Heimskringla - 26.04.1922, Qupperneq 1
3ÖÍXVI. ÁR..........
WINNIPEG. MANITOBÁ, MIÐVIKUDAGINN 26. APRIL 1922
NÚMER 30
CANADA
Sáning byrjuS.
Sambandsþingið.
Umræðurnar á sambandsþinginu
bafa aðallega snert fjögur mál
undanfarið. En ekkert af þeim
málum er útrætt og tvísýnt um af-
drif þeirra. Þessi mál eru: Bann-
ið á innflutnmgi nautgripa í Eng-
landi Var einkum af Meiglien og
fleirum bent á að þingið ætti að
krefjast að loforð Bretlands um
að aíuema bannið eftiv stríðið
yrði haldið. Annað málið var um
fyrirkomulag á sölu hveitikorns.
Er líklegast að kornnefnd sú, er
lengi hefir verið barist fyrir að
koma á fót, verði ekki skipuð,
vegna þess að slíkt er talið ólög-
mætt. Þriðja málið var um dýr-
tíðaruppbót á launu mþjóna hins
opinbera. Lítur út fyrir að á-
kvæðið um hana í hásætisræð-
unni verði ekki haldið fram og
þjónarnir hafi sína dýrtíðarupp-1
bót eftir sem áðut'. Og f jórða mál- j
ið var viðvíkjandi auðsuppsprett- j
um Vesturlandsins. Að svo stöddu j
er ekki hægt að segja hvenær af
framkvæmdum verður í því máli,
en í það horf virðist það komið,
að Vesturfylkin munu fyr eða síð-
ar fá rétt sinn viðurkendan og fá
umráð auðslinda sinna eins og-
Austur-fylkin hafa fengið.
Ennfremur er sagt að járn-
brautamálið verði tekið til íhug-
unar þessa viku. Er þar um eitt
mesta verkefni þingsins að ræða
og varðar afar miklu hvernig það
mál lyktar.
Taylor þingmannsefni í Portage.
Fund mikinn höfðu þeir majór
F. G. Taylor þingmaður og leið-
togi íhaldsflokksins og J. T. Haig,
þingm., síðastliðinn föstudag í
Portage la Prarie. Var fundurinn
bæði fjölmennur og fjörugur.
Taylor var í einu hljóði útnefndur
sem þingmannsefni flokksins í
Portage fyrir kosningarnar sem
fara í hönd. I ræðunum sem þeir!
fluttu fundu þeir Norrisstjórninni
það til foráttu að hafa ekki hald-
ið fram ákvæðinu um lækkun
flutningsgjalds á járnbrautum og
kváðu fylkið hafa tapað stórfé á
því — $80—$90 á hverju járn-
brautahlassi af hveitikorni. Einnig
hefði stjórnarreksturskostnaður
hækkaðsvo, að nú væri hann $10,-
000,000 í stað þess em hann hefði
verið aðeins $4,000,000 á stjórn-
artímabili íhaldsmanna. Tekjur
af sköttum kváðu þeir nú yfir
$4,000,000 sem áður hefðu ekki
náð einni miljón. Lánsskuldir
fylkisins hefðu aukist um $40,-
000,000 á stjórnartíð Norrisar og
sveitaskattar hefðu hækkað úr
$200,000 upp í $2,200,000. (auk
ist um 2 miljónir dala). Margt
fleira sögðu þessir menn um starfs
rekstur síðustu stjórna er ský-
laust (sannaði, að Norristjórnin
hefir verið ein sú eyðslusamasta
og þyngsta á herðum alþýðunnar
af stjórnum þessa fylkis.
Yfirskoðun fylkisreikninganna.
Price, Waterhouse & Co. heitir
félagið sem fengið hefir verið af
Hon. Ed. Brown til þess að yfir-
skoða fylkisreikningana fyrir síð-
astliðin 7 ár. Á sú yfirskoðun, að
því er Brown segir, að skera úr,
hvort tekjuhalli fylkisins sé $565,-
468 fyrir árið 1921 eða $3,950,-
378, eins og Sweatman og Evans
hafi haldið fram. Yfirskoðunar-
mennirnir eiga að koma verkinu
af eins fljótt og unt er, en hafa
gert það þó fyllilega ábyggilegt.
