Heimskringla - 19.02.1919, Blaðsíða 5

Heimskringla - 19.02.1919, Blaðsíða 5
WINNIPEG, 19. FEBR.-I919 HEIMSKRINGLA 5. BLAÐSIÐA ætti slíkt félag aS gangast fyrir t>ví, aS ritaS Væri um Island í blöSiim og tímarrtum stórþjóS- anna, til þess aS auka þekking á Islandi. — Ef þjóSemistilfinning íslendinga heima og erlendis er annaS og meira en vindþytur, sem eg vona aS sé, J>á ætti í slíkt félag aS fást margir, bæSi heima og er- l'endis, þó tillagiS væri jafnhátt og t.d. Bókmentáfélagsins, 6 kr. á Is- landi og 2 doll. hér, og þeir svo fengu tímaritiS ókeypis fyrir tillag 8Ítt. Margt fleira gæti slíkt félag á- orkaS, bæSi beinlínis og óbeinlín- is Islendingum til hagnaSar. En J>aS er ekki tilgangur minn meS bessum línum aS útskýra þaS ná- kvæmlega, heldur aS eins hreyfa þessari hugmynd, ef einhverjir, sem framkvæmd þessa imáls hafa í hendi sér, vildu aShylIsist hana og mikil sæmd teldi eg þaS væri Vestur-lslendingum, ef fram- kvæmdarstjóm þjóSemismálanna hér, sú sem nú er kosin, gæti orS- iS frumkvöSull félags, sem á þessum grundvelli væri bygt, meS því aS leita samkomulags viS Is- lendinga heima ilm þetta mál. AS endingu set eg hér þýSingu af ávarpi 'frá formanni NorSmanna félagsins, sem birtist í blaSinu “Norröna" síSastl. haust, og sjálf- sagt tdl eg, aS upplýsingar um fyrirkomulag þess félags mætti fá hjá Ingvar Olsen, ritstjóra áSur- nefnds blaSs. Ávarp formanns NorSmannafélagsins, Dr. F. G. Gade, hljóSar þannig: "SamúSin viS Noreg er sterk hjá útflytjendum. ÞaS er líka Vottur um þrekleysi, aS vilja af- neita sínu eigin þjóSemi. Ei þaS er rétt aif NorSmönnum, aS vilja halda fram þjóSemisrétti sfrrum hvarvetna í heiminum, án þess aS særa þá, er þeir hafa mest viS aS skiftai, þá er þaS vanhugs- aS og rangt af hverjum einstak- lingi, aS neita þjóSerni sínu og dylja þaS. ÞaS er röng hugmynd, aem eflaust hefnir sín í framtíS- mni; þaS er veiklunarmerki. Stjóm félagsins hefir veriS þaS ljóst, aS vinir vorir og félagsbræS- ur hafa á þessum styrjaldar tímum haft marga örSugleika viS aS etja. ÞaS er ekki einungis aS póstsam- göngur milli Noregs og annara landa hafi veriS strjálar og óvi'ss- ar, er þessum örSugleikum hafa valdiS, heldur hefir þaS líka vald- »8 ör8ugleikum, a8 flestir útfluttir NorSmenn hafa átt heima í lönd- uxn þeim, er þátt Iháfa tékiS í ó- friSnum, og hugur þeirra og fram- kvæmdir hafa því veriS bundnar viS styrjaldarmálin aS miklu leyti. Þessi nýju fósturlönd þeirra hafa gjört svo harSar kröfur til þeirra, a8 tilfinningin fyrir “gamla land- inu” helfir orSiS aS sitja á hakan- um í bráS. NorSmannafélagiS hefir full- komlega skiliS aSstöSu þeirra og vér höfum skiliS þaS, aS NorS- *nenn hafa stundum orSiS aS fara aajög varlega um a8 halda fram þjóSemi sínu, svo mikiS bæri á, því þaS gat á þessum tímum vak- R5 tortrygni hjá þeim, er þeir bjuggu saman viS. En þó er þetta ekki svo alItssaSar; t.d. í Englandil hefir NorSmönnum veriS sýnd mikil samúS, og ekki veriS tekiS aia upp þá þeir vildu sýna þjóS- ®mi srtt; og svo mun vera í öSrum onskumælandi löndum. NorS- naenn búsettir á Englandi sýnast hafa aukiS samheldi sitt síSan ó- friSurinn byriaSi. En éf þaS er rétt af NorSmönnum á þessum hmum aS vilja sýna þjóSemi sitt, »»eS hæfilegu tilliti til þeirra, er þeir búa saman viS, þá er þaS, erns og áSuT