Heimskringla - 12.09.1918, Blaðsíða 4

Heimskringla - 12.09.1918, Blaðsíða 4
4. BLAÐSJÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 12. SEPT. 191» WINNIPEG, MANITOBA, 12. SEPT. 1918 Sjálfstæðismál íslands. Engum vafa undirorpið er að kosningadag- urinn um sambandslögin verður stórmerkur dagur í sögu Islands. Þjóðin á þá að skera úr með atkvaeðum sínum, hvort vilji hennar er að hefja innreið í tölu hinna Norðurlanda þjóðanna sem frjáls og fullvalda þjóð, undir sameiginlegri konungstjórn við Danmörku, eða hvort hún vill heldur að alt sitji við sama horf og áður var. Af undirtektum þingsins að dæma, er sambandslaga frumvarp dönsku og íslenzku nefndanna var lagt fyrir það, virðist nokkurn veginn óhætt að reiða sig á að þetta muni einnig hljóta góðar undirtekt- ir þjóðarinnar. En þar sem veður er stundum fljótt að breytast í lofti, getur eitthvað það kömið fyrir, er gerbreyti öllu frá því sem nú • er. Augu þjóðarinnar geta opnast fyrir ein- hverju því, sem nú er henni hulið. Það er alls ekki óhugsandi, að frumvarpinu verði ef til vill hafnað — slíkt er algerlega undir Austur-Islendingum sjálfum komið. Raddir hafa heyrst hér vestra, er mælt hafa all-sterklega á móti frumvarpinu. Sú skoðun þá komið í ljós, að við sambandslög sem þessi séu öll helztu hlunnindin Danamegin. Þeir eiga nú að hafa komið ár sinni svo fyrir borð, að sökum auðmagns og annara yfirburða geti þeir látið Islendinga kenna aflsmunar, og kló- fest um leið alla helztu auðlegð Islands bæði til lands og sjávar. Yms rök hafa verið til- færð þessu til sönnunar—öll bygð á sam- bandslaga frumvarpinu. Þessi afstaða sumra Vestur-Islendinga er vafalaust sprottin af velvilja í garð Islands og austur-íslenzkrar þjóðar — og illvilja í garð Dana. Danahatrið er furðu rótgróið í Islend- ings eðlinu enn þá og af eðlilegum orsökum eru líkindi til, að það verði öllu lífseigara hér í landi en heima á ættjörðinni. Nánari við- kynning og aukin samvinna Austur-Islendinga og Dana, vinarþel stórs hluta danskrar þjóðar gagnvart Islandi og viðleitni danskrar stjórn- ar til þess að bæta fyrir syndir liðinnar tíðar, þetta hlýtur fyr eða síðar að hafa þau áhrif, að íslenzka þjóðin heima verði fáanleg að gleyma og fyrirgefa. — Hér í fjarlægðinni fara Islendingar varhluta af slíku, og geyma því Danahatrið í eðli sínu eins og dýrmætt ættar-einkenni! Tímarnir breytast og mennirnir með. Þessu breytingarlögmáli er íslenzka þjóðin háð engu síður en aðrar þjóðir. Stríðið mikla, sem nú stendur yfir, er vafalaust stríð þeirra stærstu breytinga, sem heimurinn hefir séð. Nú er verið að berjast fyrir tilverurétti og sjálfsákvörðunarrétti hinna smærri þjóða, og barátta þessi hefir haft meiri og minni á- hrif í öllum löndum heims. Reynslan er nú að sýna, að Danir hafi ekki farið á mis við þessi áhrif og þetta hafi orðið til þess að breyta afstöðu þeirra gagnvart Islandi og Is- lendingum. Aldrei hafa þeir lagt sig meir fram til þess að stofna til varanlegs samkomu- lags við Island og til að gera Islendinga á- nægða, en þeir nú hafa gert. Lengra