Heimskringla - 26.04.1917, Blaðsíða 4
4. BLS.
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 26. APRÍL 1917
UEIMSK HINGLA
IStofnuS ÍKKB)
Kemur út á. hverjum Fimtudegl.
Otgefendur og eigendur:
THE VIKIiVG PRESS, LTD.
VerfS blafSsins i Canada og Bandaríkjun-
um $2.00 um áritS ifyrirfram borgaS). Sent
tll Islands $2.00 (fyrirfram borgab).
Allar borganir sendist rátSsmanni blab-
slns. Póst etSá banka ávísanir stýlist til The
Vlktng Press, Ltd.
O. T. JOHTSO.V, rltHtjOri.
S. D. B. STEPHANSON, rátSsmatiur.
Skrifstofa:
729 SHEHBItOOKE STHEET., WIVNIPBO.
P.O. Box 3171 Talxlml Garry 4110
WINNIPEG, MANITOBA, 26. APRÍL, 1917
Sumardagurinn fyrsti
Nú er sumardagurinn fyrsti um garð
genginn. Lítinn vott sumars sáum vér þó
þá, því dag þenna andaði um oss svalvind-
ur vetrar; en sumarfögnuð meiri og minni
mun þó sumardagurinn fyrsti hafa fært inn
í sálir flestra Islendinga.
Þetta er íslenzk sumarhátíS! Dagur
þessi er haldinn hátíðlegur samkvæmt ís-
lenzku tímatali. — Vestur-Islendingar eru
margir ef til vill farnir að ryðga í íslenzka
tímatalinu, sérstaklega vér, sem fæddir erum
hér og uppaldir, — en eftir sumardeginum
fyrsta munum vér þó allir. Og flestir af oss
setja dag þenna í samband við íslenzkt
hangiket, skyr og rjóma og aðra lostæta ís-
lenzka rétti.
Hér í Winnipeg voru haldnar alíslenzkar
samkomur í kirkjum og fundarsölum. Sam-
komur þær sóttu flestir þeir, sem heilir voru
heilsu, því öllum Islendingum er ljúft að
koma saman og óska hver öðrum gleðilegs
sumars á sumardaginn fyrsta. — Oti á göt-
unni sáust Islendingar heilsast, mitt í enskri
mannþyrpingu, og bjóða hver öðrum gleði-
legt sumar að góðum og gömlum íslenzkum
sið. Tveir ungir menn mættust og annar
þeirra sagði, ekki háðslega heldur giaðlega
og innilega: “Merry summer, old boy!”
og hinn svaraði tafarlaust um leið og hann
tók í hönd hans: “Same to you, and many
of them!” Rétt á eftir voru svo menn
þessir farnir að tala saman á góðri íslenzku.
Islenzki andinn lifir enn í Vesturheimi.
Ræktarsemi til alls, sem íslenzkt er, kemur
enn í Ijós hjá Vestur-íslendingum og mun
halda áfram að koma í ljós í marga, marga
áratugi enn þá. En aldrei verðum vér þessa
betur varir, en þegar komið er saman á
sumardaginn fyrsta.
Vorið bregzt aldrei. Komu þess seinkar
stundum, en það kémur þó æíinlega. Þetta
er staðreynd. — Kuldar og hörkur vetrarins
geta því ekki deytt vonina í brjóstum manna,
né trúna á annað blíðara, fegurra, bjartara.
Vér, sem búum í borgunum,* þekkjum
ekki vorið eins og það í raun og veru er.
Vér getum ræktað blóm fyrir framan húsin
og lítinn kálgarð fyrir aftan þau, og svo á
kvöldin gengið út .í skemtigarðana, blómlega
og fagra. En á meðan vér búum í reykjar-
svælu stórborganna getum vér þó ekki notið
vorsins, eins og það birtist þeim, sem búa
við barm náttúrunnar til sveita.
Vorið til sveita er unaðsríkt. Það kem-
ur hægt og hægt eins og “vaggandi á Ijósöld-
um geimsins.” Fegurst er það þó, þegar
grundirnar eru grasi grónar og fuglarnir
teknir að syngja lífsöngva sína í laufguðu
trjálimi skógarins.
