Heimskringla - 26.04.1917, Blaðsíða 1
Royal Optical Co.
Elrlu Opticians i Winnipeg. Við
höfum reynst vinum þinum vel, —i
gefðu okkur tækifæri til að regn-
ast þér vel. Stofnsett 1905.
U'. R. Fowler, Opt.
XXXI. ÁR.
Stríðs-fréttir
Sigrar Bandamanna halda áíram
á Frakklandi. Seinustu fréttir
segja frá sigurvinningum Breta
fyrir suíiaustan Arras—2,000
fangar þar teknir—Bretar hafa
tekið stöðina Samara í Mcso-
potamíu.—Ein fréttin segir, að
komið hafi til tals á Þýzkalandi,
aí keisarinn segÖi af sér og-
bjargaÖi þannig þjóÖinni frá
hættu þeirri, sem yíir henni
vofir.
Frá Frakklandi.
Ilt veður og bleytusamt hindraði
mest óframhald brezku hersveit-
anna á Frakklandi síðustu viku.
lo'átt fyrir þetta gerðu þær þó á-
hlaup á Þjóðverja hér og þar og
vanst oft töluvert á með þessu.
Einna mest bar á sókn þeirra á
svæðinu milli Cambrai og St. Quen-
tin. Nálægt Ephey, sem er hér um
bil miðja vega þarnia á milli, vanst
Bretum einna mest á «g tóku þar
stórt þorp af Þjóðverjum. Víðar
gerðu þeir áhlaup á þessu sama
svæði við góðan árangur. Á öðr-
um svæðum sóttu þeir einnig fram
og tóku skotgrafir af óvinunUm og
fjölda af liði þeirra langa. í lok
vikunnar höfðu þeir í alt eftir
rúmra 7 daga orustur tekið 14,000
fanga og 227 byssur, fallbyssur og
atórskotabyssur.
Á mánudaginr} í þessari viku
hófu Bretar öfluga sókn beggja
ínegin við Scarpe ánia. Tóku þeir
þorpið Treseoult á sitt vaid og þar
með ótal fanga og stórar birgðir af
vistum. Um 1,000 fanga tóku þeir
þ’árna af liði Þjóðverja.
Frá Frökkum.
Sjö dögum eftir að Bretar hófu
sfna miklu sókn á Frakklandi,
hyrjaði einnig “vor-viðureignin” á
Frakka hlið. Var sagt lítillega frá
þessu í seinasta blaði. En nú eru
nákvæmari fréttir fengnar frá þess-
um stórkostlegu áhlaupum Frakk-
anna.
Áhlaup þessi voru gerð alla leið
á svæðinu frá Soissons til Rheims
ug víðar. Þjóðverjar voru við á-
hlaupum þessum búnir og er sagt
að þeir hafi haft þarna til taks 19
auka iherdeildir sinna beztu
manna, með því markmiði að verja
Frökkum frá að komast þarna í
gegn. En svo hörð var sóknin laf
hálfu Frakka, að enginn liðsafn-
aður fékk staðist við þeim. Strax
«r sagt lað um 100,000 menn hafi
fallið af Þjóðverjum. Einnig tóku
Frakkar fleiri þúsundir fanga af
liði Þjóðverja, mörg hundruð stór-
skotabyssur og ótal margt annað,
sem óvinirnir neyddust til að skilja
«ftir á stöðvum þeim, er frönsku
hersveitirnar tóku. — Eftir þetta
hala Frakkar einlægt haldið sókn-
inni uppi nótt og dag. Virðast
Þjóðverjar nú fá lítillar hvíldar að
njóta á Frakklandi. Nú sækja
Erak-kar og Bretar fram á um 170
mílna svæði og um þrjár miljónir
af mönnum þeirra taka- þátt í bar-
dögum þessum. Augnamiðið er að
hrekja óvinaherinn eins fljótt burt
tir Frakklandi og auðið er.
Frá öÖrum stríÖsþjóÖum.
