Heimskringla - 10.05.1922, Blaðsíða 1

Heimskringla - 10.05.1922, Blaðsíða 1
XXXVI. AR ....... WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 10. MAI 1922 Nl MER 32 CANADA sitt eigið barn. Hverjum rugling- ur þessi var að kenna á sjúkra- húsinu á börnunum er ekki kunn- ugt. En sekt skoða margir þetta Sambandsþingið. Ekkert sérstaklega markvert skeytingaleysi varða. virðist hafa gerst á sambands-, þúnginu s. 1. viku. INiðurstaðan sem komist hefir verið að um stofnun kornsölu-nefndar, er sú, Kvenprestur í Halifax. Söfnuður St. Johns presbytera kirkjunnar íHalifax hefir útnefnt íst, að fylkisiþing landsins sam- þykki hana fyrst og síðan sam- að því aðeins geti hún lögieg tal-[ kvenmann til þess að vera að- stoðarprest safnaðarins. Heitir sú ungfrú Bona Mills er embaettið bandsþingið. Ef það væri gert, hlaut. Hún er ættuð frá Sidney og er álitið að krúnan mundi ekki útskrifuð af Mount Alliscn há- setja sig upp á móti stofnup þess J skóla. Prestur kirkjunnar heitir arar nefndar. Engin niðurstaða i J. Y. Mackinnon. er heldur fengin í málin með flutningsgjald járnbrauta. W. G. McQuarrie þingm. frá B. C. bar upp tillögu þess efnis, að í E. H. Muir hefir verið útnefndur þing- mannsefni í Lakeside kjördæmi banna að Japar og Kínar flyttust' við. næstu kosningar af íhalds- inn í landið. Hann sagði um 70,- 000 majms af þessum þjóðflokk- um vera í Canada og í B. C. fjölg- aði þeim svo óðum, að útlit væri að fiskiveiði og fiskiniðursuða, sem væri ein aðal atvinnugrein- in þar lenti í þeirra hendur. Sem flokknum þar. Vatnsflóð í Brandon Um 150 fjölskyldur í útjaðri Brandon bæjar hafa orðið að flýja úr húsum sínum vegna á- flæðis úr Assiniboia-ánni. Húsin sýnishorn af því, hversu ört þeir; er fólk þetta bjó í voru dreyfð um fjölguðu, sagði hann að árið 1910 hefðu fæðingar japanskra barna ekki verið nema I af hverjum 252 fæðingum. Nú væri ein af hverjum 13 börnum er fæddust Japar. Þingmaðurinn hafði með sér frá B. C. þinginu tillögur er samþyktar höfðu þar verið í þá átt, að banna innflutning þessara Austur-Asíu þjóðflokka. Dómara-útnefningu mótmælt. Lögmannafélagið í Winnipeg samlþykti á fundi er það hélt ný— lega, að mótmæla útnefningu J. E. Adamson í yfirdómi (King Bench) Manitobafylkis. Færir fé- lagið til þá ástæðu, að Adamson 2 fermílna svæði. Flóðið er hald- ið að aukist ekki úr þessu; óþæg- indum hefir það valdið, en ekki mjög miklum skaða, að sagt er. H. B. fél. í Síberíu. Hudson Bay félagið er að setja upp viðskiftastöðvar í Anadir í Síberíu. Staður þessi er við sam- nefndan flóa sem skerst inn í landið að norðan. Afskekt kvað hérað þetta enn vera og í raun og réttri ekki undir eftirliti neinnar stjórnar hvorki Rússa né Japana. En loðvöruverzlun og veiði mun félagið ætla að reka þarna. Á er þar í dalnum ein, sem haldið er að ekki sé ómögulegt að gull sé ekki hæfur til að leysa verkið | geymi [ farveg sínum. Ef til vill af hendi. Forsætisráðherra King var tilkynt þetta og var hann mint ur á, að stjórnmálaafstaða hefði hlotið að ráða þessari útnefningu. King svarar aftur, að ekkert slíkt hafi átt sér stað og að hann álíti manninn færann til að gegna em- bættinu. Lögmannafélagið hefir aftur knúið á King, að leggja það undir dóm lögfróðra manna hvort Adamson sé hæfur til að gegna stöðunni. Svar Kings er ekki kom- ið. Ruglingur. er þarna önnur Klondyke. BANDARÍKIN. Falsaðir bréf-peningar. Sagt er að þúsundir dollara af fölsuðum bréfpeningum séu á gangi í Bandaríkjunum og hefir stjórnin aðvarað fólk um að vera aðgætið í peninga víxlun. Ekki hefir tekist enn að ná þeim seka. Nýlega kom í ljós, að undar- legur ruglingur hafði átt sér stað á sjúkrahúsi einu í Montreal. Tvær mæður höfðu orðið að senda börn sín á sjúkrahúsið. Þær hétu Mrs: Dyke og Mrs. Bartlett. Þetta var í Nóvember. 