Vorvinna bænda er nú hér og þar byrj-
uð og að byrja; en áður langt líður verður
hún byrjuð fyrir alvöru í öllum sveitum
landsins. Þegar vorhimininn, heiður og blár,
hvelfir sig yfir landinu taka bændurnir til
starfa. Þeir þekkja þá enga hvíldarstund.
Enda má með sanni segja, að bændurnir séu
önnur hönd vorsins.
Aðal-markmið vorsins er að vekja gróð-
urmagn jarðarinnar til viðhalds lífsins — og
hér reynast bændurnir vorinu hin bezta að-
stoð! Þeir plægja jörðina og sá í hana —
þeir gera sitt ítrasta við að aðstoða vorið í
öllu. FuIIgróin akur er einhver fegursta
landsins prýði. En er þó annað meira en
prýði fyrir augað. Undir uppskeru bænd-
anna er vellíðan þjóðarinnar meira komin en
nokkuru öðru.
Sannast hér sem oftar hið fornkveðna,
að iióndi er bústólpi en bú er landstólpi. —
Undir fylkingu bændanna, sem nú eru að
byrja vorvinnu sína, er velferð landsins
engu minna komin, en undir Eersveitunum
hugprúðu, sem berjast á vígvöllum
Frakklands. Og engm hætta er á því, að
bændur þessa lands liggi nú á liði sínu. Og
íslenzkir bændur verða ekki eftirbátar ann-
ara bænda. Þeir eru engar liðieskjur.
Heimskringla óskar þeim öllum gleði-
legs sumars. Vonar að sumar þetta verði
þeim farsælt, þeim og þjóðinni í heild sinni.
------o-------
Aðfinslur liberala
Sir Wilfrid Laurier sagði fyrir munn
flokks síns í byrjun stríðsins, að engar að-
finslur mætti viðhafa við núverandi stjórn
á meðan “lið vort væri í hættu á vígstöðv-
unum.” Til þess að sjá hvernig liberalar hafa
| efnt þetta, þarf ekki annað en lesa síðustu
; ritstjórnarsíðu Lögbergs, 19. þ.m.
Ritstjórnarsíða sú er frá upphafi til enda
drynjandi af aðfinslum í garð núverandi
} stjórnar. Einhliða aðfinslum, sem ekki eru
bygðar á neinni víðtækri þekkingu á stríðs-
málum. Aðfmslum, sem að eins er flaggað
til þess að æsa lesendurna til flokksfylgis —
flokks ofstæki á bak við þær og ekkert
annað.
Annars er ritstjórnarsíða þessj ekki frum-
samin af ritstjóranum sjálfum, heldur er hún
öll ein grein, sem þýdd er úr liberal mál-
gagninu helzta hér í bænum, blaðinu “Free
j Press.” Ekki skrifar höndurinn fult nafn
| sitt undir greinina, heldur að eins stafi sína.
i Af stöfum þessum er ekki hægt að vita með
; neinni vissu, hvaða maður þetta sé. Ef til
{ vill er það bara fregnriti, sem vissa borgun
j fær fyrir dálkinn,—og því áríðandi fyrir
' hann að hrúga sem mestu saman.
Hver lokleysan rekur aðra í grein þessari.
Rúm leyfir hér ekki í þetta sinn að þær séu
teknar rækilega til íhugunar, en ef til vill
verður það gert síðar—þótt þær verðskuldi
það tæplega.
—Fyrst er því haldið fram, hve stór og
þung byrði stríðið verði fyrir Canada. Svo
er samanburður á stríðskostnaði Canada og
Englands. Því er haldið fram, að England
borgi stríðskostnað sinn jafnóðum með
{ sköttum, en Canada geri það með lánum.
Einnig er því haldið fram, að Bandaríkin
! hafi í hyggju að fylgja stefnu Englands og
} borga allan stríðskostnaðinn jafnóðum —
með sköttum. Á þessa leið er öll röksemda-
i leiðsla greinar þessarar.
