Heimskringla - 19.02.1919, Side 4

Heimskringla - 19.02.1919, Side 4
4. BLAÐSIÐA HEIMSKRINGLA WINNIPEG, 19. FEBR. 1919' WINNIPEG, MANITOBA, 19. FEB. 1919 Athugunarverð til- laga. Á öðrum staÖ í blaðinu birtist velrituð grein eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót, fyrver- andi alþingismann á Islandi. Fjallar grein þessi um hina nývöknuðu þjóðernishreyfingu á meðal Vestur-íslendinga og hina fyrirhug- uðu stofnsetningu vestur-íslenzks þjóðernis- félags. Höfundurinn framsetur þá skoðun sína, að í þjóðernismálinu íslenzka engu síð- ur en öðrum málum, verði menn að taka til greina reynslu liðna tíméuis og læra af henni. Hvað stofnun þjóðemisfélags snertir hafi Vestur-Islendingar fyrir sér gott dæmi, sem sé þjóðernisfélag Norðmanna, og af því dæmi geti þeir lært og tekið það sér til fyrirmyndar. Norðmenn hafi myndað þjóðernisfélag með því fyrirkomulagi, að aðalstöðvar og aðal- stjóm félagsins er heima í Noregi og undir- deildir í öðmm löndum þar Norðmenn búa. Telur höfundurinn fyrirkomulag það hið heppilegasta og æskilegt fyrir oss Islendinga engu síður en Norðmenn. Þó vér séum höfundinum ekki að öllu leyti samdóma hvað þetta snertir, erum vér honum þakklátir fyrir hans góðu skýringar í þessu þýðingarmikla máli vor Vestur-Islendinga, og að sjálfsögðu verður tillaga hans lögð fyrir hinn væntanlega þjóðernisfélags stofnunar- fund og tekin þar til umræðu. Áríðandi er, að fleiri fróðir og ritfærir Vestur-Islendingar láti nú til sín heyra og hreyfi tillögum í sam- bandi við hina fyrirhuguðu félagsmyndun. Vér ljáum þakksamlega rúm öllum greinum um þjóðernismálið, sem ritaðar eru af áhuga fyrir málefninu og vilja að ljá því fylgi. Vestur-íslendingar standa nú á gatnamót- um. Tvær leiðir liggja fram undan, önnur stefnandi frá íslenzkunni og öllu, sem íslenzkt er, hin í áttina til viðhalds “ástkæra, ylhýra málsms” og allra dýrmætra séreigna vorra, oss til uppbyggingar sjálfum og þjóðinni, er vér erum nú partur af. Hverja leiðina ætlum vér að velja? «—. - ------------------- - - - - Stjórnarskrá “Sovíet” lýð- veldisins rússneska. Blaðið Telegram hér í Winnipeg birti ný- skeð í heilu lagi stjórnarskrá “Soviet”-lýð- veldisins á Rússlandi. Að sjálfsögðu hefir slíkt skoðast hið mesta nýnæani af Iesendum enskra blaða hér, því þó margt og mikið hafi verið ritað og rætt um núverandi stjórnarfar Rússlands, þá hefir slíkt eðlilega eigi haft stór- vægilegan fróðleik til brunns að bera. Rúss- Iand hefir í seinni tíð mátt heita algerlega ein- angrað frá umheiminum og þar af leiðandi afarmiklum örðugleikum bundið að fá þaðan áreiðanlegar fréttir. Helztu fréttir, sem það- an hafa fengist, hafa borist með ferðafólki, er við og við hefir verið að koma þaðan og oft eftir að hafa dvalið þar lengi og öðlast ítarlega þekkingu á ástandi öllu þar í landi. En því miður hefir þessu ekki verið gefinn sá gaumur, sem skyldi; margir hafa skoðað slíkt sem lítt ábyggilegar blaðafréttir og sem stórt áhættuspil væri að taka mikið mark á. •— Á þenna hátt, fyrir milligöngu ferðafólks frá Rússlandi hefir umheimurinn þó fengið vrtneskju um helztu athafnir Bolsheviki- stjórnarinnar. Þannig hafa fréttir borist um hið skelfilega ofríki núverandi æðstu vald- hafa rússneskrar þjóðar, sem eigi hafa hikað við ógurlegustu grimdarverk og manndráp til framfylgingar þeim