Heimskringla - 24.08.1916, Side 3

Heimskringla - 24.08.1916, Side 3
WINNIPEG, 24. ÁGÚST 11916. HEIMSKRINUl. .1 BLS. 3 Egyjtalandi og einangra þá í Suður- Afríku, svo að sækja mætti að Jieim öllum megin, öegar tómstundir leyfðu. Balkanþjóðirnar áttu nátt- úrlega ailar að afmást af jörðunni. Og í Asíu ætluðu þeir að reisa við veldi Alexanders mikla. En Rússar voru búnir að ein- setja sér, að þetta skyldi ekki verða. En hvernig stóð þá á því, að þeir létu ekkert á sér bera, þegar Þjóð- verjar voru að brjótast með Búlgör- um yfir Serbiu? Þeir sátu kyrrir og hreyfðu sig ekkit og þó voru Serbar vinir þeirra og frændur, sem Rúss- ar einlægt hafa hiálpað, og óefað sveið Rússum það ákaflega. En þeir höfðu fult í fangi, og einlægt vant- aði þá bæði vopn og skotfæri. Þess vegna urðu þeir að sitja kyrrir og horfa á Þjóðverja brjótast um blóði drifnar leiðir alt suður til Mikla- garðs. En Rússar vissu bétur en nokkur annar hvert þeir stefndu, og Rússar voru líka á leiðinni þangað; en þeir fóru aðra leið. Rússum var hat- ursfull þessi för Þjóðverja til Mikla- garðs, því að þá voru þeir til eilífð- ar útilokaðir frá Miðjarðarhafinu. En nú ætluðu Rússar ekki að láta óvini sína sleppa undan, og nú ætl- uðu þeir ekki einungis að banna Þjóðverjum “garðinn”, heldur einn- ig láta hkern daginn verða seinast- an, sem Tyrkir réðu sundunum. — Tyrkir voru dæmdir. Rússar fóru því langan krók, alla leið austur í hálendi Asíu, um fjöll- in og sandana, þar sem Persar búa, og þar sem Tyrkir og Þjóðverjar voru að mynda flokka á móti Rúss- um. Þeir fóru alveg eins að eins og leitarmenn á afrétt. Þeir fara kan- ske margar dagleiðir fyrir “safnið” á afréttinni og reka svo alt saman heim til réttanna. Rússar urðu ið fara upp á hálendi Persíu, til þess að komast fyrir “fóstbræðurna” Tyrki og Þjóðverja, og Bretar þurftu að koma að sunnan og reka þá upp láglendið milli fljótanna. Og nú eru þeir einlægt að reka “safnið” í stór- um hópum saman. Þetta er ómögu- legt og óhugsandi að gjöra á nokkr- um vikum; það tekur marga mán- uði og margan slaginn; en einlægt færist dómurinn nær og einlægt verða stundirnar og dagarnir færri fyrir Tyrkjum og fóstbræðrum þeirra. En draumsýnir Þjóðverja eru nú allar að eyðast, og þó að Rússinn sé seinn, þá er hann svo þungur, þar sem hann legst á, að alt vill undan brotna, og það munu Þjóðverjar og Tyrkir finna áður en langt líður. Salonichi. Og þegar Bretar og Frakkar fóru til Salonichi, þá var það'hið snjall- asta ráðt sem þeir gátu tekið. Þeir sýndu þá öllum þjóðunum á Balk- anskaganum og öllum heimi, að Bandamenn unnu í stríði þessu hver með öðrum. Þeir sýndu þá stjórnunum í Aþenuborg og Buk- harest og Sofíu, að þær gátu ekki haft Bandamenn að ginningarfífl um, og að þefm hafði aldrei komið til hugar, að láta Þjóðverja ráða þarna lögum og lofum. Og svo sett- ust þeir að þarna í Salonichi, rétt utan við götu Þjóðverja, járnbraut- ina frá Vínarborg til Miklagarðs; þeir settust þarna einmitt á staðn- um þeiin sem Þjóðverjar höfðu fyr- ir löngu ætlað sér, — settust að í sjóborginni fornu norðantil við Grikklandshaf. En eitt er aðgætandi; nefnilega það, að þeir hefðu aldrei getað sezt jiarna að og búið um sig í Salon- ichi, ef að þeir hefðu verið einir um það. En Riissinn hjálpar þeim með