Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 3

Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 3
WINNIPEG, 21. FEBRÚAR 1918 HEIMSKRINGLA 3. BLAÐSIÐA fljiiklinga. Á kvcldip sitja Jveir á j íundum með hinurn öðruin lækn- um. Ef læknar í stórborgum ætluðu sér að leggja jafn-mikið á sig, mundu Jveir á skömmum tíma bil- ast á heilsu, þar sem þeir bræður lfta út sem væri þeir að leikum úti undir beru lofti allan daginn. En snemma fara þeir í bólið,—bæjar- börnunum jafnsnemma, að sagt er. Dr. Charlie leikur sér að búskapn- um. Dr. Will að biíreiðum og gufusnekkjum. Gufusnekkjuna 'hof- 1r hann f Winona, og f hverri viku fer ihann út með konu sfna og fáj- eina vini og fær sér túr upp eða niður Missisisippi-fljótið. Hann hef-j ir einka - skrifara sinn með sór og tekur sér ]>á tíma til að taka saman læknisfræðilegar ritgerð- ir, sem hann les á læknafundum. Hann hefir látið prenta fleiri en tvö hundruð og Charlie meira en hundrað slíkra ritgerða. — Eyrir tólf árum höfðu þeir einungis eina srtúlku í þjóniistu sinni. Dann <lag f dag eru þar að minsta kosti hundrað starfsmanna. Enginn hef- ir verið ráðinn upp á ákveðið kaup. En við aila er sagt: Eyddu því, sem þér sýnist. Alt sem við ætlumst til «r, að þú leysir verk þitt eins vel af hendi og þér er frekast unt. Sá sem reynir að komast að leynd- armálinu, sem gerir stofnan þessa fræga, mun komast að raun um, að það sé framkoma og viðbúð dr. Oharlie við samverkamenn sína. Engir tveir menn gæti því ail leiðar komið, sem hér er verið að gera. tÞað er margsinnis ofurefli mannleg- um kröftum. Ef þeir bræður hefði komið sér eamian um, að gera alt og vera alt sjálfir, myndi þeir hafa haft mikla aðsókn. En meira en það hefði þeir ekki getað haft. En þeir hafa látið sér ant um, að hver sá maður, sem til þeirra kæmi1 til samvinnu, fengi allar þær þakkir j og viðurkenningu, sem þeir ætti Skilið. Vitaskukl kann nokkuð af þakklætinu og viðuikenningunni að hafa runnið inn til Mayo-bræðr- anna, sem hefði átt að fara til ann- ara, en aldrei sökum þess, að þeir hafi hrifsað það til isín. Deir eru algerloga sanngjarnir og ve]viljaðir 1 garð allra samverkamanna siinna. ’Þetta frernur en flest annað álfta þeir rnenn, sem bezt eru stofnan j þeirra kunnir, að sé grundvöllur þess viðgangs, sam hún hofir fengið. Slíkar stofnanir eru ekki gerðar af tigulsteinum og steinlimi eln- vörðungu, heidur af velvildar hug til allra, og með því sjálfur að helga þeim aila krafta sína og fá aðra til að gera það líka. Eg hofi áiltið, að íslendingum myndi vera forvitni á að heyra eitt- hvað um stofnan þessa og mennina, sem voita henni forstöðu, af því svo inikið er um þá talað, og töluvert margir íslendingar hafa þogar leit- að þangað og eru líklegir til í ókoan- inni tíð. I>að sem hér er sagt, er út- dráttur úr ritgerð, sem er aiveg ný komin í amerísku tímariti eftir Holworthy Hall. Ber hún með sér, að vera bygð á nákvæmri athugan og viðkynningu. III. Von Payer. Síðasta hetjan, eem fram hefir komið á sjónarsviðið með Þjóð- verjum, heitir von Payer. Sagt er, að hann hafi það mikla ætlunar- verk með höndum, að umskapa þýzku stjómarskrána, svo að hún j fullnægi betur kröfum lýðvalds- manna, en nú. Von Payer var nýlega skipaður meðlimur Samþandsráðsins — Bun- desrat — og er sagt. að það hafi vakið hina mestu eftirtekt um alt Dýzkaland. Litlu áður hafði