Heimskringla - 19.02.1919, Blaðsíða 6
6. BLAÐSÍÐA
HEIMSKRINGLA
WINNIPEG, 19. FEBR. ,>i9
Bónorð skipstjórans
Saga eftir
W. W. JACOBS
, "Þessi maður er að spyrja eftir Jackson skip-
stjóra,” sagði konan og sneri sér að stúlkunni. ‘‘Eg
hélt að'hann—að [hann vaeri ekki alveg viss um
nalfnið— hann má ske getur fært okkur fréttir,”
bætti hún við, eins og hún væri í vandræðum með
hvað hún ætti að segja.
“Það er ekki hklegt, mamma,” sagði stúlkan og
leit heldur óhýrum augum á skipstjórann. “Það er
enginn Jadkson hér.”
“Hafið þér lengi verið að Ieita að honum?”
spurði konan.
“Já, árum saman,” svaraði skipstjórinn, sem ekki
vissi hvað'hann átti að segja.
Kerling stundi alf vorkunsemi. “Viljið þér ekki
geras vo vel og fá yður sæti ? ” sagði hún.
“Þakka yður fyrir,” sagði skipstjórinn og tylti
sér á hlálbrúnma á sófanum.
“Eruð þér vissir um að naínið sé rétt?” spurði
stúlkan í frdmur óþýðum róm.
“Það var eitthvað líkt Jackson,” stamaði skip-
stjórinn svo lágt, að varla heyrðist. “Það getur vel
skeð að það hafi Verið Blackson, eða Dackson, eða
jafnvel Snackson — eg er ekki alveg viss um það.”
Gamla konan strauk hendinni yfir ennið. “Eg
hélt að ef til vill gætuð þér sagt mér eitthvað í
fréttum af vesalings manninum mínum,” sagði hún.
“Það eru nokkur ár síðan hann fór, og þegar þér
komuð hingað til að spyrja eftir sjómanni, þá hélt
eg að þér hefðuð máske einihverjar fréttir að f^era.”
“En þú hlýtur að sjá það, mamma,” sagði stúlk-
an, “að þessi maður er að spyrja eftir öðním. Þú
tefur hann frá því að finna þenna Jackson skipstjóra,
sem hann er að leita að.”
“Ef hann er búirm að vera í mörg ár að leita að
honum,” sagði gamla konan, “þá ætti ekki að muna
um fáeinar mínútur.”
“Nei, víst ekki,” sagði Wilson og reyndi að
herða upp hugann. “Hvað lengi sögðuð þér, að
hann hefði verið í burtu?”
“Fimm ár,” sagði konan og hristi höfuðið og
spenti greipar í kjöltu sinni. “Hvað lengi segist þér
hafa verið að leita að Jackson skipstjóra?”
“Sjö ár,” sagði skipstjórinn með svo mikilli
hægð, að hann varð sjálfur hissa.
“Og þér eruð enn ekki vonlaus, býst eg við?”
“Og verð það ekki meðan eg lifi,” svaraði skip-
stjórinn og horfði á rósirnar á gólfdúknum.
“Það er aJveg eins með mig,” sagði ga'mla kon-
an með ákefð. “Já, það verður fagrnaðarfundur,
þegar þér hittið hann.”
“Fyrir báða,” skaut stúlkan inn í.
“Það voru fimm ár í maí—tuttugasta maí—síð-
an eg sá vesalings manninn minn síðast. Hann—”
Þessum manni stendur alveg á sama um það,
mamma,” greip stúlkan fram í.
“Nei, eg hefði imtkla ánægju af að heyra um
það,” sagði skipstjórinn; “og hver veit nema eg
rekist á hann einhvem tíma þegar eg er að leita að
Jackson.”
“Já, hver veit nema það geti komið fyrir,” sagði
gamla konan. “Það er annar maður að leita að
honum núna. Sá maður heitir Glover og er tilvon-
and) tengdasonur minn.”
Það varð töng þögn. Loksins gat skipstjórinn,
með því að sameina alt sem hann átti til af kristi-
legum kærleika og kurteisi, stamað þessum orðum
út úr sér: “Eg vona að hann finni hann.”