er sagt, auSsjáanlega rangt af hverjum einstaklingi, aS ••eita þjóSemi sínu, eSa reyna aS dylja þaS. ÞaS hefnir sín í fram- tíSinni, er veiklunarmerki, sem los- ar tilfinningaböndiin viS heima- þjóSina, veikir sjálfsvirSingu út- fluttra NorSmanna og veikir virS- •ngu þá, sem fyrir þeim er borin í hinu nýja fósturlandi. NorSmenn hafa enga ástæSu til uS dylja þjóSemi sitt. Hvar sem þeir hafa sezt a8, hafa þeir áunn- iS sér vrrSingu sem duglegir og þjóShollir borgarar, sem uppfylt hafa allar skyldur sínar viS hiS ttýja fósturland, og einmitt meS því aS gjöra gQdandi sína beztu þjóSkosti í hinu nýja fósturlandi, hafa þeir unniS sér miklu meira á- jit, heldur en ef þeir hefSu engan þjóSemislegan Iit sýnt, en horfiS eins og dropi inn í hiS nýja þjóS- urhaf pg orSiS aS eins lítilfjörleg ttúö. í fjötrum. ................ * Ef þú finnur æða þinna ólgu, trauslra hjarta slátta, lát þér skiljast----enn er ekki áskapað að “fara’ að hátta.” Þó að röðull sígi’ að sævi — svefn þarf brá, en andinn varia; Lát þig dreyma’ um daginn næsta djarft að klifra mótgangs hjalla. Þetta------vaka í vöku og svefni! varpar lífsins deyfðar-tötrum: Þegar vonir vængjum sveifla viljinn má ei sofa í fjötrum. Vaki þar sem vonin ríkir viljans afl og þróttur kjarksins. Þá mun enginn, enginn hefta áform þitt að ná til marksins! Pálmi. Hér í Noregi mundum viS hafa lítils metiS þá útlendinga, sem reynt hefSu aS afkl(æ8a sig þjóS- emi sínu, og þeir hefSu lítiS gagn unniS Noregi meS því. Oss hefir veriS þaS mikil gleSi, aS NorSmenn, sem hafa heimsótt ok'kur frá Ameríku, hafa látiS í Ijós þessa sömu skoSun, og þeir hafa sagt þaS ótvírætt, aS bezti framfaravegurinn þar vestra væri aS sýna sem mesta sjálfsvirðing og virSing á þjóSemi sínu. Alt þaS er í öfuga átt færi yrSi frama- hnekkir hverjum einum. Oss er þaS gleÖi aS NorSmenn, hvar sem þeir hafa sezt aS, hafa fariS hinn gullna meSalveg í þessu efni, veriS góSir og þjóShollir borgarar þess lands, er þeir hafa aSsetur í, en geymt í ‘hug og hjarta rækt til föSurlands síns. Og þeir hafa unniS viS þaS, en einskis í mist Oss væri mjög kært aS NorS- menn, sem búsettir eru víÖsvegar í heiminuVn, vildu Játa í ljós skoS- anir sínar um þetta efni, og hvem- ig þjóSir þær, er búa saman viS þá, hafa litiS á þjóSernistilfinning- ar þeirra.” * Svona talar einn meS merkustu mönnum frænda vorra í Noregi um þjóSemismáliS. Eg hefi þýtt þaS lauslega, af því mér fanst svo margt í því snerta sama strenginn hjá okkur Islendingum. Eg ætla aS lúka þessu máli og óska þér og starfsbræSmm þínum og systrum í þjóSernismálinu heilla og hamingju í framkvæmd þess. Þinn einl. Jón Jónsson, frá SleSbrjót. Eiga vikublöðin íslenzku að lifa? (Pramih. frá 1. bls.) hafa ekki gætt skyldu sinnar eins og skyldi, þar sem 24 kaupendur skulda $20 til $30. Alveg sama sagan, og maÖurinn sagSi mér fyr- ir mörgum ámm síSan Hvernig sem á er litiS, þá er dollarinn nú aS eins frá 50c. til 60c: virSi, og eftir því eru íslenzku blöSin ifrá $1 til $1.20. — Sem eitt dæmi af helzt of mörgum get eg tilnefnt einn mann, sem skuld- ar blaSi sínu fyrir 13 árganga. Þegar hann síSast hefir borgaS það, mun hann hafa unniS fyrir 35c. til 40c. á kl.stund (hann er smiSur). Nú þessi 2 síSustu ár hpfir hann unniS fyrir frá 65c. til ^ 70c. á kl.stundu. Þó stendur