Heimskringla - 24.03.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 24.03.1920, Blaðsíða 4
4. BLAÐSIÐA. HEIMSKRINGLA WiNNIPEG, 24. MARZ, 1920. HEIMSKRINGLA (StofnnV IHStl) Kemur út á hverjum MHSvikude^l Útr«fen^ur og eigendur: THE VIKING PRESS, LTD. VerB blaísine I Canada og BandarikJ- unum $2.00 um árJB (fyrirfram borgaB). Íont tll lslands $2.00 (fyrir/ram borgaí). AHar borganir senáist rátismanni blabs- in*. Póst e»a banka árisanir stílist til The Vlklng Prees, Ltd. Ritstjóri og ráSsmaSur: GUNNL. TR. JóNSSON Skrlfetefai . 7» KHBItBROOKK STRKICT, F.S. ■*> 3171 Talnlml Oarrj dll WINNIPEG- MANITOBA, 24. MARZ, 1920. Mr. Barney Finnson. Heimskringla hefir altaf talið það skyldu sína, að geta þeirra manna úr þjóðflokki vor- um, sem frægir hafa orðið, hvort heldur þeir 'höfðu unnið sér frægðina eða henni verið þrengt upp á þá. Vér höfum nú á meðal vor mann, sem hið síðara hlutskiftið hefir hlotið, Mr. Barney Finnson undirráðsmann Lögbergs- félagsins og fyrrum lyffræðing. Barney varð frægur maður í einni svipan. Hann vaknaði á fimtudagsmorguninn sem hversdagslegur náungi, en gekk til hvílu um kvöldið sveipáður frægðarljóma, sem síðan hefir fylgt honum og mun fylgja honum út í hin yztu myrkur, þegar sá tími kemur. Og alla þessa frægð á Barney að þakka virðulegum fylkisþingmanni Joseph Hamelin, ..og í þingsal Manitobaþingsins var frægðin sköpuð og nafn Barney skráð með svörtu letri í annála þingsins. En hér skal sagan sögð eins og hún skeði. Mr. Hamelin, sem er conservativaþmgmað- ur fyrir St. Rose kjördæmið, var að gagnrýna fylkisreikningana og fjármálabruðl Norris- stjórnarinnar. Meðal annars, sem honum þótti nokkuð gífurlegt, var fjárausturinn til Lögbergsfélagsins, The Columbia Press. Eftir að hafa rakið sögu félagsins að nokkru, kom röðin að umgetnum Barney, og þá sperti þingheimur upp eyrun' því Barney könnuðust ailir við. ‘‘Árið 1915 hvarf nafn núverandi dóms- málaráðherra úr hluthafatölu Columbia Press, og einhver Barney Finnson umferðasali dett- ur ofan úr skýjunum. Er þá sagt að hann eigi 2100 dollara virði af hlutum í félagmu og þar af 1400 doliarar borgaðir. Þá hættir Barney umferðasölunm og verður ráðsmaður hjá féiaginu og þeim starfa heldur hann fram á þennan dag; og það er kaldur dagur, þeg- ar áminstur Barney fer tómhentur úr stjóm- argarði, og fáar eru þær síðurnar í fylkis- reikningunum, sem hann á ekki ítak í. Árið 1915 varð Mr. Barney ilt til fanga, fékk aðeins $3812.00, en þess ber að geta að Norrisstjórnin hafði aðeins ráðin hálft fjár- hagsárið. Árið 1916 varð Barney miklu fengsælii og fékk handa féiagi sínu $14,690.26. En maðurinn var þó ekki ánægður, meira varð hann að fá. Og næsta ár, 191 7, var aflinn líka viðunan- legur, að Barney fanst. Hann fkitti þá heim úr fylkisfjárhirzlunni $30,014.17 — þrjátíu þúsund og fjórtán dali og sautján cent. En svo kom afturkippur í veiðina. Árið 1918 fékk vesalmgs Barney aðeins $1 7,392.