“Hann gerir alt settn unt er,” sagði garnla kon-
an. “Hann er farandsali og kemur þess vegna nokk-
uð víða við.” -»
“Hafið þéé reynt að auglýsa?” spurði skipstjór-
inn, og reyndi af fremsta miegni að látast vera eins
ákafur að vita um þefcta og áður.
Gamla konan hristi höfuðið og leit til dóttur
amnar. “Það væri ékki til neins,” sagði hún, “það
væri ekki til neins.”
“Eg vil ekki blanda mér tnn í einkamál yðar á
nokkum hátt,” sagði Wilson; “en eg kem við á æði-
mörgum höfnum yfir árið, og ef þér hélduð að það
væri til nokkurs gagns að eg reyndi að líta í kringum
mig, þá er eg fús til að gera það; þér þyrftuð að
eins að gefa mér einhverjar upplýsingar um mann-
inn, sem eg á að skipast um eftir.”
Gamla konan varð óróleg, eins og hana langaði
til, en væri þó hrædd við, að opinbera leyndarmál
sitt.
“Það stóð, Skal eg segja yður, nokkuð einkenni-
lega á fyrir hocnum, þegar hamn fór,” sagði hún og
leit til dótfcur sinnar. “Hann—” ,
“Eg kæri mig ekki um að vita neitt um það, kona
góð,” greip skipstjórinn fram í með hægð.
“Það væri ekki til neins að auglýsa eftir föður
mínum,” sagði stúlkan, “því hann kann hvorki að
lesa né skrifa. Hann er bráðlyndur og fljótfær mað-
ur, og fyrir fimttn árum 3I0 hann annnan mann í rot
og hélt að hann hefði drepið hann. Og við höfum
hvoéki séð bann né hejnt 'frá honum síðan.”
“Hann blýtur að vera sterkur maður,” sagði
skipstjórinn.
“Hann hafði barefli í hendinni,” sagði stúlkan
og grúfði niður yfir það sem hún var að sauma. “En
hann meiddi manninn mjög 'lítið; hann varð vinnu-
Pær eftir tvo daga, og hann hefir fyrirgefið föður
mínum.”
“Það er bágt að segja hvar hann er,” sagði skip-
stjórinn og lét sem hann væri niður sokkinn í að
hugsa ulm málið.”
“Hann er einþvers staðar þar sem skip eru, það
er eg viss um,” sagði gamla konan. “Hann var skip-
stjóri sjálfur í mörg ár og hann gæti ékki li'fað ann-1
arsstaðar en við sjóinn, og þar að auki gaíti hann
ekki unnið fyrir sér annarsstaðar, vesalingurinn, |
nema að hann hefði þá farið í siglingar aftur, sem j
er ólíklegt.”
“Hann hefir verið í strandferðum, býst eg við,”
sagði skipstjórinn og leit á myndir af tveimur eða
þremur smáskútum, sem héngu á veggnum.
Konan kinkaði kolli. “Þetta voru hans skip,”
sagði hún; “en málararnir gátu aldrei málað skýin
svo honúm líkaði. Eg slkil ekki í að það hafi nökk-
ur maður verið til, sem var eins erfitt að þóknast að
því leyti og hann.”
“Hvernig lítur hann út?” spuxði Wílson.
“Eg skal ná í mynd af honum,” sagði gamla
konan og stóð upp og fór út úr stofunni.
Stúlkan keptíst við að sauma, þar sem hún sat
við gluggann hjá blómunum. Skipstjórinn, sem
vildi láta sýnast að hann væri ekki feiminn, hóstaði
I hægt og gætilega þrisvar sinnum og ætlaði að fara
að segja eitthvað um veðrið, 'en þá sneri hann sér
j alt í einu við og fór að horfa út um gluggann. Skip-
stjórinn fór þá aftur að horfa á skýin á myndunum
og hann var engu ánægðari imeð þau en hann ímynd-
aði sér að týndi slkipstjórinn hefði verið.
