Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 1

Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 1
XXXVI. ÁR „ WINNIPEG, MANITOBA, MIÐVIKUDAGINN 31. MAI 1922. NÚMER 35 CANADA Bændastefnunni eykst fylgi. Að fylgi bændastefnunnar sé mikið út um þetta fylki, efast eng- ir um, er til þekkja. Aftur hefir það nokkrum efa þótt bundið, að hún yrði nokkurtíina útbreidd í stærri bæjunum, eða að menn þar myndu skipa sér undir merki hennar. En nú virðist einmitt vera farið að bóla á því gagnstæða. Sumir mjög málsníetandi menn hér í Winnipeg, sem áður haia fylgt eldri stjórnmálaflokkunumi. eru búnir að lýsa því yfir, að þeir séu bændastefnumenn og ætli sér að standa þeim við lilið í fylkis- kosningunum, sem yiir vofa- Er fyrst fræga að telja þeirra á með- al, þá J. H. Ashdown stórkaup- mann, áður tilheyrandi frjálslynda flokknum, og E. W. O'aig K. C. (hæstaréttarlögmanni), áður íhalds mann. Hafa báðir ekki aðeins lýst yfir, að þeir séu nú bænda- sinnar, heldur hafa þeir einnig lof- ast til að beita áhrifum sínum og halda ræður fyrir bændaflokkinn. Og að dæmi þeirra fara liér fleiri- Utan úr hinuin ýmsu héruðum ber ast hinar sömu fréttir af hinu vax- andi fylgi bænda. í Carillion kjör- dæminu hefir Albert Prefontaine um eina tíð leiðtogi íhaldsflokks- ins í fylkinu, verið útnefndur sem þingmannsefni bænda. Og auð- vitað er það ekki af öðru en ótta við að falla fyrir bændaþingmanns efnum, að þeir Hon. J. W. Arm- strong fylkisritari og Hon. George Malcolm akuryrkjuráðgjafi, iiafa báðir hætt við að sækja um kosn- ingu sem flokksmenn Xorrisar. Og Norris sjáifur var lengi að leita samvinnu við bændur, sem iitlit er fyrir að ekki hafi reynst greið, því á móti honum í Landsdowne kjör- físominu sækir bændasinni. Enda mun ekki um aðra samvinnu þar hafa verið að ræða frá Norrisar- háifu, en að bændur fleygðu frá sér etefnu sinni og féllu Norris f fang, því sannleikurinn er sá, að Norris hefir aldrei viðurkent bændahreyf- inguna og hefir alt af iitið á hana með fyrirlitningu, eins og orð hans á fundi frjálslyndra hér í borg fyr- ir skömmu bera vitni um- Hélt hann þar, að hann þyrfti ekki að bugta og beygja sig fyrir þeim lýð (bunch), bændunum. — En hvað sem þessu lfður, virðist byrinn þiása bændum í vil. Og mjög gera þeir ráð fyrir, að þeir hljóti meiri hlutann af öllum þingsætum utan bæjanna. En hver verður forsætisráðherra þeirra, ef hér verður bændastjórn eftir kosningarnar? spyrja sumir. Að vísu er allur tími til stefnu enn að svara því, ef með þarf. En á nöfn þessara hefir verið minst í því sambandi: Hon. T. A. Crerar; Norman Lambert ritara Akuryrkju ráðsins (Can- Council of Agricuclt- ure); Colin S. Burnell forseta bændafélagsskaparins ií Manitoiba, og George P. Chipman ritstjóra Grain Growers Guide . Ólíklegt þykir þó að hinn fyrstnefndi mætti sinna því vegna annara þýðingarmikiila starfa, er hann hefir á hendi fyrir félagið. Sambandsþingið. Umræður um fjármiálaræðu Eield- ings og fjármálin hófust í sam- bandsþinginu fyrir helgina. Urðu stjórnarandstæðingar ]>oss brátt á- skynja, að áætlaði fjármálareikn- ingurinn er talsvert ólíkur því, er búist var við. Eftir öll ioforðin um afnám tolla af háifu liberala, í síð- ustu sambandskosningum, bjugg- ust menn við talsvert miklum breytingum á tollum frá því sem var. En þegar öll kurl koma nú til grafar, eru tollarnir ekki færðir niður nema um 21A%- Auðvitað kunna einhverjir að gera sér mat úr þessu og telja