Heimskringla - 10.05.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 10.05.1922, Blaðsíða 4
4. BLAÐSÍÐA, HEIMSRRINGLA. WINNIPEG, 10. MAl 1922 HEIMSKRINGLA 1SSC> Kfnur flt A hvvriun wtSvtkHdfKL CUcefeatÉor mg etgeaAir: THE VIKÍNG PRESS, LTD. 853 •( 855 9A HGENT A VI... WINNIPBG, TalNtm.it N-«537 Vrr» Ml«alu rr 83.UU IriaicnrlM b»rr- Ut fj-rlr frunt. Allar knr*auir MmUat rftbtuauul blabslmu. Ráðsmaður: BJÖRN PÉTURSSON Ritstjórar: BJÖRN PÉTURSSON STEFAN EINARSSON UtaaOakrlft U) blaSalaat THB VIKINvft PRHSS, I.td., Bax SlTl, Wtualyrs, Haa. Vtuiukrltt tU rltatjðraaa GDITOR HBIMSKRINCtLA, Bax 8171 IVluttfyrg, Haa. Th« “HelmBkrlngla" ta prtntad tnl yab- Hshe by the Vikine Press, Ltmtted, at 853 og 855 Sargent Ave., Wlnnlpev, Mani- taba. Tetephane: N-6837. WINNIPEG, MANITOBA, 10. MAI 1922 Mentun barna. Heitasta þráin, sem hvert foreldri ber í brjósti sér í sambandi við framtíð b->>-“'~ sinna, er sú, að þau megi mentast. Mentamálið er einnig það mál, er þjóð- félagið lætur sig ávalt miklu skifta. Svo við- urkend er mentunm orðin, bæði hjá einstak- lingnum og heildinni. En að menta börn er flókið mál og erfitt. Hversu mikill áhugi*, sem sýndur hefir ver- ið á því að reyna að sníða reglur fyrir því, að allir gætu orðið mentaðir, hefir það ennþá ekki lánast nema að hálfu, eða ef til vill litlu leyti. Með skólafyrirkomulagi því, er hér tíðk- ast, héldu margir, að takmarki þessu yrði náð. En raunin hefir orðið önnur. Eitt er það sérstaklega, sem skólalífinu hér virðist mjög samgróið og horfir ekki til hins betra. En það er, að námshæfileikinn eða áhuginn fyrir andlegum þroska barna, virðist þrotinn, þegar skólanáminu er lokið, eða Stundum áður. Það er hægt að benda á bæði stúlkur og drengi, sem byrjuðu vel í barnaskólunum og gáfu bæði kennurunum og foreldrum sínum hinar glæsilegustu vonir um hæfileika til víð- tæks náms, en sem brugðust öllum þeim von- um, er þau voru komin í níundu tíundu, eða einna frekast elleftu deild skólanna. Eftir eitt eða tvö ár í þessum deildum er áhuginn farinn og hæfileikanna verður ekki framar vart. Um stund fylgjast nemendurnir þar með, en ,smá týnast svo úr lestinni. Og loks hætta nokkrar sögur að fara af þeim. Helmingur eða meira af öllum, er skóla- veginn fara, enda sitt andlega skeið þarna. Mentunafþráin er lögð upp á hillu, og það litla, sem búið var að nema, felst aftur myglu og ryki, af notkunarleysi. Hvað veldur þessu? Annaðhvort hlýtur þroskaskilyrði barns- ins til að læra að vera þrotið þarna, eða skól- arnir eru ekki enn komnir í það horf, að geta framkvæmt verkefni sín betur en þetta. Margir munu álíta síðara atriðið orsök- ina. Reglurnar, sem fræðslumálin eru háð, eru óendanlega margbrotnar. Og þær þurfa skólarnir að taka'til greina, ef þeir eiga að verða að tilætluðum notum, og eiga að upp- fylla þá skyldu sína, að menta alla. Börn eru misjöfn að upplagi. Þau eru ó- lík að eðlisfari. Andleg þroskaskilyrði þeirra eru ekki hin sömu. Einnig geta hinar ytri ástæður þeirra verið sitt hvað, sem einnig koma til greina við námið. Fram hjá engu af þessu má ganga, ef hvert barn á að vera mentað eftir því, sem það er hæft til. En eftir því tókum vér, að ekki var mikið farið út í þessa sálma á kennara eða fræðslu- málafundi þeim, er haldinn var nýlega hér í bænum. Þar var einna mest áherzla