Heimskringla - 12.09.1918, Blaðsíða 5

Heimskringla - 12.09.1918, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 12. SEPT. 1918 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA dæmir þig til dauSa og aS þú sért skotinn.” Keisarinn, er aS þessu KafSi reynt aS hafa stjórn á sjálfum sér, yfirbugaSist nú alveg og urSu her- mennirnir aS grípa hann og verja hann falli. Hinn tötralegi skríll þarna í áhorfenda salnum klapp- aSi lof í lófa viS dómsúrskurSinn; stóSu þá dómararnir allir á fætur sem leikendur á sviSi og hneigSu sig til beggja hliSa,, sem vissu þeir sig nú vera í augum fólksins sann- ar hetjur og föSurlands vini. 1 milIitíSinni hafSi keisarinn náS sér ögn og stamaSi meS veikri röddu: “VerSi guSs vilji. En sýniS miskun konu minni og bömum. Eg mun deyja saklaus af þeim kærum. sem á mig eru nú bornar.” Hann reyndi aS segja eitthvaS meira, en hávaSinn þarna inni var nú orSinn svo mikill aS ekki heyrSust orSaskil. Nær dauSa en lífi var nú þessi fyrverandi valdhafi stæTsta keis- araveldis veraldar borinn út af varSmönnunum. Honum var ekiS í kerru frá rétt- arsalnum til aftökustaSarins, og á eftir kerru hans komu fimm aSrar kerrur, þéttskipaSar hermönnum RauSu varSsveitarinnar og dóm- urunum. Mér var leyft aS vera í kerru keisarans og gerSi eg mitt ítrasta aS tala í hann kjarkinn, er var nú óSum aS þverra viS þessa miklu eldraun, og byrlaSi honum af huggun trúar vorrar til síSustu stundar hans. Klukkan var nú rúmlega tvö. Til beggja hliSa viS keisarann sátu hermenn úr RauSu varSsveitinni. Fyrir utan voru Kósakkar á hest- baki. Ásjóna keisarans var sem á liSnu líki. “Hvert er veriS aS fara meS mig?” spurSi hann annan vörSinn meS hásri röduu. VerSirnir litu hvor til annars og svöruSu ekki. MeS miklum erfiSismunum tók keisarinn af hálsi sér kross settan gimsteinum, merktan krúnu keis- araveldisins fyrverandi. Rétti hann kross þenna aS öSrum verSinum og stamaSi: “FærSu þetta syni mínum. BerSu börnum mínum hinstu kveSju mína og segSu þeim aS eg muni hitta þau í lífinu fyrir handan.” VörSurinn gerSi sér upp hósta, virtist verSa órólegur og þagSi. Hann horfSi á krossinn, svo á fé- laga sinn og var á báSum áttum hvort hann ætti aS taka viS þessu. “Eg sé, aS þú hefir giftingar- hring á fingri. Þú hlýtur aS vera giftur og átt ef til vill börn sjálf- ur. Viltu ekki gera þessa hinstu bón mína?” hélt keisarinn áfram í bænarrómi. "Jæja, ef til vill vil eg þaS,” stamaSi vörSurinn og tók viS krossinum. Líkamsþrek keisarans var nú yfirbugaS og hneig hann( aftur á bak í sætinu. Hestarnir voru aS verSa þreytt- ir, því þetta var heit sumarnott. Nú var snúiS út frá alfaraveginum og aS lokum numiS staSar á hæS, er umkringd var furuskógi. Fang- inn stundi þunglega. VerSirnir opnuSu dymar og báru hann út. Enn var dimt. Lítil rönd kom- andi dags blikaSi fjærst í austri. Fyrverandi valdhafi Rússlands reikaSi frá kerrunni studdur af varSmönnunum. Nokkur augna- blik starSi hann í kring um sig eins og í leiSslu. HiS svala morgunloft var hressandi og einn af hermönn- unum bar honum glas af köldu vatni. All-langt í burtu frá kerr- unni hylti undir hinar skuggalegu myndir hermanna RauSu varS- sveitarinnar og dómaranna, er hreyfSu sig til og frá meS luktir í höndum, og fyrir aftan þá sást móta fyrir