Heimskringla - 05.10.1921, Blaðsíða 4
4. BLAÐ8ŒA
WINNIPEG 5. OKTÓBER 192?
HEIMSKRINGLA
HEIMSKRINQLA
I SSC )
Kemur út ð hverjNH HlðTtkadfffl.
ttseíeNáar eiffeB^ari
THE ViKÍNG PRESS, LTD.
S.i:t og 855 SAKGENT AVE., WIXMPEG,
TxUíwJ: M-€557
VertS hlaft»iiM er |3.M Arfaanrvrin harjr-
ÍMt tyrlr (rtia. AIIhj* bargaBlr neméimt
rtVaiMuiNl Uilntviu
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Rit»tj órar :
BJÖRN PÉTURSSON
STEFÁN EINARSSON
Gtastakrift tflEi UafalHi:
THK VIKi.MJ PKKC8S, Ltd^ Box 3171,
WlaalffK, Maa.
ItNBtakrlft tfll rltmtjérmmm
EDITOK HEIM9KRINGLA, Box 3171
Wlnalfeg, Max
The “HelmBkrintla’* is printod aaá pul>-
lishe by the Viking Press, Limiteá, at
853 og 855 Sargent Ave., Winnipeg, Mani-
teba. Telephone: N-GÍ37.
WINNIPEG, MANITOBA, 5. OKT. 1921.
Sjálfstjórn.
I |>jóðsögu einni segir frá manni, sem erfði
skip eftir föður sinn. Maðurinn var fremur
vitgrannur. Og um sjómensku vissi hann ekk
ert. En honum datt samt einu sinni í hug,
að takast ferð á hendur á sínu eigin skipi og
stjórna því sjálfur. Alt var gert, sem gera
þurfti til þess að búa skipið til ferðar. Og
svo lagði það af stað. Þar gekk hver maður
að sínu verki og hinn nýi skipstjóri var of
önnum kafinn að taka eftir því, sem fyrir
augun bar, til að fást nokkuð um, hvern-
ig þeir unnu verk sín. En þegar skipið var
komið út á rúmsjó, varð verkið einfaldara og
þá gafst skipstjóranum betra tækifæri til þess
að atlhuga nýungarnar, sem fram fóru í
kringum. Og einu sinni, þegar hann var að
ganga um á þilfarinu, sá hann mann, sem
sneri stóru hjóli, ýmist til þessarar handar.
ýmist til hinnar.
“Hvað í ósköpunum er þessi maður að
gera?” sagði hann.
“Þetta er stýrimaðurinn,” svaraði maður
*em hjá honum stóð. “Hann stýrir skipinu
þá leið, sem það á að fara.”
“Jæia,” svaraði nýi skipstjórinn. “Eg
get nú samt ekki séð, að þetta hringl hans
fram og aftur í sífellu með þetta hjól hafi
hina minstu þýðingu. Það er ekki nema sjór
framundan. Og eg sé ekki, því seglin ættu
ekki að nægja til þess að ýta skipinu áfram.
Mér finst allur tími til stefnu með að stýra
þegar við nálgumst land eða skip er á leið
okkar. Setjið upp ö]l segl og látið skeiðina
skríða.”
Boði skipstjórans var hlýtt. Og þeir
fáu, sem komust lífs af, var að minsta kosti
minnisstæður skipstjórinn, sem hélt að skip
stýrði sér sjálft.
Þessi þjóðsaga, hvort sem hún er sönn eða
ósönn, felur í sér heilmikinn lærdóm.
Eins og þessi maður í þjóðsögunni var erf
ingi að skipi, eins eru allir menn erfingjar að
því, sem er óendanlega meira vert en nokk-
urt skip, sínum eigin hugsunum. Þær eru
aflið, sem stýra lífsfleyi jnannsins. Hafið,
sem það skip á leið um, mannlífsleiksviðið
getur verið spegilslétt og kyrt. Það getui
líka verið úfið og freyðandi. En hvort held-
ur að er, er skipinu, lífsfleyinu, þörf á stjórn
og góðum stýrimanni.
