Heimskringla - 21.04.1920, Blaðsíða 4

Heimskringla - 21.04.1920, Blaðsíða 4
4. BLASSI9A. HEIMSKRIN GLA \7L\NIPEGt> 21. APRIL 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 21. APRÍL, 1920. Conservativar hervæðast. i. Conservativaflokkurinn hér í fylkinu er nú kominn á stúfana og farinn að búa sig undir hina komandi kosnmgahríð. Útnefninga- fundir hafa verið ákveðnir víðsvegar um fylk- ið, til að tilnefna merkisbera flokksins í hin- um ýmsu kjördæmum, því í hverju einasta kjördæmi verður conservativa-þingmanns- efni í vali. Á flokksþinginu í fyrrahaust var, eins og menn muna eftir, engin stefnuskrá samin. . Var ákveðið að það skyldi bíða betri tíma, er nær drægi kosningum. Nú hefir svo verið gert. Mættu fulltrúar frá öllum kjördæmum fylkisins hér í borginni á miðvikudaginn var og komu sér saman um stefnuskrá fyrir flokk- inn, sem í öllum atriðum er bæði frjálsleg og víðtæk. Hún er í 14 greinum- Fyrstu tvær greinarnar eru um skattamál. Vill flokkurinn afnema beina skatta af landi og breyta því niðurjöfnunarfyrirkomulagi, sem Norrisstjórn- in hefir komið á, og mjög óvinsælt hefir reynst meðal bænda. Flokkurinn vill og afnema skattanefndina og láta stjórnardeild sveita málastjórans hafa með þau mál að gera, og jafna sköttunurti sem jafnast niður á alla, svo að ein stétt sé ekki ver sett en önnur í þeim efnum. Fjármálum fylkisins vill flokkunnn koma í betra horf en nú er, og afstýra því fjármála- bralli, sem Hon. Edward Brown hefir innleitt í fjármálabúskapinn. Mun engin vanþörf sh'ku, því eins og nú horfir málunum, er Mani- tobafylki í sama flokki og fjárhættuspilarar, og er það engan veginn ábyggilegt til fram- búðar. Conservativaflokkurinn vill koma festu og ráðdeild í fjármálabúskapinn og t stjórna honum með sparsemi og hagsýni. í>á vill flokkurinn eiga vingott við kven þjóðina. Vill veita henni jafnrétti við karl mennina í öllum greinum. Það er ekki nóg að konur og stúlkur hafi kosningarétt og kjör- gengi, þær þurfa líka að vera jafnar fyrir lög- unum og karlmennirnir, en það eru þær ekki T. d. eru hjónaskilnaðarlögin þannig úr garði gerð, að konan á afar örðugt með að fá skiln- að frá manni sínum, en auðvelt fyrir hann að skilja við konuna. Nú vill conservativaflokk urinn breyta lögunum þannig, að konan get\ fengið skilnað á sama grundvelli og maður inn, fyrir sömu sakir og með sömu gögnum Einnig er það ætlun flokksins að láta konur fá full umráð yfir heimanmund sínum og sér- eign, og að veita þeim jafnan rétt til embætta sem karlmönnum. Skipa kvendómara við unglingaréttinn, og láta löglærða kvenmenn færa þau sakamál ef hendi hins opinbera, sem snerta konur. Einnig að kviðdómslögunum verði þannig breytt, að konur fái setið í kvið4- dómi- I stuttu máli, conservativaflokkurinn vill að kvenmaðurinn verði jafnoki karl- mannsins í öllu á sviði hins borgaralega réttar og laga. Mestar umræður urðu á flokksþinginu um vfnbannslögin, og framkvæmd þeirra í hönd- um Norrisstjórnarinnar. Voru allir sammála um, að þeim hefði verið hneykslanlega fram- fylgt og að úr slíku yrði að bæta. Sumir voru þeirrar skoðunar, að útrýming vínsins úr fylkinu með 'öllu yrði affarasælust. Aðrir vildu að löggiltir vínsalar (vendors) hefðu