hann 'verið skipaður varai-kanzlari, sem' vitaskuld er álitið hávirðulegt em- bœtti. Alment var svo á það litlð, að stjórnin væri að láta undan kröl- um framfaraflokksins á ríkisþingl. ! Frankfurter Zeitung, sem er á- kveðið fraanfarablað, segir, að junk- aramir hafi gert uppreist gegn Lœknadi kvids/it VltS at5 lyfta kistu fyrir nokkrum árum kvit5slitna15l eg hættuleaa, og sögtiu læknarnir, at5 eina batavon mín værl at5 fara undir uppskurtS,-—-um- bútiir hjálput5u mér ekki. Loks fann eg nokkut5, sem fljótlega gaf algjör- an bata. Mörg ár eru litSin og eg hefi ekki ortiitS var vitS neitt kvitSslit, þrátt fyrir bartSa vinnu sem trésmiöur. Eg fór undir engan uppskurt5, tapatsi eng- um tfma og haft5i enga fyrirhöfn. Eg hefi ekkert til at5 selja, en er reitSubú- inn atS gefa allar upplýsingar vit5víkj- andi því, hvernig þér getiti læknast af kvUSsliti án uppskurtSar, ef þér at5 eins skrifitS mér, Eugene M. Pullen, Carpenter, 816D Marcellus Ave„ Man- asquan, N. J. SkertSu úr þessa auglýs- Jng og sýndu hana þeim sem þjást af kviösllti—þú ef til vlll bjargar lifi mots þvi,—et5a kemur at5 minsta kost i i v;g fyrlr hættu og kostnati. icm hlýat mt uppskurtSl. þessu stjórnarathæfi. Payer þessi hefir lenigl verið kunnur sem ó- læknandi lýðveldtsstnni á ríkislþing- inu þýzka. En ekki virðist blaðið Vorwaerts sérlega ánægt með hanrr. Því finst 'hann hlaðinn öllum þeim einkunn-. um, sem geri embættismann grun- 'saimlegan í augum alnj'Cnnings. Hann er prófessor. Hann er lög- maður. Hann er stjórnmiálamaður, er fylgir opportunista-stefnunni, sem gerir sig í hvert skifti ánægða með að ná litiafingrinum, í von um að ihún með því móti sfðar kunni að ná allTi ihendinni. Hann er einn þeira manna, sem enn eru uppi rá því á dögum Bis- roarcks. Hann tilheyrir borgara- stéttinni. — Hann er iíka engu síð- ur vanþóknanlegur hiirðflokknum og málgagni hans, Kreuz Zeitung. Hann 'hefir farið ógætilegum orðum um hervaldið á yngri árum, þegar er hann var þingimaður í lægri mál- stofu Wuertemberg-þingsins, og lengi iforseti. Á ríkisþingi hefir hann mergjað ræður sínar með því að vitna til Glodstone. Hann hefir jafnvel sótt ræðugögn til elns óþektra stærða á Þýzkalandi og Jefferson og Lincoln. Á þeim tímúm grettu menn sig í fraraan, er nöfn slíkra manna voru látin íheyrast. Nú er sagt, að lýð- valdis loftið hafi streymt svo inn f kofann, að þau gefi þeim manni betri áheyrn, sem kann að nefna. Friedrich von Payer er álitinn að vera í hópi þeirra, sem bezt þekkja til stjórnmálasögu Bandaríkja. Hann á að hafa átt þor og þrek til að verja stjórnarskipulag Banda- ríkjanna í umræðum, sem áttu sér stað á rfkisþingi, á þeim dögum, er vesalintgs Michaelis var kanzlari. Blöðin á Erakklandi eiga þess von, að von Payer komi ein'hverju uppnámi a stað í Sambandsráðinu. Hann hefir opinberlega mótmælt þeirri venju, sem gerir þingmennina að danzbrúðum stjórnarinnar, svo þeir greiða allir atkvæði sem eihn maður eftir bendingum stjórnar- innar fyrir munn kazlarans. Ifann vill nema þá reglu úr gildi, sem lætur ailar sendinefndir greiða samlhljóða atkvæði. Frakkneska blaðið Figaro seigir, að skipan hans í Sambandsráðið sé afar-merkilegt tákn tímanna. Einhver feikna um- brot hafi hlotið að ei'g'a sér sfað und- í niðri, sem bljóti á sínum tíina að brjótast út og verða öllum augljós. Blaðinu London Mail finst næsta torvelt