Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 15. FEBRÚAR, 1917.
II E I M S K R I X G L A
BLS. 3.
Þjóðar-trú
Eg hef verið að grípa í að hugsa
um íslenku, Islands-trú og vestur-
íslenzku, sfðan um kvöldið hjá Á.E.,
—þar sem “allra flokka” menn sátu
saman. Er búinn að velta þessu
■ögn fyrir mér; þó enn sé sjálfsagt f
kekkjum. Ber þó þetta á borð eins
■og er, nú til bráðabirgðar.
Þessar spurningar leggjast þá
fyrst og fremst að huga mínum:
Hvert er sanneðli norrœns þjóðernis
<Jslands-eðlð kjarnnn úr því nor-
ræna)? Hvert af enkennum þess
ber að rækta; og hve mjög? Hvað
getur orðið úr vestrænni íslenzku;
og með hverju móti?
Þessu svara eg svo: Þjóðernis-
mörkin eru mismunandi blöndun
inannlegs lundarfars; eins og hjá
-’einstaklingnum. Einkenpi norræns
eðlis f fegurstri mynd eru: sjálf-
stæði, kappgirni, staðlyndi. Það er
hvorki dulrænis-trylling Austur-
ianda né fegurðarspeki Grikkja,
auðmýkt kristindómsins, eða óstýri-
læti viltra þjóða “Treystu sjálfum
þér,” er einkennisorðið- — Trúin á
mátt sinn og megin er alnorrænt ein.
kenni. Og f sambandi við það er
athugavert, að kristnin fær hvergi
íegurri, hreinni, né mannlegri blæ
heldur en á Norðurlöndum. Annars
er hugarstefna hennar als annars
eðlis en norræna andans,—hvernig
sem á er litið; hvort sem til er
tekið lítillæti Krists og bróðurblíða
■Jfremur en: lýðræktun), ellegar hug-
arangur miðaida manna. Norrænt
■eðli er sterkt, þungt, stórt og hreint.
Fægist ögn og mildast með kristn-
inni; en missir um leið bæði mátt
*©g heilleik. Hún er hins vegar alla
tíð fremur eins og litfagur hjúpur,
sem vel beri að fara með (og geri
því berandann gætnari hvar hann
rgengur); heldur en meðai, sem harm
tekur inn og eðli hans breytir.
Austui-landabúinn ávarpar guð
■eins og voidugan og strangan stór-
kóng. Norðurlandsbúinn eins og
óbrigðulan vin. Auðmýkt, lotning
og undirgefni er mjög tregt um í
norrænu eðli; á þar varla heima, —
rsízt þar sem það nýtur sín til hlít-
ar. Sjálfræði og þrek (bæði til starfs
'Og þols) aftur á móti, samfara
glöggri sjón inn í mannlegt eðli og
mannleg kjör- Hugarhallirnar ekki
mjög háreistar, en traustar. Alvar-
leg, drengileg sannleiksleit og rétt-
sýni. Norrænn maður gerir það
sem honum finst rétt gagnvart sín-
um innra manni, en ©kki af hræðslu
við æðra vald. — Einkennilegt er
það, að einmitt þá, þegar íslenzka
þjóðin er orðin langþjáð af hall-
ærum, kúgun og alskonar and-
streyrni, samlagast hún langbezt
kristinni trú. Sýnir þetta tvent: að
kristnin er trú lítilmagnanna, og
að norrænn andi fellur ekki fram á
knébeð bljúgrar guðsdýrkunar fyr
en hann er yfirkominn af megnasta
mótlæti.
Ýmsar þjóðir eru vafalaust eins
herfrægar og Norðurlandamenn;
ýmsar þjóðir jafn glæsilegar í sög-
unni, vitrar og voldugar. En engin
þjóð karlmannlegri í lund.
Það er vitnað til fornmanna ís-
iands sem hæsta tinds á sögubálki
norræns manndóms; ekki eins æð-
isgengið og víkingsöldin norzka, en
engu festuminna Ýmsar breyting-
ar verða eðlilega á lífsfari jafn marg
brotins þjóðabálks og Norður-búar
■eru. En aðal-einkennin samt mikið
til þau sömu alla tíð, hvernig sem
Vtri hagirnir breytast.