það stórkostlega búnaðarbót. En þegar litið er á, að ]>á cr Mr. Eielding fór frá fjár- málaembættinu 1911, voru tollarn- ir um 20%, og að þeir hefðu orðið sambvæmt gagnskifta samningun- um 17,3%, en voru í stjórnartíð í- haldsmanna færðir niður í 14,6%, þá sést bezt hvaða fjarstæðu liber- alar hafa verið að halad fram, er þeir lofuð afnámi tolla í kosning- unum síðustu en lækka þá nú ekki nema um 2%%, sem er nokkru minna en oft hefir áður átt sér .stað, án þess að nokkuð veður liafi út af því verið gert fyrirfram. En svo lítil sem tollbreyting þessi er, ])á er l>ó hitt verra við liana, að hún léttir ekkert byrði alþýðunn- ar, er livorki hér né þar. Það skársta við tolllækkunina er ef til vill það, að nokkuð af henni kem: ur niður á landbúnaðaráhöldum.' Þó er þar nú ekki nema um 214-- 5% lækkun að ræða. En hvað gildir það, þegar söluskattur er hækkaður um 50%? Eins og hann komi niður á öðrum en alþýðurtni. Brdki tollurinn er hækkaður á sykri, en lækkaður á kókó og súkkulaði. Þá hækka tollar á brjóstsykri, en lækka á flibbum- Það má vel vera að hárfínir anð- fræðíngar sjái aliþýöunni lierur borgið fyrir þetta og þvf um líkt, en vér verðum að játa, að oss dylst l)að. Og ætli að aliþýðunni sjálfri finnist þakkiætisskuidin svo mikil sem hún stendur í við stjórnina fyrir þetta, að hún rjúki upp um hálsinn á henni fyrir ]>að? Verka- menn geta ef til vill orðið ein- hverjir út af vinnu fyrir tollabreyt ingu þessa. En þá held eg lfka að áhrif hennar sép upptalin. Sameining kirkna. Dr. C. W. Gordon, sem betur er þektur undir nafninu “Ralph Con- nor”, heldur ræðu í St. Stephens kirkjunni í Winnipeg 7. júní n.k. um sameiningu ensku kirknanna þriggja í Canada. Einnig mun verða minst á skóla þessarar kirkju (presbytera) hér í Vestur- landinu. Sem stendur eru þeir ])i'ír, einn í Saskatchewan, einn f Edmonton og einn í Vancouver. Hugmyndin er að steypa einn skóla úr þeim öllum. óneitanloga er þessi liugmynd um sameiningu kirknanna vottur meira víðsýnis og meira frjálsræðis f trúarefnum. Ráðgjafar stjórnendur auðfélaga. J. S. Woodsworth sambandsþing- maður frá Wininpeg og A. R. Mc- Master þingmaður frá Brome, hafa vakið máls á því í þinginu, að þeir menn, sem stjórnin gerði að ráð- gjÖfum sínum, logðu niður með- ráðendaennbætti (Directorship) sín hjá ýmsum auðstofnunum, sem við skifti rækju við samflbandsstjórn- ina. Sögðu l>eir suma ráðgjafana gegna embættum sem meðráðend- ur fyrir tvö til átta auðfélög. Sir L. Gouin væri t. d. meðráðandi þessara 8 auðstofnana: 1. Montreal City & D. Savings, en innstæðufé þess félags væri $50,- 000,000. 2. Cockshutt Plow Co. — inn- stæðufé $15,000,000. 3. Bank of Montreal — innstæðu- fé $500,000,000. 4. National City Bank — inn- stæðufé $1,000,000,000. 5. Royal Trust Co. — innstæðufé $250,000,000. 6. Montreal Light, Heat & Piower innstæðufé $75,000,000. 7. Shaweningan Water & Power —innstæðufé 40,000,000. Laurentide Paper Co. — inn- stæðufé $25.000,000. Þegar ]>ess er gætt, að Sir Lomer Gouin er næstur forsætisráðherr- anum McKenzie King, að völdum í stjórninni, og var mcira að segja rétt búinn að draga stjórnarfor- menskuna vir höndum hans, mun ýmsum þykja staða lians hjá þess- um félögum ærið varhugaverö og vafasamt, að hann geti þjónað al- þýðunni í stjórnarcmbætti sínu. Það kemur að minsta kosti f bóga við boðorðið gamla: Enginn kann tveimur herrum að þjóna. En hér er ekki aöeins um tvo, heldur níu eða tfu herra að ræða. Á