Heimskringla - 21.09.1916, Side 7
WINNIPEG, 21. SEPTEMBER 1916
HEIMSKRINGLA,
5M. 7.
Bezta hveiti
he/msins
Það er bragðið af bezta hveiti
heimsins í brauði og kökum bún-
um til úr
PURiTy
( More Bread and Better Bread
Grimd og líkn.
(Stríðsfréttir eftir konu úr Banda-
ríkjunum í blaðinu ‘Outlook).
Það er í dálítilli útbyggingu við
feykilega stóran spitaia, sem bruna-
sár og kal á höndum og fótum er
leSknað. Eg sá bar 11 menn (þeir
voru þar miklu fleiri), se mÞjóðverj-
ar höfðu spýtt á logandi tjöru. (En
Bandamenn hafa aldrei viljað sýna
Þjóðverjum djöfuldóm. þenna).
Þegar þeir komu til spítalans voru
fötin brunnin af þeim, og enn voru
þeir að brenna. Eg fór ekki af for-
vitni að sjá kvalir þeirra, heldur til
þess að sjá hina dásamiegu lækn-
ingaraðferð og reyna að vekja á
henni athygii annara út í frá.
Fyrst fórum við þangað, sem þeim
var hjúkrað, sem höfðu kalið á
höndum og fótum við Yerdun. Þeir
höfðu legið þar á verði hreyfingar-
iausir dag og nótt, og máttu ekki
hræra legg né lið, svo að óvinirnir
yrðu þeirra ekki varir. Þetta var á
þeim parti hergarðsins, þar sem ó-
mögulegt er að grafa neinar víggraf-
ir, þvi að landið var alt einn flói.
Hefurðu nokkurntíma séð kol-
brand á höndum eða fótum? Er það
ekki hryggileg sjón? Veiztu hvernig
lyktin er? Og sé hann á hönd eða
fæti, ])á vferður vanalega að taka
hendina eða fótinn af manninum.
Ef að þú hefir séð eitthvað af þessu,
þá getur þú fengið hugmynd um
]>að, hve dásamlegt það er, þegar eg
segi þér, að af öllum þeim tugum
manna^ sem sem sendir voru til
læknis þessa, þurfti að eins að taka
af einum manni fótinn, en af hinum
töpuðu fáeinir einhverju af tánum.
Og kom það þó vanalega af bví, að
þeir höfðu fyrst verið fluttir á aðra
spítala, þar sem menn höfðu gömlu
lækningaaðferðina við þá og nokk-
ur tími varð að líða, áður en þeir
komu til læknisins á spítala þess-
um.
Við horfðum á þá búa um sár
þeirra. Það þurfti hugprýði til að
horfa á það. Vanaleg sár eru sem
einskisvirði á móti þessum. En ei.g-
inn maður kveinkaði sér eða kvart-
aði um sársauka, því að þeir furidu
hann engan. Þess vegna gat eg he-t
mig upp og horft á það.
Einn hinna særðu manna talaði
til mín á ensku. Hann hafði unnið
við veitingar á hóteli í New York.
Hann taiaðl við mig rólcgur og bros
andi meðan hinir hryllilegu særðu
fætur hans voru málaðir með hvít-
um, vaxkendum vökva (þetta er
undralyfið, sem eg ætla að segja frá
síðar). Annar særður maður lá á
sjúkrabörum, og var að vefja upp
umbúðir, alveg eins og þetta snerti
hann ekkert sjálfan, á meðan aðrir
vorú að gjöra við stúfana á fótum
hans.
“Er það sárt?” spurði eg.
“Ekki vitundar-ögn”, svaraði
hann. “En áður en eg kom hing-
að--------”.
Þarna var fjöldi þeirra, allir með
brendar hendur eða fætur. — En
allir glaðir og kátir, að hugsa um
bata sinn, og allir á batavegi, og
enginn þeirra fann til sársauka í
þessum voða-skemdu limum sínum.
Þjóðverjar spýttu á þá logandi
tjöru.
