Heimskringla - 26.04.1917, Blaðsíða 7
WINNIPEG, 26. APRÍL 1917
HEIMSKRINGLA
7. BLS.
Frá Islandi.
Hiáfkarlaveiði era Norðlendingar
að taka upp með nýjum hætti. —
Þeir beita línu fyrir hákarlinn; eru
10 faðmar milli öngultaumanna, en
}>eir eru úr járnvír. Hefir þessi að-
ferð reynst vel, að sagt er.
Atvinnumália ráðherrann hefir
17. þ.m. gefið út svohljóðandi reglu
gjörð um notkun mjölvöru og sölu
á sykri landsjóðs: “Rúgmjöl mega
bakarar ekki nota til brauða nema
blanda það einum íjórða með ma-
ismjöli. Ekki mega heldur aðrir
gera brauð úr rúgmjöli til sölu,
nemla það «é blandað maismjöli
eins og á undan greinir. Hveiti
mega bakarar að eins nota til að
baka súrbrauð, franskbrauð, vana-
legar tviböknr og algengar bollur.
Ekki megta heldur aðrir nota hveiti
til baksturs til sölu, anhars en
þess, er að framan getur. Bannað
er að nota rúg og rúgmjöl, hveiti
og hatramjöl til skepnuföðurs. —
— Sykur þann, sem landstjórnin
útvcgar og selur kaupmonnum eða
íélögnm til útsölu til almennings
eða félagsmanna, mega þeir eða
þau að eins selja út aftur gegn af-
hcndingu sykurseðla og með þvf
Verði, sem stjómarráðið hefir á-
kveðið. BæjarstjÖrn útbýtir syk-
urseðlum til almennings og setnr
nánari ákvæði því viðvíkjandi með
samþykki stjómarráðsins. Syknr-
seðla þá, 'scrn iséljendur sykursins
taka á móti, er þeim •skylt að
geyma og afhvnda, þrgaf kráfist er,
þeim sem bæjarstjöm setn r til að
kalSa þá inn. Kauprwenn og kaup-
félög, sem sykur selja álmenningi
eða félag’smönnum, mega ekki
binda sölona neinum Öðrum skil-
yrðum en þe'i>m, >sein á undan grein-
ir. — — KÓI bæjarstjórnari n nar
ha.fa áðar verið seld eftir líkmn
reglum, «g nú 'gildir einnig sama
um steínolíu. 4 auglýsingu hæjar-
stjöra segir: að kolamiðar og
stéindHnseðlar verði afhenfir á
sama stað og tíma og sykurseðl-
amir. Þessár ráðetafanir <eru gerð-
ar efiör tillögum dýrtiðarnefndar-
inniar.----
1 LögréttE ihéfir áður verið sagt
íiá ferð ’þTÍggja Aknwyringa í
hanst, >sem léið, tíl þess að íhnga
mókolalög J IIlugastaB'a fjalli 1
Fnjö’skadaL ÍEinn treirra, Jakób H.
Lindal, heffir lýst kólunisrm f “M.”
8. des. «. K og eru hér Péknir kafl-
ar úr þéirri grein:“Kv5aiag þetta
kemur i Ijðs í giTi ofan vert í svo
nefndum ll'higastaða hnjúk. Ligg-
ur lagið þ*r «vo lárétt mn í fjallið.
Er það þykkiaist næst batrii giisins.
