Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 4

Heimskringla - 15.02.1917, Blaðsíða 4
BLS. 4. HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 15. FEBRÚAIÍ, 1917. HEIMSKHINGLA (MtofnaV 1SH6| Kcmur út á hverjum Flmtudegl. ©tgefendur og etgendur: THK VIKING PRESS, LTD, VerTt blattstne f Canada og Bandartkjun- nm $2.00 um áritt (fyrlrfram borgatt). Sent tll Islands $2.00 (fyrirfram borgaS). Allar borganlr sendist ráSsmannl blaS- ■lns. Pðst eba banka ávísanir stýlist tll The Vlklng Press, Ltd. M. J. SKAPTASON, Ritstjórl S. D. B. STF.PHANSON. rátSsmatSur. Skrifstofa: T3S SHEKBHOOKK STHKKT., HIXMPEO. p.O. Box .1171 TaUfml Garry 4110 Áskorun til íslendinga. Eins og lesendur Heimskringlu vita hefur sú breyting oríSið á stjórn 223. herdeildarinn- ar að Lieut. Col. Albretchtsen er farinn frá stjórn deildarinnar, en við hefur tekið Capt. H. M. Hannesson, hinn víðkunni íslenzki lög- maður í Winnipeg. Ætti breyting þessi að vera hið mesta ánaegjuefni fyrir alla vini her- deildarinnar, og hafa menn nú góða ástæðu til að vona að greiðist úr mörgu, sem tafið hefur fyrir þroskun deildarinnar. Það er nú orðið öllum kunnugt, að 197. deildinni hefur verið skift upp í smá flokka. Lieut.-Col. Fonseca slepti stöðu sinni sem Lt.- Col., og tók kafteins stöðu, og fór með deild- inni sinni sem send var austur um haf til að fylla upp í skarð annara deilda. Hinar sömu skipanir voru gefnar 223. deildinni, að henni skyldi skift upp í smáflokka, og skyldu þeir leggja á stað austur um haf snemma í feb-' rúar til að fylla upp í skörð deilda annara á vígvellinum. Þetta hefði verið að eyðileggja vonir hermannanna í deildmni og vonir allra þeirra manna í Vestur-Canada, sem unna deildinni, og vilja að hún fari í einum hóp, óskift til vígvallanna. En yfirvöldunum var sýnt fram á þetta og hvað öllum hlutaðeigendum félli þetta þungt, svo að tilskipunin var kölluð aftur. Menn vissu, hvað olli þessaritregðu að safna liðs- mönnum, og voru til þess vissar ástæður sem | lágu hjá deildinni sjálfri. Og svo var þessi breyting gjörð og Capt. H. M. Hannesson lát- inn taka við forustu, en fyrri tilskipunin köll- uð aftur. En déildinni gefið nýtt loforð um það, að geta farið sem ein óskift heild til vígvallanna, ef að hún væri búin að fá 700 hermenn talsins í miðjum apríl mánuði, og væru hermenn allir hraustir og færir til farar- innar. Ástæðan til þess að leyfið var gefið, var sú að stjórnin var sannfærð um það, að margir fleiri Skandinavar væru eftir, sem enn mundu ganga í herinn og að deildin mundi fá nýtt líf og fjör undir nýrri stjórn. Þegar breytingin var gjörð heyrum kunn- ugt í Portage la Prairie, þar sem deildin þá var lýsti hin mesta ánægju sér hjá öllum og var sem menn hefðu himin höndum tekið. Nýtt fjör og áhugi kviknaði hjá öllum og allir hétu því, að gjöra sitt ýtrasta til þess, að vinna að söfnun nýrra liðsmanna. Sérstaklega er það mikilsvert fyrir íslend- inga, að láta ekki brjóta deildina upp í smá flokka. Capt. Hannesson verður settur skör hærra og gjörður að Lieut.