- 07 úr fylkissjóði. Á hinu nýliðna fjárhagsári, 1919» var afl- inn dálítið betri, $18,037.69. AIIs hefir Mr. Barney fiskað fyrir Columbia Press $83,954.90 úr fylkissjóði á þessu stutta tímábili (eða sem svarar 1200 dollurum á mánuði) og er það ekki sem verst fyrir lítið prentfélag.” Hér er sagan sögð ems og Hamelin sagði hana í þinginu; að hún sé rétt, votta fylkis- reikningarnir, og verður því frægðin ekki af Barney skafin. Ó! dýrð sé þér, þú mikli maður! Aðalssvip og augnaráð hans engir stóðust; í fylkissjóðinn fékk að gánga fjársolginn um daga langa. Þingsaga Canada. Samabandsþmgið í Ottawa ér 53 ára gam- alt, og hefir margt drifið á daga þes? á þeim tíma. Margir mikilhæfir stjóiyimálamenn hafa birzt, staldrað við um lengri eða skemmri tíma, og horfið, sumir dáið drotni sínum, aðr- ir liðið pólitískt jskipbrot. En tveir menn koma þó mest við þingsöguna á umliðnum ár- um, Sir John A. Macdonald og Sir Wilfrid Lauriér. Þeir eru mennirnir, sem tröllaukn- ust tökin eiga í stjórnmálasögu þessa lands, og þó misjafnir dómar fari um menn þessa báða, þá munu allir ljúka upp einum munm að þeir væru verðugir synir þessa lands og bæru hag þess fyrir brjósti — síðast og fyrst — þó leiðirnar sýndus.t misvtirar á stundum. Hon. Alexander Mackenzie, Hon. Edward Blake, Sir John Thompson og Sir Charles Tupper, koma og mikið við þingsöguna. All- ir voru þ«ir mikilhæfir menn og þjóð sinni til sóma. Allir eru þeir nú moldu huldir, en orð- stýrrinn lifir. Af stjórnmálamönnum, sem nú eru uppi, ber einn af öllum öðrum fyrir reynslu sakir, og er sá Sir Geo. E. Foster. Hefir hann setið á þingi því nær uppihaldslaust síðan 1882, og verið ráðgjafi í sex stjórnum. Um hinn nú- verandi stjórnarformann, Sir Robert L. Bor- den, má segja að hann er maður mikilhæfur, og Ifklegast mesti stjórnvitringurinn, sem ver- ið hefir við stjórnvölinn í Ottawa. En hér skal þingsagan sögð: 1. Kjörtímabil. Hinn I. júlí 1867 voru fylkin Ontario, Quebec' Nova Scotia og New Brunswick, sam- einuð með konunglegu lagaboði, dags. 22. marz 1867, og köllwð í síimeiningu: Dominion of Canada. Þá var Monck lávarður Iand- stjóri í Canada. Fól hann Sir John A. Mac- donald á hendur að mynda fyrsta ráðuneyti fyrir hið nýja sambandsland. Fyrstu sambandsþingkosnmgar voru haldn- ar í september þá um haustið. Hafði Sir - John þá “sambandið” eitt á stefnuskrá sinni, að biðja þjóðina að hjálpa sér og stjórn sinni til að koma hér á fót öfiugu sambandslandi. Gekk kosningabaráttan fremur greiðlega. Mótflokkur Sir John frá fornu fari, va/ aðal- lega skipaður kaþólskum Frökkum, þeim hin- um sömu, sem barist höfðu áður móti brezk- um yfirráðum og brezku þjóðerni. Nú vildu Frakkar ekki vekja ný þrætuefni, og liberal- flokkurinn var í molum. Líka hélt það Frökkum hægum, að æði margir af þeirra beztu mönnum voru í stjórninni. Mótspyrnu talsverðri átti þó stjórnin að mæta í strand- fylkjunum, sérstaklega Nova Scotia. Kosn- ingaúrslitin Urðu þau að Sir John fékk 102 fylgismenn kosna, en andstæðingar hans 80. Fyrsta þingseta hófst 6. dag nóvembermánað- ar 1867. Manitobafylki gekk í fylkjasambandið I 5. júlí 1870 og British Columbia 2Q. júlí 1871. Hið síðarnefnda fylki hafði það að skilyrði fyrir inngöngu sinni, að sambandsstjórnin léti byrja að byggja járnbraut vestur að Kyrra- hafsströnd innan 2 ára. Var síðustu þingsetunni nærri alveg eytt í um- ræður um þá bfaut. Að síðustu komust lagaákvæði í gegnum þingið um að byggja