um 22 }mmB;unga, en þynnist <svo
eftir því sem nær dregur barmin-
um, unz það ihverfur mað öllu, er
eftir eru um 50 faðmar fit úr gil-
inu. Umiirlag kolanna eru gra-
leitar sand- og léirnsyndanir,
margra álna að Iþykt, en y'flr laginu
er fyrst um al. þykkur dökkleitur
Sandsteinn (steinbrandur), tekur
þá við móbeig nokkurar álnir
og svo stuðlabergs belti mikið og
fagurt. Aðal efní kolalagsins er
tvennskonar: Trjástofnaleifar —
(surtarbrandur) mismunandi að
stærð; stærsti stofnínn, er við hitt-
um, var um 'A alin á breidd. En
miili stofnanna er mókoliamyndun,
sem brotnar upp í flísurn, ef höggv-
>ð er til. Lítur þetta út fyrír að
vera ummyndaður svörður, breytt-
nr orðinn undan fargi fjaljsins og
þúsunda ára aldri. Auk þessa eru
í kolalagið leirrákir hér og þar; em
flestar mjög þunnar en geta sum-
staðar orðið Vá þumlungur að
þykt. Séu lög þessi dregfn frá allrí
þykt kolanna, mun tæpast meira
eftir en 18—20 þuml. hrein kol. En
lega lagsins gefur bendingu um,
að það muni þykna er lengia kem-
ur inn í fjallið, en verulega mun
það þó að eins muna, að all-langt
sé graíið. — Sökum tímaskorts,
varð ekki grafið nema tæpar 2 al.
inn í kolalagið, en glögg merki sá-
ust þess, hve kolin voru samfeldari
og harðari inst en utan til. Má af
því merkja að þau mun batna, er
lengra dregur inn. Eðlis þyngd
kolanna reyndist mér um 1, 5; ætti
þá að 'þurfa að grafa 1, 2 — 1, 4 fer-
metra að flatarmáli kolalagsins ti 1
þess að má i kolatonnið en gera
mætti ráð fyrir nokkuru meiru
vegna þess, scm óhjákvæmilega
myndi ganga úr við gröftinn.
Aðstaðtiin við gröftinn virðist góð.
Auðunnin járðmyndun tid beggja
hliða við lagið, svo sennilega mætti
vinna alt með handverkfærum. —
Kolalagið liggur upp undir fjalls-
brún, er all-bratt ofan i Fnjóskia-
dal, en þö ekki verra en svo, að
við förutti með klyfjahest alla leið.
Myndi allgott færi þar ofan á fönn.
Afstaðan þvf ekki ókleif Fnjósk-
dælnm. Fyrir Akureyringa er þá
Viaðlaheiði eftir. En aðra leið telja
margir líklegri. Væri þá farið með
kolin upp á brúnima upp undan
námunni; er það bratt að vísu, en
ekki langt, og svo yfir fjailið, ofan
í Garðisdal ntanverðan. Er það
llang beinasta og styzta ieiðin. En
hversu tiltækileg hún cr verður
ekki sagt með víssm fyr en snjöa
leggur og nánari athtagun er gerð.
-----— Eg hefi borið kolin saman
við vanaleg steinkol og góðan svörð
(úr Kjarnagröfnm). Hefi eg notað
til þess lítinn ófn, sem einnig er
ætlaðnr til eMnnar, — Samkvæmt
þessari reynsln virðist þá hitor
magn Illugastaða mókolanna vera
uim 70 pret. af hitarnagni steinkoia
og rúmlega ’hélmingi mieiri en í
góðum sverði. Eg hafði i eitt sinn
TjörneskoTin éinnig til samianhurð-
ar. Get eg ckki gert mun á þéim og
Illugastaða kolunium, enda mjög
lík að útJffti.---Göð mökol era
talin nálgast ’léleg steinkol að hita-
gildi, en 1 "kgr. af vsteinkolum er
metið að geta framleitt 8.000 hitia-
einingar. Mókolamyndanii' finnast
á ýmsnm ótöðnm erlendis: i Eng-
landi, T)anmörku, Svíþjóð, en éinina
rnestar á Þýzkalandi. Þar era þau
notnð í którum stýl og notuð eink-
um tll iðmaðar og á járahrautum.
Um T900 taldist til tað um 9 pret.
af aTlri kola framleiðslu í Evrópu
værá Tmökol. Það er Tangt frá að
vera nókkuð sérkennilegt við ís-
land, þótt tekið væri að brjöta hér
mókol til éldsneytis. Hver menn-
ingai-þjóð með jafnmáklum mó-
kolafögum og ísland eflaust á,
myndi telja sér skylt að rannsaka
jrau til hlítar, brjóta þau síðan og
nota þau á sem hagfeldastan hátt.”
(Eftir Isafold.)
