Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 1

Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 1
Mr. Merchant: IF YOU have anythingr to sell to the Icelandic speaking element in this Western Country, you can addresr this entire field more effectively «.nd economically through the adver- lising pages of the weekly Heims- kringla than in any other way. Has gone into the Icelandic homes of West- ern Canada for 32 years. This Space For Sate How About It? How would your Ad. look here? For terms and other information Phone G. 41 10. The Viking Press, Ltd. 729 Sherbrooke St. This Space For Saie XXXII. ÁR. WINNIPEG, MANíTOBA, 21. FEBROAR 1918 NOMER 22 Styrjöldin Frá Frakklandi. Orustur eru nú tíðari en áður á vestur-vígstöðvunum. Ekki hafa Þjó'ðverjar enn sem komið er hafið stóra sókn á neinum svæðum, en smááhlaup eru l>eir stöðugt að g’era hér og ]>ar og J>annig eins og að þreifa fyrir sér hvar bandamenn muni veikastir fyrir. ^kki virðast þó áhlaup þossi hafa verið ger í stórum stíl og að líkindum hefir fótgönguliðið tekið þátt í fæstum þeirra. Vafalaust hlýtur útlitið að taka breytingirm á Erakklandi engu síð- ur en annarsstaðar verði áfrarrthald stríðsins á milli Þjóðverja og Rúss- anna. Eins og nú 'horfir eru fylstu líkur til að þeir þýzku verði að hætta burtflutningi liðsins frá austursvæðunum, því þó Rússar fiéu nú fáliðaðri en áður, or ekki ó- hugsandi að þeim enn hepnist að veita töluverrt viðnám. Getur jafn- vel svo farið áður en lýkur, að Þjóðverjar verði að flytja austur aftur stóran hluta þess herliðs, sem þeir tóku þaðan. Ef svo kynni að fara, er hætt við að þessi marg- auglýsta sókn á vígvöllum Frakk- lands og Relgiu eigi lengra í land, en búkst hefir verið við —og þegar sókn þessi loksins nær að rætast, er ekki víst, að hún verði eins stór- kostleg og gert var ráð fyrir. Alla vikuma voru Þjóðverjar 'hér og þar að gera smá-áhlaup gegn Bretum og voru áhlaup þessi einna öflugust á evæðunuim suður af Scarpe ánni. En ekki fengu þeir brotið niður vörn Breta á neinum þessuin stöðum, og virðist flestum viðureignunum hafa lyktað þannig að þeir Jiýzku hafi orðið að hörfa undan aftur við meir og minna mannfall. Ytfirburðir Breta i öllu lofthernaðinum viðkomandi vott- ast nú þetur og betur með degi hverjum. Loftmonnirnir brezku eru óragari að þreyfca flugið en þeir þýzku og árásir þeirra því tíðari. Einn í daginn síðustu viku voru 17 flugvélar skotnar niður fyrir Þjóð- verjum á einu svæðinu. Þann 12. þm. gerðu Canadamenn áhlaup í grend við Hargiscourt og brutust þar í gegn um fremstu skotgrafir óvinanna, tókú nokkra menn fanga af liði þeirra og sömu- leiðis náðu þeir á sitt vald tveimui vélbyssum þeirra og fjórum stærri byssum. Á sama tfma og áhlaup þefcfa var, átti sér stað annað á hlaup, einnig gert af Canadamönn- um, á svæðinu í grend við borgina bens. Tóku þeir í því áhlaupi færri fanga, en fleiri byssur. Yíðar hafa Canada hermennirnir gengið fram ihreystilega og fleiri áhlaup hafa þeir gert, en sem ljósar fregnir hafa ekki borist af er þetta er skrif- að. Sir Douglas Haig, æðsti herfor- ingi Brefa á Frakklandi, hefir sent þakkarskeyti þeim Canada her- deildum, sem þátt tóku 1 áhlaupinu við Hargiscourt. Stærsta áhlaupið, sem