hana. Var þá þingseta úti og kjörtímabilið. Lét þá Sir John ganga slrax til nýrra kosninga. Hann skoraði á þjóðina að halda við þessa stefnu, að byggja braut frá hafi til hafs, eins og þingið hafði ákveðið að gera- og leyfa sér ■ og sínum flokki að efna orð sín við British Columbia-fylki. En þá risu liberalar upp, treystandi á fylgi Frakka, og mótmæltu harð- lega þessári brautarbyggingu og loforðaefnd- um við B. C. fylkið, og héldu því fram að brautarstæðið hefði aldrei verið verulega út- mælt og hæpið væri hvort hægt væri að leggjá þessa braut í gegnum fjöllin. Þess vegna væri það til þess að setja landið á höfuðið. að byrja á brautinni. 2. Kjörtímabil. Sambandskosningar fóru fram 20. júlí 1872, og úrslitin urðu þau, að Sir John hélt l stjórriinni með aðeins 6 þingmanna meiri- hluta. Fyrsta þingsefa í öðru kjörtímabili var sett 5. marz 1873. En 2. janúar 1874 var þingið Ieyst upp. P. E. Island gekk í sambandið 19. september 1873. Þessi þingset er hin minn- isstæðasta þingseta í Canadaríki, vegna þess \ að meirihluti þingsins ákærði Sir John fyrir mútur og fjársvik í járnbrautarmálinu, svo hann og stjórn hans sagði af sér 5. nóv. 1873. Þá var Hon. A. Mackenzie, formaður Iiberal- flo kksins ' skipaður af landítjóranum til að mvnda nýtt ráðuneyti. Gat hann myndað það 7^ nóv. 1873. Fjöldi af conservativum gengu úr liði Sir Johns og fylgdu McKenzie að málum, svo flokkur hins fyrnefnda var nær því eyðilagður í þinginu. 3. KjörtímabiJ. í janúar var síðan gengið til nýrra kosn- inga. Conservativaflokkurinn var mannfár og hélt illa saman. Kosnmgaheróp Iiberala var þá “járnbrautarhneykslið”. Hon. Mackenzie komst að með stórum yfirburðum. Stjórnin hafði sem sé 60 þingmenn umfram mótstöðu- flokk sinn. Stjómin hafði |)á yfirburði í öll- um fylkjunum nema Manitoba og British Col- umbia. I hinu fyrnefnda höfðu báðir flokk ar jafna tölu. En B. C. fylgdi conservativurr, að öllu leyti. Snernma á þessu kjörtímabili byrjaði þing- ið að tala um tollverndun og tollfrjálsa verzl- un. Strax í byrjun var kapp í þessu máh og I sóttu conservativar sína hlið af hitíni mestu j fyrirhyggju og stjórnmálaþekkingu. Mál þetta varð óðar lýðum ljóst, og varð að hvers- dagslegu umræðuefni á meðal landsmanna. sem skiftust með og móti því, og ræddu það með fylgi og áhuga. Deyfð og doði hvíldi þá yfir verzlun og viðskiftalífi, og fólkið var komið að þeirri niðurstöðu að stjórnin væri vítaverð fyrir að hafá ekkert gert í áttina til 1 að létta af bágbornum fjárhag og iðnaðar- 1 deyfð. Langtum stærri hluti þjóðarinnar hélt því fram- að conservativaflokkurinn væri alveg réttur í toliverndunarstefnu sinni. Lib- eralar héldu dauðahaldi um sína tollfríju verzlunarstefnu. Og eftir því sem þetta mál var rætt lengur og ítarlegar, fór óánægja móti stjórn Hon. Mackenzie dagvaxandi. Sir John notaði sér það og fylgi almennings í , þessu máli, og barðist fyrir sinni.stefnu í þing- I inu með mesta ötulleika. Árið 1877 skiftist þingið í tvo fastákveðna flokka, og hafa stjórnmál Canada aldrei verið rædd af meira kappi og á fastari stjórnmálágrundvelli, en j þetta mál. Þessa þingsetu var Sir Richard ! Cartwright fjármálaráðgjafi. Neyddi Sir John hann