Stephans-kvöld (4. marz), kvöld-
skemtun til ágóða fyrir heimboð
Klettafjalla-skáldsins var iialdin
í Bánmní. Fhitíi Dr. Guðm. Finn-
bogason erindi um “Landnám
Stephians G. Stephanssonar”, Einar
H. Kvaran fór með kvæði eftir
skáldið og Ríkarður Jónsson kvað
vísur úr “Andvökum."
Lagarfoss 'hefir fengist ieystur
undan kvöð þeirri, sem ó skipinu
hvíldí frá tíð fyrri eigenda að fara
eina ferð til Bretlands áður en
hingað kæmi. — En ekki er sopið
kálið þó í ausuna eé komið, meðan
ekki fæst fararleyfi hingað við-
komulaust 1 enskri höfri.
----------------------
Til þeirra, sem
augiysa í Heims-
kringlu
Allar samkomuauglýsingar kosta 25
cts. fyrir hvern þumlung dálkslengdar
—í hvert skifti. Engin auglýsing tekin
í bla?5it5 fyrir minna en 25 cent.—Borg-
ist fyrirfram, nema ö?5ru vísi sé um
samib.
Erfiljó?5 og œfiminnlngar kosta 15c.
fyrir hvern þuml. dálkslengdar. Ef
mynd fylgir kostar aukreitis fyrir til-
búning á prent “photo”—eftir stærb.—
Borgun verbur at5 fylgja.
Auglýsingar, sem settar eru í blat5it5
án þess a?5 tiltaka tímann sem þær eiga
at5 birtast þar, vert5a at5 borgast upp at5
þeim tíma sem oss er tilkynt at5 taka
þær úr blat5inu.
Allar augl. vert5a at5 vera komnar á
skrifstofuna fyrir kl. 12 á þritijudag til
birtingar í blat5inu þá vikuna.
The Vlking IVe.i«, Ltd.
Sextugsafmæli liins góðkunna
norðlenzka skálds Páks Jónissonar
Árdal á Akureyri var minst á ýms-
an hátt af samborgurum hans og
fleirum. Skólanefnd Akureyrar
færði honum 1000 kr. heiðursgjöf
og margar aðrar gjafir bárast hon-
um.—“Lárviðarskáldið” flutti hon-
um snjalla ræðu.
Jón Jónsson. saignfræðingur hef-
ir tekið upp og fengið staðf&sting
stfjónnarráðsin® á ættarnafninu
Aðils fyrir sig og sitt fólk.
Hvernig ísl. ættarnöfn veröa til.
l>að var hér á dögunum, þegar
mannanafna nendin ihafði lokið
störfum sínum og menn voru cinna
mest hugsandi um ættarnöfn, iað
kunningja mfnum datt f ihug að
auka við skírniarnafn sitt og taka
sér ættarnafn: skírnarnafn hans
var Otto Björnsson. Hanm hafði
þegar í huganum ættarnafnið
Bjarnar, en ,svo óhieppSlega vildi
til, að aðrir urðu á undan honum.
að fá Ixað löggilt. Nú var úr vöndu
að ráða. því þegar manni hefir
dottið snjallræði í hug, og verður
að láta aí því, er oft og einatt erfitt
að finna annað, sem mönnum lik-
ar eins vel. En það var ekki cins
eefitt og á horfðist Ekkert var
annað en að setja depil á milli j og
a í Bjarnar og breyta litlu a-i í
stört a. A þann hátt nofcaði hann
tvo fyrstu sta.fi fööunrafni sirnu og
hafði auk þess náð isér i ættarnafn,
litlu lakara en B.janiar;—þannig
cr ættarnafnið O. Bj. Arnar orðið
tn. p. e.
-----o-----
VONBRIGÐl.