lögð á samsteypu skólanna og að hækka laun kennara, þó, að því er síðara atriðið snerti, að til greina kæmi um leið að hafa góða kennara. Og auðvitað er það mikils vert, að hafa góða kennara, ef skólafyrirkomulag- ið er þannig, að það nær tilgangi sínum. En samkvæmt því, sem hér að framan er tekið fram um námsfólk að lokinni skóla- göngu, virðist skorta á, að tilganginum sé náð. Og eins iengi og ekki er tekið nægilegt tillit til eðlisástands hvers barns, og hinir and- legu neistar, er undir því loga í djúpi sálar- innar, eru ekki glæddir, er ekki að búast við miklu báli eða skærri birtu af skókgöngunni, fremur fn verkast vill. Ávöxtur hennar fer fyrir ofan garð eða neðan hjá barninu, með- an svo er. Aðalgalli skólahna virðist þessi, að þeir steypa alla í einu og sama móti. Þeir bræða upp hinar ólíku sálir barnanna, hella þeim í sömu deigluna, láta þær síðan kólna og storkna, þó að mótið eða gerfið eigi ekki við nema fáar af.þeim. Þær sálir, sem það á ekki við, eru því sama sem kistulagðar og njóta ekki séreinkenna sinna, sjálfstæðis síns, framar. Engin furða, þó Stephan G. segi: “Þeir koma svo skrítnir úr skólum”. En það er þó fleira, sem til greina ken ur, en fyrirkomulag eða stefna skólanna og upo- lag barnsins, þegar um fræðslumál er að ræða. Fyrirkomulag þjóðfélagsins á þar einnig hlut að máli. Vegna þess að það er þannig sniðið, að erfitt er að afla sér lífs- bjargar, verður margt barnið að leggja -frá sér andlegt starf og vinna sér inn brauð á einhvern hátt, oft með súrum sveita. Það ástand í þjóðfélaginu vinnur í gagnstæða átt við stefnu skólanna. Hversu góð sem stefna skólanna væri eða yrði, gæti þýðing hennar orðið lítil, ef hún fer í aðra átt en þá, sem ríkir í þjóðfélaginu og einstaklingurinn er fyrst og fremst Káður. Og Iþó skólunum sé ýmislegt til foráttu fundið, er efamál tals- vert, hvort að þeir séu ekki komnir of langt á undan þjóðfélagsfyrirkomulaginu. Víst er um það, að margur, sem skólaveginn geng- ur, á erfitt með að hafa mentunar sinnar full not. En það stafar af því, að þjóðfélags- ástandið hefir ekki breyzt eins ört og þyrfti til þess að mentunin nyti sín. Ef til vill segja sumir, að mentastefnan hafi farið of langt út frá veruleikanum, og getur það satt verið að einhverju Ieyti. Hitt mun þó nær sanni, að mentastefnan hafi of oft orðið að slaka til fyrir skipulagi þjóðfélagsins, af því að um- | bót þá, er þar íþurfti að gera, var ekki að fá. j Þetta er mjög oft hængur í framkvæmd- | um skóla- og mentamála. Og þegar um j mentun barna er að ræða, má ekki ganga j fram hjá því, er eins raunverulega grípur inn ! í það mál og þjóðfélagsástandið gerir. Mann- I úðar- og réttlætishugsjónir í þjóðskipulaginu ] þurfa að minsta kosti að komast þangað með í tærnar, sem þær hugsjónir hafa hælana á mentasviðinuAnnars á mentunin erfitt upp- j dráttar ískólunum. Það er hætt við að hún j veiti nemandanum steina í stað brauðs, með- ! an það ósamræmi á sér stað. Og uppfyliing j hinna hjartfólgnustu óska foreldranna um snertir, tala þeir fyrir hönd útgefenda eða eigenda blaðsins. Þeir tala fyrir fleiri en sjálfa sig eða einn mann. Þess vegna verða þeir að nota fleirtölu persónufornafnanna áminstu (vér, oss, vor). Annað væri ekki rétt mál. Eins gera þeir hér, er fyrir fé- lögum standa, t. d. verzlunarfélögum. Þeir