremst Is- lendingar og berum engan kinnroða fyrir. Annar ágúst er frægur orðinn í mannkyns sögunni. Þann dag hófst hinn mikli heims- ófriður fyrir tveim árum. Þann dag var fyrsta hernaðarathöfnin framin, er Þjóðverjar tóku Luxemburg. Heimsófriðurinn geysar enn, og enginn veit, hvað sá dagur mui\i heita, er honum linnir. En flestir af oss vona, að það verði áður næsti Islendingadagur lætur sól rísa yfir þessar sléttur. Enginn hefir skýrt það fyrir mér, hvernig það muni hafa atvikast, eða hvaða stjórn það muni hafa verið að kenna, að heims- ófriðurinn kaus sér Islendingadaginn fyrir burtreiðardag. En eitthvert dularfult sam- hengi hlýtur að vera þar á milli. Skyldi það geta verið fyrir það, hve illa oss Islendingum hefir oft komið saman? Skyldi hnotabitið og sundrungin meðal vor hafa getað komið því til Ieiðar? Hví hnotabítast menn og deila? Hví eiga þeir í ófriði og erjum? Hví eru blóðugir bar- dagar háðir? Alt er það í rauninni gjört í bezta tilgangi, — alt til að eignast frið, sem verður sé að eiga og lifa við. Helzta vonin í sambandi við heimsófriðinn er nú sú, að upp úr honum kunni heimurinn að eignast frið, sem vari um langan aldur, og bæti úr einhverju af þeim meinum, sem mennirnir hafa átt við að búa. Slíkan frið vona eg að við íslendingar eign- umst líka einhvern tíma í ókominni tíð, og að þá verði þjóðminningardagurinn íslenzki margfaldur dýrðardagur við það sem nú er. Þá hefði ekki til engis verið barist. Hví er hann nú að bendla Islendingadag- inn við heimsófriðinn?? Þeirrar spurningai er mér sem eg heyri margan spyrja, hér í þessum fríða mannhópi. Hví er hann að hnupla tímanum frá því að tala um Vestur- Islendinga og velferð þeirra? Hvað komið hefir þeim hugsanasamruna af stað, skal eg láta ósagt. Eg veit það ekki, og það hefir sjálfsagt verið óvart. En í sam- bandi við það kemur mér í hug dálítil saga, sem eg held eg verði að segja, þó eg gjöri það með skjálfandi huga. Hún er nefnilega frá þeirri tíð að til vori* menn, sem þótti dropinn góður. Nú er sá tími liðinn svo sem að sjálfsögðu og enginn dropi fáanlegur. Samt er hugvit og viðleitni til enn á svo háu stigi, að einum hefir að sögn nýlega hepnast að drekka sig fullan í skósvertu. Sagan, sem eg ætlaði að segja, var af írsk- um dáta. Honum var borið það á brýn fyrir rétti, að hann hefði hnuplað brennivíni frá öðrum dáta. Hann varði sig á þessa leið fyr- ir dómaranum. “Mér þykir leitt, ef nokkurum kemur til hugar, að eg hafi verið að hnupla. Eg lét vínið hans í sömu flöskuna og mitt, svo mitt vín varð á botninum. Til þess að ná í mitt, varð eg nauðbeygður til að súpa hitt vímð fyrst. Mér þykir leitt, herra minn, ef nokkur heldur að eg hafi verið að hnupla”. Það fór fyrir mér ,eins og Iranum. Eg komst ekki fram hjá stríðinu, þegar eg ætl- aði að fara með minni Vestur-Islendinga. Af stríðinu verðum við allir að súpa. Þegar farið er með minni Vestur-lslend- inga, er venjulega talað um það, sem liðið er, — leiðina, sem þegar hefir verið farin. Hún er rakin frá fyrstu byrjun. Það er talað um málleysingja með tvær hendur tómar. Talað um þrautir og skort, torfhús og bjálkakofa, einyrkja og uxa. Sýnt fram á, að smátt og smátt breyttist skortur í skildinga, torfhús í háreistar hlöður fyrir fóður og pening, bjálka- kofar í dýrindis