Heimskringla - 18.01.1917, Side 4

Heimskringla - 18.01.1917, Side 4
BLS. 4 HEIMSKRINGLA WINNIPES, 18. JANÚAR, 1917 HEIMRKBINGLA (StornuS 1886) Kemur út & hverjum Flmtudegi. Otgefendur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VertJ blaTSsins i Canada og Bandarikjun- um $2.00 um áritS (fyrlrfram borgatS). Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgaD). Allar borganlr sendlfit rátSsmannl blatS- ■lne. Pdfit etsa banka ávisanlr stýlist til The Vlking Press, Ltd. M. J. SKAPTASON. Ritstjdri S. D. B. STEPHANSON, rábsmaCur. Skrlfstofa: T2» SHERBROOKG STREET., WISSIPBO. P.O. Box 3171 Tnlslml Garry 411« HEIMSKRINGLA er kærkominr gestur íslenzku hermönnun- nm. Vér sendum hana til vma yí- ar hvar sem er í Evrópu, á hverri viku, fyrir að eins 75c í 6 mánuði eða $1.50 í 12 mánuði Box 3171. THE VIKING PRESS L'd Þingsetning. Á allri þjóðinni liggur skyldan, sem enginn má færast undan, að leggja allan kraft sinn fram til þess, aö vinna sigur í stríði þessu, og á þar hver og einn að vinna það starf, sem honum eður henni lætur bezt, hvort heldur það er í sveitum heima eða erlendis á vígvöllunum. Lietot. Governor Sir James Aikins, í þingsetningarræðu í Wpeg 11. jan. 1917. Eins og vanalegt er setti fylkisstjórinn þing Manitoba fylkis hinn llta janúar þ. á. og flutti þá ræðu sem vandi er til- Sir James Aikins er ræðumaður alkunnur, tókum vér hér nokkur atriði úr ræ*u hans. Sir James er hér fulltrúi Bretastjórnar og bauð hann í nafni stjómarinnar þing- menn alla velkomna, og lýsti yfir ánægju sinni, að sjá þá á þessum stað og vita af þeim starfa að velferð lands og lýðs. Hann mintist á hinn fyrverandi landstjóra, her- togann af Connaught og eftirmann hans hertogann af Devonshire, sem nú værl landstjóri Canada, og þakkaði forsjóninni fyrir vemd og viðhald á þessum þrauta- tímum. pvínæst snöri hann sér að hinum mestvarðandi málum fylkisbúa og mælti: “Eg vildi brýna það fyrir íbúum fylkis þessa, hversu nauðsynlegt það er á þessum styrjaldar dögum og á eftirkomandi tíma, að spara alt sem hægt er, á allan möguleg- an hátt, og reyna að nota hvað eina til ein- hvers, en forðast alla eyðslusemi í hvaða mynd, sem er. Og einlægt verða menn að vera vakandi fyrir því, að vinna sem mest á löndunum, ökrunum, í verksmiðjunum, svo að vér getum lagt hermönnunum til alt, sem þeir þurfa, og séð familíum þeirra konum og börnum hér heima, fyrir öllu sem þær vanta, og um leið haldið við vel- líðan Manitobafylkis og allra hlnna eln- stöku íbúa þess.” pá mintist hann á bindindislögin og blessun þá, sem allir fylkisbúar hefðu af þeim hlotið, en þvínæst talaði hann um 8tríðið. Friður Canada undir sigrinum kominn. “petta er nú þriðja ár stríðsins, sem alt Bretaveldi er að heyja með Banda- mönnum móti miðveldum pýzkalands. pjóðin eða alþýða manna er nú einlægt að sjá það betur og betur, hve alvarlegt það er, og hvað málin eru stórkostleg, sem um er barist, ekki einungis fyrir þjóðimar í Evrópu, heldur einnig hér í Canada, og þá um leið hljóta menn einnig, að sjá, hvað óumræðilega nauðsynlegt það er, að leggja fram alla sína ýtrustu krafta til að yirma algjörðan, fullkominn sigur. Og eg þykist viss um, að íbúar fylkie þessa eru alráðn- ir