til að vðurkenna það, að tekjur ríkisins væru stöðugt að þverra, og við því sæi hann engin ráð. Seint, á þingsetunni gerði Sir John þá uppástungu, að reistar yrðu skorður á móti tekjuhalla ríkisins með mink- uðum útgjöldum og með inntektum og um- i bættri viðskiftastefnu, sem einnig efldi jarð- yrkju, námuvinnu og íðnaðarframleiðslu í j ríkinu. Þessi uppástunga var feld af liber- ölum, ásamt fleirum, sem gengu í þessa átt. Þó varð hálfu hafðari rimma milli flokkanna í þinginu 7. marz 1877, þegar Sir John steig fyrsta sporið til að gera verndartollastefnu fyrir conservativaflokkinn fasta. Þá var það sem fjárlaganefndin lagði fram tillögu við- víkjandi fjárlögunum, og Sir John gerði svo- hljóðandi breytingartillögu við: “Að sambandsþingið sé þeirrar skoðunar> I að velferð ríkisins sé undir því komin, að breytmg sé gerð á stjórnmálastefnu ríkisins. Og sú breyting gangi í þá átt, að verzlunarvið- j skiftin séu vernduð hæfilega, og Hka sé hlynt ! að akuryrkju, námuvinnu og iðnaðarfram- leiðslu í rikinu af ýtrasta megni.” Þess'konar stjórnmálastefnu kvað hann mundi hefta burtflutning þúsunda manna, sem nú væru neyddir út úr ríkinu til að leita sér lífsviðurværis, af því ríkið sjálft neitaði mönnum um atvinnurekstur innan sinna tak- marka, með því að vernda ekki atvinnurétt- indi. Þessi verndarstefna lyfti daufum og arðlausum íðnaði ríkisins á framfarastig, um leið og hún kæmi í veg fyrir það, að Canada væri píslarvottur annara ríkja í verzlunarvið- skiftum. Þessi stefna mundi lífga og auðga innbyrðis viðskifti í ríkiny, og miða að hag- kvæmari viðskiftum við nágrannaþjóðina. Hin ofangreinda breytingartillaga var auð- vitað feld eins og allar uppástungur, sem gengu í þessa átt. En Sir John hafði Iagt hyrningarsteininn undir stjórnmálastefnu síns flokks, og fólkið hafði um leið veitt henni móttöku með mesta fögnuði. Þegar con- serativaflokkurinn hafði tekið tollverndunina j á stefnuskrá sína, þá urðu liberalar að taka “tollaumbætur” á stefnuskrá sína- og það gerðu þeir. En það varð afar óvinsælt hjá þjóðinni. Enda sýndi hún vanþóknun sína í hæsta njáta við næstu kosningar. 4. Kjörtímabil. Þingi var slitið 1 7. ágúst 1878 og kosning- ar fóru fram 10. september. Lagði Sir John þá fyrir þjóðina sína víðfrægu “National Policy” — það er vöru og tolla gagnskifta- fyrirkomulag. Aftur á móti otuðu liberalar fram tolláuknum tekjum í verzlunarviðskift- um. Úrslit kosninganna urðu þau, að flokkur Sir Johns komst að með stórkostlegum meiri- hluta. Conservativar höfðu 68 þingmenn fram yfir Mackenziestjórnina, sem nærri því strax lagði niður völdin, og Sir John var falið á hendur að mynda stjórn í annað sinn. 5. Kjörtímabil Þing kom saman 13. febrúar 1879. Til næstu kosninga var gengið 18. maí 1882. Á þessu kjörtímabili reyndu conservativar að búa vöru- og tolla- gagnskifjafyrirkomulags- Iögin, sem allra bezt að þeim var unt. En liberalar stöguðust á tollagaumbótum til tekjuauka. Þessar kosningar fóru þannig að Sir John og flokkur hans unnu frægan sigur. Á þessu tímabili dó Hon. Alexander Mac- kenzie og Hon. Ecfward Blake varð leiðtogi libe/alaflokksins. 