Heimskringla - 31.08.1921, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.08.1921, Blaðsíða 1
Og umbúðir Senditf eftir verSllsta tt* Royal frown Soap, Ltd. 654 Main St., Winnipav XXXV. AR WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 31. ÁGOST, 1921 CANADA. VerkamannaþingiíS. ÞaS hefir staSiS yfir hér í Winnipeg síSan um miSja síSastliSna viku. Þing þetta er haldiS árlega, og því til. heyra flestir eSa allir verkamanna. félagsskapir. Einnig heyra því til þeir menn úr stjórninni, er verka- mannamá'l láta sig eitthvaS skifta. Tilgangur þingsins er sá, aS gefa verkamannafélögunum kost á aS bera mál sín undir döggjafa stjórn- arinnar.VerkamálaráSherrar baeSi maeta á þessu iþingi. lEr verka- sambands og fylkisstjórnanna mönnum hægara meS þá þar aS sníSa umíhætur mála sinna þannig, aS þau séu líkleg til aS vera heyrS af stjórnunum. En þingiS getur auSvitaS ekki annaS en lagt TáS á hvaS gera skuli. Fram- kvæmdir krafanna sem þar eru gerSar, eru ekki ávaílt heyrSar af stjórnunum. Þing þetta hefir ver- iS fjölment aS þessu sinni. Hafa menn mætt á því fra brezkum verkamannafélögum á Eng'landi, og frá American Federation of Labor. Eitt af málum þeim er senmma voru tekin til athugunar á þinginu var launalækkun jám- brai’tafélaganna. Verkamenn járn brautafélaganna eru henni mót- fallnir sem kunnugt er. Á þingi þessu var máliS raett og boriS undir atkvæSi, og féllu atkvæSin fleiri jámbrautarfélögunum í vil. Gramdist verkamöhnum járn- brautanna þetta svo, aS félags- skapir þeirra sögSu skiliS viS þing iS.AnnaS mál er fyrir þetta þing kom var þaS, aS stofna til verka- manna-sambands hér í Canada sem nær til allra verkamannafé- lagsskapa, til þess aS bindast póli- tískum samtökum. Hefir sá fé- lagsskapur nú þegar ákveSiS aS sameina verkamenn og bændur í .stjórnarfarslegum skilningi. Margt fleira merkilegt hefir þing þetta aShafst sem ekki er rúm til aS geta um í þessari fréttagrein, en verSur ef til vill minst á síSar. Sir Sam Hughes látinn. Sir Sam Hughes, hermálaráSherra Canada fyrstu árin af stríSinu mikla, lézt þ. 24. ág. s.l. aS heimili sínu í Lindsay í Ontario. . iHeilsa hans hafSi lengi veriS slæm og bana- mein hans er taliS aS veriS hafi blóSþynning.Hann hafSi hart nær 30 ár veriS sambands-þingmaSur og tekiS mikinn þátt í stjórnmál- um og þjóSfélagsmálum öllum, en einkum þó í hermálum. Hann þótti framtakssamur og fylginn séi í hverju er hanri tók sér fyrir hendur. D. W. Bayley, þingm., sem sviftur var stöSunni viS King George V skólann,’ hefir fengiS kennararáSiS til þess aS setja nefnd í máliS, og athuga ástæS- urnar er skólanefnd St. Boniface hefir haft til þess aS vísa honum frá skólanum. Sú nefnd kemur saman 3. sept. n.k. Lán til húsabygginga. Sagt er aS WinnipegJbær hafi sótt um $50,000 lán hjá fylkinu til húsa- bygginga. Ef lániS fæst, sem Ed- v-ard Brown fjármálaráSh. fylkis- ins heldur, mun þaS hrökkva tl’ þess aS koma upp tólf íbúSarhús- um. SkotiS var á jámbrautarlesi, eina mílu norSur af Selkirk í Man- toba á þriSjudaginn var. SkotiS sem enginn sá hvaSan kom eSa hver var valdur aS, fór í gegnum einn glugga lestarinnar og aSein9 snart eSa straukst viS höfuS á manni þeim er J. F. Thomson