Heimskringla


Heimskringla - 14.07.1920, Qupperneq 4

Heimskringla - 14.07.1920, Qupperneq 4
4. BLAÐSIÐA / HEIMSK.RINGLA WINNIPEG, 14. JÚLÍ, 1920. WINNIPEG, MANITOBA, 14. JÚLf, 1920. Framríð íslenzkra blaða. Það eru nú liðm 50 ár síðan að Islendingar komu fyrst hingað til lands og settust hér að. Mun það hafa vakað fyrir flestum þá, ef eigi ölium, að halda sem bezt hópinn, varðveita það sem þeir áttu bezt og höfðu flutt að heiman með sér. Ber saga vor hér framan af árum þess Ijósan vott. Eitt, meðal annars, s.em þeir fluttu með sér, var málið — tungan. Tungu sína langaði þá til að vernda. Hún var sá fjársjóður sem þeir áttu dýrastan, og það sem hún geymdi, bókmentir og saga þjóð- arinnar. Á tungu þeirri var þeim Iéttast að láta hugrenningar sínar í ljós. Hún gat bezt túlkað tilfinningar þeirra og hugsanir um forna og komandi tíð. Meðan þeir voru Iif- andi vildu þeir ekki hennar missa- Hérlenda málið, sem flestir lærðu, varð eigi mál hugs- ana þeirra og tilfinninga, heldur mál vinnunn- ar, viðskiftanna, verzlunarinnar, erfiðisins og siðanna í nýja heiminum, sem “fylgdu nýjum herrum”. ' Málinu til viðhalds var eigi eingöngu nægi- legt að stofna samstæðar bygðir, þar senj samlþjóða fólk gæti haft daglegan umgang hvað við annað, heldur þurfti að vera mögu- legt fyrir hin ýmsu bygðarlög að geta talast við. Með því eina var hægt að halda hinum meiri áhugamálum vakandi og ræða hina sam- eiginlegu framtíð. Með því var einingartil- finningunni haldið lifandi og þeim tengslum haldið heilum, er knýttu hina aðskildu hópa saman í eitt. Og með því var mögulegt að glæða andlegt líf og framtak meðal þjóðar- brotsins. Hið eina, sem uppfylt gat þessa kröfu, voru blöð, er gefin væru út á þessu máli, er boð gætu borið milli bygðanna, fréttir flutt af ætt- landinu, sagt gætu frá því sem væri að gerasi í heiminum, leiðbeint þeim samtökum er myndast kynnu, og verið gætu einskonar al- mennur fundarstaður, þar sem allir gætu fund- ist og talast við, deilt og slétt úr málum sín á meðal, og komið skoðunum sínum fram. Og eigi leið á löngu áður en blöð voru stofnuð og einmitt í þessum tilgangi. Árið 1877 er reist fyrsta íslenzka prentsmiðjan fyrir vestan haf, og fyrsta íslenzka blaðið þar gefið út hér megin hafsins. Blaðið kom út í ekki full 3 ár, þá varð það að hætta sökum efnaskorts. Næst var aftur byrjað á blaði árið 1883, en það fer á sömu leið, að þrem árum liðnum varð það að hætta sökum fá- tæktar. t Orsakanna tii þess, að hvorugt þess- ara blaða gat borið sig, var eigi langt að leita. Fyrst og fremst var tala Islendinga þá svo lág í samanburði við það sem síðar varð. Var að líkindum eigi meir en tíundi hluti manna, er hmgað fluttu, þá vestur kominn, er fyrra blaðið, “Framfari”, var stofnað, og eigi full- ur helmingur er síðara blaðinu var hrundið af stokkunum. Þó alt hefði annað verið vel, gat kaupendatala beggja þessara blaða, eigi orðið annað en lág. En svo þegar ofan á það bættist almenn fátækt og allsleysi, svo að jafnvel heil heimili dróg um að láta af hendi, þó eigi væri nema dollar, fyrir það er hvorki varð notað til fæðis eða klæða, var eigi við því að búast að miklar yrðu tekjur slíkra blaða. En þótt fyrirtæki þessi bæði mis- hepnuðust, hurfu eigi þær þarfir, er blaðanna kröfðust og var því eigi látið þar staðar nema. Stofnað var þriðja