Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.02.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 2 1. FEBRÚAR 191» WINNIPEG, MANITOBA, 21. FEB. 1918 Ófyrirgefanleg eyðslusemi. Nærri öll ritstjórnarsíða seinasta Lögbergs fjallar um stjórnmál Manitoba fylkis. Hin nafntogaða fjármálaræða, er Hon. Edwarc Brown flutti um leið og hann lagði fylkis- reikningana fyrir þingið, er birt og í sam- bandi við þetta finnur ritstjórinn sig knúðan til þess að gera ýmsar athugasemdir—sem allar ern ótakmarkað lof um Norris stjórnina. Vér teljum sjálfsagt, að hrósmæli þessi láti vel í eyrum blindra fylgenda libera flbkksins og að þeir muni skoða, þetta rétt og viðeigandi í alla staði. Allir hugs- andi menn hljóta þó að verða þess varir, að hér sé ekki alt með feldu. Þegar einhver stjórn er dæmd þannig, að annari hliðinni að eins er haldið á lofti og stjórn þessari hrósað á hvert reipi fyrir allar hennar at- hafnir, þá dylst engum, sem nokkuð hugs- ar, að sáralítið sé á öðru eins að byggja. Engin stjórn þessa heims er svo fullkomin, að hún sé algerlega yfir allar aðfinslur hafin og verðskuldi ekkert annað en eintómt hrósið. Sízt Norris stjórnin hér í Manitoba. Síð- an fylkisreikningarnir fyrir síðasta ár voru birtir, hlýtur öllum rétthugsandi einstakling- um hér að vera augljóst, að stjórn þessi hafi gert sig seka í gífurlegri eyðslusemi, sem ekki sé nokkur bót mælandi. Á öðrum eins tímum og nú var lífsspursmál að fylkis- stjórnin reyndi af ítrustu kröftum að draga úr öllum útgjöldum og sneiða hjá öllum ó- þarfa kostnaði. En Norris stjórninni hefir ekki orðið að vegi að gera nokkrar tilraunir í þessa átt. Fé fylkisins hefir verið mokað út á báða bóga án þess að neitt væri tekið til greina, að þjóð þessa lands á nú í stríði og ægilegustu þrautir ef til vill í vændum áður því Iýkur. Ef nokkur minsta fyrir- hyggja hefði ráðið að málum hjá Norris stjórninni, þá hefði hún farið varlegar í sakirnar, en hún hefir gert. Eiinhver sterkasta sönnun um óspilsemi þessarar stjórnar er, hve miklu fé hún hefir bruðlað í lögmennina. Stjórnarskiftin síð- ustu hér í Manitoba hafa orðið ótæmandi auðsuppspretta fyrir marga af lögmönnum þessa fylkis. Þessu til sönnunar þarf ekki annað en tilfæra nöfn eftirfylgjandi lög- manna og fjárupphæðir þær, sem þeir hafa hrept: J. B. Coyne ........ $36,095.47 R. A. Bonnar....... 32,855.00 R. W. Craig ......... 25,490.76 Hugh Phillipps .... 16,116.66 Isaac Pitblado ...... 13.723.03 H. J. Symington .... 9,122.81 C. P. Wilson....... 8,790.00 I alt......$142,193.73 Eftirfylgjandi skýrsla sýnir ekki eins stór- ar upphæðir; en sýnir þó, að stjórnin hér í Manitoba hefir ekki hikað við að borga lög- mönnum sínum all-ríflega fyrir ýms verk þeirra á síðasta ári í hennar þágu: W. D. Card, Carberry....$6,047.69 R. M.Matheson, Brand. 4,187.70 G. A. Eakins, Minned. 1,570.45 J. F. Kilgour, Brandon 2,199.36 Albert Dubuc .......... 1,568.10 S. Hart Green ......... 4.616.75 C. Isbister ............. 793.00 T. J. Murray .......... 1,442.25 R. F. McWilIiams .... 840.90 S. R. Laidlaw ......... 1,238.80 A. Campbell ........... 1,171.80 Manahan og Higgins.... %3.10 F.E.Simpson, Dauphin 1,443.27 E. A. Cohen ........... 1,577.74 A. H. S. Murray ......... 277.00 Donovan & Scott .... 