En er ekki svipað fyrir mörgum með hugs-
animar og skips-erfingjanum, sem hélt að
skip stýrði sér sjálft. Eru ekki æði margir,
sem halda, að þær stjórni sér sjálfar? Og
eru þær ekki oft látnar sigla þann sjóinn er
verkast vill? Bera ekki stormar reiði og
geðshræringa þær einatt hingað eða þangað
um hafið? Hafa ekki vinir, sem menn velja
sér af handahófi, bækur og stefnulausar
skemtanir, áhrif á hugsanirnar, og leiða !íf
mannsins inn á þær brautir, er hann hefði af
frjálsum og óháðum vilja ekki kosið að
fara? Eru menn skipstjórar síns eigin skips
— þegar öllu er til skila haldið — fremur ?r
skips-erfinginn í þjóðsögunni?
Það þarf ekki Iengi að leita í kringum sig
til að sjá þess dæmi og sannfærast um það.
að hugsana-fleyið er of oft látið stýra séi
sjálft, að stýrimanninum er af utanaðkom- .
andi örlum sagt að sleppa höndum af stýris-
hjólinu og láta “skeika að sköpuðu” með
siglinguna um sjó mannlífsins. Og meðan
svo er, er ekki að furða, þó áfanganum verði
stundum seint náð, sem ef til vill einu sinni
blasti við sjóninni, og sælan, sem af því hefð’
leitt, að ná honum, verði tál.
Hjá þessum utan að komandi öflum kemst
þó enginn. Þau eru óhjákvæmileg, jafnve!
til þess að þroska manninn. Hann á yfir þv,
valdi sjálfur að ráða, sem þeim er meira, el
hann notar það vald — afl hugsana sinna —
og stjórnar því. Lífið er ekki ein aðgerða-
laus endalaus sæla; sæla, sém ekkert þarí
að hafa fyrir að ná. Það verður enginn ó-
barinn biskup. Það þarf að reyna á sig og
stæla vöðvana, til þess að þeir fái afl. Það
verður einmg að vinna til sælunnar. En
stríðið fyrir henni á ekki að vera stefnulaust
stríð. Það á að vera “stríð fyrir réttlætið”
eins og sagt var um síðastliðið stríð, en sem
því miður átti ekki við það í veruleika, —
stríð fyrir því, sem hugsunin eygir fegursi
framundan, og er öllum til góðs og fullkomn-
unar.
Afl hugsananna er óefað öllum öflum
fremra. McCauIey segir, “að vald og auður
einnar þjóðar sé undir því kominn, hve ein-
staklingar hennar séu hæfir til að hugsa og
stjórna hugsunum sínum”. Hugsana-aflið
er öllum meðfætt. Það er ósjálfrátt eign
hvers manns. En hvernig með það er farið,
hvernig því er stjórnað, er annað mál. Þao
er ekki ólíkt meitlinum í hendi myndl-óggv-
arans. I hendi hans er hann verkfæri, sem
framleiðir fegurð, sem fáu verður ef til vill
- jafnað við. I hendi innbrots'þjófsins er hann
áhald til þess að koma fram því, sem ljótt er.
Það er einnig undir því komið, hvernig hugs-
uninni er beitt, hvort hún verður afl ti': ills
eða góðs.
Myndhöggvarinn heggur ekki eitt einasta
meitilfar í styttuna án þess að hafa augun á
því, sem hann er að gera; annars nær hann
ekki myndinni, sem hann hefir í huga. En
það væri þó engu fjarstæðara að halda, að
liann gæti náð henni án þess að hafa gætur á
meitlinum, en að ímynda sér, að hugsana-
fleyið geti stýrt sér sjálft.
En það er ólíkt með meitilinn og hugsan-
irnar, að þegar hann er lagður hjá sér.
skemmir hann ekki styttuna, sem verið er að
höggva. Hugsunin verður ekki Iögð hjá sér.