Þeim hafa verið fengnir í hendur
reikningarnir og skila þeim ekki
fyr en þeir geta skorið úr hvort
frá hag fylkisins sé rétt greint í
þeim eða ekki.
Sáning byrjaði í suður og mið-
parti fylkjanna Manitoba og Sask-
atchewan og Alberta síðastliðinn
laugardag.
Málsóknir.
Málsóknir hefir Manitobafylki
orðið að hefja á móti 24 verzlun-
arfélögum í Winnipeg fyrir að ó-
hlýðnast að greiða skatt af hrein-
um ágóða af viðskiftarekstri
þeirra. Sumir segja verzlanirnar
ekki hafa haft neinn beinan á-
góða síðastliðið ár, en aðrir segja
ástæðuna fyrir þessu þá að þær
séu að reyna að græða á því að
brjóta lögin, og er hvorttveggja ef
til vill satt.
Járnbrautir í Canada
Um 13,080 mílur af járnbraut-
um hafa verið algðar í Canada síð
an 1911. Hefir hvert fylki, jafn-
vel Prince Edward Island bætt
nokkru við járnbrautir sínar. Til-
tölulega mest hafa þær þá aukist
í Alberta og Saskatchewan — um
3000 mílur í hvoru Jylki. Lengd
allra járnbrauta í Canada er nú
38,897 mílur.
Konur
i Varicouver hafa stofnað fé-
lagsskap til þess að reyna að reisa
einhverja rönd við bágindum
vinnulausra kvenna þar.
Norris og Johnson.
Komu heim úr ferð sinni frá
Ottawa á mánudaginn var. Þeir
létu vel yfir erindi sínu við stjórn-
ina snertandi auðslindir Vestur-
landsins og halda að Vesturfylk-
in fái full umráð þeirra í haust.
Fyrirspurn.
I bréfi utan úr sveit er spurt að
hvort stjórnin í Manitoba leggi
ekki sveitum til fé sem áður. Sem
svar við þessari spurningu viljum
vér benda á orð Hon. C. D. Mc-
Pherson ráðherra opinberra verka
til nefnda er til bans leituðu í
þeim erindum að fá styrk fyrir
sveitirnar. Orð hans stoðu fyrir
nokkru síðan í “Free Press og
eru þessi:
“Það er ekki til nokkurs hlut-
ar fyrir sveitir að senda nefndir
til þingsins til að biðja það um
að veita þeim fé, því það sem þing
ið þegar hefir veitt til slíkra hluta,
er alt uppgengið. Stjórnin ætlar
aðeins að ljúka við hin smærri
verk sem fyrir liggja í ár. Sveitir
sem samþykt hafa, að leggja mik-
ið fé í að byggja brautir, geta
ekki komið því verki í framkvæmd
því stjórnm ætlar sér ekki að
leggja fram sinn hluta af fénu til
þess. Það eru aðeins verk sem
nauðsynlega þarf íð ljúka, sem
stjórnin getur látið sig skifta.
Beiðnir um fjárveitingar frá
sveitunum liggja í tugatali fyrir
hjá stjórninni, en henni er ómögu-
legt að verða við þeim í ár. Og
að því er framræslu snertir, gildir
hið sama. I Kane eða Low Farme,
þar sem jarðir hafa skemst af á
flæði, er stjórninni ómögulegt að
gera neitt, hversu vel sem hún
hefði viljað. I St. Andrews þar
sem hún var byrjuð að ræsa fram
mýrar, verður einnig að hætta við
það verk.”
Þetta svar vonum vér að nægi.
Hveitimjölsskattur aukinn.
Efri málstofan færði upp skatt-
inn á hveitimjöli úr 50c upp í 78c
hundrað pundin í skattafrumvarp-
inu sem fyrir þinginu liggur.
Stórvatnaskipaleiðin.
