Heimskringla - 07.12.1921, Blaðsíða 4
4. BLAÐSiÐA.
HEIMSKRINGLA.
WINNIPEG, 7.DESEMBER 1921
HEIMSKRINGLA
(StofnaS 18S6)
Kemnr flt A faverjnm miKvikudc^l.
Útsefendur o* cÍRcndur:
THE VIKING PRESS, LTD.
853 o« 833 SARtiENT AVE„ WINNIPEfi,
Taliimi i N-S337
VerB blaBxins er 53.0S flr«can«nrlit» bor«-
ist tyrlr fram. Allar bortranir sendlat
rflBnmannl blaBalna.
Ráðsmaður:
BJÖRN PÉTURSSON
Ritstjórar:
BJÖRN PÉTURSSON
STEFAN EINARSSON
Vtanflakrtft tlt blaBalnni
THE VlKINvJ PRESS. Lti, Bax 3171,
WtanlpeK. Man.
Utanflakrlft tll rltatjflrama
EDITOR HEIMSKIUNGLA, Box 3171
Wlnnlffs, Man.
The "Helmskrln*la" ls prlnted and pub-
lishe by the Viklns Press, I.lmlteð. at
853 og 865 Sargent Ave, Wlnnlpeg, Manl-
toba. Telephone: N-S687.
WINNIPEG, MANITOBA, 7. DES. 1921.
Bókafregn,
HeimEugi, Ijóðabók eftir Þ. Þ.
steinsson, Winnipeg. Utgefandi:
st. Gíslason, Reykjavík.
Þor-
Þor-
Eftir bók þessari hefir margur beðið með
óþreyju. það er langt síðan að ljóð fóru fyrst
að birtast eftir höfundinn, í blöðum og ritum
bæði austan hafs og vestan og er hann fyrir
löngu orðinn kunnur þeim er ljóðskáldskap
unna hér og heima á ættjörðinni. Það er því
í raun og veru ekki framandi gestur er menn
í fyrstu taka grunsamlega á móti, sem að
garði ber með bótk þessari, heldur gamall
vinur, sem víst má telja að fagnað verði,
hvenær sem hann drepur á dyr.
Ekki má þetta skiljast svo, að flest eða öll
kvæði bókarinnar hafi áður verið birt. Heim-
hugi er 96 blaðsíður að stærð í stóru broti,
og þó að telja megi víst, að það sé ekki nema
íítið eitt af öllu því er skáldið hefir ort, mun
mega fullyrða, að helmingur eða meira af
kvæðunum séu ný og hafi aldrei birst.
Lengstu kvæði skáldsins eða drápur eru ekki
í bókinni; einnig er þar Iítið eða ekkert af
einnar vísu erindum. Það eru veigamestu
kvæði skáldsins að drápunum undanteknum
sem “Heimhugi” flytur. Og verður ekki ann-
að sagt um val kvæðanna, en að það hafi
tekist vel. Rusl vísur eða ljóð eru ekki til í
bókinni, hvort sem nokkuð Iiggur eftir höf-
undinn eða ekki af því tæi. Oss finst vert
að minnast á þetta vegna þess, að það hefir
verið einkennum í seinni tíð svo skæð fylgja
Ijóðasmiða og ljóða-útgefanda, að fást ekk-
ert um val kvæðanna, heldur birta alt vont
og gott í belg og biðu. Vér munum eftir hve
tilfinnanlegt oss var þetta, er síðasta útgáfa
Ijóðmæla Bólu-Hjálmars barst oss í hendur;
þar varð að leita og blaða aftur og fram til
þess að finna hin góðkunnu kvæði skáldsins;
þau voru rétt að segja týnd innan um allan
urmulinn af kvæðum sem minna voru verð
og í bók hans eru nú. Og ef segja má þetta
með sanni um kvæði Bólu-Hjálmars, þarf
ekki að efa, að kvæðum ananra skálda staf-
ar einnig hætta af því.
En hjá þessu hefir verið sneitt í “Heim-
huga”. Má teljgf það mikinn kost á útgáf-
unni. Bæði njóta góðu kvæðin sín betur fyr-
ir það og svo eru þau sjálfsagðari að ná til
fleiri og bókin. að vera almennara keyþt, þar
sem hægt er að selja hana að mun ódýrara
fyrir bragðið. En eigi almenningur að háfa
bókanna not, má ekki setja honum stólinn
fyrir dyrnar með ofháu verði á þeim. “Heim-
hugi” kostar $2.00 í kápu, og það má heita
aðgengilegt verð og engum um megn; það
hefði eflaust verið hægt að hafa bókina helm
ingi stærri, en þá hefði Ifka mörgum verið
bægt frá að eignast hana, sem nú á þess kost.