Hún heldur áfram að móta og skapa mann-
inn, þó hann hafi ekki gætur á henni. Að
sleppa stjórn af þeim er því alt annað en að
leggja frá sér verkfærið.
Tímarmr, sem vér iifum á, eru hinir ein-
kennilegustu. Stríðið og byltingarnar og ó-
sköpin, sem á hafa gengið síðustu árin, hafa
ýft svo mannlífssjóinn, að hann er alt annað
en sléttur yfirferðar. Öldurnar frá þeim tím-
um eru ennþá á ferðinni og brimið lemur við
strendurnar, svo lending og lægi er óvíða að
finna. Mannlífshafið er alt úfið. I hvaða
landi sem er, eða í hvaða stétt eða stöðu sem
maðurinn er, verður hann þessa var. Aldre
er fremur þörf á því, en þegar svo stendur á.
að minnast þess, að hugsanafley manna stýr-
ir sér ekki sjálft.
En meira vert en það er þó hitt, að upp-
eldisfræðingar eru farnir að láta sig þetta
efni skifta. Maður, er M. E. Caster heitir
hefir nýega sagt um það: “Ef foreldrar og
þeir, er fyrir uppeldi æskulýðsins sjá, gerðu
ait, sem þeim væri unt, til þess að kenna
börnunum að stjórna eða leiða hugsanir sín-
ar, í stað þess að leggja áherzlu á hlýðni utan
að frá, þá væri sú gáta, að ala upp hina yngri
kynslóð eins og vera ber, að miklu Ieyti ráð-
in. Barnið, sem láerir að beita 'hugsunum
sínum rétt, en bægja röngum og óheillavæn-
legum hugsunum frá sér, verður smátt og
smátt sjálfstæðara og minna komið upp á
stjórn frá öðrum. Hugur þess verður hreinn
og styrkari, því aflanna, sem deyfa og draga
úr hinum góðu áformum, gætir minna. Stjórr
á sínum andlegu öf]Um er eina sjálfstjórnin.
sem vert er um að ræða. Og þeir, seir
nema hana ungir, komast hjá mörgu á lífs-
leiðinni, sem þeir verða oft að reyna, senr
ekki hafa Iært þessa mikilsverðu lexíu fyrir
lífið.”
Þegar stjórn hugsananna er að fara út um
þúfur, getur því verið gott að minnast þjóð-
sögunnar af manninum, sem hélt að skipið
stýrði sér sjálft.
Fólksstraumurinn.
Hvert liggur hann? Frá sveitunum ti1
bæjanna. Þetta var aðal umræðuefnið á
fundi Canadian Forestry félagsins í British
Columbia nýlega. Og þetta hefir verið um-
talsefni yfir alt þetta land undanfarið. Mál-
ið er alvariegt. Af fóiksstraumnum til bæj-
anna Ieiðir bæði það, að landbúnaðurinn
gengur saman, og atvinnuleysið í bæjunum.
sem ekki er á bætandi, eykst.
Bæirnir hafa þotið hér upp á sama tíma
og fólkinu hefir fækkað í sveitunum. Það
er mönnum fyrir löngu ljóst. Og það ei
einnig ijóst, að það getur ekki haldið lengi
áfram, án þess að til vandræða horfi, því bæ-
írnir halda ekki í það óendanlega áfram að
stækka, ef landbúnaðurinn legst í kalda kol.
Það hefir til ýmsra ráða verið tekið, tíl að
koma í veg fyrir þetta öfugstreymi. En
hver sem þau ráð hafa verið, virðast þau
ekki enn hafa blessast. Bættir vegir, skól-
ar og meira félagsiíf hafa vanalega verið
meðölin. On þó það alt bæti hag sveita-
fólksins að nokkru, hefir það ekki orðið ti!
þess að stemma straum fólksins úr sveitunum
til bæjanna.