- í síðasta blaði Löghergs fi-á 19. þ.
m. lýsir herra Vilh. Th. Jónsson
með gremju mikilTi vonhrigðum
slnum yfir þvi, hve slælega fyrir-
lestur sinn hafi verið sóttur. er
hann ætlaði >að halda siðastliðið
föstudagskveld I Skjaldhorgar-
hyggingunni hér I hænum. Mig
furðar ckkert þö manninum gremj-
Ist þetta, en á himi furðar mig
stðram, að Tandar vorlr heima á
gamla Froni, sem nú guma svo
mikið af velmegan sinni og auðs-
uppsprettum, skuli geta lotið svo
lágt, að vera að haía úti sendi-
sveina sina til að Teita fjármuna-
legs líðs hjá oss, þessum ræflum
hér fyrir vestan haf, sem þeir svo
hjartanlega fyrirlíta, að þeir
skammast sín fyrir að kialla okkur
landa sína og þá auðvitað um leið
kannast ekki v'ið okkur sem ís-
lendinga fshr. hök séra Magnúsar:
“Vestan um haf’, sem og umimæli
sumra hlaða heima). T>eir virðast
ekki geta getið því nærrí, að vér á
þossmn stríðs og neyðar tímum eig-
um í fleiri hom að líta, með það
sem fjárframlög snertir, og sein vér
munum meta frekar skyldu rara
að sinna, en ausa út fé til manna
heima á gamla landinu, sem þykj-
ast hafa allsnægtir og baða í rós-
um, og ef vér létum nokkuð af
hendi rakna mættum búast við
þeim sömu þökkum er séna Magn-
ús tilfærir, að vér gerðum það af
eintómum hégómaskap og montí,
eða bara tíl að sýnast.
Eg sé því ekki, að vér Winnipeg-
íslendingar þurfum að hera nokk-
urn kinnroða fyrir það, hversu lífct
þessum fyrirlestri var sint. Eg
hygg, eins og sakir standa nú, sé
bezt að hvor búi að sínu og geymi
sitt.
Winnipeg, á sumardaginn
fyrsta, 1917.
S. J. Jóhannesson.
-----o-----
Finnland sjálfstætt land.
Stjórnarbyltingin á Rússlandi
hefir haft þær afleiðingar í för með
sér fyrir Finnland, að þar hefir nú
verið sett á stofn lýðvaldsstjórn og
oki því ihrundið af þjóðinni, sem
áður bældi niður krafta hennar.
Á ríkisárum síðasta keisara Rúss-
lands var Finnlandi að n'afninu til
gefin stjórnarskrá. Samkvæmt
þessari istjórnarskrá var konum
þar veitt fult jafnrétti við karl-
menn. Þær fengu atkvæðisrétt og
fult málfrelsi og rétt til þess að
gegna öllum stöðum jafnt og karl-
menn. Alt var þetta glæsilegt á
yfirborðinu. Stjórnin rú.ssneska
Mórauða Músin
Þessi saga er bráöum upp-
;; gengiun, og aettu þeir sem vilja
• • eignast bókina, að senda oss
< ►
!! pöntun sína sem fyrst. Kostai
60 cent. Send póstfrítt.
mun aðallega hafa gefið Finnum
]>essa stjórnarskrá til þess að sýn-
ast fyrir umheiminum, því reynsl-
an sýndi eftir á, að enginn göfug-
ur tilgangur bjó hér á bak við.
]>að, sem ætíð stóð í veginum
fyrir öllum iframförum þjóðarinnar
á Finnlandi undir þessar nýju
stjórn, var landstjórinn. Hann var
oftast nær rúissneskur hershöfð-
ingi, sem tilnefndur var til land-
stjórastöðunnar á Finnlandi af
keisara Rússlands sjálfum, án þess
að neitt væri ráðgast um þetta við
yfirvöldin á Finnlandi. Völd þessa
land'stjóra voru mikil og mótti
stundum með sanni segja, að hann
drotnaði yfir Finnum eins og ein-
valdur konungur.
Eftir að stríðið byrjað versnaði
þetta þó um allan helming. Seyn
hershöfðngja, sem þá var land-
stjóri, virtist ekki eins umhugað
um neitt og það að þjá þjóðina ó
Finnlandi með öllu upphugsan-
legu móti. Stefna hans virtist vera
sú, að æsa þjóðina til uppreistar—
svo þetba rnætti henni i koll koma.
Henni var alt bannað, var ekki
leyft að aðstoða Rússland að neinu
leyti eða neina aðra af Bandaþjóð-
unum—fekk ekki einu sinni að sjá
um særða bermenn, þó hún bygði
sjúkrahús með þvf augnamiði.