12. des. fær Mrs. Dyke orð um að barn hennar sq orðið frízkt; hún sækir það. En þegar henni er fengið barnið kveður hún það ekki vera sitt barn. Alt sem hún færði á móti því, var samt ekki tekið til greina og læknarnir töldu þá breytingu er hún sá á barninu stafa af veikinni. Konan tekur svo barnið heim með sér. Litlu síðar er Mrs. Bartlett sagt að sækja sitt barn. Hún bar hinu sama við og hin konan að barn það er henni var fengið væri ekki sitt barn. En á móti því tjáði ekkert að mæla. Hún fór því með barnið heim, en var sann- færð um, að einhver ruglingur hefði þarna átt sér stað. Svo liðu fjórir mánuðir. Að þeim tíma liðnum voru mæðurnar báðar orðnar fyllilega sannfærðar um að það væri ekki börnin þeirra sem iþær hefðu tekið við af sjúkra húsinu. Var þá farið að rekast í þessu. Árangurinn varð sá, að í ljós kom að börnum þeirra hafði verið ruglað saman. Mæðurnar skiftu nú á börnunum og urðu hvor í sínu lagi glaðar, að finna Radiosamband gegnum rafmagns- Ijós. Major General George 0. Squ- ire forstjóri Army Signal Corps hefir ehpnast að komast í radío samband með því að samtengja hefir hepnast að komast í radio- magnsljós í húsum og eru nú ýms- ir yfir alt landið að reyna þessa splúnku nýju aðferð, og sagt að hepnist furðu vel. New York orðin fólksfleiri en London á Englandi Eftir síðustu manntalsskýrslu frá stórborginni New York að dæma er íbúatala þar orðin meiri en í Lundúnum, ef sama lands- stærð er tekin til greina og gert er þar. Fengu ekki að matast vegna fatasniðsins. Vegna þess að þau voru ekki klædd í kvöldbúning (Evening dress) var þeim hjónum Mr. og Mrs. Herbert E. Rau skipað á burt úr matstofu eins fínasta hó- telsins í New York. Þau hafa nú höfðað mál á móti eiganda hótels- ins og krefjast $10,000 skaða- bætur fyrir. $1,000,000 hjálparsjóður. Til þess að verja til hjálpar þeim nauðstöddu og koma í veg fyrir hörmungar er af flóðum stafa hefir Washington þingið samþykt að veita miljón dollara er hægt sé að grípa til nær sem vera skal. Tiliit við fjárveitingu þessa var gert af stórflóðum Mississippi elfunnar sem valdið hefir enn á ný skaða og manntjóni Bómullar akrar eyðilagðir Tvö hundruð þúsund ekrur af bómullar ökrum hefir flóð Missi- sippiárinnar eyðilagt í Mississippi og Louisiana ríkjunum; er sagt að taugaveikin geysi um stöðvar þær sem flóðið æddi yfir. Fellibylur. Fellibylur drap níu og meiddi 38 er hann hljóp yfir Oak Hill héraðið skamt frá Austin í Tex- as ríkinu nálægt hálfrar miljón dollara eignatjón er sagt að hann hafi einnig valdið. ------o------ BRETLAND Breta kon. heimsækir Belgíu. Bretakonungur og drotning, Haig hershöfðingi og aðmíráll Beatty lögðu af stað til Belgíu s. 1. mánudag. Eru þau að heim- sækja Albert konung og Elizabetu drotningu. Áður en Brtakonungur heldur heim, ætlar hann til Ypress og annara staða þar sem fallnir hermenn eru grafnir. J. R. Clynes leðtogi verkamannaflokksins í neðri málstofu þingsins á Englandi hefir nýlega lýst því yfir á þing- inu, að hann sé >með því að á- búðarjarðir, námur og járnbraut- ir landsins séu gerðar að þjóð- eign. Setið um líf De Valera. Samsæti er haldið að fjöldi manna á írlandi hafi efnt til í því