fleiri má benda. T. d. Hon. R. Dundurand. Hann er meðráðandi fjögra félaga: Montreal City & D. Savings: Sun Life, með $100,000,000 innstæðufé; Montreal Trust með $50,000,000, og Montreal Cottons með $10,000,000 innstæðufé. J. H. Woodsworth taldi 13 aðra menn, bæði senatora og aðra hlið- stæðinga stjórnarinnar, sem lfkt væri ástatt fyrir. Voru þeirra á meðal:: Sir A. Nanton, meðráðandi 4 stórféiaga, og eitt af þeim C. P. R., með $1,000,000,000 innstæðufé; Sir H. Hiolt meðráðandi 7 stórfé- laga; C. R. Hosmer meðráðandi 6 auðfélarfa og Sir C. Gordon með- ráðandi 4 félaga. En það yrði hér oflangt að geta flciri. Þessi dæmi, sem sýnd eru, ættu að nægja til að sýna, að það sé engin furða, þó WToodsworth þyki uggvænt um al- þýðufrelsið og eftirlitið frá hendi ])ings og stjórnar með slfka bur- geisa í ráðum. Útnefningar. Auk þeirra þingmannaefna, sem áður hefir verið getið, að útnefnd- ir hafi verið, eru þessir: John Sweet, bændasinni, í Mor- den. J. S. Ridley, íhaldsmaður, og R. T. Robertson, Norris-sinni, 1 Mani- tou. Hon. .T, B. Baird, Norris-sinni, í Mountain. Hamilton Stewart, Norrisar, i Emerson. D. Smith, Norrisar, í Gladst-one. 4 Wrinnipeg: F. J. Dixon, verka- mannaleiðtogi, séra Jvens þ.m., John Queen þ.m„ George Arm- strong: S. J. Farmer; Mrs. Maude McCarthy; James Simpkin og Sam. Cartwright; allir fyrir verkamanna flokkinn. Ennfremur fyrir Kildon- an og St. AndreQs C- A. Tannor ]>ingmaður: St. Boniface C. WT. iFoster; Assiniboia W. D. Bailey þ.m.; allir fulltrúar verkamanna. E. A. Smith, verkam., Brandon. George Palmer þ.m. í Dauphin, verkam. og bændasinni. E. D. Conde, óháður liberal, í Assiniiboia. Álls eru um 40 þingmannsefni nú þegar útnefnd; eru 10 þeirra bændasinnar, 7 frjálslyndir, 8 í- haldsmenn, 11 verkamenn og hinir óháðir. í Wdnnipeg hafa hvorki íhalds- menn né frjálslyndir enn útnefnt neina; heldur ekki bændur, sem sennilega útnefna hér einhverja. Hermannajaröir seldar. Um 532 jarðir, sem heimkomnir liormenn tóku til ábúðar, en hafa yfirgefið, hefir nú stjórnin aftur selt. Fjárhæðin, sem stjórnin lagði í þessar jarðir, var $1,651,237; nú hefir hfin aftur fengið fyrir þær $1,852,334; hefir þvf grætt $201,097 á isölunni. Aftur lánaði hún fyrir verkfæri og ýmislegt til að setja hermennina niður á jarðirnar $539,854; en fyrir sölu á þeim fékk lnin ekki aftur nema $376,467; hefir því tapað $163,388 á sölu verkfær- anna. Verður hreinn ágóði þá ekki neina $37,709. En svo er skuld á þessum jörðum um $73,422, sem stjórnin þarf að greiða hermönn- unum og verður ]>á tapið alls $36.713. Um 1S20 slíkar jarðir á stjórnin enn óseldar. Sala verðbréfa. Hon. Ed. Brown seldi síðastlið- inn mánudag fylkisverðbréf fyrir $2,934,000. Kaupandinn var The Dominion Securities Oorporation. Verðið var $98.70, hverjir $100.00. Peningarnir, sem inn komu fyrir bréf þessi, ganga allir í áfallnar skuldir fylkisins. Fjármálaráðgjaf- inn verður líkiega búinn að selja öll þau fylkisverðbréf, sem hægt er -ð selja á mörgum komandi ár- um, áður en hann fer frá embætti — og alt til lúkningar áfölinum skuldum sparsemdarstjórnarinnar, sem bæði “bóndi” og “Jón Stefáns- son”, sögðu, manni liggur við að segja með grátstaf f kverkun- um, í Lögbergi, að væri svo barns- iega saklaus og væri af tómri rang- sleitni borin eyðslusemi á brýn. tjtsæ'Si. Albertafylki seldi rúmlega Tiálfa miljón mæla af útsæðishöfrum síðastliðið vor: hin fylkin í Can- ada fengu mest af útsæðishöfrum sínum