Heimskringla - 10.05.1917, Side 7

Heimskringla - 10.05.1917, Side 7
"WINNIPEG, 10. MAI 1917. HEIMSKRINGLA 7. BLAÐSIÐA Um nokkur íslenzk mannanöfn Eftir Kr. Ásg. Benediktsson. (Pramh.) I. 1. 15 finst I stofni nafna. Iðunn gamla með ódáins eflin. Iðbjörg, Iðný. 3?essi nöfn eru afar fágæt. Ið er það, sem einlægt kemur nýtt og nýtt í staðinn. Eossiða, sem einlægt endurnýjar hringiðuna. Iðagrænt: þegar gróskan flytur jafnóðum nýjan gróður fyrir þiann, sem eyðist. Iðunn var konunafn í fornöld á íslandi og er máske lif- andi enn þá. 3>að er fagurt konu- heiti. 2. Ing og Yngvi. Af þessum stofni eru einhver elztu nöfn á Norður- löndum. Inglingar í Svíþjóð. Ó- Ijóst er mönnum um þýðingu þessa stofns. Ber fornfræðingum ekki saman, frekar en vant er. Þessi stofn er í þeim allra fyrstu manna- nöfnum, sem sagan þekkir. Heim- ilisfestu þeirra hittum vér fyrst hjá Svíum. Þar voru Inglingar. Hver maður af þeirri ætt var kallaður Inglingur alia ævi, segir Snorra Edda. 3>eirra forfaðir hét Ingvi. Um merkingu nafnsins eru fræði- menn ekki sammála. Sumum er næst að halda, að það sé komið af ungur. Y. Rydberg segir það fyrst sé gefið “Skef”—Skilfi—Heimdaili, er goðasögur mæla að kæmi barn- ungur til Skáneyjar, einn á báti, og væri tekinn til konungs. Það segja fræðimenn, að nafnið “Ingvo” merki: “hinn komni.” Haldið er að Skjöldungar (Skilfingar) telji ætt sína til Ingvó, og hafi hann heitið “Skef” eða Skelfi, en hitt nafnið fest við hann og allar hans ættir. 3>á eru Skjöldungar, Skilf- ingar, sama og Ynglingar. Yngva nafnið hafi samt sérstaklega festu náð við Svipsdag, sem var Eirlkur málspaki. En hann telst ættfaðir Inglinga. Af gömlum rúnasteini halda fornfræðingar að nafnið Ing hafi fyrst verið með Austur-Dön- um. 1 gamalli kviðu stendur um Danakonung: “frea Yngivina”, það er foringi Yngvanna. 1 Inglinga- taii eru Svíakonungar nefndir “Ereys afspringi” og “Freys átt- ungi“ (ættingi). Ársældargoðið Ereyr var einkum tignað í Svíaríki. öoðið hét iíka: Ingunar-Freyr og Ingun-ár-Freyr. 3>að nú dregið saman í nafninu Ingi-Freyr.*) I Islandi finst Inga nafnið ekki fyr en á 12. öld. Var fánefnt og er óvíða til á þessum tímum. En jöfnum höndum er það fram bor- ið Ingi og Ingvi og ritað þannig. Aftur á móti er nafnið haft 1 stofni allmargra ísl. nafna, fyr og nú: Ingvar er til enn þá. Konunöfnin Ingigerður, Ingiríður, Ingunn, eru allvíða tíðkuð enn þá. Konunafn- i« Ingibjörg er gamalt. Ingibjörg Hroðgeirsdóttir, kona Imrsteins hvíta á Hofi í Vopnafirði, mun hafa verið með fyrstu konum, sem háru það nafn á íslandi. En Þor- steinn kom til Islands 898—900. Konunafn þetta var algengt á Norðurlöndum löngu fyrri. Kemur það fyrir í sönnum og lognum sög- um, einkum meðal Svía. Á Islandi hefir Ingibjargar nafn mjög tíðk- »st. Nafnið Ingveldur er fram bor- *) Þess skal minst, að I stafur- inn verður að Y, þegar v fer á eftir ng. Svo rita