skuldin enn óborguS. Ef aS 'þeim mönnum, sem standa svo illa í skil- um viS blöSin, finnast þau ekki nauSsynleg eSa galla gripir og því ekki borgunarverS, hví þá ekki aS losa sig viS þau? Borga skuld sína 1 aS fullu og segja blaÖinu upp. Eru íslenzku blöSin og öll út- lendingablöS nauSsynleg hér í landi? Getur ekki fólkið komist af meS öll hin stóru og mörgu ensku blöS ? I Fyrri spumingunni svara eg meS jákvæSi. öllum útlending- um hér í landi mun finnast nauS- syn og ánaegja í aS hafa blöS á ættlands málinu. Hví þá ekki hiS sama fyrir okkur Islendinga, og þaS því fremur sem vér erum öSr- um útlendum þjóSflokkum hér í landi bókhneigSari? — SíSari spurningunni svara eg ó- hikaS neitandi. ÞaS er enn stór hluti af Vestur-íslendingum, sam getur ekki lesiS blöS og bækur á öSru máli en íslenzku. Er þeim ekki nauSsyn á íslenzkum blöS- um? Stundum hafa ungir Iandar sagt viS mig: "ViS getum vel komist af án íslenzku blaSanna; þau eru bæSi fátæk og óhæfilega dýr.” Þessum sömu piltum hefi eg svar- aS á þá leiS: Eins lengi og ein- hver tilfinning dregur ykkur inn í íslenzkt félagslíf; eins lengi o^g þiS eigiS móSur á lífi, og kannske föS- ur og önnur nákomin skyldmenni, sem ékki geta lesiS á öSru máli en íslenzku, og þess utan alt aldraSa fólkiS, þá liggur skylda á ykkur aS halda blöSunum viS aS ein- hverju leyti. BlöSin eru lífæÖ þjóSanna. HvaS íslenzku blöSunum viS- víkur, þá eru þau sérstaklega líf- æS allra íslendinga hér í álfu. Þau flytja okkur margar þær frétt- ir af mönnum og viSburSum, sem viS fengjum alls ekki í gegn um önnur blöS. Þessi lífæS eSa líftaug liggur í gegn um allt þetta stóra meginland, NorSur Ameríku, sem í anda tengir saman alla I9- lendinga. Eg hefi tekiS eftir því í blöSunum, aS Islendingurinn í Nome, Alaska, og lslendingar, er einangrast hafa í fjarlægustu staSi, hafa lýst yfir gleSi og fögn- uSi aS hafa meStekiS íslenzka blöSin. öll útlendingablöÖ ættu helzt aS vera óháS stjómmála flokkum. —ViSvíkjandi íslenzku blöSuniun hefi eg heyrt skynsama menn segja: “ÞaS er mesta mein í okk- ar íslenzku blaSamensku hinar skaSlegu stjómmála ádeilur, og í Sctimbandi viS þær persónuleg aS- köst og jafnvel meiSyrSi.”—Samt var þetta þolanlegt í tíS Stefáns Björnssonar og eins má segja á yfirstandandi tíS, ef Johnson og jafnvel Bildfell væru ekki ertnÍT til meS óþarfa aSköstum. Mér finst aS íslenzku blöSin ættu aS vera óháS stjómmála- flokkum. Scimt væri gott aS þau sem óháS gæfu bendingar og hlutdrægnislausar skýringar á ýms- um atriSum sem stjómmálaflokk- unum greinÍT helzt á um. Yfirlertt má segja um Islend- inga hér í landi, aS allir sem hafa einhverja nasasjón af stjórnmál- um, geti lesiS ensk blöS, sem skýra málin miklu betur, sum af þeim aS minsta kosti, heldur en ís- lenzku blöSin gera. Þau eru aS- eins bergmál hinna stærri ensku blaSa. Samt alt ófullkomnara. ÞaS er nokkuS einkennilegt aS heyra stundulm til landans, þegar hann er aS ræSa um stjómmál. ÞaS er eins og sumum finnist ekki nema herzlumunur aS lslendingar geti ráSiS stjómmálum hér í landi —jafnvel alríkismálum. Sann- gjamt er aS viSurkenna, aS þeir hafa stundum haft áhrif í stjórn- málum fylkjanna. En svo getur þeim yfirsézt alveg eins og öSriJm þjóSflokkum, t.d. þegar þeir fylgdu Roblins-flokknum meS miklum krafti, eftir aS lýSum var ljóst hvílíkur fjárglæfraflokkur þar var viS völdin. . . Hvemig getum viS haft sjálf- stæS, fræÖandi og ánægjuleg blöS hér í landi? 