gátu þeir naumast farið utan gefa eftir algerðan að- skilnað. Vér sjáum ekki, að hægt sé að færa eina einustu skynsamlega ástæðu fyrir því, að Is- lendingar ættu að halda áfram að hata Dani til eilífðar. Danir eru heldur engan veginn ó- æskileg þjóð að vera í sambandi við. I menn- ingarLegu tilliti standa þeir framarlega og í sumum greinum geta þeir með réttu talist fyrirmyndarþjóð. Sýni þeir einlæga viðleitni að bæta fyrir liðna afstöðu sína gagnvart Is- landi, virðist oss Islendingum skyldugt að, taka þetta til greina. Af öllu að dæma virð- ist nú sem blóðið sé að renna til skyldunnar fyrir Norðurlanáa þjóðunum og þær að fær- ast nær hver annari. Enda eru þær í raun og veru ein og sama þjóðin, þó þær byggi nú fjögur Iönd og tali ögn breyttar tungur. Og hver vill þræta fyrir að bandalag þeirra hald- ist ekki enn nánara í framtíðinni, og er ekki hugsandi að þær jafnvel eigi eftir að taka upp sömu tungu, norrænuna gömlu, sem minst breytta? Leggur þá ekki ísland til stærsta skerfinn? Og hví skyldum vér Vestur-Islendingar ekki treysta bræðrum vorum heima að fjalla um mál Islands svo vel fari? Hví að halda aust- ur-íslenzka þingmenn og stjórnmálaleiðtoga þau flón, að fjögra manna sendinefnd frá Dönum geti haft þá að leikfangi? Hví þessar vantrausts yfirlýsingar? Sjálfstæðis barátta Islendinga í seinni tíð gefur ekki tilefni til neins slíks; aldrei hafa þeir verið sameinaðrí eða sýnt meiri eldheitan áhuga en í fáha- málinu. Isafold, 38. tbl., gerir eftirfylgjandi at- hugasemdir við sambandslaga frumvarpið um leið og hún birtir það og virðast oss þær fylli- lega þess virði að koma fyrir augu sem flestra vestur-íslenzkra lesenda: I. Fullveldi Islands er hreint og afdráttarlaust viðurkent í frumvarpinu. Island og Danmörk eru viðurkend jafn rétthá, frjáls og fullvalda ríki. Þetta kemur berum orðum fram í 1. og 19. gr. frv. Sömuleiðis sýnir 2., 4. og 5. gr. jafnræði ríkjanna beggja. Ákvæði 17. gr. um gjörðardóminn slíkt hið sama. Sambands- lögin eru og, að konungssambandinu einu undanskildu, eingöngu bygð á samningi, þar sem hvor aðili er jafn rétthár og skuldbindur sig einungis samkvæmt sjálfs sín vilja, eins og fram er tekið í athugasemdunum við frv. Loks sýnir uppsagnarákvæðið í 18. gr. glögt fullveldi beggja aðilja, því að slíka uppsögn gæti ekki öðru en algerlega fullvöldu ríki ver- ið áskilin. Ef frv. verður samþykt og staðfest af kon- ungi, þá verður (sland fullvaida ríki í sam- bandi við Danmörku um konung og konungs- erfðir meðan núgildandi konungserfðalög gilda (þ. e. meðan afspringur Kristjáns IX. og Lovísu drotningar er til til konungserfða í Danmörku og á Islandi). II. 1. Samkæmt samningi fara dönsk stjórnar- völd með utanríkismál íslands í umboði þess um 25 ár, því þá má segja þeirri meðferð upp eftir 18. gr. Auk þess er séð fyrir því, að Island hafi menn með sérþekkingu á ís- lenzkum högum bæði í utanríkisráðuneytinu og hjá sendiherrum og ræðismönnum Dan- merkur. Einnig er Islandi fært að senda er- indreka á venjulegum tímum út um heim, auk þess sem slíkt er í athugasemdum frv. talið sjálfsagt, að verði gert framvegis sem hingað til, meðan slíkt ástand, sem nú er, helzt. Enn fremur getur fsland heimtað að senda ræðismenn og sendiherra á þá staði, þar sem nú eru engir. Þetta getur skift máli, þar sem Danmörk hefir enga slíka, en Island hefir verzlunarviðskifti, t d. sendi ræðismenn í Genua, Barcelona og víðar. 