Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 1

Heimskringla - 24.08.1916, Blaðsíða 1
Roya! Optical Co. Elztu Opticians i Winnipeg. ViO höfum reynst vinum þínum vel, — gefðn okkur tækifæri til að reyn- ast þér vel. Stofnsett 1905. W. R. Fowler, Opt. XXX. ÁR. WINNIPEG, MANITOBA, FIMTUDAGINN, 24. AGOST 1916. NR. 48 fj'öldi af fólki til skips, og mátti hér um hið sama segja og eg sagði í Hkr. í vor, þar sem eg gat um brott- för ‘Western Scots’ néðan, að “þar átti, auðsjáanlega, margur frænd- um og vinum á bak að sjá”. Að síðustu óska eg Sívertz-bræðr- unum og 103. herdeildinni til allra heilla og hamingju, sem og öllum þeim íslendingum og annara þjóða mönnum^ sem gengið liafa og ganga kunna í her Breta og bandamanna þeirra. Og megi þeir sem flestir og sem fyrst koma heilir á húfi heim til sín, — eftir fenginn fraegan sig- ur! Victoria, B. C., 24. júlí 191(5. J. Ásgeir J. Líndal. Stríðs=f réttir Það eru í rauninni engin stórtíð- indi af stríðinu að segja núna, eftir því sem stórtíðindi kallast á þess- um dögum: en allstaðar á vígvöll- unum eru Bandamenn að kroppa þennan og þennan staðinn, þessa og þessa víggröfina, l>enna og þennal kastalann frá Þjóðverjum eða ein- hverjum Bandamanna þeirra. Og það má fullyrða, að hvergi ýtist nú áfram hjá Þjóðverjum, heldur aftur á bak, hvort heldur það er á Frakk- landi, ítalíu, ltússlandi, 1 Asíu eða í Afríku. Herra ritstjóri Heimskringlu! Með því að eg hefi tekið að mér, að lofa þér og lesendum blaðs þíns að vita um þá íslendinga, sem geng- ið hafa í herinn hér í bænum, þá vil eg ekki draga að tjá þér — jafn vel þó eg hafi, nú sem stendur, mjög lítinn tíma til ritstarfa —, að þrír ungir, mentaðir og mjög efnilegir bræður gengu nú í byrjun mánað- arins (júlí) í 103. herdeildina (Bat- talion) hér í bænum. Drengir þess- ir eru: Henry George Sívertz, fæddur hér í bænum 15. nóv. 1893. Stundaði hann nám á hinum almenna menta- ekóla (High School) bæjarins, gekk svo f tvö ár á McGill háskólann (University), og las þá lög í tvö ár hjá T. Robertson, þáverandi lög- fræðingi bæjarstjórnarinnar hér, en varð þá að hætta lögfræðis-námi sökum heilsu-brests; að fenginni heilsubót gekk hann á kennara- skóla (Normal School) fylkisins, fékk kennara-leyfi í síðastl. des- ember, og var barnaskólakennari í sex mánuði hér stutt frá bænum. Hann gekk í ofan nefnda herdeild þ. 13. þ. m. mikinn og góðan skerf til harís, bæði fyrr og síðar. Annars vísa eg til þess, sem eg ritaði um hann í fyrra-vor, og birt var í Hkr. þ. 6. maí f. á.— Elinborg Sívertz er, eins og maður hennar, miklum og góð- um hæfileikum gædd, og hefir tals- vert kveðið að henni í enskum fé- lagsskap hér, ekki síður en í félags- lífi vor fslendinga. Eg ræðst nú til að senda þér litla mynd af Síverts-bræðrunum, til birtingar í blaðinu, enda þótt þú haíir ekki enn tekið í þlaðið mynd- irnar, sem eg sendi þér af þeim Goodmans-feðgunum og Leonard G. Griffiths, fyrir nærri fjórum mánuð- um síðan, sem mér og ýmsum hér þykir all-kynlegt, þar sem þú hefir oft óskað eftir myndum af íslenzk- um hermönnum. En eg vona, að þú bætir úr þessari yfirsjón þinni með því að birta nú í blaðinu allar þess- ar ofan