þaðan. Kauplækkun. Kaup manna, sem vinna að við- gerð á járnbrautum og brúalagn- ingu hér í Canada, er búist við að verði lækkað um 5c á klukkustund- ina bráðlega. Þessi kauplækkun hefir gengið í 'gildi í Bandaríkjun- um. En þannig stendur á, að menn hér, sam slíka vinnu hafa, eru í félagskap við stallbræður sína suðurfrá. Ef kauphækkun hefir átt sér stað þar, hefir hún einnig náð til manna hér. Hið sama segja þeir að verði að gilda um kauplækkun. Hér í Canada er sagt að kauplækkunin snerti um 35,000 manna. tTtnefning í St. George kjördæminu fer fram að Eriksdale á morgun. Talið er víst að séra Albert Kristjánsson, núverandi þinginaður verði út- inefndur fyrir þönd hændaflokksr ins, enda hefir hann reynst af- bragðs ])ingmaður, liollur bænda- stéttinni og annari alþýðu og kom- ið fram kjördæminu til sóma. Engisprettur. eru sagðar miklar í suðurhluta Albertafylkis; óttast margir skaða af þeirra völdum á komandi sumri. Landstjóri Canada kemur til Winnipeg. Þann 20. júní er búist við að Byng, landstjóri Canada, og frú hans, komC til Winnipeg. Verða þau gestir fylkisstjórans og konu hans meðan þau standa hér við. Undirbúningur er þegar hafinn af l>æjarins og fylkisstjórnarinnar hálfu til að taka á móti þessum tignu gestum. -------o------- BANDARÍKIN. Borgarstjóri sektaður fyrir vín- bannslagabrot. Frank H. Schwab, borgarstjóri í Buffalo, N. Y„ var dæmdur til að greiða $500.00 sekt fyrir að hafa í eign sinni á ólöglegan hátt mjöð, sem innihéldi of sterkan vínanda, Schwab er forseti Buffalo Brewing félagsins, en félag það var álitið að byiggi til of sterka drykki. Kaupgjátd járnbrautaþjóna sett niSur. Lækkun á kaupgjaldi allra þeirra sem að járnbrautum vinna, er 13,2 prósent nemur, var samþykt af eft- irlitsnefnd járnbrauta f Banda- ríkjunum. Megn óánægja yfir læt’fcn þessari hefir lýst sér lijá Yerk a tna n n as a mlba nd i járnbrautaV þjóna, og er því haldið fratn, að slík launalækkun skapi óviðun- andi lífskjör meðal verkamanna. B. M. Jewell, forsetf A. F. O. L„ hefir lýst þvf yfir, að fundir verði senn haldnir og atkvæði greidd um, hvort gerlegt sé að hefja verk- fall Um 9000 verkamenn C. P. R. félagsins gjalda við kauplækkun þessa. Eignum þýzkra þegna haldið. Hvað Bandaríkin eigi að gera við eignir þýzkra þegna, er nema nærfelt þrjú hundruð og fimtíu miljónum dollara og gerðar höfðu verið upptækar yfir stríðsárin, virðist vera vandasöm ráðgáta lir að leysa. Ef Þýzkaland væri biiið að l>orga skaðabótarkröfur sínar, myndi eignum þessum tafarlaust vera skilað aftur til eigendanna. en stjórnin álítur að slfkt sé tæplega gerlegt fyr en kröfur þessar eru borgaðar, þótt á hinn bóginn sýn- ist ranglátt, að vera að halda eign- um þessum, sem eru að mestu ein- staklingseignir. Lög viðvíkjandi takmörkun á inn- flutningi framlengd. Lög þau, sem takmörkuðu inn- flutning til Bandaríkjanna niður í 3 prósent, renna út 1. júní þ. á. Nú hafa lög þessi verið framlengd til 1. júní 1924. Sekt, sem nemur $200 á hvert höfuð, er lögð á fólksflutn- ingsskip, er sek finnast í að hafa flutt fleiri til landsins en lögin á- kvarða. Einnig verða þeir, sem flutt hafa til Canada eða Mexico, og eru af útlendu bergi brotnir, að hafa verið þar í fimm ár áður en þeim er leyfð innganga til Banda- ríkjanna. BRETLAND Lloyd George kominn heim. Lloyd George kom heim af Genúa- fundinum s.l. laugardag. Honum var fagnað mjög og þakkað fyrir hans óþreytandi orku og vilja á að vinna að viðreisn