herragarða eftir nýjasta sniði með vatnsæðum og rafljósum, svo hall- ir Aladdins höfðu að eins gosbrunna og urm- ul þjónandi amda um fram. Svo er bent á einyrkjann, þar sem hann situr nú í hægindastól úti á hússvölunum, en synir stýra búi. Það er á það bent, að í stað uxanna sé nú eimvðar farnar að draga arð- urinn, sem risti jörðina snndur, án þess menn eða múidýr þurfi að svitna og slíta kröftum. En æakan og ellin sitji hlið við hlið í bifreið- um, er þjóta fram og aftur um bú- sælar bygðir eins og örskot. i>etta er leiðin, sein farin hcfir ver- ið, — glæsilega hliðin. Hennar er vissulega vert að minnast, ef ]>að er gjört yfirlætislaust og með ]>akk- látu hugarfari. En til er iíka önnur hiið, — meinlæta og þrautahlið. Hana láta menn helzt liggja í ])agn- argildi, — ekki sízt á lslendingadegi. Við henni skal eg heldur ekki lirófla. En í huga mínum á liún samt engu minni helgi en hin- í stað þess, að dvelja nú við leið- ina, sem farin er, langar mig til að beina huganum að ieiðinni fram- undan. Fram á þá leið þarf hugur- inn ávalt að renna loftförum sínum, áður hún er iögð undir fót. Það, sem hver maður óttast mest, er að glata sjálfuin sér, — glata sínu eigin persónueðii, — gleyma hver hann var og sögunni að baki sér. t>að er engin furða. Því ódauðleik- inn, sem allir þrá, er einmitt í því fólginn, að menn muna sína sögu, geta rakið ferilinn. Vestur-lslend- ingar eru farnir að finna til þess, að þeir verða að gjalda alvarlegum var- huga við, að glatast ekki hér í þjóða hafið, — verða eins og tinhnappar, sem kastað er í deiglu saman við aðra tinhnappa, og bræddir aliir í einn ólögulegan klump. Það áleit skáldið mikla, Henrik Ibsen, að væri miklu verra og óttalegra fyrir einstaklinginn en að fara í vonda staðinn. Sainanber: Pétur Gaut. Og svo er forsjóninni fyrir að þakka, að flestum af oss finst það ekki neitt sérlega glæsileg tilhugsan. Hvað eigum vér þá að gjöra til að varast það víti? Hugsunarlaust megum vér ekki fljóta eins og ára- laust fley að feigðarósi- Það, sem vér unnum mest af öllu, er vér komum frá ættjörðu vorri, var einmitt íslenzkt þjóðerni. Og l>að var ekki svo mikil furða. Því þjóð- ernið er í ráuninni ]>að í fari einn- ar þjóðar, sem varanlegt giidi iiefir. Alt, sem hefir gjört oss að lieim mönnum, sem vér erum. Persónu- leikinn og þjóðernið er eitt og hið sama í insta eðli. Afklæðist maður- inn þjóðerni sínu, afklæðist liann að langmestu sjálfum sér. Lítið hefði orðið úr Jóni Sigurðssyni, ef hann hefði smeygt sér inn undir vænginn á Dönum og farið að verða danskur. ISLENDINGAR VILJUM VÉR ALLIR VERA, — cr lieiiagt orð, grijiið undan hjartarótuin vorum. Heiiagt er það orð, þegar það er tal- að úti á Islandi. Undir ]>ví merki hefir þjóð vor fundið sál sína og velferð- Heilagast verður það orð, þegar það er talað fjarri ættjörð- unni, því þar er svo örðugt að lifa| eftir því. Þetta heilaga orð megum vér Vestur-íslendingar ekki taka fá- fengllega, heldur brenna það inn i hugskot vort og barnanna vorra. Til þess er Islendingadagur lialdinn. Þeim, er hingað komu frá ættjörðu vorri eftir að þeir voru komnir til vits og ára, hefir í rauninni verið þessi lnigsan heilög. En þeim hefir ] ekki tekist eins vel og æskilegt liefði verið, að láta hana verða jafn-heil ! aga í hugum barnanna. Vér