nefndu myndir — ef hinar fyrnefndu eru ekki glataðar. Myndin af bræðrunum var tekin ’ heirna hjá þeim, litlu áður en þeir | fóru héðan. Afstaða þeirra á mynd- | inni er sú, að Henry er í miðið, Christian til hægri, en Gustav til vinstr hliðar við hann. Gustav Sívertz, fædur hér í bæn- um þ. 29. júlí 1895. Stundaði hann nám á alþýðuskólum bæjarins, og gekk svo um hrið á almenna menta-; skólann hér; en hætti svo við nám þar og byrjaði að stunda augn-' fræði (Optometry), sem liann hefir svo unnið við í fimm ár, bæði hér og í Yancouver. Hann gekk í her-' deildina þ. 4. þ. m. Christian Sívertz, fæddur á Point j Roberts, Washington (hvar foreldr-j ar hans bjuggu um tíma), þ. 30. sept. 1897, en fluttist tvcggja ára gamall hingað. Stundaði hann nám á al-' menna mentaskólanum hér, og út-1 skrifaðist þaðan í júní í fyrra; gekk j hann gekk svo um hríð á kennara- skólann, fékk kennara-leyfi síðastl. j desember, og var barnaskóla kenn- ari í sex mánuði hér norður á eynni.! Hann gekk í ofan nef-nda herdeild j þ. 5. þ. m. Foreldrar þeirra bræðra eru þau fyrirmyndar-hjónin Christian Sí- vertz, Sigurgeirsson, Sigurðssonar, ættaður úr Húnavatnssýslu, en fæddur í Miðhúsum í Reykhólasveit (þar sem snillingurinn Gestur Páls- j son var fæddur), þ. 3. des. 1864, og Elinborg Sívertz, dóttir Samúels bónda Björnssonar í Grafarkoti á Yatnsnesi í Húnavatnssýslu. Crist- j ian kom til Vesturheims 1883, en Elinborg árið 1888. Þau giftust hér f bænum 1892, og hafa búið hér lengst af síðan. Þau hafa eignast sex efnilega syni, sem allir lifa. Sá' elzti af yngri drengjunum þremur,' Victorian Sívertz, útskrifaðist úr al-J menna mentaskólanum hér í sumar. j Christian Sívertz (eldri) er mikill gáfumaður og margfróður, einkum 1 því, er að hagfræðis- og atvinnu- málum lýtur, og hefir hann látið mikið til sín taka í félagsskap verkamanna, ekki að eins hér í bæn- um, heldur í fylkinu og í Canada yfirleitt. Hann hefir samt sem áður ekki sneitt sig hjá íslenzkum félags- skap hér, heldur þvert á móti, lagt 1S3. herdeildin (“Vancouver Island Timber Wolves”), sem þeir Sívertz- bræðurnir tilheyra, og í eru 1,050 menn — af hverjum 75 prósent eru héðan úr bænum og nágrenninu —, lagði af stað héðan úr bænum, á- leiðis til Englands þ. 15. þ. m., kl. 4 e. h. Yfir-herforinginn (command- ing officer) er Lt.-Col. E. C. J. L. Henniker, O. C. Allur þorri hermannanna virtust ungir og vasklegir menn, og mun þvf herdeild þessi alls ekki standa neitt að l)aki 67. herdeildinni (‘West ern Scots’), ,sem fór héðan úr bæn- um, áleiðis til Englands, þ. 24. marz þ. á. (sbr. grein mína í Hkr. þ. 13. apríl), eða 88. herdeildinni (“Vic- toria Fusiliers”), sem lagði af stað héðan, áleiðis til Englands, þ. 23. maí þ. á., og taldar hafa verið einna tilkomumestu herdeildirnar, sem áður höfðu farið til Evrópu, síðan stríðið byrjaði. Þessu til nokkurs stuðnings vil eg geta þess, að einn af helztu prest. um hér í bænum, síra J. Gibson Inkster, sagði í bréfi til “Victoria Daily Times” í fyrradag, að það liefði gjört sig “stoltan” að sjá, þeg- ar hann í Vancouver, hvar hann var staddur þegar 108. herdeildin kom þangað, hafði verið að ganga á meðal