“Þessi mynd var tekin rétt áður en hann hvarf,”
sagði gamla konan, sem nú kom inn aítur og rétti
j ljósmynd að skipstjóranum. “Þér getið haft þessa
mynd.”
Skipstjórinn tók við myndinni og horfði á hana.
Hún var af þéttvöxnum, alskeggjuðum manni, á að
gizka sextugum. Svo lét hann myndina varlega í
brjóstvasa sinn.
“Og með hvaða nafni á eg að nefna hann, ef eg
skyldi nú rekast á hann?” spurði hann.
“Gething,” svaraði gamla konan. “Gething
skipstjóri. Og ef þér finnið hann og segið honum,
að hann þurfi ekkert að óttast og að konan hans og
dóttir hans Anna þrái út af lífinu að sjá hann, þá
gerið þér mér greiða, sem eg fæ aldrei fullþa'kkað
yður.”
“Eg skal gera alt sem eg get,” sagði skipstjór-
inn ákafur. “Verið þér sælar.”
Hann tók í hendina á gömlu konunni og stóð
svo kyr og horfði á Önnu hikandi.
“Verið þér sælar,” sagði hann glaðlega.
Gaimla konan fylgdi honum til dyra og sagði um
leið: “Ok!kur þætti vænt um að sjá yður og heyra
hvernig yður gengur, hvenær sem þér komið til
Gravesend.”
Skipstjórinn þakkaði henni fyrir boðið. Hann
staðnæmdist rétt snöggvast við hliðið og leit á
gluggann. En stúlkan var aftur farin að sauma, og
hann gekk hratt í burtu.
Af fögnuðinum yfir því að hafa fengið eitthvað
til að gera, sem gæti verið ungfrú Gething til þægð-
ar, gleymdi hann því alveg að hún var trúlofuð öðr-
um mamni, þangað til hann var kormnn út á skip og
farinn að borða. Þegar hann loksins mundi eftir
því, ýtti hann frá sér diskinum, studdi hönd undir
kinn og sökti sér niður í þungar hugsanir. Hann tók
myndina úr vasa sínum og horfði á hana lengi og
reyndi að taka eftir, hvort dóttirin líktist föðurnum.
En hann gat ekki séð, að þau væru nokkra vitund
lík hvort öðru.
“Hvemig lízt þér á þessa mynd?” spurði hann
og rétti stýrimanninum, sem hafði setið og horft á
hann forvitnisaugum.
“Vinur þinn?” spurði stýrimaðurinn með hægð.
“Nei,” sagði hinn.
“Mér Mzt ekkert vel á hann,” sagði stýrimaður-
inn. “Hvar fékstu hana?”
“Mér var gefin hún,” svarað skipstjórinn. “Hann
1 er týndur og eg ætla að finna hann, ef eg get. Þú
mátt gjarnan hafa augun opin líka.”
“Hvar ætlarðu að leita að honum?” spurði
stýrimaðurinn.
“Alstaðar,” svaraði hinn. “Mér er sagt, að
hann gæti verið í hvaða hafnarbæ sem er; og mér
þætti vænt um, ef iþú vildir hjálpa mér.”
“Eg geri það náttúrlega,” sagði stýrimaðurinn.
1 Hvað hefir hann haft fyrir stafni?”
“Ekkert, það eg veit,” svaraði skipstjórinn; “en
hann er búinn að vera týndur í fimm ár og eg hefi
lofað að gera alt sem eg gæti til að finna hann.”
“Einhverjir vinir vilja fá fréttir af honum, geri
I eg ráð fyrir,” sagði stýrimaðurinn.
.Ja'
“Mér virðist,” hélt stýrimaðurinn áfram, “að
kvenfólk sé hræddara en karlmenn, þegar svona
j stendur á.”
“Þær eru tilfinninganæmari,” svaraði skipstjór-
inn. *
“Þetta er ékki svo Ieiðinlegt andlit, þegar maður
fer að horfa á það,” sagði stýrimaðurinn, settn var
forviða á öllu háttalagi skipstjórans. “Eg held eg
hafi einhvers staðar séð einhvem, sem er svipaður
myndinni — stúlku, held eg — en hvar það var, get
eg ekki sagt.”