segja æfinlega íbréfum, sem þeir skrifa í nafni félagsins (eigenda), vér (We), í fleir- tölu, sem rétt er, þar sem eigendur löggilts félags eru fleiri en einn. Það er hægt að bregða með réttu öðrum um það en ritstjórum sérstaklega, að þeir “þéri” sjálfa sig. Það gera sem sé allir, er þeir lesa “faðir vorið” sitt í góðu tómi. Ekki er þó auðskilið, að það geti verið J. E. neitt sérstakt fagnaðarefni, að það sé ekki lesið, þó með því hættu menn að “þéra” sig sjálfa. Ekki væri vitund fegurra mál að segja: eg, minn, í staðinn fyrir vér og vor. “Fað- ir minn — þú sem” o. s. frv., tekur ekki því, sem nú er algengara, fram. Það má gera alt ■ of mikið að því að nota orðið “eg”, eins og hver önnur orð, sbr. “eg em sá sem eg em . Sú eilífa innvitnan í sjálfu sig getur einnig orðið hvumleið. Og ef til vill er það hún, sem komið hefir af stað “þér -íngunum, af því að hún hefir ekki þótt neitt hátíðleg eða kurteis gagnvart al-ókunnugum mönnum. Yonin (Þýtt) Það má öllum mönnum þykja vænt um vonina. Hún er óbrigðull vinur þeirra. Á mótlætistímunum þerrar hún svitann af enn- um þeirra, bendir þeim á dýrð stjarnanna og minnir þá með því á, að sá, sem stjórnar gangi þeirra, geti betur, en þeim er auðið að sjá eða skilja, leitt þá gegnum brimrót lífsins. I fornöld voru hof reist, er voninni voru helguð. Á nokkrum rómverskum minnis- peningum er hún sj'nd sem ung kona, hald- andi á blómi íannari hendi. Lágmyndir eru og margar til af henm; er hún á flestum þeirra krýnd rósum, en heldur á axi og blóm- um í höndunum. Oft er hún líka sýnd með vængjum, sem engill væri. Fögur og djúpúðug þykir sú líking af von- inni, er kristnir menn eiga. En þeir tákna M. .* börnin þeirra veríi ,m»m«.lttí. ! I“"i *T‘.“i^ getur ítt langt í land, iafnvel þó skólafyrir- , gno5 slna holpna aS f>'llr' a tlvrrJ11 komulagi sé breytt, ef ástand þjóðfélagsins t genSur hjakkar í sama farinu, af því að stefnan, sem þar ríkir, á ekki samleið með mentuninni. “Þér”-ingar. Fyrir nokkru síðan var minst á “þér”- ingar Islendinga í grein í Lögbergi, af Jóni Einarssyni. Og, eins og svo oft áður, er á það efni hefir verið minst hér vestan hafs, var venju þeirri ekki borin góð saga. Hún átti að bera vott um dramb æðri stéttanna í þjóðfélaginu og vera nokkurskonar “Kín- verjamúr” milli alþýðunnar og embættis- lýðsins, milli hinna æðri og lægri. Ef til vill er stundum of mikið úr þessu gert. Fyrsta ástæðan, sem móti því mælir, er sú, að aíþýðan “þérast” sín á milli, nema að sérstakur kunnugleiki eigi sér stað. Að öðru leyti tíðkast “þéringar” talsvert í riti og ræðuhöldum. En ekki hefir það orðið til þess, að aðskilja alþýðu og æðri stéttirnar svokölluðu, því það er eitt einkenni íslenzku þjóðarinnar, að hún á öll eitt og sama mál, þ. e. a. s. alþýðap skilur fullkomlega alt, sem æðri stéttirnar og skáldin rita og segja. En hjá öðrum þjóðum flestum má segja, að um tvö mál sé að ræða, annað, sem stórbok^arn- ir tala og rita, og hitt, sem almúginn notar. Þar þurfa lægri stéttirnar að læra sérstaklega mál æðri stéttanna til þess að skilja þær. Þetta er að minsta kosti öllum kunnugt, sem meðal ensku mælandi þjóða búa. Og þó er ekki til nema önnur myndin, “þú” eða “þér”, hjá þeim, og er það vanalegast skilið svo, að þær “þérist” ekki; en það er gagnstætt sannleikanum. Þéringar