En annað ems og þetta blekkir engan
hugsandi mann, sem nokkuð fylgist með
tímanum.—Engin þjóð veraldar hefir nokk-
urn tíma svo getað í stríði staðið, að það
yrði henni ekki meiri og minni byrði. Við
öðru var heldur ekki að búast með Canada.
Stríðskostnaður Canada er mikill, en þolir
þó engan samanburð við stríðskostnað Eng-
lands. Englendingar kostuðu ekki eingöngu
sitt eigið stríð, heldur Iánuðu þeir einnig
stórfé til bandaþjóða sinna, — urðu því að
gnpa til margra örþrifaráða, sem ekki út-
heimtust hér í Canada. En að halda því
fram, að Bretar hafi borgað allan sinn stríðs-
kostnað jafnóðum, er æðru hjal. Englend-
ingar hafa mætt stríðskostnaði sínum með
lánum, engu síður en aðrar þjóðir. Stríðs-
skuld þeirra er nú orðin stórkostlega mikil
—en harmagrátur heyrist þó enginn ‘frá
Englandi þess vegna. Enda er ekki karl-
menskulegt að standa grátandi, þegar á
hólminn er komið, þó mörgum Iiberölum
hætti til þess hér í Canada.
Glöggar fréttir hafa borist um það frá
Bandaríkjunum, hvernig ráðstafa eigi fyrir
stríðskostnaðinum fyrsta árið. Stríðsskatt
á að eins að leggja á þjóðina, sem nemur
einni og þremur fjórðu úr biljón doll^ra, en
ríkisskuldabréf á að selja fyrir upphæð, sem
nemur fimm biljónum dollara. Þetta er
stríðskostnaðurinn fyrsta árið. Næsta ár
verðurN hann meiri. — Ekki kemur þetta
heim við þá staðhæfingil framannefndrar
greinar, að Bandaríkin ætli að borga allan
stríðskostnað jafnóðum—með sköttum. Og
flestar aðrar staðhæfingar í greininni eru
þessari svipaðar.------
Núverandi Canada stjórn hefir staðið fyr-
ir stríðinu fra byrjun með áhuga og sam-
vizkusemi. En engin mannleg stjórn hefir
nokkurn tíma til verið, sem ekki hefir sézt
yfir í neinu. Yfirsjónir brezku stjórnarinnar
á Englandi hafa verið margar og stórar.
Lloyd George, stjórnarformaður Breta, sagði
í ræðu nýlega, að yfirsjónir (blunders)
brezku stjórnarinnar frá stríðsbyrjun væru
óteljandi. Til þess væru vond dæmi að var-
ast þau og gætu Bandaríkin lært af þessu.
Skoðun Iiberala virðist sú, að stjórn þeirra
hefði engar yfirsjónir gert. En fáir munu
fast til að trua þessu, sízt þeir, sem kunnug-
ir eru stjórnarsögu liberala.
Ritstjóri Lögbergs er sterkur liberal,
mælskur maður vel og má sín þess vegna
mikils í herbúðum flokks síns. Ef stjórn
hans hefði verið við völdin, er stríðið skall
á, hefðu orð hans að sjálfsögðu verið tekin
mikið til greina.
Stefna hans var sú, eins og hún birtist í
^Lögbergi, þegar stríðið var nýbyrjað, að ef
Canadamönnum og Bretum væri leyft að
fara yfir hafið til þess að berjast fyrir Eng-
land, þá væri sjálfsagt að leyfa líka Þjóð-
verjum í Canada að fara og berjast fyrir
Þýzkaiand! — Og samkvæmt þessari stefnu
hefðu aðrar óvinaþjóðir- í Canada, Austur
ríkismenn, Tyrkir og Búlgarar, fengið sama
fararleyfið.
Canada þjóðin má þakka guði fyrir, að
stríðsstjórnin var ekki í höndum Iiberala,
--------o-------
Afnám hveititollsins
Nýtt tímabil byrjar nú í sögu bændanna í
Canada, þegar tollurinn er numinn af hveit-
inu. Reynslan verður að skera úr, hvernig
það gefst, — en bjart og aðlaðandi mun það
vera í augum flestra.
Engum minsta vafa er það bundið, eins
og nú stendur á, að Canadastjórn hefir hér
stigið mjög heillavænlegt spor fyrir land og
lýð. Stjórn þessi hefir nú sýnt, ef hægt er
að sýna það, að hún ?é lifandi og vakandi
fyrir þörfum lands og þjóðar; að hún hafi
ekki einungis vilja til þess að mynda fögur
og góð áform, heldur einnig kjark og áræðl
til að koma þeim í framkvæmd. — I fáum
orðum sagt hefir Borden stjórnin sýnt það,
að hún beri velferðarmál þjóðarinnar fyrir
brjósti og sé góð stjórn.
Afstaða Canada og Bandaríkjanna er nú
alt önnur en áður var. Þessar tvær þjóðir |
berjast nú samhliða fyrir sama málefni, og
er því sjálfsagt, að stigin séu öll þau spor,
sem salmvinnuna gera auðveldari og tryggja
verzlunar viðskiftin. Undir samvinnu þess-
ara þjóða er nú svo mikið komið/
Við afnám hveititollsins beggja megin
landamæranna verður hagurinn jafn á báð-
ar hliðar. Bandaríkin geta nú fært sér í nyt
markaðinn hérna megin, sem áður sökum
tollsins var þe:m óaðgengilegur. Aðallega
verður hagur Canada bændanan fólginn í því
að nú verður þeim auðveldara að selja alt I
sitt hveiti, bæði það betra og það lakara.
En undanfarið hefir mjög Iítil eftirspurn utan
frá verið á ódýrara hveitinu í Canada, sök-
um tollsins, sem á því var. Af þessum og
öðrum orsökum hefir bændum Vesturlands-
ins verið umhugað um að fá hveititollinn af
numinn—og nú hefir stjórnin breytt sam-
kvæmt vilja þeirra. Og munu þeir flestir
kunna henni þakkir fyrir.
En hví var þetta dregið svo lengi? spyrja
liberalar þeir, sem sí og æ eru með hornin í
síðu núverandi stjórnar. Hví var þetta ekki
gert fyr? Að gera það nú er gott og bless-
að—en hví gerði ekki Borden stjórnin þetta
fyrsta árið, sem hún sat að völdum? Þann-
ig spyrja menn þessir út í það endalausa.
Sannleikurinn er sá, að sú stjórn hefir
aldrei verið til í heiminum, sem allar endur-
bætur hefir getað gert í einu. Allar endur-
bætur verða að koma smátt og smátt eftir
því sem meðvitund þjóðarmnar vaknar fyrir
þörf þeirra. Og hver sú stjórn, sem er vak-
andi fyrir vilja þjóðarinnar, er góð stjórn.
En það gagnstæða á sér stað með þá stjórn,
sem lofar öllu fögru—en svíkur það svo alt,
þegar til kemur að efna.
Liberala stjórnin gerði afnám tolla að
stefnuskrá sinni á meðan á kosningum stóð,
—en gleymdi svo alveg þessari stcfnuskrá,
meðan hún sat að völdum. Conservatíva
stjórnin iofaði ekki að afnema neina tolla,
—en gerði það samt er hún sá að þörfin
krafðist þess. Hvor stjórnin er betri?
-------------------o-------
Við austurgluggann
Eftir séra F. J. Bergmann.
6.
Eldmóður Bandaríkjanna.
Naumast skilja þeir menn orðið eldmóður—
enthusiasm—til fulls, sem aldrei hafa átt heima
í Bandaríkjunum. Það er eins og eldraóðurinn
Jiggi þar f loftinu og allir menn verði af honum
snortnir, live miklir daufingjar, sein })eir áður
hafa verið. Þegar ráðist er í eitthvert fyrir-
tæki, smátt eða stórt, er hugurinn þar allur,
logandi .af starfsþrá og framkvæmda á/íuga.
Þar draga menn ekki af sér í neinum hlut.