fornmenn:Yngvi, Yng- var, Yngvildur, en f öðrum nöfn- um: Ingimundur, Ingibjörg. Nú á dögum rita menn yfirleitt öll þessi nöfn með I,—Höf. ið og ritað ýmist: Ingveldur eða Ingvöldur. Nafnið er Ingv-hildur. En h-ið fellur úr framburði á eftir v-inu. Nafnið á þess vegna að skrifast Ingvildur. — Af þessum stofni er Ingólfur og Ingjaldur— Ingjaldur. G-inu slept nú ó dög- um. Nafnið þýðir konungs-gjaid, sá, sem er lenginn konungi í gjöld eða bætur. Nafnið er alltítt enn ])á. Fleiri eru nöfn af þessum stofni: Ingimar, Ingigunnur. Nöfn- in eru gömul, góð og gild í íslenzk- um mannaheitum. 3. Ivarr. Það er forneskju nafn og nútíðar. Kappa og kenninga nafn að fornu. Nafnið er samskeytt nafn. Ýr er viðarheiti. 1 fornöld þótti viður sá seigur og endingar- góður í boga. Bogaheitið úr þeim við er ýrr, eða ýr—álmur. Stofn- inn í nafninu Ivar er: yew. En viðliður nafnsins er harr, arr, sama og í Einars nafninu. Ivar þýðir því hermaður, sem hefir boga að vopni. Ivarr, konungur í Dýflinni á írlandi var bróðir ólafs hvíta. Ivar nonur Hrúts Herjólfssonar mun einna fyrstur hafia' borið nafn- ið á íslandi. Helzt það við í þeim höfðingjaættum, og er uppi þann dag I dag. 4. Jar er stofn í nöfnum. Jara þýðir orusta. í nöfnunum Jörund- ur og Jiarðþrúður. Þessu ð-i er bætt inn í, að óþörfu. Jörundur ; er fornfrægt nafn, svo sem: Jörund- i ur háls, Jörundur góði (Hrafnsson- tar heimska) og Jörundur Þor- ! steinsson Hólabiskup (1267—1313.) ! Jörundar nafnið ætti að víkja ó í braut danska nafninu JÖrgen, sem íslendingar hafa tekið upp í seinni ; tíð. 5. Járn er til sem stofn að fornu og nýju, þó fánefnt. Járngerður konu nafn fram á þessa daga. 1 viðlið finst það f mannanöfnunum Eldjárn og Iíleppjárn. Hið fyrra til enn þó. 6. Jó, nafn á hesti. Er nú fá- nefnt nema hjá skóldum og al- I þýðuorðinu jóreykur. Nöfhin eru 1 fá: r-inu er oftast slept, þegar sam- hljóðandi fer á eftir: Jósteinn, Jó- | dfis, Jófríður; en haldið. ef hljóð- stafur fer á eftir: Jórunn, .lóreiður, Jórheiður, Jóra. Þessi nöfn eru flest ærið fánefnd. En mikið fleiri voru þaiu í fyrri daga, svo sem: Jó- arr, Jálfur (úr því stytt Jólfur), Jó- freyr, Jógeir, Jógrímur, Jókell, og konunöfnin: Jólinn, Jóþrúður. — Þó þetta séu ekki vanaleg nöfn, eru þau nafnablómi í ísl. tungu hjá Gyðinganöfnunum, sem byrja á Jó: Jóhann, Jóhannes, Jón, Jósías, Jóel, Jónatan, Jónína, Jóhanna, Jakobfna, Jensína, Jósephina, Jörg- ína, með mörgum, mörgum fleiri, sem eg get naumast eytt rúmi á. I. Karl. Þetta nafn er alment og víðfrægt, ekki einasta meðal Norð- urlandaþjóða, heldur víðar. Nafn- ið merkir karlmaður, sem allir vita. Það var snemma algengt hjá Gaut- um og víðar í Svíaríki. Það er lík- lega katólskra biskupa skrök, að þar hafi verið sex konungar í röð, með þessu n.afni, í fyrndinni. En konunga nafn var það. Karl og Vandill hétu víkingaforingjar þeir, sem féllu í orustu við Gunnar á Hlíðarenda, 973. Þeir voru