Heimskringla - 18.01.1917, Blaðsíða 8
BLS. 8
4
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 18. JANÚAR, 1917
Ben. Rafnkelsson
CLARKLEICH, MAN.,
B. Rafnkelsson, Clarkleigh, Man.,
kaupir allar tegundir af gripum
eftir vigt. Verð frá $2.75—$7.00
hundrap pundin. —
Einnlg kaupir hann allar teg-
undir grávöru fyrir hæsta verS.
Yðar með virðing og vinsemd.
B. Rafnkelsson.
Fréttir úr bænum.
Vér höfum verið svo hepnir að
fá göðan búmann, Mr. O. T. John-
son frá Edmonton, til þess að líta
eftir búnaðardál'kunum í blaðinu,
og gleður það oss mikið að geta
látiö blaðið fara að flytja þá aftur,
vér höfum æfinlega verið vinir
bændastéttarinnar, sem ber alt
iandið á hinum styrku herðum sín-
u'm og höfum verið bóndi sjálfur
og vitum að það er nauðsynlegt
fyrir bænduma að fylgjast með
hinni nýjustu þekkingu og vísinda-
legu reynslu í iðn sinni. Mr. S. A.
Bjamason ætlar líka aftur að fara
að líta eftir okkur. — Ritstj.
Mr. Stefán Pétursson, útsölu-
maður Iðunnar, biður kaupendur
ritsins sem kunna að hafa skrifað
honum nýlega að afsaka sig þó að
þeir hafi ekki fengið svar upp á
bréf sín, því að hann hefur veikui
verið og rúmfastur síðan á nýjars-
dag og eins biður hann þá sem
skulda fyrir annan árgang að borga
við fyrstu hentugleika.
Hr. Jón ólafsson frá Lillisve P.O.
kom inn á skrifstofu vora 1 vikunni
Hann gat þess að bróður sinn,
Guttormur M. ólason frá Mountain
N.D. hefði komið til bæjarins á
þriðjudaginn 9. þ.m. og það sama
kvöld gifti hann sig Miss Jónasínu
S. Björnson, frá Mountain. Séra
F. Bergman gaf þau saman að heim-
111 sínu. Eftir giftinguna héldu
skildmenni þeirra og kunningjar
þeim samsæti hjá Mr. Sam Samsori,
lögregluþjóni. Brúðirin er systur-
dóttir þeirra Samson bræðra.
Næsta dag lögðu brúðhjónin af
stað í skemtiferð vestur að kyrra-
haíi og búast við að koma aftur í
Apríl í vor og set'ast að á Mountain
N.D.
Heiinskringla óskar þessum brúð-
hjónum allrar bics. uuar í framtíð-
inni.
Blaðið Advance í Vv vnyard gctur
þess, að Mrs. G. B. Jos, , iison iiffi
orðið hastariega veik á mánudag-
inn síðastliðna viku, o;: um tíma
var örðvænt um líf hennar. Yar
Mrs. Jósephson send til Winnipeg
undir bráðan uppskurð, sem af
seinustu fregnum að dæma hepnað-
ist vel.
Á laugardaginn, 9“. jan., andaðist
í Argyle bygðinni konan Guðný
Björnsson. Lát hennar bar bráðan
að, því hún var frísk á föstudaginn
en veiktist hastarlega á föstudags
kvöldið. Hjartabilun var orsök
dauða hennar. Var hún í tölu
elztu íslenzkra frumbýlinga lands
þessa, hafði búið í Árgyle bygð í
kring um 30 ár. Var fædd á norður
landi á íslandi. Syrgir hana eigin-
maður og mörg uppkomin börn
hennar. Var hún jörðuð á miðvik-
udaginn í grafreitunum að Brú,
Man. Fregn þessi er tekin eftir
blaðinu Gazette í Glenboro.
Sigríður Thorleifsdóttir, ekkja
Jóns Sigurðssonar, frá Ból í Hróárs-
tungu, andaðist að heimili dóttur
sinnar, Ingibjargar Pétursdóttur, á
Home St., hér í borg á sunnudags-
kvöldið var. Jarðarförin fór fram
á miðvikudaginn. Sigríður heit-
in var rúmlega 78 ára að aldri.
Vegna veikinda St. Péturssonar
prentara blaðsins, hafa ekki verið
tök á að prenta upp kaupendalistan
nú um Iangan tíma, og vil eg biðja
þá sem borgað hara fyrir biaðið,
og ekki enn séð kvittað fyrir því
á nafnmiða sínum, að hafa biðlund
um tíma. Þetta verður alt fært
í lag eins fljótt og hægt er.