Enn haldast veður ill og köld á
flestum herstöðvum Itala og Aust-
urrfkismanna. Samt sem áður hafa
Italir verið að gera snörp áhlaup
hér og þar. í héruðunum fyrir
norðan Monte Freikefel vanst ít-
ulum töluvert á og hrötktu Austur-
ríkismenn þar á all-stóru svæði.
Víða hafa Austurríkismenn verið
að sækja á hér og þar, enda hafa
beir haft viðbúnað mikinn f seinni
tíð gegn Itölum, en lítið hefir þeim
áun-nist með áhlaupum þessum.
Rússar gerðu nýlega áhlaup mik-
il á Þjóðyerjia fyrir norðan Zboroff
f Galicíu. En þeim vanst lítið á,
því Þjóðverjar höfðu á þessum
stöðvum fleiri hraðskotabyssur en
Rússar og gátu þess vegna hrund-
ið þeim af sér.
1 Mesopotamíu gengur Bretum
einlægt vel og hrekja þeir Tyrki
bar stöðugt á undan sér. Maude,
yfirhershöfðingi Breta í Mesopota-
fidu, -stjórnar hersveitum sínum
af inestu -snild og herkæns-ku. Sæk-
h‘ hann á eftir Tyrkjum hægiia
WINNIPEG, MANITOBA, 26. APR’L 1917
megin við Tígris fljótið og koma
þeir lítiili vörn við. Við seinustu
fréttir voru brezku hersveitirnar
komnar í sex mílna nálægð við
borgina Samara'.
Þegar Brazilía sagði skilið við
Þýzkaland og ihertók öll þýzk skip
í höfn-um sínum, hafði þetta þær
afleiðingtar, að þýzkir íbúar Braz-
ilíu, í ríkjunum Rio Grande, Par-
ana og Santa Catharina, risu í upp-
reist gegn stjórninni. Eru þeir
sagðir vel búnir að vopnum og að
þeir jafnvel hafi töluvert af stór-
skotabyssum. Brazilíustjórnln er
nú að sendia part af her sfnum gegn
uppreistarlýð þessum, og talið víst
að þeir verði brotnir á bak aftur
áður langt um líður.
223. herdeildin fer áleiðis til Englands.
Frá hersveitum Canada.
Ekki hefir Þjóðverjum auðnast
>nn þá að taka Vimy hæðirnar
iftur af Oanadamömnum, og engin
ií-kindi eru til þess, að þeim muni
áepnast það. Stöðugt hafa þeir þó
rerið að gera áhlaup á hæðirnar
>g viðhaft þá gas og alt annað,
sem þeir eiga kost á. En svo kná-
lega lrafa Canadamenn varist, að
Þjóðverjar urðu ætíð undan
að hrökkva. Aðallega virðist sókn
Danadamanna stefna að borginni
Lens og eru þeir nú komnir fast að
henni. Tialið er víst, að borg þessi
muni falla þeim hendur bráðlega.
Þjóðverjar eru nú að brenna hana
Dg eyðileggja eins og aðrar borgir,
sem þeir hafa orðið að yfirgefa.
Ctverðir hersveitanna frá Camada
eru nú á Donai sléttunum—slétt-
unum miklu í grend við Vimy
hæðirnar, og er búist við stórkost-
legu áhlaupi þar áður langt líður
frá hálfu Canada-manna. Víðar
gongur ]»eiin vel, enda er sókn
þeirra ætíð hin vasklegasta.
Tveimur þýzkum skipum sökt.
Sjóbardagi átti sér stað nýlega á
milli IVeta og Þjóðverja. Fimm
þýzkir tundurbátar (destroyers)
gerðu áhlaup á hafnarbæinn Dov-
er. Tvö brezk varðskp komu þar
til sögunnar og sló í bardaga milli
þeirra og tundurbátanna þýzku.
Lauk slag þessum þannig, að Bret-
ar -söktu tveimur af skipum Þjóð-
verja, en hin lögðu á flótta, tölu-
vert löskuð eftir viðureignina. En
ekki er þess getið, að mikið hafi
séð á mrðskipunum brezku. 4-
“Svona fór með sjóferð þá’’ fyrir
Þjóðverjum.
iprenging í skotfæraverksmiÖju.
