Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 6

Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 6
I B18. 6. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. FEBRÚAR, 1917. I. Kapituli. Haegum skrefum, vakið af hljómöldum geimsins, faerSist voriS nær. ÞaS mátti heyra andardrátt þess í ný-útsprungnu skógarlaufinu; fuglarnir, trú- verSugir kallarar vors og blíSu, tilkyntu komu þess meS skærum tónum; viltu blómin, sem legiS höfSu í felum undir limagörSunum, litu nú upp er þau heyrSu aS voriS væri aS koma, urSu glöS viS og hvísluSust á sín á milli: "VoriS er nærri — þaS kemur!” Náttúran öll var eins, og aS bíSa eftir vor- inu og virtist reiSubúin aS bjoSa þaS velkomiS. En til eru þó margar persónur, sem segja vetur- 3nn uppáhald sitt, — sem staShæfa, aS ekkert sé ■ánægjulegra en hlý og notaleg stofa, meS fallegum :gluggatjöldum og snarkandi eldstæSi; en persónur þessar eru annaShvort geggjaSar eSa þær eru sér- vitringar, sem er verra. l ií heildarinnar af fólkinu kemur voriS sem engill friSar og gleSi, undanfari sumar sælunnar dýrSlegu, og er kærkominn gestur. Árla þenna vormorgun sátu tvær stúlkur á fram- pallinum fyrir frarnam stórt hús, sem leit út fyrir aS vera skrauthýsi í borg en var í virkileika bónda- bær. Hús þetta var stórt og reisulegt, meS breiSu þakkskeggi og mörgum gluggum, en upp meS glugg- unum vatt sér margvísiegur vafningsviSur, sem nú var nýlega farinn aS grænka og lifna viS. Stafnar hússins voru háir og gáfu því svip, en upp af því risu fagurlega málaSir reykháfar. • Þetta var hús, sem þreyttur Lundúna búinn sér í draumum sínum og þráir eftir. Skamt frá húsinu voru fjósin og hlöSurnar. — Nautpeningurinn stóS þar upp aS knjám í stráinu; svín voru á ferSinni hér og þar og rumdu ánægju- lega; hanar og hænur létu einnig á sér heyra gleSi sína — en ekki á hljómfagrarn hátt( því meS allri virSingu fyrir lýsingum skáldanna, er hana-gal og hænu-klak aldrei annaS en hræSilegasta ósamræmi. Á bak viS fjósin voru mjólkurhúsin, táhrein og hvít, björt og svalandi. Fögur Tennis-grund var þar til annarar hliSar, og inngirtur garSur( þar ræktuS voru kálhöfSin stóru, stöngulberin beizku, kartöflurnar óumflýjanlegu og ótal margt annaS; en utan meS garSinum óx hunangssætt blómskrúSiS og hér og þar háar berja hríslur. Yfir heila tekiS var þetta fyrirmyndar bóndabýli, af því bóndinn, sem hér bjó, skildi til hlýtar verksviS sitt og þótti Vænt um þaS — átti húsiS sitt og var upp meS sér af því. Hann hét Harrington. Nafn staSarins var ”Hofsvellir,”en stúlkurnar, sem úti sátu voru dætur Harringtons. Eg segi “sátu,” en fer þá ekki alveg rétt meS söguna. Sannleikurinn var, aS önnur þeirra sat — var önnum kafin aS aSskilja útsæSi; en hin stóS þar hjá henni og halIaSist upp aS húsveggnum og var einnig önnum kafin — aS horfa á. Stúlkan, sem sat og athugaSi vel og vandlega verk sitt, var ungfrú Philippa Harrington og var hún eldri systirin. Náttúran, sem hefir stundum þann leiSinlega ávana aS hálf-gera hlutina, hafSi hætt í miSju kafi þegar hún var aS skapa Philippu Harr- ington; hafSi gætt hana ljúfri lund( dæmafárri geS- prýSi og framúrskarandi þoIgæSi, en svo annaShvort viljandi eSa óviljandi gleymt aS gera hana fallega. Philippa var ekki fríS, andlit hennarvar ekki óviS- feldiS, en hreint ekki frítt. Vissi hún