Það eru enkenni f fari Norður-
búa, sem að vísu mega missa sig:
deilugirni, ódælska og oflæti. Ættu
bó öllu heldur að breytast og heft-
ast; og eru ef til vill að sækja í það
borf. Ættlandsást íslendinga f
fornöld var ekki mjög sterk; en
settar-ástin: húni var svo að segja
alt, Þetta loðir við fram á vora
'daga. Kristnin er orðin heimstrú.
l>að þyrfti norræni andinn einnig
að verða- Leggja undir sig nýja
lýðl, án þess að gleyma rótum og
átthögum. Ættabálka-ástin er of
þröng hugsjón; jafnvel ættlandsást.
in. Ekkert minna en almenn mann.
dýrkun, bygð á norrænum dreng-
skapargrunni.
Alálið creðlilega a igasteinn þjóðern.
is. Má eins vel vera tengdabönd á
milli kynslóðanna. Tekur að sjálf-
sögðu breyt.ing með líðandi tíð eins
og þjóðin. En þá er alt að fara út
um þúfur, þegar frumeinkennin
breytast svo, að ekki eru tiltök að
lesa eldri bókmentir; cinkum hafi
nýrri kynslóðir ekki betra að bera á
borð. Til dæmis um máls breytingu
yfirleitt skal eg taka, að snarráð
þjóð hefur stutt orð einfaldar setn-
ingar; sú seinláta aftur löng orð og
setninga-flækjur.
Einkennilegt dæmi íslenzks anda
er það, að bókmál og mælt mál er
svo að segja alveg hið sama; og er
undantekning. Sýnir bæði, að fólk.
ið er lesfólk, og að bækurnar eru
upp sprotnar frá alþýðunni, en ekki
sérstökum lærðra manna flokk'
—Alt þettá er athugunarvert, þeg-
ar um það er rætt, hvað mikið skuli
til þess gert, að viðhalda hér ís-
lenzku þjóðerni (þ.e. máli og eðli,
sem alla tíð fer saman). Það er eng-
inn efi á, að það er þess vert að
halda því svo lengi sem tiltök eru.
Það sannarlega borgar sig fyrir
heiminn að norrænn andi lifi sem
vfðast og lengst. Það er meira að
segja heimsvelgjörð að auka þann
akur og bæta sem bezt. Mesti mis-
skilningur að bókmenfir og afskifti
annara þjóða geti komið í staðinn
fyrir íslenzkt þjóðerni. Rétt eins
og sagt væri, að kviður mætti koma
í höfuðs stað, eða eyru í stað augna.
Það sýnist all erfitt fyrir oss hér
að haida við bæði máli, minningum
og anda svo fámennan flokk. En
mögulegt liugsa eg það sé.—Það hef-
ur verið bent á og reynt við ýmsar
leiðar að þessu marki, sem vert er|
að athuga-
Það hefur verið talað um manna-
skifti sem eitt ráð til að viðhalda i
þjóðræktar straumnum frá einu!
þjóðbrotinu til annars, eystra og j
vestra. Það er enginn vafi á, að það j
er gott ráð; svo langt sem það nær. j
Bæði Finnbogason og Kamban áttu |
hingað erindi; þótt betri hefði mátt
verða förin fyrir báðum. íslands
heimsóknir eru og góðar. En hvað
lengi haldast þær við? Og verða
þær ekki grunntækar, þegar fráj
líður, þó til vllji?