S. D. B. STEPHANSON,
Jón Sigurðson Chapter, I.O.D.E.
þakkar innilega fyrir þessar gjafir:
Frá kvenf. Baldursbúa, Baldur,
15 Hospital Suits
15 Surgical Shirts
Frá Dorcas félagi Baldur, Man.
6 Surgica! Shirts
8 Hospitai Suits
12 pör sokkum
og frá S. ). Austmann, $3.00 í pen-
ingum, í fangasjóð.
Sökum þess, að bezti maðurinn
á Heimskringlu og eini prentarinn,
Mr. Stefán Pétursson var veikur og
vér þurftum að lifa á bónbjörgum
með prentun þá urðu bæði ritgerð-
ir, bréf og greinar aðsendar frá
kunningjum vorum að bíða. Og
sumum fréttum gátum vér ekki
komið í blaðið. En það, að blað-
ið komst þó út eigum vér Lögberg-
ingum að þakka. Þessar greinar
og bréf, sem ekki komust núna í
bíaðið koma allar í næsta blaði,
enda komu hinar aðsendu greinar
ekki fyrri en vér vorum að enda
við blaðið. Ritstj.
KAFLI0R BRÉFI
Frá kaupanda Hkr. í N. Dak.
“Vænt þótti mér um það sem
Hkr. flutti eftir þá B. L. Baldwin-
son og séra Rögnv. Pétursson um
skamma-ritlinginn hans séra Magn-
úsar. Séra Rögnvaldur tekur þar
í lurginn á Sig. Júl. eins og hann á
skilið og þó meira hefði verið sagt
um hans endalausa vaðal.
Eg er hissa á að Lögbergingar
skuli ekki reka hann og reyna að
fá einhvern sem er skárri en hann
fyrir ritstjóra.’
Islenzkur Þjóðræknis Fundur.
, Fundur var haldinn að heimili
Árna Eggertssonar hér í borg á
miðvikudagskvöldið 10. jan. For-
seti fundarins kosinn var Árni Egg-
ertson, en Friðrik Swanson var kos-
inn skrifari. Forseti hóf umræður
og skýrði frá hvað fyrir sér hefði
vakað með því að kalla fundinn.
Að samvinna væri hafin til að stuð-
la að viðhaldi íslenzks þjóðernis
hér í landi eins lengi og unt væri,
að ritun sögu íslenzkra landnáms-
manna, sem nú væru að líða undir
lok, að íslenzkt tímarit yrði gefið
út, o.s. frv.
Tóku til máls á fundinum J. J.
Bildfell, Séra Rún. Marteinsson,
séra B. B. Jónssoa, Sig. Júl. Jóhann
esson, séra F. J. Bergmann, Jó-
hannes Sigurðsson og aðrir fleiri.
Lýsti sér hjá öllum þessum ræðu-
mönnum eindreginn áhugi fyrir við
haldi íslenzks þjóðernis hér í landi
og íslenzkrar tungu. Bent var af
sumum þeirra á flokkdráttinn og
áhugaleysið, sem nú ætti sér svo
víða stað. En yfirleytt kom ræðu
mönnum saman um að slíkt ætti að
leggjast til síðu í velferðarmáli
þessu.
Var á fundinum kosin 13 manna
nefnd til að hafa mál þetta til með-
ferðis og undirbúa það undir ann-
an fund—sem að líkindum verður
haldin hér í borg um bonspiel vik-
una í vetur.
Eimskipafélag
*
(slands.
Vestur Islenzka hlutasölunefnd-
in hélt fund hér í borg að kveldi
15. þ .m. tilþ ess að ræða um undir-
búning til kjörfundar sem haldast
skal hér í Winnipeg í næsta mánuði
til þess að útnefna menn í stjórnar-
nefnd félagsins, og til að gjöra
ráðstafanir um lúkning á starfi
nefndarinnar í sambandi við 200,-
000 króna hluta upphæðir sem hún
upphaflega tók að sér að selja.