Þegar eg fór að spyrja um sárin af
logandi tjörunni, þá sagði læknir-
inn mér, að það væru hinar grimm-
ustu og voðalegustu kvalir, scm
nokkur maður gæti hugsað sér, og
kvaðst ætla, að cg myndi ekki þola
að heyra það, ef þeim væri lýst eins
og ]>œr væru. Og þegar eg sá hinn
fyrsta skaðbrcnda hermann^ þá ætl-
aði eg ekki að trúa mínum clgin
augum. Eg gat ekki skiiið, að nokk-
ur maður gæti lialdið lifina með
önnur eins sár.
Eg varð svo æst Og reið, að cg gat
ekki stilt mig og hrópaði til lækis-
ins, sem næstur var: : “Hví losuðuð
þér hann ekki við allar kvalir? —-
(Sem þýddi: Hví léztu hann ekki
deyja? Og eg sá, að hann skildi,
hvað eg meinti).
En hann svaraði fljótlega: “Við
höfum losað hann við allar kvalir”.
— Þér getið máskc ekki trúað því,
hvernig hann leit út, þessi manns-
mynd; það var ómögulegt, að
greina nokkurt andlitsfall hans;
augun voru lokuð, varianar og stór
stykki úr andlitinu var brunnið,
alt inn í bein; allar tennurnar
berar og hendurnar svo hryllilegar,
að eg get ekki lýst því. — En tíu
dögum seinna, var hann farinn að
tala.
Og nú má fara að greina andlits-
föll hans vel og sárin djúpu eru
farin að fyllast af holdi, og hvítt
og fíngjört skinn er að færast yfir
holdið og á enni hans er að eins eitt
ör sem ekki er fylt upp, en innan
einnar viku verður ekki hægt að sjá
nokkurt ör á andliti hans.
Eg hefi skoðað allar ljósmyndir af
honum, litmyndir, teknar smátt og
smátt( frá því er hann fyrst kom
særður á spítalann og alt til þessa
dags, — en það er mánuður að eins.
Það er reglulegt kraftaverk, sem
maður sér þar. Og sjálfur sagði
hann mér, að hann hefði alls engar
kvalir tekið út, eftir að þeir fóru að
lækna hann með þessari nýju að-
ferð.
En sjálf hefi eg séð aðra, sem voru
langt til læknaðir eða albata, og
einnig séð myndir af þeim dag eftir
dag eftir að þeir komu á spítalann,
svo að eg get fullyrt það, að þessi
maður er ekki eitt dæmi; þeir eru
allir eins.
Bjargað höndum fiðluleikara.
Einn hermannanna hafði verið
fiðluleikari áður en stríðið hófst.
En nú varu hendur hans svellbólgn-
ar, eins og hann hefði belgvetlinga
á höndum. Þær voru allar ein
blaðra; rauðar sem purpuri og svo
grænar undir vaxsteypunni, sem
skýldi þeim. Læknirinn spretti með
hnífi sínum þvert um ulfliðinn inn
úr vax húðinni. Svo bretti hann
upp á vaxið og fletti af hendinni,
eins og menn fletta liprum glófa af
hendi sinni.
Maðurinn horfði forvitinn á lækn-
irinn á meðan.
“Þeii\ hafa lofað mér því”, mælti
hann “að eg skuli fá full not handa
minna aftur; og eg trúi þeim, því
eg hefi séð þá gjöra svo dásamleg
furðuverk. Ef að cg hefði ekki
reynt það sjálfur, þá hefði eg aldrei
getað trúað því, að nokkur maður
gæti stöðvað aðrar eins kvalir og
eg áður varð að þola, og það eins
fljótt og með jafn einföldu móti”.
Eg hefði líka aldrei getað trúað
því, að aðrar eins hendur gætu
nokkurntíma orðið líkar manna-
hönduin þegar eg sá myndirnar af
þeim eins og þær voru 10 dögum áð-
ur. Maðurinn átti að fara af spltal-
anum eftir einn eða tvo daga. Og
var hann ekki búinn að vera þar
fullan mánuð.
Við sáum ]>ar annan mann, sem
var mjög illa brunninn. Alt holdið
af nefinu var brunnið og af neðri
hluta andlitsins. Þeir höfðu reynt
að græða á liann skinn á öðrum
spítala, og þar hafði liann verið i4
vikur og kvalist einlægt, en ekkert
batnað. Hann sagði okkur frá þvf
sjálfur.