í því, að vinna algjörðan sigur, að Can- ada getur vonast eftir, að fá ró og frið og óhultleika til þess, að þessi unga, vaxandi þjóð geti þroskast og dafnað og fólkið tek- ið framförum, og náð fullum þroska og vellíðan. Vér getum aldrei heiðrað um of, og al- drei lofað um of, þá menn úr Manitoba og öllu Canadaveldi, sem ótilneyddir af frjáls- um vilja hafa í herinn gengið, því að með göfgi andans, með hughreysti, með þraut- um og sjálfsfóm sinni og hörmungum ótal, hafa þeir aflað landi þessu vemdar, og heiðurs og frægðar. Á herðum allra landsbúa liggur skyld- an að leggja alla sína krafta fram, að vinna sigur í stríðinu, og á þar hver og einn að vinna það starf, sem honum eður henni lætur, bezt, hvort heldur það er í sveitum. heima eða erlendis á vígvöllunum. Eg er viss um, að þér viðurkennið allir, hve fyrirtaksvel fylkisbúar allir tóku því, að gefa til sjóðanna: Patriotic, Red Cross og Belgium Relief Fund og fleiri sjóða, sem þarfir stríðsins ollu, að stofnaðir væru Og eg er sannfærður um það, að hin við- kvæmu og heitu hjörtu Manitobabúa muni halda áfram að hvetja þá til þess, að leggja enn meira fram til þeirra hluta, sem na ’ð- synlegir eru, svo að þessum ágætu verkum verði haldið áfram. Bet i or greiðari lántaka. það raig að geta sagt yður, að s’.jómin hefir hugsað mikið um hið stór- \ærílega mál og létta bændum lántökur í vy’kinu IPn»*al Credit System) og I ggur nú fram fvrir yður þingmenn lagafrum- varp um niál þessi til yfirvegunar og stað- fnstingar. Er það tilgangur lag*.frum- \ aj psins að veita þeim sem búskap stunda, .öa ætla sér að hafa þann atvinnuveg. lán upp á löndin með betri og hentugri og jafn- ari kostum, en nú eru fáanlegir. pað er ekki tilgangurinn, að létta mönnnr.i lán- tökur til eyðslu, því að það leiðir til fá- tæktar, heldur til aukinnar framleiðslu, því að það er vegurinn til velmegunar. Og eg treysti því, að þér athugið mál þessi vel og vandlega, eins og þau eiga skilið. pér verðið einnig beðnir að íhuga og ræða lagafrumvarp í þeim tilgangi að gjöra einfaldari, greiðari og hentugri kosningar þingmanna fylkis þessa, og kosningarað- ferðina til þess að tryggja það, að hinn sanni vilji kjósendanna geti komið fram þegar kosið er. Einnig verðið þér beðnir að yfirvega og ræða lagafrumvarp um að auka og bæta hag og starf Civil Service (stjómarþjóna). Ennfremur verða lögð fyrir þing þetta lagafrumvörp snertandi Municipal Act, Assessment Ace og Public Health Ace. pá eru einnig lagðir fyrir þingið allir reikningar fylkisins fyrir hið síðast-liðna fjárhagsár, og áætlanir fyrir tekjur og gjöld á þessu yfirstandandi ári. Kveð eg yður svo, er þér takið við starfa þessum, með fuHu trausti til hæfileika yð- ar og vilja að vinna sem bezt þér getið að velferð og hagsmunum fylkisins og allra fylkisbúa.” Eru þeir góðir borgarar? J?að eru dylgjum í loftinu í Winnipeg núna. pær hafa reyndar oft verið. En nú eru stríðs og þrautatímar, og skýjin þung og ægileg hanga í lofti, og ósjálfrátt ætti hver einasti borgari landsins, karl og kona, að sjá það og finna, að á þessum tím- um þurfa allir að standa saman, og leggja fram alla krafta sálar og líkama til að duga nú þegar mest á ríður, duga nú