lögum, dða ólögum öllu heldur, sem þeir sjálfir hafa skapað og sett í gildi. Heilar stéttir þjóðarinnar hafa orðið fyrir þeim ofsóknum, p* vart verður með orð- um lýst. Fólk svo ólánsamt að tilheyra þeim stéttum, er ofsóknum þessum hefir verið beint að, verið hrjáð og kúgað á allar Iundir, hnept í varðhald án nokkurrar miskunnar og strá- drepið niður hópum saman. Um hve stór- kostleg slík manndráp á Rússlandi hafa verið, er að svo komnu eigi staðfest með ítarlegum skýrslum. Svo mikið er þó víst, að saga Bolsheviki stjórnarinnar er saga æsts hefnd- arhugs meðhma þessarar stjórnar gegn viss- um stéttum landsins og sem náð hefir fram- gangi í svívirðilegulm grimdarverkum og manndrápum. Engir hugsandi menn neita, að meiri jöfn- uður þurfi að komast á í heiminum. En eigi er þó þar með sagt, að þeim jöfnuði verði eingöngu hrint í framkvæmd með svæsnasta ofríki og blóðsúthellingum. Sú jöfnunar- stefna, er sprottin af dýrslegri grimd mann- eðlisins og á ekkert skylt við sanna mannvits þroskun. Sumir kunna ef til vill að halda fram, að á Rússlandi hafi slík stefna verið réttlætanleg, ástandið þar verið ólíkt og í öðrum löndum; þjóðin átt við svo langvar- andi kúgun að búa og aðall og auðvalds- stéttir þar öflugri en hjá öðrum þjóðum. En þá er algerlega gengið fram hjá stjórnarbylt- ingunni rússnesku. Við stjórnarbyltinguna tók þjóðin völdin í sínar hendur, keisaranum var steypt úr stóli og fylgifiskum hans og aðr- ir menn hæfilegri settir í þeirra stað. Stefnan þá var þjóðstjórn undir svipuðu skipulagi og ætti sér stað í öðrum lýðfrjálsum löndum. Horfur allar í landinu urðu þá stórum betri en áður hvað alt stjórnarfarslegt snerti, og engan veginn hægt að segja, að æðstu ráðin væru í höndum aðals eða auðvalds stétta. Merkir stjórnmálamenn, tilheyrandi bæði sósíalista flokknum og öðrum flokkum, héldu þá um stjórnvölinn og um tíma fór alt vel, þrátt fyrir yfirgnæfandi örðugleika, sem þá gerðu vart við sig sökum stríðsins. — Það var ekki fyr en hinir hérnefndu “Bolshevist- ar” brutust til valda á Rússlandi, að sú stefna ruddi sér þar til rúms, er ákvað gereyðingu vissra stétta og umbyltingu alls stjómarskipu- Iags landsins. Þá fyrst eftir stjórnarbylting- una hófust grimdarverkin, ofríkið og yfir- j gangurinn og hin blóðuga innbyrðisstyrjöld. ; Og þar sem þjóðin var á jafn góðum vegi áð- I ur, var slíkt með öllu óréttlætanlegt frá hvaða hlið sem það er skoðað. Ritstjóri merks Bandaríkjablaðs sagði ný- j lega í ritstjómargrein, að undir lýðveldis- I skipulagi Bandarfkjanna væri óhugsandi að samkyns umylting gæti átt sér stað og Bol- sheviki flokkurinn hefði rutt tii rúms á Rúss- iandi. Stjórnarskipun Bandaríkjanna væri þannig hagað, að atkvæði þjóðarinnar væru ráðandi aflið — meiri hluti atkvæða réði þar úrslitum allra mála og hverjir hefðu þar æðstu völd. Þar í landi væri þess vegna mögulegt að vinna að umbótum öllum, að útrýma gömlu og innleiða nýtt í staðinn á friðsamleg- an hátt og án innbyrðis styrjaldar og mann- drápa. Engan kvíðboga þyrfti því að bera fyrir að Bolsheviki kenningarnar hefðu þar sömu afleiðingar og á Rússlandi. Og það sama má segja um Canada og önn- ur ríki eða nýlendur innan vébanda alríkisins brezka. Undir brezku lýðveldis skipulagi em j það atkvæði þjóðarinnar, sem ráða og hver j stjórn þannig sett til valda er