Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 8

Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 8
8. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 21. FEBRÚAR 1918 Ur bæ og bygð. Aliss Guðbjörg Goodinan frá Glen- boro kom til borgarinnar í næst- sfðustu viku í skomtiferð til kunn- ingja og vina. Muni'5 eftir Betel samkomunni í Goodtemplara húsinu hér í bæn um fimtudagskveldiö í þessari viku, 21. febr. Syrpa verður fullprentuð og send kaupendum um neeatu mán- aðamót, segir útgefandinn. Jón Pótursson, frá Girnii, var hér ó ferð í vikunni. Sagði iíðan íslend- Inga yfirieitt góða í sínu bygðar- iagi. GimJibúar eru beðnir að taka etf- ir l>ví, að ólafur Eggertsson he'dur Betebsamkomu hjá þeim 26.. þ.m. Sjá auglýsingu á öðruin stað í blaðinu. Jarðarför írú Guðrúnar Thorlací-j us, tengdamóður séra E. J. Berg- manns, fór fram 12. þ.m. Húskveðja var flutt á heimilinu og líkræða í i kirkjunni af séra F. J. Bergmann. Mj's. Dalmann söng í kikjunni sálm- inn: Hærra minn guð til þín, áður kistan var hafin út. Frú Guðrún j var 87 ára gömul og eins mánaðar, J er liún lézt 8. Inm. Sóra Hallgrímur j Thoriaoíus, prestur að Glaumbæ í j Skagafirði, er sonur hennar. Frú j Anna Grönvold, gift adjunkt Didrik Grönvold, rithöfundi, á Hamriáj íleiðamörk í Noregi, er dóttir henn- ar. Tvær dætur hennar eru hér: Guðrún ólöf, kona séra F. J. Berg j manns, og Elín Thorlacius. Frúj Guðrún heitin var ekkja eftir séra Magnús Thorlacíus, prest að JJaf- steinsstöðum í Skagafirði, sem lézt, 1878. Hún kom vestur hingað fyrirj rúrouin 20 árum, árið 1897, og hefir síðan verið með þeim hjónum, séra Friðriki og dóttur sinni. Hún var hin mesta merkiskona, elskuð ogj virt af öllum, sem þoktu. Mivss Sophia Clara Gillies, dóttir J. G. Gillies >hér í bænum, fer innan skamms til Englands til þoss að gerast þar hjúkrunarkona við sjúkrahús hermanna. Gunnar Halison, frá Calder, Sask., fór í gegn um Winnipeg á leið heim til sín í síðustu viku. Kom hann úr ferð frá Dakota og hafði dvalið þar um mánaðartíma. Föstudaginn 15. febr. voru þau J. Víglundur Johnson og Svafa Mattí- asson, bæði frá Glmli, gefin saman í hjónaband að 493 Lipton stræti, af séra Rúnólfi Marteinssynl. Hallæris samskot handa börnum í Armeníu og Sýrlandi. Mra. I>. Þorsteinsson, Selk. .. $1.00 Safnað af Mrs. Ambj. Einarsson Árborg, Man.: Sigurj. Sigurðsson, Árb....... $2.00 M. Friðriksson, Víðir............50 Mrs. Arnb. Einarssson......... 2.00 Ms. Sigr. McDougall..............50 Samtals.......$6.00 Áður auglýst............$533.08 Alls nú...........$539.08 (Framh.) Rögnv. Pótursson. Gullfoss kom til New York fyrlr helgina. Meðal farþega er sagt að verið hafi kaupmennirnir Garð .r Gfelason og Páll Stefánsson. Stúkan Skuld heldur opinn fund á miðvikudagskveldið 27. þ.m. Dr. Sig. Júl. Jóhannesson flytur ræðu og fleira vérður til skemtunar. Allir velkomnir. t öllum þeim, sem heiðruðu jarðarför móður okkar og tengdamóður, Guðrúnar Thor- lacius, 12. þ.m., vottum við hjartans þakklæti. Elin Thorlacius. Guðrún Bergmann. Friðrik J. Bergmann. Guttormiur J. Guttonmsson, skáld, frá Riverton, var hér á ferð nýlega. Var hann