H*ann var búinn að vera á þessum
spítala í 17 daga. Og nú var hold
komið á alt nefið á honum; augun
voru opin og nú gat hann talað. —
En það bezta af öllu var, að hanp
kendi einskis sársauka. Læknirinn
sagði okkur samt, að liann væri
hræddur um, að hann myndi ör-
kuml bera, því að hann kom svo
seint til þeirra.
Þegar við vorum að fara ofan,
komu þar inn tveir menn með særð-
an hermann á börum. Þegar þeir
settu hann niður, kallaði læknirinn
á yngri stúlkuna, sem með mér var.
Maðurinn var brendur á höndum
og andliti, er fallbyssa ein hafði
sprungið. Við sáum fyrstu mynd-
irnar af honum eins og vanalega.—
Eg ætlaði ekki að geta trúað því,
að þar væru myndir af manni þess-
um. Ilann hafði verið fluttur þang-
að undir eins og hann særðist, og
var búinn að vera þar í 15 daga.
Eg gat hvergi séð á honum bruna-
merki. En þegar eg fór að líta betur
eftir honum, sá eg að hárið og
augabrýrnar voru rétt að byrja að
vaxa. Læknirinn bað mig að snerta
á hörundi hans; það var mjúkt
eins og é ungbarni.
— Menn munu nú spyrja, hver
þessi dásamlega uppgötvun sé, og
hvert sé nafn þessa heimsfræga
mannvinar, sem hafi fyrstur gjört
þetta. — En þetta er saga allra upp-
fyndinga. Og svo er lækningin svo
afar-einföld, og læknirinn hefir
hvorki auð eða áhrif stórmenna til
að lyfta sér upp. Þetta var svo ein-
falt, að eg skildi það eftir litla út-
skýringu. Efnin, sem lækna þetta,
eru: ‘vax’, ‘paraffin’ og ‘resin’. Þetta
er hitað upp til 120. gráðu á Celsius.
Þá verður það eins og vatn og á lit-
inn eins og hunang. Svo er það tek-
ið úr ílátinu, sem það er hitað í, og
brúkað undir eins. Þó að menn
stingi fingrunum niður í ]>að svona
heitt, eins og eg gjörði, þá er þau
rétt þægilega volgt, og storknar óð-
ara á hendinni, þegar liún er tekin
úr leginum, og legst það þétt utan
um hvert brot eða hrukku á hend-
inni, og er togleðurs-afl í því. Það
heldur öllu lofti úti, og þar kemst
enginn raki að; en loft og raki eru
sem menn vita, orsökin til allra
kvala í brendum limum eða holdi
manna.
Ef að hið brenda hold er ekki á-
kaflega tilfinninganæmt, þá má
draga vax þetta (sem læknirinn
kallar: ‘ambrine’) yfir brunasárin
með bursta. Og svo má líka dreifa
því yfir með lítilli pumpu. Svo er
limurinn vafinn í bómull og ‘gauze’,
til þess það springi ekki. Um and-
lit er að eins vafið ‘gauze’. •
Náttúran er lseknirinn.
í fyrstu er vaxhylki þetta tekið
tekið burtu á hverjum 12 klukku-
tímum og nýtt sett aftur í staðinn.
Sjúklingurinn finnur engan sárs-
auka, þegar það er burtu tekið.
Þegar lengra líður frá, er það látið
sitja í 24 klukkutíma.
Þegar eg svo spurði læknirinn,
hvort þetta væri alt það, sem gjöra
þyrfti, þá svaraði hann: “Frú mín
góð! Við læknarnir gjörum ekk-
ert. Það er náttúran sjálf, sem alt
þetta afrekar, þegar hún er látin
ein og óhindruð. Við gjörum ekki
annað, en að byrgja fyrir öll skað-
leg áhrif utan að, og svo grær hold-
ið og skinnið, rétt eins og plantan
vex undir áhrifum sólarinnar. Það
er alt”.
— En þetta hefir verið lífsstarf
hans, og til rannsókna eyddi hann
öllum eigum sínuin og andlit hans
var alt hrukkótt fyrir aldur fram,
og bar merki um alt, sem hann
hafði þolað. En svona gengur það.
Hann hafði fundið þessa lækningu
við frosna limi og dauða, en fékk
sára litla hjálp eða viðurkenningu
fyrir, og hefði þó nafn hans átt að
vera á allra vörum. Hann er einn af
velgjörðamönnum mannkynsins. —
Sjálfur æskir hann cinskis. Hið
eina, sem gleður hann er að lækna
og líkna svo mörgum, sem mögulegt
er og stilla kvalir þeirra.