ábyrgðarfull j gegn þjóðinni og skuldbundin að framkvæma vilja hennar í öllu. Svo er stjórnarskipun | (constitution) vorri háttað, en eigi verður j neitað, að mörg stjórn hafi í liðinni tíð brugð- j ist skyldu sinni gagnvart þjóðinni og breytt gagnstætt vilja hennar. Eigi verður heldur mótmælt, að mörg tilhögun hér innan lands sé bágborin og slíkt krefjist umbóta. En til þess að kippa þessu í lag þarf ekki að sækja nýtt þjóðstjómar skipulag til Rússlands eða annara landa, því allar umbætur, hverrar teg- undar sem eru, verða hér framkvæmanlegar og mögulegar undir voru eigin stórnarskipu- [ lagi, þegar alþýða þessa lands er komin á það 1 þroskastig að kunna að nota atkvæðisrétt sinn og lætur eigi fögur loforð auðmannanna blekkja sér sýn lengur. Til þess að fyrir- byggja stórgróða og fjárglæfrabrask auðkýf- inganna og draga völdin úr þeirra höndum, útheimtist engan veginn að siglt sé í kjölfar Bolsheviki stjórnarinnar rússnesku — skelfi- legustu grimdarverk séu framin gegn auð- valdsstétt landsins í heild sinni og saklausir i jafnt sem sekir látnir sæta argvítugustu kúg- i un. Eins og vér höfum þegar tekið fram, er slíkt ósamræmanlegt sönnum lýðveldis hug- sjónum og með öllu óhugsandi að annað eins nái framgangi hjá Canada þjóðinni eða nokkurri annari frjálsri og mentaðri þjóð. — Stjórnarskráin ofanefnda varpar engu ljósi á núverandi kjör rússneskrar þjóðar. Flestum ! mun þó finnast hún gimileg til fróðleiks, þó lítt hugsandi sé að margir af borgurum þessa lands, sízt gætnir og hugsandi menn, verði stórhrifnir af þeirri nýju stjórnarskipun, sem hér er um að ræða. — Rúmsins vegn fáum vér ekki birt neinn útdrátt úr stjórnarskrá þessari að sinni og verður slíkt< að bíða ann- ars tíma. Stjómarbyltingin rússneska, er keisaranum var steypt frá völdum, var að eins barna- leikur í samanburði við umbylting þá, sem átt hefir sér stað á Rússlandi síðan Bolshe- viki flokkurinn tók þar við stjórnartaumun- um. Stéttamunur allur í landinu hefir verið afnuminn með eyðileggingu hinna æðri stétta og erfiðismennirnir (toilers) eiga að hafa tek- ið þar við öllum ráðum. Að til verði þó aðrir menn á Rússlandi en erfiðismenn gægist fram í þeim lið, að eingöngu erfiðismönnum beri sá heiður að verja stjórnarfars umbyltingu þessa á vígvellinum—þeim, sem ekki erfiði, verði valin önnur hernaðarstörf! Jarðeignaréttur er afnuminn án þess nokk- ; urar “uppbætur” eigi sér stað — með öðrum | orðum, landeigendur allir eru gerðir öreigar. Sýnir þetta einna bezt hve stórtæk þessi nýja “Soviet”-stjórn Rússlands er og gerbylting hennar umfangsmikil. Reynslan ein leiðir í ljós hvaða afleiðingar slíkt hefir fyrir rúss- nesku þjóðina. En sérstaklega eftirtektavert við þessa nýju stjórnarskrá Rússanna, er hvemig hin “Sósí- aliska sameinaða Soviet lýðstjórn” hefir eins og á meðvitund sinni, að hún sé helzta stjórn heimsins og brautryðjandi nýrrar menningar fyrir mannkynið. Hátt sett og mikils megnug i lofar hún “erfiðismönnunum” öllu fögru, lof- ar að menta börn þeirra og veita þeim alla nauðsynlega þekkingu og að stuðla að vel- gengni þeirra á öllum sviðum. Og svo virð- I ist, sem gengið sé út frá því sem vísu, að allar : framkvæmdir séu stjórn þessari mögulegar— með öðrum orðum, hún sé “almáttug.” ------—— -» Minnisvarða-málið. .0 Mér fmst mmmsvarðcKmálið krefjast þess, að Bandaríkja-lslendingar séu sérstaklega á- varpaðir í sambandi við það. Til þess liggja tvær ástæður: I—Að ekkert það fyrirtæki, sem byggjast skal á íslenzk-þjóðernislegum grundvelli með- al Vestur-Islendinga, getur náð fullnaðar- framkvæmd, ef ekki nýtur aðstoðar þeirra í vilja og verki, og 2.