söluna með höndum undir umsjón stjórnarinn- ar; og eins voru nokkrir, sem vildu með öllu útrýma sterkum drykkjum úr fylkinu<en inn- leiða sölu ölfanga og léttari víntegunda. En allir voru sammála um það, að opna ekki hót- elkrárnar undir nokkrum kringumstæðum. Svohljóðandi þingsályktun var að lokum sam- þykt: “Conservativaflokkurinn er ákveðinn á móti hótelsölu vínfanga, en Iofar því hátíð- lega, nái hann völdum, að leita vilja kjósend- anna við almenna atkvæðagreiðslu viðvíkj- andi notkun og stjórn vínfanga.” Ýms önnur mikilsvarðandi mál tók flokks- þingið til meðferðar. Var það einhuga vilji manna að hlynna meira að mentamálum fylk- isins en gert hafði verið að undanförnu, og að reisa nýja háskólabyggingu. Núverandi háskóli er fylkinu til háðungar og skamnfhr, og sannarlega tími til þess kominn að annar nýr- komi í hans stað. Þá vildu þingmenn nota vatnsorku fylkisins meira en gert hefði verið, og koma raffiflskerfi um gervalt fylkið. Þá var minst á námuauðlegð fylkisins, og talið sjálfsagt að hlynna sem mest að henni. En sérstaklega faost þinginu lífsskilyrði að hlúa sem mest að landbúnaðinum, því á honum hvíldi vegur og velgengni fyikisins. Samþykt var að skora á sambandsstjórn- ina að ljúka sem fyrst við byggingu Hudsons- flóabrautarinnar, og skuldbatt flökkurinn sig til að róa að því öllum árum, að byggingu hennar yrði lokið sem fyrst, því Hudsonsflóa- brautin færði vesturfylkjunum ómetanleg hlunnindi, og mundi styðja að framförum þeirra. Þá var og samþykt að skora á sam- bandsstjórnina að afhenda fylkinu lönd þess og landkosti, sem nú væru sanabandseign- Einnig að koma á fót sérstakri atvinnumála- stjórnardeild með fullveðja ráðherra. Margt og mikið var talað um hin ýmsu mál, sem að framan er minst, en samþyktimar voru í þá áttina, sem greint hefir verið, og þær em loforð conservátivaflokksins, komist hann til valda; loforð, sem verða fullnægt og fram- kvæmd. t • II. R G. Wiilis, leiðtogi conservativaflokksins, hélt snjalla ræðu í þingbyrjun. Meðal ann- i ars komst hann svo að orði: ^“Kosningarnar em í nánd, en hin pólitíska afstaða er þannig, að ómöuglegt er að gera sér í hugarlund, hvernig þær muni fara. Nýir og nýir stjóm- málaflokkar em að rísa upp á hverju strái, og flokksriðlunin er svo mikil, að illmogulegt er að reikna styrkleik flokkanna. Þessar kosn- ingar eru þær fyrstu hér í fylki, sem kvenþjóð- in hefir atkvæði í, og gerir það ekki flokks- línurnar greinilegri. En alt um það em sigur- horfur conservativaflökksins alt eins góðar og nokkurs annars flokks. Og það veit eg með vissu, að þó við fáum máske ekki meirihluta þingmanna, þá mun Norrisstjórnin falla við kosningarnar. Allir hugsandi menn og konur ættu að hafa áhuga á stjórnmálunum. Þau snerta hvern og einn meira en hann kanske grunar. Norrisstjórnin hefir lagt fylkisbúum þungar skattabyrðar á herðar, og þær þyngjast ár frá ári. Það er ekki hin minsta ástæða til þess, að auka fylkisútgjöldin um $5,000,000, eins og Norrisstjórnin hefir gert, og altaf hefir hún farið versnandi í þeim efnum. Það em aðeins tæpir þrír mánuðir til kosn- inganna. Hafið það hugfast og vinnið sem góiðir borgarar þessa fylkis fyrir hagsmunum þess og heiðri. Vinnið fyrir conservativa- flokkinn, sem nú, eins og áður fyrri, mun reynast bjargvættur fylkisins og hlíf. Fylkið ykkur undir merki hans og vinnið vel og dyggilega, og sigurinn er vor.” III. Hinar fjórtán greinar stefnuskrárinnar eru svohljóðandi: 1. Afnám hnina núverandi beinu skatta á landi. 