Athugasemd. Vér viljum geta
þess, að vér getum ekki ábyrgst
sögu þcssa. Oss þykir hún reyndar
nokkuð “feit” sumstaðar. Vitaskuld
hafa meðul lík þessu tíðkast um
fleiri áratugi; en vér erum ekki
læknir og viljum láta þaÖ liggja a
milli hluta, en tókum söguna eins
og hún var í blaðinu, sem er eitt af
hinum merkari tímaritum Banda-
ríkjanna. — Ritstj.
Áskorun.
Stjórn Bókmentafélagsins hefir á-
kveðið, að gefa út helztu rit Jónasar
skálds Hallgrímssonar í bundnu og
óbundnu máli og kosið til að sjá
um útgáfuna, í samráði við forseta
félagsins, þá Helga Jónsson, dr. phil.
í Reykjavfk, Matthías Þórðarson,
fornmenjavörð í Reykjavík og Jón
Sigurðsson í Kaldaðarnesi.
Til þess, að rit þetta getLorðið sem
fullkomnast, eru það tilmæli út-
gáfunefndarinnar til allra þeirra, er
hafa í höndum eða vita um handrit
frá Jónasi Hallgrímssyni, kvæði,
sendibréf eða annað, og sömulciðis
bréf til Jónasar, að íjá eða útvega
nefndinni alt slíkt til afnota, helzt
í frumriti, cn ella í stafréttu eftir-
ri.ti, og enn fremur önnur gögn, er
lúta að æfi Jónasar, sv.o sem frásagn-
ir eða ummæji um hann í bréfum
samtíðarmanna. Nefndin beiðist
þess og, að henni séu látnar í té
sagnir eða munnmæli, er menn
kynnu að hafa heyrt um Jónas, t. d.
um tildrög sumra kvæða hans o. fl.,
a'lt með tilgreindum heimildum.
Allir þeir, sem kynnu að geta rétt
nefndinni hjálparhönd f þcssu efni,
eru beðnir að senda gögn sín ein-
hverjum nefndarmanna sem allra
fyrst.
Reykjavík, 13. júlf 1916.
Sulturion á Þýzkalandi.
Rotterdam á Hollandi, 11. sept.—
Maximilian Harden, þýzki blaða-
maðurinn nafnkunni, sem gefur út
blaðið Zukunft, hefir eftirfylgjandi
ummæli eftir þýzkum landeigna-
manni (agrarian), Oldenburg Jann-
schen að nalnS, í blaði sínu:
Þýzka þjóðin verður að líða og
kvcljast undír þessu blessaða þýzka
fyrirkomulagi og stjórn miklu mcira
en ef engin stjórn hefði verið og
hver hefði mátt sjá fyrir sér og sín-
um upp á sínar eigin spftur. Undir-
eins og lífsmark sézt á einhvei ju
starfi eða fyrirtæki, þá er óðara á
stofn komið einveldisfélag sem tek-
ur við stjórn allri, leigir stórhýsi,
kaupir húsbúnað, lætur taka mynd
af sér, og geldur sér f kaup tugi þús-
unda dollara. En varan, sem félagið
var myndað til að framleiða, liverf-
ur af markaðnum og verður alveg ó-
fáanleg, nema með svo háu verðí, að
örgustu okurkarlar myndu skamm-
ast sín fyrir.
Og svo kemur meðferðin. Mörg
þúsund ton af kornmat hafa cnýt
orðið og rotnað í forðabúrum. Milf.
ónir tíu fjórðunga vætta af kartöfl-
um hafa úldnað af frosti og raka.
Feiknin öll af kjöti hefir orðið ó-
ætt; ósköpm öll af sykri liafa horf-
ið. Kynstur af garðmat og rótar-
ávöktum hefir verið keypt dýrum
dómum frá Hollandi, en sömu
byrgðirnar hafa rotnað og úldnað
lieima fyrir. En fita og kjöt hefir
með ásettu ráði verið eyðilagt, og
mun það aldrei lagast, meðan eins
verður farið með svínin, eins og
undanfarið hefir átt sér stað.