þetta sjálf og olli þaS henni ekki neinnar ógiaSi, -en þetta sann- ar bezt af öllu hvaS blíSlynd og geSgóS hún var. En aftur á móti hafSi náttúrunni fundist viS- eigandi aS klæSa yngri stúlkuna þeirri mestu fegurS, sem nokkurntíma hefir töfraS mannlegt hjarta og vakiS langanir þess. Hún var meSal kvenmaSur á hæS, fallega vaxin og alt ytra útlit hennar vottaSi hana hrausta og heilsugóSa; hún var kringluleit og kinnar hennar voru blómlegar og rjóSar. FegurS hennar var þó ekki hvaS fríS hún var, þaS var eld- lega æsku fjöriS bjarmandi í hverjum drætti andlits hennar, sem mest gerSi hana aSlaSandi og fagra. Munnur hennar var í stærra lagi og drættirnir kring um hann voru staSfestulegir. Augu hennar voru brún og hlupu oft í felur á bak viS augnahárin löngu og svörtu. Greindarleg voru þessi augu og bjartur glampi lýsti þau upp, hvort sem hún var alvörugefin eSa gerSi sér eitthvaS til gamans. Hakan var falleg í laginu, og aSdáanlegt skarS í henni, sem einlægt virtist hrópandi: “Komdu og kystu mig!” BlóSiS var stundum fljótt aS hlaupa upp í kinnarnar, eSa brosiS aS færast yfir varirnar, virtist þetta hvoru- tveggja skrásetja hverja hugrenningu hennar, — en hugrenningar hennar voru margvíslegar og oft fljót- ar aS vakna. Á þessu augnabliki var þetta fallega andlit í ljúfum hvíldar stellingum( sem eru þeim æskilegu kringumstæSum samfara, aS mega sitja hjá og horfa á aSra vinnaí Þetta átti Ijómandi vel viS Carrie Harrington og var alveg eftir hennar skapi. Hún var ekki ein af þeim, langt frá því, sem finna til gleSi í erfiSis- vinnu. Ef hún annars vann nokkuS, þá var þaS meS rykkjum og feikna miklum aSgangi á meSan þaS stóS yfir, en þaS entist sjaldan mjög lengi. — Vildi hún helzt vera eins, og karl-býflugan, sem baSar sig iSjuIaus í sólar ljósinu. Kaus hún sér helzt aS ganga meS bók sér í hönd út um angandi og grasigrónar grundirnar þar í kring; eSa hallast upp aS hesthúss hurSinni og tala- til hestanna inni í fjósinu; eSa horfa á silunginn skvampandi í straum- unum. í stuttu sagt þá vildi hún helzt vera sinn eigin húsbóndi og fara sinna eigin ferSa. Enda átti hún ekki öSru aS venjast. Annars voru Philippa og hún bara hálfsystur. Harrington, faSir þeirra, var tvígiftur. HafSi hann gift sig ungur í fyrra sinni, og sú kona hans dáiS og eftirskiliS honum Philippu. SíSan hafSi hann nokk- rum árum seinna gift sig í annaS sinn, og varS einnig aS sjá á bak þeirri konu. Hún var mjög veikbygS og dó mánuSi eftir aS Carrie fæ<Jdist. LifSi aS eins nógu lengi til þess, aS fela barniS umsjá Phil- ippu og til aS sjá aS Philippa myndi reynast vel þessu tiltrausti. Eldri systirinn hafSi séS um Carrie frá vöggunni til þessa dags( meS stakri umhyggju- semi. HafSi hún, ef sannleikan skal segja, gengiS eins langt í því aS spilla Carrie meS of mliklu eftirlæti og mögulegt var. I augum Philippu var enginn eins og Carrie; enginn eins fallegur, fyndinn eSa greindur. Hún hafSi byrjaS aS láta alt eftitr henni þegar Carrie var fárra mánaSa gömul, og lét alt eftir henni enn þá. Ekki lét hún heldur sér þetta nægja, því hún krafSist aS allir aSrir gerSu slíkt hiS sama. Ef Carrie hefSi ekki veriS eins góShjörtuS og göfug eins og átti sér staS meS hana, þá hefSi þetta uppeldi hlotiS aS spilla henni, og hún hefSi ekki orSiS söguhetja mín og lesandinn ekki ónáSaSur