virðast því hvorki valda né eiga rót að rekja til stéttarígs heima, þar sem æðri og lægri stéttirnar þar eru | miklu nánari, en t. d. lávarðarnir á Englandi ] eru lægri stéttunum; heldur lítur út fvrir að ; þær séu kurteisistákn, sem skylt er að sýna j ókunnugum mönnum; enda mun nú alment J Iitið þannig á þær. En án þess að verið sé að halda “þér”- ingunum fram, er það annað, sem athuga- vert virðist í grein J. E. Hann lítur svo á, sem orðin “vér”, “vor” og “oss” séu ávalt notuð sem “þér”i-ngar. En því fer mjög fjarri að svo sé. Þessi orð eru aðeins fleir- tala af persónufornöfnunnm “eg”, “þú” o. s. frv. “Við”, “okkar”, “þið”, “ykkar”, eru ekki skoðuð nema sem tvítala a/ þeim. I fleirtölu verður því ekki komist hjá að nota þessi orð. Enda eru myndir þeirra æfa- gamlar (“ér”, “yðr”, “vár”, “vær” o.s.frv.) J. E. fagnar því, að Vestur-íslendingar séu hættir að “þéra”, nema ritstjórar”, sem “þéri” sjálfa'sig! Að því er ritstjóra blaða 1 grísku goðafræðinni segir, að þegar Pandora opnaði kerið, sem öll sorg heimsins var í, og dreifði henni út um heiminn, hafi vonin verið á botni kersins; hún fór um á eftir sorginni til þess að sefa og draga úr sviða hennar og hughreysta og gleðja þá, er sorgin hafði beygt. Þetta er stórskáldleg hugmynd, en þó sönn. Enn geta allir séð, að áhrif vonarinnar eru þessi. Eða ætli að nokkurt það mannshjarta sé til, sem ekki hefir einhverntíma á æfinni fundið til henn- ar, heyrt raust hennar og við það gleymt sorg sinni? Deyi von vor, deyjum vér sjálfir. Að hætta að vona, er að hæta að lifa. Manns- hjartað er eins og blómið. Bikar þess lok- ast, þegar sólin — von þess — er gengin til viðar, Skáldin hafa margt kveðið og fagurt um vonina. Af öllum þeim perlum, er þar hafa komið í ljós, getum vér ekki bent hér á nema aðeins tvær: Skáldið Spencer segir, er hann kveður um vonina: “Hún er brosandi, en þó tárvot. En þau tár eru sem glitrandi perlur og brosið sem glatt skínandi sól. Bæði sólargeislutn brosins og perluskini táranna bregður hún upp á himni hugsjónanna og alt verðor bjart og dýrðlegt, sem þann himinn á yfir sér”. Fernan Taballero, spánskt skáld, segir: “Vonin talar ekki eins og konungurinn, sem getur látið náð og tign í té, er svo stendur á. En hún talar til vor sem móðir og leiðbeinir eins og hún gerir barninu sínu, sem hún ann.” Og eitt skáld enn segir þessi djörfu og gleðjandi orð: “Það, sem maður af ein- lægni og fullu trausti vonar, það kemur fram!” Fj^rstu hvítu mennirn- irnir í NA-Ameríku. Eftir Charles Harrison Gibbons. Þýtt úr “National Pictorial”. Eins og kunnugt er, stæra menn sig oft af því heima á ættlandi mínu (Englandi), að þeir eigi ætt að rekja til Vilhjálms sigurveg- ara. Og svipað er því farið í Bandaríkjun- um. Það eru ekki fáir þar, sem dálæti hafa á því, að telja sig í ætt við landnemana, sem lentu við Plymounth Rock (um 1620), sem Trægir eru nú alment taldir fyrir að hafa ver- ið fyrstir manna til að setjast að í Norður- Ameríku, og að hafa átt þátt í að leggja undirstöðu að Evrópumenningu landsins. Að vísu eru nokkrir menn í Virginíaríkjunum, sem ekki eru þeirrar skoðunar, að þessir menn hafi verið fyrsti hópurinn af Evrópu- W\DODDTS'^ ÍKIDNEYÍ PILLS A rni». ímNEtJtíS 1 E U M >x.T.r ^abetes mönnum, sem til Norður-Ame- ríku komu. En það hefir svo af- dráttarlaust