Ef til vill er ekkert ráð til, sem úr þessu
• bætir. Eitt mætti þó auðvitað reyna; oe
það er, að gera landbúnaðinn svo arðvæna
I atvinnu, að eitthvað sé á honum að græða.
| Séu peningar í búnaði, er erfitt að hugsa sér
[ að hann yrði ekki stundaður. En ef bónd-
inn þarf að vinna 14 klukkustundir á dag, og
; getur varla haldið höfði upp úr skuldunum
i er ekki að búast við, að menn ryðjist um kolí
eftir hnossinu.
Ungir og gamlir.
(Eftir Dr. Frank Crane.)
Það skilur flest fólk betur, þegar það eld-
ist, jafnvægið, sem öll tilveran er háð.
Þegar maðurinn hefir náð 50 ára aldrin-
um, er hann nær sannleikanum, nær hjarta-
punkti hlutanna, en nokkru sinni áður.
Æskan er ókunnug heiminum. Fyrii aug-
um hennar er hann líkur þeim stað sem mað-
ur heimsækir í fyrsta sinni. Hún er þar sem
gestur. Veruleikinn stendur henni ekki eins
glögt fyrir sjónum og þeim, sem hnignir erc
til aldurs.
Það er því ekki mót von^ þó hún skilji ekk
ávalt hlutverk sitt. Enda flýtir hún sér ofl
og rasar fyrir ráð fram. Umbótaþráin kall-
ar innifyrir: Störfum og stríðum! Og húr
rífur oft hár og klæði sín af ákafanum. Er
þegar maðurinn eldist, breytist þetta. Þá
byrjar hann að spyrja með Emerson: “Hví
er þér svo heitt, litli maður?” Hann sér, að
einu framfarirnar, sem varanlegar eru oa
gagnlegar, eru þær, sem verða til og vaxa
eðlilega, en ekki þær, sem boðaðar eru með
valdi. Ihaldssemi æskunnar er óstýrilát og
svartsýn; en íhaldssemi hins aldraða er sprotl
in af þekkingu á náttúrulögmálinu og hlýðn
við það.
Æskan er auðveldlega leidd. Hún er hrif-
in af upphefð og virðingarsætum og fýsir að
skipa þau. Hún lítur niður á liðna tímann
og finst hennar tíð hin tilkomumesta. Aldr-
aður maður metur persónugildi sitt meira en
þessa hluti. Hann metur lítils að sýnast
annað en hann er. Það þarf margra ára
lífsreynslu til að öðlast þá sjálfsþekkingu oe
þora að kannast við hana.
Aldurinn kennir mönnum að slaka á og
víka fyrir því, sem þeim er yfirsterkara, ár
þess þó að gefast upp. Þeir mæta því ó-
fyrirséða, sem á móti blæs, með ró og still-
ingu. Ungir leggja oft á sig þrautir og erf-
iði, sem koma að engum notum. Æskar
heldur bezt, að taka nógu fast í árina, og
gefa aldrei eftir; hinir eldri sæta lagi og ná
lendingu á þann hátt. Sá, sem þekkir nátt-
úruöflin, veit að handleggirnir mega sín lít-
ils á móti þeim.
Ráð ungra er oft reykult; hugsunin ein-
hliða. Sumt af því, sem mest ber á í far
þeirra — hvort sem það er vont eða gott
— dvínar og breytist, og oftast til batnaðar,
með aldrinum. Þeir læra þolinmæði. Trúin
á aflið í sjálfum þeim til að drotna yfir öllu
rénar; hugsanirnar fara að verða miskunn-
samari, og dygð og kærleiki til meðbræðra
þeirra vaknar.
Ungir hafa mikla skemtanafýsn. Þeir
berast með iðukasti þeirra. En þeir lifa ekki
ávalt mikið betur fyrir þær. Eldra fólk
kann að njóta þeirra og sætta sig við það
sem lífið hefir að bjóða í þeim efnum.