-Col. hinn 18 mars, og er hinn eini Islendingur sem herdeild stýrir. I herdeildinni eru nálægt 200 íslendingar nú sem stendur, og þeir eru þegar orðnir víð- kunnir fyrir framkomu sína í öilum greinum hermenskunnar. Þegar deildin var stofnuð átti hún að sýna Canada-veldi, að Skandinavar í Vestur-Can- ada væru reiðubúnir að taka á herðar sér alla þá ábyrgð, sem því fylgir að vera borgari landsins, og gjöra það eins fúslega og nokkrir aðrir borgarar. Og vissulega geta Islending- ar verið stoltir af framlögum sínum til stríð- sins og 223. deildin er þeirra eigin deild. Ef að deild þessari verður skift upp í smá- flekka, þá táknar það, að landarnir hafi ekki getað framkvæmt það, sem þeir ætluðu sér að gjöra. Vér hétum því að stofna Skandi- naviska herdeild og bregðist það, þá verðum vér oss til minkunar, og ævarandi vanvirða verður það, að Skandinavar í Vestur-Canada skuli hafa reynt að stofna eina herdeild, en ekki getað það. Vér íslendingar getum ekki þelað þá smán og svívirðingu, og því gjörum vér nú allir sem unnum heiðri Islendinga hina sterkustu áskorun til landa vorra, til allra Is- lendinga, sem geta í herinn gengið, að koma nú fram, ganga í deildina sjálfir og fá aðra til að gera það sama. Það hefur stórmikla þýðingu, ef að deild þessi kemst á fót fyrir alia Skandinava í Can- ada. Komist hún upp, þá sýnum vér það, að Þetta er okkar land og vér erum landsins-börn Ait Canada-veldi verður stolt af okkur, og þakklát fyrir þetta sem vér höfum komið til leiðar, og sjálfir höfum vér þá sýnt vort sanna gildi sem Kanadískir borgarar. Það er heiður fyrir oss að Capt. Hannes- son skyldi vera trúað og treyst til þess að lyfta 223. herdeildinni úr niðurlægingu þeirri, sem hún var í fallin, og það verður okkur sóminn mestur að styðja hann og efla, sem vér bezt getum til þess að fylla deildina að mönn- um. Oss vantar aðeins 200 menn í viðbót, en vér höfum aðeins tveggja mánaða tíma til að fá þá. Það er því skylda allra Islendinga í Vestur-Canada, að koma og ganga í hana, ef að þeim er það með nokkru móti mögulegt. Þá leggja þeir fram sinn skerf í hinu réttlát- asta stríði í mannkynssögunni, og vinna öllum fslendingum til heiðurs og sóma í landi þessu. Nú blasir tækifærið við oss, að sýna hvað vér getum. Ef að vér bregðumst nú, setur það á oss óafmáanlegt merki, að vér viljum ekki vinna skyldu vora, en hinsvegar yrði það oss til ævarandi sóma og heiðurs, ef að vér dygð- um nú þegar mest á ríður. Afkomendur vor- ir í ótal liði fram, gætu þá sagt, að feður sínir hefðu þó verið með og unnið skyldu sína við land og lýð og frelsi, þegar heimur allur skalf og nötraði við ofstopa og trölldóm ofbeldis- mannanna þýzku. Þyknar í lofti. Þau eru að verða svartari og svartari ský- in í lofti yfir Bandaríkjunum núna með degi hverjum. Og skyldi engan undra, þó að Vil- hjálmur vildi hefna sín á þeim fyrir að sýna sér ekki nægilega virðingu þessum Guðs út- valda. Menn hafa lengi vitað það, að þjóð- verjar hafa í marga áratugi haft úti allar klær til þess, að geta einhvernstaðar búið sér til hreiður á meginlandi Ameríku. Þeir hefðu gjört sig í bráð ánægða með það, að koma inn tánni, svo vissu þeir að fóturinn og lík- aminn allur myndi koma á eftir. En fyrir Monroe-kenninguna voru Bandaríkin einlægt á verði, og þó þau þektu ekki Vilhjálm og þjóðverja eins og þeir nú koma fram, þá stóð þeim stuggur af þessum framandi mönnum. ótal brögð og brellur hafa þýzkir reynt til að koma sér inn hér, en ekkert hefur