gálgpnum. Þögn grafarinnar hvíldi yfir þessum «taS. UmhverfiS var drungalegt og draugalegt í augum fangans og allra snöggvast byrgSi hann fyrir augu. Var hann auS- sýnilega aS reyna aS átta sig á, hvaS fyrir honum myndi nú liggja. “HvaS — guS minn góSur — hvaS á aí gera — hér?”spur8i hann verSina og starSi á gálgann. VerSirnir svöruSu honum engu. ViSarbekkur var þarna og fang- inn, enn í handajárnum, hneig niS- ur á 'hann, titrandi og óttasleginn. Nú risu umræSur út af því, hvort mér, prestinum, skyldi leyft aS taka á móti hinstu syndajátningu fangans. Hér tók eg kröftuglega til máls og minti þá á hinn áhrifamikla em- bættismann, er heimilaS hefSi mér rétt til þess aS vera meS keisaran- um til síSustu stundar. Eg skoraSi á þá drengskapar síns vegna, aS kvelja ekki aS óþörfu hjálparlaus- an fanga. Á endanum var mér leyft aS gegna mínum helgu skyld- um, þó háSsyrSum væri aS mér beint úr öllum áttum. Eftir aS eg hafSi blessaS fang- hann meS hinum helga krossi, las eg bæn og úthlutaSi honum svo sakramentinu. Keisarinn opnaSi augun og mælti meS lágri grát- þrunginni röddu: “FaSir—guS blessi þig—berSu blessun þína fjölskyldu minni — konu minni. HvaS—ætla þeir aS gera viS mig? Svo hné þessi eitt sinn voldugi maSur niSur á bekk- inn og lá þar hreyfingarlaus. VerSirnir reistu hann viS og buSu honum vatn aS drekka. Eg helti á glas af hinu helga messu- víni og hélt því aS vörum hans. Hann tæmdi glasiS og virtist styrkjast viS. Svo leit hann upp til mín bænaraugum og mælti meS ósamanhangandi orSum: "Fólk mitt—sonur minn—skyldi þaS fá aS sleppa? Vesalings— kona mín—og börn.. Hver verSa endalokin?” OrSin dóu á tungu hans. Lögreglustjórinn gaf hermönn- unum bendingu aS færa fangann til gálgans. Fanginn gat nú tæp- lega gengiS. Ásamt hermönnun- um studdi eg hann. Hin helga huggun trúarinnar veitti honum styrk aS ná ögn haldi á hugsunum sínum. Eg mæltist til viS lögreglustjórann aS fanginn fengi aS tala. ViS merki frá dóm- urunum var þetta veitt. Eftir aS hafa drukkiS glas af vatni blönd- uSu meS víni, talaSi keisarinn nokkur orS meS titrandi en á- heyrilegri röddu: “GuS sé mér vitni, aS eg reyndi —mitt bezta—fyrir land mitt og þjóS—alt mitt líf. En eg var fangi-----fangi eins og eg er nú.” “Haltu áfram,” örfaSi eg hann og hélt í hönd hans stöSugt á meSan. "Eg var svikinn — táldreginn — hrjáSur. Ó, guS minn, — hve nær hlaut eg sanna lífsánægju — lífsstundir mínar?” Hermennirnir og dómararnir hlógu. Raddir hér og þar tóku fram í: “HvaS ura harSstjórn þína? HvaS um kúgun þína og aftökur? HvaS um lögreglu þína? HvaS um þær mörgu þús- undir flæmdar til Síberíu?" Keisarinn fékk ekki haldiS á- fram. Eg baS aS mér væri leyft aS heyra síSustu orS hans í einrúmi, án þess viS værum nokkuS ónáS- aSir. Dómararnir veittu náSar- samlegast hálfa klukkustund til slíks. Á þessum tíma hvíslaSi fang- inn aS mér í sundurlausum setn- ingum því, sem hann hefSi getaS sagt. Eg lofaSi aS birta þjóS hans orS þessi viS fyrstu möguleika. "Eg er—hræddur viS stríS eft- ir þetta stríS,” hvíslaSi hann. “Skelfileg ógæfa vofir yfir heimi öllum. Þetta er barátta hins dýrs- lega manns gegn hinum þroskaSa manni. Trúin ein fær bjargaS mannkyninu frá eySileggingu.