hinn hressasti í anda, þrátt fyrir alt stríð og styrjöid, enda er Jiann bóndi og “alt sitt á undir sól og regni”. — Hann hélt heimleiðis aftur á mánudaginn í þessari viku Þassa gæti höfum vér orðið varir við í bænurni þassa viku: Jón Jónsson frá Sleðbrjót, Siglun. Jón Veurn, Foam Lake. Mr. og Mrs. H. G. Sigurðsson frá Leslie. Hákon Kristjánsson, Wynyard. ólafur Thorleifsson, frá Langruth, Man., er á íerð hér í bænum. Segir hann nú að eins ganga tvær lestir á viku frá Portage la Prairie til Lang- ruth, í stað þriggja áður; — þær ganga á þriðjudögum og föstudög- ■um. Blaðið Glenboro Gazettet ségir þá frétt, að séra C. B. Lawson hafi að heimili sínu gefið saman í hjóna- band þann 12. þ.m. þau Einar Thordarson frá Antler, Sask., og Miss Jónínu Guðmundssom frá Glen- boro. Á-eftir hjónavígslunni hófst vegleg veizla og að hennl afstaðinni héldu ungu'brúðhjónin til Winmi- peg til þe98 að eyða þar hveiti- bauðsdögunum. Framtíðar heimili þeira verður í Antler, Sask , þar sem herra Thorðarson er bóndi. Allar nýkomnar íslenzkar bækur eru nú til sölu í bókaverzlun D. J. Líndals að Lundar. HVER ER TANNLÆKNIR YÐAR? Varanlegir <Crowns, og Tannfyllingar -^búnar til úr beztu efnum. —sterkiega bygðar, þar sem mest reynir á. —þægilegt að bíta með þelm. —fagurloga tilbúnar. —ending ébyrgst. $7 $10 HVALBEINS VUL- CANITE TANN- SETTI MÍN, Hvert —gefa aftur unglegt útlit.. —rétt og vísindaiega gerðar. —passa vel í munni. —þekkjast ekki frá yðar eigin tönnum. —þægilegar til brúks. —ljómandi vel srmíðaðar. —ending ábyrgst. DR. ROBINSON Tannlæknir og Félagar hans BIRKS BLDG, WINNIFEG Fá atburður skeði í einni matsölu- j búð borgarinnar fyrir nokkrumj dögum, að tveimur mönnum lenti j samam í orðasennu út af stríðinu. r Annar þeirra var þjóðhollur brezk- ur borgari þessa lands, en hinm I var blásinn út af þýzkurn anda og sló mikið um sig. Báðir þessir rnenn voru ísiendingar; sá fyr-j nefndi hélt fast frarni máli Breta og sameinuðu bjóðanna; hinn síítj arnefndi álasaði þeim í öllu, e'n j hældi Þjóðverjanum aftur fyrir dugnað og drengilega framkomu á öllum sviðum og máli sínu til stuðnings sagði hann, “að ekkij þyrfti anmað en benda á síðustu viðureign Þjóðverja við Itali. Þá, hefðu þeir tekið fleiri þúsund ekr-J ur af landi, sem alt hefði verið J ræktað með kartöiflum, svo nú væru nógar kartöflur í Þýzkalandi og þetta væri meira en h.... Eng- lendingar gætu gert”. Því næ^t gekk hann smúðugt út úr búðinni. Næsta dag kom sá bezki í búð-! ina aftur; þegar hann gekk inn úrj dyrunum, sá ihann hvar sá þýzki var að kaupa kartöfflur. Hann á-| varpaði hann og mælti: “Nei, hver f...... rtu þá að kaupa k^rtöflur hér; eg hélt að þú gætirj fongið þær frá Þýzkalandi, eftir skýrslunum, sem þú gafst mér í gær.” — Eftir augnablik voru þeir komnir í áflog og kútveltust um gólfið á ýmsum endum, en búðar-J sveimar gengu með strásópa og lömbruðu á þeim þýzka þar tili hann íiúði á dyr. Það er víð r róstusamt meðal landa og má jafnvei búast við ís- lenzku borgarastríði hér vestan hafs, ef landsstjórmin tekur ekki j í taumana í tíma! (Aðsent) Frá J. B. A. skóla. Mikill starfsemis-andi ríkir nú við