til að bjarga öllu því, sem maður elskar og virð- ir í mannfélaginu, duga nú til að styrkja og hjálpa, hughreysta og gleðja, þá sem nú standa blóði drifnir á vígvöllum Frakk- lands og Belgíu, samborgarir vorir, sem héðan hafa farið, landar vorir og vinir. pað dugar nú ekki að fara að jagast eða rífast um druslur eða skóbætur skitnar, og láta á meðan höggva bróðurinn á vígvöll- unum eða svívirða systur og konur. pað er nú orðið flestum Ijóst að “registration” (skrásetning) allra verk- færra manna var nauðsynleg til velferðar ríkisins. Allur þorri verkfærra manna er búinn að sjá það, búinn að lýsa yfir hjart- anlegri ánægju sinni yfir þessu — nema útlendingarnir hinir þýzku og útlendingar aðrir af ótal þjóðum, sem hata Breta og þjóðina sem þeir búa saman við, en elska þýzka menningu, þýzka tungu, þýzka stjómarskipun, eru það, sem menn kalla þýzksinnaðir. ótal félög og einstakir menn hafa látið í ljósi, að þeir væru samþykkir “registra- tion for national service”. En þegar hið nýja bæjarráð bar upp til samþyktar á- kvæði um þetta, og að bæjarráðið skyldi stuðla og vinna að því, að allir menn borg- arinnar létu skrá sig, og skyldi hver hvetja annan til að vinna að þessu, þá voru fjórir hinir nýju bæjarráðsmenn á móti, en það voru þessir: Controller Puttee, Alderman Simpson, Alderman Queen, Alderman Wiginton. pó að ótrúlegt sé, risu þessir menn upp á móti ráðstöfun stjómarinnar, sem öll al- þýða, og seinast Grain Growers félagið, er búin að samþykkja. Jafnvel þingmaður Dixon hefir mælt á móti þessu, eins og hljóðbært varð, er hann ætlaði að flytja ræðu á Grain Growers þinginu í Brandon núna, því að stór hópur manna heimtaði, að honum værí bannað að tala þar um hvaða málefni sem væri. pessir menn vilja njóta réttinda borg- ; aranna og vemdar laganna. En þeir vilja ' ekki bera skyldur borgara landsins. Menn | geta því sagt að þeir séu ekki góðir borg arar og þeir hefðu aldrei átt að vera kosn- í nokkurt embætti, þar sem skylda ír mannsins er að vinna að velferð samborg- r.ra sinna. En það eru ekki einungis þessir menn, sem bregðast skyldum sínum og borgara- eiðum. pað úir og grúir af þeim, hér i Winnipeg að minsta kosti. Og því er ver og miður að vér erum þar ekki hreinir. fslendingar. pað em íslenzku konumar, sem vér getum treyst á margfalt betur en íslenzku karlmennina. pað er eins og þeir huggi sig við það, að ef að þýzkir kæmu hér og næðu völdum, þá gætu þeir orðið barónar og jarlar hjá sínum elskulegu vinum. Væri þá sjón að sjá þá með flak andi frakkalöfin, krunkandi og kvakandi ? þýzku með vkium sínum, prófessorunum hershöfðingjunum, Vilhjálmi og Hinden- burg og von Bessing, Turpitz og slíkun. göfugmennum. pessi viðtaka manna hér og móttaka á móti “registration” og hið augsýnilega Bretahatur, sem á bak við það liggur, þessi afneitun manna að gegna skyldu sinni, þessi fjöldi hinna þýzksinnuðu manna sem getur komið í heiðarleg em- bwtti 4 möpnum úr sínum hóp, hefir óefað valdið mikilli ánægju á pýzkalandi, ef þýzkir álíta þá svo mikils virði, að þeir vilji nokkuð eiga undiríþeim. Allir þessir menn sýna viljann, að vera landi og samborgurum sínum til foráttu og bölvunar. En það er óskandi og von- andi, að