— Rússland er nú stórt eldfjall. Eg sé—loga eySileggingar og angist- ar, en sömuIeiSis dögun—nýrrar menningar.” Hann sagSi mér frá hinum margvíslegu hindrunum, er komiS hefSu í veg fyrir góSar fram- kvæmdir hans gagnvart þegunm sínum. Hann lýsti því yfir, aS skoSun hans væri, aS Rússland myndi aldrei verSa ánægt undir lýSveldisstjórn og sízt af öllu und- ir jafnaSarmanna fána. AS eins frjáls, haganleg konungsstjórn! myndi hæf fyrir Rússland. Enn fremur sagSist hann aldrei hafal viljaS landi sínu neitt ilt - þetta! illa hefSi veriS framkvæmt af “klikkunni” er umkringdi hann. “DauSi Rasputins var stórt á- fall fyrir mig. Innan um alt falsiS og í hinu hræsnisfulla andrúmslofti viS hirSina, var hans ljúfa sveita- mannseSli hressing fyrir mig. Hann var góSur og velviljaSur maSur, er skildi sál Rússlands." Lögreglustjórinn benti mér, aS aftakan yrSi aS byrja. Eg hélt krossinum fyrir framan augu keis- arans. “HafiS miskun meS konu minni og börnum.' GuS hjálpi Rússlandi,” voru síSustu orS hans. tækju hinum nýja sambandssátt- mála, barst honum svofelt svar- skeyti: Khöfn, 3. ágúst. Norsk blöS birta frumvarpiS í heild. "Tidens Tegn” óskar báS- um þjóSunum til hamingju meS þaS, hve giftusamlega hefir tekist og segir aS framkoma dönsku full- trúanna hafi veriS sú, aS vegur Danmerkur hafi eflst viS þaS. — “Aftenposten” segir aS samning- arnir hafi vakiS almenna gleSi bæSi í Noregi og SvíþjóS. ------ “Handels og Söfartstidende” óska báSum þjóSum til hamingju og segja, aS hin fram úr skarandi heppilegu málalok hafi vakiS mik- inn fögnuS í Noregi. — “Morgen- bladet” segir, aS þaS verSi fagn- aSardagur, þegar samningarnir verSa staSfestir, einnig fyrir hin önnur NorSurlönd. Hermennirnir færSust í stell- ingar meS hlaSna riffla í höndum. Allir stóSu á öndinni, sem væru þeir aS horfa á átakanlegan sorg- arleik. Keisarinn virtist nú aS- fram kominn, áreynslan og hin dýrslega meSferS hafSi yfirbugaS hann. Fjórir verSir báru hann frá bekknum og bundu hann viS stoS. Lögreglustjórinn lyfti upp hend- inni, tuttugu rifflar kváSu viS— og Nikulás Romanoff var ekki lengur í lifandi manna tölu. Síra Jónas Jónasson sagnaskáld, frá Hrafnagili. (Eftir lsafold.) Hann lézt hér í bænum þann 5. ágúst eftir mikla vanheilsu svo ár- um skiftir, er ágerSist smátt og smátt, og hefir nú aS lokum dreg- iS hann til dauSa. Síra Jónas hafSi tvo um sextugt, 2 dögum miSur, er hann lézt. Var fæddur 7. ágúst 1856 aS Úlfá í EyjafjarSardölum. Voru foreldrar hans Jónas Jónsson læknir, síSar bóndi á tunguhálsi í SkagafirSi og kona hans GuSríSur Jónsdóttir frá HalldórsstöSum í EyjafirSi. Síra Jónas heit. var stálpaSur nokkuS orSinn, er hann var settur til menta. ÚtskrifaSist úr Latínu- skólanum 1880 m. a. meS þeim Hannesi Hafstein, Jóni Jacobson, Pálma Pálssyni o. s. frv. Voru þetta gáfu og skáldmentamenn og mun þegar í skóla hafa fariS aS bera á skáldskaparhæfileikum síra Jónasar. GuSfræSisprófi lauk síra Jónas 1883 og vígSist þá þegar og gerS- ist prestur í Landprestakalli. En ári síSar (5. okt. 1884) fékk síra Jónas Grundarþing í EyjafirSi og settist aS á Hrafnagili. ÞjónaSi því prestakalli um 26 ár, unz hann varS fastur kennari viS Gagn- fræSaskólann á Akureyri voriS 1910. Prófastur var hann í Eyja- fjarSarsýslu árin 1897-1908. --- Kennaraembættinu varS síra Jón- as aS sleppa í fyrra haust vegna