blaðið, He;ms- kringla, I8ö6, af miklum og góðum vilja þeirra sem fyrir því stóðu, en mjög skornum efnum. Tvívegis lá við borð að hún færi sömu ferðma, og hin er á undan henni höfðu hafið göngu sína, en þá kom henni eitt og annað til styrktar, svo hún hefir hjarað fram á þennan dag. Tveim árum síðar er annað ís- lenzkt blað stofnað v;ð hlið hennar, “Lög- berg”, og hefir svo lengst verið að þau tvö hafa verið aðal biöðin fyrir vestan haf, og eru þau nú hið annað og þriðja að aldursröð allra blaða íslenzkra, sem nú eru gefin út- Upphaflega voru blöð þessi seld á $2.00 um árið. Voru þau þá eigi meir en helming- ur á stærð við það, sem þau eru nú. Að vísu var kaupendatalan lægri þá en nú. En þá var líka allur útgáfukostnaður eigi meira en einn fimti híuti við það, sem hann er nú. Ful! örðugt mun þó hafa verið að halda þeim úti og galzt þeim þó áskriftargjald furðu skilvís- lega. Prentarakaup hefir eigi verið meira þá en $30 um mánuðinn, húsaleiga um $10, ritstjóralaun um $50, og pappírsverð um 2/l —3 cent pundið. , En svo smá sté kaupgjaldið upp. Fyrir 15—20 árum síðan mun það hafa verið orð- ið fast að þriðjungi meira en þetta. Áskrif- endatala hafði aukist, en skilvísi eigi að sama skapi; kom þá að því að eigi var auðið að láta íslenzk blöð bera sig, nema einhveriir fengjust er leggja vildu þeim fé frá sjálfum sér. En til þess urðu nokkrir og fyrir það hafa þau lifað fram á þennan dag. Af fé því, sem einstakir menn hafa þannig lagt til, hefir aldrei runnið eyrisvirði í arð, í vasa þeirra aftur. Það hefir með öllu verið arð- laust. Yfir því hafa þeir aldrei kvartað, en sú spurning hefir stunduð vaknað í huga ein- stakra manna, er til þessa þekkja, vegna hvers þeim beri meiri skylda til að leggja þetta á sig ttl þess að íslenzk blöð fái haldist við á meðal vor, en öðrum. Aldrei hefir fengist svar upp á þá spurningu. Því hefir stundum verið svarað, að þeir sæju sér einhvern annan hag við það. En hverskonar hag? Pólitískan segja sumir. Blöðin hafa barist um atkvæði íslenzkra kjósenda fyrir pólitísku flökkana í landinu og þeim hefir skinið eitthvað gott af því- Því skal ekki neitað að því miður hafa blöðin of öft — og byrjuðu það snemma — bitið bein fyrir pólitísku flokkana, og með heimskulegu skrumi haldið þeim fram við kjósendur og enn heimskulegra lofi og skjalh hlaðið á þá allskonar hrósi fyrir allar þeirra gerðir illar og góðar. Fyrir þetta hefir þeim að sjálfsögðu einhverju verið launað í liðinni tíð, meðan flokkapólitík var í sem mestum blóma, — en af þessu hefir blaðaeigendum, útgefendum eða áskrifendum aldrei skinið neitt gott, heldur margfalt ílt. Komið hefir ast að dýrleika. Það sem því kostar að gefa út blöðin nú, er vel fjórum til fimm sinnum meira en var á þeim tíma, stm þau voru stofn- uð. Nú er meðal prentarakaup um $160— $175 á mánuði- Ritstjórar blaðanna ættu að ininsta kosti að hafa sama kaup. Pappír hef- ir stigið upp um 8 cent pundið, svo að papp- írinn eingöngu hleypur upp á um $125 á mán- uði fyrir blað af Heimskringlu stærð og út- breiðslu. Húsaleiga með þeirri hitun, seir nú tíðkast fer til jafnaðar um $100 á mánuði þegar talið er rafmagn til knúmngs vélum, gas til -málmbræðslu, talsímagjald o. fl. Með þessari afskaplegu hækkun á öllu, sem að blaðaútgáfu 1/tur, segir það sig sjálft, að ó- mögulegt er að selja