því að koma að austan og draga til sín allan afla Tyrkja austur í Litlu- Asíu og Mesópótamíu. Þeir hafa nú um stund, Rússarnir, verið að refsa Tyrkjanum fyrir Armeníu morðin, og þó að þeir séu mörg hundruð mílur austur af Miklagarði, þá stendur Tyrkjum nú jafnt ótti af Rússum og Bretum að austan, sem Bretum og Frökkum f Salonichi, — því að þegar stundin kemur, fellur skriðan yfir þá. Bretar hafa nóga peninga. Þeir geta haldið áfram atríðinu ár eftir ár, hve lengi sem er. Menn hafa alment ætlað, að Bret- ar myndu þá og þegar uppiskroppa með peninga. Að borga 25 milíónir dollara á hverjum einasta degi til stríðskostnaðar, álitu menn svo voðaleg fjárútlát, að engum kom til hugar, að nokkur þjóð gæti staðist það. Þetta héldu menn að hlyti að gjöra hverja einustu þjóð heimsins að öreigum og vesælingum, hversu auðug, sem hún væri fyrir. En nú kemur fjármálaráðgjafi Breta (Chan- cellor of the Exchequer), og sýnir þjóðinni fram á, að hvað gkilding- ana snerti, þá geti þeir haldið stríð- inu áfram hvað lengi, sem þeir vilji. Þetta flaug sem hvalsaga um alt Bretaveldi, því að víða voru menn farnir að kviða fátæktinni og fé- leysinu; þeim kynni að renna sig- urinn úr greipum fyrir félej’si, og að enginn ætti skilding eftir, þegar , sigurinn loksins væri fenginn og! stríðið búið. í samtali við fréttaritara frá Bandaríkjunum gat Mr. McKenna þess, að útgjöldin til stríðsins væru 25 milíónir dollara á dag, eða yfir 9 bilíónir dollara á ári. Búastríðið hefði kostað Breta eina bilíón 250 milíónir dollara og hefði staðið í tvö ár; en nú myndi sú upphæð ekki duga í tvo mánuði. Og þræla- stríðið hefði kostað Norðanmenn 3 bilíónir 330 milíónir dollara og stað- ið í fjögur ár. En það fé myndi nú ekki duga Bretum lengur en rúma 4 mánuði. Alls sagði Mr. McKenna að Bretar þyrftu að leggja frá til herkostnaðar á árinu $9,125,000,000; en af því hefðu fengist $2,500,000,000 með sköttum; þeir hefðu aukið skatta á munaðar- vöru (tóbaki, tei og sykri), og lagt nýja skatta á ýmsar vörur, sem áð- ur voru skattfríar, svo sem eldspít- ur, kalda drykki, veizlur o. s. frv.; en aðal-tekjurnar hafa þeir fengið með beinum sköttum, og verður nú' hver borgari að gjalda af tekjum sínum frá 1 prósent, af lágum tekj- um (eða tæplega það, alt upp í 41Vá prósent, þegar tekjurnar eru mikl- ar. Ennfremur taka Bretar 60 pró- sent af agóðanum við vopnasmíðar; það er að segja: af því, sem fer fram yfir venjulegan ágóða á friðartím- um. Það lítur því svo út, sem Bretar séu ekki hræddir við fjárskort. Og verður það valt fyrir óvini þeirra að treysta því, að Bretar verði að hætta stríðinu fyrir peningaleysi. Og svo hafa þeir lánað og lána enn Bandamönum peninga í hundrað milíónatali. Hvenær sem einhverja þjóðina, sem með þeim stendur, vantar peninga, þá þarf ekki annað en fara til Englands, — peningarnir koma undir eins. Álnir og krónur. Lanaaurar og silfurverð. — Forn ís- lenzk hyggindi og ný heimska. Nú er sú tíð — dýrtíð, að öllum verður tíðrætt um lítilsvirði hverr- ar krónu og getur vfst engum dulist hvað krónureikningurinn er vitlaus og óhentugur til frambúðar, þegar ræða er um þau viðskifti, sem mestu varða í hverju þjóðfélagi: um kaup verkafólks og laun hvers konar starfsmanna, hvort heldur unnið er í þarfir einstakra manna, eða al- þjóðar. 