295.50 Alex McLeod, Morden / 797.50 H. N. Baker ............. 458.00 McMurry, Davidson & co.::.............. 635.oo R. Jacob and Moore........ 105.00 I alt........... $32,327.71 Galt dómari fékk $3,910 og Patterson dómari $1,625. Tribune fékk $8,348 (for rent) og eftirfylgjandi prentfélögum, sem eru svo lánsöm að hljóta hyllli Norris stjórn- arinnar, voru borgaðar þessar upphæðir: The Stovel Co., Ltd.......$33,683.21 Saults & Pollard ......... 27,057.79 Columbia Press, Ltd..... 29,976.00 Tribune .................. 11,254.02 Manitoba Free Press Co.... 1,954.16 lalt............$103,925.18 Hér er ekki verið að láta prentfélögin keppa um verkið fyrir stjórnina með tilboð- um og lægsta tilboði sé svo tekið. VisS prent- félög hér njóta þeirra hlunninda, að sitja fyr- ir allri prentun, sem stjórnin lætur gera og fá vitanlega alt borgað hæsta verði. Þetta er nú fyrirmyndar spamaður Norris stjórnar- innar á þeim tímum, að fylkisbúum var meir áríðandi en nokkurn tíma áður, að góð, ráð- vönd og sparsöm fylkisstjórn sæti að völdum. Ekki er furða,, þó Hon. Edward Brown tali digurmannlega um “efnalegt velgengi’ í Can- ada á síðasta ári! Stjórn hans hefir að minsta kosti stuðlað svo vel að efnalegri velgengni ofannefndra einstaklicga og félaga, að ekki hefði verið unt betur að gera. Og sízt er að undra þó ritstjóri Lögbergs haldi að eins upp björtu hliðinni þegar hann er að Iýsa gerðum þessarar stjórnar og sé þagmælskur um hinar ýmsu yfirsjónir henn- ar. Að Columbia Press fél., eigendur Lög- bergs, bera úr býtum nærri þrjátíu þúsund dollara fyrir árið sem leið frá fylkisstjórn- inni, ætti eitt að nægja til þess að gera þá væga í dómum! Engum dylst, að hér er um stóra auðlegð að ræða og “efnalega vel- gengni” á hæsta stigi. Ritstjóra Lögbergs er því ef til vill ekki láandi, þó hann sé svo bjartsýnn hve allar athafnir fylkisstjórnarinnar snertir. . Margur meðlimur í íslenkum félagsskap hefir glaðst af því, sem minna er—en félag hans heppi í sinn hlut nærri þrjátíu þúsund doDara á einu ári. Þetta hlýtur að skoðast stór fjárupp- hæð í augum flestra Islendinga, jafnvel þó þeir, séu menn allvel f jáðir. En svo mikið er víst, að fara verður til eiu- hverra annara en þeirra, sem svo stórar fjár- upphæðir hafa hlotið af fé fylkisins, til þess að fá ábyggilegan dóm um gerðir núverandi stjórnar. Þetta hlýtur hver hugsandi maður að sjá og skilja. Og sem betur fer, eru margir hér, sem ekki eru blindir fyrir hlutunum eins og þeir eru í raun og veru. Einn af þeim mönnum er P. A. Talbot, conservative þingmaður fyrir La Verandrye kjördæmið. Á fimtudaginn þann 14. þ.m. hélt hann langa og skörulega ræðu fyrir þinginu og tók fjármálaræðu Mr. Browns ítarlega til íhugunar. Með skýrum rökum færði hann sönnur fyrir því, að ræða þessi væri meir og minna villandi í mörgum atriðum—og fylkisreikningarnir, brotnir ögn til mergjar, vottuðu fjárhag Manitoba nú alt annað en góðan. Hann sýndi fram á það, að árstekjur fylk- isins hefðu aukist um $561,680.45 síðan stríðið byrjaði og væri þetta öllum augljóst, er samanburð gerðu á fylkisreikningum fyr- ir árin 1917 og 1914. Þessum auknu árstekjum hefði stjórnin öllum eytt ásamt $719,000 fjárupphæð, sem tekin hefði verið úr bankanum. Og í viðbót við þetta hefði stjórnin tekið $464,547.41 af innstæðufé (capital account) fylkisins