J.B.A., sem áður; nemendumir ham- ast ýmist við að vinna eða leika sér pg hvorugt er gert með hangandi hendi. — Síðasti skemtifundur var haldinn föstudaginn 1. febrúar og var þar ýmislegt til skemtunar, svo sem “Mímir”, einsöngur, brot úr einu af leikritum Shakespeares, og svo kappræðan, sem alt af fer fram á sifkum fundum. í þetta sinn var efnið: “Ákveðið, að verkamanna fé- lögin séu fóllcinu fyrir beztu.” Ját- andi voru þeir Kári Bardal og Teó- dór Blöndal, en neitandi þau Björg- vin Vopni og Rósa Johnson. Dr. Brandsson. idagnús Paulson og A. Anderson lögmaður voru dómond- ur. Féil dómurinn neitandi hlið- inni í vil og um leið og Mr. Ander- son bar hann frani, lýsti hann yfir ánægju sinni yfir þvf sem hann hafði séð og heyrt um kveidið. ósk- aði hann nemendunum til lukku með það að hafa vaiið sér slíkan skóia sem J.B.A., því það væri sann- reynd, að skólar sem stæðu á trúar- legum gmndvelli framleiddu beztu inenn og konur; til dæmis gat hann þess, að 9 af hverjum 10 forsetum Bandaríkjannna hefðu notið ment- unar á slíkum skólum. Hann sagði og, að ef nemendurnir yrðu að yfir- gi'fa þenna skóla vegna þesa, að liann rúinaði þá ckki, þá væri ráð- Legt fyrir þá að fara á aðra sams- konar sköia, t. d. Wesley Ooilege. Skólastjóri þakkaði ræðumanni hans góðu orð og lýsti um leið á- nægju sinni yfir því, að það væri að myndast sjálfstæður andi í skól- anum, sem ieiddi af því að nemend- um þætti vænt um skólann og fyndu til metnaðar af honum; kvað liann það því hryggja sig, að þeir yrðu að yfirgefa hann eftir tvo eða þrjá vetur; en eins og fyrirkomulag skólans nú er, getur hann ekki veitt meiri mentun en það. Næsta mánudag eftir þenna fund fór aiiur skólinn norður í Fyrstu lút. kirkju, því bandaiag safnaðan ins (Y.M.L.C.) hafði boðið. J. B. A. til kappræðu þetta kveld. Kapp- ræðan var vel sótt á báðar hliðar, en því irfiður voru dómararnir ekki til staðar svo enginn úrskurður var feldur um það, hverjir hefðu mátt sfn betur. Margt var ]>ar til skemt- unar auk kaþpræðunnar og vár samkvæmið hið myndariegasta. — J.B.A. skólafólkið einkendi sig með því að allir voru skreyttir skóla- litunum og svo var skóla-hrópið ekki sparað. Svo á föstudagskvöldið 8. þ:m. fór skólinn í sleðaferð suður á Assini- boine ána. Þar voru allir upp dúð- aðir með skinnskó og ullartrefla, rétt eins og forfeðurnir. Skólafólk- ið var ait orðið andlega þreytt eftir strangt nám alla vikuna, en líkam- legu kraftarnir voru því örari, enda var vel að verið. “J.B.A. dugnaður” er nú orðið að viðkvæði hjá nem- endumum og þeir sýndu ótvírætt hvað “J.B.A. dugnaður” þýðir. Þeir sleðaliópar brunuðu æ harðast, sem hrópuðu: “J. B. Academy, rah, rah, rah.” Þegar allir voru búnir að fá nægju sína af skemtun var lagt af stað heimleiðis til skólans og þar báru istúlkurnar fram kaffi, sem gjört var góð skil, því allir voru hungraðir. Svona er nú önnur hllðin á skóla- iífinu við Jóns Bjarnasonar skóla, en hin er ei síður fjörug og við- burðarík. J.B.A. dugnaður kemur ekki einungis fram í leikjum, held- ur einkum og sér f lagi við námið, (þvf það en ekki leikirnir dregur þð fólkið inn á skóiann. Prófin í fyrra