—I þessu fyrirtæki sérstaklega virðist mér óhjákvæmilegt, að sá flokkur þjóðemis vors, sem býr í Bandaríkjunum, eigi óskerðan hlut með Canada-íslendingum. Af því að fyrirtækið er vestur-íslenzkt Bandaríkja Islendingar hafa átt óskerðan hlut með Brezk-Islendingum í því að leiða al- heims stríðið nýafstaðna til sigursæila lykta. Þeir hafa tapað mörgum mætum drengjum, engu síður en vér norðanmenn, í stríðinu og í herþjónustu leiðandi af því—líklega eins mörgum að tiltölu við tölu þjóðflokksins þar, eins og vér við tölu vora, norðan landamær- anna. Saknaðar meðvitundin og sorgar til- finningin er áreiðanlega eins næm hjá sunnan- eins og hjá norðan-mönnum og koniím, og til- finningin fyrir því að rétt sé og viðeigandi að heiðra minningu þessara föllnu ættmenna, tel eg vafalaust að sé eins sterk í hjörtum syrgj- endanna, hvar á meginlandi þessarar heims- álfu, sem þeir búa. Hugsjónirnar, sem barist var fyrir, voru þær sömu í brjóstum hermann- anna, hvort sem bústaðir þeirra voru í BandaríkjunUm eða Canada. Þátttaka þeirra í orustunni jafn-hermannleg, og sigurinn fengni, sem þeir áttu hlutdeild að meðan þeim entist aldur, varpar jöfnum ljóma á þá látna, hvar í heimsálfu þessari sem þeir áttu bústað, og verðskuldar, að mmning þeirra sé á ein- hvern viðeigandi hátt greipt inn í meðvitund þeirra kynslóða af íslenzkum ættstofni, og annara, sem hér eftir vaxa í Ameríku, alt eins og sorgin út af missi þeirra er greift í sálir syrgjandi ættmenna þeirra á yfirstandandi tíma. Vel veit eg, að sú hugsun kann að vaka í hugum einstakra manna, að í raun réttri beri að skoða þessa hermenn —ekki sem Islend- inga, þó af íslenzkum ættum séu komnir, heldur blátt áfram sem borgara þeirra ríkja, sem þeir töldust til, og að því leyti sem óað- greinanlega frá öðrum borgurum þeirra ríkja, og þess vegna ekkert sérstakt tillit takandi til þeirra. Þetta styðst við nokkur rök, en þó hygg eg, að við nána athugun nái sú hugsjón hærra veldi, að sérstaka hliðsjón verði að hafa af þjóðernis upprunanum í seunbandi við þetta minnisvarðamál. Eg þarf tæplega að minnast á það, sem ölium er ljóst, að þjóð þessa mikla meginlands er mynduð af þjóða- brotum úr ölium löndum heimsins, að hver sérstakur þjóðflokkur keppir við annan um það, að ná hér sem öruggastri fótfestu, áliti og áhrifum. Þessu markmiði ná þjóðflokk- arnir í réttum hlutföllum við eðlishæfileika þeirra og framsóknarþrá, og hvert framfara- spor, sem þeir stíga hér vestra, varpar geisl- um virðingar á heimalands þjóðir þeirra, og lyftir þeim í áliti umheimsins. Að þessu leyti virðist mér, að þeir verði að’ teljast mætastir synir ættjarðar, sem m-ð f.amkomu sinni hér hafa sýnt þess órækan vott að þeir sé þjóð- höllustu og skylduræknustu borg- arar þeirra ríkja, sem þeir hafa gjört að kjörstað sínum og að föð- urlandi barna sinna. Fjörutíu og fimm ára saga íslenzka þjóðflokks- ins í þessari heimsálfu hefir sýnt, að hann—með tilliti til fjölda hans og tímalengdarinnar, sem hann hefir dvalið hér, hefir skarað fróun úr öðrum