1. MeS því aS borga skilvíslega blöSin, svo þau þurfi ekki aS vinna fyrir stjómmálaflokka til aS geta haldist inni í húsum sem fjársýslustofnun. 2. Flytja ekki stjórnmálagreinar nema sem óháS blöS. TrúbragSa málum hefir þegar veriS vÍ9aS á dyr. 3. Flytja fréttir a'f kynbræSr- unum eins mikiS og tækifærin leyfa; þaS hafa þau gjört. 4. Flytja fræSandi greinar af ýmsu tagi, sem þar til færum mönnum er trúandi til aS þýSa og frumrita. Þó ekki of þungskilin vísindi fyrir alþýSufólkiS. 5. RæSa meS gætni og skyn- semi þau borgaraleg málefni, sem standa á dagskrá þann og þann tíma. ÞaS hafa þau gjarnan gert í liSinni tíS. — ViS ættum helzt ekki aS hafa nettna tvö vrkublöS. ÞaS er nægilegt á íslenzku máli. Þótt hiS þriSja vikublaS hafi risiS upp og þau þrjú hafi þramm- aS samhliSa í heilt ár, þó meS dá- litlum ölnbogaskotum og smá- ýlfri, — eru litlar líkur til, aS slíkt geti þrifist til framtíSeir. Alt af fæltkar hinu eldra fólkinu, sem helzt unnir íslenzkum blöSum. Þetta nýja og þriSja blaS átti aS vera reist á stjórnmála grund- velli Eftir því sem ritstjóra seg- ist frá, hefir þaS imætt opnum örmum hjá bændalýS og byltinga- mönnum. — Eg hefi lítiS lesiS í blaSinu, en svo mikiS hefi eg þó séS, aS berleg lygi hefir veriS sett fram sém sakargift á móti sam- bandsstjóminni. Og í öSmm til- fellum hafa fjálgjmælgi og ýkjur veriS svo gífurlegar, aS líkja má viS aS "gera úlfalda úr mýflugu”. En ritstjórmn veit, aS hættulítiS muni aS rita djarflega, því fáir af stjómmálamönnum geta lesiS blaSiS. Jafnvel þó eg búist viS, aS margir af lesendum blaSsins líti meira á manninn en málefniS, dirfist eg samt aS láta grein þessa koma fram í Heimskringlu, ef rit- stjórinn vill góSfúslega géfa henni rúm. RitaS 16. febr. 1919. J. H. Lindal, Wynyard, Sask. Liðsbón. Síóan stríðið byrjaði og fram til þ©ssa dags hefi eg leitast við að somja nafnaskrá yfir alla menn af íslemzkuin ættum, er fallið hafa, særst eða veikst af gasi. En þetta er 'hægra sagt en gjört, þar sem meir en helmingur af þelm gengur undir öðrum nöfnum en íslenzkum, og 'þeim ekki sem skeantilegustum. Eins og kunnugt er, hafa dag- biöðin hérlendu prentað nafnalista á hverjum degi yfir þá, sem gengið hafa úr leik í Canada hernum, en náttúrlega aldrei prentað nöfn þoirra Canadamanna, er fallið hafa eöa særst í brezka hernum (The Imperial Army). Eg veit þó, að eitt- hvað af íslendingum hafa verið settir 'þangað ©ftir að til Englands kom. T. d. hafa tveir ungir menn frá Winnipeg verið herteknir af Þjóðverjum, þeir Lieut. A. Oddleifs- son og Oapt. W. S. Stephcnoon, hinn ungi og frægi flugmaður, som skaut niður 18 þýzkar fihigvélar og er ssamdur mörgum heiðursmerkjum, og þar á meðal hinum franska or- ustukrossi (Croix de Guerre). Af þeesu sjá menn hve þetta er erfitt verk er eg hefi verið að fást Imperial Bank of Canada STOFNSETTUR 1875. — AÐALSKRIFST.: TORONTO, ONT. Höfuðstóll uppborgaður: $7,000,000. Varasjóður: $7,000,000 Allar eignir.....