liðsmannanna, bæði úti á strætunum og inni i járnbrautar- lestinni, sem átti að flytja þá aust- ur um land, að “hver maður hafi verið alveg ódrukkinn, mjög kur- teis og þægilegur í viðmóti, og í bezta skapi”. Presturinn segist geta um þetta opinberlega, vegna þess, að það mundi gleðja foreldra og vanda- menn hermannanna að frétta það. Eg vil bæta því hér við, Sívertz- bræðrunum til verðugs hróss, að þeir eru allir stakir reglumenn. Þrátt fyrir þó nokkra rignlngu daginn sem herdeildin fór héðan, þá fylgdi henni, ekki síður en hin- um ofan nefndu herdeildum, mikill ÍTALIR HALDA SOKNINNI ÁFRAM. Á ítalíu halda ítalir áfram sókn- inni á sléttunni suður af Gorizia en nofður af Trieste. Þeir hafa sótt upp Isonzo-dalinn, upp til Tolmino, sem Þjóðverjar kalla Tolmein. Er ]>að fjallaborg og ilt aösóknar, yfir liáa kletta og klungur að fara, og liggur hún 18 mílur norður af Gorizia og austan við Isonzo. Þarna þurftu ítalir að hreinsa dali, gjár og hæðir ailar á ieiðinni frá Tolmino og suður á Doberdo hásléttuna, og hafa þeir verið að því seinustu viku, og svo að ýta Austurríkismönnum lengra og lengra austur og suður á slétt- unni. Hún er líka oft kölluð Carso slétta og þar höfðu Austurríkis- menn vígi önnur, þegar Italir hröktu þá úr brúnunum. Þessi vígi hafa nú ítalir tekið, og áttu þeir á laugardagskveldið eitthvað 7—8 mílur eftir að komast til Trieste. Flugdreka liafa ítalir notað þar allmikið, bæði sína eigin og Frakka, og þeir fóru jafnvel suður fyrir Tri- este, til hafnborgar og kastala að nafni Muggio, þar sem vopnabirgð- ir Austurrfkismanna voru. Hleyptu þeir þar niður sprengivélum mörg- um, og sáust vopnasmiðjur og flug- drekahjallar í björtum loga. Þetta var einum 6 mílum sunnan við Tri- este. Á þessu svæði eru ítalir nú að berjast nótt og dag. ÍTALIR SENDA HERMENN TIL SALONICHL En svo hafa Italir sent eitthvað af hersveitum til Salonichi. Hinn 20. ágúst voru þeir í óða önn að lenda þar af flota all-miklum, sem kom sjóleið með þá, og skipa upp vopn- um og hergögnum. Ekki vita menn, hvað margir þeir voru. En undir eins og þeir stigu á land, gengu þeir með fylktu liði til herbúða, sem biðu þeirra fyrir utan bæjinn. Er sem allar þjóðirnar Bandamanna vilji leggja sinn skerf til að koma Búlgörum á kné og launa þeim með- ferðina á Serba-þjóðinni og reka Tyrkjann úr Evrópu. Þarna byrjuðu þeir fyrst að berj- ast á 50 til 60 mílna svæði, frá Al- baníu til Vardar fljótsins. Svo leng- ist vígvöllurinn til Doiran vatnsins og síðan austur lengra f Struma- dalinn, og var þá slagurinn á 150 mílum. Á þessu svæði höfðu Banda- menn allstaðar betur og tóku þorp og smábæji af Búlgörum. En austan til í Struma-dalnum og alla leið austur til Kavala, á einum 70—80 mílum, áttu Grikkir að hafa landvörn, og voru þar nokkrar her- sveitir þeirra. Þetta er viðauki sá, sem þeir fengu eftir seinustu Balk- anstríðin, og er bezta land. En nú koma Búlgara hersveitir að norðan á svæði þessu og láta ófriðlega. Og þegar Grikkir sjá það, halda þeir undan. En Bandamenn senda aftur hersveitir til að mæta gestunum, og voru þær á leiðinni, þegar þetta er ritað, og er talið áreiðanlegt, að Sarrail foringi Bandamanna hafi