Ungir hafa oftast sterka löngun til náms
vilja birgja sig upp með staðreyndum, verða ?
fullkomnir, óskeikulir og geta boðið byrginn
Gamlir menn hafa séð og þekkja fánýti þess;
þeir hafa meiri mætur á viturlegum tilgátum
og heimspeki; þeir vilja altaf sjá og nema
meira.
Ást er skoðuð þýðingarmeiri hjá þeiir
eldri en þeim yngri. Fyrir ungum er hún
æfintýri; fyrir hinum eldri er hún bjartui
geisli. Hjá ungum fylgir henni oft hættu-
leg geðshræring. Hjá hinum eldri er húr
víðtækt en rólegt ævarandi afl. Þær per-
sónur, sem ekkert sérstakt hefir komið fyrir
ættu að verá og eru vanalega sælli og ánægð-
ari um og eftir 50 ára aldurinn, en þær hafa
verið fyrir þann tíma.
Bókfregn.
Öracifagróöur eftii
Sigurjón Jónsson.
Bók hessi var gefin út heima
á Islandi áriÖ 1919, og er komir.
hingað vestur fyrir nokkru. Ný-
lega var Heimskringlu 'send hún
af höfundinum og fylgdi henn'
bréf frá honium, ,f>ar sem hann
biÖur aÖ Játa hennar getiÖ. Þökk-
um vér höfundmum fyrir hugul-
semina, að senda blaðinu bókina,
og skal hennar hér getið, þótt
sjálfsagt séu hér nokkrir, er þeg-
ar hafa kynst henni.
Bdkin er sögur og ljóð, og ei
staerð hennar 160 ibls. í 8 bilaða
broti. Sögurnar eru skrifaðar með
æíintýrasniði og er blærinn þv
yfir þeim hinn skemtilegasti. Æf-
mtýrin eru líka öl'l falleg. Sum
þeirra kunna að þykja of d-raum-
kend og snerta of lítið lífið og
veruleikann, en höfundinn dreym
ir svo fallega í þeim, að um raun-
gæfa þýðingu þeirra skyldi ekki
nasti dæmt. Hiöfundurinn er við-
kvæmur fyrir því, sem er gott og
þýtt, og lestur þessara stuttu æf-
intýra göfgar.
Fyrir U'nglinga geta þau ekk
annað en haft góð áhrif, og eru
það mikil meðimæli með einn
bók. EJn svo hafa einstök (þeirra
beina kenningu í sér fólgna, og
eru eins virkileg og efnisföst seir
kaldar ritgerðir. Falla þau að
minsta kosti fullorðnum í geð. Má
þar ti'l nefna æfintýri bókamanns-
ins, sem birt er á öðrum stað bér
í b'laðinu.
Um kvæðin má svipað segja.
Þau eru ek'ki stórfengleg, en lag-
leg eru þau og þýð. Til þess að
benda á eiltthvað af handahóf
þessu til sönnunar, má tilíæra
þessa vísu úr kvæði um Guðm.
Guðmundsson skáld:
“Lét'tu, fögru ljóðin hans,
líkust röðul-geisla skrúði,
fljúga upp í fangið manns,
fléttast imáiJi (salands,
stíga þýð með strengjum dans.
•Stilla fegurð kunni’ ’inn prúði.
Léttu, íögru ljóðin hans
líkust röðul-gersla skrúði.”
Þá er góð vísan úr
kvörninni:
'Þegar stjórnmálamenn
máli sínu tala
allir saman í senn,
svo í eyru gala:
Rétt hjá mér—rangt hjá þér,
reyndu’ að sjá hvað betur fer,
vond og skökk þín skoðun er,
skýrt og giott er alt hjá mér.
Gott er að kunna’ að gala
— malla og ;m-a-l-a. —
'Þá er ekki yfirlæ.tið í þessar
vísu:
“Sá eg dæmi lífsins ljót,
og líika syndagjöldin, —
en eg er ekki haetis-hót
heldur betri en fjö'ldinn."