Menn hefjast handa með fögnuði og allri orku.
Mest ber á þessu, þegar um eitthvert fyrir-
tæki er að ræða, sem varðar Jijóðina alla, —
fyrirtæki, sem Jíklegt er að yerða til veiferðar
og frama. Þá er því líkast, sem kvikni í sjálfu
andrúmsloftinu. Orðið um eldlegar tungur, er
staðnæmist yfir mönnunum, fær nýja skýringu
í huga manns við að veita Bandaríkjunum
eftirtekt.
Engin þjóð í heimi heldur þjóðminningar-
dag sinn með öðru eins æskufjöri og hrífandi
fögnuði og Bandamenn halda 4. júlí. Kanada-
menn kornast }>ar ekki í háifkvisti við frændur
sína sunnan landamæranna, hvorki er ])eir
halda sýknt né heilagt, og kannast lfka við.
Nú þegar Bandamenn eru að hervæðast,
geta þeir, sem l>ar eru kunnugir, gert sér í hug-
arlund, að eldmóður þjóðarinnar niunf vera
í algleymingi. Enda bena. blöð og fregnir þess
Ijósastan vott.
En sjón er sögu ríkari.
Fyrir því hefir dagblaðið Frec
Press hér f bænum sent Pro-
fessor Osborne, þann hinn sama,
er getið var í síðasta bliaði Heims-
kringlu, suður um öll Bandaríki,
til þess að veita því eftirtekt,
hvernig Bandamenn bera sig að
nú, þegar þjóðin hefir kastað ten-
ingum og er að fara yfir Rúbfkon.
Hann á svo að senda blaðinu
hvert bréfið á fætur öðru, til birt-
ingar jafnótt og koma, svo lesend-
ur fái hugmynd um það, sem hann
sér og veitir eftirtekt. . Han.n er
stílfimur maður með afbrigðum,
svo búast má við, að bréf þessi
verði lesin með áfergju.
Nokkur eru þeglar komin í blað-
inu, er þetta er ritað, og eru sérlega
Skemtileg. Fyrsta bréfið ritar hann
frá Chicago 14. ap., hið annað frá
Harrisburg í Pennsylvania-ríki 16.
ap., og hið þriðja frá Washington,
höfuðborg Blaindarfkja og er það
dagsett sama dag.
Það sem* þegar hefir borið hon-
um fyrir augu, er þess eðlis, að það
hlýtur að vekja aðdáun enn meiri
að eldhug Bandamanniai og því fá-
dæma lagi, sem þeir liafa, og snilli-
ráðum, til að slá járnið meðan það
er heitt.
“í samanburði við þá, erum við
Kanadamenn hreinustu börn, þeg-
ar til þess keinur að koma alþjóðar
framkvæmdum til leiðar.” Hann
bendir á, að eigi færri en níutíu
forstöðumenn ihásikóla og almennra
mentaskóla séu að halda fund f
Chieago, til þess að koma sér sain-
an um, á hvern ihátt mentastofn-
anir þeirra bezt geti orðið þjóðinni
að liði á þessum alvarlegu tfma-
mótum.
Ríkis háskóiinn í Illinois hefir
vérið að sækja um fjárveitingu,
sem nemur fimm miljónum dollara
næstu tvö ár og auk þess tíu milj-
ónir til húsagerðar. Þar er nú ekki
verið að tvínóna hlutina. Hér um
daginn tóiku 100 þingmenn sig til
og heimsóttu háskólann, til þess
að 'komast að niðurstöðu um,
hvort hann ætti fjárveitingu svo
mikia skilið.
Rvaða viðbúnaður var nú gerð-
ur af hálfu háskólans, til að færa
þingmönnunum heim sanninn um
það. að hér væri um háskólastofn-
un að ræða, er fullkomlega ætti
skilið að fá þennla. feikna styrk af
liáifu hins opinbera?