dugað. Loks fóru þeir að streyma hér inn í þúsunda tali, reisa hér bygðir og bú og gjörast stórauð- ugir og borgarar landsins. En við það var eitt einkennilegt og lengi vel vissu Bandaríkja- menn ekkert um það, eða ef nokkrir vissu það þá gáfu þeir því engan gaum en það var þetta, að þeir voru borgarar hér í Ameríku og skyld- ir að hlýða landsstjórn og rétti og verja landið móti fjandmönnum öllum, en um leið voru þeir borgarar á Þýzkalandi og skyldir að verja land og þjóð keisara og ætt hans alla og ber- jast móti öllum þeirra óvinum. — og ekkert gat felt þetta úr gildi. Þeir voru fyrst af öllu þýzkir menn og þýzkir borgarar, og skyldir þýzka keisaranum um alla trú og hollustu. Vm.'*- hans voru þeirra vinir, óvinir hans þeirra óvinir. Þessu treysti Vilhjálmur svo, að hann sagðist geta ráðið forseta kosningunni í Bandaríkjunum, hvenær sem hann vildi. En til að tryggja bandið milli sín og föður- landsins þýzka, stofnuðu þýzkir þjóðernis- félag milli þýzkra manna í Ameríku, skyldi það halda uppi þýzkum bókmentum, þýzkri tungu, þýzkum venjum, þýzkum hugsjónum. Þeir voru að mynda nýtt þýzkt föðurland í álfu þessari. 3 miljónir þjóðverja voru í ; félagi þessu, en 18 miljónir þjóðverja hafa j als verið taldar í öllum Bandaríkjunum. — En hvaða félag sem er með 3 miljónir með- lima og 13 miljónir áhangenda getur verið í hættulegt og er voði mesti í framandi landi. j 0ð síðan stríðið byrjaði hafa þýzkir þvert og endilangt um öll Bandaríkinn verið að gjöra samsæri móti samborgurum sínum. Þeir settu drápvélar á skipin, þeir sprengdu upp verksmiðjur, eyðilögðu í hundrað þúsunda — i og miljóna tali dollara, eignir manna, þeir deyddu fólk og gjörðu tilraunir að myrða j merka borgara Bandaríkjanna — alt til þess að hjálpa Vilhjálmi og föðurlandi sínu í Ev- ! rópu. Nú liggur við stríði milli þjóðverja og Bandaríkja. Þetta þýzka þjóðernisfélag sendir til Wilson bréf um það, að þeir muni berjast með Bandríkjunum móti Þjóðverjum. Það er ákaflega merkilegt bréf þetta og getur I síðar orðið ennþá merkilegra í sögu mannkyn- sins. En þýzkir gátu ekki annað, svona stórt ! útlent félag hlaut að gjöra þetta, eða draga á sig grun. Vér viljum ekkert um það segja, j það kann vel að vera að þeir gjöri þetta og j enginn frýr þeim hugrekkis. En nú er að koma upp kvittur um það að ' þýzkir séu að streyma suður tii Mexíkó til að berjast með Carranza móti Bandaríkjamönn- um. Og ef að Bandaríkin áttu fult í fangi I með Mexíkó áður, hvað mun þá síðar, ef að. j 100—200 þúsundir þjóðverja ganga í lið með þeim, og þjóðverjar þessar 18 miljónir ! um öll Bandaríkm verða upp til handa og fóta j að leggja þeim alt lið sem þeir geta. Hefði ' heimsstríðið í Evrópu dregist um tvö eða þrjú ár, þá hefðu tímarnir hér verið svo miklu j hættulegri bæði sunnan línu og norðan. Vér gátum þess á öðrum stað í blaðinu að ; Rev Hindley hefði sagt í ræðu sinni að vér þyrftum þúsund hermenn til að senda aústur og hundrað þúsund til að gæta landsins heima Það er einlægt að verða líklegra og líklegra með degi hverjum að Bandaríkin fari í stríð móti þjóðverjum. Hvað liggur þá beinast við að meðhaldsmenn þjóðverja í Bandaríkj- unum gjöri'? Því að það megum vér vita, að 1 hvað sem þetta stóra félag eða formenn þess hafa sagt Wilson, þá