1 öðrum löndum hefir mönnum orðið tíðrætt um þennan vanda að undanförnu. Alt þetta vandræða- stríð milli verkamanna og vinnu- veitenda stafar aðallega af því, að kaupið er allstaðar talið í pening- um, en peningar hafa stórum fallið í verði. Þó að verkamenn hafi nú víða með mestu eftirgangsmunum (verkföllum og róstum) fengið kaup sitt hækkað að nafninu til um þriðjung eða helming eða þaðan af meir frá því sem var fyrir 15 til 20 árum, þá eru þeir engu betur settir; og allir þeir, sem vinna fyrir árs- kaupi, hafa — yfirleitt — orðið enn þá ver úti. Því er nú svo háttað, að okkur ís- íendingum ætti að veita hægar en nokkuri annari þjóð, að ráða bót á þessum miklu og meinlegu misfell- um. Við höfum ráðið fram úr þessu, forfeður okkar, en erum nú búnir að gleyma þvi snildarbragði, í stað þess, að hagnýta það og laga eftir nútíðarháttum Eg á hér við landaurareikning- inn. Prófessor Þorvaldur Thoroddsen segir rétt nýlega í bréfi til mín: “Slæmt þykir mér að löggjafar- valdið skuli vera að útrýma okkar góðu landaurum; nútíminn sýnir bezt, að þeir eru miklu stöðugri og réttari verðmælir en peningarn- ir Landaurareikningurinn er sér- stök íslenzk snildarleg uppáfynd- ing, sem sýnir hinn mikla vitur- leik fornmanna; hann hefir í margar aldir verið máttarstólpinn undir öllu bjargræði voru, eins og Tómas Sæmundsson segir”. Það er vert að taka eftir þessum orðum eins vitrasta manns þjóðar- innar. Og nú er Sögufélagið íágætt félag), að gefa út “búalögin” okkar fornu. Þar má sjá það svart á hvítu þetta forna snildarlega íelenzka þjóðráð — landaurareikninginn. En á sfðustu mannsöldrum höfum við íslendingar slegið slöku við þetta ágæta þjóðráð; farið illa að því, skemt það, spilt þvl og horfið frá því, í stað þess að leggja fulla rækt við það, bæta það og laga eftir breyttum ástæðum. Það er þó sízt óhugsandi fyrir okkur, að finna hentuga nútíðar- aðferð til að reikna út árlega meðal- alin, hvað hún skuli vera móti pen- ingum. En þá kalla eg alinina rétt setta, ef það stendur heima, að sjálf- sagðar lífsnauðsynjar fullorðinnar manneskju á ári nemi jafnan sama álnatali. Og þá getur engum dul- ist, hvílík réttarbót það væri, ef alt kaupgjald væri í álnum talið, en j ekki í krónum, svo að verkamaður fengi t. d. 6 álnir á dag í kaup. —i Gjörum, að alinin hafi verið 60 aur- ar fyrir stríðið. Hún mundi þá nú, eftir sama mati, vera um það bil 1 kr., og verkamaðurinn með 6 álna dagkaupi fá nú 6 krónur á dag, sá sem fyrir stríðið fékk 3 kr. 60 auraj á dag, — og ekkert vandræðatal utn verkföll og gjörðardóma. Þetta er sannarlega alvarlegt um- hugsunarefni. G. Björnsson. (Lögrétta). * Trúmáladeilur í Danmörku. Mál Arboe Rasmussens prests í Danmörku er orðið alkunnugt hérj á landi. — Hann hafði sótt um j prestakall í Vaalse árið 1913,' enj biskup hans mælti á móti því, að j umsókn hans yrði tekin til greina, j vegna þess að trúarskoðanir hans j væru ekki í samræmi víð þjóðkyrkj- j una, en sóknarnefndin krafðist þessj og lögðu svo 4 af 5 sóknarnefndar- j mönnum það til, að Rasmussen yrði veitt kallið. — En þó hófu “kyrkjufeðurnir” málaferlin út afj trúarskoðunum prestsins og þótti j mörgum undarlegt, að ekki hafði fundist ástæða til þess fyr, því aðj Rasmussen var þjónandi prestur