að skilja, að Friedrich von Payer sé þegar orðinn sjötugur. Langa skeggið hans, er klipt sé af feikilega iinikifli vandvirkni, sé varia farið að grána. Andlitið sýni engar djúpar rákir. Ennið slétt, hárið vandlega greitt og strokið, maður- inn hár og íturvaxinn. Alt þetta hlýtur að bera vott um sterka byggingu, því skamt er síðan von Payer hafði lierþjónus'u á iiendi. Hann var ungur maður, lít- ið yfir tvítugt, er hann tók þátt í styrjöldinni gegn Erökkum 1870. Hann er af gömilum prófesisora- ættum og nam guðfræði í Tuebin- gen. Hann gerði guðfræði Lúters að sérþekkingarefni og sýndist ætla sér að verða prestur. En þá kom kona í veginn ei.ns og stundum vill verða, Alwina Schoeninger, forkunn- ar íögur. Ævintýrið var skáldlegt eins og þess konar æfintýr ávalt eru. R-ík- ir og stranglundaðir foreldrar komu tll sögu, sem ekki kærðu sig um að barnið þeirra yrði lokað inni í ein-l hverjum sveita-híbýlum, en faðirinn ! með vaxandi fjölskyldu yrði dreg j inn niður I barlóm og fátækt. Payer! varð að hætta við guðfræðina með andvörpum og snúa sér að lögfræð- inni. Eigi löngu eftir heppilega afsbað- ‘in próf, varð Friederleh von Payer bráðlega furðu frægur fyrir vörn sakamanna. Honum voru geiddar feikna-upphæðlr fyrir þá framimi- stöðu, einkum af hálfu hinna auð- ugu, sem sakaðir voru um brot gegn hogningarlögum. Sagt er, að f tölu þeirra frægu mála, sem hann hafi haft meðferð- is, hafi verið mál ungrar stúlku, sem myrt hafði systur sfna eina og síðan gifzt sorgbltnum unnusta fremur, til þess að hugga hann. Hann hefir bjargað fjármálamönn- um, sem lent hafa í gjaldþrotum, frá því að lenda f prísund. Hann skif- ur ástríðu-glæpina og hefir varið ekkju fyrir að birla bónda sínum eitur. Þessi reynsla finst blaðinu Lon- don Mail, að geri hann sérfega vel til þess faliinn að verja líohenzoll- ern-ættina fyrir dómstóli mann- kynsins. Sem málfærslumaður er Payer á- hrifamikili. Hann er frábærlegn háttprúður maður. Hann er allra manna fríðastur, og hefir sériega laðandi rómlag. Hann hefir líka þann hæfileika, að koma til móts við alla með djúpri lotningu. Hann á heima í Olgastrasse. Ekk- ert þótti ihonum vænna um, en þeg- ar einihver frægur lögmaður frá Bandaríkjum iheimsótti 'hann. Yon Payer er talinn stærsti lýðvalds- sinni Þýzkaland's, sem nú er á lífi. Og ihann þer hina dýpstu lotningu fyrir lögfræðingum Bandaríkja, fyr- ir meðferð mála fyrir rétti, lærdóm þeirra, og virðingu þeirra fyrir s t j ó rn arskián n i. I erindi sem von Payer flutti fyrir stéttarbræðrum sínum, hélt hann því fram, að sambands dómsmálar kerfi væri leitt í lög á Þýzkalandi, með þeim tiibreytingum, senn stofn- anir landsins heimtuðu. Þeir sem virða von Payer fyrir sér frá þýzku sjónarmiði, finna honum ýmitsiegt til íoráttu. Þeir segja hann bresti foringja hæfileika. Undir forystu hans íhafi framfara- flokkurinn á þingi orðið fjörlaus og eflihrum klíka, sem fulltrúi hatfi verið fyrir mjög virðulegu kjör- dæmi, en beitt hafi alls konar úrelt- um kosningabrellum. Þetta finnur blaðið Vorwaerts honum einkum til foráttu. Það segir, að hann ihafi ætíð Tértt fyrir sér ifrá sjónarmiði iaganna, en hann sé uppþornaður og orðinn múmía, góður gamall maður frá síð- ast liðinni ö’ld, sem elzt 'hafi ágæt- lega vel, en það sé alt og sumt. Hans viðkvæði sé: “Látum oss halda áfrain með sjálfsögðu tilliti til fordæmis og