— Það lítur svo út, sem þetta hið
marglofaða vísindalega fyrirkoinu-
lag Þjóðverja sé ekki í sem þjzt i
lagi, eftir áliti þess manns, sem þó
er Þjóðverji sjálfur og þykist vita,
um hvað hann er að tala.
*-------------------------------*
íslands fréttir.
*-------------------------------*
Landskosningarnar. Sömu daufu
undirtektirnar u malt land, bvar
sem borið er niður.
Á Patreksfirði kusu 20 kjósendur
af 147 á kjörskrá.
A Bíldudal 31 af 130 á kjörskrá.
og Tálknafirði 12 af 90 á kjörskrá.
á Þingeyri við Dýrafjörð 52 af 212
á kjörskrá.
í Viðvíkursveit í Skagafirði kusu,
að því er Vísi er tjáð, 20, og í Lýt-
ingsstaðahreppi 6^ f Bæjarhreppi í
Strandasýslu 10, 1 Staðarhreppi 12;
í Torfalækjarhreppi í Húnavatns-
sýslu 8. Á Siglufirði 19. — Um kjós-
endatölu á þessum st‘ðum er Vlsi ó-
kunnugt, en hún er víst hvergi unu-
ir 50 en líklega alt að 200 í sumum
hreppunum. Má gjöra ráð fyrir, að
meðaltal verði ekki meira en 15—20
prósent á öllu landinu.
— Utan af landi. — tTr Rangár-
vallasýslu er skrifað, að nú séu
bændur þar búnir að hirða alt liey,
sem þeir hafa losað.
Um morguninn 19. ágúst varð
vart við jarðskjálfta þar eins og hér.
Voru kippirnir 2 all-snarpir, ollu þó
engum skemdum, en hræðslu all-
mikilli meðal héraðsbúa.
Klukkan 11 í kveld (9. ágúst) —
verður klukkan 12. Ráðherra hefir
með bráðabirgðalögum skipað svo
fyrir, að klukkunni verði flýtt um
einn klukkutíma, til þess að spara
birtuna. — Kemur þetta hálft um
hálft flatt upp á menn, og er það
hastarlegt, að fá ekki að rífast dá-
lítið um það fyrst — að minsta
kosti íyrir blöðin. Vísir er ekki enn
viss um, að hann sleppi þessu
svona alveg þegjandi fram hjá sér!
— Hver vill hafa orðið?
— Tunnuleysið. — Eithvað er nú
farið að rætast úr síldartunnuleys-
inu fyrir norðan. í fyrradag kom
tunuskip til Kveldúlfsfélagsins á
Hjalteyri með 10 þúsund tunnur.—,
Síld er nóg enn nyrðra. Einn dag-
inn fengu tvö Kveldúlfsskipin 1200
tunur af síld.
— Heldrimannafiskur. — Þegar
fiskisaarnir bjóða engan fisk á torg-
inu, en senda hann í körfuin út uin
bæinn, þá er sagt að þeir liafi ekki
annað en “heldrimanna fisk”.
— Breyting á tíðarfarið virðist nú
að vera að koma hér sunnanlands,
og eins er fyrir vestan/ Af Patreks-
firði var Vísi sagt 8. ágúst að þar
hefði verið þurkur þá um daginn
og daginn áður. Þá daga var líka
þurkur í Dölum.
— Hveravatn til áveitu. — Baldvin
Friðlaugsson, búfræðingur, veitti
hveravatni á engjar á Reykjum í
Reykjahverfi. Áveitusvæðið var
slegið 1 maílok og var talið; að hey-
ið af því hefði orðið nóg til að
bjarga öllum kúm í Reykjahverfi.
—(Vísir).
Michael Alexeieff.
Michael Alexeieff er yfirforingi
(Chief of Staff) yfir öllum Rússalier
í Evrópu að minsta kosti. Hann var
nýlega spurður um, hvort Þjóðverj-
ar myndu geta hrakið Rússa frá
Riga til Pétursborgar.
Alexeieff kvaðst lltið vilja um það
segja, hvað Þjóðverjar kynnu að
geta, því það væri hin mesta fá-
vizka af nokkrum hershöfðingja, að
meta lítils mótstöðumenn sína. En
ef að þeir kæmu, þá myndi verða
reynt að taka á móti þeim.