Nú er svo langt komið að um-
ræður hafa hafist milli Brezka j
veldisins og Bandaríkjanna við- j
víkjandi hinni fyrirhuguðu haf-
skipaleið gegnum stórvötnin og
lítur vel út með að því máli verði j
bráðlega hrundið áleiðis.
Loftfara semkepni.
Milwaukee hefir verið útnefnd-
ur staðurinn sem loftfara sam-
kepnin á fram að fara þann 31.
k.
mai n.
Hundar ráðast á sauðfénað
Fyrir nokkrum árum síðan var
mikið af veiðihundum flutt inn í
Montana-ríkið þar sem hjarðeign-i
ir eru mestar og var hugmyhdin j
að láta þá eyðileggja úlfa, sem
þar voru mjög hættulegir sauðfén-
aði. Reynslan hefir orðið sú að
það hepnaðist að eyða úlfunum að ^
mestu en nú hefir hundasægurinn
ráðist á fénaðinn og er hálfu skæð-
ari en úlfurinn nokkurntíma var.
Embættisútnefning frá þrem
flokkum.
“Primary” útnefningarnar sem
fram fóru í Minnesotaríkinu s. 1.
viku útnefndu til embættisumsókn
ar í hönd farandi kosningum fult
“Ticket” allir þrír flokkarnir, re-
publicar, democratar og samein-
aði flokkur bænda og verkamanna
Fallnir hermenn.
Hin síðasta skipshöfn fallinna
hermanna af Bandaríkjahernum á
Frakklandi, lenti s. 1. „viku í New
York og var viðhöfn svo mikil að
seint mun gleymast.
Dæmdur í tugthús fyrir óvanaleg
fjársvik.
Isiah Moor, sem heima á í Indi-
anapolis var dæmdur í tveggja til
14 ára fangelsi fyrir að hafa svælt
undir sig með prettum um $512.
frá þrettándu konu sinni og einnig
að greiða henni þúsund dollara
skaðabætur. Maðurinn mælti sér 1
þess til málsbóta að hann hefði
freistast til að gera þetta út úr
vandræðum því það væri svo
kostnaðarsamt að giftast svona
oft.
Slagurinn við Gettysburg.
í júlí í sumar eru liðin sextíu
ár frá því hinn mikli og skelfilegi
slagur við Gettysburg í Pennsylv-
aniu var háður og eru enn lifandi
nokkrir, sem þátt tóku í honum.
Þeir hafa nú ákvarðað að reyna
að hittast þar aftur allir sem vin-
ir, undir hvaða merki sem þeir
áður börðust, og er nú þegar byrj
að á því að undirbúa hátíðarhald
fyrir samfund þennan.
Elzti hestur í heimi.
Á lista og fegurðarsýningunni
sem halda á í Madison Square
Garden, N. Y., 8.—10. maí verður
sýndur hestur sem Clover heitir
og er nú 51 árs að aldri. Sá heitir
Dr. U. Myers sem klárinn á og
hefir hann átt hann í 35 ár. Clov-
er var eitt sinn veðhlaupahestur
mikill og er sagt að hann hafi far-
ið míluna á 2,17 mfnútum.
gert. Af blaðinu “London Even-
ing Star,” sem byrjaði að koma
út 1888, hefir hann selt 1 13 milj.
eintaka. Á einum degi, 4. ágúst
1914, seldi hann 29,000 eintök;
svo mikil var þá eftirspurnin eftir
stríðsfréttum. Hvort sem maður
þessi sem var ofur Iítill drengur
þegar hann byrjaði að selja blað-
ið gerir nokkuð eða ekki, hafa
útgefendur blaðsins lagt svo fyrir,
að honum sé goldið sæmilega gott
kaup það sem eftir er æfinnar, í
viðurkenningarskini frá þeim fyr-
ir dugnað hans.
Verkföll
Auk vélsttjóranna á Englandi
sem. gerðu nýlega verkfall, er bú-
ist við að 47 önnur verkamanna-
félög geri verkfall 2. maí, n. k.