Barnakensla á íslenzku í borgum, j
bygðum og þorpum hefur ögn verið j
reynd. Eg á hér við utan heimilis. |
Alla tíð betri en ekkert. Tvent hef- j
ur þó spilt fyrir.—Annað: að súj
kensla hefur mest staðið á “kristi-j
legum” mergi og því náð grunt inn j
í norræna andann.—Hitt: að á Is-j
lands-dýrkuninni. hefur verið all-
mikill kotungsblær. Ekki nærri
nóg áherzla verið lögð á mann-
skapartign fslenzks hugarfars- Held-
ur numið staðar við ytri hversdags.
kjör seinni tíða. Sem svo ber beint
saman við umkvartanir þær, er hér-
lendir afkomendur landnema hafa
heyrt af foreldra vörum um kjör
þau, «em þeir fyrirlétu — og áttu
við að búa hér fyrst af því þeir voru
íslendingar.
Þá er heimakenslan komin (for-
eldra-kenslan t.d.). Hvað getur
hún orðið hér? Varla mikið, eftirj
að stafroískveri sleppir, utan frá-j
sögur um lffshættina lieima; þjóð-1
sögubrot; og einhver atriði úr forn. j
sögunum,—að jafnaði að eins hálf- j
skilin (jafnvel af kennandanumj
sjálfum) og ósamstæð.
Svipuð einnig notin af umferðaj
kennurum; ými.slegs vegna. Nauð-l
synin fráleitt nógu ljós, jafnveí
kennaranum, á íslenzku-náminu. —
Og áhuginn hjá nemendunum af
skornum skamti mjög, alstaðar þarj
sem eg þekki. Öll íslands-fræði er
svo þvert úr leið við lands-andann
enskuþrungna, að það þarf að
þvinga inn í nemendann því litla
sem liann lærir. Kviksýningar,
knattleikir og amerísk ævintýri
standa altaf og alstaðar feti framar
í nemendans hug heldur en íslenzk-
ar frásagnir, hvort heldur fornar eða
nýjar- Er þetta harla eðlilegt: ts-
land svo fráleitt og fjarlægt. Hins
vegar fellur þetta alt svo herfilega
öfugt við “kristindóms”-barnaskap.
inn, sem nemendunum er samstund-
is kent, að sé hið æðsta góða.
Nokkuð svipað líklega að segja
um “háskóla”(! !)-kensluna í ís-
lenzku hér. Getur hún í rauninni
liaft neitt aðdráttarafl? Og ef svo
væri, hvers vegna? 8vo mjög glædd
í heimahúsum? Og nær hún hins
vegar neitt sinni þeim tökum á
nemandanum, að inn í hann drekk-
ist neinn verulegur eimur af skiln-
ingi á norrænum anda? (Hitt er
annað mál, að í honum lifi eimur
þaðan úr átt, eins og óræktuð fræ-
rót).
Alt þetta á litið gefur til kynna að
sökin liggur ekki hjá yngri kynslóð-
inni,—heldur þeirri eldri; sem hefur
að ýmsu leyti svert ættlandið forna
(óvitað og ósjálfrátt alla jafna), í
stað þess að geyma mynd þass sí-
gylta f minni, þrátt fyrir alla fá-
tækt og harðræði, sem hefur skift sér
í flokka um alveg ólífræn atriði,
saman borið við hugræktun eigin
þjóðernis; rétt eins og þessi atriði
hefðu haft alja sæld og vsálarheill
að geyma. Þjóðernis málin svo lot-
ið í lægra haldi,—Eg á hér meðal
annars við trúmála deilurnar. —
Út á þetta eru menn svo að drekka,
cr yngri kynslóðin flýr frá þeim út í
al-enskt hugar- og þjóðlff.
Það duga engin hálf ráð né hvers-
dagsleg í þessu máli, ef að fullu
haldi skal koma. Ekkert minna en
það, að íslands-dýrkun, íslands-trú
og íslenzkt eðli sé sett hæðst allra
mála hjá öllum af vorri þjóð hér í
landi, Svo að lúterska, ný-guðfræði
landsmálaskil og aðrar greinar verði
að óséðum landamörkum, sem eng-
inn man eftir, þegar komið er út á
þann helga völl- Islenzkt mál, fs-
lenzkt eðli, íslenzk saga þarf að
plantast og ræktast altaf og alstað-
ar af alefli. Á heimilum, í skólum,
á sanVkomum. Með söngvum, leik-
jum, samkeppni alskonar, íþrótt-
um; fróðleik og skilning. — Varla
mjög hægt verki og vinnandi þó-
Margborgar sig; ekki að eins fyrir
fslenzkt þjóðerni; og ekki heldur
að eins fyrir kanadískt. Heldur
fyrir heiminn í heild sinni. Það
hefur borið á þjóðbroti voru liér nú
þegar. án allra samtaka. En mætti
að sjálfsögðu margfalt meira vera,
ef samtaka-vængirnir yrðu því til
lyftis.
