Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 6

Heimskringla - 05.07.1917, Blaðsíða 6
t HLASeiÐA HEIMSKRINQLA WINNIPEG, 5. JÚLÍ 1917. SJÁLFSTÆÐ OG SÖNN r \ Skáldsaga eftir CHARLES GARVICE sem hún þykist hafa sagt alt sem nauðsynlegt var. Hann yfirgefur hana strax og gefur sig á tal við hinar, einkum frú Harrington. Hann þáði hjá þeim te og brauð og sagði þeim gamlar ferðasögur. Caxxe gaf sig ekkert að þeim í fyrstu, en smám saman komst hann að því að ná henni inn í sam- talið. Hann faerði stólinn nær henni og hélt áfram að segja henni æfintýri sín. Kvöldið leið fljótt. Hann stendur upp og lokar glugganum. "Það er kvöldgola, eg held hún sé óholl fyrir segir hann í afsökunarrómi. Hún brosir þreytulega. ■“Viltu gera svo vel og færa blómin nær? Hann hlýðir því tafarlaust. “Þau eru sérlega fögur. Fékstu þau í Sand- gate?” ‘‘Nei, eg sendi eftir þeim til Brighton,” svarar iiann, rétt eins og Brighton væri í næstu dyrum. Carrie starir á hann, svo hann geti séð séð í faílegu augun í allri dýrð þeirra. "Það var undur vel gert af þér.” “Eg veit h-versu sjúklingar elska blóm, og eg Jhélt að—láttu mig breiða sjalið yfir fæturna á þér.” Síðan tekur hann hatt sinn, kveður í skyndi og ffer. Frú Harrington var mjög hrifin af honum. “Hann er orðinn svo breyttur. Hann var spilt- «r krakki, en nú er hann svo umhyggjusamur. Það er undarlegt, að hann skuli ekki vera giftur. Hann er sérlega fallegur. Heldur þú það ekki?” Carrie jánkaði við því, en Philippa þagði. Næsta dag kom bókakassi til frú Harrington. Hún gaf systrunum þær. “Eg hefi ekki þolinmæði til að lesa skáldsögur,” aegir Carrie við Philippu. Hvað gætu þær kent mér nýtt, eftir alt sem eg hefi séð og liðið ? Og seinni part dagsins kom Gerald aftur. “Eg leit bara inn,” segir hann, “til að geta þess, að þeír hafa sent hestana mína niður eftir—þeir eru eins gæfir og mýs—og eg hélt, að þú hefðir gaman af að keyra, frú Harrington,” og hann leit til Carrie. En Carrie mundi eftir keyrslunni í tunglsskininu og sneri sér undan. “Eg hata keyrslur,” segir hún vanþakklátlega. “Einmitt það,” svarar hann glaðlega. "Ólukk- ans vitleysa; hestar og rykugir vegir og þetta nokkuð. Aulalegt af mér að detta það í hug.” Og hann hypjaði sig á burt. Næsta dag kom hann ekki, en hann sendi afar- stóran blómavönd. Carrie var dauf og hafði orð á því, að Sandgate væri aulalegasti staður á jörð- inni. Dagurinn þar á eftir kom ekki heldur með hann, og Carrie lá í legubekknum nærri steinþegj- andi. “Moore er líklega farinn,” segir gamla frú Harrington; "hann hefði þó getað komið og kvatt •.okkur.” Eji næsta dag kom hann, alvarlegur og eins og honum væri mikið niðri fyrir. “Hvar hefir þú verið?” segir frú Harrington. “Eg hefi verið niður við sjó, Eg var að skoða lystiskútu, sem eg keypti. Þarna er hún.” Þær Philippa og gamla konan putu út að glugg- anum að gá að henni, og Carrie reis upp við oln- boga. “Með leyfi,” segir hann og ekur henni nær. “Geturðu nú séð?” Hann reisir hana upp og hjálp- ar henni til að sjá út. “Viltu koma og sigla eftir