austan af Gautlandi. A söguöldinni var nafnið upr>i á Islandi. Það kom frá Grundarætt í Svarfaðardal. Er kyn það talið til Herröðar Gauta- jarls. Seinni part 12. aldar var Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, uppi. Hlann var sagnamaður og reit Sverrissögu. Þó varð Karls- * ---------------------—(• Til þeirra, sem auglýsa í Heims- kringlu Allar samkomuauglýsingar kosta 25 cts. fyrir hvern þumlung dálkslengdar —í hvert skifti. Bngin auglýsing tekin i blahiB fyrir minna en 25 cent.—Borg- ist fyrirfram, nema ötSru vísi sé um samlí. Brfiljóti og æflminnlngar kosta 15c. fyrir hvern þuml. dálkslengdar. Ef mynd fylgir kostar aukreitis fyrir til- búnlng á prent "photo”—eftlr stærti.— Borgun vertiur ats fylgja. Augiýsingar, sem settar eru i blatSitl án þess ats tlltaka timann sem þær etga atS blrtast þar, vertSa atS borgast upp ats þeim tíma sem oss er tilkynt atS taka þær úr blatslnu. Allar augl. vertSa atS vera komnar á skrifstofuna fyrir kl. 12 á þrit$Judag til birtingar i blatSlnu þá vikuna. The Vlkingr Press, Btd. nafnið ekki víðnefnt um þær mundir; en hefir fluzt inn aftur á seinni öldum. íslendingar æði- margir bera þetta nafn nú á dög- um. Á seinni öldum var farið að nefna aldraða menn karla. Upp- haflega merkti það jafnt ungan som gamlan mann. Nafnið var par- að við kerlingu. Hafa merkingar nafnanna dafnað og þroskast i miðaldra kúldrinu. Þá og síðar spretta upp sögurnar um: Kóng og drotningu í ríki sínu, og karl og kerlingu í koti sínu. Það er auðþreifað, hve ramma rún að kúgunar og afturfara andi þeirra tíma h:aifa rist í sál og sinni Jijóðar andans. Karli er dregið af nafninu Karl, en var ekki á Islandi að munaldi. 2. Kárr var nafn í fornöld, en fá- títt á Islandi. Það var þar til i viðlið nafna, svo sem: Lambkárr og Styrkárr, sem enn er til. Kárr er liður á hári, svo sem: þunnkárr, gullkárr, svipkárr, varkárr. Kárr er sá, sem er hrokkin hærður. Þunnkárr: lítið hrokkinn; gull- kárr sá, sem hefir gulbjart hár; Lambkárr, sá, sem hefir sama hára- lag og lambskinn; en Styrkárr: hrokkinhærður, úfinhærður eða kárrhöfði. — Nafnið Kári þýðir vindur eðia vinda konungur, og á ekki skylt við þetta nafn. Fornjót- ur jötunn átti þrjá sonu, er hétu: Hlér, Logi og Kári. Hlér réði fyrir sjónum, Logi fyrir eldinum og Kári fyrir vindunum. Kári >SöImunds- son mun hafa flutt nafnið fyrstur til íslands, en síðan hefir það hald- ist við og er til enn þá. 3. Ketill er nafn, stofn og viðlið- ur í nokkurum nöfnum. Þetta nafn er úr forneskju, áður en á- reiðanlegt tfmatal hefst í sögum. Nafnið þýðir ketill, soðketill, seyð- ill, vellir. Hefir kannske líka þýtt hjálm. Hjá gömlu íslendingum einnig eldgýgur, eldvarp, hver. Sá fyrsti maður, sem bar nafnið og sögur geta um framan úr forneskju var Ketill hængur. Hann var af jötna ættum, og viðurnefnið hlaut hann af drápi ormsins arga. Land- námsmenn telja ættir sínar til hans, en óefað