meS hennar viSburSaríku æfisögu. En þaS er ómögulegt aS spilla eSlisfari sumra, alveg eins og þaS er ómögulegt aS deySa sumar plöntur. EftirlætiS mikla hafSi gert Carrie ögn þráa stundum, meS köflum duttungafulla, dálítiS stolta og gjarna á aS ráSa í flestu, en þaS hafSi ekki rænt hana hennar blíSu og ástríku lund, sem bætti upp alla aSra smá-galla. Hún var meira en fögur, hennar góSa hjartalag gerSi hana töfrandi og aSlaSandi. Hún var ólík flestum öSrum stúlkum. Sumar stúlkur geta aldrei látiS hár sitt fara vel. Carrie gat á örfáum augnablikum án sýnilegrar fyrirhafnar vaf- iS upp hár sitt og látiS þaS fara eins og á drotningur- klætt sig í “heima tilbúinn” baSmullar kjól og veriS naSi og sýnast þó aldrei vel klæddar. Carrie gat klætt sig í “heima tilbúin” baSmullar kjól og veriS aS ytra útliti eins og gySja. ÞaS er eins og sumar stúlkur viti aldrei hvaS þær eiga aS gera viS höndur sínar eSa fætur. Carrie hafSi ágætt vald yfir þess- um útlimum sínum og var list sú Iagin( þaS var henni eins og meSskapaS, aS geta sett sig í hundraS fagrar og viSeigandi stellingar á jafnmörgum augnablikum. Ekki má gleyma söng hennar. Philippa sagSi hann væri eins og söngur lævirkjans; var þetta sönnu nærri, því röddin, sem hljómaSi fyrir eyrum áheyr- endans þegar Carrie söng eitthvaS, var óneitanlega skær og fögur. Þegar hún hló, hópuSust piltarnir utan um hana; þegar hún hleypti brúnum — fyltust þeir af ör- væntingu. Philippa var húsráSandi," eSa þaS nafn gaf Carrie henni, hélt hún bækurnar fyrir föSur sinn, sagSi vinnustúlkum fyrir verkum, bæSi heima og í mjólkurhúsunum. Hún var ráSskona á heimilinu, sá um alt innanhúss, saumaSi sjálf kjóla sína og oft kjóla handa yngri systur sinni líka. — 1 stuttu sagt, var Philippa iSjusemin sjálf og öllum til léttirs og aSstoSar, sem nærri henni voru. Ef ungu piltarnir hefSu haft nokkurn snefil af viti og fyrirhyggju, hefSu þeir séS hvaS góSur kvenkostur eldri systirin var. En þeim var þetta hvorugt gefiS — þeir urSu allir ástfangnir í Carrie á sama augnablikinu og þeir sáu hana. Og svo bættu þeir móSgun ofan á vcuirækt meS því aS leita ti Philippu í þessum vandræSum sínum, sögSu henni í trúnaSi frá því, aS þeir elskuSu Carrie út af lífinu og báSu um fylgi hennar og milligöngu. En Philippu stóS alveg á sama, fanst þaS ekki annaS en rétt og viSeigandi aS hún væri sett ti hliSar í þessum sökum. Var hún hæst ánægS, ef hún sá Carrie glaSa og syngjandi — ríkti þá skær söngur og bjart sólarljós á heimilinu. "Skelfing ertu lengi aS aSskilja þetta fjárans útsæSi, Flippa," sagSi Carrie og leit niSur til systur sinnar. Rétti hún hendumar yfir höfuS sitt, teygSi sig og sýndi á sér ýms óþreyjumerki. Flippa var nafniS,, sem Carrie nefndi systur sína þegar vel lá á henni. "Philippu” kallaSi hún hana, þegar henni fanst eitthvaS öSru vísi en þaS ætti aS vera. En þegar Carrie var í vondu skapi og bálreiS nefndi hún systur sína “ungfrú Harring- ton!” “Já,” svaraSi Philippa, “þetta útheimtir tölu- verSa vinnu. Svo mikiS af sæSinu hefir skemst þetta ár, af bleytu býst eg viS. En ef eg tæki ekki skemda útsæSiS burtu, yrSu blómabeSir okkar þunnlegir í sumar." “Ó(” svaraSi Carrie, ”þú vilt skoSa þig sem hönd forsjónarinnar og þjá bak þitt meS því aS vinna verk náttúrunnar. — Eg mundi sá útsæSinu eins og þaS nú kemur fyrir