Ivandstjórinn kom undir eins í veg
fyrir það, að hægt væri að senda
særða hermenn ó sjúkrahús þessi.
Samfara þessu var svo þjóðinni
brugðið um deyfð og þjóðræknis-
skort og þannig raynt að æsa hana
á allar lundir. Svíþjóð>, næsta ná-
grannaland Finnlands átti bágt
með að lífca þessar aðfarir Rúsisa
hiutlausum augum.
En> nú er full hót á þessu fengin.
Sænskir pólitiskir fangar, sem
sendir voru til Síberíu fyrir mörg-
um árum síðan, hafa nú allir verið
látnir lausir, Einn í tölu þeirra
manna er M. Svinhöívud, sem eitt
sinn var foi'seti þingsins á Finn-
landi. Hann hefr nú fengið frelsi
sitt aftur. Og þetta og annað hef-
ir stuðlað mikið til þess að gera
núverandi stjórn á Rússlandi vin-
sæia í Svíþjóð.
Finnland. undir sinni nýju
tjórn, er ‘orðinn einlægur vinur
Rússlands.
-----o----- <
Dánarfregn.
“En þegar fjólan fellur bláa,
það failið enginn heyra má.”
Anna Þórunn Björnsdóttir Thor-
arinsson lézt að heimili sínu í
Blaine, Wash., 28. desember 1916.
Anna Þórunn var fædd 1882 heima
á íslandi. Foreldrar henniar voru
Björn Þórðarson, ættaður úr Mið-
firði, og Anna Teitsdóttir frá Ána-
stöðum ó Vatnsnesi í Húnavatns-
sýslu. Þau hjón komu til Ame-
rfku árið 1883 og settust fyrst að f
Grafton, N.D.: skömmu seinna
námu þau land í Garðarbygðinni
og hafa búið ]na>r síðan. Fimm
börn hafa þau eignast, þrjó sonu
og tvær dætur. Synirnir eru Egg-
ert, Stcfán og Benediet; dæturnar,
Jako]>ína og Anna Þórunn, öll
mannvænleg, seni þau eiga kyn til.
Anna Þórunn dvaldi lijá forcldrum
sínum þar til hún var þroskuð, en
fór þá að “vinna út” við og við,
eins og þá var títt. Vestur lað hafi
fluttist hún með þeim hjónum
Kristjáni og Hallfríði Gíslason ór-
ið 1903, og dvaldi næstu tvö ár ým-
ist í Seattle, Bellingliam eða Blaine.
Árið 1905 fyrsta okt. giftist hún lir.
Hans M. Thorarin®syni og settust
]>au hjónin að f Blaine og dvöldu
þar þangað til 1911 að þau fluttu
sig laustur til Gardar í nági'enni
við foreldra hennar. Þar vora þau
]>angað til 16. nóv. 1914. að þau
komu aftur vestur til Blaine og
hafa þau dvalið þar síðan.
Þau Hans og Anna eignuðust
tvö börn, son og dóttur. Sonurinn
Björn Hjörtur Lawrenee er 10 ára
gamali og nú til heimilis hjá móð-
urforeidram sínum. Dóttirin, El-
ísabet Liljia, 7 ára gömul er hjá föð-
ur 'sínum í Blaine—bæði efnileg
börn.
Anna sál. var sérlega falleg kona,
fremur vel gefin, glaðiynd og góð-
lynd, og mótti segja, að öllum
þækti vænt um hana, sem nokkuð
þoktu hana, meðan heilsan entist.
Hún var svo hjartagóð, að hún
mátti ekekrt aumt sjá, og engan
vildi hún hryggja né stýggja. Var
umtalsgóð um alla, >né vildi hún
vamm sitt vita í nokkru. Hún var
góð, ástrík og skyldurækin eigin-
kona og móðir, í orðianna sönnu
merkingu alt fram í andlátið. Sem
dæmi upp á skyldurækni hennar
mó geta þess, að hún gekk f lífsá-
byrgð skömmu eftir að hún giftist
og hélt henni jafnan síðan.