nóg lið til að mæta hverju, sem þarna kemur á móti honum, og halda samt norður eftir Serbíu aðal CORPORAL OSCAR GOTTFRED GOTTSKÁLKSSON. Corporal Oscar Gottfred er sonur Jóhannesar Gott- skálkssonar, sem lengi hefir búið í Winnipeg. Hann lagði af stað til Englands þann 16. þessa mánaðar með herdeild sinni, númer 138, frá Edmonton. Hann hefir verið þar vesturfrá nokkurn undanfarinn tíma, og inn- ritaðist þar í síðastliðnum desember. — Vér óskum honum til lukku eins og öllum öðrurn góðum drengj- um, sem gefa sig fram til þess, að lialda uppi heiðri okkar og þjóðíélagsins í heild sinni. flokknum. En alt verða þeir að smala landið sem bezt, svo að hvergi verði eftir, og munu þessar 200,000 Serba. sem með flokknum er, hafa góðan hug á því. Kosningar á Grikklandi ekki af- staðnar ennþá, verða snemma í næsta mánuði, og þá búast menn við umskiftum. En áður langt líð- ur mega menn búast við bardögm ])arna, sem annarsstaðar á vfggörð- unum. Þeir eru rétt að búa sig til og koma sér fyrir þessa dagana. FREGNIR ÓLJÓSAR FRA RÚSSUM Frá Rússum eru fregnir nokkuð óljósar, bæði í Asíu og í Evrópu. En í Asu halda þeir sínu, þó að ekki fari sögur af neinum miklum bardögum. En sunnan við Prípet-flóana og alla leið suður á Ungarn og á nær 100 mílna svæði í Carpatha fjöllun- umum eru þeir einlægt að berjast. Norður við Kovel í Volhyníu rennur áin Stokhod norður í Pripet, en lág lendi víðast, og voru Þjóðverjar þar til varnar að vestan, en Kaledines með Rússa sótti á að austan. Þjóð- verjar voru búnir að senda mikið af hinu bezta liði sínu þangað því að þarna máttu þeir sízt láta undan. Það hafa verið dunur og dynkir, brestir og skruðningar all-miklir þarna norðvestur í Saskatchewan út af ákærunum á stjórnina og Lib- eral flokkinn í mútumálum, vega- bótamálum, brennivfnsmálum og allrahanda málum. Blöðin hafa ver- ið full af þessu langa lengi, og menn voru orðnir saddir á þeim lestri og hrollurinn fór um fólkið, þegar það heyrði sögurnar hverja af annari. En loks kom lausnarstundin, þeg- ar þeir gáfu úrskurðinn í sumum af málum þessum dómararnir El- wood og Brown. Úrskurður þeirra varð meðal annars þessi: Sekir eru þeir: Forseti þingsins Hon. J. A. Sheppard, og þingmenn þrír, “Little Herbie” C. Pierce, ‘Pin- to Sam' Moore og C. H. Cawthorpe. — Allir hafa menn þessir tekið mút- ur af brennivínsmönnuin. En Pierce Hafa þar því verið hinir grimmustu slagir hvað eftir annað f 3 vikur eða ineira. Sunnantii komust Rússar yfir ána og eitthvað lítið norðar- lega. En lengi stóðu Þjóðverjar fyr- ir þangað til að nii er sagt, að þeir hafi loksins brotið garðinn þýzka, við smábæjinn Tobol. Hvað eftir annað náðu Rússar honum, .og hvað eftir annað komu Þjóðverjar hálfu liðfleiri en áður og hröktu þá burtu. Loksins héldu Rússar þó þorpinu og víggröfum ölum þar ná- lægt; en Þjóðverjar urðu nauðugir undan að láta. — Suðurfrá, í Galizíu, eru þeir að berjast um Lemberg. Þeir eru icynd- ar nokkuð frá borginni í hálfhting og reka Rússar safnið; en Þjóðverj- ar og Austurríkismenn snúast önd- verðir móti, og er torsótt leiðin og tafir margar, þegar berjast verður um hvert ferhyrningsyard. Og ekki voru Rússar á mánudaginn