2. Jafnréttis-ákvæði 6. gr. helzt og 25 ár, en þá er kostur að segja því upp eftir 18. gr. Um jafnfréttis ákvæðið er þess að geta, að danskir ríkisborgarar hafa hér sömu rétt- indi sem íslenzkir alment, eri verða líka að sæta sömu takmörkunum. Vér getum t. d. sett í löggjöf vora, að búseta hér á landi sé skilyrði til að reka hér verzlun, iðnað o.s.frv. Þessu yrði allir búsettir erlendis að hlíta, jafnt íslenzkir og danskir ríkisborgarar og aðrir. Um fiskiveiðaréttinn er að eins undan- tekning. Hann hafa danskir ríkisborgarar, þótt eigi séu búsettir hér. En þetta skiftir ein- ungis máli um Færeyinga, því að aðrir dansk- ir ríkisborgarar nota að líkindum eigi þenna rétt að nokkru ráði. Þessi mál hefir Island eða getur tekið þau í sínar hendur, þegar viH: a. Ríkisborgararéttinn (fæðingarrétt, þegn- rétt). Sjá 6. gr. og aths. b. Fánann. Sbr. aths. við frv. c. Peningasláttu. Samkv. 9. gr. d. Fiskiveiðagæzluna. Samkv. 8. gr. e. Hæstarétt. Sjá 10. gr. 4. Það athugast, að hermál hefir Island eng- in sameiginleg Danmörku. Hlutleysi sínu lýs- ir ísland og samkv. 19. gr. Samanborið við frumv. frá 1908 er aðal- munurinn þessi: 1. óskýrt er og því mjög umþráttað meðal fræðimanna, hvort Island hefði orðið full- valda eftir frv. 1908. Eftir frv. 1918 er fullveldi landsins glögt og samband landanna því þjóðréttarlegt, en eigi ríkisréttarlegt. 2. Eftir frv. 1908 voru: a) Konungsmata, b. Utanríkismál og c. Hermál óuppsegjanlega sameiginleg. Nú eru hermál alls engin sameiginleg né konungsmata (sjá 5 gr.), 1908 var eigi séð fyrir því, að Island gæti heimtað, að menn með sérþekkingu á ís- lenzkum högum yrðu settir í stjórn utanríkis- mála. Nú er séð fyrir því. Samningar Dan- merkur og annara ríkja voru bindandi á Is- landi án samþykkis þess. Að eins var það ákveðið, að bera skyldi undir íslenzk stjórn- arvöld samninga, er sérstaklega snertu Is- land (“Medvirkning”), en nú verður sam- þykkis (“Samtykke”) réttra íslenzkra stjórn- valda að koma til um alla ríkissamninga til þess, að þeir bindi Island. Og nú er meðferð Danmerkur á utanríkismálum lslands upp- segjanleg eftir 25 ár. 3. Eftir frv. 1908 gátum vér stofnað Hæstarétt, þegar vér breyttum dómaskipun vorri (“Omordning af Retsvæsenet”) . Nú er þetta ekki skilyrði. Vér getum stofnað hæsta- rétt á Islandi án nokkurrar annarar breyting- ar á dómskipun vorri. Eftir frv. 1908 þurfti enginn íslenzkur maður að vera í hæstarétti Dana, en eftir frv. 1918 er það skylt, meðan þessi dómstóll fer með dómsvald í íslenzkum málum. 4. Eftir frv. 1908 gátum vér fyrst eftir 37 ár tekið að oss: a. Landhelgisgæzluna, b. Peningasláttuna, c. Fæðingarréttinn, d. Fánann út á við. Fæðingarréttur og fáni eru eftir frv. 1918 þegar vor mál óskorað. Landhelgisgæzlu og peningasláttu getum vér tekið í vorar hendur þegar oss þykir henta. 