ÖNMURLÖND.S!
Genúa.
Þó óspart væri hamrað á því að
samningarnir milli Rússa og Þjóð-
verja mundu leiða til þess að fund-
inum í Genúa yrði slitið án þes's að
nokkuð frekar yrði þar gert, hef-
ir nú þetta samt sem áður ekki
reynst svo. Lloyd George tókst að
halda öllu í skefjum og halda fund
mum áfram. Að vísu voru bæði
Rússum og Þjóðverjum settar
kvaðir, sem þeim var sagt að sam-
þykkja eða hafna. Voru þær að
því er Þjóðverja snerti, að taka
ekki þátt í fundinum í málum
Rússa og annara þjóða. Hafa
Þjóðverjar gengið að því. Rússum
var boðið, að skuldakröfur ann-
ara ianda á hendur Rússlandi
skyldu falla niður, ef það slepti
sínum skuldakröfum. Samt á-
skyldu Vestlægu þjóðirnar sér, að
einstaklingsskuldir og eignir í
Rússlandi væru viðurkendar. Að
þessu hafa Rússar gengið með því
skilyrði að Soviet fyrirkomulagið
þeirra væri viðurkent áf Vest-
um ber á þessu í Póllandi, Eistt-
landi og Rúmeníu.
íbúatala Indíands.
Samkvæmt manntali er tekið
var síðastliðinn marz mánuð á
Indlandi, eru þar 319,075,132 í-
búar. I allri Ameríku er tala íbú-
anna ekki nema einn þriðji af
þessu. I ndland er tveim fimtu
minna land en öll Ameríka.
Sumarmálasam-
komurnar.
Það hefir verið siður til margra
ára meðal vor Islendinga hér í
Winnipeg- að minnast sumarkom-
unnar að fornum sið, með ein-
hverskonar gleðimóti. Hafa sam-
komur þessar ávalt verið hafðar
sumardagskveldið fyrsta. Sum-
ardagurinn fyrsti er að því sérstak
ur dagur að hann er hinn eini há-
tíðisdagur annar en Þorláksdagur
er vér eigum einir, og höldum há-
tíðlegan. Þorlákshelgi mun nú ó-
víða haldm, því svo er faiið að
fyrnast yfir trúna á hinn gamla,
og góða Skálholtsbiskup að hann
er lítið hafður til áheita; má því
segja að Sumardagurinn fyrsti sé
eina þjóðlega hátíðin. Og þjóðleg
er hún þessi hátíð, því uppruni
hennar verður eingöngu rakinn til
sögu þjóðarinnar sjálfrar. Hún
hefst þá fyrst er Þorsteinn Surtur
réttir tímaskekkju þá er orðin var,
“at sumar munaði aftr til várs,”
og “varðaði þögn meðan hann
mælti að Lögbergi”. En helgi
dagsins mun stafa frá sumarþránni,
hið innra í hjarta þjóðarinnar, er
lengir eftir “ljósum dögum” og að
vera leyst undan ofríki hins langa
og kalda vetrar.
Að þessu leyti háttar eins til
hjá oss og heima, að veturinn er
langur og kaldur og sumarkoman
því sönn gleðifrétt.Vér munum eft
ir því, frá fyrri árum hér í landi
BANDARÍKIN.
Skudirnar lækka.
Bandaríkin minkuðu skuldir
sínar í marzmánuði sem nam
þrjú hundruð þrjátíu og fjórum
miljónum.
lægu þjóðunum og að Rússland * . , , • , ,,, . *
>é ekki hvað viðskifti og annaS M*™rheldust aS
« 1 • i* » ^ ' rv, raof,, /\Kiaatrf tiv ,
snertir varskift. Að vísu eru jarð-
eignir og lóðir þjóðeign í Rúss-
landi, en rétt til afnota af eignum
sem útlendir menn áttu þar, geta
þeir enn fengið og bjóðast Rúss-
ar til að bæta þeim þann skaða
er þeir verði fyrir af þessum völd-
um á annan hátt. Hvað sambands-
þjóðirnar gera nú í þessu efni, er
eftir að vita. En ekki er ólíklegt
að þær gangi að þessu. Munu frétt
irnar frá Bandaiíkjunum talsvert
íta undir þær að gera það,
en þær eru í því fólgn-
ar að þau séu í þann veg að gera
verzlunar-samnmg við Rússland
og viðurkenna stjórn þess.