Sfðustu árin átti Anna sál. við
vaxandi veikindi að strfða, sem
lögðust bæði á sálu og líkama, en
fjörið og löngunin til að ia>nnast
sitfc og sína hélt henni löngum
uppi, þó kraftarnir væru oft litlir
—svo litlir, ]>á er hana sóu, furðaði
mjög ó því þreki; enda vildi hún
sem lengst vera sjálfbjarga. Mun
þar hafa farið sem oftar vill verða,
að fólki hættir við að gleyma því
sem v a r, geðprýðinni og glaðlynd-
inu, er önuglyndi og þungi veik-
indanna haggar hversdags rónni.
Avalt var hún þó glöð heim að
sækj>a og vildi alia gleðja og öllum
gott gcra. . Það var eðlisfarið; um
veikindi sín var hún fátöluð og
kunni ekki hinni taktlausu vork-
unsemi, sem mælginni er jafnan
samfara. Vera má ]>ó, að hún hafi
fundið til þess með fslenzka skóld-
inu og heimspekingnum: “Að ]>að
sé ekki svo mikið að deyja, en að
þuríá til þess mörg ár, að er kross-
inn þyngri.” En samt var hún ó-
valt vongóð og hugrökk; æðruorð
þekti hún ekki. En nú er tríðið
á enda og eilífa hvíldin fengin; æf-
in^ sem byrjaði svo björt og fögur,
endaði að hálfnuðu skeiði og hvin
var södd lífdaganna.
Fram í andlótið var hugurinn all-
ur við heimilið og börnin og síð-
a-sta verkið hennar mr að halda
upp á afmæli litlu stúlkunnar
sinnar, með því að hafa í heim-
boði nokkrar jafnöldrur hennar.
Fró því starfi ihneig hvin f fang nó-
grannakonu sinnar, sem vitandi
um veikindi iiennar hiafði auga á
henni og kom irrátulega til að
hjálpa henni upp í rúmið, hvar
hún> degi síðar lá liðið lík.
En hvað hún blessaði þessa ná-
grannakonu sfna. Hún var svo ó-
vippá>l>rengjandi,- en svo nókvæm
og uirihyggjusöm, “næstvim eims og
hún mamma.”
Jó, sagan er á endia-nstutta,
margsagða sagan—bviin, lesin að
fulln. Konan, sem ætíð var
góð og skyldurækin eiginkona og
móðir hefir lifað, strítt og dáið—
einungis ein, af svo mörgum, og
gleymi-st iskjótt—flestum. Og þó er
húni æ og verðvir guðdómlegasto
gjötfin þeim, er hljóta og njóto —
gjöfin bezta og guðdómlegasba frá
kærleikshjarta skaparans.
Hans M. Thórarinsson var konu
sinni góður og umburðarlyndur f
veikindvim hennar, og engi var sá
hlutur, er hann ekki vildi fyrir
hana gera. Að endingu flutti hann
hania liðua austur til Gardar.
Hafði það verlð ósk hennar. að svo
yrði gert, ef foreldrar henmar æsktu
þess; og þau gerðvi ]»að. Þar var
hún jörðuð að viðstöddu fjöl-
menni miklu—æskuvinum, foreldr-
um og frændum. Þar hvíiir hún
nvi í Gterdar kirkjugarði, l>ar sem
ættingjar hennar ha<fa verið javð-
aðir og flciri koma ó eftir.
Friður guðs hvíli yfir moldum
liennar. Vinur.
-----o-----
UMBOÐSMENN HEIMSKRINGLU
VlÐSVEGAR.
I fanada.
F- Finnbogason ......... Arnes
Magnvis Tait .......... Antler
Póll Anderson ... Cypress River
Sigtryggur Sigvaldason .... Baldur
Lárus F. Beck ......... Beckville
Hjálmar O. Loptsson.... Bredenbury
Thorst. J. Gíslason..........Brown
Jónas J. Hunfjörd.—..Burnt Lake
Oskar Olson ....... Churchbridge
St. Ó. Eirlksson .... Dog Creek
J. T. Friðriksson............Dafoe
O. O. Johannson, Elfros, Sask
John Janusson ....... Foam Lake
B. Thordarson................Gimli
G. J. Oleson ........ Glenboro
Jóhann K. Johnson............Hecla
Jón Jóhannson, Holar, Sask.
