Heimskringla - 18.01.1917, Page 5

Heimskringla - 18.01.1917, Page 5
WINNIPEG, 18. JANÚAR, 1917 HEIMSKRINGLA BLS. 5 Ráðherra segir af sér. Alþingi íslands var sett hinn 11. des. 1916 og fór sú athöfn fram sem vanalega. En áður en þingmenn gengu af fundi skýrði ráðherrann frá því, að hann myndi bráðlega biðja konung lausnar frá embætti sínu og mæltist til þess að þing- menn færu að ráða ráðum sínum um það, hvernig skipa eigi stjórn- inni. Ætli inig hafi dreymt það ? Smásama eftir Guy de Maupassant. Ársþing bœndafélaga. Ársþing bændafél. Grain Grow- ers, and Livestock Associations, var sett f Brandon 10. þ. m. Sátn þingið fyrsta daginn um 500 full- trúar víðsvegar að og úr fylkinu, að mun færri en síðast liðið ár. Voru þó öll hclztu velferðarmál bænda og þjóðarinnar í heild sinni rætt með engu minni áhuga en áður. Hófu þar umræður ýmsir málsmetandi menn og bændur. Var W. James Thompson frá Saskatoon fyrstur til að tala þar, og lagði aðallega álierzlu á sam- vinnu á öllum sviðum, sambands löggjöf og samei"inlegt vald þjóð- arinnar í opinberum málum. Á eftir honum tók til máls Hon. Edward Brown, féhirðis fylkisins, og aðrir fleiri. Þingið samþykti eindregið ráð- stöfun stjórnarinnar í skrásetning allra vinnufærra manna, sem nú stendur yfir. Einnig kom í ljós megn óánægja þar gegn eigin gróða vissra einstaklinga, sem t bak við skotfæra verksmiðjurnar standa, og í því sambandi var bent með sterkum orðum á þörf- ina fyrir skyldukvöð hvað snerti auðmenn og auðfélög hér í landi — sem sanngjarnt væri að krefjast af að legði nú fram fullkomlegan skerf á þessum tíma. Þjóðrækni bænda og vakandi áhugi kom f ljós á þinginu, er mál þessi voru rædd—lófaklapp mikið. Sir James Aikins, lieut.-gowernor Manitoba, var einn þeirra sem töl- uðu á þinginu. Hélt hann snjalla ræðu, sem stóð yfir í einn klukku- tíma. Umræðuefni v hans var “bóndinn og þjóðin”. Meðal ann- ars sagði hann: “Canada má vel vera hreykið af bændalýð sínum, af ölium bændum og fjölskyldum þeirra, sem þér eruð hér fulltrúar fyrir, fyrir þeirra ágætu aðstoð og ósérplægnu vinnu í strfði þessu. Að vísu er það sannleikur, að margir útlendingar eru í land þetta komnir, sem ekki hana enn þá öðlast hinn sanna canadiska þjóðernis anda. Vér getum tæpí iega við því búist; en vér vonumst eftir að hjartfólgin þjóðrækni og ótrauður vilji til aðstoðar eigi sér nú stað hjá öllum enskumælandi Canada mönnum í vesturlandinu. En á þá, sem oss eru andstæðir og neita oss um samvinnu á þessum örðugu tímum, en þora ekki að segja frá réttri afstöðu sinni af ótta við það, að þeir verði þá ekki skoð- aðir einlægir borgarar þessa lands — á þessa menn feilur smán og fyrirlitning þjóðarinnar og verð- skulduð hegning. Landbúnaðurinn hefir verið tal- inn undirstöðu iðnaður og grund- fallar iðnaðar köllun Canada. Sé þetta satt, sem engum vafa virðist bundið, þar sem þvf er haldið fram af öllum stéttum þjóðarinar, ligg- ur f augum uppi, að á herðum bóndans hvflir stór skylda á öllum tímum — sérstaklega á öðrum eins tímum og þessum, þegar þörf Banda])jóanna á öllum matarforða er jafnmikil. Er því áríðandi að bændurnir rtuðli í sameiningu, með viti og fyrirhyggju, að því að reynast nú — ekki einungis