$108,000,000 125 ötlbö f Domlnion of ( anada. SparlMjóÖNdelld f hverju ötihöl. »k naft byrjn SparÍMjöbMreikninK mcS l»vf aS loiínja Inn $1.0« eba meirn. Vextlr eru borRablr af penlnKfum yöar frft InnleKKN-ileKÍ. ÓMkab eftlr vibsklft- um ybar. AnæKjuleK viÖMkifti iiKKlniiN ok ftbyrRMt. Útibú Bankans er nú Opnað aí Riverton, Manitoba. ---------------------------------------------------------------------/ við, og eru það þvi vinsamleg til- mæfli airfn, að einin íslendmgur í hverju bygðarlagi og einn í íhverj- um bæ, sendi mér lista yfir ]>á Isl. menn, er fallið bafa, slasast, veikst af gasi eða verið handteknir. Eig ætlast til, að þetta verði gert fyrir ekki neitt og borgað 3 cent undir bréfin; því ekki set eg eitt rautt cent fyrir mína fyrirhö'fn, heldur afhendi listann nefnd þeflrri, er stendur fyrir minnisvarðanum. Mér finst það ekki mega minna vera, en að menn viiti um nöfn þeirra manna, er fllátið hafa líifið eða limi sina fyrir hið bezta málefnd er nokkru sinni hefir verið 'barist fyrir. Barist fyrir því, að frelsa heiminn frá þeim fjölmennustu og verstu þjófum rg irDorðingjuan, er nokikru stoni hafa uppi vei;ið. l>að iiefði verið æsKilegt að fá safnað nöifnum afllra Isflendmga er herklæddu'st, og ibyrjaði eg á íþví, en hætti við. Mér fanst það óvinnandi verk. En vænt þætti mér |þó um, að mér yrðu send ölfl nöfn sundur liðuð og gætl maður iþá kamist nærri uíin hversu margir menn af ísl. ættiim hiafa verið herklæddir ihéðan frá Oanada. Eg vonast etftir að einhver íslend- ingur f Bandarfkjunuim safni nöfn- mn allra þeirra manna, sem af ísl. ættnm eru komnir og gengið hafa í sjó- eða fliand-iher fóstra ]>eirm Sami- úels með pípuihattton og í rönd- óttu buxunum. Ef menn vilja, geta þeir sent mér öll nöfn og aðrar upplýsingai’ og mun eg sjá um að komá þ\rí á rétt- an stað. Með vinsemd og virðingu, S. J. Austmann, 615 Lipton str., Winnipeg, Man. Ástandið á Rússlandi. öllum fregnii'in úr austurvegi ber saman um ]>að, að óstæður rúss- nesku þjóðarinnar versni með hverj um degi. Flokkar og stét ir innan- lands iberast á banaspjótum, en ó- friður á öilum landainærum. Frið- samleg iðja fliggur í dái að mestu, en orka þjóðarinnar rennur í sand- inn í endalausum bræðravígum. Amerfskur rif'höfundur, sein ný- verið'hefir ri að um þetta efni, skor- ar á bandaþjóðirnar að hjálpa rúss- nesku þjóðinni írá því tvenskonar óláni, sem yfir lienni vofi. önnur hæt’an sé það, að Þjóðverjar noti sér varnarfleysi landsins og bæli unidir þýzk yfirráð meginhluta þjóðarinnar. Hefði þjóðin þá að eins skift svo um, að fá erlenda kúg- un fyrir ininlondia. Stæði vesturþjóð- unum og þjóðfretei ihvar sem er í heiminum tvöföld hætta af Rússum ag Þjóðverjum sameinuðum, þar sem fólksmergð og náttúrugæði Rússlands væri lagt undir hervaflds- stjórn prússneskra junkara. Hto hættan statfi frá sjá'Hrl byít- ingunni. Þó að Þjóðverjar létu Rússa hlutiLausa og blönduðu eér ekki í mál þeirra, er sundrung etétt- anna í Rússlandi þó evo mikil, að vel má búast við að þar kæmist ekki á friður í landi og skipulegir stjórnarliættir íyr en etftir mörg ár, jafnvel eftir heilan mannaaldur. Frelsi það, sem þá íengist, væri geysilega dýrkeypt. Yerkefni banda- þjóðanna í Rússlandi ætti þá að vera það, að freflsa þjóðina frá er- lendri undjrokun og langvarandi innalands óstjóm. Nú hagar svo tifl í Rússlandi, að gerbyltingamenn eru að natfni til ráðandi í landinu. Þeir sömdu frið- inn við Þjóðverja til að geta snúið sér að þvi, sem þeim var bugþeflck- ara: baráttunni