í; þjóðkyrkjunni. Leit því svo út, sem sáluhjálp Vaalse-sóknarbúa lægi yfirmönnum kyrkjunnar þyngra á hjarta en fyrri sóknarbarna Ras- mussens. — Málaferlum þessum lauk á þann hátt, að hæstiréttur sýkn- aði prestinn, og virtist ekki annað fyrir hendi en að setja hann inn í embættið. Kyrkjumálaráðherrann vildi þó fara varlega að öllu og hafa tal af biskupi þeim, Wegener, sem átti að gefa prestinum skipunarbréfið. —I Biskup var óákveðinn í svörum og! það varð að samkomulagi með hon- um og ráðherra, að hann skyldi leita álits embættisbræðra sinna: en svo fór að lokum, að biskupj þverneitaði, að láta Rasmussen í té. skipunarbréf og að taka að sér um-j sjá með honum. En biskupar létui í ljósi, að l>eir teldu réttara, aðj reynt yrði að greiða fram úr málinu I á þann liátt, að ekki þyrftu að rlsa j snarpar trúmáladeilur út af því. Ráðherra samdi þá lagafrum- varp, þar sem svo var ákveðið, að ef biskup færist undan því að veita presti skipunarbréf eða neitar að hafa eftirlit með iionum, þá getur kyrkjumála ráðherrann látið setja prestinn inn í embættið og tekið að sér eftirlitið. Frumvarp þetta bar ráðherra svo undir biskupana og þeir lögðu allir með því, að það yrði gjört að lögum. En þá kom til þingsins kasta. — Þegar stjórnin lagði frumvarpið fyrir þingið, kom það þegar í ljós, að hægrimenn og íhaldssamir vinstrimenn voru eindregið andvíg- ir frumvarpinu,, og J. C. Christensen hélt ræðu á móti því þegar við j fyrstu umræðu. Frumvarpið var l>ó | samþykt í þjóðþinginu, því þar eru jafnaðarmenn og frjálslyndir vinstri menn í ákveðnum meirihluta. — Enj í landsþinginu féll það. Síra Arboe Rasmussen féer þvíj reynslu fyrir því, að “ekki er sopið j kálið þó í ausuna sé komið”. Allar líkur eru til, að miklar deil- j ur rísi út af þessu máli, því að ekki i er það sennilegt, að sú frjálslyndaj stjórn, sem nú situr við völdin íj Danmörku, láti það niður falla viðj svo búið. Blaðið “Politiken” fullyrðir, að Rasmussen muni hafa átt að taka við prestakallinu í Vaalse 1. júlí, hvort sem lögin yrðu samþykt eða feld. — (Vísir). ingar frá reglunni. Því reglan er til- breytingaleysi á öllum sviðum. — Þegar eg dvaldi á Englandi fyrir nokkrum vikum, urðu vinir mínir forviða, er eg sagði við þá: “Þið er- uð sauðir, Englendingar”. í öli- um siðum daglega lífsins og eins í stjórnmálum er sama venjan. Allir karlmenn bera sams konar brækur, allar konur eins gjörða hatta: man eg eftir, að einu sinni var ekki hægt að fá í allri London blátt hálsbindi; blátt var ekki tízka þá, nefnilega; í Berlín, París og Vín er þetta ekki hugsanlegt. — Já, það vantar ekki, að hann leggist djúpt í útskýringum sínum á hinu viðkvæma eðli frelsisins. — ómögulegt að fá blátt slifsi í allri Londonl! Og aumingja maðurinn hefir hlaupið um allar götur og í hverja búð og hvergi getað fengið blátt slifsi. — Hvað skyldi hann hafa verið lengi að því? Svo hafa Englendingar auðvitað gjört grín að honum og þess vegna hefir hann sagt þetta: “Þið eruð sauðir, Eng- lendingar”. — Og mikið dæmalaust er það vel sagt!! Annars segir hann að frelsið sé hugtak og hefir það eftir Kant og hann vitnar líka í tónsnillinginn Wagner og Martin Lúter, svo það er auðséð að maðurinn er lærður. En hann minnist ekkert á frelsi Slésvíkurbúa eða Pólverja í Austur- Prússlandi. Álítur