Eéhirðir las upp lista af nöfnum
manna sem höfðu ritað sig fyrir
hlutum og borgað aðeins part af
þeim hluta upphæðum, og taldist
þá að ávantaði um 25 þúsund kr.
til þess að ná fullnaðar borgun
þeirra loforða. En með því að
engar nótu-skuldbindingar höfðu
verið gefnar fyrir þeim upphæð-
um sem á þessum lista voru taldar,
samþykti nefndin að mæla með því
við Eimskipafélags stjórnina á Is-
landi, að hlutabréf verði gefin út
til allra þeirra sem borgað hafa
einn eða fleiri hluti að fullu, en að
þær borganir eða partar borgunum
sena að upphæð ekki ná fullnaðar
borgun fyrir einn hlut falli til nefnd
arinnar, og brúkist til þess að borga
kostnað við útsending hlutabréfa,
innheimtun á hlutum, eða það ann-
að sem nauðsynlega þarf að borg-
ast í sambandi við félagið hér.
I sambandi við útnefning tveggj-
a manna í stjórn Eimskipafélagsins j
er samkvæmt Eimskipaféiags lög-l
um skal fram fara hér í Winnipeg í
Febrúar mánuði, samþykti nefndin
að skora á hluthafa í hinum ýmsu
byggðarlögum Islendinga, og gjör-
ir það hér með, að ef þeir þekkja
einhverja menn, sem þeir vilja til-
nefna í þetta embætti og sem eru
fúsir til þess að fara til Islands á
sinn kostnað, og mæta á fundum
og auka fundum að svo miklu leyti
sem unt er, þá gjöri þeir menn svo
vel og tilkynni skrifara nefndarinn-
ar í Winnipeg, Mr. B. L. Baldwin-
son, 727 Sherbrooke St. í Winnipeg
fyrir lok þ.m. nöfn þeirra manna
svo hægt verði að greiða atkvæði
um þá á fundinum í Febrúar.
B. L. Baldwinson
Voða slys.
Það var vestur með Breiðuvíkur
brautinni í Nýja Islandi, á bóndabæ
einum á miðvikudagsmorguninn
var um kl. 6, að einhver fór að
kveikja í stó með steinolíu, og vissi
ekki fyrri en alt stóð í björtu báíi.
Konan Mrs. Thorláksson hefði lík-
legast komust út lítt skemd en hún
tók ungbarn sitt og kastaði því um
gluggan út í snjóinn og tafðist við
það og beið þar bana. Hinir hafa
út komist, en stórskemdir, Andrew
Finnbogason brendur á báðum
höndum og fótum og andliti—er á
sjúkrahúsinu.
Helga Thorbath, 12 ára, brend
á andliti, höndum og fótum, er í
sjúkrahúsinu.
Ungbarnið Valgeir Thorláksson,
2. ára, brendur á báðum höndum,
andliti og fótum. Er á spítalanum
Lítil lífsvon um börnin, en nokkur
um Andrew.
Fréttir
(Niðurlag)
Fullyrt er a4 Falkenhayn, einn
aðalforingi þjóðverja í árásinni-á
Rúmena, hafi komið á neðansjáfar-
bát til Larissa á Norður-Grikklandi
að austanverðu. Kom hann frá
sjóborginni Kavala, sem Búlgarar
náðu af Grikkjum fyrir ári síðan
og er beint austur af Salonichi. I
Larissa hafa Grikkir sett upp loft-
skeytastöðvar og geta á hverjum
degi talað við Vilhjálm í Berlin.
Má af þessu sjá að ekki er trygt
með Grikkjum ennþá.
Bretar heimta skaðabætur af
Bandaríkjunum.
Mr. Arthur Henning segir í blað-
inu Tribune:
Bretar hafa sent Wilson forseta
kærur um það, að Bandaríkin hafi
orðið sek um mörg brot við hlut-
leysi í stríði þessu, og af brotum
þessum hafi Bandamenn beðið
mörg og stórkostleg tjón og skaða.
Eftir stríðið ætla Bandamenn að
krefjast skaðabóta fullra af Banda-
ríkjunum, samkvæmt kærum þess-
um. Og verða mál þessi langt um
yfirgripsmeiri og stærri en Alabama
málið gamla þegar Bandaríkin létu
Breta borga sér 15 millíónir fyrir
skemdir og spellvirki ræníngjaskips
þessa.
Ein kæran er sú, að Bandaríkin
hafi liðið þýzkum agentum, að
brugga samsæri á ameríkanskri
grundu til að koma á upphlaupum
og stjórnarbyltingu á Indlandi
WILLIAMS & LEE
764 Sherbrooke St., horni Notre D.
Gjöra við hjólhesta og motor Cycles
Komið með þá og látið setja þá í
stand fyrir vorið.
Skautar smíðaðir og skerptir.