Eins og sagt hefur verið, hefur
kyrkjan verið of einvöld hjá oss.
Svo að alt hefur verið miðað við
kyrkjuflokkana eina (því sem næst)
Tæpast vegna trúdýptar. Vor þjóð
alla tíð “skynsemis-trúar,” hér sem
fyr- Trúblærinn þvf líkastur sér-
stakri skykkju með skrautlegu sniði
sem á sig er brugðið einstöku sinn-
um; hjá öllum fjöldanum. — Þjóð
ræktin á nú að koma á staðinn fyr
ir trúræktina. Væri slík stefna eðli-
lega miklu samleitari heldur en
kenningar, sem aldrei hafa tekið
okkur föstum ttökum, tengdar okk.
ur mestmegnis af vana. Því þjóð-
ræktin eða þjóðernisræktin er í raun
inni sjálfrækt í víðari merkingu. —
Hlýtur því að verða miklu meira
“ekta” með sömu áherzlu en trú-
rfektin var neitt sinn. Og þegar um
)vað er að ræða að festa viss ágætis-
einkenni, sem í þjóðeðlinu felast,
þá er samtímis fyrir alt mannkyríið
unnið.
Þetta, og ekki annað minna, er
það, sem “duga skal.” þ.e. svo að
málið og andinn Lslenzki geti orðið
lifandi lijá mörgum kynslóðum hér-
Gyðinga-þjóðin kennir sínum börn.
um sitt helga mál. Og í raun réttri
er Gyðinga-trúin ekkert annað en
föst og sterk þjóðernis-trú eða þjóð.
rækt. Ef okkur tekst að koma þvl
fyrst og fremst inn í eigin koll, og
svo næstu kynslóðar að Island sé
“landið helga” fyrir oss, þá er heltn-
ingurinn unninn. — 1 jafn djúptæk-
um málum og þessu verður hver að
byrja lieima hjá sér; festa sanruleik-
ann sér í minni og sinna næstu.
Til þess að fullu lialdi komi,
þyrftu fram að koma sannir þjóð-
ernis postular eða prestar; menn
sem brýndu fyrir fólkinu af alúð og
áliuga gildi eigin þjóðernis, — sam-
fara glögguin og vekjandi skýringum
á sögu og eðli íslenzkrar (og nor-
rænnar) þjóðar. Má og víst vona
íoga.m.k. óska), að slíkir menn fram
komi. Því nú erbrýningar nauðsyn í
liessu hér fremur en neitt sinn fyr,
sérstaklega livað framtíðar-kynslóð.