sjónir og Iáta náttúruna hafa fyrir aS aSskilja þaS.” Philippa brosti. * "ÞaS værí þér líkt. En eftir á aS hyggja Carrie, þó þú sért ófáanleg til aS aSskilja blóma útsæSi, þá vildi eg mælast til þess, aS þú vildir aSskilja ögn piltana, sem elta þig.” “Piltana--hvernig?" svaraSi Carrie brosandi og ará sér ekki þaS minsta. Philippa brosti og fleygSi handfylli af dauSu útsæSi í poka, sem þar var. "Eg á viS aS þú gerSir greinarmun á þeim, veldir einhvern þeirra úr hópnum, en létir þá ekki alla elta þig eins og þeir gera. Ef til vill finst þér þetta skemtilegt, þaS tel eg sjálfsagt, og stæSi mér nú reyndar á sama, ef þeir ónáSuSu mig ekki eins og þeir gera.” "Vesalirrgs Flippa!” Hafa þeir veriS aS tjá þér ást sína?" Philippa hló góSlátlega. “Nei, víst ekki -- engin hætta á þeir geri þaS. En þeir koma hver eftir annan og opinbera mér vonir sínar og instu leyndardóma hjarta síns — og ætlast til þess, aS eg klifi rammgerSa virkiS, sem stendur í veginum á milli þeirra og þíns hjarta! Var þaS seinast í morgun aS Villi Fairfold var aS segja mér frá því( á meSan eg var önnum kafin aS sinna hæns- nunum, hvaS hann elskaSi þig heitt, og sagSi hann þaS vera skyldu mína, kristilega og heilaga skyldu, a mæla máli hans viS þig!” “Villi er allra bezti piltur,” sVaraSi Carie og sló frá sér hendinni glaSlega. En hann er stundum þreytandi. Þykir mér leitt aS heyra aS hann hefir veriS aS gjera þér ónæSi, Flippa. Sendu hann til mín næst.” “Handa þér aS æra og trylla! Hann er ofgóS- ur piltur til aS sæta annari eins meSferS. Vildi eg gjarnan aS hann væri ögn vitmeiri, svo ekki léti hann lengi leika sig þannig.” "Þakka þér fyrir! Einmitt þaS, ögn vitmeiri en aS dáSst aS mér. Þakka þér kærlega fyrir hugs- unar semina í minn garS, ungfrú Philippa!” Philippa fór aS hlæja aftur, uppgerSar alvöru- svipurinn hvarf af andliti hennar. “Þú ert annars ljóta manneskjan, Carrie. Til eru fleiri dæmi en þetta því til sönnunar. Séra Goodleigh gekk meS ínér heim á sunnudaginn var, og gat ekki talaS um annaS en þig — “Hann ætti aS fyrirverSa sig fyrir þaS,” svaraSi Carrie meS sama brosinu. “ASstoSar prestar ættu aS geta talaS um eitthvaS annaS.” “ÞaS finst mér(" svaraSi Philippa meS áherzlu. “ASstoSarprestar hafa engann rétt til þess, aS verSa ástfangnir. Þeir hafá allan söfnuSinn til aS elska og þaS ætti aS vera þeim nóg." “Eg held þú ættir aS segja honum þetta næsf, þegar hann heimsækir þig meS einhverja af bók- unum, sem honum er svo umhugaS um aS lána þér." ‘ “Ó, segSu honum þetta fyrir mig,” sagSi Carrie eins og hún væri aS biSja systur sína bónar. Þú kant lagiS á honum mikiS betur en eg.” Enn hló Philippa. “Þakka þér fyrir. Eg veit ekki nema eg geri þetta. Hann er of mikilhæfur og mentaSur maSur til aS vera hafSur fyrir leiksopp af ungum og kæru- lausum daSurkvendum.” En á meSan Philippa var aS segja þetta horfSi hún meS innilegri aSdáun á fallega andlitiS fyrir ofan hana. “Svo er hann svo vitmikill En—í alvöju aS tala, Flippa, — hvernig stendur á því, aS hann verSur ekki ástfanginn í þér? Ó” — Carrie klapp- aSi nú himin-lifandi saman höndunum — hvaS dæmalaust góSa, alveg framúrskarandi, prestskonu þú myndir gera!” Philippa brosti. “Eg sé þig í anda, skoppandi viS hliS hans, meS körfu af kristilegum smáritum á handleggnum! Væri þaS ekki aSdáanlegt? Eg finn