höfuin ekki verið nærri nógu nærgætnir ogj Hugmyndir barn- varasamir í tali. þótt hann eiginlega enga ættjörðina eigi, heldur hafi í meir en 2 þúsund ár vcrið allra landa kvikindi. Og það stendur þeim hvergi fyrir þrif- um. Allra manna bezt komast þeir áfram og leggja undir sig áhrifa- mestu og hæstu stöðurnar í mann- félaginu. En það er naumast til svo fátæk gyðinga-fjölskylda, að hún ekki kaupi kenslu — góða og full- komna kenslu handa börnunum sín um í hebreskri tungu, svo þau verði í henni fær og nokkurn veginn full- numa Og um leið er kveiktur kær- leikur og lotning fyrir öllu, er þjóð- erninu hcyrir til. Slíkt liið sama hefðum vér Islend- ingar átt að gjöra fyrir löngu. Og nú verðuin vér að gjöra oss það ljóst, að þetta þarf að verða heilagt fram- kvæmdarmál 1 framtíðinni. íslenzk foreldri verða að sjá börnum sínum alment fyrir kenslu í íslenzku- Is- lenzku þarf að kenna á hverju heim- ili, í hverri bygð, svo helzt enginn verði útundan. Og þetta er liægðar- leikur, sem eidri og yngri hefðu mestu unun af. 1 hverri bygð þurfa að vera farand-kennarar í íslenzku. Og á þeim tímum, sem enginn al- þýðuskóli er, mætti safna saman stærri hópum til kenslu. Mikið er talað um íslenzkan skóla á einhverj- um einum stað. En hann getur ald- rei komið nema iitiu til leiðar. Is- lenzkan deyr eins út fyrir honum. Skólarnir þurfa að vera eins margir og heimilin. Skólaináli sínu þurfa Vestur- íslendingar að beina í réttan far- veg. Þeir þurfa að sjá um, að ís- lenzka verði kend við fylkisháskól- ann, og koina því kennaraembætti sjálfir á fastan fót, svo aldrei verði lagt niður- Þar að auk gæti þeir komið upp unglingaskóla, þar sem kend væri íslenzka og íslenzk fræði eingöngu. Allar námsgreinar aðrar geta þeir betur lært á al-innlendum mentastofnunum. Og hvert ofurlít- ið íslenzkt mannfélag, hvar sem það er, hvort heldur vestur við liaf eða yzt út við vötn, ætti að hugsa: Án kenslu í íslenzku mega börnin inín ekki vera. Og láta svo framkvæmd fylgja í verki. Þá fyrst gjörðum vér það, sem í voru valdi stendur, til að bjarga ísiendingnum. Þá fyrst sýnd- um vér, að vér unnum þjóðerni voru ekki síður en Þjóðverjinn, Skandínavinn og Gyðingurinn, en stæðum þó engum Kanadamanni á baki í því að vera góðir borgarar. Sagt er frá írlendingi einum, sem var að moka mold að vordegi frá húsi sínu, sem að hausti hafði verið látin þar til hlýinda. “Hvern þrem- ilinn ert þú nú að gjöra?” spurði annar íri, sem gekk fram hjá. “Ó, biddu fyrir þér, laxmaður!” sagði sá, sem á rekunni hélt- “Eg er að moka myrkrinu út úr kjallaran- um!” Það veitti ekki af, að farið væri að moka myrkrinu út úr vestur- íslenzka kjallaranum. Vér erum svo dreifðir, og máttvana vegna dreif- ingarinnar, að vér fáum ekki bjarg- að sjálfum oss og sálarheill vorri, og alt er að fara forgörðum. I stað þess allir að tilheyra einni kyrkju eða einum kyrkjulegum félagsskap, til- heyrum vér mörgum, sem hamla hver öðrum. — Vestur-íslendinga anna um íslendinginn , ættjörðina ] brestur alt bolmagn, sökum þess, og alt, sem íslenzkt er, fkra eftir því, sem börnin veita eftirtekt í tali og dóinuin hinna eidri. 