eru þýzkir í Bandaríkj- unum ekki með þeim sem eru móti þýzkum í Evrópu. Fjandmenn þeirra hinir næstu eru hér í Canada, stórir hópar þjóðverja eru hér og hvar um Vestur-Canada, landamærin eru opin, enginn gætir þeirra, þeir gætu farið hingað í flokkum og fylkingum inn á varnarlaust fólk, ef að hermenn allir færu burtu. Ef a? Bandaríkin verða að eiga við Mexíkó, sem út lítur fyrir, þá hafa þau enga menn til að senda hingað norður, smáhópar þýzkir, vopnaðir gætu gjört hvað sem þeir vildu, gætu tekið Winnipeg ef enginn væri til varnar. Vér •ætlum það þó fásinu mestu að hafa ekki næga hermenn hér heima titl að taka á móti gestum ef nokkrir kæmu. Vér trúum þýzkum aldrei, hversu fagurt sem þeir láti. Þeir sem einskis virða eiða op ; loforð, eru ekki menn sem treystandi er. Að trúa mönnunum, sem brutu undir sig Belgi, sem myrtu Edith Cavell, sem sópuðu alla Sebíu, svo að fátt var þar lifandi eftir, sem óðu yfir Rúmeníu, Galizíu, Pólen, Kúrland og Lithauen og lugu því að þeir væru að frelsa þjóðir þessar, mönnunum, sem söktu Lúsí- taníu og hafa verið að draga ekki einungis i Belgi í þrældóm karla og konur, heldur Serba, Rúmena, Pólverji, Kúrlendinga, mönnunum sem nú eru að brugga Bandaríkjunum vélræði 1 í Mexíkó og sendu þangað vopn og skotfæri , og menn, til þess að herja á landið, sem hefur veitt þeim skjól og vernd. Alla þá sem treysta þeim teljum vér erkiflón eða skaðlega og hættulega menn hér í Canada að minsta kosti. Allir þeir sem ennþá hafa ekki undir merki gengið ættu að gefa sig fram að ganga í heimalið til landvarna og stjórnin ætti að taka það að sér að koma því í framkvæmc hið allra fyrsta annars gjörir hún ekki skyldu sína. Það ætti að vera hægt að fá einar 5— 10 þúsundir hermanna í Wmnipeg einni og ef þeir vilji ekki koma, þá að sitja herskyldulög á og það hið skjótasta, því að það ætti að fara að æfa mennina undir eins og hlýnar. 1 National Service kemur nú þegar að gagni. Þegar var farið að verða svo hart um kol, að við voða lág að menn mætuu frjósa inni í húsum sínum. Þetta stafaði af skorti á véla- stjórum á brautarlestunum, skorti á “round- i house mechanics” og öðrum æfðum og kunn- andi verkamönnum. — En nú vissi stjórnin hvar þeir voru og undir eins er farið að kalla út nokkur hundruð menn um alt landið til að taka við þessum starfa. Herskylda—Conscription. Framan af vorum vér á móti herskyldunni. Oss fanst það svo óskemtilegt, að vera að neyða menn til að berjast, sumir kváðust ekki geta gjört það fyrir samvizku sinni, þó að þessir hinir sömu menn væru kannske albúnir að gjöra eitt eður annað, sem mörgum finst ekki betra, aðrir gátu ómögulega fengið sig til þess, af því, að þeir voru hræddir við dauðann og blóðið, sitt eigið og annara. Og nar, sem eiga sonu sína á vfgvellin- um í dauðans hættu eða fangna á Þýzkalandi, eða limiesta á höndum eða fótum á spítölum eða á heimleið eða blinda eða heyrnarlausa, unn- ustan, sem grætur elskuhuga sinn, nú moldu hulinn á Frakklandi eða í Flandren. Hermennirnir, sem heim koma særðir og við örkuml, sem ]>eir aldrei fá bætt- Allir þessir menn og konur spurja að því opin- berlega á mannfundum, í dagblöð- unum, eða einsloga í húsum inni: Hversvegna urðu þessir menn eftir ailir, sem vér sjáuin ganga svo hnar- reista