Evrópu og berj- ast fyrir góðum málstað. Hann skýrði í stuttu máli frá reynslu sinni og þýðingu Genúafundarins fyrir frið Evrópu. Honum þótti ]>að góðs viti, að eins ólíkar þjóðir og á fundi þessum voru, skyldu koma saman til þess að bera ráð sín saman um alvarlegustu mál og ræða þau með stillingu og ein- lægni. Þó sumir segðu að litlu hefði verið óorkað, sagði hann fundinn hafa stigið það spor í friðaráttina, sem aldrei hefði óður verið vogað að stíga. Hann óleit fundinn í Haag verða til þess, að fleiri slfk si>or yrðu stigin. Ef ekki brysti þrek og vilja til að balda nppi friðar.fundunum, sagði hann að áhrif þeirra mundu ekki leyn- ast: þeir vektu samhug og bræðra- þel milli þjóðanna, og knýttu þær að lokum l>eim bræðraböndum, er allar þjóðir heimsins mundu bind- ast, til velferðar, friðar og bless- unar mannkyi»$nu. Funjdur um íramálin. Stjórnarformenn Suður írlands eru báðir staddir á Englandi. Voru þeir kallaðir þangað til fundar f sainbandi við írsku málin, eða hinn nýja samning milli Collins og De Valera. Blöðin á Englandi létu mjög illa yfir samningnum og virtust halda, að hann yrði til þess, að ónýta samning Breta og íra. Fundi þessum er enn ekki lokið. En svo mikið er fullyrt, að hér sé um enga verulega hættu að ræða. Oollins útskýrði samning sinn og hvað fyrir sér hefði vakað með lionum. Hann áleit óumflýjan- legt til þess að komast lijá borg- arastrfði á írlandi, að gera þenna samning við De Y’alera. Orð hans voru tekin trúanleg og verður að lfkindum ekki meira veður út af þessu gert. Lloyd George var á þessum fundi og stjórnaði honum. “Þjóðverjar Austurálfu”. Northcliffe lávarður segir, eftir Austurlandaförina að Japar séu nokkurskonar Þjóðverjar Asfu; þeir taki lán, hvar sem þau séu fáanleg, starfi f erg og gríð, út- breiði menningu sína eins og þeim sé unt, flytji unnvörpum til ann- ara landa, og sé sinjósnandi um ]>að, sem sé að gerast í heiminum. Þeir reyna af alefli að ná fótfestu í Amerfku, líta Bretland öfundar- augum og ágirnast nýlendur þess. --------o------- ÖNNUR LÖND. Nýr miöill. Sir Arthur Conan Doyle hefir fundiðstúlku í Bandaríkjunum’, sem hann er sannfærður að sé mikilli miðilsgáfu gædd. Heitir hun ungfrú Kate McCausland og er frá St. Louisr— Sir Arthur rakst á “miðilsgáfu” þessarar stúlku á privat tilraunafundi, er liann og sex manns höfðu. Áður hafði stúlkan gert gaman að öllum anda trúartilraunum. En eftir að búið var að segja henni, að hún væri miðilséfni, sagði hún að ekki væri iaust við að sér hefði stundum fundist eitthvað “toga í sig” frá öðrum heimi, ]>ó hún þá skeytti ]>vf ekki. — Sir Arthur hefir ráðið stúlkuna í sína þjónustu. Sendir hann hana brótt til Evrópu og á hún þar að læra af Evu Fey, miðl- inum nafnkunna. og öðrum, er stund V'ggja áþessi fræði með Sir Arthur. Ungfrú McCausland er forkunnar fögur að sagt er, og að gáfum hennar og framgöngu er mjög dáðst. Nýr gullfundur. Gull fanst nýlega í nánd við staði ])á, er Oobar og Orange heita í New South W’ales í Ástralíu. Gullsóttin í fóklinu kvað ganga vitfirringu næst og hver tekur sér leyíi til að grafa og leita, sem vetlingi fær valdið. 