reglu.” Iíann lærir ræður sfnar utan- bóka, jafnvel líkngarnar, flytur þær fagurlega, eins og di'engur, sem er að tfara með utan að lært kvæði f skóla. Hann er aftur ekki á essinu sínu, er þingræður gerast harðar og hei ar. En sagt er, að hann eigi naumast jafningja sína í því, að veiða v-i'tni inn í mótsagna gildrur. llann ihefir setið á ríkisþingi í 27 ár. Hann setti sig þar eindregið á mp ,i einvígum í hcrnum. Þeir sem þekkja þýzkt>mannlíf, renan grun í, livílíkt liugrekki þurfti tiií þess. --o- Um áburðarefni. í Lögbergi af 20.' des. s.l. gerir hr. Friðrik Guðmundsson íyrirspunn um áburðarefni, og af því mér virðist vafasamit hvort svarið var rétt, ]>á vil eg benda honum á bún- aðarskóla tíðindin 1916—17. 1 fyrsta bindi þeirra er skýnsla fi'á einu til- raunabúinu, som mér íinst fyili- lega gefa í skyn, að vel borgi sig að brúka tilbúinn áburð, þó liann í dýr. Það voru 20 stykki, sem bor- ið var á sérstök efni og fjögur, sem ekki var borið á, jafnað niður inn- an unn, tii að sýna mismv^ninn. Og tnesti hreinn ágóði um þriggja ára bii var 82 dalir og 90 cent, og búist við að áhrif áburðarins sjáist enn næstu 5—6 ár. Áburðurinn var “nitrate of soda” 15 pd. og “basic slag” 400 pd. Það fyrra kostar $60 tonnið, hitt $16, svo það hefir kost- að 13 dali í ekruna. Minstur á- góði 1 þessari skýrslu er sýndur að vera 19 dalir og 30 cent. — Það er hér um bil víst, að áburður er Færðu ógleðis- köst ? Chamberlain Tablets' halda ltfr- inni i góSu lagi alla tíó og þess vegna eru þær svo ugglausar vi5 læknun ó. magakvlllum, meltlng- arleysi, gering og öllum öðrum kvlllum er vanalega eru samfara ógletii og uppþemba. ReynitS þær. 25 cts. askjan hjá lyfsölum, kaup- mönnum et5a metS pósti. Chamberlaln Medlclne Co, Toronto. | GamWrlmm Mcdicin. C.„ Toronto CHAMBERLAIN'S . TABLETS . Gigtveiki Vér læknum öll tilelli, þar’eem liðirnir er ekki aliareiðu ©ydd- ir, með vorum sameinuðu að- ferðum. Taugaveiklun. Yér höfum verið sérlega hepn- lr að lækna ýmsa taugaveikl- un; mörg tilfelli voru álitin vonlaus, sem oss hepnaðist að bæta og þar með bæta mörg- um árum við æfi þeirra sem þjáðust af gigtinni. Gylliniæð. Vér ábyrgjumst að lækna til fullnustu öll tiifellil af Gyllini- æð, án hnífs cða svæfingar. Vér bjóðum öllum gestúm, sem til bæjarins koma, aö heimsækja MINERAL SPRINGS SANITARIUM WINNIPBG ,MAN, Ef þú getur ekki komið, þá ekrifa eftir myndabækllngl og öllum upplýsingum *’* eins góður og ihvíiing, ef landið er hreint. Náttúrlega þar sem mikið illgresi er í ökruim kemur spurn- ingin, hvort efcki megi útrýma því með fljótgrónu byggi, ©f áburður er brúkaður í stað þess að hvíla landið, sem kostar stóra peninga líka. Búnaðartíðindin sendir ak- uryrkjumáiiadeildin í Ottawa hver- jum sem biður um þau. Gestur Einarsson. ------o-------- Við Noregs strendur. Þér eg norska, blíða brá beztu kveðju inni, þegar eg er að fara frá íjallaihátign þinni. Mér er skylt að þakka þér þínar björtu nætur.— Þar ihafa verið margoft mér móður hjartarætur. Hjá þér iiðu árin ótt, er átti’ eg á þínum vegi: Þau voru’ ekki nema nótt, nokkuð kannske af degi. Ungur snemma eg þekti þig af þínum frægðarsögum,— Nú hefir blfður baðað mig blær frá Haralds dögum. Finst mér sein hans hetju-ihönd ihér sé enn að verki, og þjóðarinnar unga önd undir hans standi merki. Þó að dauði og bana boð báru hverja fylli, enn þá norræn gengur gnoð geiglaust stranda anilli. Bylgjur fnoðu binda krans bláum voða sköillum.