gert var á Frakklandi síðustu viku, var gert af Frökkum á Ohampagne svæðinu. Sót*u Frakkar þarna fram á nærri míiu svæði og erftir ali-harðan slag á báðar hliðar fengu þeir hrint þeim 'þýzku aftur á bak á öllu þessu svæði og tekið um 200 fanga. A þessu svæði var haldið, að Þjóð>- verjar myndu ef til vill byrja hina mikiu sókn sfna og þar með láta fyrsta höggið ríða á Frökkum. Hægra megin við Meuse fljótið voru einnig all^snarpir slagir og víðar. En að srvo komnu er ekki að sjá annað en Frakkar séu fyllilega f^erir um að halda sínu fyrir þeim þýzku og fara hvergi halloka. Bandaríkja herdeildirnar sækja ‘fram knálega á þeim svæðum, sem þær halda, og láta óvinina epgan frið hafa nótt eða dag. Þjóðverjar hafa gert gegn þeim áhlaup mörg og sfór, en enn sem komið er hafa þeir hvergi megnað að brjóta varn- argarð hermannanna frá Banda- rikjunum. ------o------- Stórt barnahæli brennur í Montreal. Þann 14. þ.m. brann stórt nunnu- klaustur í Montreal og fórust í eldi þossum margir tugir ungbarna, er voru á barnai.æli þjsra Idausturs. Eldurinn kom upp síðla kvölds og haldið er að hann hafi orsakast af neistum úr rafvél. Alt fullorðio fólk komst úr uyggingunni og sökum hreystilegrar framgöngu slökkvi- liðsins, 'heimkominna hermanna og nunnannna sjálfra varð mörgum af börnunum bjargað — en haldið er. þó, þegar þetta er skriað, að um 75 —Í00 börn hati farist. Er þetta sá hrylliiogasti eldur, sem átt hcfir sér stað í sögu Montreal borgar, og mörg foreidri eiga þar nú um sárt að binda. -------o------- Frá Rússum. örðugt er nú að fá nokkurn botn í fréttum frá Iiússiandi. Það, sein sagt er í dag er tekið til baka á morgun og stundum berast það- an samhliða ineð öllu ósamræman- legar fréttir. Um miðja síðustu viku var sagt frá því, eins og ekýrt var frá í seinasta blaði, að friðarstefnan f Brest-Litovsk hefði lyktað þannig, að Rússar og Miðveldin hefðu sam- ið frið, en Bolsheviki stjórnin hefði þó neitað að undirskrifa samning- ana formlega. Fulltrúar Ukrainiu aftur á móti áttu að hafa undir- skrifað samninga þossa og alt því að vera klappað og klárt þar á milli. Var um tíma gengið út frá þessu sem sönnum réttum og óef- að hafa þær haft mikil áhrif um aillan heim. Uppistand töluvert varð í þinginu á Englaindi og hefir Lloyd George sjaldan átt jafn fult í fangi að stilla þar til friðar. Ekki leið þó á löngu að kvisast tók að fréttir þessar hefðu verið eitthvað orðuin auknar. Biátt kom svo að því, að þær voru algerlega bornar til baka og var þá friðar- stefnan ofannefnda sögð að hafa endað í sundrung og versta ósam- komulagi; stjórn Rússa fiefðl fast- lega neitað að ’samþykkja frið Þjóðverjanna og í stað þess að heimkaJla her sinn væri hún tekin að undirbúa þann til vai-nar gegn væntanlegri árás frá þeim þýzku. Vopnahlé því, sem samið var um, átti að vem sagt slitið af Þjóð- verjum og þeir í þann veginn að hefja öfluga sókn gegn Rússum með óvígum her. Austurríkisnienn voru þó sagðir lítt fúsir á áfram. hald stríðsins á austur svæðunum og var þetta almenfc talið sundur- lyndis vottur á milli þeirm og Þjóðverja. Borgarastyrjöldin heldur áfram látlaust. Hersveitir Bolsheviki stjórnarinnar sækja gegn Ukrain- íu og fá áður iangt líður tekið borgina Kiev, við ógurlegt mann- fall á báðar hliðar. Þjóðverjar eiga þá að hafa sent sfcóran her Ukrainiu til hjálpar.