5. Eftir frv. 1908 skyldi dómstjóri hæsta- réttar Dana vera odaamaður í gerðardómi milli landanna en nú er ákveðið, að það skuli vera maður, er sænska og norska stjórnin nefni eftir beiðni til skiftis. Með öðrum orð- um: Svo óhlutdrægur maður, sem unt er að hugsa sér. Krafa vor hefir verið fast samband um konunginn en samningsbundið og uppsegjan- legt um þau önnur mál, er vér fengjum Dan- mörku til meðferðar fyrir oss. Þetta á nú í rauninni að eins við utanríkismál vor, því að öll önnur getum vér samkvæmt frumvarpinu 1918 tekið, er vér viljum. En utanríkismálin ein eru Danmörku falin til meðferðar 25 ár, með þeim takmörkunum, er í 7. gr. segir. Vér höfum því fengið öllum kröfum, sem vér höfum barist fyrír, fullnægt, ef frv. nær fram að ganga í báðum löndnnum. Þetta hefir alþingi vort þegar viðurkent. Frv. var borið undir sameinað alþingi á einka- fundi 17. þ.m. Var þar samþykt með nafna- kalli og með 38 atkv. tillaga um að þingið vildi ganga að frumvarpinu óbreyttu. Tveir þingmenn töldu sig ekki hafa haft næg tök á að athuga (nálið til hlítar og greiddu því ekki atkvæði. Þess er og að vænta, að íslenzkir kjósendur taki frv. eins vel og þingið. Svo og, að ríkis- þing Danmerkur samþykki gerðir fulltrúa sinna og dönsku stjórnarinnar. Hvernig keisari Rúss- lands var myrtur. Hörmuleg afdrif fyrverandi keisara Rúss- lands, Nikulásar Romanoff, eru nú löngu kunn í öllum löndum, þó af þessu hafi ekki að svo komnu borist annað en mjög óljósar og ógreinilegar fréttir. Engir neita lengur, að hann hafi á svívirðilegan hátt verið myrt- ur a8 tilhlutun Bolsheviki stjórnarinnar. Eini sjónarvotturinn að þessu, að undanskildum embættismönnum stjórnarinnar, var kaþ- ólskur prestur, sem fékk náSarsamlegast aS vera þarna viSstaddur sökum þess, aS einn “ráSherranna” var honum vinveittur. Prest- ur þessi var keisaranum persónulega kunnug- ur og fyrir tuttugu árum síSan aSstoSaSi hann viS krýningu hane sem höfuSprestur hinnar frægu Uspensk dómkirkju í Moscovr. Eftir aS aftaka keisarans var um garS gengin, lýsti prestur þessi af stóii vanþókn- un sinni yfir sk'ku athæfi Ðolsheviki stjórn- arinnar og áfaldi hana harSIega. Leiddi þetta til þess, aS skömrrAi síSar varS hann aS fara landflótta til Síberíu og hefir veriS þar í felum síSan. Skýrslu fyrir kirkju sína samdi hann þó áSur hann fór, þar hann lýsti aftöku keisarans skýrt og greinilega, og styttri skýrslu — í sögu formi — sendi hana til eins stéttarbróSur síns í New York. Lesendum til fróSleiks birtum vér hana hér á eftir í ís- lenzkri þýSingu: DODD’S NÝRNA PILLUR, góðai íyrir allskonar nýrnareiki. Lœkna gigt, bakverk og sykurveiki. Dod<Ts Kidney Pills, 50c. askjan, sex ösk> ur íyrir J2.50, hjá öllum lyísölun eöa frá Dodd’s Medicine 0o., LttL Toronto, Ont. Þann 3. síSastl. júnímánaSar, kl. 1 aS morgni dags, tróS Vassily Sideroff, yfir-lögregustjóri Bolshe- viki stjórnarinnar, sér inn í myrkra klefann, þar fyrverandi keisari