6. Kjörtímabil. Fyrsta þingsetan á 5. kjörtíma- biliny hófst 8. febrúar 1883, en þetta kjörtímabil endaði 15. janúar 1887. Kosnmgar fóru fram litlu síðar. Sir John A. Macdonald skaut þá aðgerðum sínum og stjórnarinnar í Riel-uppreistinni 1885, fyrir dómsatkvæði kjósend- anna og einnig umbótum og þreyt- ingum á hinni þjóðlegu stjórnar- stefnu. Aftur á móti var kosn- ingahróp liberala. umbætur á tolla- stefnunni og ákærur um framkomu stjórnarinnar í Riel-uppreistinni. Kosningar fóru fram 22. febrúar 1887, og úrslitin urðu þau að stjórnin fékk 41 þingmanna meiri- hluta. 1 þessum kosningum kom- ust nokkrir óháðir þingmenn að, en er þeir komu á þing, fylgdu þeir Sir John í flestum málum, svo hann hafði ærna yfirburði í þinginu. 7. Kjörtímabil. Þingið kom saman 13. apríl 1887. ^íðustu þingsetu þess tíma- bils var slitið 3. febrúar 1891. Sir John gekk þá fram fyrir kjósendur með “hina þjóðlegu stefnu” flokks síns aðallega, og breytingar á verzl- unarsamningi við Bandaríkin. — Kosningar fóru fram í marz 1891. Stjórnin fékk mörkum þingsætum fleira en mótstöðuflokkur hennar, en talan var ekki viss’ því liberalar Dodd’s Kidney PiUs, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, hjá öö- um lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Torouto, Ont. eftirmaður hans, er Robert Laird Borden nefndist, og hafði setið á sambandsþinginu eitt kjörtímabil. Var hann skoðaður mestur laga- maður á þingi og drengur góður. þó stjórnmálareynslan þætti Ktil. Ekkert hafði Laurierstjórnin gert til að koma á lágtollum þeim, sen\ hún hafði lofað, og í kosningabar- daganum lofaði hún efndum á næsta þingi. 10. Kjörtímabil. Laurierstjórnin gekk aftur til kosninga 3. nóvember 1904 og átti þóttust hafa fleiri en þeir höfðu og foún þú ^r eftjr af kjörtímabil- hringluðu með tölur þingmanna. jnu JSJú voru það ekki tollmálin, En 20. og 22. maí 1891 var með sem voru a dagskránni, þau höfðu tveimur gagnstæðum uppástungUm verjg ]ogð j bleyti hjá lágtollalof- í þinginu þau úrslit, að Sir John orðunum. það, sem nú var barist , hafði 31 þingmann í meirihluta. I byrjun tímabilsins urðu leiðtoga- ’ skifti hjá liberalflokknum. Ed*w. B!ake fór frá, en Wilfrid Laurier I tók við af honum. 8. Kjörtímabil. Sjöunda kjörtímabilið endaði 28. apríl 1896. Á þessu tímabili misti conservativaflokkurinn 3 af sínum beztu mönnum: Sir John A. Mac- donald, Sir J. Abbott og Sir John Thom'pson. Á þessu tímabili voru 5 forsætisráðherrar í Canada. Sir John var forsætisráðherra til dauða dags, þá tók Sir J. Abbott við, eft- ir hann varð Sir John Thompson; | að honum liðnum tók Sir Macken- j zie Bowell við forsætinu Charles Tupper af honum. ingarnar 1896 snerust eingöngu urrr Manitoba skólamálið sem Green- way ungaði út til hagnaðar fyrir j liberalflökkinn í Canada. Einnig lofuðu liberalar afnámi tolla og fleiru. Úrslitin urðu þau að liber- alar unnu, höfðu 34 þingsæit fram yfir stjórnina. I kosningunum 1896 fékk con- servativaflokkurinn 41 7,685 atkv., en liberalflokkurinn 392,108 at- kvæði. Sir Charles Tupper sagði af sér 7. júlí og landstjórinn bað Hon. Wilfrid Laurier að mynda nýja stjórn, sem hann gerði fáum dög- um síðar. Helztu mennirnir í hinni nýju stjórn voru: Hon. W. S. Fielding fjármálaráðgjafi, Clifford