hádegið? Sjórinn er lygn. Segðu þú viljir það?” Hún horfir á skútuna í leiðslu. “Spurðu hinar,” segir hún. “Kannske eg komi. “Ef eg vissi að eg yrði ekki sjóveik,” segir frú Harrington. “Eg skal ábyrgjast það.” segir hann áfergislega. Hann studdi Carrie til baka og tók tækifærið að leggja handlegginn svo notalega utan um hana og lyfta henni yfir á bekkinn. Hann var búinn að J>essu áður en hún vissi af. Hún roðnaði, en hann varð hræðslulegur af ótta við það sem hann hafði gert. Hann stóð um stund og hjarta hans barðist ógurlega. hjann horfir niður fyrir sig og segir und- írgefnislega: “Vilt þú koma?” “Eg veit ekki,” segir hún og grúfir sig niður f koddann. “Það getur vel verið. En hvað gerir |>að til, frænka og Philippa fara samt.” Hann fór burtu steinþegjandi, en kom aftur •seinni part dagsins, klæddur kafteins búningi. Philipap sagði að hann væri Ijómandi fallegur og Corrie gekk inn á að fara. Við ströndina beið hvítur bátur með fjórum mönnum í. Gerald hjálp- aði konunum út í bátinn og mennirnir reru út í íystiskútuna. Það var lagður út stigi og þær Fhilippa og gamla frænka gengu um borð, en Carrie treysti sér ekki. Gerald sá vandræði hennar og býður henni að hjálpa henni. Hún þýðist það, svo hann tekur hana í fang sér og ber hana um borð. Þetta var í annað sinn, sem hann hafði tekið liana í fang sér og það setti hjarta hans svo af stað, að hann eldroðnaði í framan. Carrie hafði enga hugmynd um tilfinnigaæsinginn, sem hann var í. Hann stóð stundar korn hjá henpi, síðan færði hann henni stól og fór svo að sýna þeim Philippu akipið. “Má eg ekki koma?” segir Carrie. “Þú verður að hvíla þig,” svarar hann. “Það var þér svoddan áreynsla að komast um borð.” “Þú gleymir því, að þú barst mig,” segir hún og horfir á hann blíðlega. “Nei,” segir hann, “því gleymi' eg ekki.” Og svo fer hann. Carrie hallaði sér aftur á bak og starði út á hafið blátt og kyrt, og hugsaði um hve nærgætinn maður Gerald væri. Hún var eitthvað svo sljóf og svekt, og henni sást yfir hvað heitt hann elskaði hana. Dagurnn reyndist eins og Gerald hafði spáð og gwnla frú Harrington hætti að hugsa um sjóveiki. Það var rétt mátulegur andvari til að senda skipið svífandi um fjörðinn. Carrie leið svo vel, það hafði svo góð áhrif á heilsu hennar, að roðinn smá færðist í kinnarnar. Hann stóð hjá henni með á- nægju brosi á andlitinu. “Ef að skipið sykki nú og eg mætti halda henni í faðmi mínum og deyja,” hugsaði hann. “Góður guð, hve heitt eg elska hana. Hvernig endar þetta? Nú get eg ekki farið burtu, sá tími, sem gerði mér mögulegt að skilja við hana, er liðinn. Nei, eg verð að vera kyr og láta berast, guð veit hvert.” Þaú eru bæði þögul um stund, þangað til hann tekur til máls: “Eg vildi, að þú vildir lofa mér að segja þér alt, sem býr í huga mínum, Carrie.” Hann þegir um stund, leggur svo hönd sína á hand- leg henni og segir: “Carrie, eg elska þig.” Hún starir á hann, eins og hún viti ekki hvaðan á sig stendur veðrið. “Eg elska þig, vertu ekki hrædd, góða. Eg hafði ásett mér að leyna þig því, en eg get það