------ Svo kemur fréttin á þriðjudag- inn f þessari viku—eins og þrumu- skúr úr kolsvörtu lofti—að Þjóð- verjar hafi tekið á sitt vald borg- irnar Lutzk og Dvinsk á Rúss- iandi og er borgir þessar voru her- teknar virðist ótta miklum hafa slegið ytfir alt Rússland,—Nýr bylt- ingaflokkur á að vera kominn þar til sögunnar og sem steypt hafi þeim Lenine og Trotzky frá völd- um og eiga þeir að vera lagðir á flótta til Riga. — Samtímis þessu eru Rússar sagðir neyddir til að semja frið við Þjóðverja og ganga að skilmálum þeirra. Frá þessu verður betur skýrt í næsta blaði, er Ijósar fréttir hafa fengist. -------o-------- Tvær árásir á England. Á laugardaginn var gerðu þýzk ir loftbátaflotar árás á England og komst ein af fíugvélum þeirra alla leið tii Lundúnaborgar. Eignatjón hlauzt taisvert af þessu og 11 manns biðu b na, 5 konu og 3 börn. Á sunnudagintn gerðu þeir þýzku samskonar árás aftur og í það sinn fengu þcir banað 16 manns og sært 37. — Hvaða hagn- að herstjórnin þýzka sér í því að myrða þannig konur og börn á Engirndi, er öilum hulin ráðgáta. -------o-------- Spor í rétta átt. Með því markmiði að efla fram- ieiðslu landbúnaðarins í Canada hefir sambandsstjómin keypt eitt þúsund “Ford dráttvélar” (Ford tractors) og eiga dráttvélar þess- ar að skiftast á milli fylkjanna. Landbúnaðar deild Manitoba hcf- ir verið tilkynt kð þessu fylki beri tvö hundruð af vélum þessum og vafalaust verða þetta gleðifréttir mörgum bónda hér. Vélar þessar er öllum stærri bændum ómiss- andi eign, stuðla að aukning frain- leiðslunnar og draga úr vinna- kostnaðinum. Samkvæmt hinui.i nýju tolllögum flytjast þær to'i frífct inn f landið og fá bændnr þær á sama verði og stjórnin borg- aði. Kosta þær, sendar heiin til bænda, kring um $800 hver og er þetta um $500 spamaður fyrir hvern bónda. Slík samvinna á milli sambandsstjórnarinnar og fylkisstjórnanna er óneitanlcga spor í rétta átt og ótrúlegt er, að bænd- urnir verði seinir að færa sér þetia í nyt. -------o------- Misskilningur. í Heimskringlu, sem út kom 7. þ. m., var sagt tfrá verði hveitimjöls þess, scm nú er lögákveðið hér í Canada. Tókum vér þetta úr ensku blaði, og af því þar var sagt, að þetta væri verðið “í búðunum” (in the stores)—-en ekki minst á heild- sölu. — skildist oss að hér væri átt við smásöluverð. En nú er oss sagt, að verð það, sem vér sögðum frá, sé heildscluverSiS. Smásöluverð verð- ur vi anlega hærra og fer að sjálf- sögðu eftir því hve langt þarf að fly ja mjölið. — Þetta biðjum vér legendur að athuga og biðjum þá velvirðingar á villu þessari. -------o-------- Ferðalýsing Grein með þessari yfirskrift stend- ur í Heimskringlu 7. þ.m. eftir heim- kominn hermann, H. E. Magnússon. Þegar eg las þessa grein, fanst mér hún lýsa a hugun, sanngirni og ó- hlutdrægni höfundar. Af þvf lý~-, ing þessi yfileitt féll mér svo vel í geð, ias eg hana yfir í annað sinn.— Kom mér þá til 'hugar, að hnýta fá- einum athugsemdum við sum at- riði, seon minst er á í téðri grein. Skal þá fyrst taka til íhugunar meðferð á Canada hermönnum við herætfingar þar í herbúðum á Eng- landi. 