blöð fyrir sama og þau voru seld fyrir 30—40 árum síðan. Þarf eigi annað en að bera saman bókaverð fyrrum og nú, til þes« að geta gizkað á hvað blaðaverð ætti að vera. Þrátt fyrir þetta hafa íslenzku blóðin göml verið seld við sama verði og frá því að þau byrjuðu að koma út. Auðvitað á stóf tapi. Eru kaupendur ánægðir með það? Að ti’ þess þeir geti fengið sín íslenzku blöð, með fréttum að heiman af ættjörðinni, fregnum ’ fjarlægum bygðarlögum, sögum af því, sem hér er að gerast, ritgerðum og ljóðum og bókafregnum, fyrir hálfvirði eða minna, þá skuli eirihverjir borga stórar upphæðir árlega af eigin fé, til þess íslenzk blöð hér í landi þurfi ekki að deyja? Telja má það áreiðanlegt að þeir séu það ekki, og engu seinna en þeir fái að vita með sanni um, hversu hagur og framtíð blaðanna hcrfir við, séu þeir fúsir til að leggja meira af mörkum til þeirra. — Blöðin ættu að vera seld eigi fyrir minna en $4.00 um árið, eða minkuð um helming og seld fyrir $3.00. Þá fyrst væri lítill vegur til að þau bæru sig, ef skilsemi væri að mæta. Um óskilsemi þarf Heimskringla ekki að kvarta frá mörgum. En þó eru allnokkrir, sem eigi hafa borgað blaðið svo mörgum ár- um skiftir. Má nú ekki ætlast til að allir þeir, sem blaðinu skulda, sendi því nú hið allra bráðasta það, er það á útistandandi, þó eigi væri annað en í viðurkenningarskyni við það af stað dekri og daðri við hverja land- útgefendur fyrir að hafa eigi fært upp verð læga flökkuhugsun og loddaraskap, sem uppi þess til þessa? Fyrir að hafa sjálfir borið hefir verið á einum tíma eða öðrum; deyft tekjuhalla þess í mörg ár. Eða eiga þær hefir það og sljófgað ^ómgreind manna og þakkirnar að verða að láta blaðið bíða eftir viljan til að dæmo um hvert mál eftir skýrum því enn um hríð, og láta útgefendur þurfa að rökum, eða að sjá að sannleika. Stutt hefir kosta því til, að fá innheimtumenn og senda það stórum að eftirhermu og dýrkun á öllu j þá bygð úr bygð, og þannig tapa í viðbót við sem kallað er hérlent, en er það ekki, “því það, sem komið er, all miklu fé. Ólíku er heimskan er alheims veldi,” eins og Brandes saman að jafna efnahag manna í sveitum nú kemst að orði, og eigi fremur heimilisföst í j eða áður fyrr. Eln þá voru skil oft eftir öll- einu landi en öðru. Það hefir vilt um met, ; um vonum- Nú ættu þau að vera svo að svo að það hefir oft verið skoðað dýrmætara, aldrei stæði inni hjá neinum við árgangamót sem lítilsverðara er. Engu góðu hefir þetta því til leiðar komið og engum skinið gott af því. Það hefir eigi ávaxtað hlutafé blaðaeigendanna, því það hefir altaf verið ávaxta laust — og heldur gengið saman; það hefir aftrað fremur en hitt tilgangi blaðanna — það fiefir gert aðeins eitt, en sem Ieiðast er til að vita — það hefir. gert blöðin að þrælum, sem e'kki hafa máít hugsa, til þess eins að þau fengju lifað og komið út. Það lítilsháttar fé, sem áður fyrri var goldið fyrir þessa þénustu við pólitísku flokkana, gekk til að borga skuldir—útgáfu- kostnað og annað — blaðanna, skuldir, sem íslendingum sjálfum hefði borið að borga, að réttu, og að sýna með því að þeir vildu kosta einhverju til að eiga blöð á eigin tungu. Það gekk til að borga /yrir óskilvísa kaupendur, það sem blöðunum hefði borið með réttu móti frá þeim. Það er því eigi hægt að svara spurningunni fyr um getnu með því, að