Heimskringla - 01.03.1917, Page 3

Heimskringla - 01.03.1917, Page 3
WINNIPEG, 1. MARZ, 1917. H £ I M S K R I N G t A BLS. 3. BAUGA BROT. Eftir dr. Sigurð Nordal. Vegamót. -------Reyndu ekki að telja mér liugarhvarf. Sjóðu hvernig bótur- inn minn togar í landfestina og vill «t. Eg elska hið fjölbreytta og sí- vakandi haf, og aldan, sem er dauð ef hún nemur staðar, er systir mín. IÞegar eg hefi dvalið um hríð ó sömu slóðum, blikna blómin í kringum mig og sólin liættir að skína. Eyjan ^iín er yndisleg, og eg vildi, að eg «æti að skilnaði bakkað hverjum stíg, sem við höfum gengið, og kyst hvern blett, þar sem óst þín hefir Ijómað um mig. En samt er hún nú að verða að fangelsi fyrir mig — og só sem finnur að hann er fjötraður, spyr ekki um, hvort fjötrarnir eru lir blómum eða jórni. Eg gekk hér upp ó hamrana í gær- kveldi og ætlaði að njóta þess í síð- asta sinn að horfa ofan yfir bæinn þinn og túnið í aftanskinlnu. En augun leituðu út ó sjóinn, út í bjarmann við hafsbrúnina. Eg só mann sigla ó bóti beint í roða sólar- lagsins. Sjórinn sýður við kinnung- :ana og streymir undir kjölnum. Eæt- urnir doðna upp eins og súðin væri hlaðin rafmagni af núningnum. Alt iðar og gengur í bylgjum fyrir aug- unuin, svo að hugann sundlar við. Himinn og haf löðra í blóði, og loki þann augunum, sér hann græna, eldbrydda vígbranda þjóta framhjó með ógnar iiraða. Þó rís land ó bak- borða, brúnir klettar og blóir tind- ar. Augun leita hvíldar ó klettun- um eins og flugmóður fugl og fæt- urnir heimta fast land að stíga ó. t hamslausri gleði stýrir hann bót- Tium beint, upp í fjöruna, brýtur liann í spón og stekkur sjólfur í land glaður eins og nýfæddur guð og slyppur eins og eingetinn sonur iiins ófrjóva hafs. En augun eru enn þá blóðhlaup- in og flóttaleg og andlitið í djúpum hrukkum. Bóndadóttirinn unga, ' sein situr situr lömbin úti ó tangaii- um, flýr heim á hlað, og húskarlar- nir á akrinum lyfta kvíslunum og búast til varnar. En gesturinn kastar sér niður ó jörðina og kyssir liana, síðan gengur hann upp á ak- nirinn og leggur bóðar hendurnar ó •plóginn. Það er friðartóknið. Hann plægir akrana og stígur þungt til jarðar til ]»ess að finna staðfestu moldarinnar. Dagarnir líða við holla vinnu og kvöldin við ljúfa bvíld. Hann er eins og iiann væri gróinn upp úr jörðinni meðal þessa rólega sveitafólks. Bóndadóttirin með glóbjarta hórið og sólbrenda bandleggina er nú vinkona hans, og hann tilbiður hana með lotn- ingu sveitapiltsins, sem elskar í fyrsta sinn. Á kvöldin, Jiegar liann hvílir sig í hlaðvarpanum, kemur hún og leggur höndina yfir augun á honum, og þó finst honum þessi hönd sem hylur allan lieiminn fyrir honum, líka vera meira virði. Og alt í kringum þau grær gullið á ökrunum. Svo kemur haustið, og hann ekur fullum vögnum hlöðnum af korni til borgarinnar. Honum eru taldar út skfnandi hrúgur af gulli. Og við málmhljóminn vakna gamlar endur. minningar. Sveitalífið verður hvers. dagslegt og borgin töfrandi. Hann kastar sér út í iðu borgarlífsins, grýtir gullinu í kringum sig. Margir yilja vera gestir hans. Næturnar verða dagar og dagarnir nætur. — “Njótum augnabliksins, kampavíns. löðursins af lífinu. í kvöld er hlót- urinn og gleðin ó okkar bandi. l>ans og vín og konur!” Eitt kvöld situr hann f glæsilegasta skemtisal borgarinnar, einn úti í horni. lyrir framan hann iðar lífið, haf af hvít- um örmum og mjúkum