þeir með þessari framkomu sinni hafi eyðilagt öll þau áhrif, sem þeir hing að til hafa haft á bæjarmenn, og verði ónýtir og einskis virði í þessum stöðum, sem menn hafa glapist á að kjósa þá í. Ef þeir reyna að fá opinbera stöðu aftur, þá ættu menn að muna þeim þetta. Vér vilj um geta þess, að eini fslendingurinn, sem náði sæti í bæjarstjóminni, Mr. Vopni, vai ekki af þeirra flokki, heldur andvígur þeim. að menn skrásettu sig. Hefir Dixon verið sakaður um hatur til Breta og Bretastjómar. Og lítill efi er á því, að hann var einn fremsti af mönnum þeim, sem hér kveiktu í hinu þýzka púðri verkamanna, svo að þeir risu upp á hinum aftari fótum, rifu spjöldin í sundur eða tróðu þau undir fótum. pótti þá mörgum að kalt væri hjarta frelsispostulans fyrir heiðrí og velferð föðurlandsins. Og dæmi gaf hann fjölda manna, svo að þeir hótuðu illu og fyltust ergi mikilli móti velferðarmálum andsins og skyldum sínum, sem eiðsvamir borgarar. sem ekki myndi þola framkomu Dixons undir væng sínum, þá væru það Grain Growers. Oss- furðar einnig, að meðan stríðið stendur og verður til þrautar áfram haldið, þá skuli Grain Growers vera að tala um frjálsa verzlun, í staðinn fyrir að tala um það, hvemig bezt og fljótast raegi vinna þetta stríð. Svar Bandamanna til Wilsons. pað er nú komið, og birt í hinum ensku blöðum. Er það algjörlega sama svarið og vér birtum í Heimskringlu fyrir tveimur vikum, og tókum eftir enska blaðinu Spectatorw-það er öðruvísi stílað og orðað en kröfur Bandamanna eru alveg hinar sömu. pykir orðfæri og frágangur á skjali þessu vera af hinni mestu snild. En kröf umar einfaldar, skýrar og hispurslausar Bandamenn setja þær fram með einurð og ætla ekki frá þeim að víkja. Annað hvort er fyrir þýzka að samþykkja þær allar, eða berjast. Hér dugar ekkert prang, hér verður enginn kaupskapur gerður. Blaðið New York Herald segir, að þetta sé eitt hið merkilegasta skjal sögu mannkynsins, það skýri svo vel hinar göfugu hugsjónir sem Bandamenn séu að berjast fyrir og óbifanlega staðfestu, að slíðra ekki sverðið fyrri en alt þetta er fengið, hvað sem það kostar. Blaðið Times segir: “Geta pjóðverjar verið svo ósvífnir að segja að þetta séu ekki réttar og sanngjamar kröfur, hver einasta þeima. Eiga pjóðverjar ekki að skila aftur því, sem þeir hafa stolið? eiga þeir ekki að bæta fyrir morðin og ránin? Að þessu sinni höfum vér ekki rúm fyr- ir svar þetta, en vísum mönnum í greinina sem vér tókum eftir Spectator. Vilhjálmur berst náttúrlega á hæl og hnakka og formælir Bandamönnum fyrir svívirðingamar ótal, og ósvífni þá, að heimta þetta. En við öðru frá hans hendi hefir víst enginn búist. Dixon þingmaður í Brandon. Á þingi Grain Growers manna í Brand- on, urðu deilur allmiklar út af Dixon þing- manni Winnipegbúa, er átti að flytja þar ræðu fyrir fundarmönnum., Áður en fund- ur byrjaði komu 8 menn úr framkvæmdar- stjórn heimkominna hermanna og frá "Army and Navy Veterans” og var for- maður þeirra Mr. J. Grant, gamall her- maður, sem verið hefir í ótal bardögum — allir þessir menn komu á fund Grain Growers-manna og kröfðust þess, að þing- maður F. J. Dixon fengi ekki að tala á þing- inu, hvaða málefni sem hann ætlaði sér að