góðir bændur, heldur í fyrstu röð allra bænda. En af því landbúnaður- inn er undir.'jtaða og grundvöllur allra annara iðnaðargreina f land- inu, er skylda vor allra að vlnna að því að hann sé sem arðvænleg- astur; hafi þann arð í för með sér, að það borgi sig t/rir bændur með vanalegri þekkingu og reynslu að sinna Slíku nú og í framtíðinni. Einnig ætti þetta þá að hvetja vel- gefna og duglega menn í borgun- um að snúa sér að þessu, en sé það *kki arðvænlegt, hvetur það eng- Un—verzlunin í landinu, sem undir )i)essu er komin, nær þá engum framgang, og engar framfarir leng- ur eiga sér stað f Canada.” Svo benti Sir Aikins á, að fáar hefi meiri þekkingu og reynslu en bóndastaðan. Margra ára reynsla þyrfti til að verða góðor bóndi og lífsskilyrði bóadastöðunnar væri að géð og nothæf þekking fengist —í lok ræðu sinnar sagði hann að Danir væru fyrirmyndar þjóð í landbúnaði öilum í seinni tíð—og væri þetta mest að þakka iðnaðar, og búnaðar skólum þeirra f sveit- um uppi. Margir aðrir hafa haldið ræður þarna á þinginu, fróðlegar og snjallar, en of langt mál yrði að gefa útdrátt úr ræðum þeirra i l’.ra [Guy de Maupassant (frb.: mo- passang) er fæddur 1850, dáinn 1893. Hann er einhver hinn ágæt- asti smásagnahöfundur Frakka á 19. öldinni. Hann hefir ritaö ótal smásögur og stærri skáldsögur. Ein- hver bezta af smásögum hans' er “Boule dfe suif” — Buddan! Af stærri skáldsögum hans er “Une vie” Cmannsæfin) einna bezt; en kunnust er “Bel-Ami” ffagri vin- ur). — Maupassant er frábær rit- snillingur, en hann lýtur myrkum augum á lífiö og er oft klúr i lýs- ingum sínum. Alt af má finna að baki mannshjartað, er kvelst yfir öllu því, sem ljótt er og logiö. Smá- saga sú, er hér fer á eftir, er einkar gott sýnishorn bæSi af stilsmáta Maupassants og innræti. Maupas- sant varS brjálaSur undir æfilokin.] F.g hafSi elskaS hana eins og ÓS- ur maSur. — Hvers' vegna >elska menn svona? Hvers vegna? Enn hvaS þaS er undarlegt aS sjá ekki nema eina vem í allri v-eröldinni, hafa ekki nema eina hugsun í höfSinu, ekki nema eina ósk í hjartanu og ekki nema eitt nafn á vörunum, nafn, seim alt af er aS streyma upp úr d'júpi sálarinnar líkt og vatnsæSin, sem bogar upp úr jörSinni, nafn, — sem menn alt af eru aS hafa upp fyrir sjálfum sér og mæla hljóölega af munni fram eins og — bæn. Eg ætla aS segja ykkur sögima okkar. Ástin á raunar ekki nema eina sögu og hún 'er alt af eins. Eg sá 'hana af hendingu og feldi undir eins ástarhug til hennar. ÞaS var alt og sumt. Og í heilt ár lifSi eg á blíSu hennar, á ástaratlotum henn- ar, á oröum hennar, á örmum henn- ar og jafnvel á klæSum hennar, rétt eins og eg væri umvafinn, fjötraS- ur og altekinn af öllu því, sem frá hlenni kom, og það svo, aS eg skeytti því ekki lengur, hvort þaS var nótt eSa dagur, hvort e.g var lífs eða liðinn á þessari jörðu vorri. En svo dó hún. Hvemig? Eg veit það ekki; eg veit hvorki í þenn- an heim né annan síðan. En kvöld eitt kom hún heim — gagndrepa. I’aS hafði veriS hlellirigning þá um daginn. Daginn eftir hóstaði hún og hóstaSi i heila viku og lagöist í rúmiö. Svo man eg ekki, hvaS bar viS eftir þaS. Læknar komu, ráS- lögSu henni eitthvað og fóru. Lyf voru sótt, og einhverjar konur komu þeim ofan í hana. Hendúr hennar voru heitar og þvalar, enn- ið brennandi, en augun vom skær og hrygg. Hún anzaSi mér, er eg ávarpaði hana; en ekki man eg lengur, hvað hún sagöi. Eg er bú- inn aS steingleyma öllu, öllu, öllu! Hún dó, og eg man vel eftir veika, létta andvarpinu hennar. Hjúkr- unarkonan stundi viS. Og eg skildi það, skildi þaS alt of vel. Svo man e^ ékki meira, alls tekkert. Jú, eg sá prest, sem spurSi: ‘Ástmær yðar?’ — Mér fanst eins og hann >hefSi móSgaS hana. Úr því hún var nú dáin, ihafSi enginn leyfi til aS segja þetta og eg rak hann út. Annar prestur kom; hann var svo nærgætinn og viS- kvæmur aö eg táraöist á meöan hann var að tala viS mig um hana. Svo vom einhverjir að ráðgast viö mig um greftrunina, en eg man ekkert, hvaS þeir sögSu. En eg man eftir kistunni og hamarshöggunum. þá er hún var negld aftur. ÞaS var eins og hvert hamarshögg ræki naglana inn í hjartaS á mér. Æ, guö minn, guð minn! Svo var hún grafin. Grafin! Hún! í þessari holu! Einhverjir komu, kunningjar hennar, að eg held, en eg skaut mér undan og þaut út. Fyrst hljóp eg, en svo ráfaSi eg fram og aftur um göturnar eins og rænttlaus maSur. Eg kom seint heim um kveklið og daginn eftir fór eg aS ferðast. í gær kom eg aftur til Farísar. En er eg leit aftur herbeigin mín. — herbergin okkar, rúmið okkar, húsgögnin okkar og alt, sem rnaSur- inn skilur eftir sig látinn, ])á kom sorgin aftur yfir mig meö þvílíku ofurmagni, aS mér fanst eg vleröa aö opna gluggann og fleygja mér út um hann alla leiS trl jarSar, — drepa rnig. Eg gat ómögulega hald- ist lengur við milli þessara muna, milli þessara veggja, sem höföu hlúS henni, ihlíft henni, sem ge>-mdu svo óteljandi margt eftir hana, jafnvel anganina af hörungi henn- ar og andardrætti í hinum agnar- smáu holum sinum. Eg þrleif hatt rninn og ætlaSi aS forða mér. En ]>egar eg kom í dymar, varS mér litiS á stóra spegilinn i ganginum. Hún haSfi hengt hann þama, svo að hún gæti speglaS sig frá hvirfli til ilja, þegar hún fór út; svo að Ihún gæti séö, ihvort fötin fæm rétt, færu vel og fallega, frá litlu skón- um á fótunum og upp aö húfnuni á höfSinu. Eg nam rétt sem snöggvast staS- ar fyrir framan spegilinn. Hann hafSi svo oft sýnt mér myndina af henni, svo einstaklega oft, að hann ihlaut aö hafa geymt hana. Eg stóö þama skjálfandi og nötrandi og ein- blíndi á spegilinn, þennan flata, djúpa, tóma splegil, sem haföi lukt um hana alla, ihafði átt hana eins og eg, eins og ástsjúku augun min. Mér fanst sem mér gæti þótt vænt l,m spegilinn. Eg snerti hann, en hann var svellkaldur. Og eg sá þar ekkert nema — afturgöngu af sjálfum mér. En endurminningin, þessi grát- lega skuggsjá, þessi brennheita, tregasára skuggsjá þess liðna, þessi hræSilega slkuggsjá, sem kvelur mann slíkum 'kvölum! Sælt er þess manns hjarta sem getur gleymt, gleymt öllu því, sem þaS hefir átt' öllu, sem flogiö hefir í gegn um það, öllu, sem vakaS hefir fyrir því, öllu því, sem það hefir lifaS í og barist fyrir, gleymt tilfinning sinni, ást sinni, öllu! — Æ,, >hvað ee kvelst! Eg fór íjt. Og áður en mig \rarSi og án þess' eg í raun og veru ætlaSi þaS, var eg ikominn út í kirkjugarS. Eg fann undir eins hiS yfirlætislausa