inn á við, barátt- unni við þær stéttir, er þeir töldu hafa kúgað ]>á. Fana þeir með her- skildi og ráTOihendi um eignir að- aismanma og stórhöfðingja, og etru ekki vandir að tilefnum. Þjóðverj- ar styðja óstjórn gerbyltingamanna tifl að auka sem mest vandkvæði Rússa. Er 'því að yfirvarpi dágott samikomuiag mliili iþýzku júnkar- anna og svæsmistu byltingainaniiia á Rússflandi. Hinsvegar líta rúss- neskir bægritmeinin ihelzt vonaraug- um til Þjóðtverja. Vænita að þeir styðji iþeirra imátetað, er til lengdar lætur, og myndu tfúisir að vinna mik- ið til, ef kostur væri tfyrir þá &ð halda lffi og eignum undir verndar- væng þýzkrar stjómar. Þjóðverjar hatfa að því leyiti góða aðstöðu í Rúisslandi, að bæði öreigarnir og stóre ignamenn i rn i r dainisa eftir þeirra ihöfði.- Tíminn. Dánarfregn. Þann 31. jan. 1919 dó að hei>TLili sonar síns, Helga F. Oddssoiniar, bónda að Lundar P. O., ekkjan Katrfn Sigurðardóttir Oddson, 94 ára og tveggja m'áamða gömul. Htún var fædd 2. des&miber 1824 á Végeins- stöðum í Fnjóskaafl í Suður Þingeyj- •arsýslu. Foreldrar hemnar voru þau lijónin Sigurður Vfgfússon og Guð- björg SigurðavidóttÍT. 1852 giftist hú.n' Friðbirni Oddssyni af Tjörnes.i í N'orður-Þingeyjarsýsiu: hann er dáinn tfyrir 10 áruin. beim hjónum var 8 barna auðið: 6 af þeim dóu í æsku, en tveir synir jteirra búa við Lundar póstfluis: Sigursteinn og Htolgi. Sumarið 1883 ffluttust þau hjón ásaimt þessum sonum sínuaii til Vesturheimn og settust að f Win- nflpeg. Árið 1889 fluttu þaiu sig til A ffi :a vatnsb y gða r og tóku land skamt frá Oold Springs P. O. — KaLrto sál. var búin að -vera blrnd ytfir 20 ár og rúmtföst á fjórða ár; bar sig vsaimt vei og lét aldrei hug- fafl'last undir byrði Wfstfns, heldur bar 'þjáningannar, sern eru samfara löntrum lífdögum með stakri þolin- nræði og krtetilegu hugarfari. — Hún var ástrfk eiginkona og uim- hyggjusöm og etekurfk móðir. — Séra Jón Jóns»on ihélt hjartnæina húskveðju að iheimtfli ]>eirrar látnu, að viðstöddium síkyldmennuim og vinurn. Hún var jarðsUngin af fyr- nefndmn preiwti i]i«imn 8. íebr. 1919 í Lundiar grafreit. Hivfli hin fraanfliðna í ró og friði.— Bfessuð veri minning hennar. H. F. O. -------o------- Lagaákvarðanir viðvíkj- andi fréttablöðum 1.) Hver maður, sem tekur reglulega á móti blaði frá pósthúsinu, stendur í ábyrgð fyrir borgun inni, hvort sem nafn hans eða annars er skrifað utan á blað ið, og hvor sem hann er áskrif andi eða ekki. 2) Ef einhver seglr blaði upp, verð- ur hann að borga alt sem hann skuldar þv£, annars getur útgef- andinn haldið áfram að senda honum blaðið, þangað til hann befir geitt skuld sína, og útget- andinn á heimting á borgun fyrir öll þau blöð, er hann hefir sent, hvort sem hinn tekur þau af pósthúsinu eða ekki. 3) Að neita að taka við fréttablöðum •ða tímaritum frá pósthúsum, eða að flytja i burtu án þess að tilkynna slíkt, meðan slik blöð eru óborguð, o- fyrir lögum skoða^ sem tilraun til svika (prima facie of intentionnl fraud). B0RÐVIÐUR MOULDINGS. Vi8 höfum fullkomnar birg8ir af öllum tegundum Ver8skrá verSur aend hverjum þeim er þesa óskar THE EMPIRE SASH <& DOOR CO., LTD. Henry Ave. East, Winnipeg, Man., Teiephone: Main 2511 “------------------------------------ ----- /

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.