og fært inn í árstekju-reikninga til þess að láta tekjuhallann sýnast minni en hann í raun og veru væri. Virkileg sjóðþurð Manitoba fylk- is síðasta ár væri $648.722.63. Með þannig lagaðri tilhögun er ekki furða þó lán séu tekin á lán ofan og fylkisskuldin fari vaxandi með ári hverju. Herra Talbot andmælti harðlega hinum nýju skattálögum stjórnarinnar og kvað hennar gífurlegu óspilsemi á fé fylkisins or- saka þetta eingöngu. Ef Norris stjórnin hefði gert nokkra tilraun í alvöru til sparnað- ar, þá væri fjárhagur fylkisins nú alt annar og beinir skattar umflýjanlegir. Eyðslusemi stjórnarinnar væri aðal-undirrót allra þessara vandræða. Sömuleiðis benti ræðumaður á það, að hinn svo nefndi “stríðs kostnaður” fylkisins og sem stjórnin léti svo mikið yfir, hefði allur —bæði tillög í þjóðræknissjóðinn og annar kostnaður f sambandi við stríðið — verið tekinn af innstæðufé (capital account) fylk- isins, en ekki árstekjum, eins og með réttu íefði átt að vera, og Iegðist kostnaður þessi þvf á herðar komandi kynslóða. Stjórnin hefir hér því eytt stórum fjárupphæðum af höfuðstól eða innstæðufé, án þess að geta sýnt nokkrar eignir fyrir þessu—og sem hún hafði ekki minsta rétt til að gera. Tillög í þjóræknissjóðinn áttu að takast af árstekj- um fylkisins, en ekki höfuðstól. Á þetta og margt annað benti Talbot skýrt og skorin- ort og munu margir, bæði liberalar og co-n- servativar, hafa kunnað honum stórar þakk- ir fyrir. En Norris stjórnin virðir að vettugi allar slíkar bendingar og heldur sömu stefnu eftir sem áður, hvað sem á dynur. Næsta ár verð- ur eyðshisemi hennar vafalaust enn meiri en síðasta ár. Alger stefnubreyting yrði að eiga sér stað, ef vel ætti að fara, en eins og nú horfir er ekki nokkur minsti vottur þess, að Norris stjórnin breyti um stefnu. Og á meðan fylgjendur hennar sumir hlaða á stjórn þessa öfgafullu hrósi fyrir allar henn- ar athafnir, er ekki von að vel fari. uStoðir samfélagsins.” Það má teljast all-merkilegur viðburður í lífi Winnipeg-Islendinga, að sjónleikur eftir stórskáldið Henrik Ibsen sé hér sýndur af ís- lenzkum leikendum og sem, þrátt fyrir það þó þeir séu óskólagengnir í leiklistinni og “sjálfmentaðir”, leysa þó þenna mikla vanda mjög myndarlega af hendi. Viðburður þessi átti sér stað hér í Winnipeg síðustu viku, er sjónleikurinn “Stoðir szunfélagsins” var sýnd- ur í Goodtemplara salnum, og eiga þeir, sem fyrir þessu stóðu, stórar þakkir skilið fyrir hve vel og myndarlega þetta tókst. Vafalaust hafa margir sótt leikinn með hálfum hug. Mörgum hefir að sjálfsögðu fundist þessi leikenda flokkur færast það í fang, sem hann tæpast gæti verið vaxinn. Heimska ein væri að ímynda sér.-að óæfðir og “ólærðir” íslenzkir leikendur fengju sýnt sjónleik eftir annað éins stórskáld og Henrik Ibsen, svo nokkurt lag væri á. Svipaðar þessu hafa hugsanir margra hlotið að vera— en skoðanir flestra munu þó hafa tekið tölu- verðum breytingum áður langt leið á kvöldið. Undir eins og tjaldið var hafið og fyrsti þátturinn byrjaður, leyndi sér ekki að til alls hafði hér verið vandað af beztu föngum. Búningar leikendanna voru góðir, leiktjöldin ágæt og öll tilhögun á leiksviðinu full viðun- anleg í alla staði. Flestir af leikendunum leystu hlutverk sín sæmilega af hendi og sumir þeirra léku