lokkum, stirndur liiminn af tindrandi stein- um og glampandi augum. Það er eins og gólfið gangi í breiðum bylgj- um undir dansinum. Honum verð. ur litið út í gluggann. í myrkrinu bregður fyrir bleikum andlitum, tærðum af hungri, afmynduðum af glæpum. Og mitt á meðal þeirra er ung stúlka, sem grætur svikin heit, og gamli bóndi sem kreppir hnefana af heipt. Vitleysa! Lífið er draum- ur, skínandi draumur. Draumur, ekkert nema draumur? Þarna kemur Chloe til hans, faðmurinn er opinn og varirnar rauðar. Hrafn- svartur lokkur hefir vilst niður á bálsinn og liðast þar eins og högg- ormur. Draumur, ekkert n-ema draumur? Hann léttir armana fram á móti henni, en hrindir henni frá sér. Vík frá mér, Satan! Og hann þýtur aleinn út í haustmyrkrið. — Snöggvast slær óhug á gestina. Brjálaður? segir einn. Eéþrota! seg. ir annar. Og aftur gengur gólfið í breiðum bylgjum undir dansinum þangað til föl morgunskíman fer að vætla inn um gluggatjöldin og slá náblæ sínum á lampailjósið. vUm vorið sést einkennilegur gest- ur á torgum bæjarins. Hann er hvftur af föstum og vökum og aug- un stara stór og dökk á eitthvert fjarlægt takmark, sem aðrir ekki sjá. Alþýðan safnast að þessum alvar- lega manni, sem heimtar jafnan rétt fyrir alt sem lifir og ber djúpa virð- ingu fyrir hverju barni sem fæðist, af því að allir eiga hlutdeild í hinni óleysanlegu gótu lffsins. Yfirvöldin brosa að þessum meinlausa sérvitr- ing og þykir gott, að hann styttir skrílnum stundir. En orð han-s eru hættuleg, þau vekja eld og ólgu, þvf að í þeim býr djúp sorg yfir raun- um mannanna og hin heilaga sann- færing þess, sem er orðinn sjálfum sér einskis virði. Þegar loks á að handsama hann, er það of seint. Alþýðan slær hring um hann og stjórnarbylting er óuinflýjanleg. Einbúinn utan úr mörkinni er orðinn að hershöfðingja. Augun verða aftur snör eins og f val, engin hreyfing óvinaliðsins dylst honum og hann kann við öllu róð. Þessi her af allsleysingjum er ósigrandi — og að lokum er honum lyft upp í hið auða hósæti við fagnaðaróp múgsins. En hann varpar af sér purparak-ápunni og segir: “bræður mínir, eg er gestur í þessu landi og burtfaratími minn er kominn.” Hpnn gengur að ungri verkakonu, sem stendur þar með barn sitt við brjóstið,, tekur ]>að og lyftir því upp í hásætið. “Lútið æskunni, framtíðinni serii er að fæðast, hin- um óteljandi kostum lífsins.” Hann gengur ofan að ströndinni að litlum bát, sem iiggur þar, veifar brosandi hendinni og vindur upp seglin. Og vestanvindurinn ber hann burtu, slyppan og snauðan, austur í lönd morgunroðans, þar sem sólin kemur upp og æfintýrin fæðast.--— Komi eg aftur tii þfn, ]>ó rektu mig burtu og lokaðu dyrunum. Þá er eg ekki lengur sá, sem þú elskar nú. En fréttirðu einhvern dag, að eg hafi drukknað úti ó reginhafi, þó kastaðu rauðri rós í bylgjurnar og helgaðu hana minningu minni. Þá hef eg dóið ungur án þess að lækka seglin — og þú veízt aldrei nema það hafi verið myndin þfn, sem eg só blika á brjósti síðustu öldunnar, sem eg mætti — >sem molaði bátinn minn. Spiritisminn og trúarbrögðin. Eftir Sir Arthur Conan Doyle. (Tekið úr “ísafold”) Mig langar til að ]>akka Mr. Marri- ott Watson fyrir bréf hans í "Light” 18. nóvember síðastliðinn. Þrosk- unarleið lians virðist hafa verið mjög lík minni. Kg ó iiku miklu betri aðstöðu fyrir það, að þeir Sir William Crookes, Sir Oliver Lodge og Sir William Barrett