vor sýndu hvað J.B.A. dugnaður hefir á orkað á mentabrautinni, og þess er að vænta að þeir, sem eiga að halda uppi heiðri skólans á kom- anda vori, geri það jafn trúlega. íslendingar eiga ekki nema þennan eina skóla vestan hafs og á honum hvílir, að miklu leytl, ábyrgðin fyr- ir því, að halda við íslenzkrl menn- ingu og heiðri Islendinga hérna megin við hafið. Þetta er mikið verkefni og þarf til þess samtök allra. Nemendurnir geta gert sitt f kenslustofunuim og eldra fólkið getur gert sitt með því að stækka og bæta skólann svo, að allur hinn íslenzki mentalýður geti notið æðri mentunar á íslenzkum skóla f ís- lenzku andrúmslofti, í staðinn fyrir að þurfa að flýja á náðir annara stofnana, þar sem hann kemu und- ir alt önnur áhrif og glatar íslenzka arfinum. Skólapiltur. ------o—------ Frá Islandi. (Framh. frá 1. bls.) Dáin er hér í bænum 16. þ.m. frú Anna Magnúsdóttir, kona Sigurð- ar Jónssonar barnakennara, en dóttir Magnúsar heitins bónda á Dysjum á Álftanesi. Hafði hún lengi verið veik af berklum. Hún var kenslukona hér við barna- skólann, væn kona og vel látin. Til að taka við forstöðu lands- verzlunarinnar frá byrjun 1918 eru ráðnir: Aug. Plygering kaupmað- ur í Hafnarfirði, Hallgrfmur Krist- insson kaupfélagsstjóri og Magnús Kristjánsson alþingismaður á Ak- ureyri. Samkomulag er nú fengið við Breta um að flytja megi til Noregs á ísl. skipum, án viðkomu á Eng- landi, þær 20 þús. tunnur af kjöti, sem áður var fengið útflutnings- leyfi á til Noregs. En helmingur kjötsins á að vera kominn á stað héðan 15. jan og hinn helmingur- inn fyrir janúarlok. “Sterling” á ti upphaflega að fara í þessa kjöt- flutninga, en nú veður að fá til þeirra fleiri skip.g Jón Þorbergsson fjárræk^armað- ur, á Bessastöðum, var í haust á ferð um múöaustur hluta lands- ins, Múlasýslur og Austu-Skafta- fellssýslu, við hrútasýningar. Hann lætur mjög illa af haustveðrá ttu á þessu svæði. 27. sep. var á stöku bæjum á I.anganesströndum ekki kominn útheysbaggi í tóft og víða lítið. En þá voru komnar þar j hríðar og lenti heyið undir fönn- um. Á einum bæ þar, Nýjabæ, var alt heyið í sæti inni á fjalli. 1 Fljótsdalshéraði var mikil snjó- koma 4. okt, og hlóð niður snjó ofan á hey og garðávexti. Rak ]>á hver Ihríðardagurinn annan. Hey- sæti stóðu upp úr ísum sumstað- ar í Úthéraði. Svo gerði hláku 19. og 20. okt um Austurland og náðu menn þá töh verðu af heyjum inn. í A. Skaftafeltesýslu fóru kýr á gjöf mánuði fyr en venjúlegt er. Sogir J. Þ. að elztu menn muni ekki aðra eins ótíð um það leyti árs. ól>urkasamt hafði alt sumar- ið verið austan iands fyrir norðan Breiðdaisheiði, en verst þó fyrir norðan Smjörvatnsheiði. Hey þvi illa verkuð á þessu svæði. í Breið- dal liafði heyskapur <aftur á móti verið góður. 5. jan. — í Vestmannaeyjum er sjávarútgei'ð að byrja og afiast vel. Á Suðurnesjum hefir að und- anförnu verið góður afli, þegar á sjó hefir gefið. Frá ísafirði er sagt að aliir vélbátar þaðan komi liráðlega til Suðurnesja, því inenn óttast að ís muni loka þar. Snjóflóð féll fyrir .skömmu á bæ- inn Stóruvelli í Bárðardal, segir í fregn frá Akureyri til Morgunbl. Lenti það á peningshúsum, tók þök af tveimur hlöðum og allmik- ið af heyi, drap 32 /ær 5 geitur, 2 hrúta og 3 hross. 