þjóðflokkum í ýmsum at- riðum og með því getið sér álits og tiltrúar annara meðborgara, sem lyft hefir einstöku mönnum upp í virðingar- og áhrifa- og ábyrgðar- miklar stöður. Bandarikja íslendingar hafa í þessu efni verið engra samianda sinna eftirbátar og skarað alger- lega fram úr í sumum greinum. Af þessu er það, að ameríska þjóð- in vonar til meiru frá oss en sumum öðrum þjóðflokkum, og lítur með velþóknun á hvert það spor, er vér stígum sjálfum oss og þjóðinni til saamdar. Það er sæmdarspor, að vér reisum varanlegt merki til minningar vorum föllnu hermönn- um. Nú, þó eg viti, að landar vorir í Bandaríkjunum séu í anda og stefnu langt um hérlendari en vér, sem búum í Canada — séu í sann- leika orðnir algjörðir Ameríku- menn—, þá leyfi eg mér, í nafni minnisvarðanefndarinnar, að beina þeirri bón til þeirra , að þeir vilji hafa samtök með sér til þess að styrkja eftir megni þetta fyrirtæki. Ekki eingöngu af þeim ástæðum, sem að framan eru greindar, held- ur einnig af því, að vér teljum fyr- irtækinu ekki fjárhagslega borgið, nema með öflugri aðstoð þeirra. Eg tel mér heimilt að segja, að ef tilgangur vor væri að hafa saman að eins 20 eða 25 þúsundir dollars til minnisvarðans, þá þyrftum vér tæpa,st að leita Iangt út fyrir tak- mörk Manitoba-fylkis til þess að fá þörfinni fullnægt; en af því vér vitum slíka upphæð hvergi full- nægjandi, þá er nauðsynlegt, að hvert einasta mannsbarn í Ame- ríku, íslenzkt og af íslenzkum stofni, leggi fyrirtækinu örlátt fjárhagslegt fylgi. Minnisvarðinn er til þess fyrir- hugaður, að tryggja ævarandi minningu og heiður þeirra, sem með sjálfsfórn sinni og af sonar- legri rækt til síns kjörna fóstur- lands, hafa lagt lið til að greiða götu frelsis og mannréttinda í heimsálfu þessari og hagsæld kom- andi kynslóða hennar. Meira í næstu viku. B. L. Baldwinson. Um þjóðemismálið. Siglunes P. O., 3. febr. 1919. Herra “Þjóðriækinn” Eg fékk frá þér prentað blað til lestrarfélagsins HerðubreiS með síðasta pósti, undirskrifaS "ÞjóSrækinn”. Sem Islendingur þakka eg þér öll þín Klýju orS í garS lslands og íslenzkrar þjóS- raekni, hvort þú kallar þig þínu rétta nafni eSa tekur þér gerfi- nafn. — ÞaS er ekki hægt aS ralda fund í lestrarfélaginu vegna inflúenzunnar sem gengur hér nú, og eg tel mig ekki hafa sem for- maSur neinn rétt til aS gjöra yfir- ýsingu um þjóSemismáliS fyrir rönd félagsmanna; get aS eins sagt þaS sem mína skoSun, aS eg íygg aS í þessu félagi séu eins sannir íslendingar eins og í hverju öSru. Skal senda yfirlýsingu u.a jjóSernismáliS eftir ársfund fé- agsins (líkl. í marz). ÞaS er nú aS koma líf í þjóS- ernismáliS hjá ykkur, og er þaS vel fariS. Einmitt tímabært núna. ''lú kveSur allur heimurinn viS af endurreisnar hrópi, og er gott ef íjóSernis tilfinningin íslenzka yrSi i yrir þeirri endurreisnaröldu, svo íún gæti meS réttu boriS höfuSiS rátt, nú þegar þaS fer saman, end- urreisn heimsins, sem ráSgjörS er, og endureisn lslands sem fullvalda rikis. — Eg sá einhvers staSar þiS óskuSuS þess, sem fyrir málinu standið, aS sem flestir vildu láta skoSun sína í ljós am þjóSemis- Hafði Enga Matar !yst. Gat ekki Unnið, Svo BrúkaSi Mme. Lavoie Dodd’s Kidney Pills. Nú segist hún vera við góða heilsu og ráðleggur öllum, er þjást aí nýrna sjúkdómum, að brúka Dodd’s Kidney Pills. Vauban, Que., 1 7. feb. (skeyti.) “Eg