Hinn 16. júlí hefðu þeir byrjað
kviðu mikla við Lipa-fljótið á Rúss-
landi, en þeir hefðu verið hraktir
til baka. Og ef þeir reyndu þetta aft-
ur einhversstaðar, þá mundi fara á
sömu leið. Ekki vildi hann segja, að
Austurríkismenn væru alveg yfir-
stignir, en mestur móðurinn væri
nú úr þeim.
Þjóðverjar sagði liann að hefðu
styrkt Austurríkismenn þarna á
Rússlandi með 20 herdeildum (divi-
sions), með 15 til 20 þús. í hverri.
En það hefði ekki verið nóg, þó að
þeir hefðu þar einnig 2 herdeildir
(divisions) af Tyrkjum.
Hrakning- Þjóðverja og Austur
ríkismanna fyrir Brussiloff kvað
hann ljósan vott um það, hvað
Rússar gætu, og Þjóðverjar þyrftu
enn að senda þangað 400,000 góðra
hermanna, ef að þeir ættu að geta
staðiö á móti Rússum.
“En hvénær kemur þá friðurinn?”
spurði fregnritinn Alexeieff. Þá brá
hörkusvip yfir andlit herforingjans
og mælti hann:
“Það er langt til friðar. Hvorugir
hafa enn fengið því framgengt, sem
þeir hafa verið að berjast fyrir. Það
eru engin líkindi til friðar sem
stendur. Stríðið verður að ganga
sinn óhjákvæmilega gang”.
™E DOMINION BANK
Hornl Notre Dome og Sherbrooke
Street.
HnfutlMtAII upph............- SB.OOO.OOO
VnrnnjAhur .................. $T.OOO.OOtl
Allar elxulr.................«78.000.000
Vér óskurn eftlr vit5sklftum ver*-
lunarmanna oi? ábyrgjumst aó gefa
þelm fullnœgju. Sparisjó?5sdelld vor
er sú stœrsta sem nokkur banki hef-
ir í borginni.
Ibúendur þessa hluta borgarlnn&r
óska aó skifta vió stofnum sem þelr
vlta aö er algerlega trygg. Nafn
vort er fulltrygging óhlutieika.
Byrjiö spari innlegg fyrir sjálfa
yóur, konu og börn.
W. M. HAMILT0N, Ráísmaíur
PHONB GARRV 3450
MARKET HOTEL
14« 1’rlncfNN Street
á móti markatSinum
Bestu vínföng, vindlar og aö-
hlyning góö. íslenkur veitinga-
maður N. Halldórsson, lei'ðbein-
ir fslendingum.
P. OTONNEL, Eigandi AVinnlpeK
GISLI GOODMAN
TINSMIDUR.
Verkstœtii:—Horni Toronto St. og
Notre Dame Ave.
Phone Helmlllfl
Garry 20S8 Garry 809
J. J. B/LDFELL
PASTEIGNASALI.
Unlon Bauk T»ih. Floor No. S29
Selur hús og lóðir,. og annað þar að
lútandi. títvegar peningalán o.fi.
Phone Nlain 2«S5.
PAUL BJARNAS0N
FASTKIGNASAliI.
Selur elds, lífs, og slysaábyrgTJ og
útvegar penlngalán.
WYNYARD, - SASK.
J. J. Swanson H. G. Hlnrlk.son
J. J. SWANS0N & CO.
FASTEIGNASALAR OG
penlnga nilhlar.
Talsími Main 2597
Cor. Portage and Garry, Winnlpeg
Graham, Hannesson & McTavish
LttGFRÆÐINGAH.
215—216—217 CURRIE BUILDING
Phone Maln 3142 WINNIPEG
Arni Anderson E. P. Garland
GARLAND & ANDERS0N
L6GFRÆÐIK GAR.
Pbone Maln 1661
101 Klectric Railway Chambtri.
Talsími: Main 5302.
Dr. J. G. Snidal
TANNLÆKNIR.
614 SOMERSET BLK.
Portage Avenue. WINNIPEG
Dr. G. J. Gis/ason
PhyNlelan and Surgeon
Athygli veitt Augna, Eyrna og
Kverka Sjúkdómum. Ásamt
innvortis sjúkdómum og upp-
skurði.