heit ír og er útfararstjóri í Winnipeg. Hár hans var fult af sallafínum glerbrotum úr rúSunni er skotiS iór í gegnum og Thomson segir aS ef hann hefSi setiS alveg uppi í vagnsætinu, mundi skotiS hafa fariS í gegnum höfuSiS. Baker lögreglustjóri í Selkirk er aS reyna aS hafa uppi á þeim er skotinu hlleypti af. -----o------ BANÐARIKIN í Charlestown í West-Virginia gerSu kolanámumenn verkfalil ný- lega. Er verkfall þaS aS verSa svo alvarlegt, aS til uppreistar horfir. Verkfallsmenn hafa dregiS saman her og hafa látiS óspak- lega. Fylkisstjórinn hefir beSiS Harding forseta aS senda herliS þangaS, en ekki hefir frézt aS þaS hafi enn lagt aí staS. Sem stend- ur ’lítur út fyrir aS alvarleg upp- reist sé þarna í aSsigi. Spregikúlu var fleygt eitt kvöld- iS inn í eítt leikhúsiS í Chicago. Til allrar hamingju voru engir í leikhúsinu þaS kvöld.. Skemdir urSu talsverSar á húsinu. Hver verkiS vann vita menn ekki. Loftskeyta talsímakerfi er byrjaS aS koma á fót í Chica. go. Hafa bæSi lögreglu og slökkvi liSsstöSvar borgarinnar slíka tal- síma og reynast þeir vel. Svo volgt er vatniS nú í Lake Superior, aS þægilegt er aS baSa sig upp úr því, en þaS kvaS ekki í mörg ár hafa orSiS svo heitt áSur. Þessu hafa hitarnir í sumar orkaS.. , I háskóla í Little Falls í Banda- ríkjunum er þetta fyrirboSiS: Silkisokkar, þunnar treyjur, háir hælar á skóm, stutt pilstí, stuttar ermar, notkun andlitsdufts í stór- um stí'l, og hálfvitaleg hár upp— setning. Nefnd frá skólanum sker úr hvenær út fyrir þessi takmörk er fariS. MikiS má heita ef engri “sætri sextán ára” finst þ-tta hart lögmál. Hjálpa Rússum. Fulltrúar verka mannasambandsins í Nevr, York, Unitede Hebrew Trades, Work- mens Cirole og Intemational Gar- ments félögfn, hafa ákveSiS aS safna $25,000,000 til hjálpar nauSlíSandi fólki á Rússlandi. BREllAND Loftbátur ferst. Þann 24. þ. m- vildi þaS hörmulega slys til í Eng- landi, aS loftbátur fórst þar og 44 menn af 49 sem í bátnum voru biSu bana. SlysiS vildi til yfir bænum Hull. Bandaríkin höfSu keypt bátinn af Bretum, og þegar slysiS vildi til, var veriS aS reyna hann. Alt sýndist ganga vel þar til báturinn í einni svipan klofnar í tvent og fellur niSur í tveimur pörtum. HvaS til kom, hafa menn ekki enn getaS gert sér grein fyrir. Þeir er lifandi komust niSur geta engar upplýsingar gefiS í því efni. En þess var getiS til, aS eldingu hefSi slegiS niSur í bátinn, en ó- víst er þaS samt enn taliS. Bret- land og Bandaríkin hafa skift til helminga meS sér kostnaSi skips- i'ns, úr því kaupin komust ekki lengra. En þaS er sem næst $1,- ■000,000 fyrir hvort land. íramálin. Þess var getiS í síS- asta blaSi, aS skilmálar Breta væru aftur komnir fyrir Dail Eir- eannjþingiS og aS þar væru þeir yfirvegaSir fyrir lokuSum dyrum. HvaS fram hefir fariS á þinginu er ekki 'ljóst. En Bretum hafa Irar nú sent bréf og æskja þess, aS máliS verSi enn tekiS fyrir á fundi á Englandi af báSum aSilum, Ir- um og Bretum. Ekki er þess getiS aS Irar hafi fariS fram á neina breytingu á skilmálunum, enda munu þeir ekki láta hana í ljósi fyr en á fundinum, þó svo væri, aS um eitthvaS annaS væri aS ræSa fyrir þeim en algeran skiln- aS viS ríkiS, eins og