Þessa hefir alt of Iítið verið gætt á þessum
erfiðu, síðustu og verstu tímum.
Úr því að verið er að minnast á fyrirkomu-
lag útgáfunnar og hinn ytri frágang bókar-
innar, skal það hér tékið fram að pappír er
í bezta lagi og prófarkalestur góður. Á kápu
bókarinnar er mynd af íslenzkum bóndabæ
og dala bergvættum og hefir skáldið sjálft
dregið hana. Er mynd sú ytra svip bókarinn-
ar til mikillar prýði.
En hvað er nú um kvæðin sjálf? Það sem
oss virðist til kosta mega telja þeim er fyrst
og fremst þróttur bæði í hugsun og má!i. Það
er ekki hægt að benda á efnislaust kvæði í
bókinni; alvara skáldsins er ofmikil til þess,
að hann rjáli umhugsunarlaust við yrkisefni
sín. Kraft málsins sækir hann til norræn-
unnar. Hefir þjóðræknis-tilfinningin auðsjá-
anlega ráðið fyrir honum og beint honum
brautina að Urða-brunni norræns máls. Er
það ekki einungis þróttur málsins á kvæðun-
um sem vitni ber um þetta, heldur einnig
^istin. Vér ’þorum hiklaust að segja, að
benda megi á heil kvæði og kafla til og frá
innan um önnum sem ort eru af list. I fyrsta
kvæðinu í bókinni, kvæðinu “heimhugi”,
sem bókin ber nafn af, blasir hrein og ó-
blandin tilfinning skáldsins til ættjarðarinn-
ar svo að segja út úr hverri vísu. Það hefir
mikið verið 'ort uim Island. Ljóðm sem
skáldin hafa sungið ættjörðinni til eru bæði
mörg og fögur. Það má segja að hvert ís-
lenzkt síkáld hafi lagt þar til eitthvað af
mörkum. Að yrkja eitthvað nýtt um hana,
er því ekki á allra færi. Samt á skáldið í
kvæðínu Heimhugi setningu eins og þetta:
Mér fanst eg geta kyst þinn kalda stein
sem kæru, fögru sumarblómin þín.
Þetta er hárétt mynd af tilfinningum þeim er
í hjörtum þúsunda búa til ættjarðarinnar. Þó
hefir enginn dregið hiana fyr. Hún er ný.
Samræmið milli orðanna, í hendingum þess-
umum og tilfinninga skáldsins er svo gott að
myndin getur ekki orðið annað en eðlileg.
List skáldskaparins liggur svo mikið í því að
sjá þetta samræmi, að án þess er vart um
lifandi skáldskap að ræða. En lengi og al-
varlega verður að Ieita í fýlssnum meðvit-
undarinnar til þess að finna það samræmi.
Og það er eins og það sé ekki nema fáum sú
gáfa gefin sem til þess þarf. Þeir sem það
ifinna hafa nýtt að bjóða og eru því skáld í
fullri merkingu. Þ. Þ. Þ. hefir talsvert af
þessu góðmeti að bjóða, ekki aðeins í ætt-
jarðarkvæðum sínum, heldur í fjölda ann-
ara kvæða í bókinni.
Af því að kvæðin í “Heimhuga” eru svo
valin, er erfitt að benda á hver þeirra séu
; bezt. • Það má telja állan helming þeirra á-
(gætan. Kvæðið “Bifröst” er slkáldlegt og
fagurt. Hvetur skáldið þar Vesturf-íslend-
inga til að halda óslitnu sambandi við “forn-
heilagt frelsi” og “fagrar norrænar hugsjón-
ir”. “Á braut skaltu ríða í blálundinn fríða,”
segir það. Það þarf að vekja útþrána í okk-
ur. Bifröst blasir við. Hví ekki að leggja af
stað út á hana? Bifröst er útþrá þín, segir
skáldið. Hún er
íslenzlka sálin þín, líf þitt og blóð
sem ættlaild skal prýða til eilífra tíða.
Svo mikið finst höf. til norrænunnar koma.
Fyrsta vísan í kvæði “Til Islands á Nýári”,
er þannig:
Árið þitt er árið mitt;
ást því barnsins veldur.