heilsubrests. Kvæntur var síra Jónas (12. maí 1884) Þórunni Stefánsdóttur Ottesen bónda í HlöSutúni. Lifir hún mann sinn ásamt 4 uppkomn- um sonum, en 3 syni og eina dótt- ur mistu þau hjón, auk þriggja fósturbarna. Synir þeirra, er lifa, eru: Jónas læknir, síra FriSrik prestur aS Útskálum, Oddur verzl- unarmaSur, í þjónustu ísl. sam- vinnufélaganna í Khöfn og Stefán verzlunarmaSur í Reykjavík. Ritstörf síra Jónasar munu lengi halda nafni hans á lofti meS ísl. þjóS. Sögur hans í gömlu ISunni áttu aS maklegleikum mikilli hylli aS fagna, svo látlausar, en ramís- lenzkar lýsingar úr sveitalífinu. ViS frumlega skáldskapargerS átti síra Jónas minna á seinni árum, en þess meira viS þýSingfar og inti hann mikiS starf af hendi viS tín>a- ritiS “Nýjar kvöldvökurí” Sem manni fór jafnan einstakt sæmdarorS af síra Jónasi og var hann ástsæll mjög af sóknarböm- um og lærisveinum. Svo innilegar skilnaSar-kveSjur, sem honum voru goldnar, er hann lét af kenn- arastörfum viS GagnfræSaskól- ann, eru fágætar. Er hér því á bak aS sjá bæSi merkum rithöfundi á fslenzka tungu og ágætismanni. Norðurlandablöðin og Sambaadsmálin. (Isafold.) ForsætisráSherrann sendi um daginn símleiSis fyrirspurn til Jóns Krabbe skrífstofustjóra um þaS, hvemig blöSin á NorSurlöndum “Göteborgposten” flytur grein meS fyrirsögninni: “FjórSa ríki NorSurlanda ” og lætur í ljós á- nægju sína út af því, aS fjórSa rík- iS á NorSurlöndum skuli nú vera orSiS fullveSja. — “Göteborg Handels og Söfarstidende" segir aS Danir muni tæplega bíSa nokk- urn halla viS samninginn, en hann sé Islandi og NorSurlöndum til stórg&gns. Bendir blaSiS sérstak- lega á þaS, aS þetta sé hinn íyrsti sambandssamningur, sem annar málsaSili getur sagt upp og telur blaSiS aS samningurinn geti aS mörgu leyti orSiS fyrirmynd samn- inga milli annara þjóJSa. Mikilsmetin sænsk blöS, svo sem "Dagens Nyheter” og “Syd- svenska Dagblad” flytja langar ritstjórnargreinar um máliS og benda sérstaklega á hversu gleSi- legt þaS sé fyrír norræna menn- ingu, aS Island sé tekiS í tölu NorSurlanda, sem sjálfstætt og hlutlaust ríki í frjálsu bandalagi viS Danmörku. "Stokkholmstidningen” bendir á þaS, aS sambandiS sé enn sem komiS er eigi hreint konungssam- band, en aS þaS sé þó frábrugSiS sambandi NorSmanna og S.vía í því, aS fundnar séu sérstakar leiS- ir til þess aS vernda hagsmuni Is- lands í sambandinu. “Göteborg Morgenpost" segir aS fyrirkomulagiS sé íhugunarvert vegna þess, aS þaS muni leiSa til þess, aS losa um tengslin viS Dan- mörku. , Krabbe. Þessar undirtektir NorSurlanda- blaSa fara aS líkindum og má oss vel líka hversu sæmilega bræSra- þjóSir vorar biSja oss Islendinga vera velkomna í hóp hinna full- valda ríkja. Gefur þaS von um góSa og giftusamlega samvinnu í framtíS. ------o------- .............. . -*\ Islands fréttir. i ......i Samsæti var Árna Eggerfcssyni haldið í I ðnaðarinannahúsi nu á þriðjudagskvöld. Sátu það um 50 manns. Benedikt Sveinsson alþm. hélt aðalræðuna fyrir heiðursgest- inum. 1000 kr. gjö'f 'barst land.sspitala- sjóðnum í gær frá dönsku sendi- n'efndinni. Sýslumannsembættið í Barðastr.