2- Afnám skattanefndar fylkisins og laga- ákvæðisins um niðurjöfnunargrundvöll á 100 prósent peningalegs verðmats, og að koma skattamálunum undir sérstaka dómþmghá undir handleiðslu sveitamálastjórnarinnar. 3. Afnám hins óforsjála fjármálabralls, sem viðgengist hefir í fjármálabúskapnum, og að koma honum á fastan og ábyggilegan grund- völl, og að gæta sparneytni og ráðdeildar í stjórnarbúskapnum. 4. Afnám hinna ýmsu stjórnarnefndar, og endurreisn ábyrgðarfullrar stjórnar, sem ein beri fulla ábyrgð framkvæmdarvaldsins. 5. Koma á fót fullkomnu jafnrétti milli karla og kvenna. Koma því til leiðar, að kvenþjóðin sé jöfn fyrir lögunum í hjónaskiln- aðarmálum, erfðamálum, og öðrum þeim lög- um, sem halla nú rétti hennar. Að konur verði skipaðar dómarar við unglingaréttinn, og að konur verði lögmenn hins opinbera í sakamálum gegn kvenmönnum, og að kvið- dómslögunum verði þannig breytt, að konur fái þar sæti. 6. Að styðja að velgengni og eflingu Ian J- búnaðarins með ráði og dáð. 7. Að bæta vegi og samgöngur. 8. Að vinna að samvinnu milli verkamanna- stéttarinnar og verkveitenda, með því að stofna sérstaka atvinnumálastjórnardeild und- ir stjórn fullveðja ráðherra. 9. Að láta fylkisbua fá kost á að Iáta vilja sinn í ljós um vínbannslögin með almennri at- kvæðagreiðslu, samkvæmt fyrirmælum sam- bandslaganna. 10- Að krefjast af sambandsstjóminni landa og landkosta fylkisins. I I. Að vinna eindregið að mentamálum fylkisins, og að byggja nýjan háskóla fyrir Mamtoba. 12., Að nota vatnsorku fylkisins og koma “hydro-electric” leiðslum um alt fylkið. 13. Að aðstoða námuiðnað fylkisins. 14. Að heimta fullgerning Hudsonsflóa-* brautarinnar. IV. Fyrir fimm árum síðan álitu conservativar hér í Manitoba að stjórnarfar fylkisins væri orðið slærnt, og gengu því á móti þeirri stjórn, sem þá var við völdin, þó conservativ væri, og í lið með andstæðingunum. Flokkn- um var það fyrir mestu að fylkið hefði góða stjóm, hver svo sem flokksliturinn væri. Nú hefir flokkurinn aftur sannfærst um, að slæm stjórn sitji við völdin, og verri hinni fyrri. Roblinstjórnin, með öllum sínum göllum, kunni þó að búa. t Fjárhagurinn var í góðu lagi og Iánstraust fylkisins ótakmarkað, og rmklir peningar jafnaðarlega f bönkunum. Alþýða manna hafði létta skattabyrði og þurfti ekki að óttast nýja og nýja skatta svo að segja á mánuði hverjum. Fjárlög stjórn- arinnar voru venjulegast innan við tekjuvé- böndin. Framfarir voru um alt fylkið og menn undu hag sínum vel- Fimtán ára stjórn conservativa hafði þannig reynst fylkisbúum giftusamleg, og mesta framfaratímabilið í sögu fylkisins, því mun enginn neita. En svo komhrunði, en slíkt kemur fyrir all- ar stjórnir fyr eða síðar, og á venjulega rót sína að rekja til þess, að stjómin er orðin “of gömul” í sessi, og efasemdir og tortrygni hafa nagað sundur líftaugarnar, og öfugstreymi tíðarandans dregið svo alt í kaf með sér. Conservativaflokkurinn