Lífið þitt er Iífið mitt,
ljós þitt hjartans eldur.
Kvæðið “Aftan:ön^ur” og “Órar” lýsa
heitri þrá eftir því fagra og góða. Vonbrigða
kennir að vísu í sumum kvæðunum, en aldr-
ei byrgja þau útsýnið til þess göfuga og háa.
Skáldið er af kvæðunum að dæfcna fallega
hugsandi, fallega trúandi liggur manni við að
segja. Það er ástæöa að oss virðist til að
halda, að það hafi í því efni orðið fyrir á-
hrifum frá Matthíasi Jochumsyni.
í ikvæði til Breta yéldis eru þessi erindi:
I Byrons óð, í Shelleys söng
frá Shakespears þungu líkaböng 1
þér drundi drottins raust,
sú raust sem spámanns andinn á
sá ?eðsti tónn iem þekkja má,
sú elding, sem þeim æðsta frá
í arfann neista laust.
En brann pifcc hismi, — ijómsins glys,
varð heilagt frelsið þjóðar blys
í sérhvers sókn og gjörð,
þótt gætt þín hafi guðshönd sterk
í gegnum flest þín ægi-verk
og skrýði rauðum sikliserk
þitt sigurnafn á jörð?
Nei — innra frelsi einstaklings
er afmarkað af löggjöf þings,
en ei af andans dáð.
En hún er sannur sigur lands
sálu Iýðs, — hvers einstaks manns,
og dýrri krúnu keisarans
og konungs, guðs af náð!
Og síðar í þessu kvæði segir.:
Hin dýpsta samúð manns til manns
á meginlöndum kærleikans —
hún er hin eina stjórn — —
I kvæðinu “Leikmæíin” eru góðar lýsing-
ar af sálarástandi leikkonu. Einnig er kvæðið
“Eg reyki,” gott, og þannig mætti lengi telja.
Það hafa flest eða öll kvæðin eitthvað til
brunns að bera, einhver umhugsunarefni
meðferðis.
Á eitt kvæði skal enn minst. Það er kvæð-
ið “Framtíðarlandið.” Skoðum vér það ekki
aðeins eitt af beztu kvæðum í bók þessari,
heldur eitt af beztu íslenzku kvæðum sem
ort háfa verið. Framtíðarlandið er ísland
með norræna eðlið og andann. Að Iýsa efni
þessa kvæðis, skal ekki reynt, en sýnishorn
af því má gefa, þó auðvitað sé að slík kvæði
sem það, ætti ekki að birta öðru vísi.en í
heild sinni. Hér er byrjað á fimta erindinu
I helgispám norrænna sagna þú sér,
að sigurinn mannsandinn vinnur
mót úlfanna, jötnanna’ og Hel-sinna hér,
sem harmfjötur þjóðunulm spinnur.
Á sæili grund
í gæfu lund'
hann guikötlur eilífar finnur.
Til trausts lifa Viðar og Váli sem fyr,
j þott Vaiiaöir augum se iaiinn:
! Pá stíga peir Mooi og iVlagni ur hyr
með iVljölni, en Þór gistir valinn.
iVleó heióa brá
ris Baldur þá
frá bana í tramtióar-salinn.
Þá fólksstjórnin lýstur burt lýðsfjötra þá,
sem lama, po kongsbóndin slitni.
Pa torseta Baidursson tramtíöin á
í regurn dofcnsal en liiitm.
Pa biasir vió hun,
sú broöur-run,
sem bera a hjartanu vitni.
í startsriki freisisins fögnuður grær
og tnður, sem aidrei mun deyja.
Þa hermur tærist svo himnmum nær,
aö heynst hvaö guóirnir segja,
pví iíhð á til
pað Jjós og yl,
sem iangsæstu sparnar eygja.
Hvert gæfuspor áfram er hjálpandi Hlín
og Heimdailur vökumanns-ii ki.
Þá fegra á guiiöld 1 íramgengi skín
'hið fornhelga íslenzka ríki.
Því gæti þess sá
sem þar griðland á,
það guðsland sitt aldrei svíki.
Hér er ekki sorinn á ferðinni. Bæði þetta
og önnur dæmi sem tilfærð eru, eru gott
‘^ýnislhorn af því, hve hrein og smékkleg
kvæðin eru í bókinni.
Ein bver hefir haldið því fram, að kvæði
Þ. Þ. Þ. væru tyrfinn. Meiri misskilning höf-
um vér ekki oft orðið varir við en þetta.