ekki. Ást mín til þín ber ofurliði skynsemi mína. Eg hefi barist á móti því, en árangurslaust. Eg hefi reynt að telja sjálfum mér trú um, að þú sért of veikluð fyrir slíkar geðshræringar, en ást mín gerir mig eins veikan og reyr, þegar eg er í nálægð þinni. Segðu mér ekki, að eg hafi enga von, gefðu mér fyrst tíma til að segja þér hve eitt og innilega eg elska þig. Carrie, alt hjarta mitt er gagntekið af þér. Eg er eyðilagður, þegar eg ekki er með þér. Eg hugsa um þig allar stundir. Þú ert helft lífs míns, og eg get ekki lifað án þín.” "Þú veizt ekki,” segir hún titrandi og dregur ótt andann. “Hvað er það, sem eg veit ekki? Sé það eitt- hvað, sem særir þig að segja, þá vil eg ékki vita það. Það getur verið margt í æfisögu okkar beggja, sem við hirðum ekkUíim að segja frá. Hvað er okkur það umliðna? Það er mér einskis virði, framtíðin er aðal atriðið. Ástin mín, alt mitt framtíðar líf hangir á svari þínu.” Og hann heldur fastara um handlegg henni. Fálmandi og titrandi hlustar hún á hann og star- ir á hann. Tillit hans virtist ganga alveg í gegn um hana. Rödd hans setti hana í leiðslu og handtak hans dró hana að honum. Fegurð hans jók á vald hans og jók á áhrif orða hans, slíkra líka orða. Var nokkur stúlka nokkurn tíma elskuð af annari eins ástríðu, annari eins ósíngjarnri blíðu? “Eg skal bíða, ástin mín,” mælti hann. “Ó, hamingjan góða, hvað get eg sagt?” segir hún. “Ef þú vissir alt, myndir þú ekki segja það sem þú hefir sagt. Eg get ekki gefið þér það, sem þú biður um. Eg á ekkert hjarta til að gefa þér fyrir það blíða, göfuga hjarta, sem þú hefir boðið mér. Þú vildir ekki giftast konu, sem gæti ekki elskað þig, nei, nei.” Hann fölnar upp. “Eg tek það ekki gilt,” segir hann. “Eg hirði ekki um það liðna, við skulum koma okkur saman um að sleppa því, eins og það hafi aldrei skeð. Það kemur mér ekki við, þótt þér hafi þótt vænt um einhvern, alt sem eg er að hugsa um, er að þú sért nú frjáls. Ef guð lofar mér að lifa, þá skal eg kenna þér að gleyma þátíð. Og hver er sá, sem skyldi koma á milli okkar. Hann hlýtur að hafa verið fantur og asni að yfirgefa þig.” Hún hvítnar upp. “Nei, segðu það ekki.”’ "Það er satt, en sleppum því. Eg var ekki að hugsa um hann, það skyldir þú heldur ekki gera. Ó, kæra mín, þú lætur ekki skugga þess umliðna komast í millum okkar. Eg hefi einnig haft við sorgir og stríð að berjast, en ást mín til þín hefir þurkað það út úr endurminningunni. Eg læt slíkt ekki komast í millum okkar. Segðu mér, að þú viljir ekki eyðileggja líf mitt vegna fornrar ástar. Hugsa einverðungu um hið ókomna og reiddu þig á mína vernd. Kæra, kæra ástvina, svaraðu mér, segðu mér, að það skuli svo vera.” Hún tekur höndunum um andlitið, en hún gat ekki útilokað hið sorglega augnatillit Nevilles lá- varðar. "Sjáðu til,” bætir hann við. “Eg vil ekki herða meira að þér núna, þú ert þreytt. Láttu mig ekki fara frá þér vonlausan. Taktu þér tíma til að yfir- vega þetta, sem eg hefi sagt—og mundu það alt. Kæra, eg skal bíða, — eg skal bíða þangað til á morgun.’” Philippa og