ágætlega. Árni Sigurðs- son sem “Adjunkt Rörlund” lék einna jafnast og bezt. Stundum var vart snildar tilþrifa hjá honum enda mun hann vert töluvert æfð- ur leikari og er vafalaust gæddur góðum leikara-hæfileikum. Minnist sá, sem þetta ritar, þess ekki, að hafa séð prest öllu betur sýndan á leiksviði. Vandasamasta hlutverkið og aðal-persónu leiksins, “Bernick konsúl,” lék Sumarliði Sveinsson, og þegar tekið er tilliti til þess, hve feikilega mikill vandi var hér á ferðum fyrir lítt æfðan leikara, þá verður ekki annað sagt, en herra Sveinssyni tækist eftir öllum vonum. Haldi hann áfram að leggja rækt við leiklistina, getur hann vafalaust orðið ágætur leikari. Tilburðir hans á leiksviðinu voru góðir, en framburði og áherzlu töluvert ábótavant með köflum, sérstaklega í lok leiksins. Þá reið þó mest á að vel væri leikið. Þegar þessi viðurkendi máttarstólpi mannfélagsins, auðmaðurinn og höfðinginn, breytist við rás viðburðanna frá ófyrirleitn- um fjárglæframanni í sanngjarnan og rétt- sýnan mann, þá var ákaflega mikill vandi að leika hann svo vel færi í alla staði. En ef herra Sveinsson heldur áfram að æfa sig, er þó ekki minsta vafa undirorpið, að hann getur orðið hlutverki þessu vel vaxinn áður Iangt líður. Skorti oss alla dáð til þess að leggja út í stórræði, komumst vér stutt.—Einmitt með því að fást við sjónleik eins og þenna, geta íslenzkir leikendur komist lengst í list sinni. Vonandi verður hann endurtek- inn ér í Winnipeg, því hann verð- skuldar fyllilega að sem flestum gefist kostur á að sjá hann. --i--o— ---- Við austurgluggann. Eftir síra F. J. Bergmann. 56. Félagskirkjan. Um þetta leyti er mikið um það rætt, að landamerki þjóðanna eigi að vera eðlilegt, eftir þjóðernum og tungumálum, en eigi samikvæmt ein- hverjum valdboðum sigurvegar- anna, sem brjófca bág gegn mann- réttindum og velferð. Eins er mikið um það talað, ekki sízt f landinu, sem vér búum í, og . Bandaríkjum, þar sem Jíkt er ástatt, að mannfélögin ætti eigi að vera sundur klofin og ski'ft í marga parta í túarefnum og því sem að almennri guðsdýrkan lýtur. J>ví er haldið fram, að kirkjur og kirkjulegur félagsskapur ætti að vera eftir sveitafélögum og bæjafé lögum, en eigi eítir kirkjudeildum, sem kljúifi manmfélögin sundur, geri þau máttvana, dragi úr allri framikvæmdarorku, og komi því til ieiðar, að leiðtogarnir verði liðlétt- ingar. Um þefcta efni stóð alveg nýverið gréin í blaðinu Free Press ihér í bæn- um, sein er vel þess virði, að henni sé gaumur gefinn nú á þessum tím- um, þegar allir ætti að vera eitt. Hún er á þessa leið: “Félagskirkjan er orð, sem orðið er býsna alment, ef dæma skal eftir því, hve oft það hefir sézt í blöðum nú upp á síðkastið. Vér þe'kkjum ekki neina viðurkenda skilgrein- ingu orðsins. Hún kemur síðar. “En það að orðtæki þetta er við- haft, er 'sönnun þess, að verið sé að fáirna eftir einbverju betra, sem um leið er gundvallar skilyrði mann- legu iffi. Til eru þeir, er skoða aðrar eins hugsjónir og ifélagskirkju eitthvað vftavert. Bn er hreyfingu þessarri er nánari gaumur geíinn, er það trúa vor, að vér öflum oss ánægjur legra sannana fyrir framförum, en ekki íráfalli í trúarefnum.. "Vér skulum virða fyrir oss álykt- anir, sem draga má af þessarri nýju hroyfingu. Ein hin fyrsta er sú, að inennirnir sé