23. des. druknaði maður í Vest- mannaeyjum af vélbáti, Þorsteinn að nafni Heigason, ungur að aldri. “Laigarfoss” var rétt utan við liöfnina í Halifax þegar sprenging- in mikia varð þar. Skipið hristist svo, þegar sprengingin varð, að skipsmenn urðu að halda sér til þess að falla ekki. Þeir höfðu lagst utan við innsiglinguna morg- unin 6. des. og áttu að bíða þar nokkra klukkutíma eftir afgreiðslu en höfninni var lokað. Ella hefði skipið að sjálfsögðu farist inni á höfninni. 9. jan.—:“Willemose” liggur inni- luktur af ís á Siglufirði. “Lagar- foss” er farinn héðan suður um land áleiðte til Akureyrar. “Sterl- ing” fer héðan í þessari viku áleið- is til Noregs, og fær að flytja far- þega en ekki póst. — “Frances Hyde” er kominn til New York. "Dvöl” blað frú Torfhildar Holm hætti að koma út nú um áramót- in. Hún hefir geíið blaðið út í 17 ár. — “Austri” kvað einnig vera hættur að koma út. — Nýtt blað, sem “Þróttur” heitir, kom út á ný- ársdag, gefið út af íþróttaféi. ísl. 23. f.m. andaðist hér í Reykjavík Björn Ólafsson gullsmiður, 63 ára, fæddur 21. marz 1854, sonur Ólafs Jónssonar alþm. á Sveinsstöðum, bróður séra Halldórs á Hofi í Vopnafirði. Björn var kvæntur Sigríði Jónsdóttur prests á Hofi í Vopnafirði. Samkomur. » Að Gimli, þriðjudágskv. 26. Febrúar. í Grunnavatns-bygðum : Lundar..................1. may. Markland .............. 2. marz Inngangur ókeypis—Samskot Samkomur að Dog Creek, Hayland, Silver Bay og Reykjavík auglýstar f næsta blaði Munið eftir Betel sam- komunni í GoodTemplar salnum fimtudagskveld- ið í þessari viku, 21. Febrúar 1918. SANOL NÝRNAMEÐAL HIN EINA ÁREIÐANLEGA LÆKNING VIÐ GALL STEINUM, NÝRNA OG BLÖÐRUSTEINUM OG ÖLLUM SLÍKUM OG ÞVI- LÍKUM SJÚKDÓMUM. Tilbúið úr JURTUM og JURTASEYÐI The Propri-etory or Patent Medicine Act No. 2305 VERÐ: $1.00 FLASKAN Burðargj. og stríðssk. 30e. Thc SANOL MANUFACTUR- ING CO. OF CANADA 614 Portage Ave. Dept. “H” WINNIPEG, Man. Austur í blámóðu fjalla, bók Að- alsteins Kristjánssonar, kostar $1.75. Til sölu hjá Friðrik Kristjánssyni 589 Alverstone St., 18—25 pd. Winnipeg. GISLI GOODMAN TIVSMimiR. VerkstæTHHornl Toronto flt. 09 Nofre Dame Av*. Garrj Heimflla Oiarry The Dominion Bank HORNI NOTRE DAME AVK. ©G SHEROROOKE ST. HAfnHitðll, upi»t». Varasjððnr ....... Allar dfnlr ..... .$ «,00«M .9 7,000,( . 978,OOO,( Vér óskum efttr yiTískiftum Terzi- unarmanna og ábyrgrjumst ab gefa þeim fullnœgju. Sparisjóbsdeild vor er sú stœrsta lem nokkur banki hefir í borginni. Ibúendur þessa hluta borgarlnnar óska aó sklfta viTJ stofnun. sem þeir vita ab er algerlega trjgg. Nafa vort er full trygging fyrir sjálfa yBur, konu og börn. W. M. HAMILTON, Ráðsmaður IHOXE GARRT 8450 Ljómandi Fallegar Silkipjötlur. til að búa til úr rúmábreiður - “Cr&zy Patchwork”. — Stórt úrvai af stórum silkiiafkllppum, hentug ar í ábreiður, kodda, seseur og Ð —Stór “pakki” á 25c., flmm fyrir $1 PEOPLE’S SPECIALTIES CO. Dept 17. P.O. Box 1836 WINNIPEG Skemtisamkoma ::: Undir umsjón kvenfélags Tjaldbúðarsafnaðar FÖSTUDAGSKVÖLDIÐ 22. FEBRÚAR 1918 PROGRAMME 1. Ávarp forseta......................... 