frú Harrington komu að í þessu og Carrie tók með erfiðismunum hendurnar frá and- litinu. "Þangað til á morgun,” hvíslaði hann og til- burðir hennar gáfu samþykki. Hann stekkur á fætur með bálandi augum af von og af gleði, fer síðan til skipstjóra síns og segir honum að snúa til hafnar. Þegar þar er komið, kveður hann konurnar og heldur leiðar sinnar. Hann þiggur ekki heimboð gömlu frú Harrington, en fer beina leið heim á hótelið. “Miðdagsverður!” Hann hló að þeirri hug- mynd og bað matsveininn að færa sér kaffibolla upp í herbergið. Þar sat hann og bygði loftkastala, þar sem Carrie Harrington var drotning. Hann ætlaði að taka hana til framandi landa, máske til Suður-Ameríku, og þar myndu þau eyða æfi sinni og unnast og njótast. Hann Var að reykja vindil og horfir á tunglið koma upp í hafinu, þegar hann heyrir hlátur, konu hlátur, sem sker eyra hans eins og náhringing. Hann missir vindilinn og hrekkur til baka inn í ganginn í því að hin tígulega Zenóbía kemur inn. Maður í kvöldklæðum kemur á eftir henni; hann sér að það er Neville lávarður. Tvær eða þrjár aðrar persónur fylgjast með. Það heldur hlæjandi og masandi upp á loft. Gerald Moore horfði á þau, sem það væru draumverur. Hann sá, að Zen- óbía leit ekkert ellilegar út en síðast, er hann sá hana í Wiesbaden, og hún var jafnvel enn fegurri en þá. Hann tók eftir því, að CeCiI var þreytuleg- ur, eins og maður með leyndar sorgir; en hann sá þetta alt óglögt, því hann var dasaður. Að sjá svona í hasti konu, sem hann hataði og óttaðist meira en alla aðra í heiminum, gerði hann dasaðan. Það var kveljandi tilfelli að mæta henni mitt í þessum sæludraumi hans. Með hjartað þungt sem blý, gengur hann út í garðinn og tekur sér sæti og styður hönd undir kinn, í sálarangist yfir nærveru hennar. Áður en fimm mínútur eru liðnar, heyrir hann fótatakið, sem hann svo vel þekti og hataði, og hún stendur frammi fyrir honum með háðbros á fagra andlit- inu. “Jæja,” segir hún; “geturðu ekkert talað við gamlan vin? Segðu að það gleðji þig að sjá mig." “Hví ertu komin hingað?” spyr hann. “Eg bjóst ekki við að sjá þig hér á þessum stað." “Segðu að þú hafir vonað að sjá mig ekki,” segir hún og hlær við. “Þú ert sannarlega ekki feginn, sem eg gat naumast búist við. En hví ertu svo voðalega niðurbeygður, Gerald?” Hann horfir í kring um sig flóttalega. “óttastu ekki,” segir hún; “það er enginn nærri. En spurning móti spurningu: Hví ert þú hér, Ger- ald?” Hann svarar ekki, en spyr á móti: “Hvað lengi verður þú hér?" “Eins lengi og þeir, sem eg er með geta liðið mig. En hví ertu svo áfram um að losast við mig? Viltu lofa mér að setjast niður?” “Hann stendur upp og gengur frá henni og starir út á sjóinn, og hún horfir á hann og veitir honum glögga eftirtekt dálitla stund. “Hefir þú verið hér Iengi, í þessum undarlega stað?” segir hún. “Þú lítur vel út, nema fyrir að mæta mér, en hvernig líður þér, Gerald? Eg hefi heyrt, að þú hafir orðið ríkur síðan við skildum. Það var mitt ólán. Hefði eg verið kyr hjá þér, þá hefði frændi þinn aldrei dáið, eða