á strætum borganna. Hvers- vegna varð eiginmaðurinn minn að fara frá mér og barnahópnum og láta lífið, svo að nú sit eg ein uppi með hópinn? Hversvegna varð hann að deyja, en þessir menn allir að sitja hér heima, meðan hann var að berjast fyrir þá? Það er ómögulogt að svara þessum spurningum hinna syrgjandi mæð- ra. Það or ómögulegt að svara her- mönnunum, sem heim koma lamað- ir, handalausir, fótalausir, sjónlaus- ir, þegar þeir hoimta hjálp í mönn- um og útbúnaði og fé, handa þeim sem eftir eru að berjast á vígvöllun- um. Og nú segja hinir merkustu menn að Canada vanti 100,000 menn til að senda austur um haf og 100,000 her- menn til landvarna hér heima. — Þessir menn sem sloppið hafa hjá stríðinu alt til þessa ættu nú að koma fram þó að á lltu stUndu sé. Og ef að þeir geta ekki fari aust- ur um haf, þá geta þeir þó alla daga gengið inn sem landvarnarmenn. Ef að herstjórnin ætlar að það geti komið fyrir að verjast þurfi hér heima fyrir einhverjum óaldarlýð, þá ætti þó sannarlega að vera tölu- vert eftir af mönnum, sem geta haldið á hólk og hleyjit úr lionum hér heima og varið kofana sína. Og vissulega ætti herstjórnin að taka ráð í tíma hvað þetta snertir og skylda mennina til þess ef hún álít- ur að nokkur liætta sé á ferðum. Þannig lagaða herskyldu meðan stríð þetta stendur yfir mundu allir sætta sig við- Eins eða líkt er með öll framlög til rauða krossins til sjúkra og særðra manna. Þetta kemur alt af gjöfum. Hinir örlátustu og veg- lyndustu gefa, taka kannske bitan frá rnunni sínum og barna sinna, þvf að þeir og þær geta ekki annað, göfuglyndið og örlætið knýr þá til þess, — en margur rnaðurinn með hundrað dollara í buddu eða á banka stillir sig um það að taka á þeitn. Hann kann að þurfa þeirra sjálfur hugsar iiann. Og þó að hin- ir ríku 'gefi, þá þarf lenginn að hugsa sér að maðurinn með hund- rað og tvö hundruð þúsund gefi til- tölulega eins mikið eins og margur sá sem aðeins hefur búhokur að lifa á. Það er ágætt fyrir þá sem ríkir eru að tala um það hvað fallegt það sé að gefa, og hvetja alþýðuna til þess. En jafnar miklu væri það ef að stjórnin tæki þe'Lta algjörlega að sér, legði á skatta og úthlutaði svo fénu til rauða krossins, til ekknan- na og hinna rnunaðarlausu barna til liinna særðu og hjálparvana. vér höfum séð stórvaxna menn verða svo hrædda við blóðsár, að þeim lág við yfirliði, og sannarlega var það aumkunarleg sjón. En þesir menn gátu ekki að því gjört. Þeir voru einhvernveginn veiklaðir. En svo var annað sem mestu réði í huga vorum. En það var þegar vér hugsuðum til bændanna og bóndasonanna úti á landi. Þeir vinna baki brotnu til þess, að rækta landið, eða framleiða fæðuna, handa öllu landinu, handa öllum hernum, handa öllu Bretaveldi. Það var ómögulegt að taka þá frá þessu starfi. Hvað hefði orðið af öllum íbúum borganna, ef að þeir hefðu farið. — Ekkert fyrir hendi nema sultur og hungur- dauð.i. Vér vitum að fjöldi þeirra hefur viljað fara, en þeir mega það ekki. Vinna þeirra er eins nauðsynleg eins og þeirra, sem berjast á vígvellinum. Og bóndinn er æfinlega þarf- asti og oft heiðarlegasti maðurinn í hvaða landi sem er. En nú höfum vér í hálft þriðja ár séð hóp- ana fara af hinum ungu mönnum, hugprúðu, drenglyndu, mannvænlegu í alla