víst, að þeir geti verið ánægðir, ef þeir hafa nóg af bláum slifsuni og ganga ekki allir í eins brókum — og svo hafi þeir — hugtakið! Hrólfur. — (Vísir). Lœkurinn. Þú heillar mig, litli lækur! Mig langar í faðminn þinn. Svo hreinn og hýr og sprækur þú hoppar um farveginn. Þú skvaldrar í skauti dala, og skemtir þér mjög dátt. Þú veizt ei um sæinn svala, er svelgir þig nú brátt. Og lífið áfram liður, sem lækur sævar til. En hvað svo bragna bíður vér berum ei á skil. Af læknum læra skyldi að lifa frjáls f hug, og heyja lífsins hildi með hreinleik, styrk og dug. Þú minnir á landið Ijúfa, hvar lék eg ungur mér, hvar lækir klettinn kljúfa, og kveða og gainna sér. Á norðurljósa landið, á land með nætur-sól, á land með lagar-bandið, á land, sem frelsið ól- Og blessaðan “bæjarlækinn” mér birtir þú hugar-sjón, sem skeinkir, svo skyldu-rækinn, á skálarnar, vítt um Frón. Nú tala’ um slíkt ei tjáir, því tíminn naumur er, en þangað sál mín þ'ráir, og — þanga ö oft hún fer. J. Ásgeir J. Líndal. (Júní 1916). Til Sívertz-bræðranna. Heilir farið hólminn á, heilir komið aftur! Ávalt styðji yður, þrjá, alvalds- mikli -kraftur! (15.-7.-T6). J.A.J.L. Vígsvið ítala. Frelsi. Lögrétta flutti langan pistil á miðvikudaginn var, eftir einhvern uppgjafa Englending, H. S. Cham- berlain að nafni, sem ekki hefir getað orðið spámaður í sínu föður- landi og því flutt til Þýzkalands og síðan til Vínarborgar og þykir þar spekingur mikill. Pistill þessi á að vera samanburður á þýzku og ensku frelsi. Fyrst fer hann nokkr- um orðum um enskt stjórnmála- frelsi og gjörir lítið úr því. Síðan segir hann: ‘Eg vil leggjast dýpra. Því eðli frelsisins er viðkvæmt mjög, og verður það oft að flýja hávaða lífs- ins til þess að draga fram lífið í baráttuþreki einstaklinganna; næg- ir þar að benda á Bandaríkin í Norður-Ameríku. Að Vissu leyti er þessu einnig þannig háttað á Eng- landi; hvergi hittast fyrir aðrir eins sérvitringar, er ekki kæra sig um skoðanir annara, um venjur, um orðróm, illan eða góðan, heldur hugsa og lifa eins og þeim lætur bezt. En þetta eru bara undantekn- Sú skoðun virðist vera ríkjandi all-víða, að hluttaka Itala í styrjöld- inni miklu sé tilkomulitil og hafi þelzt enga þýðingu nema fyrir Itali sjálfa. Skoðun þessi er sjálfsagt bygð á því, að frásagnir af vörn og sókn á þvf sviði eru fáar og fáorðar I samanburði við þœr frásagnir, sem sífelt eru á ferðinni frá vígsviðinu á Frakklandi og á Rússlandi. Með- fram er og þessi skoðun eflaust af því sprottin, að fjöldi manna kann ekki að gjöra sér grein fyrir þeim ógna erfiðleikum, sem hinn ítalski her hefir við að stríða. Hvað snertir þýðingu hinnar ít- ölsku hluttöku í stríðinu, þá er hú n vitaskuld nákvæmlega hin sama þar, eins og á öllum öðrum vfgstöðvum, sú, að takmarka víg- svið hervaldsins, að láta það kom- ast “hingað og.ekki lengra” og halda því þar, hvað sem það kostar, þang. að til lýðvaldssinnar hafa dregið saman lið og vopn, sem þarf til þess að geta ða lyktum látið “kné fylgja kviði” á hervaldi og öllu ofbeldi, sem því fylgir. En auðvitað hafa It- alir einnig eigin hag á “bak við eyr- að”. Þá langar að sjálfsögðu til að ná í eitthvað af landinu fyrir botni Adiía flóans, sem fyrrum var partur af Rómaveldi; og þá langar sjálf- sagt ekki hvað