þá gefið öðr- um peningana. Eg næstum iðrast eftir að hafa gert við þið samninginn góða, Gerald minn.” “Komstu hingað til að fara að braska í þessu?” spyr hann með reiðisvip; “eða hefirðu nokkuð að tala við mig? Sé ekki svo, þá skulum við skilja strax. Og ætlir þú að dvelja hér, þá fer eg.” "Eg segi þér, að eg veit það ekki. En sem svar upp á fyrstu spurningu þína, þá er eg í heimboði hjá Lafði Ferndale. Við vorum að leita að róleg- um stað, og hvaða staður er rólegri en Sandga'te?” Hann jánkaði við því. “Er þetta alt? Hvað annað hefirðu að esgja?” Hún hló blíðlega. “Þig langar til að heyra, hvað eg er að gera,— hver mín áform eru. Eg hélt þú hefðir áhuga fyrir því að eg kæmi að segja þér það.” “Eg kannske gizka á það,” segir hann. "Var það ekki Cecil lávarður, sem eg sá með þér?” “Jú, gamall vinur þinn,” segir hún og brosir framan í hann. “Eg vona, að þið verðið miklir vinir í framtíðinni, Gerald.” Hann hrekkur við og starir á hana; hún hlær við lágt. "Ertu virkilega hissa? Hve sljór þú ert. Karl- menn eru ekki líkt því eins skarpir og kvenfólk. Hefði eg sagt konu, það sem eg sagði þér, að eg ætlaði til Englands, þá hefði hún strax skilið, að eg ætlaði að ná í Cecil lávarð. En þér datt það aldrei í hug.” Hann kastar sér niður í sætið með hendurnar í vösunum, og hniklar brýrnar og beit á vörina. “Eg sé, að það hefir verið leikurinn.” “Það var minn leikur, eins og þú svo klaufa- lega kemst að orði, Gerald. Það gleður þig að heyra, að eg hefi unnið það spil. Eg er trúlofuð Cecil lávarði, eða með öðrum orðum, eg á að verða framtíðar greifafrú af Fitz-Harwood, sem eg hefði átt að vera orðin fjrrir löngu, hefði það ekki verið fyrir framkomu þína nóttina góðu, þegar hann sá til þín af svölunum.” Hann sat og horfði á jörðina og heilinn hring- snerist í honum. “Og þú ert ekki smeik við hættuna,” segir hann hljóðlega. “Hættuna,” segir hún blíðlega og horfir undr- andi á hann. “Hamingjan góða; þetta er ekki tími til að leika,” segir hann ákafur. “Veizt þú hvað þú ert að gera? Veiztu, að þú ert að leika falsara? Veiztu hegninguna, sem liggur við slíku?” “Ef það kemst upp, hefðir þú átt að bæta við, kæri Gerald minn.” / “Þetta er ljótt orð,” hélt hún áfram. “Og það hljómar ver en það í raun og veru er. Það eru hundruð í heiminum, sem hafa framið þann glæp, er þú svo nefnir það, og engir utan sjálfir hlutaðeigendur kæra sig um að skifta sér af því. Vanalega eru þau fyrstu glöð að skilja,” og hún brosti svo skein í hvítu tennurnar. “Heldur þú að eg viti ekki, að þú verður feginn að losast við mig svo klárlega? Eg má reiða mig á þögn þína og veit það, kæri Gerald minn, og hver er svo hættan? Eg er ekki lengur Zenóbía de Norvan, þú veizt það. Eða veiztu ekki, að eg hefi erft ættartign og er nú prinsessa Flórenza?” Hann horfir á hana með óbeit og hún horfir á hann á móti og brosir kuldalega. “Það er Jallegt nafn. Eg er glöð af að hafa fundið það. Það er svo auðvelt að láta það hér gleypa útlenda titla, einkum hafi maður ögn fyr- ir því. Eg segi þér satt, mér er alstaðar tekið