F. Finnbogason.............Hnausa
Andrés J. J. Skagfeld ....... Hove
S. Thonvaldson, Riverton, Man.
Árni Jónsson...............Isafold
Andrés J. Skagfeld ....... Ideal
Jónas J. Húnfjörð........Innisfail
G. Thordarson ... Keewatin, Ont.
Jónas Samson..............Kristnes
J. T. Friðriksson ....... Kandahar
ó. Thorleifsson ..... Langruth
Th. Thorwaldson, Leslie, Sask.
Óskar Olson .............. Lögberg
P. Bjarnason ........... Lillesve
Guðm. Guðmundsson ........Lundar
Pétur Bjarnason...........Markland
E. Guðmunds«on.......Mary Hill
John S. Laxdal..............Mozart
Jónas J. Húnfjörð..... Markerville
Paul Kernested.............Narrows
Gunnlavigur Helgason...........Nes
Andrés J. Skagfeld...Oak Polnt
St. . Eiríksson......Oak View
Pétur Bjarnason ............. Otto
Sig. A. Anderson .... Pine Vallcy
Jónas J. Húnfjörð..............Red Deer
Ingim. Erlendsson ...... Reykjavík
Sumarliði Kristjánsson, Swan River
Gunnl. Sölvason............Selkirk
Paul Kernested............Siglunes
Hallur Hallsson ....... Silver Bay
A. Johnson ............. Sinclair
Andrés J. Skagfeld...St. Laurent
Snorrj Jónsson ..........Tantallon
J. Á. ,1. Lfndal ........ Victoria
Jón Sigurðsson...............Vidir
Pétur Bjarnason...........Vestfold
Ben. B. Bjarnason...... Vancouver
Thórarinn Stefónsson, Winnipegosis
ólafur Thorleifsson......VVild Oak
Sig. Sigurðsson...Winnipeg Beach
Thiðrik Eyvindsson......Westbourne
Sig. Sigurðsson...Winnipeg Beach
Paul Bjarnason............ Wynyard
I BANDARIKJTTNUM:
Jóhann Jóhannsson.............Akra
Thorgils Ásmundsson ...„... Blaine
G. Karvelsson ...... Pt. Roberts
Sigurður Johnson............Bantry
Jóhann Jóhannsson ....... Cavalier
S. M. Breiðfjörð..........Edinburg
S. M. Breiðfjörð .......... Garðar
Elfs Austmann.............Grafton
Árni Magnússon.............Ballson
Jóhann Jóhannsson ......... Hensel
G. A. Dalmann .......... Ivanhoe
Gunnar Kristjánsson.........Milton
Col. Paul Johnson.........Mountain
G. A. Dalmann ......... Minaeota
Einar H. Johnson....Spanish Fork
Jón Jónsson, bóksali........ Svold
Sigurður Johnson..........Upham
EINMITT NÚ er bezti tími að
gerast kaupacdi að Heims-
kringlu. Sjá auglýsingu vora
á öðrum stað í blaðinu.
————
FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVKR KUR HOR FINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. 13 I Píl f Afl OPTOMETRIST ^ • I ailUll, AND OPTICIAN Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG
*-
*
BORÐVIÐUR s“!USSs“ ViS höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. VerSskrá verður send hverjum, sem æskir þess. THE EMPIRE SASH <& DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511
" *
♦ ◄ ♦ « « Hveitibœndur! ► ♦ : Sendið korn yðar f “Car lots”; seljið ekk i í smáskömtum.— f - Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munurn ♦ • gjora yður ánægða, — vanaleg sölulaun. ♦ i Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: t NOTIFT ♦ STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. í Track Buyers and Commission Merchants I WINNIPEG, MAN. ♦ : ^ , Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax pijót viðskifti J >♦♦♦»♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»♦♦-» ♦»♦»♦♦♦»♦4»» ♦♦»♦-»♦♦ ♦♦»»