Beztu skautar seldir á $3.50 og upp
Komið inn til okkar. — Allskonar
viðgerðir fljótt af hendi
leystar.
Almanak 1917
Innihald:—Tímatalið, myrkvar,
Árstríðirnar, tunglið, um tímatalið,
páskatímabilið, páskadagur, sól-
tími, veðurfræði Herchel’s, ártöl
nokkurra merkisviðburða, til minn-
is um Island, stærð úthafanna, leng-
stur dagur, þegar kl. er 12, alman-
aksmánuðirnir.
Milli heims og heljar. Þýzka-
land, England, Frakkland, Belgía.
Joffre, foringi Frakka, með mynd.
Etfir síra F. J. Bergmann. — Ný-
kvænti maðurinn. Æfintýri eftir
J. Magnús Bjarnason. — Safn til
landnámssögu Isl. í Vesturheimi.
Vatnabygðir. Eftir Friðrik Guð-
mundsson, með myndum.—Stóra
sleifin. Saga þýdd af Kamban—
Enn um Brasilíuferðir. Eftir Jón
Jónsson frá Mýri.—Sumarliði Sum-
arliðason, gullsmiður, með mynd.
Eftir síra F. J. Bergmann.—Um
eldingar og þrumuleiðara.—Sólar-
geislarnir sem læknislyf.—Helztu
viðburðir og mannalát meðal Is-
lendinga í Vesturheimi—Viðbætur
v;ð landnámssöguþátt íslendinga í
Utah.
VERD 50c.
ÓLAFUR S. THORGEIRSSON,
678 Shcrbrooke St., Winnipeg.
Búi Rögn aö bókunum
byrja mögn í tökunum,
sikýri sögn frá sökunum
sjást þá gögn í istökunum.
7. G.G.
Senior Patriotic Hockey
Verður reyndur í Amphitheatre skautahringnum á fimtudags-
kvöldið 18. jan., kl, 8.30. Keppir 223ja herdeildin á móti
“Victorias” Sæti til sölu að “The Stag BBilliard Parlors”,
Donald Street, frá kl. 10 f.h. til kl. 6.30 e.h. Merkt sæti,
50c. Algeng sæti 25c. Phone Sherb. 31.
Almenmar skautaskemtanir á miðvikudögum og laugardög-
nm.
TEES’ MUSIC STORE
206 Notre Dame Ave
Selur beztu tegundir af:
Pianos og Organs GRAMOPHONES og RECORDS.
Agentar fyrir CECILIAN PLAYER PIANOS Hin beztu í heimi.
J. M. TEES ráðsmaður um alt, er að hljóðfærum lýtur. Hefir starfað að því í Winnipeg í full 30 ár.
4*
Leggið þér í Sparisjóð
$2,500 á ári eða meira?
Ef þér eigib og ræktið ijálfur lítinn bú-
garð í British Columbia, þá getið þér not-
ið hins milda loftslags þar og óviðjafn-
anlegu náttúrufegurðar og búið 1 miðstöð
hins heilnæmasta héraðs, þar ekki er kalt,. á veturna og þér kveljist ekki af afar-
miklum hita á sumrinu.. .1 þessum stað .getið þér grætt fé, ef þér hafið þar 100
White Leghom hænur. Að minsta kosti ber hver hæna yður $2.00 arð, sem gerir
$2,000 tekjur árlega.. .Og ef þér hafið fimm ekrur undir berjum (Loganberries),
þá ræktið þér að minsta kosti 6,000 pund á hverri ekru, og seljast berin auðveld-
lega fyrir 10 cent pundið. Gerir þetta $6.00 eftir ekruna, eða $3,000 eftir fimm
ekrar.. . Ásamt $2,000 tekjum yðar eftir hænumar, yrði árstekjur yðar í alt $5,000
Nema tekjur yðar þessari upphæð nú? Ef ekki, komið og finnið mig, og getið þér
eðlast einn af þessum litlu búgörðum fyrir $375—aðeins $100 út í hönd, og langir
og góðir borgunar skilmálar me, það sem eftir stendur. Þarna er þægilegt með
flutning allan, góður jarðvegur, talþræðir, góðir akvegir, skólar, kyrkjur, verzlanir,
o.s. frv. Pumið mig á skrifstofu minni og fáið allar upplýsmgar.. .Hún er opin frá
U. 9 f.h. til kl. 9 e.h.
J. W. Kerr,
703 Mclntyre Block Winnipeg, Man.