Þjóðernissinnarnir tyrknesku
kváðu friðlausir að gera svipaða
samninga við Rússland og Þjóð-
verjar. Einnig kvað Ungverja-
land sækja um það.
Hvernig sem úrslit fundar þessa
verða, er það eftirtektavert við
hann, að þar er ekki verið að halda
dauðahaldi í að koma fram hefnd-
um á neinn. Stríðsskaðabætur
Rússlands og skuldir þess við
Vestlægu þjóðirnar *ru látnar
jafna sig. Nú er það sætt, þó ekki
væri það í mál takandi á Versala-
fundinum af því að nú átti þjóð
hlut að máli sem ekki hefði látið
kúgast til slíks eins og þar átti sér
stað.
oSETLANB
Harry Williams.
heitir maður á Englandi, sem
það hefir sér til frægðar unnið,
að selja fleiri blöð en nokkur af
starfbræðrum hans hefir áður
Keisarasinnar hyggja á hefndir.
Vegna hefndarhugarins ser
keisarasinnarnir rússnesku — sem
halda sig í nágrannalöndum Rúss-
lands — bera til Soviet stjórnar-
innar, hafa margir þeirra gerst
svo uppvöðslusamir og æstir, að
fjölda af þeim hefir orðið að
taka og hneppa í varðhald. Eink-
mestu óbreyttir í nýbygðunum,
hvaða áhrif sumarkoman hafði.
Hve alt vaknaði af dvala. Og það-
an er hefð þessarar hátíðar og
helgi runnin hér í landi.
Oftast voru snjóhvörf við sumar
mál. Sumarboðinn sjálfur var
sumardagsfyrsti-Iesturinn í Péturs-
hugvekjum er byrjaði á orðunum:
“'Oss er mál að rísa upp af
svefni!” Orð þessi nutu samþykk-
is í huga og hljómuðu glaðlega.
Nóg var sofið. Morgunsólin end-
urtók þau fram eftir öllu sumri
er hún guðaði á gömlu tólf-rúðu-
gluggana og sendi ljós inn um
j hvern krók og kyma á hinum fá-
I skrúðugu og ris-smáu bæjum út-
lendinganna. Það varð létt að
vakna og léttara að rísa á fætur
en verið hafði — unz aftur tók
að hausta og húma. Hún hreyfði
mjúklega við þeim er sváfu, minti
vingjarnlega á orð gamla biskups- mem
ins: “oss er mál að rísa upp af
svefni.” Hún byrgði ekki lengur
andlit sitt fyrir útlendingunum í
vaðmálsvestunum, er höfð voru að
spari við striga-jakkana, er nýja
landið lagði þeim til.----
Að vanda var sumarkomunnar
minst hér í bæ að þessu sinni,
með sinni samkomunni í hvorri
íslenzku kirkjunni. Til beggja var
efnt eftir beztu föngum eftir því
sem oss er sagt. Fyrir somkomun-
um stóðu kvenfélög safnaðanna.
Báðar voru samkomurnar fjöl-
sottar.
Samkoma Sambandssafnaðar
tókst mæta vel. Nokkru fyrir kl.
8 var hvert sæti að heita mátti
upptekið í kirkjunni. Mun þar hafaj ,
verið samankomið milli 400—500
manns. Fundarstjórn hafði for-
seti kvenfélagsins, Mrs. Guðrún
Borgfjörð. Skemtiskráin var fjöl-
breytt. Flutti þar fyrst fyrirlestur,
skáldið Þorst. Þ. Þorsteinsson um
rit og lífsskoðanir indverska skálds
ins alkunna Tagore. Var erindið
vandlega samið, ljóst og skipu-
legt, og er það þó hið mesta
vandaverk að rita um þetta efni
því það er bæði þungt og torskil-
ið. Lýsti hann ýtarlega lífs- og
trúarskoðunum skáldsins, sem
mjög eru skyldar skoðunum
hinna frjálshugsandi guðfræðinga
og fræðimanna á Vesturlöndum.