skyni að ráða deValera af dög- um. Er haft eftir sumum, að þeir álíti hann “betur kominn neð anjarðar en ofan.” Aðalástæðan fyrir þessu er sú, að deValera er eigr.að, að hafa staðið á bak við morðtilraun Collins. Griffiíh og Collins stjórnin kvað ætla að reyna að koma í veg fyrir þetta morð- áform ef unt er, og fylgismenn deValera vakta hann nótt og dag. --------------o------ ÖNNURLÖND. Genúa Á Genúa-fundinum gengur alt í sama stappinu og áður. Frakkar og Belgir kref jast þess, ef þeir eig ^ að gera nokkra samninga við Rússa, að eignaréttur útlendinga á jörðum og byggingum sé við- urkendur. En að því ganga Rúss- ar ekki. Lloyd George reynir að gera alt sem í hans valdi stendur til að koma á samkomulagi milli þjóðanna á fundinum, en sem stendur virðist það ómögulegt. Hann er þess fullviss, að svo sé um hnúta búið, með samningum sem þarna hafa verið gerðir, að Þjóðverjar muni ekki heyja stríð að fyrra bragði. En Frakkar leggja ekkert upp úr þeirri trygg- ingu. Nýir skilmálar hafa enn ver ið dregnir upp milli Rússa og Frakka og Belga, en með því að þeir samningar eru svo kröfu- harðir gegn Rússum, eru engin líkindi til að þeir verði samþyktir af þeim. Haldið er að fundinum verði slitið þessa viku. atríðið í Kína. 1 Kína hefir staðið yfir stríð undanfarið. Er sagt að hálf önn- ur miljón manna sé undir vopnum. Hvernig á því stríði stendur, er erfitt að átta sig á hér. En það er víst að nokkur undanfarin ár, héfir kínverska þjcðin verið all- skift í skoðunum. Þar hefir mynd ast sterk þjóðernissinna hreyfing. Og þar eru aftur aðrir sem horft hafa í náð til Japans og álitið bezt fyrir Kína, að láta þá stjórna sér og annast viðskifti landsins. Stríð- ið sem þar er nú háð, er á milli manna þeirra er heita Wu Pei Fu og Chang-Tso-Lin. Hinn fyrnefndi hefir nú tekið Peking af Chang eins og hann gerði 1920 er hann velti Anfu stjórninni frá völdum. Bæði Anfu og Chang stjórnirnar kváðu vera með Japan. En Wu Pei Fu er alger heimstjórnarmað- ur. Ræður hann nú líklega meiru í Kína en nokkur annar. Stríði þessu er þó ekki enn lokið. Wu á í höggi við þessa menn ennþá og Cantonstjórnina jafnframt. Ef til vill er þessi Wu að koma þarna á fólksstjórn og reyna að gera ladnið stjórnárfarslega sjálfstætt. ÍSLAND Eftir “Degi” Akureyri. — til 6. apríl. — Lungnabólga allskæð hefir gengið víða um Íand í vetur. Óvíða mun hún þó hafa verið jafnskæð eins og í Ör- æfum. Þar létust á tímabilinu frá 12. sept. og til 2 janúar 1 Imanns: IJppgjafaprestur Gísli Kjartansson, Páll Bjamason bóndi á Hnappa- töllum og systur hans tvær Guð- rún og Kristín, Guðrún Þorsteins- dóttir húsfreyja á Hnappavöllum, (Halldóra Davíðsdóttir, Jón Sig- urðsson á Svínafelli og Guðrún Sigurðardóttir s. st., Páll Þor- steinsson Hnappavöllum, SigurjSur Þorsteinsson bóndi í Hofsnesi, og hreppsnefndaroddviti Þorsteinn Þorsteinson á Hnappavöllum hinn mesti merkis og sæmdarmaður. Hörmulegt slys “Talisman” ferst með 12 mönnum Þilskipið “Talisman”, 44 tonn, eign Ásgeirs Péturssonar, fór héð- an frá Akureyri á leið suður til Vestmannaeyja sunnudaginn 19. þ. m. Skipverjar voru 16 og skip- stjórinn var Mikael Guðmunds- son ættaður úr Hrísey en til heim- ilis hér í bæ, kvongaður Gunn- laugu Kristjánsdóttur lögreglu- þjóns, þau hjón eiga 3 börn og hið elzta á fjórða ári. “Talisman” fór frá Siglufirði fimtudaginn 23. kl. 9,30 og hrepti stórhríðargarð um miðjan dag. I Húnaflóanum fékk það áfall; brotnaði þá ofan af káetunni og hana fylti af sjó. Skipið