Sprenging mikil átti sér stað í
cotfæraverksmiðju nálægt Ohester
æ í Pennsylvania ríki í Banda-
kjunum þann 10. þ.m. Um 150
tanns, mast konur og stúlkur,
iðu þar bana og um 150 manns
erðust. Var þetta fólk alt að
ínnu sinni er sprengingin skeði.
aldið er af mörgum, að þetta sé
f völdum einhVerra illræðis-
lanna, sem óhug bera í garð
ijórnarinnar sökum afstöðu henn-
r í stríðinu.
Hóf þær umræður Sir George Fost-
er og talaði fyrir hönd stjórnarinn-
ar. Sir Wilfrid Laurier, foringi
liberala, tók til máls á eftir honum
og talaði með mælsku mikilli að
vandu. — Þinginu hefir verið til-
kynt að ýms frumvörp eigi að tak-
ast til umræðu. Þar á meðal frum-
varp þess efnis, að $10,000,000 sé
varið tii vegaiióta í landinu. Þetta
var loforð Sir lloberts Borden f
kosningunum 1911, en ])egar hann
komst til valdia og reyndi að efna
þetta loforð sitt, var frumvarp
hans felt a-f liberölum. En í ]>etta
sinn ivafa conservatívar meira hald
á þin-gi en ])á. og er talið víst, að
frumvarp þetta komist nú í gegn.
Frá helztu gerðum ])ingsins verð-
ur skýrt síðar.
VerkföU á Þýzkalandi.
Fréttir hafa borist frá Dianmörku
á þá leið, að stórkostleg verkföll
hafi átt sér stað á Þýzkalandi í
síðustu viku. Verkföll þessi voru
gerð sökum harðkosta þeirra, sem
verkalýðurinn á þar nú við að
búa. Sagt er, að í verksmiðjum
Berlínar hafi um 125,0000 manns,
klarlar og konur, lagt niður vinnu
í lengrí og skemmri tfma. Einn-ig
áttu mðrg verkföll sér stað í öðrum
stórborgum Þýzkalands. Uppþot
voru víða, sérstaklega í Berlfn,
var þar gerð tilraun af hálfu verka-
m-annia að brenna upp eina verk-
smiðjuna. Mun lögreglan hiafa átt
fult í fangi -með að afstýra því.
Ekki er þess getið, -hvað lengi
verkföll þessi hafi staðið yfir, en í
lok -síðustu viku átti þeim víðast
að hafa verið lokið. Stjórn-in varð
vel við öllum kröfum verkalýðsins
og lofaði betrun og bót.
Fréttir frá Hollandi segja ferða-
menn nýlegia hafa þangað komið
frá Berlin, sem segi ástandið nú alt
annað en glæsilegt á Þýzkalandi.
Matarskortur sé mikill í landinu
og óvíst livort þýzka þjóði-n geti
haldiö -stríðinu lengur út en sex
mánuði hér frá. Óhugur sé þar
mikill í mönnurn nú upp á síðkast-
ið. Keisarinn liggi hættulega veik-
ur f Hamborg. — Fréttablöðin þar
séu farin lað -segja endir stríðsins í
nánd Maximillian Harden og aðr-
MAJOR H. M. rÍANNESSON
223. herdeildin lagði af stað frá AVinnipeg áleiðis til Eftglands á
mánudaginn var. Kom með lestmm frá Portage Ia Prairie, sem var
aðal-stöð herdeildarinnar í vetur, og fór í gegn um Winnipeg um há-
degi. Múgur og margmenni var hér saman komið til að kveðja her-
deiidina, enda eru margir þeir í henni, sem heimiii sín og ástvini eiga
í Winnipeg. Herdeildin saman stóð af um 350 mönnum, er hún fór
héðan — nokkrir voru komnir á undan — og rúmur þriðjungur af
mönnum þessum er sagt að hafi verið Islendmgar.