helga skyldu mína aS benda aSstoSarprestinum aS þaS góSa hlutskifti, sem hann er aS sleppa hendi af þegar hann gengur fram hjá þér, en er aS færa og bera mér bækur.” Philipppa hló og svaraSi ekki. Skrítin er þessi veröld," sagSi Carrie ennfrem- ur eftir stundar þögn, á meSan hún var aS reyna aS grípa flugu, sem var á sveimi þar yfir pallinum. “Ef ungi fölleiti aSstoSar presturinn fengi ósk sína upp- fylta og giftist mér, væri öSru nær en eg myndi reynast honum æskileg eiginkona. En þú — ” Philippa! Philippa!," heyrSist nú hrópaS inni í húsinu. Eg er hér, pabbi,” kallaSi Philippa á móti. Þungt fótatak heyrSist inni í framsalnum, á næsta augnabliki stóS svo Harrington í dyrunum. FríSur og göfuglegur maSur, einn af Englands vösku sonum, hár vexti og beinn og unglegur enn þá, þótt þessar tvær gjafvaxta meyjar væru dætur hans. HvaS hefst þú aS?” sagSi hann um leiS og hann lagSi höndina á öxl Carrie, og kleip hana ögn í eyraS. Svo sneri hann sér aS Philippu. “Jæja, Philippa, nú er eg nýbúinn aS fá bréf — Eru her- bergin til fyrir gestina?” “Já, pabbi, þau eru til." ÞaS er gott og blessaS. Hérna er bréfiS, þú getur reynt aS lesa þaS,” fleygSi hann nú opríu bréfi í kjöltu eldri systurinnar. "Vond skrift ætti aS vera hegningarvert afbrot gegn landslögum. Helmingur bréfa þeirra, sem mér berast, eru svo illa skrifuS aS eg get hreint ekki lesiS þau. í þessu bréfi gat eg ekkert lesiS, utan orSin ‘klukkan fimm’ og ‘lest’, annaS var mér óskiljanlegt.” LátiS mig sjá þaS,” sagSi Carrie, beygSi sig niSur og greip bréfiS. “Hvílík þó ættarmerki og stymplar — þau taka yfir hálfa síSuna! Jæja, pappír kostar ekki mikiS.” SíSan las hún bréfiS upphátt: Kæri Harrington:—Sonur minn vonar aS koma til þín meS lestinni í kvöld klukkan fimm. Treysti eg því aS hann geri þér ekki of mikiS ónæSi, og trúa máttu mér til þess aS eg er þér hjartanlega þakklátur fyrir vináttu þína og góSvild. Vonandí aS þér og — (‘litlu’ er orSiS) litlu fjölskyldunni líSi vel. er eg, þinn einlægur, Fitz-Harwood. ” “Litlu fjölskyldunni! Hvern þremilinn á hanu viS, pabbi?" sagSi Carrie, sveiflaSi bréfinu í hendi sér og var hnakkakert eins og hrafnsungi. Harrington brosti; hann hafSi þegar snúiS sér frá þeim. Augnablikin voru honum dýrmæt um voranna tímann. “Eg veit ekki,” svaraSi hann eins og annars hugar. “Eg hefi ekki séS lávarSinn, né hann mig, í mörg ár, og býst viS aS hann haldi aS þiS séuS enn þá litlar stúlkur. Sumt fólk getur aldrei skiliS aS annaS fólk vaxi eins og þaS sjálft gerSi. Jæja, Philippa, þaS er gott aS herbergin eru til. Eg sendi Giles á staS meS hesta-kerruna í kvöld.” Þegar Harrington hafSi þetta mælt skálmaSi hann burtu. Carrie halIaSi sér upp aS veggnum meS bréfiS hangandi í hendi sinni. “Ákaflega er þetta skrítiS," sagSi hún loksins og var hugsandi. “HvaS er skrítiS?” spurSi Philippa, um leiS og hún fleygSi síSasta skemda sæSinu í pokann og tók svo aS búa um góSa útsæSi í stórum leirpotti. “ViSvíkjandi þessum dreng," svaraSi Carrie. "Hví í veröldinni er Fitz-Harwood lávarSur aS senda hann hingaÖ ? Og( þaS sem er ennþá ein- kennilegra, hví tekur pabbi þaS í mál aS taka hann í hús sitt — lávarÖar soninn. Á aS fara aS gera gisti- stöS úr Hofsvöllum meS þjónum í einkennisbúningi? ’ Carrie hló, en auSséS var aS hún átti nú aS stríSa viS töluverÖ heilabrot. Philippa var mikiS alvörugefnari. “All-einkennilega kemstu aS orSi mm þetta,” sagSi hún rólega. "FaSir okkar og Fitz-Harwood voru vinir í æsku —’’ "Vinir! Hvernig getur Lóndasonur veriS vinur jarlsins?” spurSi Carrie og athugaSi ættarmerkiS á bréfinu meS mestu gaumgæfni. Philippa varS hugsi í nokkur augnablik. "Eg veit ekki. Veit þó þeir þektu hver annan Ekki veit eg hvernig þetta atvikaSist, því pabbi minn- ist aldrei á þetta. Eg myndi helzt hugsa, þó aSeins sé þaS óljós grunur minn, aS pabbi hafi einhverntíma bjargaS lífi jarls þessa.” Carrie hlói “Jæja, alt þetta er frekar óljóst hjá þér. Þú myndir helzt hugsa! Vitanlega minnist pabbi aldrei á þetta; hann myndi óttast aÖ fólk myndi skoSa þaS þannig, aS hann væri aS stæra sig yfir vináttu sinni viS iávarS. — En er ekki faSir okkar eins góSur og nokkur lávarSur? Hví skildi hann því vera aS tala um þetta?” Nú var Carrie aS verSa í svipinn bæSi stoltleg og sjálfstæSisleg. “Hvernig hljó'Sár söngurinn aftur, Flippa? Já, nú man eg" — Hóf hún nú sína skæru og fögru rödd og tók aS syngja, rykti til höfSinu og sló út hendinni: Hér eitt sinn millumaSur bjó, hans milla ‘út viS Fljót’; hann vann og söng um sérhvern dag og sá viS öllu bót, og andi þess( sem karlinn kvaS, mun kannske hrífa þig: Mér sama er um alla menn, sé öllum sama um mig. Philippa hætti aS vinna og hlustaÖi á sönginn, höfuS hennar hreyfSist eins og ósjálfrátt eftir hljóS- fallinu, svo hló hún. LjóS þetta er hér óviSeigandi, Carrie. Engintt mun bregSa föSur okkar um sjálfstæSisskort — óþarfi er því aS verSa svona æst.” “SjálfstæSisskort,” endurtók Carrie. "Hví er- um viS þá aS leyfa jarli þessum, meS ættarmerkiS nærri tveggja tommu langa,"—nú benti hún á bréfiS —“aS senda sín sjúku börn á okkar heimili handa okkur aS sjá um? Eg er ekki vesalings drengnum mótfallin af því aS hann er sjúkur — heldur af því aS hann er sjúkur lávarSar sonur! Sökum þess aS faSir okkar bjargar Fitz-Harwood lávarSi frá dauSa, á Hann aS gera gististöS úr Hofsvöllum. Lélegt endurgjald virSist þetta vera.—Látum okkur þetta aS varnaði verSa, aS bjarga aldrei lífi nokkurs manns, sízt af öllu jarls; því hann er alveg viss meS aS færa sér hugprýSi okkar í nyt aS einhverju leyti!" Philippa brosti og kipti sér ekki mikiS viS; var vön viS þessar hugaræsingar systir sinnar og hafði gaman af; yndislega andlitið á Carrie var svo óviS- jafnanlega fagurt, þegar svörtu augun björmuðu af áhuga og kinnarnar voru roða slegnar. “Jæja,” sagði hún, “þetta er ekki mikils varS- andi málefni. Vesalings drengurinn bakar okkur engin óþægjindi; hann kemur meS þjón sinn meS sér og herbergin, sem eg ætla honum eru í suður- hluta hússins, langt frá okkur heimafólkinu. “Stærstu og björtustu herbergi hússins," bætti Carrie viS. AuSvitaS, svaraSi Philippa eins og þetta væri sjálfsagSur hlutur. Og hvaS gengur aS honum — mislingarnir, kíg-hósti eSa hættulegt kast af bólguveiki?” Philippa brosti. Hvílík heimska! Hann þjáist ekki af neinum sóttnæmum veikindum. Pabbi sagSi mér, aS mig minnir, aS lávarSurinn ungi hafði lagt of hart aS sér við aS lesa undir próf, eSa eitthvaS þess háttar. Læknar hans hefðu því ráðlagt honum aS fara í einhvern kyrlátan staS, sem laus væri viS allar æs- ingar. — Hann þarfnast hvíldarinnar.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.