Kvæði hans kunna að vera sérkennileg dá-
lítið og að menn njóti þeirra þá fyrst, er bú-
ið er að lesa talsvert af þeim. Þannig koma
þau oss að minsta kosti fyrir, að vér höfum
því meiri unun af lestrinum sem vér lesum
meira éftir skáldið. Þeim svipar til hæglátra
en sem maður ann þeim mun meir eftir að
vina, sem dálítinn tíma þarf til að kynnast,
hafa kynst þeim. Enginn finnur vinum sín-
um þetta til foráttu..
Sannleikurinn mun sá, að Þ. Þ. Þ. hefir
orðið svo lánsamur að verða fyrir áhrifum
Þ. E. og Stgr. Th.; lánsamur segjum vér,
1 því vér ætlum það hendingu eina vera, hverj-
ir hafa mest áhrif á aðra. Þýðleikinn í kvæð-
unum Dögg, Hljómdísin og fl. o. fl. minna á
hinn síðarnefnda. Að kalla slíkan skáldskap
! tyrfinn, er því alt annað en við mætti búast
að sagt væri.
Þ. Þ. Þ. á þakkir og virðingu skilið fyrir
að hafa auðgað vestur-íslenzkar bókmentir
með eins góðu tillagi og “Heimhugi” er.
Heiman og heim.
• Frásögubrot og minningar
úi' íslsndsfcrð.
(Framh.).
Göta’oorg er önnur mest borg í Svíþjóði:
og eitt bið elzta manningarsetur á Norður-
lönduni. Þar er verzicn mikil og tíðar skipa-
j komur.i-’ tíorgin er réisi fvrst árið 1619 og
er því nrhl 200 ára gó.nui, aí hinu.u heims-
fræga Og-rgóðkunna konungi Svía Gustav Ad-
olph, o'g'er ertn sem hún beri menjar nans.
Þar hafði þá bygð verið frá því fyrsta er
sögur hófust. Borgin stendur í Elfarkvíslum
þar sem áður til forna skiftust ríki milli Nor-
egs og og Svíþjóðar, suður af eynni Hísing,
j við minni Eystri Gautelfar. Er þar nátturu-
fegurð mikil innan við skerjagarðinn. Svo
segir í fornum sögum að Gautelfi hafi ráðið
landaskiftum millum Noregs og Svíþjóðar og
var þá við ýmist miðað austur eða vestur
Elfu, og þóttust bæði ríkin eiga bygð þá, er
lá milli Elfarkvíslanna. Hefir það þá eigi
ávalt verið friðsamt. Til er saga um það, að
sú sætt gjörðist milli þeirra ÖIafs kon^ngs
helga og Ölafs Eiríkssonar Svíakonungs að
þeir skyldu hluta um eign þá, hvor þeirra ei.’a
skyldi, og kasta til teningum, skyldi sá hafa
er stærra kastaði. Báðir kunnu nokkuð fyrir
sér þeir nafnar og var Ölafur Haraldsson þótt
helgur maður væri, eigi með öllu óvanur
teningsspeli, — en þess ber að gæta að heil-
agleikur hans var áf hinum gamla skólanum.
Gengu þeir þá til og köstuðu teningunum og
kastaði Ölafur Svíakonungur fyrr. “Hann
kastaði 6 tvö” og mælli að Ólafur konungur
þyrfti eigi að kasta. Hann svarar og hristi
teningana í hendi sér: “Enn eru tvö sex á
teningunum, ok er guði drotni mínum lítit,
fur enn at láta þat upphorfa.” Þá kastaði
hann og kom upp sex tvö, “ok kvað þá þó
fur allt eitt koma mundu.” En Ólafur Nor-
egskonurtgur kastaði eigi að síður, og var nú
þetta í hið þriðja skiftið að kastað var, og
var þá enn sex á öðrum, en annar teningur-
inn hraut í sundur í tvö, “ok váru þar á 7
augun, ok hafði ó]afur konungr nú kastað
13, ok eignaðist Svía bygðina.”
Aumingja karlinn, hann var Iengi
fengsæli í viðskiftum! Með þessu
móti féll svo eyjan Hísing undir
Noreg en eigi er 'svo að sjá sem
þessi sáttiriáli ihafi haldist.