leiSi hennar meS niarmarakrossinum hvíta og þess- um fáu orðum á: “Var elskuö, elskaði og dó”. Þarna liggur hún nú niðri í jörS- inni og er aö leysast í sundur. ÞaS er hryllileg tilhugsun! Eg lá á grúfu á gröf hennar langa-lengi, aiveg úrvindá. Svo sá eg, aS fariö var að dimma, og einkennilega fá- ránleg ósk, ósk 'hins' örvílna elsk- huga, kom iþá upp í huga mér. Mig langaSi til þess að Pera þama um nóttina, siSustu nóttina, og syrgja á gröf hennar. En hvernig átti eg aö fara aö þessu? Jú, mér datt ráö í hug til að komast undan kirkju- garðsvörðunum. Eg stóS á fætur og fór aS ráfa um garöinn, Jænnan reit hinna framliönu. Eg gekk og gekk. En hvaS liann var litill ]>essi sálnabústaSur, í samanburSi viS bæ hinna lifendu. Og hv'ersu miklu fleiri voru þó ekki þeir, sem dánir voru>, en þeir sém lífs voru. Vér byggjum svo há hús og breiö borg- arstræti og þurfum feikna-rýnú fyrir Jæssar fjórar kynslóöir, er lifað geta samtimis á jörðinni, og vér sáum og uppskerum, bergjum á vatninu og víninu og borðum brauö iö af ökmnum. En hvaS verður svo úr þessu öllu saman? Þrátt fyrir allar þessar hersveitir himn- anna, er >stigiö hafa niður á jörö vora, sjást þeirra lítil eða jafnvel engin mierki. Jörðin gleypir þœr og glevmskan hylur þær. GuSs friöi! Þá er eg var kominn kirkjugarö- inn á enda, tók eg alt í einu eftir því, aö eg var í elzta hluta hans, þar sem iþeir, er dauðir voru um langt silSftS, sjálfsagt voru búnir að blanda moldina holdi sinu. Kross- mörkin voru sigin þar í jörð, og ef til vill var nýjum aðkomendum stungiS þar niður á morgun. Blóm- in spruttu þar alveg óhirt og af sjálfsdáðum, og gráviðimir gnæfðu þar hátt í loft upp. Sorglega fag- ur garöur, lendumærður af manna- holdi! Eg var þarna einn, aleinn. Þess vegna klifraSi eg upp í einn grá- viðinn og faldi mig i hinu skugga- lega limi hans. Þarna-beiS eg og hélt mér dauðahaldi utan um stofn- inn líkt og druknandi maður um rekavið. Þá er orðið var aldimt, fór eg aftur úr fylgsni mínu og tók nú aS ráfa hægt og hljó&lega um garöinn. Þannig gekk eg langa lengi, en gat ])ó ekki með nokkm móti fundiö gröfina hennar aftur. Eg skreið á höndum og fótum milli legstein- anna og leiöanna, þuklaöi fyrir mér eins og blindur maður og fór hönd- um um steinana, ikrossana, járn- grindurnar og fölnaða blómsveig- ana. Eg las nöfnin meS fingurgóm- urtum, meS þvi aö draga þá eftir stöfunum. Én mér var ómögulegt að finna leiSið hennar aftur. Hví- lík nótt! — Hvílílkt heljamiyrkur! Engin skínia, engin ljósglæta nokkunsstaðar. En alt í einu varð eg óttasleginn, fyltst dauðans of boði. Grafir, grafir, tómar grafir! Eg settist niöur á eitt leiöiö og konrst ekki lengra. Eg var oröinn örmagna og heyrSi hjartaS berjast í brjósti mér. Og svo heyrSi eg eitthvert annaö hljóð jafn greini- lega. HvaS var þetta ÞaS var undarlegt þrusk, sem ómögulegt var að lýsa. Var þaö í ihöföinu á sjálf- um inér? Kom það út úr nið- dimmri nóttinni ieöa neðan að, úr skauti jaröarinnar, frá líkunum, seni var sáö þama hringinn í kring? Eg tók aö skima í kringum mig og eg get ekki sagt, hversu lengi eg sat svona. Eg v-ar stirnaður upp af ótta og slkelfingu, reiSubúinn aS æpa upp yfir mig, viSbúinn dauöa min- um. Alt