gerði hreint fyrir sín- um dyrum, og Norrisstjórnin settist að völd- um. I fimm ár hefir hún ríkt með skömm. ÖH sín fögru og mörgu loforð hefir hún svik- ið, steypt fylkinu í botnlausar skuldir, og ver- ið dáðlaus, svikul og þrællynd. Ef stjórnin hefði verið sparneytin, hefðu þá útgjöldin vaxið um $5,000,000? Eða ef hún hefði verið framkvæmdasöm, myndi vínlaga- hneykslið hafa átt sér stað ? Þess vegna er það að conservativaflokkur- inn hervæðist nú fyrir kosningarnar og hygg- hækkað um 131 og 122 % í París og úti um land. Meðalhækkunin á kaupi var orðin um 90% þegar verðlag hafði hækkað frá 84— 100%. Það verður ekki að svo stöddu fullyrt, hvort kaupgjaldið haíði hækkað að sama skapi sem vöruverð í árslok 1919, en líkindi eru þó til þess að svo hafi verið. Þýzkaland. I ágústmánuði 1919 hafði verð á matvörum venjulegrar fjölskyldu hækkað um 240%- Nú mun hækkunin ekki fara fjarri 300% Þessar áætlanir eru miðaðar við hið lögskipaða verð, en ólögleg verzlun var mjög algeng, svo að í raun og veru var hækkunin mikið meiri, Opinber skýrsla eftir prófessor Cassel segir matvæli hafa hækkað í verði um 500 % síðan 1914. Þegar voptiahlé var samið höfðu vinnulaun karlmanan hækkað um 141 % og kvenna, sem unnu í verk- smiðjum, um 164%. Síðustu op- inberar skýrslur, frá áreiðanlegum heimildum, segja tímakaup hafa hækkað um 200% í borgum, en vikukaup aðeins um 132% (lik- Iega af því að vinnustundafjöldi á viku hefir lækkað). Sömu skýrsl- ur segja vinnulaun í Berlín hafa hækkað um 250% á klukkustund, en vikukaup hafi hækkað um 300 %. Er auðsætt af þessum tölum öllum, að kaup hefir ekki hækkað hlutfallslega við verðlag matvæla. Bandaríkin. 1 desembermártuði s. I. töldu opinberar skýrslur matvælaverð hafa hækkað um 88%. Kaup karlmanna hefir hækkað um hér um bil 90% og kvenna um 70%. Hefir þá hækkun kaups og verðlags nokkurnveginn haldist í hendur. ^ Svíþjóð. Matvælaverð (ásamt ljósmeti og V 9k |KI DNEY | mMwsm kidne^ Dodd’s Kidney Piiis, 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, fajá öH- nm lyfsöíum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Torooto, Ont. Canada. Hér í Canada hefir matvælaverð’ hækkað að meðaltali um 80%. Kaup karlmanna hefir hækkað að meðaltali um 85%, en kven- manna um 65%. Eru því hhit- föllin milli kaups- og verðlagf- hækkunar nokkurnvegin hin sömu. ur að hreinsa stjórnarbælið. Meirihluti þeirra . þingmanna úr stjórnarflokknum. sem setið i eldsneyti) hafði hækkað um 230 hafa á undanförnum þingum, voru kosnir fyrir | f ,S“;Oopinbfe™m íyrslum; ,f þá sök að conservativar studdu að kosnmgu frslok 191 *“/*">?* e!"eJUr þeirra af ráðum og dáð. En þessir sömu þing- j ‘ a var °r 1 ars ° að einum eða tveimur undanskildum, f, 0Pinbe[arr skyrslur um kaup- i hækkun hara ekki birzt siðan 1 árslok 1918; var þá 144%, en menn, hafa reynst auðsveipnar og viljalausar rolur, sem dansað hafa eftir nótum stjórnarinnar; verið viljalaus verkfæri og ekkert annað. ' Það er nú tími kominn til þess að skifta um, og þess vegna hefir conservativaflokkurinn á- kveðið að hafa þingmannsefni í hverju kjör- dæmi fylkisins, og berjast af alefli gegn stjórninni og dilkum hennar. Berjast fyrir velferð fylkisins og heiðri, fyrir hinu