Rússlands var nú geymdur — í sveitabæ einum í Viatka héraSi— og hrópaSi meS fyrirlitningar röddu: “Herra Nikulás Alexandrovich Romanoff, þér er skipaS aS mæta í réttarsalnum.” NiSja Péturs mikla, sem áSur hafSi ráSiS lífi og dauSa 200 milj. íbúa, var nú ekki sýnd meiri virS- ing, en væri hann kominn af fá- tækasta bændafólki. Keisarinn, sem veriS hafSi taugaveiklaSur og órór eftir aS- skilnaSinn viS fjölskyldu sína, er nú var geymd í klaustrinu í Tob- olsk, hrökk viS, starSi óttasleginn á lögregluþjóninn og stamaSi upp meS hásum rómi: “Eg hlýSi ySur; verSi guSs vilji.” Fyrverandi keisari alls Rúss- lands var nú fölur og tekinn ásýnd- um. Hann hafSi eins og elzt um tuttugu ár síSan hann var burt- numinn og ger útlægur. Var hann klæddur í gráan einkennisbúning óbreyttra rússneskra hermanna, meS knéhá stígvél á fótum og í víSum buxum. Eftir aS hafa klætt sig meS mestu erfiSismunum, yfirbugaSist hann alveg allra snöggvast og hné máttþrota út af á rúmstokknum. AS nokkrum augnablikum liSnum tók hann aS ná sér aftur, og skip- aSi lögreglustjórinn varSmönnun- um aS setja á hann handajárn á meSan hann væri leidur til réttar- salsins. Eg var sjónarvottur aS öllu, sem viS bar á hinum síSustu og skelf- ingarríku dögum þessa fyrverandi keisara vors. SíSan hann var burt- numinn frá Tobolsk hafSi mér ver- iS leyft aS koma til hans iSulega og veita honum andlega huggun, fyrir áhrif eins of Bolsheviki ráS- herrunum, sem enn var ekki ger- snauSur af virSingu fyrir því trúar- lega. Réttarsalurinn var í einu af stór- hýsum þorps þessa, og þrátt fyrir hve snemma morguns þetta var, var hann fullur af hermönnum RauSu varSsveitarinnar og póli- tiskum leiStogum Bolshevikanna í þessu héraSi. Fyrrum hékk á bak- vegg sals þessa mynd af Nikulási keisara og fyrirrennurum hans. Nú hékk þ'ar aS eins hinn rauSi fáni stjórnarbyltingarmanna og spjald, er þessi einkunnarorS voru letruS á meS stórum rauSum 8töfum: ‘öreigar allra landa, sam- einistl’ Þessi dómstóll Bolsheviki stjórn- arinnar samanstóS af sjö meSlim- um, er sátu alvarlegir á bak við langt borS, er sjö logandi kerti stóSu á. Voru dómarar þessir all- ir málsmetandi leiðtogar Bolshe- viki flokksins í þessu héraSi. Einn þeirra var feitur timburverzlunar- maSur, 'pólitíkus’, og útgefandi þorpsblaSsins; annar dómarinn var verkamaSur frá einni Bolshe- viki verksmiSjunni; þriSji var knæpu eigandi, og þannig hélt þaS áfram. Einn þeirra, Filipoff aS nafni, hafSi áSur veriS náms- maSur, sem dæmdur var í útlegS til Síberfu á ríkisárum keisarans og geymdur þar fangi í sex ár, en var nú í tölu öflugustu fylgjenda Bol- sheviki stjórnarinnar í Viatka. Yf- irdómarinn hét Kyris og hafSi áS- ur veriS hestasveinn viS hirSina, en sendur í útlegS til Síberíu af lögreglunni, fyrir aS hafa móSgaS Rasputin munk, er hann hélt vera flæking í lystigarSi hallarinnar. “Herra Nikulás Alexandrovich Romanoff, þú ert sakaSur um aS hafa stofnaS til samsæris meS því markmiSi, aS kollvarpa þeirri frjálsu stjórn rússneskrar þjóSar, sem nú er viS völdin, og aS hafa gert