þeir, sem lagt hafa fé í blaðafyrirtæki, hafi gert það vegna þess að þeim hafi verið nokkur hagsvon vís úr einni átt eða annari. En hví skyldi þá nokk- ur líta svo á að þeim bæri skylda til þess fremur öðrum að leggja fram ærið fé til slíkra fyrirtækja? Væri það eigi heldur miklu fremur hin rétta hugsun, að öllum Islending- um bæri sú skylda, að sjá blöðum sínum borg- ið, með því að kaupa þau og borga þau svo, að þau gætu borið sig? Þau eru eina þjóð- ernislega almenna stofnunin, sem allir geta haft not af, og eigi er bundin við nokkurn á- kveðin stað. Þeir er fjarstir búa frá útkomu- staðnum, hafa þeirra hin sömu not og þeir, sem næstir búa. Enginn ætti að vilja að láta gefa sér eða borga fyrir sig það, sem honum ber að borga og hann getur sjálfur borgað. En það eru menn óbeinlínis að gera, ef ein- hverjir einstakir menn þurfa að láta fé sitt, eigi eingöngu star.da arðlaust, heldur smá ét- ast upp í því fyrirtæki, sem hinir eiga að njóta árangursins af. Útgáfukostnaður blaða fyrir 20 árum síð- an, þótt hann væri töluvert hærri en fyrir nærri 40 árum síðan, var þó næsta lágur við það, sem hann er orðinn nú. Eins og allir vita, hafa á síðastliðnum 6 árum allir hlutir verið að hækka í verði. Enginn hlutur er svc til, stór eða smár, að hann eigi hafi þrefald- eyrisvirði, er blöðunum bæri. Eða er áhug- inn, hlýleikinn og hugsunarsemin að dofníi fyrir því sem íslenikt er? Svarið við þeirri spurningu segir nokkuð til um hver franatíðin verður hinna íslenzku blaða. Segjum að þau þyki eigi fréttfróð, borin saman við stórblöðin. En er þá engin ánægja í því, að eiga blað, sem út er gefið á eigin tungu? Segjum að þau skýri óglögt frá ýms- um atburðum, sem til frétta eru taldir; en er nokkur fróðari eftir en áður, fyrir þann frétta- tíning? Þegar þú leggur frá þér stórblaðið á hverju kvöldi, hvað loðir mikið af því, sem þar er sagt frá, í huga þínum, hvað miklu fróðari ertu um, hvernig gengur til í heimin- um, en þú varst áður en þú tókst það upp? Eða er þá ekkert utan fréttanna læsilegt í ís- lenzku blöðunum? Kemur það aldrei fyrir að setning eða her.ding eða hálfkveðin vísa hangi í minni eftir að blaðinu er burtu kast- að og það er rifið eða því er brent? Hefir ökkert af því, sem t. d. í Heimskringlu hefir birst í 34 ár, átt varanlegra gildi í hugum manna, en emhver flugufregn utan úr heimi, eða stórslysasaga, sönn eða login, sem stór- blöðin flytja daglega? Þótt Heimskringlu hafi oft og í mörgu ver- ið áfátt, þá er nú þó svo, að eigi irerður saga vor íslendinga hér í álfu sögð, nema með til- styrk hennar. Og ef engin íslenzk blöð hefðu verið til frá því að vér komum hingað, hefði fátt af því, sem vorir beztu menn hafa hugsað og sagt, orðið þjóðar eign. Og í hverjffcvér hefðum mist við það er öllum ljóst, sem sanngirni hafa til að bera. Um dvöj vora og starf hér í fimtigi sumur vissi enginn neitt, um vonir vorar og hugsanir, um baráttu vora og sigur hér væri ekkert orð — nema að því leyti sem hérlend blöð hefðu endrum og eins getið um einhvern útlending með afbök- uðu og ólæsilegu nafni, er út í einhver æfintýri hefði ratað, og sagt hefði þeim frá því sem skringilegast og aulalegast, svo að það hefði þótt “matur”. I blöðuaum er að leita æfisögu þessa burt- lutta hluta þjóðarinnar; og ef þau fá enn aldist við um stund, verður sögu