tekiS var fram í bréfi de Valera. Brezka stjórnin hefir tekiS þessu vel og hefir ennþá boSiS Irum til fund- ar. HvaSa árangur þaS hefir er ekki hægt aS segja. En von um sætt ætti ekki aS vera úii á meSan slíku heldur áfram. Hins er þó ekki aS leyna, aS brezku blöSin, jafnvel þau sem 'meS Irum hafa veriS, eru orSin berorSari í þeirra garS nú. Gera sum þeirra lítiS úr fylgi de Valera og segja aSeins lítinn flokk fylgja honum og jafn- ve'J Nationalistarnir írsku, segja þau aS séu ekki meS honum. Lloyd George tekur þvert fyrir, aS Irar fái algeran skilnaS. Er haldiS aS næsta sporiS verSi, aS bjóSa Irsku þjóSinni al'lri aS skera úr því hvort hún vilji taka skilmálunum meS almennri at- kvæSagreiSslu. Þykjast Bretar vissir um aS 3^ hluti þjóSarinnar sé meS þeim. Hvort af því verSur nokkuS, kemur á daginn, eftir þennan fyrirhugaSa fund, sem haldinn verSur mjög bráSlega. Hreyfimyndir af orustunni viíS Jótland hafa veriSs ýndar á 'leik- sviSi í Englandi nýlega. Eins og menn rekur minni til, var orustan ein sú mesta og merkilegasta í öllu stríSinu, því þaS var þá sem þýzki sjóflotinn var algerlega yf- irunninn. AS hinu leytinu er ekki hægt aS verjast því, aS brosa aS aSsætninni sem menn sýna, eins og í þessu t.d. aS eita flotana út í gínandi hættu til þess aS taka myndir af þeim. Tillaga var nýlega samþykt í neSri deild brezka þingsins um aS veita konum rétt til þess aS taka aS ölilu leyti jþátt í stjórnmáluim á sarna hátt og karlmenn; fá kon- ur þar því leyfi til aS taka hvaSa stjórnarembætti sem er aS þess- um tíma liSnum. ------o------- ÖXNURLÖND. Stjómin í Sviss hefir sagt Karli fyrv. keisara í Austurríki, aS fara burt ár landinu fyrir lok ágústmán aSar. Er sagt aS hann setjist aS á Spáni. z z z StríSs-skaSabætur. Nefndin sem um sjón skaSa'bótamálanna þýzku hefir meS höndum, hefir tilkynt þýzkalandi, aS þaS verSi aS af- henda sér innan 6 mánaSa 29,-' 400 hesta, 130,00 sauSfjár og 175,000 nautgripa. Þetta boS nefndarinnar er gert sámkvæmt Versala-samningnum. Japan hefir neitaS aS fara burt úr Síberíu meS herliS sitt þar til aS meiri líkur eru til varanlegs friSar en þar er enn þá, segir í skeyti frá Chita, stjórnarsetri Austur-Síberíu lýSveldisins. Jap. ar höfSu þó lofaS áSur hátíSlega aS hverfa burt af þessum stöSv- um, en eru nú ekki reiSubúnir aS efna |þaS. Rússland. ÞaS var nýlega sagt frá því í iblöSum hér, aS bændur- ir á Rússlandi væru sem óSast aS flytja frá þeim héruSum er hung- ursneySin er mest og til bæjanna, og beiddust þar ásjár frá stjóm- inni. M. Chitcherin utanríkismála- ráSherra Rússa hefir sent út bréf til allra þjóSa þess efnis aS frétt þessi sé meS öllu ósönn. Bandaríkin krefjast $240,744,- 511 af Þýzkalandi fyrir viShald bandaríska hersins í RínarhéraS- inu. Þýzkaland getur borgaS ált. Mathias Erzberger fyrrum vara- forseti og fjármálaráSherra Þýzka lands, var myrtur 26. þ.. m.MorS iS var framiS nálægt Offenburg í Baden, þar sem Erzberger og fjöl- skylda hans dvaldi umt íma. Hann var særSur í 1 2 stöSum eftir byssu kúlur. Erzberger var á gangi úti í skógi meS ríkislþings-fulltrúa Diez, þegar tveir unglings-menn réSust á þá, aSskildu þá og létu skotin dynja á Erziberger. Eitt af fyrstu