ina snertir- Einnig þyrftu skáld
vor að snúast þráðbeint á lijóðrækt-
ar-sveifina, fremur en fyr, og helzt
taka til við hugnæmara form fyrir
yngri lýðinn heldur en ljóðin, sem
álla tíð verða torskildari en mælt
mál. Sögur, leikrit, kvikmyndir
helzt lika. af íslenzkum efnum
(hvort heldur vestrænum eða aust-
rænum, fornum eða nýjum) þyrftu
að koma í staðinn fyrir erfiljóðin
og fundarkvæðin. Svo að jafnvel
það, sem samið yæri á enzku um
íslenzkt efni, ef hdgnæmt væri, gæti
verið stórbót; lyfti þjóðaráhug hjá
þeim, sem ekki hefðu túngutakið,
og benti hérlendri lijóð á íslenzkan
anda. Auðmenn vorir og efnamenn
gætu stórum létt og lyft framgang
þess máls, sem þeim er skyldast, ef
þeir legðu það til styrks þjóðrækt-
ar,.sem nú fer til kyrkna, og helzt
vel það. Því hvernig gæti fjársafn-
inu verið betur varið? Forustu-
menn vorir ættu einmitt að sjá
æðstan <sóma sinn í því að glæða
vald og virðingu eigin ætternis (í
víðtækastri merking) með því að
glæða sem bezt þjóðerni sitt. Á
þann hátt mundi og þeirra eigin
minning lengst lifa, að minningar-
lundurinn væri sem bezt unninn og
græddur. 1 mannhafinu hér sökk-
va fyr en varir afrek okkar frama-
manna. En í minningum íslenzks
lijóðarbrots geta þau lifað lengur
en nokkurn varir nú„ ef það heldur
hér lífi og þroska. Eitt, sem að
þessu styddi, vferi íslenzkur lista-
sjóður, sem örvaði, hvetti og hæfi
fslenzka llstamenn vor á meðal. En
til þessa hafa þeir átt mjög lélegan
kost- 1 staðinn fyrir mann, veiða-
kapp safnaða þyrfti nú fram að
koma skörp samkeppni í íslenzkum
listum og þjóðlegri mentun allskyns
—Söngur hefur alla tíð verið lífsorð
á vörum vorrar þjóðar; og svo mun
enn vera. í staðinn fyrir “ragtime”
söngva þá, sem nú eru súngnir í
samkvæmum hér, þyrftu íslenzkir
söngvar að komast í móð. Þyrfti
helzt að semja þjóðernisljóð sérstök
fyrir íslendinga vestan-hafs. Og ef
svo skyldi til vilja, að íram kæmi
skáld af íslenzkri ætt, sem væri þó
málsins vant; gott og vel, betra en
ekkert þó á ensku sé; auglýsing á
landinu meðal enskrar þjóðar, ef
ekki annað-
Það hefur verið minst á bækur
við barna hæfi um íslenzk efni forn
og ný, heiman að og hérlend. Er
það, ef til vill, hornsteinn als ann-
ars í þessu efni. Léttar og lyftandi
frásögur af ágætis atriðum í sögu
íslenzkrar þjóðar er eitt fyrsta og
helzta skilyrði henni til viðhalds
hér. Því eWkcrt kVeikir fremur
löngun og lotningu æskulýðs held
ur en hvetjandi frásögur. En æsku.
lýðurinn er vonin, eða örvæntingin!
(Vestræn Islendinga-saga á enn
nokkuð í land, svo að fullþroskuð
og samfeld geti orðið- Er einmitt
helzt að myndast nú. Þau brot,
sem skráð hafa verið, eru og verða
munu svo siðar af öðrum saman
skrifuð. Mundi als ekki þolast af
samtíðinni nú, ef svo ljóst væri frá
sagt eins og í íslendinga-sögum
forna).
Það er örðugt að segja hvar stað-
ar verður numið, þegar af stað
er lagt. — Engan hefur grunað, að
sumir landar vorir hér mundu ná
þar með tærnar sem þeir hafa nú
hælana, —þegar þeir lögðu úr hlaði
á íslandi. Alveg eins getur farið
með íslenzkt þjóðerni hér í álfu, ef
öll rækt er við það lögð. Að öðr-
um kosti auðvitað als eigi. — Það
er vitnað til fornra afreksmanna al-
og þess menningarsvips, er hún ber
(enginn fslenzkur skrfll til). Það
er vitnað til forna afreksmanna al-
staðar um söguna. En þetta er als
ekki nóg- Eitíh á að fara fram úr
öðruin; ein öld fram úr annari. Vér
ættum að réttu lagi ekki fyr að
hætta en við stöndum í sögunni
jafn-snjallir fornmönnum íslands.
Helzt framar, ef hægt væri. Auð-
vitað miðað við tíð og tfðarmörk
(þeir leggja t.a.m. fram sinn skerf
á sérstakan hátt, sem í stríðið fara).
En aðaláherzlan hlýtur fyrst og
síðast að liggja f þjóðræktinni sjálf-
ri; því ei er sá talinn, sem úr hópi
týnist.