eru liðir þar fallnir úr. iSvo isegja fróðir menn: Ketill flatnefur, Bjarnasonar bunu, var ættfaðir og tengdur i frammægðir flestallra höfðingja, sem námu land á Islandi, og setust þar að. Enda er nafnið algengt á land- náins tíð, en er nú fánefnt. Sam- stæða konunafnið er Katla, og var vfðnefnt í gamla daga. 1 viðlið eru þessi nöfn vel kunn: Ásketill, Arn- ketill, Hrafnkell, Þói'kell. Þessi tvö síðari stytt. Konunöfnin: Ketil- ríður (Ketilfríður), Ketilhildur, Ketillhildur, Ketillaug og Þór- katla. Sainskeyttu nöfin eru mik- ið fleiri, öll falleg og Þjóðleg. Ætti að taka þau upp aftur og auðga málið og þjóðræknina með þeim. 4. Klængur er nafn að fornu. Var upphaflega Klæingur, sá sem klófestir. Mun nú aldauða. Klængur biskup Þorsteinsson í Skálliolti (1152—1176. Báru fleiri höfðingjar nafnið í fyrri dága. Á- gætt veiðimanna nafn. 5. Knútur er upprunnið f Dan- mörku, en liefir ekki átt fasta heim- ili á íslandi, sem einu gildir. Aft- ur var nafnið Knöttur til á fyrri öldum, í ættum frá Sléttu-Birni. Sumir hafa lraft auknefnið Knút- ur, sem oftast hefir þó orðið á vör- um almennings: Kútur. Jón Grænlendinga biskup ýmist nefndur Knútur eða Kútur, og Símon (gamli) Kútur f Sturl- ungu. Má vera, að nafnið hittist f kauptúnum á slandi, en á ekkert erindf inn í málið. ------o----- Pólitísk þjóðarmynd Margir teljia það aðal hlutverk blaða og tfmarita, að vera stöðugt á hælunum á stjórnendum og sarfs mönnuim þjóðarinnar. Þefa upp alt, sem mögulegt er að finna til foráttu, geta sér til um hvatir þeirra; og leiða þá svo allsnakta. óhreina og ataða frarn fyrir lýðinn, benda á þá og segja: “Sjáið mann- inn.” Víst er um það, að af innihaldi flestra blaða vorra verður ekki bet- ur séð, cn að ritstjórarnir telji þetta aðalhlutverk sitt og helgustu skyldu sem þjóna og jafnframt lærifeðra alþýðunnar, telja það einskonar prestsverk í hennar þjónustu. — Og sömuleiðis verður eigi betur séð, en að alþýða manna taki þetta fram yfir flesta aðra starfsemi blaðanna, og telji ]>að bæði þarft og ánægjulegt. — Þjóð- blöðin sanna þetta svo átakanlega. Tilvera sumra þeirar og starf, bygg- ist eingöngu á þessum eldhúsverk- um f garð þeirrar landstjómar, sem í stóli situr í það sinn. Á öllum síðum þeirra er máluð eins og samiai hugsunin og ásökunin, aðeins með lítið eitt misjafnlega vönduð- um orðum og ósvffnum búningi. Og þessi bardaga aðferð sigrar oft og vinnur sér fylgi meiri hluta þjóðarinnar___En þeir, sem ná sæti á áhesti þjóðarinnar, aðeins fyrir atgang þessarar sótsvörtu niðurrifspólitíkur, persónuhaturs og valdagræðgis — ]>eir steypast skjótlega af honum, niður í dóms- áfellis-dýki almennings-ásakana og þjóðar-óhróðurs. — Þessar hafa á- stæðumar oft verið til hinna tíðu og snöggu valdaskifta í æðsta sessi þjóðarinnar. Og hverskonar mynd gefur þetta af þjóðinni? Það sést bezt með dálitlu dæmi: Á stóru sveitarheimili er allmörg vinnuhjú. Hjúin