minst til þess, að ná Trentino-héraðinu ai'tur; en sem þeim var varnað að ná, þegar Aust- urríki neyddist til að sleppa við þá ítölsku fylkjunum Venetía og Pied- mont. Inn á milli þessara fylkja skagar Trentino-héraðið, 60 til ýO mílur suður fyrir landamerkin milli Austurríkis og Piedmont og Venet- íu. Fólkið í þessum Trentino-dölum er ítalskt að ætt og í anda, þó það sé knúð til að hlýða boðum Habs- borgar herranna, sem ríkja í Vínar- bprg. I Trentino eru ástæður allar, hvað þetta snertir, þær sömu og í þýzk-frönsku fylkjunutn Alsace- Lorraine. Auk þessa er það og sjálf- sagður tilgangur Itala, að rista sem flest af þeim böndum, sem Þjóðverj. ar voru í þagnarþey búnir að leggja á allar æðar iðnaðar og viðskiíta á ítalíu, alveg eins og þeir höfðu áð- ur gjört á Rússlandi, þangað til ríkis-geymur sá hinn mikli var orð- inn að þýzku útibúi, að því er iðn- að og viðskifti snerti. Það kom ekki í ljós fyrri en eftir að stríðið var haf- ið, að þýzkri kapmellu hafði verið brugðið um aflvöðva beggja þjóða, og að ekki þurfti annað en kippa í taugina í Berlin til þess að herða að j vild á böndunum, suður í ítalíu eða austur á Rússlandi. Bankarnir, iðnaðarstofnanirnar, verzlunin og samgöngufærin, — alt var þýzkt eða undir þýzkri stjórn, og það sem verra var, —- hergagnasmiðjurnar voru þýzkár^ eða lutu þýzkum drottnum. Alt þetta komst upp, þegar tekið var að herbúa sig á móti Mið-Evrópu hernaðar-maskín- unni, en fyrri ekki, til hlítar. Á móti þessum ófagnaði, þessu hulinsafli óvinanna í heimahúsum, þurftu It- alir að berjast samtímis og þeir söfn. uðu liði og vopnum á landamerki sín að norðan. Það var Itölum, eins og Rússum,' gagn, í þessari þögulu s.ókn í heimahúsum, að Bretar gátu hlaupið undir bagga og útvegað peningalán. Hvað snertir það álit, að hluttaka ítala sé tilkomulítil, þá er það grundvallað á misskilningi einum. Víggarðurinn á Frakklandi, frá Svisslandi norður að sjó við Nieu- port í Belgíu, er með öllum bugðum og krókum litið yfir 500 mílur á lengd. Að meðtöldum öllum krók- um er víggarður ítala um 450 mílur á lengd, frá Svisslands-merkjum og niður að Adría-flóa botni. Vitan- lega er víggarður þessi víða slitinn. Væri það ekki, þyrfti þar miklu meiri mannafla til varnar og sókn- ar, en ítalir hafa vald á. En slitinn eins og garðurinn er, sýnir þessi ógna vegalengd, að það er enginn smá-túnskekill, sem italir hafa að hirða. En svo er fleira að athuga í þessu sambandi, en vegalengd eina. Vosges-fjöllin á Frakklandi eru örð- ug viðureignar, og þá ekki síður Karpatha-fjöllin á leið Rússa inn á Ungverjaland, en fjallgarðar þessir, einkum Vosges-fjöllin, eru þúfur einar í samanburði við þær óhemju. trölladyngjur, þær ógna gnýpur og þau flugabjörg og hyldýpis gljúfur, sem hvívetna stenima stigu Itala. Að undantekinni mjórri rönd meðfrain Adría-flóa og dal-skorum á víð og dreif, er fjær dregur sjó, er öll þessi 450 mílna leið samstæð há- fjalla-rönd, sem liðast í ótal hlykkj- um austur frá Alpa fjöllunum. 