verið barið inn í með- vitund þjóðarinar, að svo hafi ver- ið, og að þessir landnemar eigi til þeirra réttinda að telja í sögunni, að engin andmæli gegn því hafa verið tekin til greina. Eins er því varið með fund Ameríku. í skóla- bókum öllum er því hiklaust haldið fram og kent, að Kristófer Kol- umbus hafi árið 1492 fyrstur Ev- rópumanna fundið Ameríku, og að í því efni geti engir aðrir, svo vert sé um að ræða, komið til greina. En hvernig færi nú, ef sagt væri hið sanna um þetta og ef hætt væri að halda því fram, að Kolumbus eða íþessir menn hefðu lagt grund- völlinn að því, að Norður-Ameríka bygðist Evrópumönnum? Ef að menn vissu ög viðurkendu sannleikann í þessu efni, þá væri hætt við að frægðin, sem Koum- busi og þessum mönnum er eign- uð, félli öðrum í skaut. Nú er það nægilega sannað þeim, er á annað borð vilja láta sannfærast, að Kolumbus var ekki fyrsti Evrópu- maðurinn til að finna Ameríku. Víkingarnir norrænu voru búnir að stíga fæti hér áland að minsta kosti fjórum öldum áður en hann fann Vesturheimseyjarnar. Og að því er landnemana snertir, hefir Vil- hjálmur Stefánsson frætt heiminn um það, að það hafi verið hafið landnám hér frá Evrópu nálægt 5 öldum áður en Plymouth Rock landnemarnir komu til Vestur- heims. Eg á við ljóshærðu Eski- móana, sem hann fann á Victoria- eyjunni fyrir nokkrum árum og lítill vafi mun vera á, eins og hann færir sterkar líkur á, eins og hann Evrópumanna kyni, eða réttara sagt af íslendingum'þeim komnir, er frá Grænlandi hurfu og ekkert hefir spurst um síðan. Brezku þjóðirnar í Norður-,, . , , „ , * * , •* , .* prestarmr ser 1 nyt og skrifuðu Ameriku tapa engu við það, að tti^ a„1 þiðurkenna þenna sannleika. Að Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmameðalið. Lækna og gigt, bakverk, hjartabilun^ þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills kosta 50c askjan eða 6 öskjur fyr. ir $2,50, og fást hjá öllum lyfsöl- um eða frá The Dodd’s MetTc'ne Co., Ltd., Toronto, OnL frábærlega nákvæm. Og þó engin merki hafi fundist, er sanni dvöl þessara manna hér, hvorki á Ný- fundnalandi eða þar fyrir sunnan^ er sízt að neita því, að þeir hafi ] þar komið. Eftir ein 30 ár var ekki hægt að sjá nein merki þess, að Raleigh hefði hafst við í Virginíu; spor hans þar voru öll máð og týnd áþeim stutta tíma. Hvers er þá að vænta eftir fleiri aldir? I sambandi við Ameríkufund Kolumbusar er sagt frá þessu í sögunum: Um árið 1000 var kristni farin að hafa áhrif á hugi manna á Islandi. Þangað leituðu því nokkrir prestar hins nýja sið- Þeir, ásamt þjóðinni, söfnuðu at, saman margskonar fróðleik, sem annars hefði glatast. Þjóðin hafði miklar mætur á sögum og kunni svo rétt með þær að fara, að frá- sögninni skeikaði sjaldan, þó sag- an væri óskrifuð. Það færðu landnám hófst* í Ameríku frá Ev- rópu er víkingunum að þakka. Og rennur ekki blóð þeirra í æðum brezku þjóðarinnar? Er hún ekki víkingur í lund og hátterni? Eru ekki sækonungarnir fornu hennar fyrirmynd? Á hún ekki sjófar- endur að föður? Eins vissulega og barnið á föður, svo er það víst, að enska þjóðin á víkingana fornu að foreldri. Hefir hún ekki erft frá þeim víkings- eða hernaðar- lundina, sem hún hefir sýnt. þegar því hefir verið að skifta, og áhug- ann fyrir Iandnámi og siglingum? Englendingurinn hefir sömu Iöng- un