Henry kom öfan í káetuna og samtalið hætti.
Hann var ekki lengi að taka eftir myndinni í hend-
inni á stýrimanninum og flýtti sér að fara að koma
smjörinu af borðinu. Hann sá, að stýrimaðurinn
hélt myndinni öfugt og hann fann á sér, að það
mundi vera gert til þess að hann sæi ekki myndina.
Hann forðaðist því að líta á hana meðan hann var
að taka til á borðinu og hugsaði sér um leið að muna
8týrimanninum þetta.
“Henry!” kallaði skipstjórinn alt í einu.
“Hvað á eg að gera?” spurði Henry.
“Þú ert eftirtektarsamur eftir aldri,” sagði skip-
stjórinn. “Líttu á myndina þarna.”
Henry brosti út undir eyru. Hann leit fyrirlitn-
ingaraugum á stýrimanninn um leið og hann tók við
myndinni af honum og hlustaði með fjálgleik á sömu
útskýringuna og stýrimaðurinn halfði fengið. “Og
þú getur farið með myndina og sýnt hana hásetun-
um,” sagði skipstjórinn.
“Hásetunum!” át strákurinn eftir alveg forviða.
“Já, skilurðu mig ekki?” sagði skipstjórinn.
“Jú, en þeir vita ekkert hvað þeir eiga að gera
við hana. Hvað ætli að feiti Sam, og matreiðslu-
maðurinn og Dick—”
“Gerðu eins og þér er sagt,” sagði skipstjórinn
byrstur.
“Já, eg skal gera það undir eins; en þeir fara
strax að spyrja hver hann sé og hvers vegna þú vi'ljir
finna hann.”
“Farðu strax með myndina og segðu þeim að sá,
sem verði fyrstur til að finna manninn, sem myndin
er af, skuli fá fcíu dollara.”
Strákurinn lagði af stað með myndina og horfði
vandlega á hana, til þess að standa dkki ver að vígi
en aðrir í samkepninni um fundarlaunin. Feiti Sam
þóttist hafa séð manninn fyrir einum tveimur dög-
um; matreiðslumaðurinn kannaðist við andlitið eins
og það hefði verið andlitið á móður hans, og Dick
hafði þekt hann árum saman í Plymouth og fullyrti
að hann hefði átt þar herma og verið vel þektur
maður. Með þessar upplýsingar fór Henry aftur til
skipstjórans og stakk upp á því, að þeir skyldu leita
fyrst í Gravesend.
Það var komið 'fram á miðja nótt, þegar þeir
léttu akkerum og sigldu öfur bægt niður ána. 1
Gravesend voru allir í fasta svefni og þar sást ekkert
nema ljósaraðimar á götunum. "Hafsúilan” þoikað-
ist fram hjá. Stórt gufuskip, sem var á undan, gaf
hafnsögumannsbátnum merki og hægði á sér til að
bíða eftir bátnum, sem kolm úr landi. Það vakti
skipstjórann upp af þungum hugsunum; því það
Skeytti ekkert um að víkja úr vegi. Þegar hann var
búinn að ná sér aftur eftir þá ósvífni og drekka
kaffibolla, sem matreiðslumaðurinn færði honum,
var Gravesend horfin á bak við bugðuna í ánni, og
leiðin v— byrjuð.
ÞRIÐJI KAPITULI.
• I
Þeir náðu til Brittlesea á fjómm dögum. Skip-
stjórinn lét stýrimanninn ráða flestu, en sat sjálfur
og hugsaði margt. Þunglyndi skipsljórans breidd-
ist út á meðal skipshafnarinnar. Sam átti harmóniku,
sem hann var vanur að stytta félögum sínutm stund-
ir með; en stýrimaðurinn hafði rekið í hana hnef-
an og brotið gat á hana, og síðan hafði óánægjan
farið veixandi í hásetaklefanum, og stýrimanninum
v'om valin ófögur nöfn, þegar hann heyrði ekki til.