18 South .'lnl St.. Grand ForLn, N.D.
Dr. J. Stefánsson
401 nOVD UUIL.DING
Horni Portage Ave. og Edmonton St.
Stundar eingöngu augna, eyrna,
nef og kverka-sjúkdóma. Er at5 hitta
frá kl. 10 til 12 f.h. og kl. 2 til 5 e.h.
Phone: Main 3088.
Heimili: 105 Olivia St. Tals. G. 2315
f Vér höfum fullar birgðir hrein- {
Á ustu lyfja og meðala. Komið á
" með lyfseðla yðar hingað, vér f
Á gerum meðulin nákvæmlega eftir Á
“ ávisan læknisins. Vér sinnum f
t utansveita pöntunum og seljum á
giftingaleyfi. : : : : "
1 COLCLEUGH & CO. *
f .\í»lre llame A Sherhn»oke St«. f
j Phone Garry 2«9o—2691
• -’bk •»*- 'w m
| •:: - 'zizezr
A. S. BARDAL
seiur líkkistur og annast um út-
farir. Allur útbVmaður sá bestl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarða og legsteiua. : :
813 SHERBROOKE ST.
Pnone G. '117*1 WINNIPEG
jSögusafn Heimskringlu
Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með-
an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er:
Sylvía $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins 0.30
Dolores —■ 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl 0.40
Jón og Lára 0.40
Ættareinkennið 0.30
Lára - 0.30
Ljósvörðurinrt 0.43
Hver var hún? 0.30
Forlagaleikurinn 0.55
Kynjagull 0.35
Sérstök Kjörkaup
Ef pantatS er fyrir $1.00 etSa meira, gefum vér 10
prósent afslátt. Og ef allar baekurnar eru pant-
aSar í einu, seljum vér þaer á a?S eins þrjá
dollara tuttugu og fimm cents ($3.25). Borgun
fylgi pöntunum.
ÁGRIP AF REGLUGJÖRÐ um,
heimilisréttarlönd í anada
og Norívestuiií.t. Jinu.
Hver, sem hefir fyrir fjölskyldu aU
Já eður karlmaður eldri en 18 ára, get-
tir tekið heimilisrétt á fjófðung úr
section af óteknu stjórnarlandi í Mani-
toba, Saskatchewan og Alberta. Um-
sækjandi erður sjálfur að koma á
landskrifstofu stjórnarinnar, eða und-
Irskrifstofu hennar í því héraði. 1 um-
boði annars má taka land á öllum
landskrifstofum stjórnarinnar (en ekkl
á undir skrifstofum) með vissum skil-
yrðum.
SKYLDl’H:—Sex mánaða ábúð og
ræktun landsins á hverju af þremur
árum. Landnemi má búa með vissura
skilyrðum innan 9 mílna frá heimilis-
réttarlandi sínu, á landi sem ekki er
minna en 80 ekrur. Sæmilegt iveru-
hús verður að byggja, að undantekni*
þegar ábúðarskyldurnar eru fullnægð-
ar innan 9 mílna fjarlægð á öðru l&ndl,
eins og fyr er frá grein*.
Búpening má hafa á landinu í
stað ræktunar undir vissum skilyróuin.
f vissum héruðum getur góður og
efnilegur landnemi fengið forkaups-
rétt, á fjórðungi sectionar meðfrara
(andi sínu. Verð $3.00 fyrir ekru hverja,
SKYLDtR*—Sex mánaða ábúð é.
hverju hinna næstu þriggja ára eftir
að hann hefir unnið sér inn eignar-
bréf fyrir heimilisréttarlandi sínu, og
auk þess ræktað 50 ekrur á hinu seinna
landi. Forkaupsréttarbréf getur land-
nemi fengið um leið og hann tekur
heimilisréttarbréfið, en þó með vissun
skilyrðum.
Landnemi sem eytt hefur heimills-
rétti sínmm, getur fengið heimilisrétt-
arland keypt í vissum héruðum. Verft
$3.00 ftyrir hverja ekru. SKYLDUR:-
Vecður að sitja á landinu 6 máauðl af
hverju af þremur næstu árum, rækta
50 ekrur og reisa hús á landinu, s*em er
$300.00 virði.
W. W. CORY,
Deputy Minister of the Interlor.
Blöð, sem flytja þessa auglýslngm
leyfislaust fá enga borgun fyrir.