í einu fanst mér eins og marmarahellan, sem eg sat á, hrærö- ist. Víst hræröist hún„ rétt eins og veriS væri aS lyfta henni. Eg þaut upp og yfir á næsta leiöið. Og eg sá, — já, eg sá steininn, sem eg var að standa upp af, reisast á rönd. Svo kom hinn framliSini i ljós, — Skinin beinagrind, sem ýtti steininum upp meö bognu bakinu. Eg sá þetta greinilega, þótt dimt væri. ÞaS lýsti af beinagrindinni og steininum. Og leg sá, meira að segja, þaS sem letraö var á mar- marahelluna. Þ ar stóö : “Hér hvilir Jean Oliver, sem dó 51 árs að aldri. Hann elskaSi ásG vini sína, var alkunnur sæmdar- maöur og dó í ótta drottins”. Afturgangan las þetta líka. En svo tók hún stein upp úr gröfinni, ofurlitinn egghvassan stein, og fór að skafa út, þaö sem á steininum stóö, mjög svo grandgæfilega. Það smá-máSist ' af og loks einblíndi draugurinn tónuim angnatóftunum á staöinn, siem letraö haföi verið á. Þ ví næst reit hann með beinbrodd- inum, sem verið hafði vísifingur hans i lifanda lífi, með lýsandi letri likt og þvi, sem drengirnir rita á veggi með fosfórspýtum: “Hér hvilir Jean Oliver, sem dá 51 árs aS aldri. Hann stytti föður sinum aldur með kaldlyndi sinu, kvaldi konu sína. píndi börn sín, prettaði nágrannana og hafði fé af hverjum manni og dó i leymd og angist". Þá er draugurinn haföi skrifaö ]>etta, stóö hann grafkyr og horfði á verkiö. En’ er eg sneri mér und- an, sá eg, að allar grafimar höfSu lokist upp; öll likin voru risin og voru búin að afmá lygamar, er letraðar höfSu verið á legsteina þeirra af ættingjum og vinum, og settu sannleilkann í staSinn. Og nú sá eg, aö allir höfðu þeir kvaliS ná- ungann á einhvem hátt, meö ill- gimi sinni, sviksemi, óhreirtlyndi, hræsni, lygum og hrekkjum, lasti eöa öfund; að 'þeir höföu stolið, svikiS og rænt og haft ýmis konar auöivirSilegt athæfi í frammi, ]>ess- ir góöu feöur, þessar trúu eiginkon- itr, sem kallaðar \-oru lýtalausar! Öll skrifuöu þati nú í senn á þrösk- uldinn að >hinu eilífa hvílurúmi sinu — sannleikann, hræöilegan, heilag- an sannleikann, sem enginn þeirra vissi um eða þóttist vita um, meöan þeir t’oru i lifenda tölu. Eg hugsaði að hún hlyti einnig að hafa ritaö eittilivaS á legstein sinn. Og eg hljóp nú alveg geiglaus milli opinna grafa, milli líkanna og beinagrindanna beint aö leiði lienn- ar, svo sannfærður var eg um aö finna hana þar. Og eg sá hana líka aö vörmu spori, 'þótt ekki sæi eg i andlit hennar sakir náblæjunnar. En á mamiarakrossinum, þar sem eg fyrir slkömmu haföi lesiS: “Var elskuö, elskaði og dó”, stóö nú: “Fór út í rigningu til þess' aö svikja unnusta sinn, varö innkulsa og dó”. Að því er eg frekast veit, fundu rrfenn ivig í dögun meövitundarlaus- an á leiBinu. [A.H.B. þýddi.] —iSunn. Reyndur og áreiðanlegur skraddari fyrir unga og gamla Islendinga. H. GUNN & CO. NÝTÍSKU SKRADDARAR Öll nýjustu snið og nýjustu fataefni ávalt á reiðum höndum. 3Í0 PORTAGE AVE. WINNIPEG, MAN. Fluttur frá Logan Ave. Phone: Main 7404 ....... - -----------------------------------■........ & t»AÐ BORGAR SIG FYRIR YKKUR Þeir, sem ætla sér að ganga á verzlunarskóla í vetur, geta sparað sér peninga, ef þeir finna ráðsmann Heimskringlu áður en þeir semja um kenslu. THOMPSON COMMISSION CO. 316-18-20 Hargrave Street Winnipeg, Man. Vér borgum eftirfylgjandi vöruverð þessa viku:— Járna-rusl, 100 pund ........................ 