Það var um kvöld, er þeir lögðu upp í ána, sem
Brittlesea stendur við. Allir höfðu lokið við dags-
verk sitt, og fáeinir fiskikarlar lágu á bryggjunni og
reyktu pípur sínar. Frá dálítilli drykkjarkrá, sem
stóð opin hinu megin við ána, bámst hlátrar og há-
reysti, sem mintu skipshöfnina á leit 'hennar eftir
Gething skipstjóra. Að vísu búuggust þeir, sem
vonuðust eftir mestu, ‘ékki við að finna hann strax;
en Sam sagði, að því fyr sem þeir byrjuðu að leita,
því betra; það Væri ekki óimögulegt, að hann sæti
núna einmitt í þessari drykkjukrá og væri að bíða
eftir því að einhver 'fyndi sig.
Þegar ’þeir vom búnir að koma öllu í lag, fóm
þeir í land og hófu leitina, en hún varð árangurslaus.
Þeir fundu engan mann, nema gamlan karl, sem
varð fokvondur út af því hvað matreiðslumaðurinn
leit nákvæmlega á alt þar mni, og spurði hann í
styttingi, hvort hann hefði týnt nolkkm, og ef hann
héldi að hann, karlinn, sæti á því, þá væri bezt fyrir
Prentun.
AUs konar prentun fljótt og
rol af hendi leyst. -a. Verki
frá utanbsejar mönnum sór-
staklega gaumur gefinn.
The Viking Press, Ltd.
729 Sherbrooke St.
P. 0. Box 31~1 Wlsmipex
hann að segja það hreinlega. Þegar matreiðslu-
maðurinn var búinn að svara fyrir sig á viðeigandi
hátt, lögðu þeir af stað til næsta veitingahúss. En
þeim gekk ekki betur þar. Dick sagði, að bjórinn
væri enn þá verri þar en í hinu, og að engum manni,
sem væri kunnugur þar, gæti komið til hugar að
eyða peningum sínum á öðrum eins stað. Þeir
færðu sig því a'ftur; en áður en þeir voru hálfnaðir
með ölkrárnar, var kominn tími til að loka þeim.
“Þetta er ekki svo óskemtilegt •œfintýri,” sagði
Sam, og var loðmlæltur í meira lagi, um 'leið og hon-
um var stjakað út úr seinustu kránni og loku skotið
fyrir hurðina að innan. "Hvert eigum við að fara
næst?" '
“Við skululm fara aftur um borð,” sagði Dick;
"komið þið nú með mér.” *■
“Þú finnur 'hann ekki í nótt, Sam," sagði mat-
reiðslumaðurinn hálf háðslega.
“Og ihvers vegna eldki?” spurði Sam og horfði
fast á matreiðslumanninn. “Við fórum í land til
þess að finna hann."
"En það er komið myrkur,” sagði matreiðslu-
maðurinn.
Sam hló, eins og það væri einhver fjarstæða.
“Komdu,” sagði Dick og greip í handlegginn á
honum.
“Eg 'kom 'hingað til að finna 'hann,” sagði Sam;
og eg hætti ekki fyr en eg er búinn að því.”
Hann vagaði niður götuna og hinir, sem skoð-
uðu það skyldu sína að Skilja ekki við félaga, er ekki
kynni fótum sínum forráð, fylgdu nöldrandi í hum-
átt á eftir. Þeir gengu þannig í hálfa klukkustund
um mannlausar götumar, og Diök átti erfitt með að
láta ekki bera á óþolinmæði sinni, þegar hann var að
snuðra í öllum krákum og kimum í þeirri von að
finna manninn, sem þeir voru að leita að. Loksins
staðnæmdist Sam fyrir framan lítið hús, hélt svo á-
fram dálítinn spöl, en sneri við aftur og gekk upp
að húsinu, eins og hann hefði afráðið eitthvað með
sjálfum sér.