Það er alstaðar að bera á íslend-
ingum meir og meir, smám saman.
Þeir eru að skara fram úr hér og
þar, menn af þessum fámenna
flokki; engu sfður vestan hafs en
austan- Og þvf meiri ætti nú ein-
mitt áherlan að leggjast á samheldni
í flokknum, sem honum er meiri
sómi sýndur. Sízt af öllu að týna
sjálfri lífsperlunni, málinu. — Óvíst
að segja, hve hátt við getum hafist,
ef sífelt er keppt upp og áfram, all-
ir samtaka, og aldrei slakað á.
Þ. B.
Northcliffe iávarður.
Nortlieliffe lávarður eigandi hinna
merkustu os stærstu blaða á Eng-
landi er maðurinn sem næst Lloyd
George hefur nú mest að segja á
Englandi.
Hann segir um bréfið Þjóðverja
til Wilson og hótunum þeim að sökk
va öllum kaupförum, sem vörur
flytja til Bandamanna: “Þetta er
hin harðasta raunin sem fyrir
Bandaríkin hefur komið. Eg hefði
helzt kosið að Bandaríkin hefðu
aldrei út í stríð þetta farið. Við
getum unnið það einir með Banda-
mönnum þeim, sem nú eru með okk-
ur og þegar til friðarsamninganna
kemur, þá þurfum vér ekki að ótt-
ast áhrif þýzku borgaranna f
Bandaríkjunum.
Eg hefi ekki nægileg gögn í hönd-
um til þess að dæma um það, hvort
Bandaríkin geta haldið áfram að
standa utan við stríðið eða ekki.
Bandaríkin hafa verið langt í burtu
frá vígvöllunum og bardögunum.
Og það er ef til vill eðlilegt,, að þeir
hafi litla hugmynd um það, hvað
hinar mentuðu þjóðir Evrópu hafa
orðið að berjast við þetta hálft
þriðja ár. En nú fá þeir að vita
hvað það er að verða á vcgum þjóð-
ar þeirrar sem rennur bandóð í
bræði og vitfirringu á hvað sem f.vrir
er með það citt fyriraugum að drepa
og eyðileggja.
“Hversvegna fóru þjóðverjir að
taka upp á þessu?" spurði fregn-
ritari . “Það eru ekki þjóðverjar,
Jiað eru Prússar” svaraði North-
cliffe. “Það er ákaflega leitt, að eitt
rfki Þýzkalands skuli geta varpað
Jiessari smán og svfvirðingu, á alla
Jijóðverja aðra, sem liata og fyrir-
Ifta Jiessa hernaðar aðferð og morð-
in kvenmanna og barnanna alveg
eins og Bretar gjöra.
En J>að sem rekur Prússa áfram
er þetta: Þeir eru vonlausir orðnir.
Við höfum barið á þeim og haft bet-
ur. Þeir höfðu hina stórkostleg-
ustu hernaðarvél, sem lieimurinn
hefur séð. En við stöðvuðum þá
hjá Marne. í fyrstu sópuðu þeir
burtu og eyðilögðu f bardögum frá
Mons til Meaux þvf nær öllum her-
afla æfðra hermanna, sem Bretar
áttii til fyrir strfðið. En nú hafa
þeir biðið þangað til Bretar eru
orðnir þeim öflugri að öllum her-
búnaði og hafa meira af æfðum og
hraustum hermönnum en sjálfir
lieir. Hinir hraustu og hugrökku
Bandamenn vorir héldu þeim kyrr-
um meðan við vorum að búast, og
nú fyrst erum við albúnir í hvað
sem er.
Eg hefi áður verið að setja út á
allan vorn undirbúning. En nú
er eg nýkominn frá Frakklandi og
þar sá eg herskarana okkar. En
eg hefi ekki orð til að lýsa þeim
eður lofa. Þeir eru svo langt haf-
nir yfir alt lof sem eg get skráð af
framkoinu þeirra allri.