þeirri hald- ið áfram; en hvað lengi, segir þjóðin til sjálf og sá ræktarhugur, sem hún leggur við mir.n- ingar og menningu undangenginna ára og alda. í Jólasveinar og Jólameyjar. hétu þeir hjá okkur krökkunum heima á Islandi, gesíirnir, sem að garði bar yfir jólaföstuna. Við rituðum nöfn þeirra á smá-miða, fog drógum þá blindandi á aðfanga- daginn, strákarnir stúlkna-nöfnin, en stelpurnar pilta-heitin. Það var okkur ýmist til ertni eða ánægju. Sum nöfnin þóttu engir hapþa- drættir- Af því gátu líka leitt löng mál og lagaflækjur, eins og verður hjá fullorðna fólkinu í al- vöruefnum, eirikum ef sá grunur féll á, að niður hefði verið ritað nafn einhvers, sem ekki hefði kom- ið inn og “þegið gott”, því ákvæð var til um að þess þyrfti við, til að vera gengur í slíkan gestarétt. En einu gilti um það, altaf vorum við fús að freista hamingjunnar í svo tvísýnni hlutaveltu. Þær jóladísir eru nú löngu liðnar hjá, og engar fengnar í þeirra stað, nema ef vera kynni ný bók, endur og eins. Nú ætla eg að fara nokkrum orðum um næstliðinna-jólabók, en ekki til “dóms og reikningsskap- ar”, til þess er eg ófær. Bókun- um fer sem ýmsu öðru, það verða “tveir um toddann”: höfundurinn og lesarinn, og gagn lesarans að góðri bók, getur verið meira en alt það, sem í henni stendur, og oltið á því útsýni sem honum oþnast við yfirferðina. W dodd’s KIDNEY _ THEPfS DedJ’s Kidney PiQs, 50c askjan, eía sex öskjor fyrir $2.50, hjá öll- nm lyfsölum eða frá The DODD’S MEDICINE Co. Toronto, Ont. When I was a Gir! in Ice- land. By Hólmfríður Árnadótt'r. Boston 1919 — Lothrop, Lee • & Shephard Co. — 220 Pps. —$1.20- Útgefendur bókar þessarar hafa tékið sér upp, að búa út bæklinga- safn af einskonar æskuminningum unglinga í ýmsum löndum. Þeir segia sér til meðmæla, að þar sé alt dtað af uppalning í því landi sem frá verði sagt. Hólmfríður Árna- dóttir hefir nú orðið til þess, að lýsa uppvaxtar-árum sínum á Is- landi. Allar þessar bækur bera svo að segja sama nafn, munar að- eins því, hvað land það kallast, er höfiíndurinn ólst upp í. Ef Dani ritaði sína sögu, yrðu hún að Kk- indum skírð: Þá er eg var drengur í Danmörku. Á íslenzku héti bók Hólmfríðar: “Þá er eg var yngis- mær á íslandi”. Foreldra-ráð ná þarna varla til nafnanna á krökk- unum. I 15 kapítulum er erindi bókar- innar, lauslega sagt þetta: Land- lýsing, fundur þess og nám- Upp- eldisheimili mi'tt og heimafólk. Sumar. Harðæri. Vetur. Hátíð- ir. Vor. Jólin. Helga fagra. Sumarskemtanir. Svipast út í heim- Island daginn þann í dag. “I will not waste my maidenhood for taking as husband of a king”. .....Þótt þetta sé svona orðrétt í þýðingu Morrisar og Magnússonar af Heimskringlu Snorra, og þótt manni þyki sá sögustíll saélgæti, í samanburði við þann, sem aðrir enskir höfundar eiga nú til að tjalda, er nú svo komið sem væri þetta “of” óþarft og oftittað. 