hér sem ekta prinsessu. Svo eg segi satt, að það er engin hætta á að Flórenza prinsessa verði fundin út, unnusta Cecil lávarðar, fyrir að vera Zenóbía de Norvan, sem giftist Gerald Moore í smákirkju yfir í Evrópu.” Bölvandi lagði hann hendina á munninn á henni. “Þú virðist óttalega hræddur um, að einhver heyri til okkar, góði Gerald minn. Er það ein- ungis mín vegna? Það er mjög vel meint af þér, eða er það af því, að þú ert sjálfur að leika dálít- inn leik og ert eins áfram um og eg, að enginn viti að við erum hjón?” “Fyrir guðs skuld hafðu lágt,” segir hann og kreistir á henni handlegginn og svitadroparnir sitja á enni hans. “Hlustaðu á mig. Eg Var flón að skilja ekki, að þú hafðir eitthvað fyrir augum, þeg- ar þú baðst mig um skilnaðinn. Þú hefir leikið þann leik, segir þú, mér er sama. Eg stend fast við skilmála þá, sem við gerðum. Heyrirðu það. Þú giftist hverjum sem þér sýnist, og þarft ekki að ótt- ast, að eg komi upp um þig. Það sem eg set upp í staðínn, er að þú gleymir því bandi, sem á okkur er. Þú verður að muna það, annars ertu eiðrofi og eg get sent þig í fangelsi með einu orði. Skildu það, Zenóbía, og vertu varkár.” “Það skal eg gera, þökk,” segir hún og gefur honum nánar gætur. “Og þú óskar mér ekki til lukku. Þú gerðir það, ef þú vissir, hve erfitt og upp í móti þetta verk hefir verið. Eg hefi orðið að yfirstíga svo marga erfiðleika, og sá er ekki minst- ur, að kærasti minn var þegar trúlofður. En það var nú samt á endanum ekki svo erfitt. Hún var fríð landstúlka, sem flýtti sér að komast úr vegi mínum, og gaf upp kærastan og titilinn nærri bar- dagalaust.” “Og vill Cecil Neville sjá þig?” segir hann, og var bæði fyrirlitning og meðaumkun í rómnum. “Hvílík spurning,” svarar hún brosandi og bregður ekkert. “Auðvitað vill hann það, dálítið. En eg held samt, þér að segja, að hann sjái sig eftir stelpunni; hún var sérlega falleg, og eg get sagt það um hana; en eg mun lækna hann, vertu ekki smeikur.” Hann horfir á hana með hryllingi. “Gáðu að þér,” segir hann; “því svikráð geta hepnast, en samt getur þér mistekist.” “Eg á það á hættu,” segir hún og brosir. “En hvað nú snertir þig sjálfan. Hvað ert þú að brugga, kæri Gerald minn. Ó, gláptu ekki svona illilega. Hélztu að eg vissi ekki, að þú titraðir af ótta um sjálfan þig, þegar þú hélzt eg hefði of hátt? Vertu nú hreinskilinn. Þú hefir líka giftingarplan að koma í framkvæmd. Eg ætla að vara þig við að koma hreint út,” segir hún, er hann starir tortrygn- islega á hana. “Ef þú segir mér það ekki, þá reyni eg að finna það út, og þú veizt að eg er góð að komast eftir leyndarmálum. Þú ætlar að fara að gifta þig, Gerald Moore. Viltu segja mér nafn stúlkunnar, eða á eg að neyðast til að hefja rann- sókn, sem gæti orðið þér til óþæginda?" “Þú ert djöfull,” segir hann og bítur á jaxlinn. “Mig langar til að vita, hver á að verða svo lánsðm, að stíga í sporin mín.” "Þú ætlar að svíkja mig,” segir hann. “Sussu, hugsaðu þig um. Það mun gleðja mig eins mikið mín vegna eins og þín, því þá verðum við bæði á sama skipi. Þú talaðir um, að senda mig í fangelsi; þá gæti eg farið fram á, að þú yrðir mér samferða.” Hann hikar við, en undir þeim áhrifum, sem hún náði yfir honum, tók hann í herðar henni. “Zenóbía, eg segi þér þetta af því eg veit, að þú framfylgir hótun þinni—af því, að milli okkar ætti ekki að vera neinn misskilningur. — Þú hefir rétt, eg er í þann veginn að gifta mig. Eg ætla að eiga hreina, saklausa sveitastúlku, sem eg elska.