— Histist gnoð við 'harðan dans hafs í boðaföllum. Sjávar rok mig ber á braut, —bylgju slroki eg unni.— Dalsins lokast djúpa skaut dimmium þoku munni. Stranda baugar sterkir hér standast spaug frá bárum; úða laugað landið er Mkt og auga í tárum. Víkka sjávar sé eg hring — sönglar rá með vindum; kveðju þá eg síðast syng silfur-gráum tindum. Oft mig brestur andans ró— allar festar leysi: Nú í vestur vökrum þó vonæhosti þeysi. Pálmi. Joseph Triner forseti Joseph Triners iyfjafélagsins í Ohicago, er nýlátinn. Mr. Triner lézt 2. þ.m. í St. Péturs- borg, Florida, 57 ára að aldri; fædd- ur 19. marz 1861 í Kacerov, Bohemia. Hann fluttist tif Ameríku árið 1879 og stofnsetti lyfjaverzlun sína tíu árum síðar. Sendi ihann þá fyrst á markaðinn heinn heimfsræga Trin- er’s Ameriean Elixir of Btiter Wine, og litlu síðar Triner’s Liniment. Eru þeesir læknisdómar hans nú orðn- ir kunnir um iheim allan. 1 fyrstu ibyrjaði Mr. Triner í smáum stíl, við lítil efni, en dugnað'urinn var fram úr iskarandi og hæfileikarnir miklir, og leið eigi á löngu áður en honum græddist Oif fjár, og var hann milj- ónamæringur, er ihann andaðist. Hafði hann látið reisa miklar og veglegar byggingar á 1333-1343 Soutih Ashiland Ave. fyrir félag sitt, og et niðurröðun á «fnarannsóknarstof- um og skifstofum öllum vlð brugð- ið fyrir fegurð og hreinlæti. Aldrei hafði Mr. Triner í þjónustu sinni nema viðurkenda sérfræðinga. — Frarnkvæmdarstjóri félagsins er Mr. J. V. Sterba, Mr. Fr. Sedlak féhirðir, en Dr. Vogan auglýsinga ráðsmað- ur. Einkasonur hins íramliðna, Mr. J. Triner yngi-i, tekur nú við stjórn lyfjafélagsins, og er búist við að bann líkist föður sínuon að skör- ungsskap. Hinn framliðni Mr. Triner naut almennrar viðurkenningar sarnl>org- ara sinna, og var félagi og formaður f mörgum stórfélögum og gaf árlega mikið fé til lista og vísinda. ✓ VARIST GOPHURINN þeir gjöra áhlaup á hveitiakra yðar og eyðileggja þá ef þér ekki brúkiS Qophercide EigiS ekkert á hættu, kaupiS “GOPHERCIDE” STRAX, sósiS hveitiS í því, og stráiS svo eitr- aSa kominu kringum holur Gopheranna. ÞaS mun bjarga hveiti uppskerunni. Lyfsalinn eSa kaupmaSurinn hefir “GOPHER- CIDE” eSa getur útvegaS þér þaS BÚIÐ TIL AF NATIONAL DRUG & CHEMICAL CO. OF CANADA, LIMITED MONTREAL Western Branches: Winipeg, Regina, Calgary, Edmonton, Nelson, Vancouver and Victoria Fullkomin viðgerðar-hjálp til Ford Eigenda Allstaðar VINGJARNILEGA aSstoS ef þörf gerist, hvar sem þú ferSast, er hlutur, sem þú munt kunna aS meta, og sem Ford eigandi muntu fá hana í té látna. Þú ert æfintega “á meSal vina.” ÞaS eru fleiri en 700 Ford UmboSsmanna viSgerSastöSvar í Canada. Er því æfinlega hægt fyrir Ford eiganda aS ná í—gasoline, olíu, hjól-hólka (tires) viSgerSir, auka parta, ráSleggingar eSa mótor lagfæring. KostnaSur viS Ford ViSgerSir er eins makalaust rýmilegur og verSiS á bifreiSinni sjálfri. Nítján smá partar, sem oftast er þörf fyrir, kosta aS eins $5.40. BeriS þetta saman viS kostnaS á pörtum í aSrar bifreiSar og sjáiS hagnaSinn viS aS eiga Ford. FORD MOTOR COMPANY OF CANADA, Ltd. FORD, ONTARIO F. 0. B. FORD, ONT. Runabout - - - - $475 Touring........$495 | Coupe............$770 Sedan............$970 ALHEIMS BIFREIÐIN

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.