til frama og frægðarverka og þeir; sömu þrána að leita að og nema Iönd, sömu frelsislundina og sama hug á að hefja og lyfta þjóð- um þeim, er á lægra menningar- stigi standa. ' Þegar farið verður að semja veraldarsöguna nú eftir stríðið mikla, færi ekki illa á því, sann- leikans og réttlætisins vegna, að nafn Kolumbusar væri strikað út úr veraldarsögunni sem uppgötv- ara Ameríku og sagan af fundi hennar sögð eins og hún í raun réttri er. I hinni ábyggilegu bók Charles Young, “Víkingarnir”, segir, að árið 986 hafi Islending- urinn Björn Herjólfson verið á herferð, en hafi hrakist um höfin og fundið — af tilviljun auðvitað — Ameríku. Lendingarstaður hans er haldið að verið hafi á Labradorströndinni einhversstað- ar. En viðdvöl hafði hann ekki aðra en á meðan skip hans var út- búið til ferðarinnar heim aftur til íslands. En þar sagði hann sögu þessa. Nokkrum árum seinna kom Leifur hepni til Labrador; hann hélt suður með landi til Nova Scotia. Þá fór hann lengra suður og komst alla leið til CapeCod eða Fall River í Massachusetts. I forn- sögum íslendinga getur um fimm ferðir til Ameríku á árunum 986 —1006. Hin markverðasta af þeim er ferð Þorfinns karlsefnis. 1006—7. Áreiðanlegleiki sagn- anna íslenzku er viðurkendur og lýsingin í þeim af landinu hér .er ser í upp. Auk þess söfnuðu þeir ölí- um þeim ritum, er skráð voru og þeir náðu til. Island hlaut með þessu að verða forðabúr bókmenta og fróðleiks, enda hefir reyndin orðið sú, að það er ein hin auð- ugasta uppsprettulind í því efni. Árið 1477 heimsótti Kolumbus ísland. Hann kyntist biskupinum í Skálholti ásamt öðru lærðu fólki á landinu. Honum var meðal ann- ars sagt frá landinu í vestri. Og honum- voru lesnar sagnirnar af því og alt, sem skráð var þar að lútandi. Á þenna hátt fékk Kol- umbus eins mikla vissu fyrir því, að land væri í vestri, og framast var hægt að hugsa sér. Leikir og lærðir á íslandi vissu af þessu landi. Og heimildirnar sumar, er Kolumbus hafði með sér af ís- landi fyrir því, eru geymdar í safni rómversku kirkjunnar. Eftir þeim hagaði Kolumbus ferð sinni. Hann var ítalskur að ætt. Og hann var sæfari. Hann rak viðskifti við aðrar þjóðir. Kirkjuna studdi hann á ýmsan hátt. Það var því ofur eðlilegt, að hún færi ekki að draga úr frægðinni, sem hans beið, með því að gera það kunnugt, að sannanir væru til fyrir því, að land væri í vestri. En samt leit svo út, að Kolum- bus hafi haldið, að land þetta næði ekki eins langt suður og raun varð á. Og hugmyndin um að komast mæti sjóveg til Indlands, var honum rík í huga. John Ca- bot, kaupmaður frá Venis, hafði farið til Mecca í verzlunarerindum. Hann gat þar austurfrá keypt alls- konar kryddvörur. Og honum lék mjög hugur áað vita, hvaðan þær kæmu. Við þá rannsókn komst hann að þeirri inðurstöðu, að þær kæmu austan að og mundu vaxa á suðausturströnd Asíu. Ef hægt væri að komast þangað sjóveg bema leið, eða án þess *ð fara suður fyrir Afríku, hlaut það áð verða arðsamt, að verzla með/ þessar vörur. Og til þess að reyna að koiba þessu í framkvæmd, fóru þeir Kolumbus og John Cabot til Englands og leituðu þar styrks til fararinnar, til þess að kaupa þess- ar kryddvörur frá Asíu. En þar yar þeim skýrt frá, að eyja mikil væri í vestri, ei kölluð var Brazilía.

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.