Tilfærði hann ýms dæmi úr ritum
Tagore og benti á hugsanadýpt
og orðahagleik skáldsins. Næst lék
próf. Sveinbjörn Sveinbjörnsson
hið alkunna og fagra lag sitt,
“Valagilsá” í nýrri útsetningu.
Munu flestir hafa fundið til þess
að áhrifameira lag hafi þeir sjald-
an heyrt leikið né fegurra. Er það
nú orðið eitt með hinum mestu
lögum hans, eitt með hinum vold-
ugustu er þjóð vor hefir eignast.
Þá flutti séra Albert E. Kristjáns-
son ræðu, — talaði um “Hrafna”.
Taldi hann þá fyrstu vorboða.
Gat “Hrafnanna” í mannfelaginu,
er eigi væri fágætir fuglav. Þá
söng séra R. E. Kvaran, af hinni
mestu snild kvæði Gríms Thom-
sens, “Sverrir konungur,” — er
lagið eftir próf. Sveinbjörnsson.
en það spilaði Mrs. S. B. Stefáns-
son. Þess utan skemtu þar 4 dreng
ir, með fiðluspili, þeir Edv. Odd-
leifsson, Arthur Furney, Kjartan
Ólafsson og Thorst. Borgfjörð. AU-
ir voru kallaðir fram í annað sinn
er skemtu með söng eða hljóð-
færaslætti.
Að lokinni skemtiskrá var geng-
ið niður í fundarsal kirkjunnar og
sezt til borðs. Voru frambornar
rausnalegar veitingar. Skemtu
menn sér hið bezta; árnaði þar
hver öðrum gleðilegs sumars, og
sagði hver hið sama af er þar var,
að sumargleði þessi hefði venð
hin ánægjulegasta í alla staði.
Af samkomunni í Tjaldbúðinni,
— nú hinni Fyrstu lút. kirkju, var
allvel látið, Sögðu þeir sem þar
voru að allir söngliðirnir á skemti-
skránni hefði farið mæta vel fram.
Þá höfðu og veitingar verið
rausnarlegar og vel frambornar.
En um ræðu þá er hr. Hjálmar A.
Bergmann flutti urðu misjafnir
dómar. Fanst mörgum sem betur
hefði farið á því, að ræða þessi
hefði eigi verið flutt, og ræðu-
maður eigi látið til sín heyra. Var
ræða hans að dómi þeirra er á
hana hlýddu, árás á hinn nýkjörna
prest Sambandssafnaðar, er að
flestra dómi mun fátt til saka hafa
unnið, og svo fáránleg tilraun að
sverta Sambandssöfnuð og þá sem
að honum standa, fyrir það að
söfnuðurinn hefir afdráttarlaust
viðurkent kenningafrelsið. Virtist
ræðumanni vera að því hið mesta
Ræðumaður gat þess við
erindisbyrjun að hann hefði skrif-
að hvert orð fyrirlestursins, svo
að ef meiningamunur yrði um hvað
hann hefði sagt, gæti hann látið
birta enndið orðrétt í blöðunum.
En nætsa ólíklegt er að hann muni
voga það. Svo mun vera frá því
gengið bæði að efni, orðalagi og
hugsun að hæpið er að það verði
látið koma fyrir almenningssjónir. -
Því sem ætlað er að vinna verk
sitt í myrkrinu er sjaldnast otað
fram í dagsljósið.
Hvað fleira sem um ræðu þessa
má segja mun flestum finnast hún
furðuleg sumarkveðja, því flestir
eru á því máli að nóg sé að gera
fyrir tvær íslenzkar kirkjur hqr í
bæ, ef vel og viturlega er áhaldið.
1 r —R. P.