eru fremur svör- ul og skammyrt við húsbændur sína — rógbera þá, tala illmæli og slúður iað baki þeim, en varpa örgustu ásökunum og getsökum framan f húsbændur sína, í hvert sinn og tækifæri veitist til þess. Þau bregða húsbændum sínum um fals og ójöfnuð í sinn garð og gera sér ýmsar ferðir á nágranna- heimilin til að útbreiða óhróður- inn. Heimilislffið og störfin drukna í þessum sífelda þrasklíð og rifrildi. Hilsbændurnir koma engu f fnaankvæmd af því sem fyrir liggur á heiimilinu. Hverskonar álit og orðrómur ætli að fari af þessu heimili út í frá? Hvað skyldi vera talað um það á nágrannabæjunum? Eigi þýðir að ihafa það eftir hér; flestir geta því nærri. Auðvitað sjá' lallir, að engin ánægja né störf geta þrifist þar, sökum ósæmilegs hátternis.— Virðing og gengi hvers heimilis fer mest eftir því í hvaða metum hús- bændurnir em — hver virðing og samhygð þeim er vottuð. Heiður húsbændanna er heiður heimilis- ins. — í þessum efnum lýtur þjóð- félagið nákvæmlega sömu lögum og heimilið. Heiður og gengi lands- stjórnarinnar, innanlands, veitir þjóðinni bezt álit og virðingu út á við. Þjóðartraust og samhygð ineð ráðhernanum (húsbóndanum) er þjóðinni beztu meðmælin í við- skiftum og sambúð við aðrar þjóð- ir. Hið gagnstæða hefir auðvitað gagnstæð áhrif meðal grannþjóð- þjóðanna, eins og sveitarheimilin sýna. — Dettur nokkrum f hug að aðrar þjóðir og einstaklingar, sem utan við standa og kunnugir eru stjórnmálasögu okkar og innan- lands deilum, síðan stjórnin varð innlend, beri sérlega imikla lotn- ingu fyrir því eða sjói þar fyrir- myndir? Það ihefir verið okkar daglega brauð, að þjóðarhúsbænd- unum hefir eigi gefist tími né ráð- rúm til að neyta kosta sinna og beita starfskröftunum — vegna þess að aðrir vilja þegar ryðja honum af stalli, koma sér að. 3’cg- ar sá bragur er kominn á, verður mörgum ráðherra það næst, að nota stutta valdstímann til þess að búa sér og sínum í haginn, áð- ur cn honum er sparkað. — Þjóðin má ekki líða þetta lengur. Ilún verður að kasta frá sér þeim æs- ingamáltólum, sem eru vopn í liöndum þessarar myrkviðris- og valdagræðgisbaráttu. Hún verð- ur að sjá sóma sinn og meta að eins þá málsaðila, sem vinna og stríða í nafni góðs málefnis og þjóðarheilla, ón þess að miða sig við völd og fé. — Þjóðin verður að eyðileggja þessa mynd af sjálfri sér og gera aðra betri í framtíðinni. Þórólfur Sigurðsson. —Réttur. -----o----- Á Frakklandi. Á föstudaginn langa 1917. Herra ritstjóri! Mér datt í hug að senda þér nokkrar línur, úr því eg var svo heppinn að sleppa í dag um stund út úr skotgröfunum. Ástæður fyr- ir þessari hepni minni veit eg ekki °g er ekkert heldur að grufla vit í það. Dað liefir vfst verið venja sfðan l>etta stríð byrjaði, að hafa dólitla skemtun fyrir Canada hermennina þennan dag, og* eins var það i dag. lmð er ekki þar með sagt, að slfkt sé fyrir alla, þvf sumir verða að vera í