1 tali voru og| dómum daglega á heimilum vorum, ] hefir oss verið gjarnt til, að dvelja við skuggahlið þess að vera íslend- ingur. Vér höfum gjört svo mikið úr fátækt, örðugleikum og basli, að myndin^ sem risið hefir upp f huga barnanna um það, að vera íslend- ingur, hefir ekki orðið háfleyg. Vér höfum gjört íslenzku bæjargöngin að svo auðvirðiiegri smugu í huga barnanna, að þau fást ekki til að fylgja oss inn í bæinn- Oss hættir við, að dvelja svo við bresti og lesti hve dreifðir þeir eru í trúmálum. Með fram vegna þess gengur þeim svo illa að bjarga þjóðerni sínu úr bráðum háska. Sjálf eilífðarmálin lenda í handaskolum, svo helming- ur fólks vors eða meir fær á þeim ýmugust og snýr við þeim baki. Til að ráða bót á þessu þurfa Vestur-íslendingar að leggjast á eitt með að láta trúmálaflokkana rcnna saman í eitt allsherjar félag, þar sem svo er rúmt, að öllum, sem vanda vilja líf sitt, vernda andleg óðul sín og verja lífinu vel, yrði á- nægja og sönn sálubót að vera. Þetta getum vér, ef vér viljum. Og íslenzks þjóðlífs, að börnunum finst ] þetta gjörum vér, ef vér erum nokk- réttast að koma helzt hvergi nálægt því. Þetta hefir alls ekki verið af illu. Sársauki út af því, að þessu] skuli þannig farið, hefir oft verið! orðum vorurn að baki. En nærgætn-: islegt hefir það ekki verið. Um ætt-| fyrirmyndar. Kyrkjufélögin stóru unr menn! Sjáið hvað er að gjörast í kring unt yður. Kanada, landið, sem vér höfum tekið oss bóifestu í, er að verða öllum kristnum heimi til jörð sína og þjóðerni þarf liver mað- ] ur ávalt að tala af hinni riiestu var- úð og nærgætni. Því oft er í holti heyrandi nær, — barnshugur, semj tekur ljósmynd af öllu, sem fyrir ber, og geymir. Um ættjörð og ])jóð þarf liver maður að tala með lotn- ingu og kærleika, á saina hátt og vér töluin um nánustu ættmenn vora. Með öilu voru tali þurfum vér að kappkosta daglega á heimilum vor- um, að kveikja kærleika og lotningu til þess, sem ísíenzkt er, í hjörtum hinna urigu, og hafa l>ær einar sög- ur að segja, sem vekja lengun til þess, að verða góðir og göfugir ís- lendingar, er aldrei verði ]>jóð sinni til annars en sóma, hvar sem þeir fara- Vér þurfum að ala upp íslending- inn hjá börnum vorum, i stað þess að láta hann deyja út. Þjóðverjar leggja rækt við Þjóðverjann, svo hann getur ekki dáið. Skandínavar leggja rækt við Svíwnn, Norðínann- inn og Danann, svo hann lifir. Gyð- ingar leggja rækt við Gyðiaginn, — svo dásamlega rækt, að hann lifir, og voldugu, sem svo lengi hafa klof- ið þjóðlífið i sundur, eru að renna saman. Þau eru komin að þeirri niðurstöðu, að þjóðlifið megi ekki við þeim aflmissi, sem af þcssum ó- tal klofnihgum leiðir. Það sé að iáta afiið — framkvœmdaraflið til sameiginlegrar velferðar — renna niður í sandinn. Skyldum vér eigi geta komist að sömu niðurstöðu^ Að þeirri ijiður- stöðu þurfum vér að komast, og það sem allra-fyrst, ef þjóðsálin vcstur- ísle’ ’ a á ekki að glata.st. Þeir, sem að því vinna, taka hönd- um saman til að bjarga. Þeir, sem á móti því vinna, taka höndum saman til að glata. í sambandi við ]>etta vil eg benda á sögu eina, sem fleirum en mér finst.nú vera að endurtakast. í þrælastrfðinu í Bandaríkjum er sagt frá ungum manni, sem þrýst var inn í her Suðurríkjanna og tekinn hafði verið óæfður og fávís frá búsýslustörfum með föður sín- um einhvers staðar upp í háiendi Norður-Karolinu-íylkisins. Hann

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.