tilraunir aS koma á fót stjórn fyrverandi skelfinga,” byrjaSi yf- irdómarinn hægt og meS mikilli á- herzlu. “Hverju hefir þú aS svara til svo alvarlegrar ákæru?" spurSi timburverzlunarmaSurinn gild- vaxni og néri saman höndum me$ sigri hrósandi svip. Keisarinn leit til dómaranna, svo- til hinna mörgu hermanna RauSu varSsveitarinnar er nú voru sam- an komnir í þessum illa lýsta sal. Virtist hann í svipinn vera ruglaS- ur og ekki geta komiS upp orSi. Um stund ríkti dauSaþögn í rétt- arsalnum. “Hvers vegna talar þú ekki?” spurSi sjötti dúmarinn — fyrver- andi vikadrengur eins af herberg- isstjórum keisarans. “Ákæran er lýgi. Eg hefi aldrei gert samsæri gegn þjóS lands míns —aldrei. SíSan útlegS mín hófst hefi eg veriS undir strangri gæzlu og —- og”, sagSi keisarinn og orS- in dóu í hálsi hans. Tilfinningar hans yfirbuguSu hann alveg. Dóm- ararnir litu hver til annars meS þýSingarmiklu augnaráSi. ÞaS leyndi sér ekki, aS keisar- inn var í mestu hugaræsingu og yfirkominn sökum þeirrar meS- ferSar, er hann varS nú aS sæta. Hann hugaSi í kring um sig eins og hann væri aS skygnast eftir sæti. “Vill nokkur ykkar, félagar góSir, vera lögmaSur fyrir Nikulás Romanoff?" spurSi timburverzlar- inn feiti meS uppgerSar tilfinn- ingasemi, eins og til aS sanna, aS þessi dómstóll fólksins væri hinn réttlátasti. Hermenn RauSu varSsveitar- innar öskruSu hver í kapp viS ann- an og einhver á meSal áhorfend- anna svaraSi: “Þessi fyrverandi einveldisstjóri ætti aS kunna lögin og geta variS sig án lögmanns.”— "Bravó!” hrópuSu aSrir. “Herra Romanoff, ef þú hefir ekkert meira aS segja, er þýSing- arlaust fyrir okkur aS eySa tíma yfir þér. ViS erum hér eingöngu til aS úrskurSa í þessu máli og aS tilkynna dóminn”, sagSi yfirdóm- arinn, baSaSi út höndum í ákafa og hrækti yfir borSiS á gólfiS. Fimti dúmarinn skipaSi þá ein- um þjóninum aS færa sér flösku af víni og nokkrar brauSsneiSar, og eftir aS hafa fengiS ósk sinni fullnægt, tók hann aS snæSa meS góSri lyst viS réttarsals borSiS. HvísluSust nú dómararnir á um stund, og risu svo á fætur og fóru inn í hliSarstofu salsins. En á meSan var keisarinn látinn standa á milli fjögra hermanna, er um- kringdu hann meS dregnum sverS- um. Áhorfendurnir voru teknir aS verSa hávaSasamir. Raddir hér og þar hrópuSu: "HengriS harSstjórann! NiSur meS einveld- isstjórann!” Keisarinn virtist finna á sér, aS eitthvaS ilt væri í aSsigi, athugaSt hin glottandi andlit í kring um sig og um hann fór eins og kulda- hrollur. Eftir nokkur augnablik komu dómararnir allir til sæta sinna, tal- andi og tyggjandi eSa reykjandi vindlinga. Þegar þeir voru komn- ir í sæti sín, stóS yfirdómarinn á fætur aftur, barSi hnefanum í borSiS og hrópaSi: “Herra Nikulás Alexandrovich Romanoff, þar sem dómstóll fólks- ins í Viajhka héraSi hefir athugaS vandlega kærurnar gegn þér og fundiS þaer hafa viS sannleikann aS stySjast, ertu hér meS úrskurS- aSur sekur um landráS gegn þjóS- inni og tilraunir aS koma af staS stjórnarbyltingu. Dómstóll þessi

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.