2. Violin Solo........................Mr. Brown 3. Vocal Duet .... Miss Halldórsosn og Mr. PálmRson 4. Söngur.................... .. Þrjár litlar stúlkur 5. Piano Solo..................Miss G. Halldórsson 6. Ræða...................Dr. Sig. Júl. Jóhannesson 7. Vocal Solo.........................Miss Polson 8. Upplestur.................Mrs. Gordon Paulson 9. Organ Solo....................Miss L. Ofctenson Fríar veitingar Inngangux 25c. Byrjar kl. 8 Leikið við Islendingafljót Stoðir Samfélagsins. FISKIMENN! FÁGÆT SKEMTUN Þessi heimsfrægi sjónleikur eftir skáldið Henrik Ibsen verður sýndur 1 RIVERTON HALL Föstndagskveldið 1. Marz 1918 i .Ný tjöld máluð fyrir leikinn af Friðriki Sveinssyni Ágætur hljóðfærasláttur. 19 leikendur. Dyr opnar kl. 8.30. INNGANGUR 76 cent. DANS á eftir, óókeypis fyrir þá sem vilja. GYLLINIÆÐ ORSAKAR MARGA KVILLA -Ogf þú, elt öllun getur helt öllum þelm meðulum í þig, sem peningar fá keypt; —eða þú getur eytt þínum* síö- asta dollar í aö leita á baöstaöi ýmiskonar; —eða þú getur látitS skera þig upp eins oft og þér þóknast— Og; samt losast þú ALDREI viö sjúkdóminn, þar til þínar Gyllinln'bar eru lækn- «ðnr að fullu (Sannleikurinn í öllu þessu er, aö alt sem þú hefir enn þá reynt, hefir ekki veitt þér fullan bata.) TAK EFTIR STAÐHÆFINGU VORRI Nf! VOr læknum fullkomlega öll tilfelli af GTLLINIÆÐ, væg, á- köf, ný eða langvarandl, sem vér annars reynum aö lækna með rafmagnsáhöldum vorum.— Et5a þér þurfiö ekki aT5 borga eitt cent. Aðrir sjúkdómar læknaðir án meðala. DRS. AXTELL & THOMAS 603 McGreevy Block Winnipeg Man. KENNARA vantar við ifcai pk Connor skóla fyrir 7 mánuði frá 18. marz næstk. Verður að hafa 2, eða 3. flokks kennaraleyfi. Fæði og her- bergi fæst 1% imliu frá skólanum.— Skólinn er 12 míl. frá Ashem þorpi. Tilboð er tiltaki æfingu og kaup sendiist til H. Baker, sec.-treas., 21—25 Zant P.O., Man. KENNARA vantar við Arnes skóla No. 586 fyrir 7 mánuði frá 1. apríl næstk.; annars flokks “nor- mal” stig óskaet Tilboð meðtekim til 15. marz, sem tiltaki kaup, æt- ingu, ojs.frv. Árnes, Man., 28. jan 1918. Sigurður Sigurbjörnsson. 19—25. Lesið auglýsingar í Hkr. . f ‘ o DR. BJÖRNSSON’S SANITARIUM TAUGA-SJÚKDÓMAR, GIGTVEIKI, NÝRNA- VEIKI, BLÓÐLEYSI O. S. FRV. —læknað með Rafmagns og Vatns-lækningar aðferðum. Nún- ing (Skandinavian aðferð). Skrifstofu tímar—10—12 f.h., 2—3 og 8—9 e.h. 609 Avenue Block (265 Portage Avenue). Phone M. 4433 HRAÐRITARA 0G BÓKHALD- ARA VANTAR Það er orðið ðrðugt að fá eett skrifstofufólk vegna þesz hvað margir karlmenn hafa gengið i herinc. Þeir »em lært hafa á SUCCESS BUSINESS College ganga fyrir. Success skólinn er sá stærsti, sterkasti, ábyggileg- asti verzlunarskóli bæjarins Vér kennum fleiri nemend- um en hinir allir til samans —höfum einnig 10 deildar- skóla víðsvegar um Ve9tur- landið ; innritum meira en 6,000 nemendur árlega og eru kennarar vorir æfðir, kurteisir og vel starfa sín- um vaxnir. — Innritist hve- nær sem er. The Success Business Coilege Forlajfp ng Ednontoi WINNIPEG /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.