hafa iýst yfir því, að ]>eir séu mér sain- dóma, og ]>eir hafa rannsakað málið miklu nókvæmara en eg get fullyrt um sjóifan mig. Eg vildi niega setja fram nókvæm- ara skoðanir mfnar um sambandið milli sálarvísindanna og trúarbragð- anna. Eg geri það ekki í '>ví skyni að þræta við neinn, heldur til þess að gera ljósari grein þess, hvernig eg lít ó málið. Það liggur í augum uppi, að þó einhver verði vel að sér f sálarrannsóknamálinu, þó verður hann ekki freinur góður maður fyrir það en aðra vísinda iðkan. Fyrir því er það ómótmælanlegt, að sólar- vfsindi og trú eru sitt hvað. Af þeirri ástæðu var það, að eg liélt í fyrri grein minni þvf fram, að vér ættum að fara að færa oss í nyt árangurinn af sálarvfsindunum. — Það er alt annað mól og stendur í mjög nánu sambandi við trúar-lær- dómana og að því er mér virðist við helgisiðina. Ef vér treystum skeytunum að handan f alvöru, og fyrir því er róð gert í rökfærslu vorri, þó fó trúar- lærdómar vorir aðhald fró tveimur heimum í stað eins. Áreiðanlega hlýt- ur það að vera mikill stuðningur þeim atriðum, sem standa þó ó- breytt, en leiðréttir önnur, þegar nýju ljósi er varpað á þau fró öðru sjónarmiði en áður. Eg er ekki að tala um hinn eiginlega, insta anda kristindómsins, sem er æðsti sið- ferðisþroskinn, sem vér þekkjum eða getum gert oss nokkura hug- mynd um og kemur inn hjá mönn- unum ljúfri hógværð, miskunsemi, óeigingirni og öllu, sem er yndislegt. Engin ný opinberun getur dregið úr þessu. Það er ekki að eins, að hinir nýju jjósglampar, sem koma handan að, staðfesti þetta, heldur styrkja þeir það stórkostlcga, að því er mér virðist, með því að gera suma aðra trúarlærdóma einfaldari og leiðrétta þá trúarlærdóma, sem hætt hefir verið við, að vörpuðu skugga á þetta og hrærðu þvf saman við kenningar, sem misbjóða skynsem- inni og réttlætistilfinning vorri. Það hefir verið kennng náiega alira krstinna kirkjudeilda, að sálin liggi í dái eftir dauðann, þar til er dómsdagur renn upp einhvern tíma langt fram á ókomnum öldum. Þá verði hún dæmd eftir breyttni sinni í jarðlíflnu, og þegar hún lftur þá aftur í tfmann, hlýtur jarðlífið að vera fyrir hennar sjónum eins og Patmore’s áreiðanlega útsæði, tré, smáyiður, plöntur SAMSAFN NO. 1. Samanstendur af 22 tegundum af voru áreiðan- lega kál útsæði í pökkum og únsum. 2Va l»d. af útsæði þessu fyrir $1.25, burðargjald borgað. SAMSAFN NO. 2. 15 pakkar af áreiðanlegu útsæði fyrir 25 cents, burðargjald borgað. SAMSAFN FYRIR BÆNDUR NO. 3. Sam-anstendur af: 1 pund Mangel, 1 pd. Sugar Beet, 1 pund Swede, Vs pund Carrot, Vá pund Kale og 4 pund Rape — í alt 8 pund, fyrir $3.00, burðargjald borgað. PERENNIAL SAMSAFN. Varanlegur gamaldags blómagarður fyrir 75c. Frá Hóvöxnum Hollyhocks og Foxgloves, til hinna lágfættu Forget-me-not, mun þetta blómasafn blómgast hvað eftir annað ó hverju ári þangað til seint ó haustin. í safni þessu eru einnig blóm sem þessi: leeland Poppy, Sweet William, Pinks, Canterbury Falls og mörg önnur. 20 pakkar, burðargjald borgað.......75c, (Vanaverð $1.50) BLÓMASAFN FYRIR SKÓLAGARÐINN. 55 pakkar af beztu blóma tegundum og marg- víslegum kól-óvöxtum fyrir ........... $1.00, burðargjald borgað , Skrifið í dág eftir Verðskrá vorri fyrir 1917 í henni er listi yfir allar ]>olbeztu og óreiðanleg. ustu kólmatar og blóma útsæðis tegundir, yfir aldini, trjávið, smóvið, grös, fóður tegundir ýmsar og útsæðis kartöpiur. Með mörgum og góðum myndum og útskýring- um sáning og öðru viðvikjandi. Fyrir $10 meðfylgjandi borgun með pöntun- inni sendum við .burðargjald borgað, til hvaða staðar sem er: 50 Currant og: Gooseberry Bushes, beztu tegund. 