skotunum kom í höfuS hon- um og dó hann samstundis. Diez létu þeir sleppa lifandi en særSan þó. Erzberger var einn af þeim er skrifaSi undir vopnahlés-samn- ingana 1918. StrfSiS í Litlu.Asíu. Því heldur enn áfram og Grikkjum ætlar aS verSa sigurinn dýr sem þeir töldu sér um eitt skeiS þar vísan. Ný- lega fóru þeir mestu hrakfarir fyr- ir Tvrkjum meSfram fljóti einu er Sakaria heitir. Umkringdu Tyrkir þar hluta af gríska hernum og aSskildu hann algerlega frá megin her Iþeirra; urSu Grikkir þar aS gefast upp og töpuSu vist- um og skotfærum til muna. Á- form þau er Grikkir höfSu í huga og leiSa áttu til álgers sigurs, eru sögS úr sögunni fyrst um sinn; mun Iþeim veitast nógu erfitt aS verjast Tyrkjum aS minsta kosti um hríS. Grikkir kenna þó ófarir sínar því, aS þeir hafi átt aS sækja yfir vegleysur og vatnslausa eySi- mörk meira en því aS her þeirra hafi ekki veriS aS öllu jöfnu eins góSur og her Tyrkja. Indland. Altaf virSast óeyrSirn ar á Indlandi vera aS fara í vöxt SíSustu fréttir segja uppreistar- flokkinn þar orSinn afar fjölmenn- ann og hann er ávalt aS leggja meira og meira af héruSum undir sig. Hann hefir náS í talsvert af skotfærum og vélaibyssum frá stjórnar-herbúSunum, og kenna Bretar þar þaS svikum indverskra stjórnar-manna. Einnig rífa þeir upp járnbrautir og spilla vegum, slíta niSur símana og gera alt sem þeir geta til þess aS gera sem erf- iSast fyrir aS sækja þá heim meS her. Einnig hafa uppreistarmenn rænt ógrynni af fé, bæSi úr ríkis- fjárhirzlunni og annarsstaSar af auSmönnum, indverskum og brezkum. Herskip hafa komiS til Indlands frá Bretlandi meS her- liS. En því hefir ekkert enn orS- iS ágengt meS aS bæla niSur uppreistina. Nationalistarnir ind- versku, því þaS er flokkurinn sem uppþotinu veldur, hafa lýst því | yfir á mörgum stöSum, aS þeir! væru stjórnin, og hafa sezt aS á vissum stöSum og búiS uim sig sem á stjórnarsetri væru. Þeir hafadregiS niSur brezka flaggiS og dregiS þaS bláa á stöng. HvaS lengi þeir endast til aS halda þessu áfram er ekki hægt aS segja um, en þaS hafa Bretar þar fyrir satt, aS hungur og vistar leysi sé nú fariS aS sverfa aS fólki í uppreistarhéruSunum sök- um samgönguleysis. Moplahs- flokkurinn og Hindúar sem fjöl- mennastir eru inn an Nationalista- flokksins sem uppþotinu hefir komiS af staS, eru MuhameSs-- trúar og er sagt aS þeir segi þetta “heilagt stríS” eSa trúarbragSa- stríS. Bretar hafa sent hina gætn- ari Indverja til iþess aS reyna á friSsaman hátt aS stilla æsingarn- ar í uppreistar mönnum. Þrátt fyrir þaS aS ástandiS virSist al- varlegra á Indlandi en nokkru sinni fyr, gera Bretar sér vonir um nS uppþotiS verSi ekki langært. -----------o----------- NÚMER 49 Runolfur Fjeldsted prófessor. Líkt sem Þórduna úr. ’lofti heiSu fregn var sú: prófessor Fjeldsted er látinn. Fegursti kvistur kliptur af meiSi þjóSbrotsins íslenzka í álfu vesturs. Harmþung var fregnin föSur öLdnum, nýlega særSum sári djúpu; og öllum oss er ólum vonir af fylgd hans lengur fagnaSs njóta. Hví var hann kvaddur héSan burtu svo árla á fögru æfiskeiSi? Finnst oss aS heimur helzt of fáa mæringa sílíka meS sér hafi. Svarar oss hugboS: Sá þaS Drottinn, ljóselskum anda ljúfra myndi