gröfunum. Jæja, við vorum ' heppnir með veðrið í dag; það er glaða sólskin og eg held sunnanvindur. Að vísu er eg ekki vel góður í áttunum hér nema að líta á áttavita, en hann liefi eg ekki haft f dag. Það var vel glatt á hjalla hjá oss, ýmsir leikir og skemtanir hafðar í frainmi, líkt og gerist á slíkum mót- um heima í Oanada. Nokkra íslendinga hitti eg, sem er alt af gleðiefni; þeir voru fjörug- ir og frískir og fullir af friamtíðar- vonum um um góðan og fullkom- inn sigur á hlið bandamanna. Á meðal þessara íslendinga voru þessir, sem eg þekti: Corp. S. V. Eyford, frá Piney, Man„ Pte. Björn Magnússon, Piney; Þór Sigurðs- son, fró Argyle; Þorsteinn Suðfjörð frá Lögbergs nýlendu, og svo við, einir nfu, sem tilheyrum 44. her- deildinni. Við höfum að þessu get- að haldið saman tveir íslendingar frá 222. herd., Egill Zoega og eg; við komunn hér um nýársleytið og höfum verið við og við í skotgröf- unum eitthvað um þrjá mánuði nú, en hvorugur orðið fyrir neinu óhappi, þótt smáróstusamt hafi verið annað slagið. Jæja, eg r nú stuttlega búinn að segja þér frá þessum hátíðis- degi. En svo kemur nú páskadag- urinn eftir daginn á morgun, og þá eigum við Canadmennirnir að fá að leika okkur aftur; en það á að hafa aðra leiki á dagskrá þann dag. Eg veit að þið verðið búin að fá fréttir um þá leiki í ensku blöðunum áður en þetta bréf kem- ur til þín. En taktu eftir hvaða •fréttir þið fáið í blöðunum um þann áttunda og níunda apríl, er verða máske viðburðarikir fyrir canadisku hermennina og sögu þeirra. Ekki get eg með línum þessum þakkað þér fyrir Heimskringlu; því er nú ver. Eg hefi ekki séð hana síðan eg kom hingað til Frakklands; sama er að segja um Lögberg. Eg átti von á að fá bæði blöðin send mér meðan eg var á Englandi og eins eftir að eg kæmi hingað. Heifnskringlu fékk eg með góðum skilum til Englands, en síðan ekki; en Lögberg hefi eg ekki fengið síðan eg skildi við Camp Hughes. Hvernig á þessu stendur, veit eg ekki, en eg hugsa það sé fyrir einhver vanskil á pósti, en ekki fyrir það að þið hafið gieymt að senda blöðin óleiðis. Eg hefi frétt það frá Canada, að 223. herdeildin ætti að leggja á stað nú um þetta leyti áleiðis hingað til okkar; eg er mjög glaður yfir að heyra að þeir eru að koma land- arnir sem þar eru, því ekki veitir af dugandi drengjum til hnýta sein- asta hnútinn að þeiin þýzku. En bara að þeir íslendingar, sem í þeirri deild eru, fari ekki að eins og svo margir aðrir (og á eg þar við þá, sem hafa stöðu sem yfir- menn í hernum), að þeir fari bara il Englands og setjist þar að, ó meðan þessi blóðsúthelling stend- ur yfir. Nei, landar! látið aldrei það liggja á ykkur, að þið standið á bak við og hlífið ykkur sjálfum með þvf, að þið séuð skapaðir til að kenna öðruin að berjastt bæði fyrir sjálfia sig og aðra. Nei, komið alla leið á vígvöllinn, hvað háar stöður sem þið hafið hlotið, og sýnið, að þið hafið ekki innrifast