Látum vér þessi sýnishom
nægja. Þeir, sem enn hafa ekki
eignast bókina, geta varla ávaxt-
að 65c betur en að verja þetm
fyrir hana. Það er verð bóikar-
inniar í kápu.
DODD’S
kKIDNEyI
X.UI ö . rrí N/ UL- ,S
thep^
... Dodd’s nýmapOIur eru bezta
nýrrmmeðaliÖ. Lækna og gigt,
kakverk, hjartabilun, þvagteppu,
og önnur vetkindi, sem stafa frá
nýnmum. — Dodd’s Kidney Pills
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr-
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl.
um eÖa frá The Dodd’s Medicine
Co. Ltd., Toronto^ Ont. ...
Ur rcatu Meigheus.
Það mandi talið að Heims-
kringla skágengi að segja fréttii
af því sem gerðist, ef hún iflytti
ekki ofurlítinn útdrátt úr ræðu
þeirri er forsætisráðherra Canada
flutti á þriðjudaginin var í Portage
la Prarie. Það var fyrsta ræðan
sem haldin hefir verið hér vestur
frá um afstöðu stjómarinnar i
Ikosningum þeim er 'fram fara í
haust. Bæði dagblöðin enskti
hér fhvttu hana og er efnið úr ræð
er hér birtist, tekið úr þeim.
unm,
I.
Eftir nokkurn inngapg að raeðu
sinni, O'g ef'tir að hafa fulvissað
Portage-ibúa uim ánægju sína yfir
þvi að vera kominn á meða!
þeirra, vék forsætisráðherrann
torðum að því, að þrátt fyrir, að
andstæðingar sínir hefðu látið
það uppi, að koma sín ti'l Vestur-
landsins myndi ekki hin skemti—
legasta, heíði hann a'ldrei getað
hugsað eða dreymt um hana öðru
vísi en nú væri raun á og /mót-
tökurnar ibæru með sér. “Ef,’*
hélt ihann áfram,” kæmi ekki
hirtgað til Portage að sækja um
þin gsæti, mundi eg ek'ki hafa átt
við að sækja um þingsæfti annars-
Stjórnmála staðar.’”
Og hvert <er nú aðalefni þess-
ara kosninga? veit eg þið spyrjið.
1 Því er fl'jót svarað. Eg veit ekki
I einu sinnii hvort eg þarf að svara
iþví. Ykkur er :það eins 'ljóst og
mér. Það 'er öllum ljóst að floikk-
ur Woods og Crerars hefir gert
tollverndunarstefnu þessa landí
að aðalmáli þessara lco-3“!''<'a scm
fara í hönd. Innan þings og utan
hefir verið bamrað á því, að sú
stjórnarstefna þyrfti að vera rif-
in niður og að tollvemdunin væri
eitt helzta atriðið í stjórn þessa
lands sem stæði hagsmunurr
bæmda og Vesturl an dsins fyrii
þriifum. Tollverndunina þyrfti að
afnema.
'Þessu kalli VesturJandsins og
þessara manna hefi eg hlýtt. Eg
hefi ákveðið að kosningar skul:
fara fram áður en þetta ár er á
enda, og íbúuim landsins sé gefinn
kostur á að gera út um þ'etta máJ
með atikvæðum sínum.
OH
T
Meðlimir Grain Exchange, Winnpeg Produce Clearing Asso.
ciation, Fort William Grain Eb- 'iange, Grain Claims Bureau.
LICEJnISED AND BOMDED
By the Board of Grain Commiseioners of Canada.
North-West Commission Co.
limited
Telephone Ar3297
216 Graán ExcKange, Winnipeg, Man.
íslenzkir bændur!
Munið eftir íslenzku komverzlunarfélaginu; það gæti
'borgað sig að senda okkur sem mest af kornvöm yðar þetta
ár. Við seljum einnig hreinsað útsæði og kaupum "Options”
fyrir þá er þess óska. — Skrifið á enisku eða íslenzku.
HANNES J. LINDAL
PETER ANDERSON