Frá Götaborg létu Svíar grafa
skipaskurð á árunum 1810—32
norður í Vænir vatn og svo alla
leið til Stokkhólms. Var það hið
mesta tröllvirki. Er sjálfur skurð-
urinn 54 mílna langur og eru í
honum 58 flóðlokur, því lyfta
þurfti vatninu sumstaðar á þessari
leið alt að 200 fet yfir yfirborð
Væmi vatnsins. Þetta var fyrir
daga járnbrautanna. Eftir skipa-
leið þessari eru um 360 mílur veg-
ar til Stokkhólms, er farin er á
tveimur og hálfum degi. Mikið
láta ferðamenn yfir, hvað skemti-
legt sé að ferðast með skipum
þessa leið. Nýtur náttúrufegurðar-
innar svo vel á báðar síður. Má
með nokkrum sannindum segja að
siglt sé upp heiðar og hálsa og
niður hlíðar og djúpa dali.
Vér höfum þegar drepið á að
samferðahópurinn var stór. Er nú
komið var í land lá fyrst fyrir toll-
skoðun og því næst, að komast
leiðar sinnar, fyrir þá sem vonast
gátu tiJ að “taka heima í kveld”.
Nokkrir höfðu flutt með sér bif-
reiðar, og ráðgerðu að fara sjálf
ferða sinna er á þurt land væri
komið. Hlölkkuðu þeir eigi minst
til ferðalagsins, 'þenna síðasta á-
fanga, — að þeysa um bygðir og
bæi, yfir leiti og brautir þar sem
hvert fótmál vegarins vakti upp
fornar minningar löngu liðinna
daSa, — bver hóll helgur staður
og “þar sérhver hæð var spá-
mannsins gröf.” Kvöddum vér því
þá, meðal samferðaimannanna er
vér höfðuan mest kynni haft af,
þarna í tollbúðinni, árnar.di hvert
öðru fararheilla, — án öfundar
hvor til annars, yfir auðæfunum,
---hinum mestu og beztu — sagna
auð og sögufrægð œttlanda vorra
hvors um sig. Elzta féð var líka
óskiftur arfur, og situr þar enginn
yfir annars hlut, en atUir “njóta
sem þeir muna.” Því höfum vér
og líka jafnan haft ömun af þeim
manni sem brýzt fram úr mann-
þrönginni og hrópar: “Meistari,
skipa iþú bróðir mínum, að hann
skifti með mér arfi okkar.” Sá
dómari eða skiftaráðandi er ekki
enn settur er honum fá skifti. Vér,
norrænt fólk, erum ein þjóð —
einn þjóðstofn að minsta kosti, ■—
kynþátturinn, ef vér túlkum spá-
dómana rétt, “er útkvíslast á um
gjörvalla jarðkringluna,” söm er
saga vor, lífskoðanirnar í allflest-
um efnum hinnar sömu, “Söm eru
j öll vor sigurljóð og sarr.i vermir
! oss eldur.”
í menningarbaráttunni kemur
Götaborg mjög við sögu. Við
borsina eru kend hin frægu
“Götaborgarlög”, er vera virðast
hin vitrasta úrlausn á áfengismál-
inu er enn hefir fundin verið, og
þess utan hin fyrsta skynsamlega
og varanlega tilraun að hafa stjórn
á tilbúningi og sölu áfengra
drykkja í heiminum. Saga bind-
indismálsins í Svíþjóð er stór part-
ur í menninga-sögu þjóðárinnar.
Árið 1829 voru 173,124 vín-
brensluhús í landinu, eða til jáfn-
aðar eitt fyrir hverja 16 íbúa.
Hver jarðeigandi hafði fult leyfi
samkvæmt lögum til að brenna
vín. Á hverri kirkjujörð var vín-
brensluhús og vínsala rekin til á-
góða fyrir kirkjuna. En með lög-
um er gefin voru út árið 1855
varð stór breyting á þessu. ÖIl
þvílík einkaleyfi voru afnumin, á-
fengissala takmörkuð og þungur
skattur lagður á verzlunina. Þá
heimiluðu lögin hverju sveita- og
bæjarfélagi fyrir sig að ákveða
með hvaða hætti áfengi skyldi
vera búið til og selt innan sinna
takmarka. Iðnaðarbæjirnir Jönkö-
ping og Falun hagnýttu strax þessi
lög, fækkuðu vínsöluleyfum, settu
þá reglugerð fyrir vínsölunni að
meiri hluti verziunarágóðans rann
í bæjarsjóð. Aldurstakmörk voru
sett hverjum selja mætti og aðrar
ráðstafanir gerðar uin þrifnað,
matsölu og þess háttar. Tók Göta-
borg upp þetta fyrirtkomulag með
nokkrum breytingum, þannig að
.—Dodd’s nýrnapillur eru bezta
nýmameðaliS. Lækna og gigt,
bakverk^ hjartabilun, þvagteppu,
og örmur veBcindi, sem stafa frá
nýrmm. — Dodd’s Kidney PiUs
kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr-
ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl.