- sýslu er veitt Einari M. Jónassyni aðstoðarmanni 1 stjórnarráðinu. Pétur Sigurðsson bóndi í Hrólfs- skála á Seltjamarnesi lézt 6. ágúst eftir þriggja vikna legu en langa vanheiJsu undanfarið. Var hann faðir Sigurðar skipstjóra á G-ullfossi. Bein Jóns Arasonar Hólabiskups hyggur Gaiðbr. Jónsson sig ef til vill hafa fundið norður á Hólum 1 nýaif- staðini ferð til að rannsaka forna kirkjustaði. Hafði hann beinin með sér suður og eru þau geymd til bráðabirgða á Þjóðmenjasafninu og verða þar rannsökuð af lækni. Vill Gnuðbr. ekkert fullyrða urn beinin fyr en rannsókn þeirri er lokið. Grasbresturinn um land alt er vá- gesturinni mesti, sem nú kreppir þjóðina köldum tökum. Eina bjarg- ráðið að afla sem mestra birgða af fóðurbætir: síld, síldarmjöli og síldarolíu. Nýlega er látinn að Bjamastöðum í Dölum Magnús Guðlögsson smá- skamtalæknir, kominn sm ejötugt. Magnús þótti mjög heppinn læknir og fór orð af honum um aágranna- sveitir hans og var hann mikið eótt- ur um eitt sksið. Tangs verzlun á ísafirði kvað nú vera seld af nýju—kaupaadinn nú Magnús Torfason hæjarfógeti. Aukaþing er ráðgert 1 september næstkomandi til þess að fjaila um sambandsmálið áður en það verður borið undir þjóðaratkvæði, en það mun fram fara í hauet. Aþingi á að koma saman þ. 2. eep. til þess að fjalla um sambandsmál- ið og vænitanlega verður tækifærið notað til að iframkvæma stjórnar- skifti—segir ísafold. Gúsitav Grönvold útgerðarmaður varð bráðkvaddur aðfaranótt mið- vikudags, lézt í sveifni, var heilbrigð- ur um kvöldið, en örendur í rúminu um morguiniinn. Hiann lézt á skips- fjöl Willemose norður á Siglufirði, var að fara þangað til atvinnurekst- urs síns. Hann var kornungur mað- ur, liðlega tvítugur, áhugasamur og dugandi við störf sín og drengur bezti. Kvæntur var hann Margréti Magnúsdóttur (Vigfússonar dyra- varðar) og áttu þau 2 ungbörn. Jarðskjálfltar hafa fundist hér i bre og austur um land við og við f þessari viku. Aðfaranótt þriðju- dags kom all-snarpur kippur ki. rúmlega háMtóM og annar á öðrum tímanum og smáhræringar næstu daga. Síldveiðin gengur afskaplega tregt svo sumir botnvörpungarnir eru gevhættir að reyna að veiða. — Sænska efldin, 50,000 itunnur, verður sennilega send til Svfþjóðar á segl- sikipum. — ísafold. Elzta manneskja er dó hér á landi siðasta ár, mun hafa verið Bagn- heiður Jónsdóttir í Fiatey. Hún var fædd 9. febr. 1818 á Kinnastöð- um í Reykhólasvei't, en dó 13. janú- ar 1917 og var því 99 ára að aldri. Kolaskip eitt mikið kom hingað í gær (16.) frá Englandi með farm til landsstjórnarinnar. Skipið er þrí- möstruð skonnorta og helfir með- ferðis 2,846 smál. af kolum: það var 17 daga á leiðinni frá Englandi.— Sagt er að skipið risti svo djúpt, að það komist ekki inn á höfnina og enn þé liggur það íyrir akkerum út af hafnarmynninu. Tvö koiaskip höfðu lagt af stað frá Englamdi til Íslands um líkt leyti og seglskipið stóra sem hingað kom í gær. Ættu þau skip að geta komið iihngað næstu daga, ef ekkert slys hfir hent þau. Gullfoss fer héðan ekki fyr en á morgun (20.) vestur um haf. Meðal farþega verða: Emil Nilsen fram- kvæmdarstjóri, Magnús Kjaran verzlunarstjóri, Sigfús Björnsson verzl.m., Árni Eggertsson og dóttir hans, ungfrúrnar Guðrún Jónas- dóttir frá Sóiheimiatumgu og Sigríð- ur Sigurðardóttir, frú Guðrún Jón- asson, Kjaran Þorvarðsson, Sigurð- ur Kjártamsson raflm.fr. og kona austan úr Rieyðarfirði með 3 börn. Mestan heyskap f fyrrasumar