H. M. Hannesson er nú majór herdeildarinnar. Mun hann vera
fyrsti íslendingur tii að skipa þá stöðu í hernum. Hann er einn þeirra
hraustu drengja, sem yfirgefið hafa góða stöðu hér heima fyrir til
þess að leggja fram krafta sína í þarfir lands og þjóðar, og á hann
hrós allra skilið.----
Það var sárt vinum og vandamönnum, og oss ölíum, að kveðja
þessa ungu og hraustu hermenn — þenna mannvænlegasta hóp af
Islendingum, sem nokkurn tíma hefir verið saman kominn á einn stað
hér í landi—. En þó mun vera huggun harmi gegn fyrir oss flestum,
að þessir menn eru að gegna skyldu sinni, þeir eru að leggja sig fram
í þarfir þjóðarinnar; þeir eru að berjast fyrir fögru og góðu málefni
—lýðfrelsi og réttindum; þeir eru sá efnisviður nútíðarinnar, sem öll
sönn menning byggist á.
Heillaóskir Heimskringlu og allra Islendinga fylgja þeim öllum.
ir frjálshugsandi Þjóðverjar séu
teknir að gera -stjórninni sterkar
endurbóta kröfur. Jafnaðarmenn
krefjast þess, að stjórnin láti í ljós
friðartilboð sín það bráðasta, svo
óvinaþjððirnar geti tekið þau til
fhugunar.
Ráðstefnan í Washington.
Ráðstefna þessi, scm skýrt var
frá í sfðasta blaði að í vændum
væri, kom saman 25. þ.m. Mættu
þar fulltrúiar -allra Bandaþjóðanna.
Hon. A. J. Balfour, utanríkis ráð-
gjafi Breta, er formaður fulltrúa-
nefndarinnar frá Englandi, en
Viviani, fyrverandi stjórnarformað-
ur Frakka, er formaður frönsku
nofndarinnar. Joffre, fyrrum æðsti
herforingi Frakka, er f nefnd þeirri
ásamt öðrum málsmetandi Frökk-
um. Sir Gcorgc Foster og Sir
Tliomas AVliite mæta fyrir hönd
Canada á ráöstefnu þessai. Ekki
munn þeir þó mæta þar báðir f
einu, sökum þess að sambands-
þingið stendur nú yfir í Ottawa.
Ráðstefna ])essi verður afar þýð-
ingarmikil og stórt spor í átti-nia til
þess að tryggja samvinnu Banda-
þjóðanna og efla þátttöku Banda-
rfkýanna í stríðinu. Enn hafa ckki
borist fregnir frá hon-n-i, sern telj-
andi séu, og verður skýrt nákvæm-
ar frá henni í -n-æsta blaði.
Betri kjör fyrir hermenn.
•Samkvæmt tillögum heimálaráð-
gjadans hefir stjórnin nú ákveðið,
að allir hermenn, sem verið hafa í
Canada hernum, en fengið heiðar-
lega lausn, fái kaup sitt borgað í
þrjá mánuði eftir að þeir eru hætt-
ir herþjónustu. Þetta sama gildir
með hjúkrunarkonur, sem unnið
halia í sjúkrahúsum hermannanna,
en einliverra góðra og gildra orsaka
vegna fengið lausn.—Að eins njóta
þó þeir hermenn þessara hlunn-
inda, sem verið hafa f herþjónustu
erlen-dis einhvern hluta a-f sex
mánaða tíma þejfln, sem til er tek-
inn sem skilyrði. Miarkmið stjórn-
arinnar með þessu er að gera upp
gjafahermönnum léttara fyrir, því
- meiri og minni tími hlýtur að líða
| þangað til þeir ná í -stöður aftur,
eins og tímar eru nú í landinu.
Þ’ngiÖ kemur saman.
Eftir tíu vikna þinghlé kom Ott-
awa þingið aaman aftur 19. þ.m.
Sir Robert Borden, stjórnarfor-
maður Canöda, er enn ])á á Eng-
landi, en von er hans hoim aftur
í byrjun næsta mánaðar. Sir
George Foster skipar í fjærværu
lians stjórnarformianns sætið.