1 síðara sinnið fundust mér þessar línur Ioðmæltar: One special spring when I was young, seems to be very close to my mind”, þó vel skiljist hvað við sé átt. En svo er þetta að sýna hótfyndni við höf- undinn. Þjóðsagan um víxlu Gvendar góða á Drangey, hefir blandast annari sögn. Aldir af vantrú, lút- erstrú, urðu að líða hjá, áður en al- þýðan yrði svo efagjörn, að geta ímyndað sér, að nokkur maður* sízt af öllu Guðmundur biskup, hefði vígt björg með þeim Þórshamri skynsamlegs vits, ein- ungis, að brjóta þær bergeggjar sem skáru sundur sigreipin af þeim sem óvarlega fóru. Það var fyrr- um aðeins í frásögur færandi sem einn af þeim mörgu krókum, gerð- um með guðsfingri, móti brögðum Belsibúls. Hitt munar engu, íhvort sú síðari saga er sögð að hafa gerst í Drangey, eða annari ey, nokkru austar og norðar. inn. anna. um. Hvert erindi eg átti til Bandaríkj Stödd undir stjörnufánan- Þó að lítið sé að læra af því að komast yfir kapítulaskiftin ein. sýna þessi samt, að höfundurinn hefir efnt það, sem hún segir vera ætlun sína með bókina: “að mörg- um þeim spurningum sé þar svar- að, sem Iagðar hafa verið fyrir mig um Island.” Geti einhver góðrar bókar og nýrrar, heimtar tízkan, að hann haldi þau “Torfalög” um leið, að finna henni eitthvað til foráttu, að öðrum kosti fari hann með skrum eitt og skjall, eins og auglýsinga- ummælin, sem útgefendur hér kaupa sér. “Fýsir eyrun ilt að heyra,” segir Vídalín gamli ein- hversstaðar. Eg s'kal lúka þessu af, lesari góður, en fyrirgefðu hversu fátt og smátt það verður. All-mörg íslenzk orð koma fyrir ' bókinni og fjöldi þeirra svo prent- viltur, eins og ef þau kæmu út úr svertunni í smiðjunum okkar í Winnipeg. Hitt liggur í augum uppi að Hólmfríður á enga sök á því- Sjálf er hún sennilega þeim galla grömust. Sé það ekki mis- heyrn mín, fanst mér að á tveirr stöðum kæmi enskan ögn utan af þekju. I fyrra skiftið þar sem Gyða kóngsdóttir “hryggbrýtur’ arald hárfagra með svari sínu: 1 bókinni eru nálægt 20 myndir íslenzkar. Bezt er sú af höfund- inum. Enskan er ljós og léttmælt, þó höfundurinn gefi í skyn, að sig skorti þar kunnáttu. Enda liggur það í augum uppi, að hvorki hefðr Hólmfríður hlotið né tekist á hend- ur, tilsögn í Norðurlandamálum við enskan skóla, væri henni til muna ábótavant í málinu. Líka hefir hún lært ensku um tíma við háskól- ann í Edinburgh á Skotlandi. Æfin- týrið af karlsdætrunum er sérstak- lega vel sagt, þó ekki sé það æfin- lega áreiðanlegt, að hún sem helzt skyldi, hreppi kóngssoninn, og éf- laust kippir höfundinum í kven- legginn í, að velja sér þá þjóðsögu 'til að þýða, og efni'úr sögu Gunn- laugs ormstungu og Helgu fögru, en fallegt er þó hvorttveggja, þó frásöguverðast sé það í-Gunnlaugs- sögu, sem fæst eru orðin um höfð, sem er sögmn um það, að af þeS|S- um sambiðla-drápshug Hrafns og hans, hafi það leitt, að hólmgöngur voru af numdar á Islandi, öldum á undan öðrum þjóðum, þó jafnvel biskupar legðu þá samþykt í lágina öldum síðar. Auðvitað er, að þessi uppeldis- saga Hólmfríðar hefir gerst á góð- um sveitabæ, í héraði því sem hún er æskuð úr. Þó kemur hún víðar við, en ætíð svo, að lesara, sem at- hugull er, verður hlýtt til lands og lýðs, ekki sökum þess að af sé gumað, heldur hins vegna, að sagt er frá af skilningi á högum manna og háttum. Að því leyti jafnast * pessi bók við það, sem ferðasögur erlendra manan hafa borið Islend- ingum bezt og sannast, svo sem Henderson og Russell- Því láni eiga íslendingar þó að hrósa, að þeir menn, útlendir, sem hafa kynst þeim lengst, bera þeim söguna bezt. Henderson dvaldi nærri tvö ár á íslandi, og Russell ferðaðist þangað fjórum sinnum, þó öld sé milli þeirra. Margir ferðalangar eru flysjungar, aðeins nasasjóna-

x

Heimskringla

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.