staði, fram- tíðarvon landsins, og tiltölulega ættum vér, að meiri hlutinn hafi komið utan úr sveitum. — Sveitin tapar hinum röskustu og göfugustu mönnum. Vitaskuld hafa margir farið úr borgunum líka, og nærri hvað mest náms- mennirnir, mennirnir sem farnir voru að ganga mentaveginn og sáu og skildu hvílík hætta var á ferðum og vildu heldur lífinu hætta, en að háskinn kæmi hingað. En gangi menn um stræti Winnipeg borg- ar, þá sjá menn og mæta menn þeim í hópatali mönnunum frá tvítugs til fertugs aldurs. Vér vitum ekki hvort mikið er eítir af þeim í öðrum bæjum eða borgum. En vér vitum að þeir eru hér í þúsunda tali, vér leiðum engar getur að því, af hvaða ástæðum þeir eru hér eftir, — en konurnar, sem eiga menn ina sína á vígvellinum og sitja einar með barnahópinn heima, ungu konurnar sem nú gráta manninn fallinn á Frakklandi, mæður-1 Séra Hindley. Capt. W. J. Hindley hinn alkunni prestur og mæLskumaður og mann- réttinda postuli, flutti fyrra sunnu- dag ræðu í Oongregational kirkj- unni (central) og var hún troðfuli því aliir vilja á liann hlusta. í ræðunni gat hann þess að býsna margir hinna ungu manna vildu sitja heirna og sá hveiti fyrir Breta- veldi, en nú væri þeirra meiri þörf á Frakklandi að róta upp víti handa þjóðverjum. Hann réðist harðlega á þá F. J. Dixon og R. A. Rigg þingmenn, fyrir frammistöðu þeirra í innskriftar- málunum (national registration) og sagði hann að afstaða þeirra væri iitlu eða engu betri en Roger Case- ments, landráðamannsins- Stjórnin ætti undir eins að beita við þá her- lögunum. Drap hann á að nú væru grið og samband upphafið millij Þjóðverja og Bandarfkjamanna. —j Ekki vildi hann láta banna stríðs- fréttir neinar. Og það kvað hann J sannfæringu sína, að mjög skamt væri til þess, að ein eða önnur teg- und herskyldu kæmist á í Cánada. Hann sagði að síðan hann hefði komið í hermanna búninginn og þó einkum seinasta mánuðinn, hefði hann orðið nýr og breyttur maður. Nú findist honum svo mik- ið til um rangiæti það sem fyigdi sjálfboðaferðum að safna mönnum í herinn og nú væri hantr af þessum ástæðum orðinn með því að her- skyldu yrði hér á komið. En heima hér þyrfti þó afla drjúgan. Hann hélt því fram að Canada ætti undir eins að safna 100,000 her- mönnum til þess að senda austur yfir haf og að auk 100,000 hermönn-J um til landvarnar heima. Ef að' Bandaríkin færn 1 strfðið scm lík-l indi væru til, þi þyrfti sterkan vör* | hér heima fyrir. Þýzkir ræningja fiokkar myndu koma í hópum yfir línuna og það kynni vel að koma fyrir að flugdrekar þýzkir kæmu hér yfir borgina og gerðu usla og skandala, gætu eyðilagt stórbygg- ingar og grandað fólkinu og gjört mörg spellvirki af sér, ef að fólkið væri varnariaust fyrir- Hann kvað engan mann geta sagt, eða jafnvel rent grun í hvað þessa átján mill- jónir þjóðverja í Bandaríkjunum hefðu f huga að gjöra eða hversu langt þeir myndu leyfa sér að fara- Og víst væri um það, að enga elsku myndu þeir bera til Canada eða Canadamanna. Lloyd George flytur rœðu. Þegar Lioyd George kom til Wales að flytja ræðu þessa voru sterkar gætur hatðar á honum að honum yrði ekki gjört mein gjört því að þú var nýafstaðin tilraunin að myrða hann. í ræðunni gat hann um fund þann sem Breta-stjórn ætlar nú að halda með