Neðri málstofa þingsins lýsti í
þingbyrjun gleði sinn-i yfir þátt-
töku Bandaríkjanna í stríðinu.
Hryllilegar aðfarir.
Mörg liafa hryðjuverk Þjóðverja
verið, en ekkert hafa þeir framið í
strfði þessu, sem hryllilegra er en
það, að sökkva án minstu viðvör-
un-ar skipum þeim, er að eins hafa
meðferði-s særða menn og sjúka
(hospital ships). önnur eins villi-
dýrsgrimd, og hér kemur f ljós, er
ekki samboðin neinni siðaðri þjóð.
Eftir aðrar eins aðfarir og þessar
geta Þjóðverjar ekki tali-st 1 röð
mentaðra þjóða lengur. Með þess-
um hryðjuverkum á höfum úti
bjóða þeir öllum heiminum byrg-
inn—þannig á að “hræða-’ allaii
hinn síðaiia mannheim til hlýðni.
En þetta h-efir ekki önnur áhrif en
þau, að bren-nimerkja Þjóðverja
sjálfa sem hefnigjarna og æðis-
trylta þjóð, sem einskis svífist.
Með því að sökkva varnarlausum
sjúkraskipum, fótum troð-a þeir öll
manúðarlög — það er engu líkara,
en að þeir eigi enga nýta taug í
fari sínu lengur eða drenglyndis-
tilfinning í brjósti.
Nýlega söktu þeir tveimur slík-
um sjúkraskipum fyrir Englend
ingum. Fyrra skipið hét Donegal
og fórust m/eð skipi því 29 menn
særðir og 12 menn af skipshöfn-
inni. Lanfranc heitir síðara skip-
ið, sem þeir söktu, og hafði það
innia-n borðs að eins særða menn
og -sjúka, bæði þýzka og enska.
Með skipi þessu fórust 19 menn
en-skir, en haldið að 15 menn í alt
liafi farist af þeim þýzku.
Skipi þesáu var sökt á þriðju-
dagskvöldið f -síðustu viku af
þýzkum neðansjávarbát. Urðu
skipverjar einskis varir fyrri en
fyrsta sprengikúlan skall á skip-
inu með svo miklum kriafti, að það
hristist alt og nötraði. Vélar skips-
ins stönzuðu og tók það tafarlaust
að sökkva. Björgunarbátum var
hleypt út og farið að koma þeim
særðu þar fyrir. Brezkir hermenn,
sem rólfærir voru, stóðu -hjá kyrrir
og rólegir og 'biðu átekta. En
þýzku hermönnunum var annan
veg liáttiað; ])eir börðust u-m á hæl
og hnakka og vildu óðir og upp-
vægir komast í bátana. Sumir
þeirra fóru á hnén og hrópuðu há
stöfum á guð sér til hjálpar. Á
meðan skipshöfnin var að gera ítr-
ustu ftiraunir að koma þeim
særðu út í bátana, stukku menn
úr hópi þessara Þjóðverja oían í
einn bátinn og -hvolfdu honum í
ósköpunum. Brezku hermennirn-
ir, sem stóðu við hækjur sínar upp
á þil-farinu, þögulir og hreyfingar-
lausir, voru í samanburði við þessa
menn—eins og stálhraustir karl-
menn á bezta skeiði éru við hlið-
ina á örvasa gamalmennum eða
taugaveikluðum konum. Aldrei
hafa andlegir yfirburðir brezka
þjóðstofnsins yfir þýzka þjóðstofn
inn komið betur í ljós en við þetta
tækifæri.
Þjóðverjar státa af hugrekki. —
En er sá maður hugrakkur, sem
ekki þolir ósigur eða sem hræðist
dauðann? -------------
Vinnií fyrir verðlaunum.