4,000, 6,000, 9,000 og alt að 13,000 fetum lyfta þessir fjallahnjúkar sér yfir hafflötinn, einn um annan þverann. Þessi svipmikla og fagra fjalla-rönd er merkjalínan á milli Italíu og Austurríkis. Sanngirni sýnist mæla með, að merkjaílnan þræddi hér allstaðar hæstu fjallarönd, til þess báðir málsaðilar stæðu jafnt að vígi með að verja merkjagarðinn. En því er ekki þannig varið. ítalía var rninni máttar en Austurríki, þá eins og nú, þegar samningurinn var gjörður. Af því leiddi, að merkin eru allstaðar sunnan á fjöllunum, en ekki á hæsta tindi eða rönd. — Sumstaðar er merkjalínan miðhlíð- is, en sumstaðar uppi undir brún, alt eftir því, sem hagkvæmast þótti fyrir Austurríki til víggirðinga, til varnar og sóknar. í þessum fjalla-geim hafa ítalir staðið — varist og barist. Upp þéssar ægilegu fjallshlíðar þurfa þeir alt a-f að klifra, — þegar eitt gljúfrið er yfirstigið, tekur annað við. Eftir að hafa klifrað einn þver- hnýptan hamar, tekur við annar og þriðji, og alt af eru Austurríkis- menn fyrir ofan þá, hærra í fjalls- idíðinni, með ramgjörð vígi á hverri klettasnös, þar sem vegnefna liggur um fjallaskarð, og á þeim, sem upp sækja, dynur eilíf “elds og kúlna hríð” frá þeim, sem ofar eru í hlíð- inni. Séu þessir ógna erfiðleikar teknir til greina, þá verður lítið um sann- gjarnar ástæður til að undrast, hve seint ítölum gengur að reka lið ó- vinanna lengra inn í Austurríki, en búið er. Það gengur seint, þar sem vegir eru greiðfærari. Það er vitan- legt, að Austurríkismenn eru engan veginn jafnokar Þjóðverja sem her- menn, skortir til þess alla æfingu. En það er líka vitanjegt, að öflug- um hersveitum Þjóðverja var beitt á móti ítölum. alt til þess, er Banda- menn hættu varnar-aðferðinni, en hófu sókn. Síðan hefir Þjóðverjum fækkað, og Austurríkismönnum líka, á vígsviði ítala, — hafa verið kvaddir til varnar bæði á Frakk- landi og á Rússlandi. Og síðan hef- ir ítölum líka orðið meira ágengt. Haldist sóknin jöfn bæði að austan og vestan, þá verður að líkum ekki langt þangað til, að ítalir komast svo langt inn í Austurríki, að þeir slíti samgöngufæri til Vínarborgar, og að þeim þá vinnist létt að taka Trieste og aðrar borgir í grend við flóann. uMórauða Mvísin” Sagan MÓRAUÐA MÚSIN, sem nú er a?S koma hér í blaSinu, hefir fengiS mikla útbreiðslu á ensku; enda er hún að flestra dómi vel skrifuð og skemtileg og einkar lærdómsrík.. Margir hafa hvatt oss til, að prenta hana í bókarformi, og það erum vér fúsir að gjöra, ef nógu marg- ir óska þess til að borga kostnaðinn. Vér viljum því biðja alla þá, sem eignast vilja þessa sögu í bókarformi, að láta oss vita sem fyrst. Sagan verður prentuð á góðan papp- ír (ef hún verður prentuð) og kostar ekki yfir 50c. Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sfelu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .............................. $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ............. 0.30 Dolores ....••••...................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 ÆttareinkenniS........................ 0.30 Lára ................................. 0.30 Ljósvörðurinn ........................ 0.45 Hver var hún? ........................ 0.50 Forlagaleikurinn...................... 0.55 Kynjagull ............................ 0.35 Sérstök Kjörkaup Ef pantað er fyrir $1.00 eða meira, gefum vér 10 prósent afslátt. Og ef allar bækurnar eru pantaðar í einu, seljum vér þær á — aí einsþrjjk dollara ($3.00). Borgun fylgi pöntunum. 44 »4 4» ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.