stjórnarformönnum nýlend- anna og sagði hann að afráðið myndi verða hvað gjört yrði við hinar þýzku nýlendur, sem Bretar og nýiendumenn og Bandamerin þeirra hefðu unnið af þjóðverjunr f stríinu. Friður án sigurs væri engin trygg ing fyrir varanlegum friði í framtíð- inni. Það væri aðeins að gefa óvin- unum tíma til að hvíla sig og búa sig uridir að byrja annað enn þá grimmara og voðalegra stríð. Hann sagði að friðurinn mundi komast á á árinu 1917, ef að óvinir Breta og Bandamanna sæju það og vissu, að þó að þeir liékþi áfram stríðinu fram á árið 1918, þá mundi þeir ekki verða betur staddir heldur ver en núna á þessu ári. Sjáifur kvaðst hann aldrei hafa efa.st um sigur á endanum, en hann vissi vel að áður enn sá tími kæmf mundu þeir þurfa að vaða elfur ; margar og íilar og þjóðin öll yrði að hjálpa til að búa strengi þessa- Margt kvað hann kvíðafult vera sem að stríðinu lyti. Nefndi hann fyrst til Balkanskagann. Þar hefðu Bandamenn gjört hvert glappaskot. j ið á eftir öðru, og væri ]>ó engum | einstökum að kenna. Það mættf kenna það öllum stórveidunum til samans hvernig málin stæðu þar nú. Menn hefðu verið óforsjálnir, skiln- ingssljófir, sjóndaprir og seinir að bregða við í tíma og taka þar stjórn allra mála. Af þessu öllu hefði svo myndast ástandið sem þar er nú. En þegar til sjáfar kemur, þá sagðf Llyod George, að alt annað væri uppi. Þar hefðu Bretar haldið sfnu og styrkur þeirra á sjónum væri nú jafnvel meiri en þegar þeir byrjuðu fyrir hálfu þriðja ári síðan. Hann mintist þess að þýzkir hefðu af náð sinni og miskun veitt hinu mikla lýðveldi í Vestr-heimi leyfi til að senda farþegaskip frá Bandaríkj. unum á eina höfn Bretlands aðeins svo framariega sem þetta skij) þeirra væri máiað fram og aftur stafna milli með hvítum og svörtum rönd- um er rynnu upp og ofan sfður skipsins eins og hollenzkar duggur eru- “Hafið þér nokkurn tíma þekt aðra eins ósvífni og forsmán? Það gengur næst vifcfirringu. Lioyd George sagði að mest af öllu riði á að ná haidi á öllum kröftum og bjargráðum Bandamanna alira og nota þetta sem alira bezt að hugsanlegt væri. Hann sagði að Bretaveldi gæti og myndi gjöra meira en nú væri gjört. Alríkja- fundur Bretaveidis sagði hann að haldinn myndi verða innan fárra vikna og þar myndi afráðið hvað gjöra skyldi við hinar þýzku ný- lendur. Aðmíráll Beresford. Admiral Beresford, nú við aldur, var alkunn sjóhetja Breta áður en strfðið byrjaði. Lætur liann nú f Ijósi skoðun sína á framkomu Bandaríkjanna og iætur vel yfir, segir að þau liafi góðan flota og trausta og hugrakka menn á hon- um. Þeir liafi raunar heldur lítið af hinum smærri skipum (destroy- ers), en neðamsjávarbáta hafi þeir góða og næga til að verja strandir landsins, og ]>eir ættu að geta pass- að skipaleiðir frá Ameríku tii Bret- iands og Frakkiands, ef til vill sent part af flotanum inn í Miðjarðar- haf til að þjappa að hundtyrkj- anum- Segir hann að það geti stytt stríð- ið um marga mánuði ef að þcir slá- ist í ieikinn. En tæplega geti það orðið fyrri en iíður á sumarið. En þeir getí þeir geti hjálpað til að vopna kaupförin. Mrs. S. K. HALL Tonoher of Voloe Culturo nn«l Nolo SlnKlnK. STUDIO: 701 VICTOR ST. For Terms-----Phone Garry 4507

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.