hélt síðan áfram vestur fyr- ir land. Á laugardagsnóttina sáu skipverj^ar vita og álitu það vera Straumnesvita. Beygðu þeir þá að landi og ætluðu að hleypa inn á Isafjarðardjúp. En vitinn, sem þeir sáu var ekki á Straumnesi, heldur vestan megin Súganda- fjarðar og af þessum ástæðum sigldu þeir til skipbrots upp á Sauðanes milli Súgandafjaðar og Önundarfjarðar, Súgandafjarðar- megin. Þar gekk óbrotinn sjór á land. Skipið brotnaði þegar all- mikið og gerðu 7 af skipverjum tilraun að komast á stórsiglunni til lands. 4 af þeim komust lífs af og heilir á húfi, en 3 fórust. Þeir 9, sem eftir voru á skipsfjöl, fórust allir, því skipið brotnaði mjög fljótt. Alls fórust því 12 menn en fjórir komust af. Þeir 4, sem lifa, eru þessir: Einar Guðbjartsson frá Grenivík, Jakob Einarsson héðan úr bænum, Jó- hann Sigvaldason úr Hörgárdal og Arinbjörn Árnason úr Möðruvalla- sókn. Þeir tólf, sem druknuðu, voru þessir: 1. skipstjórinn Mika- el Guðmundsson, sem áður er getið. 2. stýrimaðurinn, Þorst. Jónsson, frá Grímsnesi, ógiftur. 3. vélarstjóri Stefán Ásgrímsson héða núr bænum frá konu og 5 börnum. 4. Sigurður Þorkellsson frá Siglufirði, ókvæntur. 5. Jó- hannes Jóhannesson frá úlgili í Þorvaldsdal, ókvæntur. 6. Bene- dikt Jónsson héðan úr bænum frá konu og fjórum börnum. 7. Sæm- undur Friðriksson úr Gleráéþorpi frá konu og fjórum börnum. Ás- geir Sigurðsson fóstursonur skip- eiganda, ókvæntur. 9. Sigtryggur Davíðsson frá Dalvík frá konu og börnum. 10. Bjarni Emilsson frá Hjalteyri, ókvæntur. 1 1. Gunnar Vigfússon frá Siglufirði, ókvænt- ur og 12. matreiðslusveinn Stefán Jóhannsson frá Nunnuhóli > Möðru vallasókn. Lík allra þessara manna eru fundin og er gert ráð fyrir að “Helgi magri”, skip Ásgeirs Pét- urssonar, sem fer suður um þess- ar mundir, flytji þau hingað, þeg- ar það kemur til baka. “Talisman” hafði meðferðis síldarfarm til Vestmannaeyja og var skip og farmur hvorttveggja óvátrygt. Alllangt er síðan Ægir hefir unnið Akureyri og grend hennar þvílíkan geig. Fimm af þeim, sem druknuðu, voru frá Akureyri og Glerárþorpi, þar af 4 kvæntir og dánir frá konum og alls 15 börn um. Auk þess hefir ein kona í Dal vík orðið ekkja við þennan at- burð, en blaðinu er ókunnugt um, hversu mörg börn hennar eru. Margir eiga nú um sárt að binda og við fátækt að stríða og reyn- ir nú á örlæti þeirra og samúð, sem virðast hafa fullar hendur fjár, hvenær sem skemtanir og gjá lífi er annarsvegar. Stórar stundir og hörmulegar koma yfir bæi og landshluta við þvílíka atburði. Sameiginlegur harmur margra legst eins og alvaran yfir bæina með flöggum í hverja stöng hálfa. Og þvílíkar stundir þoka alvöru- gefnum mönnum saman undir byrði missis og harma, sem öllum er á herðar lögð fyr eða seinna. Og Dagur efast ekki um, að yfir þennan bæ renni dagur almenns harms og hluttekningar, þegar “Hegi magri” skilar á land líkun- um tólf. Frú Guðrún Indriðadóttir fór suður til Rvíkur með Sterling síðast. Eins og áður hefir verið skýrt frá, kom hún hingað norð- ur að tilhlutun Leikfélagsins, til þess að leika Höllu í “Fjalla-Ey- vindi”. Hún gerði því kleift að sýna leikinn hér. Enginn efast um, að leikur frúarinnar var í veru- legum atriðum stórmikil list, þó að mætti finna og munu Akureyr- arbúar vera frúnni stórþakklátir. Viðurkenning. Styrktarnefnd sjúkrahússins Gudmanns Minde hér. í bænum afhenti nýlega — fyrir hönd sjúkrahússins — frú Júlíönu Friðriksdóttur hjúkrunar- konu, að gjöf mynd af sjúkrahús- inu utan og innan í vandaðri