Vér erum nú jafn sterkir á landi
sem á sjónum. Við erum búnir að
koma liýskum í klemmu þá, sem
þeir aldi'ei losast úr ; Prússar eru
dæmdir. Keisara ættin þýzka
hefur lagt alt í sölurnar til þess, að
mynda konung.shring (trust of
erowns). Þeirra augnamið var að
■setja einvaldskonunga í svo mörg
hásæti álfunnar, sem þeir gætu.
Nú vita þelr vel hvcrnig hermálin
standa á öllupi hergörðunum og
þessvegna kasta ]>eir allri fyrir-
hyggjw og varkárni og lögumog rétt-
læti fyrir borð. En þeir misskilja
Ameríku eins og þeir misskildu oss.
Þeir trúa og treysta því, að enginn
hlutur geti skrúfað Ameríku út í
stríðið alveg eins og þeir treysta
þvi, að enginn hlutur gæti komið
Bretum til að berjast. Þeir treystu
þvf og voru sannfærðir um, að
Canada, Australia, New Zealand,
índia og Suður Afríka mundu upp-
reisn gjöra á móti Englendingum.
Og nú eru þeir sannfærðir um það,
að Bandaríkin muni alt þola heldur
en„ að hætta sér út í stríð. Þetta
sýnir hina feykilegu fáfræði þeirra
um hugsunarhátt að eðliisfari, eður
sálarfræði annara lijóða.
Eg er nákunnugur Ame.rfku. Eg
er ekki að hlaða oflofi á Jiá. En eg
met og virði Ameríku þjóðina og
liekki þá persónulega af stöðugri
umgengni og vlðskiftum. Og eg hef
aldrei efast um vináttuna milli
þeirra og vor. Þessi vinátta er rót-
gróin í eðli beggja þjóðanna, og við
höfum hinar sömu ástæður til
l>ess að elska og vlrða hvor annan
bæði sem J>jóð og einstaklinga.
Eins og eg hef J>egar sagt áður vona
eg að Ameríka geti haldið sér frá
strfðinu án þess að skcrða heiður
sinn, eða tapa virðingunni fyrir
sjálfum sér. En færi svo að þér
Amerikumenn neyddust til að gang.
a í stríðið, ]iá veit eg að þér mund-
uð koma með afli miklu, stórum
herskörum hraustra manna með frá-
bærri atorku og úrræðum og útveg
ójnjótandi. Yrðu ]>á barbararnir
í Mið-Evrópu, sem nú eru hálfsig-
raðir því fyrri á kné barðir, svo að
þeir yrðu upp að gefast.
Að lokum vil eg geta þess að þess-
ir barbarar og ræningjar sem nú
ætla sér að granda öllu f kring um
strendur vorar, munu reka sig á l>að
að vér getum mætt þeim hvar sem
þeir koma. Vér erum í alt búnir og
höfum stjórendur góða og duglega.
Vér koinum öllu á heimilinu í lag í
tæka tfð. — Og Berlin veit l>að —
veit það, að vér verðum sterkari og
sterkari einlægt því lengur scm líð-
KAUPIÐ
Heimskringlu
Nýtt Kostaboð
Nýir kaupendur aö blaðinu, sem senda oss
fyrirfram eins árs andvirði blaðsins, oss að
kostnaðarlausu, mega velja um þRJÁR af
af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir :
• r» | / *t
oylvia
‘Hin leyndardómsfullu skjöl”
‘Dolores”
Jon og Lara
‘Ættareinkennið”
“Bróðurdóttir amtmannsins ’
1 / »*
Lara ^ .
Ljósvörðurinn”
Hver var hún?”
Kynjagull”
Sögusafn Heimskrínglu
Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með-
an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er:
Sylvía ....................... $0.30
Bróðurdóttir amtmannsins ....... 0.30
Dolores ........................ 0.30
Hin leyndardómsfullu skjöl...... 0.40
Jón og Lára .«.................. 0.40
Ættareinkennið.................. 0.30
Lára............................ 0.30
Ljósvörðurinn................... 0.45
Hver var hún?................... 0.50
Kynjagull....................... 0.35