«m tðt frá The Dodd’s Medicine
Co. Ltd., Toronto, Ont.......
félag myndaðist innan borgarinn-
ar er tók uniboð fyrir verzlaninni,
gegn því að hafa í ágóða 7 af
hundraði en allur gróði þar yfir
féll í bæjarsjóð. Með þessu var
strax tákmörkuð áfengisnautn,
Eigi mátti neyta neins víns á staðn-*
um þar sem það var selt, og að-
eins mátti selja það vissa tíma
dagsins. Ýmsar stórvægilegar um-
bætur voru gjörðar á sölu umboði
þessu eftir því sem tímar liðu fram
er oflangt yrði upp að telja þér,
er mentandi og bætandi áhrif
höfðu á hugsunarháttinn jafn-
| framt því sem þær létu menn
í finna til ábyrgðarinnar á neyzlu
áfengis. I stað þess að hið opin-
bera tæki algerlega ráðin af ein-
| staklingnum var ábyrgðin lögð á
herðar honum sjálfuim, að hann
; færi svo með það frelsi sem sæmd
og drengskapur heimtuðu af hon-
um, og virðist það hafa haft hin
heilsusamlegustu áhrif. 1 Götaborg
var langt um minni drykkjuskap-
ur en í hinum svonefndu bann-
i löndum, og opinber vínsala fór
hvergi fram nema með máltíðum
og þá imjög í hófi.
Þótt borgin sé eigi nema 300
! ára gö'mul 'hefir margr á dagá
j hennar drifið. Á ríkisárum Karls
I tólfta meðan á ófriðnum stóð við
Dani, géngu ýmsar hörmungar vf-
ir hana, hallæri og brunar. Þá
brann og stór hluti hennar árið
1813, og fórst þá mikið af skjala-
safni 'hennar. En Svíar hafa jafn-
óðum reist hana á ný úr rústum
I fegurri en áður. Upp frá höfninni
j gengur aðalgata borgarinnar er
J heitir Homugatan. Frain með henni
I standa helztu sölubúðirnar, gripa-
i safn staðarins, Dómkirkjan og
! kauphöllin í krmgum hið svo-
| nefnda Gustavs Adolphs torg. Á
i torginu stancla, myndastyttur
tveggjá átrúnaðargbðá Norður-
landa, úr fornum og nýjum sið,
| Gústav Adolphs og Óðms. Éru
myndastyttur þessar smíðaðáí af
tveimur mestu mynhöggvurum
j Svíá, er báðir eru fæddir í Göta-
j borg, gjörðar a'f hinum mesta hag-
i leik. Er mynd Gústavs eftir hinn
naíntogaða listamann Bengt Er-
land Fogelberg (f. I 786,d. 1854),
en Óðinsmyndin fftir Jóhann
Pétur Molin (f. 18814, d. 1873).
Meðal fegurstu staðanna í
borginni má telja “Kungs-
parken ’ og listigarð trjárælkt-
unarfélagsiiL. Eru báðir þeir
garðar alsettir allskonar blómum
og trjám, er svo er fyrirkomið að
hver blettur ber með sér þá sér-
þekkingu ogþann listasmekk er
óvíða mun vera ið finna. Ei vér
komum inn í garð Trjátæktunar-
félagsins og sáum þar alla þá und-
ursamllegu gróðrardýrð, flaug oss
fyrst í huga: “Karl Linnæus var
Svíi”. Var sem nafn hins mikla
föður grasafræðinnar væri þar
hvarvetna skráð stórum stöfum, og
hugsunin varð jafnskjótt ofur eðli-
Ieg - - jafn vitur og voldugur andi
hlaut að lifa í hugsun og starfi
þjóðar sinnar, og það setm meira
er og göfugra og fegurra, í lit-
skrúði og frjósemi sumargróða
föðurlandsins, skrýddur dýrð ak-
urliljunnar er langt ber af öllum
konungaskrúðum jarðarinnar. “Eg
séð hefi ei fyrr svo fagran jarðar-