“Haltu honum!” grenjaði Dick til matreiðslu-
mannsins og tók sjálfur með báðum höndum utan
um Sam.
Matreiðslumaðurinn lagði nandlegginn utan um
hálsinn á Sam, og báðir fóru að stytmpast við að
draga hann í burtu.
“Komdu um borð með okkur, asninn þinn,”
sagði Dick, sem orðinn var reiður; “við erum búnir
að fá nóg aif þessu.”
“Sleppið þið mér,” sagði Sam og brauzt um.
“Reyndu þá ekki að fara inn í húsið," sagði
Dick.
“Hann er þarna,” sagði Sam og benti m,eð höfð-
inu á 'húsið, rétt eins og hann hefði fengið einhverja
vitrun um það.
Diek endurtók að hann skyldi 'koma með þeim
og bætti við, að hann rrjætti aldrei drekka neitt
sterkara en imjólk.
“Haltu á treyjunni minni,” sagði Sam við mat-
reiðslumanninn og alt látbragð hans bar þess ótví-
ræðan vott, að það Væri farið að síga í hann.’
“Vertu nú ekki að þessari vitleysu, Sam,” sagði
matreiðslumaðurinn í bænarrómi.
“Haltu á treyjunni minni,” sagði Sam og horfði
með fyrirlitningarsvip á matreiðslumanninn.
“Þú veizt það sjálfur, að iþú ert í engri treyju,”
sagði matreiðslumaðurinn í sama bænarróttnnum.
“Geturðu ekki séð, að það er peysa, sem þú ert í?
Eg hélt ékki að þú værir svona fullur.”
“Jæja, styddu mig þá á meðan eg fer úr henni,”
sagði Sam.
Matreiðslumaðurinn studdi Sam, sem fór að
reyna að komast úr peysunni. Dick beið rólegur
þangað til að peysan var komin yfir höfuðið á Sam;
þá ýtti hann matreiðslumanninum til hliðar og tók í
Sam og sneri honum þrisvar í hring.
“Snúðu þér þrisvar í hring og sjáðu svo hverjum
þú getur náð, Sam,” sagði hann ertnislega. “Jæja,
seztu þá niður.”
Hann lét Sam, sem ékki gat staðið á fótuniun,
síga niður. Svo labbaði hann af stað með mat-
reiðslumanninum og lét hann eiga sig. Þegar þeir
litu seinast til baka, sáu þeir hann vera að veltast um
með hendur og höfuð innan í peysunni og reyna að
gera sitt ýtrasta til að losast. Blótsyrðin, sem heyrð-
ust í gegn um peysuna, báru vott um hvemig honum
var innan brjósts. Loksins gat hann losað sig og
þeytti frá sér peysunni, en tók hana upp aftur, stakk
henni undir hendina og rambaði eitthvað í áttina á
eftir hinum.
Morguninn eftir 'mimdi hann ékki vel eftir hvað
komið hefði fyrir um kvöldið, en hafði samt ein-
hvern grun um, að sér hefði verið misboðið, og þeas
vegna var hann mjög stuttur í spuna við Dick og
matreiðslumanninn, þcmgað til þeir voru allir fam-
ir aíS vinna saman á þilfarinu. Menn verða fljótt
þurbrjósta af því að vinna í sementi, og eftir Mtinn
tíma var Sam orðinn svo eftirgefEmlegur, að hann
leyfði matreiðslumanninum að gæða sér á fullri
könnu af köldu ikaffi, sem hafði komið af káetu-
borðinu.
Matreiðsluttnaðurinn þvoði könnuna og vegna
hitans inni í matreiðsluklefanum kaus hann heldur
að vera á þilfarinu, þótt þar væri rýkugt. Hann sett-
ist því niður og fór að þvo kartöflur. Hann þurfti
ékki að hafa 'hugann svo fastan við það, að hann
gæti ekki hugsað um aðra hluti um Ieið, og hugsanir
hans snerust að Gething skipstjóra og leitinni eftir
honum. Honum var það ljóst, að myndin var þýð-
ingarmikill hlutur í sambandi við leitrna, og með
/