framsókn aS heyja í heimi æSra, þar lífssól alheims ljómar skærra. r, I ■5’TV.A V- r„ Hann átti ei samlleiS meS þúsundum þeim sem þaufast í dalbotnsins skugga og eim og kjósa ei aS hefja sig hærra. Til hæSanna björtu hann hugurinn dró, í heiSljóma röSull þar geislunum sló, meS útsýniS stærra og stærra. Þar Mínervu í tign sinni á tindinum há í töfrandi ljósbjarma standa hann sá og upp til sín áræSnum benda. Því lagSi hann ötull á örSuga leiS, viS einstigum hvorki né brekkunum kveiS; og heill fylgdi för hans til enda. Af sjóntindi andans um himindjúp há og heiminn til rannsóknar augum hann brá og hlustaSi hljómnæmu eyra. I leitinni jþolinn og varfærinn var, hann virti þann arf, sem oss fortíSin bar; en staSreynd þó mat hverju meira. Hann þráSi aS Ijós fengi hann leitt hverri sál; þaS logaSi í ræSu hans guSmóSsins bál, í augum hans mannkærleiks-mildi. Og andgöfgis-bjarminn um brúnir hans lék, en blikaSi um hvarmana djörfung og þrek, viS blindni er þráSi hann hildi. ÞaS hrygSi hann aS líta á mannlífsins mein, en mund hans var aldrei til björgunar sein, er farlama fann hann á vegi. Hans bróSurííkn varS ekki borguS meS seim, en blessunaróskirnar fylgja honum heim í IjósiS af ljómandi degi. Vér söknum er valmennin svífa oss frá, ei syrgjum er hærra stig flytjast þeir á; þeim dauSans ei djúp verSur móSa. Og þjóSdeiIdin íslenzka, einhuga, klökk, nú innir þér, Runólfur, hjartgróna þökk, þú prúSmenniS göfuga og góSa. B. Þ. Frá IsIukIí. Eftir Vísi 3. ág. Taugaveiki hefir gengiS á SeyS- isfirSi undanfariS og er nú nýlát- inn úr henni GarSar Stefánsson verzlunarmaSur, sonur Stafáns kaupmanns Jónssonar — ungur maSur og efnilegur. íslendingur drepinn í Khöfn. Islenzkur veitingaþjónn, Þorgeir Hal'ldórsson aS nafni, lenti í rysk- ingum viS drukkinn hermann, 1. ág. s.l., er var vopnaSur, og lauk viSureign þeirra svo, aS hermaS- urinn lagSi Þorgeir í kviSinn meS byssusting sínum, og varS þaS honum aS bana. Hermanninum - var varpaS í fangelsi. Svo er nán- ar frá þessu sagt í einkaskeyti, aS Þorgeir sál. hafi veriS á gangi meS öSrum lslendingi, er hermenn tveir hafi ráSist á þá meS iLlind- um. BarSi annar hermaSurinn fyrst félaga Þorgeirs, en er Þor- geir ætlaSi aS koma honum ti hjálpar, brá hermaSurinn bvssu- stingnum fyrir sig, og urSu enda- lokin þau sem áSur er sagt. Gunnl. Tryggví Jónsson, fyTv. ritstjóri Hein\gkringlu, fór norSur til Hjalteyrar á Snorra Sturlusyni í fjrrrakvöld til aS vitja vina og vandamanna. Hann ráSgerSi aS fara þó aftur til Reykjavíkur me haustinu. Gengi ísl. krónunnar. I ‘Dagens Nyheder” er sagt frá því, aS á kauphöllinni sé um þaS rætt, aS ákveSa gengi íslenzks gjaldeyris. Sá gengismunur, sem í raun og veru sé á íslenzkri og danskri krónu, segir blaSiS, aS sé aS vísu ekki viSurkendur af hálfu Islend- inga, en þaS sé þó staSreynd aS ísl. seSlar séu verSminni en dansk ir, og af því stafi töluverSir örS- ugleikar. En niSurstaSa blaSsins er sú, aS íslenzka stjómin verSi aS skera úr þessu, en þess sé vænst, aS hægt verSi aS fá hana til aS fallast á aS láta ákveSa opinbert gengi ísl. krónu daglega. Islenzk króna er nú talin um 93 aura virSi. I

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.