ræða. Grain Growers-menn voru búnir að lýsa því yfir, að þeir væru einhuga með skrásetn- ingu þeirri, “registration”, sem nú hefir verið að fara hér fram. En Dixon var búinn að mæla harðlega á móti henni hér í Winnipeg, og leit svo út sem hann vildi sjá Bandamenn barða, heldur en að vinna svo lítið til, En þegar fundur var settur á ungi þessu, var til atkvæða gengið um það, hvort Dixon skyldi fá að tala. Urðu menn tvískiftir og náði Dixon mál- frelsi með miklum atkvæðamun Konur voru á þingi í öðrum stað og greiddu ekki atkvæði. Sagt er að fult hundrað manna hafi hrópað mikið, er sakir voru bornar á Dixon, og vildu þeir ekki hafa hann. Leit því óspak lega út á fundinum. ‘,Hann er landráðamaður, hrópuðu margir Brjótum alt í salnum ef hann talar.” Mr. Dutton frá Gilbert Plains kom með þá uppástungu, að fundurinn kallaði aftur tilboðið til Dixon að tala, sökum stefnu hans í skrásetningar málunum Hann bar á hann: að hann kallaði sig Breta,-----en vildi pó ekki deyja fyrir endileysu eina og skrök (myth, og að hann hafi sagt: “Bandamenn verða að sýna okkur, hvers vegna þeir hafi farið í stríðið.” Og þegar Dutton talaði voru hávær og öng samhygðaróp er hann sagði: “Eru skelfingar og fólskuverk pjóðverja í Belgiu skrök eitt, eða skelfingarnar á Lusitaniu eða á Serbum ? Eigum vér, sem höfum lagt í stríðið sonu vora og dætur, að hlusta á mann, sem segir oss að allar þessar skelf- ingar og allar hugsjónir þær, sem Bretar eru að berjast fyrir, séu skrök eitt?” “Nei! Nei!” hrópuðu þá meir en hundrað raddir. Mr. Knowles sagði að Dixon hefði kveikt í púðurtunnu. Hann væri svikari föðurlandsins og landráðamaður við Canada, og ætti undir lög og dóm að koma. öll faguryrði Dixons um frjálsa verzlun væru einskis virði, á móti því, sem hann hefði talað á þessum voða tímum. Mr. Wood reyndi að verja Dixon, en var hrópaður niður, Aðrir töluðu um uppreistaranda manna í Austurríkjunum og nú væri farið að kveikja hann hér. Áskorun hermannanna. Daginn eftir héldu hinir heim- komnu hermenn fund með sér og samþyktu þar áskorun til Dixon að koma aftur til Brandon og halda ræðu og standa nú á eigin merg, en ekki í skjóli stór- félaga, eins og Grein Growers félagsins. Mr. Grant var forseti fundar- ins og kom þar með eftirfylgj- andi ályktun, sem hann kvað samþykta, og yrði hún send til allra helztu blaða í Canada, á Englandi og Frakklandi. Kvað hann þá hafa lofað Grain Grow- ers mönnum að gera engar ó- spektir á fundinum, og hefði það þó hart verið. Ályktunin var þessi: “pað er bæði aumkunarlegt og sorglegt á öðrum eins tímum og þessum, að nokkur hópur karla og kvenna skuli þarfnast upplýs- inga, eða fræðslu af öðrum eins manni og Dixon er. Hann hefði aldrei sálfur getað fengið menn á fund saman í jafn þjóðhollri borg og þessi er, og verður því framkoma Grain Growers ál- gjörlega óskiljanleg. Eftir alt það, sem Dixon er búinn að segja, héldum vér, að væri nokk- ur hópur manna til í Manitoba, Vér sjáum hér heim komna hermenn, sem búnir eru að ieggja líf og heilsu í sölurnar fyrir alt sem þeim og oss öllum er kærast, fyllast gremju og ó- virðu á manni þeim, sem þeir telja svívirða föðurí-andið og málefni þau hin helgu, sem bar- ist er