munu h’afa haft þe&sir ibændur og búhöld- ar: 1. Eggert Briem í Viðey, þar með talinn heysktpur hans allur á Esju- bergi, í Viðey og Reykjavík um 4,000 hestar. — 2. Halldór skólastjóri Vilhjálmsson á Hvanneyri 3,700 h. — 3. Jón bóndi Pálmason á Þingeyr- um 3,200 h. — 4. Davíð bóndi Þor- sbeinsson á Arnbjargarlæk (hefir 4 jarðir undir) 2,700 ih. — 5. Sigurður sýslumaður ólafsson í Kallaðarnesi 2,600 Ihesta. -----o---- Czeko- Sloyakar í símskeytum hefir verið sagt, frá ýmsum afreksverkum Oheko-Slovaka í Rússlandi og hafa þeir farið þar víða um og verið Maximalistum hinlr erfiðustu. Þeir eru þannig til Rússlands komnir, að þeir gengu í upphafi ó- friðarins í heilum herfylkingum úr her Austurríkfemanna og yfir til Rússa og er taJið að þeir hafi orðið alt að 200 þúsundum. Hafa þeir lengi unað illa yfirráðum Austurrlk- ismanna og hata þá eins og pestina. Og þegar Maximalistar sömdu frið við Miðveldin, var svo um sainið milli Rússa og bandamanna, að her- sveitir C.Sl. yrðu fluttar austur að Kyrrahafi, en þaðan átti að flytja þær til Frakklands. En Maximalist- ar efndu ekki þau loforð; Checo-Slo- vakar komust þó austur í Sfberfu og gengu þar í lið við gagnbyltinga- menn og mun vera aðalstyrkur þeirra. Kamist hafa sumar herdeildir þeirra alla leið austur í Vladivostok og líklega hafa Maximalistar fyrst ætlað að senda þá alla austur, en séð sig um hönd síðar. Er sagt frá því, að yfirforingi Cheeo-Slovaka f Vladivostok hafi í lok júnímánaðar sett Maximalistastjórninni þar tvo kosti og tilkynt henni, að hann myndi afvopna her Maximalista l>ar cystra, ef löndum sínum yrði ekki leyft að fara ferða sinna austur um Sfberíu til Vladivostook. Gaf hann stjórninni hálftíma frest til umhugs- unar, en er hann fékk ekkert svar, tók hann þegar að framfylgja hótun sinni. Var lítið viðnám veitt og náðl hann borginni á sitt vald nærri or- uistulaust og fékk síðan þeim mönn- um stjórn f hendur, sem þar liöfðu áður verið við völd. Nú mun svo komið, að Oheco-Slo- vakar nminu alveg horfnir frá því að fara austur og þaðan til Frakk- Iands, síðan gagnbyliingin í Rúss- landi fór að magnast og bandamenn skárust þar f leikinn. Er nú talið, að þeir hafi Sfberíu að miklu leyti á sínu valdi og stafar Maximalistum mikil hætta af þeim, ekki sízt fyrir það, að þeir gela algerlega hindrað allu aðflutninga á inabvælum frá Síberíu til Rússlands. — Vísir. B0RÐVIÐUR MOULDINGS. ViS höfum fullkomnar birgSir af öllum tegundum Verðskrá verður send hverjum þeim er þess óskar THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Telephone: Main 2511 LOÐSKINN! HÚÐIRI ITLL! Ef þér viljið hljóta fljótustu skil á andvirði og hæsta verð fyrir lóðskinn, hútir, ull og fL sendií þetta tU. Frank Massin, Brandon, Man. Dept H. Skrifið eftlr prísum og shipping tags. RJOMI KEYPTUR Vér tutkjma eftir viðskiftavinum, gönrlum og nýjum, á þeesu siunrL — Rjómaaendingum sint á jain-skUvíslegan hátt Og áðun Heasta v«rð borgað og borgun send strax og vér höfum meðbokið rjómann. SKRZFIÐ OSS EFTIR ÖLLUM UPPLÝSINOUM Um &MtSan)e(k vorn víaum vér tfi Hnion Bank og við&ktfta- vfna vorra azuiara. Nefnlð HeimBkringlu er, bfr skrifið MAHITOBA CREAMERY CO. LTD. 609 Witttam Ave. Winnflpeg, Mwttoba. ss

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.