um- gerð með áletrúðum silfurskildi. Var mynd þessi gefin í viður- kenningarskyni fyrir vel unnið starf hennar til umbóta á sjúkra- húsinu, bæði með bættri hjúkrun og fjársöfnun til þess, hér á landi og vestan hafs. Ólafur Túbals listmálari kom frá Húsavík hingað til bæjarins með Sterling síðast. Hefir dvalið í Húsavík mánaðartíma og málað þar. Hann hefir opnað hér mál- verkasýningu í stóra salnum í “Hotel Akureyri”. Ólafur er ætt- aður frá Múlakoti í Fljótshlíð. Hann er náttúrubarn í list sinni og gefur sig lítið að hinum nýju öfga stefnum í þeirri grein. Ólafur hafðí málverkasýningu í Reykjavík í vetur og hlaut mikið lof í biöðun- um. í Húsavík hafði hann og sýningu og seldi þar allmörg mál- verk. Dánardægur. Þessir menn eru nýlega látnir: Halldór Stefánsson bóndi á Skútum á Þelamörk, Páll Jónsson á Sörlastöðum í Fnjóska- dal, báðir á áttræðisaldri, Bjarni Helgason vélstjóri, Norðurpól hér í bæ, frá konu og fjórum börnum í ómegð. Ennfremur er nýlátið stúlkubarnið Ninna Hjartardóttir á Stóruvöllum hér í bæ eftir mikl- ar þjáningar. 27. þ. m. lézt á heimili sínu, Gamla spítalanum, Sigurður Eiríksson, góður og gam all. borgari þessa bæjar. Eldur kviknaði nýlega í húsi Guðm. Björnssonar fyrv. . land- læknis í Reykjavík. Tókst slökkvi liðinu að kæfa eldinn en ekki fyr en rúsið var orðið stórskemt, svo að eigandinn varð að flytja úr því. ----------------o-------- Þjóðræknisfélagsdeild stofnúð á Gimli. Almennur fundur var haldinn í bæjarráðshúsinu á Gimli þ. 27. apríl s. 1. Fundurinn var boðaður af séra Guðmundi Árnasyni, með því augnamiði að stofna hér á Gimli deild af Þjóðræknisfélagi ís- lendinga í Vesturheimi. Séra Guð- mundur skýrði tilgang fundarins og í hverju það lægi að Þjóð- ræknisfélagsdeildir væru nauðsyn" legar í hverju plássi sem íslend- ingar byggju í; sérstaklega væri það uppfræðsla unglinganna í ís- lenzkum fræðum og bókmentum sem ætti að vera aðalstarfið. Ymsir aðrir tóku til máls, og létu allir í ljósi ósk sína í því efni hve æskilegt væri að stofna deild á Gimli. — Var síðan leitað eftir því hve margir af þeim sem á fundi voru vildu gerast meðlimir, og gáfu sig þá fram 1 5 manns, og var deildin síðan stofnuð. Þar næst var ákveðið að kjósa 5 manna nefnd til að starfa að undirbúningi laga fyrir deildina, og að sú nefnd að loknu starfi boðaði til almenns fundar, en ekki þó seinna en innan tveggja vikna. Þessir voru kosnir í nefndina: Mr. B. Þórðarson, Mr. G. Thorsteinsson, Séra Sig. Ólafsson, Séra E. J. Melan, Mr. G. P. Magnússon. Þann 4. maí boðaði svo nefnd þessi til fundar og var hann hald- inn í bæjarráðshúsinu. Lagði nefndin fyrir fundinn uppkast af lögum fyrir deildina, sem síðan voru samþykt með litlum breyt- ingum. Ákveðið var að nafn deildarinnar væri “ Á r b r ú n ’ — Einnig var ákveðið að reglu- legir fundir skyldu haldnir einu sinni í mánuði yfir sumarmánuð- ina, en tvisvar í mánuði á vet- urna. Síðan var gengið til kosninga í embætti fyrir yfirstandandi ár, og hlutu þessir kosningu: Forseti: Séra Eyjólfur J. Melan, Vara-forseti: Mr. B. Þórðarson, Skrifari: Mr. C. A. Nielsen, Vara-skrifari: Mr. G. P. Magnúss. Féhirðir: Mr. G. Thorsteinsson. Yfirskoðunarmenn: Séra Sigurður ólafsson og Mr. B. B. Olson. Þrír nýir meðlimir gengu inn í deildina á fundi þessum. Þegar fundarstörfum var lokið, las séra Sig. ólafsson upp kvæði eftir skáldið Einar Benediktsson, og var síðan fundi slitið. -------o--------

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.