fyrir. Hinsvegar eru þeir sem heima sitja rólegir og ánægðir, þegar barist er leynt og ljóst á móti málum þeim, sem synir og bræður þeirra deyja fyrir, þeir hlusta á þá sem þeir vita að bregðast landi og lýð, virða þá og heiðra. — En vér þurfum ekki að líta til Dixons hvað þetta snertir, vér höfum þá í hópatali íslendingana sem leynt og ljóst níða Bretland og Bretaveldi og málefni þeirra. sem vinir vorir eru að berjast fyrir, hrópyrðin glymja á tönn- um þeirra, vesalmenskan skin af öllum svip þeirra, landráðin liggja sem ský á brúnum þeirra, lof og dýrð pjóðverja leikur á tungu þeirra, vanþakklætið til landsins sem elur þá, sindrar úr augum þeirra. pað er landið sem þeir vilja forsóma, eða hafa sem ambátt. petta þjóðerni vilja þeir einskis virða, við þessa lands menningu vilja þeir ekki líta. Vér skulum því líta í vorn eig- inn barm. Vér umgöngumst þessa menn, oftlega vitandi, hvernig þeim er varið innan rifja, og í hjarta voru getum vér ekki virt þá, getum ekki annað en fylst fyrirlitningar og gremju þegar vér heyrum þá og sjáum. Og vér viljum kalla þetta brotið, sem hvorki verður fyrirgefið í þessu lífi né í hinu tilkomanda. pau geta kannske veril fleiri, en þetta er eitt, og ekki það minsta. Á öllum þessum mönn- um ættu borgarar landsins að hafa augastað, hvar sem þeir eru og í hvaða stöðu sem þeir eru. Blaðaslúður. Víða í heimi er pottur brotinn í blaöamenskuinni, en þó er mér nær að ihalda að hvergi á bygðu, bóli sé jafn mikið um uppspunnar trölla- sögtir og fótalausar staðhaefingar af ýmsu tagi, eins og í dagblöðun- um hér í Norður-Ameríku. Eitt af því h'eimskulegasta, og mér iigg- ur við að segja ])rælslegasta, sem logið hefir verið síðan striðið byrj- aði, eru sögurnar sem gengið hafa um ]>að að þá og þá yrði hætt að leyfa mönnum hér í Canada að senda matvæli til fanganna í Lýzikalandi. Fyrsta sagan um þetta var prentuð hér í dagblöðunum í Apríl 1916. Eftirþann 25. maí þ.á. átti þýzka stjómin að hafa neitað að taka á móti bögglasendingum til allra hertdkinna manna er hjá þeim voru. Eg gaf þes«u enigan gaum, en sendi eftir sem áður mat til son- ar mins, og hann fékk hann með góðum skilttm; því sagan var ekki annað en blaðaslúður. Nú leið og beið þar til í októbcr, að ekkert var meira sagt urn bögglasendingar til fanganna á Þýzlkalandi. En þá kont önnur sagan hálfu verri og vitlausari en sú fvrri, því nú var það enska stjómin sem sagt var að fyrirbvði að böglar ntéð mat eða öðru yrðu sendir frá Canada til Þýzkalands eftir 15. nóvember síðastllðinn. Hefði sagan verið sönn, leit svo út sem brezka stjómin léti sig litlu skifta hvort að piJtamir frá Can- ada syltu og vesluðust upp eða eikki; og ritstjóri Lcigbergs, sem ætíð ber umhyggju fyrir heilbrigði íslend- inga, sá og skildi að hér var þó hjartastynkjandi inntaka fyrir þá er skyldm'enni áttu i fangedsum á Þýzkálandi. Það var því sjálfsagt að þýða fréttina og prenta í Lög- bergi! En þessi fréttaburður var eins og sa fyrri. uppspunnin blaða lýgi. Það er þrí hægt að senda böggía nú eins og áður til Þýzkalands, því allar þessar sögur eru aðeins ómerkt blaðaslúðnr. Winnipeg, 13. jan. 1917. S. J. Austmann.

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.