Sifton innanríkismálaráðgjafi og J. J. Tarte ráðgjafi opinberra verka og Sir Oliver Mowat dómsmálaráð- gjafi. Höfðu allir þessir menn verið stjórnarfoímenn eða ráðgjaf- ar í fylkisstjórnum, og þótt mikil- hæfir menn. Sir Oliver andaðist fáum vikum síðar. um var Grand Trunk Pacific járn- brautin. Átti það brautarkerfi að leggjast frá hafi tli hafs og kosta aðeins 10 miljónir. Ferðaðist Sir Wilfrid (hann var þá orðinn Sir) um landið og brýndi fyrir þjóðinni hversu mikil og brýn nauðsyn væri á þessu brautarkerfi. Conserva- tivar undir leiðsögn R. L. Borden, börðust af alefli á móti Grand Trunk farganinu, sem þeir svo köll- uðu. En þjóðin fylgdi Laurier á kjördegi og höfðu liberalar 45 þingmenn umfram conservativa, og sjálfur leiðtoginn Borden féll í Halifax. Hann ntjði þó kosningu nokkrum mánuðum síðar. Miklar breytingar urðu á Laurier °g Sir j stjórninni um þetta leyti. Komu Kosn- þá í hana Hon. Geo. Graham og William Pugsley, sem báðir koma seinna mjög við sögu liberalflokks- ins. Hon. Clifford Sifton fer og úr stjórninni, en Frank Oliver verður innánríkisráðgjafi. 11. Kjörtímabil. Þann 16. september 1908 upp- leysti Laurierstjórnin sambands- þingið og fóru kosningar fram 26. október. Grand Trunk Pacific járnbrautarbyggingin var ennþá aðal málið á stefnuskrá stjórnarinn- ar. “Látið Laurier Ijúka við G. T. P.”, var heróp liberala, og þjóðin félst á það og sendi til Ottawa 128 liberala, 86 conservativa og tvo ó- háða, sem þjónuðu stjórnmni. Þetta kjörtímabil gekk hávaðasamt til þngði Sir Wilfrid á öðru þingi flotamálastefnu sína fram og barði hana í gegn. Eignaðist nú Canada herflota, sem frægur er orðinn víða um lönd. En á þriðja þingi kjörtímabilsins gerðust þau tíðindi, að stjórnin Iagði gagnskiftasamningana fyrir þingið. Var það fyrsta sporið, er Laurierstjórnin nokkru sinni gerði | til að uppfylla stefnuskrárloforðin frá 1893. Conservativar voru uppkastinu andvígir og heimtuðu að þjóðin yrði spurð til ráða og gengið yrði til kosninga. Gerðu þeir þetta að svo miklu kappsmáli, að Laurierstjórnin Iét tilleiðast og rauf þingið. / Á þessu tímabili var ný stjórnar- deild mynduð fyrir atvinnumál, og yfir hana settur ungur og framgjarn maður, William Lyon McKenzie King. Spáðu margir honum glæsi- legrár framtíðar, vegna þess að afi hans hafði verið mikilhæfur maður. 12. Kjörtímabil. Kosningarnar, sem fóru fram 11. septetnber 1911, munu hafa verið flokksins, og var sá maður kosinn i þær harðsóttustu, sem nokkru sinni 9. Kjörtímabil. Áttunda kjörtímabilið endaði 10. október 1900, og kosningar fóru fram 7. dag npvembermánaðar. Kosningabardaginn var frámuna- lega harðsóttur. Sir Charles Tup- per hafði sér til aðstoðar meðal annara ágætismanna, Hon. Hugh J. Macdonald, sem Iagt hafði niður stjórnarformensku í Manitobafylki til þess að halda uppi merki föður síns í kosningabaráttunni. En svo fóéu leikar að Laurierstjórnin bar sigur af hólmi’ þó með minna fylgi en áður, en helztu foringjar con- servativaflokksins féllu, sem voru þeir Tupper, Hon. Geo. E. Foster, og Hon. Hugh J. Macdonald. Eftir þennan ósigur lét Sir Chas. Tupper af leiðsögu conservativa

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.