1 bæ einum er Canbelego heitir,, fanst vottur gulls í grjótinu í göturennu einni. Hefir sú gata nú öll verið leigð gullleitarmönnum. Sama er að segja um nokkra húskofa eða lóð- ir þær, er þeir standa á: og ein rómversk kaþólsk kirkjulóð hofir verið seld gullgreftrarmönnum, svo mikinn vott gulls þóttust menn sjá þar. Séu fréttir þessar sannar, lítur út fyrir að þarna sé um meira en lítinn gullfund að ræða. Kosiíingar á Ungverjalandi. Fyrstu fréttir, sem berast af kosningum þeim, er standa yfir í Ungverjalandi, bera þess merki, að stjórninni sé vís sigur. Ivonungs- sinnar eða flokkur Karls heitins keisara, er talinn úr sögunni. Af þingsætum þeim, sem þegar er kunnugt um, hefir stjórnin hlotið 74, e naðrir flokkar aðeins 6. Stríðið í Kína. Innanlandsstríðið f Kfna stend- ur enn yfir. En bráðlega er hald- ið að því ljúki og friður verði sara- inn. W*ei, foringi þjóðernisflokks- ins, hefir Peking og senn víst alt Kínaveldi á sínu vakli. Chang er að gefast upp og mun ætla að fá Wei alt fhendur. Stríð þetta hefir valdið neyð og liörmungum í Kína og stjórnin í Peking kvað vera svo félaus, að hún getur ekki borgað starfsmönnum sínum kaup, nema því aðeins að fá um $5,000,000 lán. En það mun ganga illa, l>ar sem í Kína eru sífelt háð innanlands- stríð um völdin og stjórnirnar eru ■aldrei öruggar í sessi stundu lengur. Uppreisn í Mexico. LTppreisn er enn hafin. í Mexco. Sá, er nú stendur fyrir henni er General Felix Diaz. Það, sem fyrir uppreisnarmönnum vakfr, er að gera Diaz að forseta í *Mexico en hrinda Obregon af stóli. Fréttir eru enn óljósar af uppþoti þessu. en þó er fullyrt, að Diaz-flokknum hafi orðið talsvert ágengt í suður- hluta landsins; en þar átti upp- reisnin upptök sín. Áður hafa ýms- ir flokkar í Mexieo reynt að reka Obregon frá völdum, en stjórnin hefir ávalt getað bælt þær upp- reisnir niður. Og eins halda menn að fari um ])essa uppreisn, }>ó hún sé ef til vill ein sú öflugasta, er hrint hefir verið af stað. Bók um Ludendorff. Bók ein er nýkomin út á Þýzka- landi, sem vakið hefir geisimikið umtal. Höfundurinn er prófessor i sagnfræði við Berlínarháskólanm Bókin fjallar um Ludendorff hers- höfðingja pg ræð.st afar harðlega á hann. Ludendorff er, að áliti höf- undarins, langt frá því að vera svo einarður og stefnufastur, sem af hefir verið látið. Iíann hafi ein- mitt sífelt hvarflað frá einni stefnu til annarar. Iíann sé gersneiddur öllum stjórnmálahæfileikum og mjög auðtrúa. Það sé Ludendorff sem beri aila ábyrgðina á því, að ekki fékst samkomulagsfriður. Hann hafi undireins kallað hvern þann mann föðuilandssvikara, sem nefnt liafi samkomulagsfrið. Hann hafi verið steinblindur uns alt var tapað. Þeir saman, Ludendorff og Tirpitz flotaforingi, séu þeir menn sem eyðilagt hafi verk Bismarcks og Moltkes. — Búist er við að bók þassi hafi mikil pólitísk áhrif á Þýzkalandi, því að konungssinnar þar í landi hafa Ludendorff nú helzt í broddi fylkingar. ----------X---------- Reductio ad absurdum. “Getur verið, að ungu menn- irnir séu svo önnum kafnir — við “radio”-tæki og aðrar stórmerki- legar framfarir nútímans — að aðeins gömlu mennirnir hafi tíma til að tala.” Sveinstauli í Lögbergi. “Allt dit fadernesland med áng- maskiner bedrives. Káreste, skaffa dig snart en for din tunga ocksá.” Elias Tegnér. Fýsi þig, að læra list Lífs sem fegurð níðir: Reittu af Öllum fuglum fyrst Fjöður hverja er prýðir. Fláðu skrúðtré beina-bert, Bygging þess að sýna, t Listaverk og kvæði hvert, Kirkju-sálma þína. Fölnar þó ei, þér í vil, Það sem fegurð elur. Veit ei um, að ertu til Eins og ryk og melur. En heimskan mun þér hampa —» af því [Hennar sértu auli, Og þinni ganta-gáfu í Getur þú orðið Stauli. Stephan G.— 16.—5.—’22. |

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.