Hann kann nú að hafa verið
næsta margvíslegur og sjálfsagt
ekkert eftir skilið, sem verða mátti
meðmæli. En kóróna þess alls, er
allan viðbúnað annan gerði lítil-
fjörleglan, var það að síðast voru
tvö háskóla-tvífylki (regiments)
látin hafa heræfingar um hönd í
augsýn þeirra, til þess að sýna:
þeim, <j|ð háskólinn hefði svona
marga unga námsmenn á reiðum
höndum, til þess boðna og búna
að ganga í herþjónustú nú um leið
og á þeim þyrfti að haldla, í einu
tvífylki í Bandaríkjunum eru um
1,600 manns, svo hér var um 3,000
námsmenn að ræða.
í borginni Milwaukee var hon-
um sagt frá manni einum, Donald
Ryerson að nafni, sem verið hefir
vara-forseti Ryerson - stálsmíðafé-
lia.gsins. Hann er maður þrjátíu
og þriggja ára gamall. Hann er og
hefir verið auðugur maður. Hann
hefir nú sagt upp stöðu sinni sem
varaforseti félagsins, og gefið 85
þúsund dollara, til að útbúa her-
skip til að eltla uppi kafbáta.
Hann er nú að keppast við að læra
ait, sem heimtað er af lautinanti
að kunna, og verður líklega feng-
inn eigin bátur hans til meðferðaiv
Ryerson þessi kvað hlafa -sagt, að
það sem sig hefði stungið, unz
hann hefði fundið upp á þessu„
væri við'kvæðið gamla um ríkra
manna syni, að þeir lenti helzt
hvergi annars staðar en í rennu-
steininum. Hann langtar til að
sýna, að ekki sé allir auðugir
Ameríkumenn liðleskjur og gett-
lerar.
Aldrei verður maðurinn eisn stór
og þegar fórnarfúsleikurinn rennur
upp í sálu hans.
Aidrei verður eins bjart yfir
þjóðunum og þegar þær rísa upp
eins og einn maður og segjla: Lát-
um oss leggja líf og velferð, eign og
óðul, í sölur fyrir einhverja göfuga
hugsjón frelsis og mannéttinda.
Það er um fram alt annað fórn-
in, sem frelsar sálir einstaklinga og
þjóða.
Og eldmóðurinn brennur þá feg-
urstri birtu, er hlann þrýstir þjóð-
um, er eiga við sældarkjör að búa„
án nok'kurrar vonar um endur-
gjald, út á fórnarleiðina.
Fagra líf!
Leyndarmál þitt er fórn.
7.
Hvernig mannkynssaga gerist.
Mánudlagskveldið 2. apríl verður
víst þeim, er sátu á þingi Banda-
ríkjanna í Washington, eftirminni-
leg stund og öllum þeim mann-
fjölda, er þai( var saman kominn.
Sagt er, að engum forseta hafi
nokkuru sinni verið heilslað eins
og Wilson forseta var heilsað, er
hann flutti sína frægu ræðu.
Hann hóf máls eins hægt og blátt
áfram eins og sá, sem tekur vin
sinn tali. Samt sem áður barst
röddin út í livert horn. Enginn
Guðmundur B. Arnason.
Vér sýnum hér mynd af einum af Islendingum þeim, sem fóru
með 223. herdeildinni. Hann heitiir Guðmundur fyrra nafni og er
sonur Björns bónda Arnasonar að Framnes P.O.—ættaður frá Bolla-
stöðum í Blöndudal í Húnavatnssýslu — og konu hans Bjargar
Jónsdóttur—sem ættuð er frá Geirastöðum í sömu sýslu. Þau komu
til Canada árið 1883, en giftust árið 1888 og hafa jafnan búið í Nýja
íslandi. Auk Guðmundar eiga þau hjón á lífi tvær dætur, Sigur-
laugu, gifta Leifi Sumarliðasyni hér í borg, og Guðrúnu önnu, gifta
Harvey Benson, sem nú er yfirliði I 223. herdeildinni. Guðmundur
Árnason er nú 22 ára gamall og hinn mannvænlegasti. Fylgja hon-
um hugheilar óskir allra sveitunga hans, þar sem hann hafði aflað
sér mikilla vinsælda þó ungur sé.