veit aS Dodd’s Kidney Piils em góSar,” segir Mme. Xavier Lavoie, velþekt kona í þessu um- hverfi. Og Mme. Lavoie segir frá sinni eigin reynslu og hvers vegna hún ráSleggi vinum sínum aS brúka Dodd’s Kidney Pills. “Eg þjáSist af nýmaveiki, höf- uSverk og meltingarleysi,” segir hún. “Matarlystin var horfin, eg gat ekki unniS og hjartaS var í á- lagi. “Eg brúkaSi Dodd’s Kidniey Pills og er nú viS ágæta heilsu. "Eg ráSlegg öllutm, sem hafa nýrnaveiki, aS brúka Dodd’s Kid- ney Pílls.” AS sjúkdómur Mme Lavoie haft stafaS frá veikum nýrum, er aug- ljóst af því hvaS fljótan bata hún fékk viS brúkun Dodd’s Kidney Pills. Þessar pillur em aS eins fyrir nýma sjúkdóma. Ástæóan fyrir því, aS þær gefa bata viS svo mörgum sjúkdómum, er sú, aS ef nýmn eru veiík, er allur líkaminn veikur. Veik eSa sýkt ným geta ekki unniS sitt náttúrlega ver'k, þaS aS sía alt óheilnæmi úr blóSinu. Af því leiSir þaS, aS slíkt berst út um allan líkóunann og sýkir svo þá parta, sem veikastir em fyrir. — Nátúrlegasta lækningin er þaS, aS koma nýrunum í heilbrigt ástamd — meS því aS brúka Dodd’s Kid- ney Pills. Dodd’s Kidney Pills, 50c. askj- an, eSa sex öskjur fyrir $2.50, hjá öllum lyfsölum eSa frá The Dodds Medicine Co., Limited, Toronto, Ont. máliS. Eg ætla því aS segja þér mínar skoSanir, og getur þú bor- iS þ ær fram viS samnefndarmenn þína, ef þér þykja þær þess verSar. Þegar um er aS ræSa nýjar stefnur, hvort heldur er til aS end- urreisa líf einstakra manna eSw þjóSflokka, verSur öHukn hygnum mönnum þaS, aS gefa vel gætur aS reynslunni í einstaklingslffinu og þjóSfélaginu, til þess aS forS- ast mistökin, sem skaSleg hafa reynst og til niSurdreps, og á hinn hliSina til þess aS nota sér þaS- úr reynslu einstaklinga og þjóSa, sem orSiS hefir til blessunar og viSreisnar. I þjóSemismáli ok'kar Islend- inga höfum vér fyrir oss dæmi þeirrar þjóSar, sem okkur er ná- skyldust aS eSli og uppruna, þaÖ er: NorSmenn. Þeir hafa stofnaS þjóSernisfélag, eins og viS viljum gjöra, og kalla þaS “Nordmanna. Forbundet” (NorSmanna félag- iS). í þaS er frjáls inngangur fyr- ir alla NorSmenn, hvar í heimt sdm þeir eru. ASal-stöSvar og aSalstjóm félagsins er heima í Noregi, meS undirdeildum meS sérstakri stjóm, er stendur í sam- bandi viS heimastjómina, í þebn löndum sem NorSmenn em bá- settir í. Allir félagsmenn borga árstillag. Þetta tel eg rétta hug- mynd. Hjartastöðvar hvers þjóS- emis eru í heimalandinu, og ua lífæSar frá þeim hjartastöSvum þarf aS renna sá lífsvökvi, semn viSheldur þjóSemisandanulm hjá þeim þjóSarbrotum, sem sezt hafa aS erlendis. Svona lagaS þjóSemisféíag ætla eg aS yrSi sterkast til aS viS- halda og glæSa þjóSemistilfinn- ing Islendinga, ekki einungis hér, heldur einnig heima á Islandi. Slíkt félag hefSi mikiS hlutverk aí hendi aS inna, og fyrsta hlutverk þess væri þaS, aS auka þekkingu Islendinga sjálfra, bæSi heima á Islandi og erlendis, á (slandi og íe- lenzku þjóSinni, og til þess sýnist mér enginn vegur betri en aS þetta Islendingafélag byrjaSi aS gefa út stórt og fjölbreytt tímarit, sem flytti alt hið bezta sem framleitt væri á Islandi í skáldskap og- fögr- um listum, og ítarlegar ritgjörCir um hag lands og lýSs, framfarir og framfara skilyrSi. Auk þess (Framhald á 5. bls.J

x

Heimskringla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.