eingöngu fyrir stöðuna sem ykkur hefir verið boðin til þess, heldur til þess að berjast fyrir gott mál- efni gegn ógöfugu, og sýnið með því, að þið séuð sannir canadiskir íslendingar. Eg held að eg sé búinn að rita nóg að þessu sinni. En eg get ekki að þvf 'gert að mér, í hvert skifti sem cg hugsa til þess, hversu marg- ir ]>eir eru af eanadiskum undir og yfirfóringjuin, sem fara aldrei lengra en til Englands sökum l>ess að þeir vilja ekki leggja niðuv stöður sínar. En hvað eru þeír hinir sömu menn? Að endingu kveð eg þig með óskum alls góðs og þeirri von, að eg fari aftur að fá Heimskringlu. Þinn með vinsemd. Jón Jónsson, (fró Piney.) Pte. John Johnson, Reg. N. 292258, 44th Bat. Canadians, B.E.F., FRANCE ------o----- Móðirin. Eftir Bexton Braley. —______ ! Eg vil ei sjá þig, son minn fara’ í stríð og særðan, þjóðan, máske dauðan falla, en vakni þörfin fyrir land og lýð, þá legðu fram til hjálpar krafta alla. Hve léleg móðir mætti eg heita þá, ef mína ósk eg léti standa’ í vegi; mér skyldugt er, að skilja það og sjá, sem skrifað er í brjósti góðum megi. Eg hugprúð vildi vera’ á degi þeim og vald á mínum tilfinningum hafa. ó, gef mér, faðir, arfann aftur heim! í eldmóð vil eg sorgir lijartans grafa. Gef honum þrek að greiða’ af hendi verk og gegna skyldu fult svo vel sem liina, þótt æpi kúlna elna-hríðin sterk— mér. aftur gefðu hann í flokkinn vina. En tryggl stríðið framtíð okkar frið, þá fórnum öllu því er hjartað girnist. Minn vilji er þú leggir fraan þitt ■ lið, ó, Ijúfi son, þín minning ekki fyrnist. Eg vil ei sjá þig, son minn, fara’ í stríð, þars svelja lúðrar liátt og bumb- ur gjalla. En skyldan heimtar: verðu land og iýð og lát ])ig eftir nafn um daga alla. (L3Uslega þýtt). J. G. G. FULLKOMIN SJÓN HOFUÐVERKUR HORFINN Biluð sjón gjörir alla vinnu erfiða og frístundir þreytandi. Augnveikur maður nýtur sín ekki. Vér höfum bezta útbúnað og þaulvana sérfræðinga til þess að lækna alla augnakvilla. — Sérstakur gaumur gefinn fólki utan af landi. Þægindi og ánægja auðkenna verk vort. RDo | ýrv ei OPTOMETRIST • ^• r auuii, aivd opticiají Áður yfir gleraugnadeild Eaton’s. 211 Enderton Building, Portage and Hargrave, WINNIPEG BORÐVIÐUR SASH, DOORS AND MOULDINGS. Við höfum fullkomnar byrgðir al öllum tegundum. Verðskrá verður send hverjum, sem eeskir þess. THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 >•»♦♦♦ M ♦ M ♦♦♦♦♦♦•♦ Hveitibœndur! Sendið korn yðar í “Car lots”; seljið ekki 1 smáskömtum — Reynið að senda oss eitt eða fleiri vagnhlöss; vér munum gjöra yður ánægða, — vanaleg sölulaun. Skrifið út “Shipping Bills’ þannig: \ NOTIFY STEWART GRAIN COMPANY, LIMITED. Track Buyers and Commission Merchants W3NNIPEG, MAN. Vér vísum til Bank of Montreal. Peninga-borgun strax Pljót viðskifti ♦444444 ♦♦•»■♦,♦.♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦- ♦♦♦♦

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.