1 brófm þeim, sem vinir og vandamenn hér í landi ihafa fengið frá hermönnum við heræfingar yfir á Englandi, hefir heilmikið fundist af óánægju yfir vistinni þar í her- búðunum. Þeir sem rita þessi bréf, hafa -sjaldnast látið þess getið, hvað- an orsakirnar væri runnar. S-vo þegar fólkið hér í Canada fer að ræða um þetta sín á milli, með auðvitað talsverðri gremju, er vanalegast barin hin gamla og al- genga trumiba, nefnilega að út- húða stjórninni. Ekki stjórninni f herbúðum 1 þessum, heldur stjórnum landanna. Enska stjórn- in er oft eins vel og Oanadastjórn harðdega ásökuð í þessu efni. Hr. Magnússon flettir hér ofan af ó- sómanum og sýnir ótvírætt hverja er um að saka, nefnilega þá, sem eiga yfir að ráða þar sem þetta á sér stað, en sem betur fer er alls ekki algengt. Mjög vel lýsir höf. þeim hlýhug, sem þrunginn er af þakklætistil- finningu hjá hinni ensku þjóð,til canadisku hermannanna. Auðvit- að vottar þjóðin þakklæti og virð- ing sínum eigin hermönnum, sem hafa offrað ýmist lítfinu, limum sínum og í mörgum tilfellum heilsunni á bezta aldurskeiði lffs síns. Skiljanlegt er samt, að í sumum tilfellum komi fram tilfinn- ing hjá ensku þjóðinni, sem lýsl svo sterkri þakklætis viðurkenn- ingu til Oanada hermannanna, sem af fúsum viija lögðu sig í slíkar mannraunir úr fjarlægu landi. Hr. Magnússon minnist á Que- bec-búa. Kemur þar greinilega fram andi sá, sem þar stjórnar orð- um og gjörðum Frakka hér í landi. Nefnilega, að vilja ekkert ieggja til þessa voðalega veraldarstríðs. — Þetta dæmi, sem M. dregur fram, er auðvitað grófasta hliðin á fram- komu Frakkann'a. En alt fyrir það er alt ruhnið frá sömu rótum, nefnilega einstökum hugsunar- hætti og framkomu, sem enginn annar þjóðflokkur er þektur fyrir svo svívirðilega. Á einum stað segir höf.: “Það mundi koma fyrir sama hvaða stjórn sæti að völdum nú í Ott- awa; hún mundi sæta sama dómi frá þessum óvinum” o.s frv. Já, hún er oft dæmd af íhugunar- lausri aiþýðu, sem oft er leidd af mönnuin með síngjarnar skoðanir. Fólkið talar, eins og það ætli9t til að stjórnin, yfirstjórn landsins, sé ásakandi fyrir og eigi að vaka yfir hverjum einstaklingi, sem hofir á hendi einhverja umsjón fyrir hana. En eg vil spyrja: Er ekki þjóðin tsjálf vítaverð fyrir af- skiftaleysi? Þegar einlhver óstjórn, hirðuleysi, svilc eða rangindi koma fram í ráðsmensku stjórnarþjónanna, þá ætti þjóðin, þ.e. einstaklingar í þeim landsihluta, sem slíkt á sér stað, að tilkynna slfkt yfirstjórn í þeirri deild, sem þetta liggur und- ir og þar með heimta betri ráðs- mensku. Scm eitt dæmi af mörgum vil eg setia hér fram eina tegund af ráðs- rnensku stjórnarþjónanna hér í ves urfyfkjunum, nofnilega her- málastjórnin. Það er öllum Ijóstt, að ihér í tfylkjunuip voru margir innritaðir til herþjónustu á sjáltf- boðaliðs tímabilinu, sem voru ó- færir til þeirrar stöðu. Fram- kvæmdir á sjálfboðaiiðs svæðinu urðu að samkepni milli heideild- anna; vildu þá fyrirliðar hverrar deildar ná sem flestum inn í sína deild, en var síður umihugað um að fá úrvalalið. Þessum óliðgengu mönnum í hermanna klæðum var haldið á mála frá 12 til 18 mánuði áður þeim var snúið iheim sem ó- hæfuin liðsmiönnum. Dæmin eru til, að mönnum og fjölskyldum þeirra er enn haldið á mála eftir