100 Raspberry Plants, beztu mismunandi tegundir 12 Plum og Fruit tré, ung og hraust tré, 2 til 3 fet á'hæð, og 12 Rhubarb rætur. Alfc ofantaliö fyrir ..................$10.00 Vér höfum ræktaft í blóma húsum vorum og bjóðum til sölu— 500,000 Caraganas, 1 til 3 fet á hæö. 255,000 Native Maple, 1 til 3 fet á hæö. 6,000 Ontario Maple, 2 til 6 fet á hæt. 12,000 Native Ash. 1 til 8 fet á hæö. 150,000 Russian and otlrer poplar, allar stærbir. 50,000 Lilac. 1 til 3 fet á hæfc. 115,000 Russian Golden Willow, allar sturöir. 5,000 Crab apple and Plum Trees, og stórt upp- lag af þolgóöum aldinum, fögrum smáviö, plöntum. o.s.frv. Vér erum OtMÖliinienn fyrlr VleMMrM. Sutton »V Soiim, ab Heailliig ft RiikIiiiiiII. Vér IlMt- nni 1 verftMkrft vorrl hl?> hrlniMfrioKa <itMa»f>l lieMMa félagM — Melt f lokuftuni iiökkum fyrlr 10 eeut hvern. The Patmore Nursery Co., Ltd., “sTatoNón”s«k. Patmore Nursery Co. Ltd., Brandon. Please send me Colleetion No........ as advertised in The Heimskringla, for whieh I enelose $...........................- NAME ..............:................... ADDRE.SS............................... fáeinar sekúndur, sem óteljandi ald- ir hafa þurkað út. Þá lendir hún annaðhvort í eilífri og hræðilegustu glötun, eða hún verður sæl um alla eilífð (tafarlaust eftir þvf sem sumir líta á, en eftir nokkurn reynsiu- tíma að ætlun annara). Eg hygg að þannig sé rétt skýrt frá venju- legum trúarlærdómi kristlnnar kyrkju, err þessu mótmæla stað- reyndir spíritismans í öllum atrið- um. Eftir vorri reynslu verður ekki annað séð en að vér náum sam- bandi við framliðna menn mjög stuttu eftir að þeir hafa fró oss farið, þeir virðast vera nákvæmlega eins og þeir voru, áður en þeir fóru yfir um, og þeir fullyrða, að mennirnir dæmi sig sjálfir með þeim liætti, að þeir lendi hjá sínum líkum, og að engir glatist svo, að þeir vinnl sig ekki áfram og upp á við, hve mjög sem syndin kann að liafa tafið-för þeirra. Hver skynsamur og hleypi- dómalaus maður, sem íhugað hefir kenninguna um eilífa refsingu, liefir sagt við sjálfan sig: “Það getur eigi verið að guð sé SV' na grimmur. — Jafnvel eg, vesali, dauðlegur maður, iriundi eigi refsa manni, sem hefði gert ó hluta niinn af svo mikilli hefnigirni.” Þessi nýja opinberun sýnir, að þessi áburður á guðdóm- inn var ranglátur og að ráð hans eru jafn miskunnarrík, eins og vegir hans eru dósamlegir. Jafnvel þótt um ekkert annað væri að tefla en l>etta, hlyti spirit- isminn að leiðrétta, ekki kristin- dóminn, heldur rangar, úreltar hug. myndir um það, hvað sé kristin- dómur. En hér er um mikið meira að tefla. Vér getum ekki tekið gildar skoðanir þeirra, sem yfir um eru komnir, á sumum atriðum, en virt þær að vettugi í öðrum. Ef þeir eru sammóla um eitthvert kenningar- atriði, þá hlýtur það að vera að ininsta kosti mikil meðmæli með því í vorum augum. Mín reynsla er sú, að allir lialdi ]>eir því fram, að þar séu öll trúarbrögð jöfn, að búningur kenninganna eða helgivenjurnar skifti allsengu móli, og að velfarnan og franifari,r andans sé algerlega komið undir því, hve mikil fágun og hreinleikur hugarfarsins og góð- leikur hefir fengist við