búnir að taka Halics; en að kastala þeim voru þeir komnir að heita má. Þeir komu þar að sunnan. En aðrir flokkar Rússa sóttu fram að austan og norðaustan og lögðust þungt á. En nú er svo sem Rússar láti þenna nýja her sinn sækja á Ung-» arn; því að um öll skörðin suður og Cawthorpe fundnir sekir fyrir að hafa einnig mútað sjálfir. Hon. A. P. McNab var frfkendur af Brown dómarat en sekur fundinn af Elwood dómara. Hann trúir ekki framburði ráðgjafa þessa, þar eð eiðfestur vitnisburður hans er ó- samkvæmur sjálfum sér í ýmsum at- riðum. “Samsæri Rogers” reyndist vindur einn, og ekki hin minsta tilhæfa fyrir ákærum þeim. Allir þessir ákærðu og dæmdu menn hafa viljað og verið að mata krókinn og hent á lofti feita bita úr búri fylkisins og skrúfað og pressað af mönnum peninga til þess að halda sér f sætum og Liberal flokkn- um vfð völdin. Búist er við, að allir hinir seku segi þegar af sár. frá Jablonitza, á einum 150 mílum eða meira, er sagt að Rússar séu að berjast við einhverjar leifar Austur- ríkismanna, og að sunnantil er að sjá, sem þeir séu komnir í gegnum fjöllin hafi jafnvel gjört herhlaup ofan undir Maramarosziget, sem er helzti bærinn, þegar vestur kemur úr fjöllunum. Alls er sagt hinn 18. ágúst að Austurríkismenn liafi í júní og júlí mánuðum tajiað þarna eystra 830 þúsundum manna, og síðan hafa þeir þó tapað miklu, því að einlægt hefir verið barist og einlægt hafa þeir hraktir verið. Á FRAKKLANDI ÞOKAR BANDA- MÖNNUM EINLÆGT ÁFRAM Seigt og fast en einlægt ögn áleið- is gengur það á Fvakklandi, þó að bardagarnir séu ekki feikna stórir á hverjum stað. Um Somme-orust- una segir þýzkur herfréttaritari, Er- ick von Saltzmann, “að mannfallið hjá Þjóðverjum sé voðalegt, og að margir þýzkir herflokkar hafi kom- ið aftur úr bardögunum með svo miklu mannfalli, að þvílíkt hafi ald- rei áður heyrst í sögu mannkyns- ins”. Hann er fregnriti fprir þýzka stórblaðið “Vossische 2eitung”. Við Somme á Frakklandi sóttu Bretar fram á 11 mílna svæði, og tóku þar hrygg einn, sem Þjóðverj- ar höfðu haldið nálægt Thiepval og norður af Pozieres, og hálfa mílu af skotgröfum vestur af Higliwood. — Þetta er nálægt Guillemont. Eitt- hvað um eitt þúsund fanga tóku þeir þarna. Við Fleury, eina virkisborgina í kringum Verdun, ætluðu Þýzkir að hrekja Frakka, og byrjuðu með því að spúa á þá logandi tjöru eða olíu eða einhverjum djöfuldómi, sem menn vita ekki nafn á: og komu svo á eftir á harða hlaupi. En einhvern veginn stóðust Frakkar eldinn og tóku óþyrmilega á móti, svo að Þjóðverjar féllu hver um annan í hrönnum. Þeir gátu komið við 75 millimetra byssunum sfnum, og þá var áhlaupið búið á 1 eða 2 mínút- um. (Framhald á 5. bls.) ÁRNI THORLACIUS í hermannabúnmgi Skota. Árni Thorlacius er sonur Dan- íels Thorlacius, er um eitt skeið var kaupmaður f Stykkishólmi, og Guðrúnar konu hans^ Jó- sepsdóttur Skaptasen, læknis frá Hnausum. — Árni er í Há- lendingasveit Skota (Camerons) og er í skozkum búningi. Nú er hann úti í þreskingu, en býst við að fara undir haustið til vígvallanna. ÞINGFORSETINN OG FLEIRI LIB- ERAL ÞINGMENN í SASKAT- CHEWAN FUNDNIR SEKIR.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.