tvö ár, þar senn þó sönnun er fyrir því að téðir menn gota aldrei orð- ið að þeim notuin, sem eru aðal- skilyrði fyrir að njóta málans. og það í rffum mæli. f mörgum svona löguðum mis- fellum æ“tu þeir menn, leiðandi menn, sem næstir eru og bezt þekkja til, að snúa sér til yfir- stjórnar þossara s*jórnarþjóna og heim'a befri ráðsmensku. Ef þá er ekki sint málum, er ástæða til að álasa yfirstjórn landsins. Hr. Magnússon segir: “Eg jafn- vel vildi, að þeif menn hér f landi, sem álíta þýzka stjórn engu verri heldur en stjórn þessa lands, væru kornnir til Þýzkalands.” Og á öðn um stað segir hann: “Eg vil ráð- leggjia þeim, som halda fram Þjóð- verjum, að fara til Frakklands og sjá þar rjómiann af þýzkri menn- ingu.” Einn »f betri bændum hér í bygðlnni sagði við mig .síðastliðið sumar: “Eg sé ekki hver munir er á Borden og Þýzkalandskeisara. Báðir skipa beztum hluta þjóðar- innar út f steypandi blóðbað og brennandi eldhviður, annar í gegn um herlög, sem hafa verið viður- kend af þjóðinni í margar aldir, en hínn mieð persónulegu valdi, sem hann hefir ólöglega hrtfsað til sín seim æðsti valdsmaður þjóðar- innar. Borden er þvf verri, að hann tfylgir ekki landslögunum.” Svipað þessu hafa margir talað við mig í sambandi við herskyldu- lögin. Nokkir menn hér í landi ganga með þá innflogna flugu úr þjóðverzkum anda f höfðinu, að Þjóðverjar hafi verið neyddir til að hefja þetta voðastríð. Þeir sem svona hugsa og tala, sjáandi gang málanna tfá fyrstu byrjun, eru alls ekki verðugir að litfa undir brezku fliaggi. Og enn vil eg segja: Er ekki stjórnarfar hér í landi og öðrum brezkum sambandslöndum meira líkt þjóðstjóm (democracy) heldur en nokkurri annari stjóm? Með þakklæti fyrir rúmið í blaði yðar. Virðingarfylst, J. H. Lindal. Takið eftir! Eins og auglýst var í íslenzku blöðunum 24. jan. síðastl., þá verður hinn ákveðni ársfundur Eimskipafélags íslands til þess að útnefna menn í stjórn félags- ins fyrir hönd Vestur fslendinga haldinn í skrifstofu Drs. Brand- > son og Björnsson á Sherbrooke stræti í Winnipeg, 27. þ.m., kl. 8 eftir hádegi. Samkvæmt þeirri sömu aug- lýsingu þá hafa þeir Árni Egg- ertsson og A. P. Jóhannsson einir verið útnefndir. En til þess að gjöra þá útnefning löglega verður þessi fundur að haldast. Árni Eggertsson. Jón J. Bildfell. (Etftir Vísi 14.—27. jan.) Þau tíðindi eru sögð austan úr Landeyjum að það hafi tvö liross tfrosið í hel, standandi í haganum eina nóttina. — Henr fix>stgrimdin verið þar miklu hærri þessa dag- j ana en menn Jnuna dæmi til, eins og annaris staðar á larif linu og hross l»ar óvanari miklunn kulda en t.d. nyrðra,—Hér í Reykjavik gengur íjöldi hrossa úti dag og nótt, en þau gefa leitað sér skjóls milli húsanna og má vera að það bjargi þeim sum- um, sem ekki þyldu kuldann úti á víðavangi. “Lagarfoss” kom inn á Fáskrúðs- fjörð í gær (13.) um hádegi. Hann fór héðan á mánudaginn var og sást fara fram hjá Djúpavogi á mið- vikudag, en síðan fréttist ekkert til hans fyr en í gær. Hann áfcti að koma við á Seyðisfirði á norðurleið, en hefir lfklega ekki fundið hann fyrir dimmviðri og verið að velkjast fyrir Austurlandi þesssa daga. — Þegar hann kom til Fáskrúðsfjarö- ar var hann að sjá eins og hads- jaki.