sanna og rétta; berjast þar til Norrisstjórninni er hrundið af stóli, og önnur er komin í hennar stað, sem fær er að stjórna Manitobafylki og sjá hag þess borgið. Kosningarnar munu að öllum líkindum fara fram laugardaginn 10. júlí. Þá gerast tíðindi með þjóð vorri, og þau stór. Kaup og verðlag. Nokkra undanfarna mánuði hafa kjörnar nefndir gert ítarlegar rannsóknir á hækkun lífsnauðsynja og vinnulauna verkamanna í hinum helztu iðnaðarlöndum heimsins. Stjórn hvers lands hefir skipað sína nefnd, og hafa þær lokið störfum sínum og er mælt að stjórn- irnar ætli nú að athuga þær staðreyndir, sem fengist hafa. “Times” birtir neðanskráð yfirlit um þetta efni frá löndum þeim, sem nú skal greina: Stór-Bretland og írland- I lok janúarmánaðar 1920 hafði smásölu- verð hækkað um 136% síðan 1914. Ef öll útgjöld verkamanna voru samanlögð, þá höfðu þau hækkað lítið eitt minna, eða um 125%. Vinnulaun hafa hækkað á þessu tímabili til jafnaðar um 120—130%. Áætlanir þessar eru miðaðar við venjulega viku; en með því að vinnustundafjöldinn á viku hefir iækkað, hefir tímakaupið aukist hlutfallslega. At- vinna er upp og ofan svipuð því, sem hún var 1914. mun nú að líkindum meiri. Italía. I apríl 1919 var hækkun mat- vælaverðs orðin 181 %. Nýrri skýrslur hafa birzt frá borginni Milano, þar sem hækkunin var orðin 298% í desember 1919- En lífsnauðsynjar hafa ávalt verið þar í háu verði, og mun óhætt að gera ráð fyrir, að verðhækkun í öðrum landshlutum hafi til jafnaðar verið 240%. I júnímánuði 1919 var kaup- hækkun áætluð 183%. Það verð- ur þess vegna ekki séð, af skýrslum þeim, sem enn hafa birzt, að verka- mönnum á Italíu hafi neitt til líka tekist að hækka kaup sitt í hlutfalli við vaxandi dýrtíð. Einhver kaup- hækkun hefir þó orðið þar síðan í júnímánuði, en áreiðanlegar skýrsl- ur um harja eru enn ekki fram komnar. Danmörk. I janúarmánuði síðastliðnum töldu opinberar skýrslur að rnat- vælaverð hafi hækkað þar um 180 prósent að meðaítali. Kaup karlmanna hefir hækka hér um bil um 100% og kvenna um 75%, eftir skýrslum um ára- mótin. i Frakkland. Opinberar skýrslur sýna að viðsíðustu ára- mót höfðu fæðutegundir og Ijósmeti til heim- ilisþarfa stigið í verði um 185 % í Parísarborg en um 201 % í öðrum stórborgum. I árslok 1917 höfðu vinnulaun karlmanna hækkað um 50—73% í París, en 50—70% í öðrum landshJutum. Laun kvenna höfðu Holland. I desembermánuði síðastliðnum töldu opinberar skýrslur matvæla- verð þar hafa hækkað um 201 %, en kaupgjald um aðeins 75 % fyrir karlmenn og 50% fyrir kvenfólk. Noregur. Opinberar skýrslur sýna að verð- hækkun á matvælum síðan 1914 hafi numið í50 % að meðaltali. Sumar fæðutegundir hafa hækkað upp í 250%, en aðrar, svo sem síld hafa hækkað tiltölulega lítið í verði. Kaupgjald hefir hækkað um 50 —150%, segja skýrslur frá ára- irfótunum. REGISTRATIONS OF ELECTORS Klectorlal DlvNIon of GIMLI. Notice is hereby given that, pursuant to the provisíons of “The Manitoha I Election Act”, it has been determined to add to, correct and revise the List of Electors of the several Electoral Divi- sions in the Province. The date on and places at which applications for reg- istrations, for striking names off the List of Electors, and