— Brostu, því þú ert eins og flissandi fjandi; eg skal drepa þig, þar sem þú situr. Þú skilur það ekki, þú skildir það aldrei <jg munt aldrei skilja það. Fyrir sál sem þína, er orðið ást tómt háð. Vertu þá hæg. Eg segi þér nafn hennar, svo þú getir sneitt úr vegi fyrir henni; hún heitir Carrie Harring- ton.” Hún hreyfðist ekki, sagði ekkert, en augun bál- uðu. Carrie Harrington. Hvílíkt vald gaf það henni í hendur. Fyndi Neville út glæp hennar, þyrði hann ekki að hegna henni. Hún myndi geta haldið honum í skefjum með afstöðu Carrie. “Eg óska þér til hamingju, hr. Moore, líði þér vel. Síðan brast hún í óstjórnlegan hlátur. Hann horfði á hana áhyggjufullur og náfölur og vék sér síðan inn í skóginn, er hann sá mann koma. Það var Cecil lávarður. “Og þú ert hér, Zenóbía,” segir hann og mál- rómurinn var alvarlegur og hreimlaus, “og alein.” “Já, alveg einsömul," svarar hún, “og þreytt af einverunni. Við skulum koma inn, Cecil.” XXVI. KAPITULI. \ ( Föl og þreytuleg sat Carrie við gluggann og horfði út í tunglskinið. Hvað átti hún að gjöra? Ástarjátning Geralds Moore gerði hana hissa og hálf ruglaða. Hún hafði haldið, að ástin hefði yfirgefið sig að fullu, en nú var ungur, fallegur og ríkur maður að sækjast eftir ást hennar eins og alt hans lífi ylti um það. Hvað átti hún að gjöra? Ef hún hefði ímyndað sér, að hún gæti elskað Ger- ald, þó ekki yrði fyr en með tíð og tíma, þá hefði hún ekki hikað, en hún gat ómögulega gleymt Cecil eins og hann leit út þegar þau skildu. Fyrir utan það, að henni fanst einhver óham- ingja í sambandi við Gerald Moore. Þó hann helti út sínum ástarhita, þá virtist henni eitthvað á bak við, sem vekti henni ótta, einhver hætta og vafasemi. Hún hafði engan frið. Hún gat ekki sofnað, og veltist í rúminu í hitabaði, þangað til Philippa, sem svaf í næsta herbergi, kom til hennar. “Hvað gengur að þér, kæra?” spyr hún. "Get- urðu ekki sofið?” og hún lagði hendurnar utan um Carrie þar sem hún sat uppi í rúminu. “Hvað er það? Segðu mér það? Þú lítur svo vandræðalega út. Hefir nokkuð komið fyrir. Hefir þú heyrt nokkur tíðindi?” “Nei,” segir Carrie og hvíldi höfuð sitt á herð- um hennar. ”Nei, en mér líðjir illa. Eg ætlaði ekki að segja þér það, fyr en eg hefði ákveðið—” “Ákveðið hvað?” spyr Philippa. Carrie horfði á hana dreymandi. “Flippa, Gerald Moore bar upp við mig bón- orð í dag.” HEIMSKRINGLA þarf að fá fleiri góða kaupendur: Viltu ekki vera einn? Allir sannir íslendingar, sem ant er um að viðhalda ís- f Ienzku þjóðern’ og íslenzkri menníng — ættu að kaupa Heimskringlu.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.