—Það fréttiist af honum í morg- un, að hann hefði verið orðinn svo ísaður, er hann kom til Fáskrúðs- fjarðar, að skipverjar hafi óttast að hann myndi sökkva. Voru fengnir menn úr landi til að höggva ísinn af skipinu, áður en lengra yrði haldið. Ishröngl alllmikið rak hér inn á ytri höfnina í gær innan lir Kolla- firði og myndaði það samanhang- andi ísbreiðu frá Örfirisey meðfram hatfnargörðunum, tfyrir hafnarmynn- ið og alllang inn eftir. Er viðbúið að höfnin lokist þá og þegar utan frá á l>enna hátt. morgun (15.) sýndist höfnin nær allögð út fyrir eyjar. Merkur maður látinn Þann 15. þ.m. andaðist á almenna sjúkrahúsinu hér í bænum Halldór Eggertsson, cítir að hafa verið skon inft upp við botnlangabólgu. Er hér f valinn hniginn góður drengur óg vinsæll og við fráfall hans höggv- ið stórt skarð í vorn fámenna hóp. Hefir hann me9t af tímanum dvalið hér í Winnipog siðan árið 1878, að hann fluttist með foreldrum sfnum frá íslandi til þessa lands, þá níu ára gamall. Fékst hann lengi við fasteignasölu og í seinni tíð var hann starfsmaður Mufcual Life fé- lagsins. Um eitt skeið iðkaði hann fasteignasölu í félagi irleð bóður sfn- um, Árna Eggerfcssyni. .— Halldór heit. var kvongaður Ingibjörgu, dóttur Árna Sveinssonar, bónda í Argyle: varð þeiin hjónum þriggja barna auðið, sem enn eru í bernsku. —Hans verður nánar getið í náesta blaði. sig þá frá Batterísgarðinum að ból- virkinu og ruddi sér sjálft braut gegnum fsinn. Ekipið er ófarið enn (17.) og mun eiga að taka hér eitt- hvað atf tfiski. Ingólfur kom aftur frá Borgarnesi í gær með póstana. Á Borgarfirðin- um var sama sem enginn lagís, liafði hann brotið upp allan og rekið burtu undanfarna daga. 27. jan,—Nærri logn um alt land í mongun. Frost ihér tæp 2 stig og líkt á Seyðisfirði og í Vesbinannaeyjum, á ísatfirði 6.5 stig og Akureyri og Grímsstöðum 8 stig., — Laftþyngd meiri í Færeyjum en hér, og nokk- urn veginn trygt gegn norðangaröi á meðan afstaðan er svo. — Annars líklega9t að þetta sé að eins hlé á milli bylja. Nákvæmlcga sama veð- ur nú og var fyrlr óg um sfðustu tungltfyllingu og er rétt að búaet við samskonar „breytingu upp úr stórstraumunuim eins og þá var. Frostið var með minsta móti í gær og fór minkandi eftir því sem á dag- inn leið. Um miðnættið var það að eins 101/* stig á landsímaimælirinn og 13 f stjórnaráðiinu. Á morgun (15.) var það mjög líkt. "Geysir” komst út úr ísnum við bólvirkið snemima dags f gær og lagði'.st síðan fyrir utan garða, en lagði ekki af stað héðan til útianda fyr en f morgun. 16. jan.-—Samfeldur ís, eða svo rð segja, er sagður um allan Húnatflóa og Skagaíjörð, ein íshella. — í gær var síinað frá Blönduo«i, að í.-björn hefði gengið á land á Skagaströnd- inni einbvern daginn. Hann var Vcgar s'iotinr: og hirtur o? vóg fall- ið purd. — Hvalii h:,ra sézt í \ök á Tlúnaflóa. og er ráðgert að vega að þeim bráðlega. Frá Siglufirði og Akureyri var símað f gær, að ís og veður væri þar óbreytt. 