jarðlífs- reynsluna. Þessi boðskapur .er víð- tækari en svo, að hann eigi við krist. indóminn einan; hann nær til allra trúarbragða eða trúarbragðaleysis, svo framarlega sem einstaklingurinn nær þeim árangri. Margar eftirlæt- isritningargreinar, er menn hafa notað til að lemja ó náunga sínum, eru þar með strikaðar út, en áreið- anlega er heildarhugmyndin orðin æðri og í eðli sínu kristilegri en nokkur þröngsýnisskoðun rétttrú- naðarins. Mennirnir hafa sjálfir búið sér til erfiðleika sína, og allar trúarbragða-styrjaldir, ofsóknir, fjandskapur og hörmungar hafa alls ekki staðið í neinu sambandi við sanna trú eða andlegar framfarir. Harðneskjulegur og þröngsýnn kreddumaður, sem hefir ætlað sér að reka náunga sína með valdi út á þá leið, sem hann heldur, að sé braut dygðarinnar, hefir í raun og veru verið blátt áfram að búa sfn- um eigin anda vist á lágum sviðum andaheimsins. — Þaðan kemst hann einhvern tíma eftir þrautir, þegar hann er orðinn ljúfari og víðsýnni sál. Um margt annað er hér að tefla, en mér virðist, að þessi tvö atriði — hvað taki við eftir dauðann og hvers virði sérstakir trúarlærdómar séu — nægi til þess að réttlæta þá staðhæfing, að þótt spiritisminn sé alls ekki andstæður meginhug- myndum kristindómsins, heldur þvert á móti styja þær öfluglega, þá sé það ómótmælanlegt, að hann leiðrétti kristnar kenningar í ein- stökum mjög mikilsverðum atriðum þótt eigi séu það aðalatriðin. (Þýtt hefir Einar Hjörleifsson Kvaran) Bandaríkin byggja flugdreka. Fullyrt er Bandaríkin ætli skjót- lega að byggja fiugdreka mikla til að verja strand-borgir sínar ef þýzk. ir koma. Eru þeir stórir, með nýrri gjörð og hefur hver fallbyssur 3 til að skjóta á flugskip I loftinu. Einn af drekum þessum á að byggjast undireins og jirófast. — Maðurinn sem íundið hefur upp dreka þessa er í flugmannasveit þeirra og heitir Whitteman- Drek- inn á að vera brynjaður, 120 feta langur, vængir 5 faldir, hver vængja röðin upp af annari og eru vængir- nir 0 fet þvert yfir, sin 30 fet hvoru megin búksins. Þetta á að gera drekann ákaflega stöðugann í lofti. Fjórar vélar eru á honum og hafa allar 600 hesta aft svo að drekinn á að fara 80 mílur á klukkutímanum. En 200 mílur á hann að geta flogið ón þess að lenda eða fó sér eldsneyti. Þegar þú hagnýtir sþér kjörkanp sem anglýst eru í Hkr., þá gettu um það við afgreiðslumann KAUPIÐ Heimskringlu Nýtt Kostaboð Nýir kaupendur aö blaöinu, sem senda oss fyrirfram eins árs andviröi blaösins, oss aö kostnaöarlausu, mega velja um þRJÁR af af eftirfylgjandi sögum í kaupbætir : **0 I ' *» oylvia “Hin leyndardómsfullu skjöl’ “Dolores” «« f * t r *» Jon og Lara “Ættareinkennið” *f / ** Lara ‘Ljósvörðurinn” ‘Hver var hún?” ‘Kynjagull” ‘Bróðurdóttir amtmannsins” Sögusafn Heimskringlu Eftirfarandi bækur eru til sölu á Heimskringlu, — með- an upplagið hrekkur. Sendar póstfrítt hvert sem er: Sylvía .......................... $0.30 Bróðurdóttir amtmannsins ........... 0 30 Dolores ....-......................... 0.30 Hin leyndardómsfullu skjöl............ 0.40 Jón og Lára .......................... 0.40 Ættareinkennið........................ 0.30 Lára.................................. 0.30 Ljósvörðurinn ...................... 0.45 Hver var hún?......................... 0.50 Kynjagull ............................ 0.35

x

Heimskringla

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.