trúlhneigðir. Væri þeir það ekki, myndi þeir alls ekki kæra sig um neina kirkju. “Trú, sem ekki er félagsleg, og nær ekki til alls mannfélagsins, er eigi rébtrar tegundar. Hún er í raun réttri ekiki kristileg. í öðru lagi er fólk orðið þreytt á eintómum trúar- formuim, og sértrúarkreddum, sem gjörræðislega halda einhverri játn- ingu við lýði. 3>ær miða fremur til að kljúfa mannfélagið sundur, en til sameiningar og viðreisnar. “Venjan, erfikenningin og klerk- dómurinn líta þessar fyrirhuguðu tilbreiytingar hornauga. Þeir viija ek'kert af þeim vita. Þeir óbtast um sannleikann, ef fólkið hefir meiri á- byrgð en nú gerist. Með öðrum orð- um: Þeir bera hvorki traust til sannleikans né fólksins. “Menn heimta líf. Þeir vilja sjá trúna klædda hversdagslegu holdi og blóði. Eins lengi og lífið á hér varaniegan samastað og heiti, er lít- ill vafi á, að trúnni verður haldið við lýði. Bf menn verði eins mikl- um dugnaði til að varðveita lífið, eine og til vibsmunalegrar skýringar trúarinnar, myndi heimurinn verða betri. DODD’S NÝRNA PILLUR, góðar fyrir allskonar nýrnaveikL Lsekna gigt, bakverk og sykurveiki. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askjan, sex öskj- ur fyrir $2.50, hjá öllum lylsölum eða frá Dodd’s Medicine Oo., Ltd, Toronto, Ont leggja áherzluna á þarfir og ábyrgð mannféiagsins.” Þessi litla hugleiðing, sem birtist í ritstjórnardáikum blaðsins Free Press fyrra laugardag, á erindi til vor íslendinga eigi síður en þeirra, er eigi kunna aðra tungu að mæla en ensku. Styrjöldin kemur til með að hafa stórvægileg áhrif á hugsunarhátt manna í þessum etfnum. Allir álfta sjálfsagt, að sameina hendur sínar og krafta til að vinna þetta stríð. Sá er vargur í véum, sem þar dregur af sér og læfcur einhverjar sérkredd- ur standa í vegi. En skyldi iþað eigi vera jafn-sjálf- sagt, að sameina krafta sfna guðs- ríki til eflingar, og til þess að reisia rönd við spiliingar öflunum með ])jóðunum, sem sffeit eru starfandf og draga sigurinn úr höndum þeirra, ef þau fá að ráða? Eins og kunnugt er hefir samein- ing kirkjudeildanna þriggja hér í Kanada þegar verið lengi á prjón- um, og sýnist stöðugt miða áfram, ]>Ó fremur gangi hægt. I>að eru presbytérar, möþódistar og kongre- gazíonalistar. Líkar breytingar eiga sér sbað í Bandaríkjum, með vax- anda áhuga. Fyrir allmörgum árum komu nefndir þessarra kirkjudeilda sér saman um sámeiginlegan grundvöll — Basis of Union. Sá sameiningar- grundvöillur og það samikomulag, sem orðið hefir um hann, er óneit- aniega eitt allra merkasta fyrirbrigð- ið í sögu þessa lands. Oft hetfi eg ætlað að gefa íslenak- um lesendum hugmynd um þenna trúargrundvöll, sepi þessi þrjú kirkjufélög hafa samþykt, þó eigi sé sameining enn komin á. Því miður hefir það aldrei orðið. En ofurlítið rit, sem þenna sam- einingargrundvöll geymir, vaktist upp í huga mínum nýlega, er eg sá, að einn af prestum kirkjufélagsins gerði opinjbera yfirlýsingu um, að hann hlyti samvizku sinnar vegna að segja skilið við kirkjufélagið og gerast starfsmaður einnar þessarra þriggja deilda, sem hlut eiga f sam- einingunni. Mér kom þá til hugar, að mörgum íslenzkum leseridum myndi þykja fróðlegt að fá að sjá, hvernig þessi trúargrundvöllur væri í hátt. Of- urlftið sýnisihorn þess skal hér gef- ið, en sfðari