1 Ólafsfirði og Hrísey hefði gert brim i fyrrakvöld, og get- ur ísinn þá ekki hafa Vfcrið þéttur þar úti fyrir. — Frost var talið raest á Akureyri í morgun 2.15 stig en logn. Á ísafirði var einnig logn og 18.9 st. frost. Á Grímsstöðum norð- anhíð og 21 st. frost, og á Seyðis- firði norðanJiríð og 13.4 »t. frost. Nýtt stjórnarblaS byrjar að koma út í dag (26.) Heitir það “Frón” og gefa það út “Sjálfstæðismenn** (Sig. Egg. o.fl.). Ritstjórinn eT Grímúlí- ur Ólafsson. Látinn er Bergur Þorleitfsson söðla- smiður, gamall og heiðv.irður borg- ari þessa bæjar, 76 ára að aldri. Varhugaverð ráðstöfun. Landsstjórnin hefir nú fcekið á- kvörðun um það að kalla Jón Sí- vertsen heim en senda Gunnar Eg- ils9on skipamiðlara vestur í hans stað. Orsök til þesearar ráðbreytni stjórnarinnar mun tortrygni sú í garð hr. Árna Eggetrssonar, seia mjög hefir verið alið á hér í Rvík í hóp vissra manna, en réttlætingin á að vera ósamkomuiag það sein er á milli Á. E. og Jóns Sívertsen. “Tíminn” verður að átelja þessa stjómarráðstöun þar eð hún virð- ist með öllu ástæðulaus og eigi til annars en kasba fé í sjóinn, au* þess sem sú gæti orðið afleiðingin, að vér miistum við þess manmsins, ®em þegar hefir sýnt það í verki að hann or manna bezt fallinn til þessa trúnaðarstartfa, þar sem Árni Eggertsson er. — Tíminn. Tveir hvalir hafa þegar verið drepnir á Húnaflóa, en margir eftir, þar á meðal sfórhveli nokkur. sem sézt hafa þar í vökum. Frá Breiðafirði var símað ígær að póstur hafi verið flutfur nýloga á sleðum frá Flatey á Breiðaflrði upp á Barðas*Töndina. Það héfir ekki komið fyrir f manna minnum. Enginn efi er á þvi, að frosthörk- urnar eru nú miklu meiri hér á landi en nokkru sinni áður í nú- lifandi manna minnum. Lengi hefir verið brugðið við “harða vetrinum” 1‘frostavetrinum mikla” 1880—1881, en bæði sést það í veðurskýrlsum frá þeim vetri (td. í fsafold). að frostið hefir þá verið miklu vægara en nú, og eins kemur öllum eldri mönnum, sem þá voru komnir til vits og ára og muna vel eftir þeim vetri, saman um það. — Við saman- burð veðurskýrslna frá þeim tíma ber þess þó að gæta, að þá var ein- göngu miðað við Remeur-mælir, en nú við Celcius. Til þcss að fá sam- anburð ré*tan verður því að hækka sMgatöluna frá 1880 uin 1-5.. T. d. 15 stig á veðurskýrslúnni frá 80—81 jafngilda 18 st. á veðurskýrslum nú. Kolaskipið franska fór héðan ekki í fyrradag, eins og til stóð, en flutti (Lögr. 12. des. til 9. jan.) Hannes Hafstein bankastjóri heí- ir verið veikur frá því seint í sum- ar, smn leið, lagðist skömmu áður en þiingi stfeit. En nú á síðkastið var hann farinn að hressast. Hann fer út til að leita sér lækninga á spítala í Khötfn. 29. des.—Veðrið hefir verið gofct um jólin, og nú tvo síðustu dag- ana mikil hláka um alt land leys- ingar eins og á vori væri. Maður varð nýlega úti á Möðrur dal9heiði eystra, á leið niður á Jök- uldal, Steinþór Jónsson að nafni. vinnumaður frá Möðrudal. 19. okt. í haust lagði á stað frá Khöfn seglskipið “Rutfhy”, fermt kartöflum til landstjórnarinnar hér. Hingað kom það á aðfanga- dagsmorgun, eftir langa hrakn- inga hér sunnan við land. Skipið var þrímastrað en hafði f hrakn- ingunum mist tvö möstrin. að ein« afturmastrið eftir, er hingað kora. Möstrin fóru í stórviðrinu, sera skall á 12. þ.m. En 23. þ.m. hittí skipið enskan botnvörpung, “Con- an Doyle”, og dró hann það inn tll Keflavíkur. Þangað sótti Geir það; sagt, að farmurinn sé lítt skemdur. (Niðurlag á 8. bls.) \

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.