40c No. 1 saltaðar húðir, pundið ...................19c Hest-húðir, hver ........................$3.00—$5.00 Hérar (drawn), hver ...................... ,25c Hérar (dressed), hver ....................... 30c Smáir hérar, tylftin frá ...»»............30c—60c No. 1 úlfa skinn, hvert..................$5.00—$6.00 Hænsni, pundið .............................. 14c Stórar hænur, pundið ........................ 14c Andir og gæsir, pundið ........................15c Boots and Shoes (Rubber), pundið ..............ýVa Auto tires, pundið .......................... 4V* Kopar vír, pundið ........................... 18c Bras-rusl (red), pundið .......................15c Vér borgum hæsta markaðsverð fyrir allar tegundir loð- skinna. Svín, yfir 100 pund, pundið ...................13c Svfn, ekki 100 pund, pundið ...................12c Svín (rough or stags), pundið ..................llc Vér borgum flutningsgjald á öllum húðum, rubber rusli og málmi, ef sent er 300 pund eða meira. Borgar sig bezt, að tína sem mest saman og senda sem mest í einu. A. McKellar The Farmers’ Market 241 Main Street. WINNIPEG Bœndur, takið eftir ! Fyrir óákveðin tfma borgum vér eftirfylgjandi prísa: Hænsi 14 cts. pundið, iifandi Ung hænsi, 18 ots. pundið, lifandi Svín, frá 80 til 150 pund á þýngd, 15cts. pundið Rabbits, (héra) 30 til 60 cts. tylftina Ný egg, 45 cts. dúsínið. Húðir, 19 cts. pundið. Sendið til MaeKellar, og nefnið Heimskringiu. Vér kennum * Vér kennum PITM AN Hraðritun. Success G R EGG Hraðritun. BUSINESS C0LLEGE Horninu á Portage og Edmonton Winnipeg - - Man. DEILDIR AF SKÓLANUM FRÁ HAFI TIL HAFS. Tækifæri Það er stöðug eftirspurn eftir fólki, sem útskrifasi hefir frá SUCCESS skólan- um. Hundruð af bókhöldur- um, Hraðriturum, Skrif- stofustjórum og Skrifurum geta nú fengið stöður. — Byrjið i dag að undirbúa yður. Takið tækifærin, scm berast upp i hendur yðar. Leggið fé i mentun, — ef þér gjörið það, þá borgar það svo margfalda rentu, og vandamenn yðar og vinir verða stoltir af yður. — SUCCESS skólinn er tilbú- inn að undirbúa yður fyrir tækifærin. SKRIFIÐ YBUR STRAX í DAGl INN Yfirburðir Beztu meðmælin eru til- trú fólksins. Það skrifa sig árlega fleiri stúdentar inn i SUCCESS, en í alla aðra verzlunar skóla Winnipeg bergar samantalda. Skóli vor er æfinlega á undan öll- um öðrum í nýjustu hug- mynduin og tækjum, sem kenslunni við kemur. “Bil- legir” og “Prívat” skólar eru “dýrir” á hvaða “pris” sem er. Allar vorar kenslu- greinar eru kendar af sér- fræðingum. Húspláss og á- höld öll er margfalt betra en á öðrum skóium. Stund- aðu nám á SUCCESS skól- anum. Hann hefir gjört — success í starfi sínu frá byrjun. — SUCCESS vinnur. •f ♦ -♦ ♦ 4 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ u 4 ♦ 4 ♦ 4 ► 4 ► 4 ► 4 ► ♦ ► 4 ► 4 ♦ 4 ♦ 4 ♦ 4 ♦ 1 SUCCESS skólinn heldur hæstu verðlaunum fyrir vélritua í öllu Canada. S'KRIFIÐ YÐUR INN HVENÆR SEM ER. Skrifið eftir skólaskrá vorri. Success Business College,Ltd. F. G. GARBUTT, Pres. D. F. FERGUSON, Prin.

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.