for the ocrrectio» of errors, will be received are as foll- ows: Monday, May 3, at the Post Office — Foley. Tuesday, May 4 at the Post Office — Husavik. Wednesday, May 5, at the Town Hall — Gimli. T)iursday, May 6,at the Town Hall — Gimli. Friday, May 7, at the Store of S. Wood — Kreuzberg. Saturday, May 8, at the house of Thos. Brown —\ 19-19 1E. Monday, May 10, at the Store of Mike Gotfried — Village of Meleb. Tuesday, May 11, at the house of Franz Ewcies — 22-20-3E. Wednesday, May 12, at the house of G. Magnusson — Nes. P. O. Thursday, May 13, at the house of Bjarni Peterson — 9-21-4E. Friday, May 14, at the Store of Geov Lukaszazuk — Rembrandt. Saturday, May 15, at the house of M. Boyazuk — 27-21-lE. Registration Clerk for the above, Michael Rajecki — Gimli. Monday, May 3, at the Good Templars Hall — Abrorg. Tuesday, May 4, at the Good Templ- ar«’ Hall — Arhorg. Wednesday, May 5, at the house of Thos, Bjornsson — 22-22-3E. Thursday, May 6, at the house of G- G. Martin — 28-22-4E. Friday, May 7, at the house of Johann Briem, — Riverton. Saturday, May 8, at the House of Jo- hann Briem — Riverton. Monday, May 10, at the house of Kus- bzan Shernason — Big Island. Tuesday, May 11, at Fred Hakonsoi* — 23-24-4E. Wednesday, May 12, at the house of M. Cibuyk — 2-24-3E. Thursday, May 13, at the house of N- Peakosk — 2.24-2E. Friday, May 14, at the house of M. Jonasson — 20-23-2E. Saturday, May 15, at the house og Jos. Weselak — 32-24-lE. Registrations Clerk' for the above, Martenson, Hnausa. Mlchael Kajeckl, Gimll an<l B. Mnr- (enson, HnauMa. have been appointed Ragistration Clerks, and will attend and sit at the 'places and on the dates named above the hours of ten o’clocíc A.M. to 12 o’clock noon, from 1 o’cíoclc P.M. to 6 o’clock P.M. and from 7,30 o’clock P.M. to 9,30 o’clock P.M. except that in towns and villages, the hours shall be from nine o’clock A.M. to 9,30 o’clock P.M. with intermission from 1 o’clock P.M. to 2,30 o’clock P.M. anö from 6 P.M. to 7,30 P.M. Only such persons whose names are not not on the last revised List of El- ectors, but posses the qualification to* be registered as electors under the pro- visions of “The Manitoba Election Act”, need attend the registration sitt- ings or Court of Revision for the pur- pose of being so registered. Electors can ,make application for registration at any of the places mentioned above. A C’ourt of RevlMfon will be held in» Good Templars Hall, Arborg, on Fri- day. June 4th and at the Town Hall, Gimli, on Thursday, June lOth. Commencing at the hour of 11 A.M.. and closing at 5 P.M. with an intermiss- ion at noon for lunch, to consider all applications filed with the registration Clerk, and also the applications of oth- er persons to have their names added to- the List of Electors. Dated at the office of the Provincial Secretary this 19th day of April, 1920. J. W. ARMSTRONG Provincial Secretary . B. Fundarboð. Fundur verður haldinn í Sel- kirk 28. apríl 1920, af Fiski- mannafélagmu “U. B. 0- F.”, og eru allir meðlimir þess fé- lags beðnir að vera viðstaddir, / því áríðandi málefni liggja fyrir ✓ fundinum. f Nefndin.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.