hentugleikum geymt að þýða allar þær 19 greinar, sem fjalla um trúna. Önnur greinin er um opinberan- ina er hún á þesas leið: “Vér trúum því, að guð hafi opin- berað sjálfan sig í náttúrunni, í mannkynssöguni og f mannshjart- anu; að honum hafi náðarsamlega þóiknast að opinbera sjálfan sig með enn Ijósara hætti guðsmönn- um, er töluðu eins og heilagur andi þrýsti þeim til að tala; og að í fyll- ingu tímans hafi hann fullkomlega opinberað sig í Jesú Kristi, orðinu sem varð hold, honum, sem er ljómi dýrðar föðurins og augljós ímynd persónu hans. Vér játum heilagar ritningar gamla og nýja testamenb Af kvenþjóðinni þótti oss Miss Elin Hall sem “Lona Hessel” leika lang bezt. Hjálm- ar Gíslason lék “Án skipasmið” og lék hann afbragðs vel. Jakob Kristjánsson sem “Hil- mar Tönnessen” var oft skringilegur mjög á Ieiksviðinu og fóiki vel skemt að sjá tilburði hans. Einar Þorgrímsson sem “Jóhann Tönnessen” og Miss Erida Samson sem “Dina Dorf” léku bæði mætavel og sama er að segja um flesta hina. Rúmsins vegna er ekki hægt að birta út- drátt úr efni leiksins í þetta sinn. Slíkt verð- ur ekki gert í fáum orðum svo nokkur mynd sé á. Leikurinn er stórkostlegur og lær- dómsríkur, eins og flestir af sjónleikjum Ibsens eru. En þó um slíkt stórskáld sé að gera og slíkt listaverk af sjónleik, er þó fásinna að halda því fram, að þetta sé ofurefli íslenzk- um leikendum-—ef þeir hafa sterkan vilja á að leggja sig alla fram og reyna til þrautar. “Félagskirkjan er á leiðinni. Mis- grip geta orðið, er umbreytingin verður frá því ásigkomulagi kirkn- anna, sem nú er, og bæöi er kloflð og veldur klofningum, en ekkert skipu- lag er fullkomið. “Eftir fáeinar kynslóðir, sem not- ið hafa þjóðlegs skipulags skólanna, tökum vér fegins hendi pokkuð breiðari, en engu síður yfirgrips- miklum skýringum trúarinnar. “Einstaklingseðli vort verður að laga sig betur eftir þörfum nágrenn- isins. Dygðina þá, að vera ánægðir og þóknast sjálfum oss, verðum vér að láta þoika fyrir dygðinni að þóknast öðrum. "Eftir því sem oss skilst, felst það ekki í hugmyndinni um félags- kirkju, að söfnuðir verði látnir hverfa, þar sem augljóst er, að þeir hafa ætlunarverk að vinna. Að svo miklu leyti, er kemur til kasta mót- mælenda trúflokkanna, merkir hún sameining hagsmuna og markmiða, með sameiginlegum framkvæmdum til mannfélagsins umibóta, um 'ð ioins að vera mnblésnar af guði og hafa inni að halda hina einu óskeik- ulu reglu trúar og lífernis, vera á- reiðanlega frásögn guðs náðarsam- legu opinberana og örugt vitni um Krist.” Eg tilfæri þessa grein um fram aðrar, bæði sökum þess, að hún myndar grundvöll allrar þeirrar guðfræði, sem 'hlnar síðari greinir hafa meðferðis, og svo hins, að hér er um það grundvailar atriði að ræða, sem varð samkomulaginu í kirkjufélaginu að fótakefli forðúm. Nú hefir einn af prestum kirkju- félagsins sannfærst um, að þessi framsetning kenningarinnar um biiblíuna sé hin eina rétta, þótt ekki sé sagt, að biblfan sé guðs orð, held- ur einungis að hún hafi það inni að halda. Það er langt frá því, að prestu-r- inn, sem hér á hlut að máli, hafí orðið minni maður í mínum aug- um fyrir, að þetta hefir fram við hann komið, né heldur fyrir hitt, að hann er svo sannleiks etekur mað- i

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.