Einn árgang af Lö-gbergi fær sá í
verðlaun, sem getur kept við rit-
stjóra þess blaðs í því að þýða af
ensku máli á íslenzkt. Hér er sýn
ishorn af nákvæmni han-s: “The
Nation is not over-popular just
now on aceount of itspacifist
löanings.” Þetta er enski textinn,
en þýðing Lögbergs-ritstjórans er
svona: “Blaðið Nation er af ollum
talið bæði áreiðanlegt blað og
gætið.”(!) — Og þetta var Dr. Sig.
Júl. Jóhannesson.
NR. 31
Úr bænum.
Eggert Sigurgeirsson, bóndi að
Siglunes P.O., var hér í bænum yf-
ir helgi-nlaog gisti Loft Jörundsson;
liann fór heimleiðis á l)riðjudag-
inn var. Hann lét vel af öllu í
bygðarlagi sínu.
Á sunnudaginn var, 22. þ. m.,
voru þessi tíu ungmenni fermd í
Tjald-búðarkirkju við kveldguðs-
þjónustu:
1. Hannes Kári Guðnason» Jó-
hannesson.
2. Jón Norbert Allan Stcfánsson
Pétursson.
3. Karl Friðriksson KristJánsson.
4. Þorsteinn Guðmunds-son Magn-
ú-sson.
5. Arnbjörg Elinborg Fanney
Báröardóttir Sigurðsson.
6. Guðrún Pétui-sdóttir Sigfússon.
7. Ingiriður Ásmundsdóttir Jó-
ihannesson.
8. Margrét Kristjana May Mar-
teinsdóttir Jóhannesson.
9. Málfríður Magnúsína Þórar-
insdóttir ólafsson.
dóttir Ólaf-ssonar.
10. Sigríður Guðlaug Eggertsdóttir
Sigurgeirsson.
Skattur aukinn á ágóða.
Fjármála ráðgjafinn liefir gert
tillögur á þinginu að skattur sé
stórum aukin-n á öllum ágóða ein-
staklinga og félaga á lvervörum og
öðru, sem stríðinu er viðkomandi.
Skatt þenna á lað au-ka upp 1 50
per cent. og 75 per cent í sumum
tilfellum. Talið er sjálfsagt að
þetta vcrði samþykt. Um annan
tekjuskatt en á stríðsvörum verð-
ur ekki að gei'a þetta ár.
+------------------------------------------------------------------------1*
Lieut. F. J. G. McArthur.
Fyrir sex vikum síðan var fyrver-
andi controller, F. J. G. McArthur
veitt heimild til þess að mynda her-
deild f Winnipeg (Independent In-
fantry Company). Hefir hann verið
svo lánsamur, að geta aflað sér á-
gætra yfirliða, þeirra Lieuts. R. H.
Fitsimons, S. W. MacKay, Jiack Mid-
wi-nter og Frans Thomas. árðal skrif-
stofur herdeildarinnar eru að 512
Melntyre Black, sem er ein af mið-
stöðvum borgarinnar. — Laugardag.
inn í síðustu viku var 51. diagurinn
síðan herdeild þessi hóf liðsöfnu-n
og }>á höfðu gengið í hana 51
maður—sem gerir liðsöfnunina einn
mann á dag síðan herdeildin byrj-
aði.
Á öðrum stað í blaðinu blrtist
auglýsing ,frá Lieut. Frans Thomas,
sem er íslendingur og vel þektur
hér f borg, ])ar sem hiann hefir íæk-
ið starf sitt hér í mörg ár. Þegar
ofannefnd herdeild var mynduð.
seldi han-n- verkstofu sína á Ellice
ave. og -hefir síðan gefið sig allan
við hermálum. Verður honum
gleðiefni að mæta öllum fslending-
um, sem hafa í hyggju að ganga í
herinn, og gefla þeim allar upplýs-
ingar hernað-armálum viðvíkjandi.
Talsími hans er Main- 6108. — Nú
þegar 223. herdeildin er farin og
197. herdeildin (Víkingar), þá er
engin herdeild eftir lengur, sem
hægt sé sérstaklega að tileinka
Skandínövum—er því ekki óeðli-
legt, að íslendingar snúi sér til hi-nis
íslenzka yfirliða í lierdeildinni of-
anofndu.