Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 4

Heimskringla - 31.05.1922, Blaðsíða 4
WINNIPEG, MANITOBA, 31. MAI 1922. * Stjórnmalin. Það virðist ekki vera sá skriður kominn á stjórnmálin, sem búast mætti við, þar sem kosningar eru svo nærri. Svo mikið er þó víst, að 'það verður um fjóra flokka að ræða sem um völdin keppa, eins og að undan- förnu. Aðallega virðist þó, eftir því sem útnefn- ingar hafa fallið, meðal Islendinga, eða í þeim kjördæmum, sem þeir eru fjölmenn- astir í, sem bardaginn verði háður milli flokks Norrisstjórnarinnar og bændaflokks- ins. Og þegar um þessa tvo flokka er að ræða virðist ekki mörgum blöðum um það að fletta, hvor farsælla sé að fari með völdin. (Norrisstjórnin er reynd, vegin og léttvæg fundin. Hönd örlaganna hefir skrifað dóm sinn yfir henni á vegginn. Bændaflokkurinn, sem hún beitir sér á móti, er að vísu óreynd- ur hér í fylkisstjórn. En eftir sambands- kosningunum síðustu að dæma, virðist fylgi hans vera meira en nokkurs annars stjórn- málaflokks, sem nokkru sinni hefir sótt um völd í fjórum vesturfylkjum Canada, og einu fylki, Ontario, í austurhluta landsins. Af fressu virðist að minsta kosti mega draga þá ályktun, að bændaflokknum sé treyst af kjósendum. Og að það traust sé ástæðulaust, er óhugsanlegt. Það hlýtur að byggjast á einhverju. Flokkurinn hlýtur að hafa unnið til þess. Bændaflokkurinn komst fyrst til valda í Ontariofylki. Það fylki hafði ávalt verið íhaldsstefnunni fylgjandi. Það er undarlegt hve það atriði hefir lítið verið skoðað nið- ur í kjölinn af bændasinnum sjálfum. Að sú hreyfing átti sér fyrst verulegar rætur í því fylki, er íhaldstsefnu þessa lands var trúast, getur ekki verið af tómri tilviljun. Enda mun ekki fjarri sanni, að margt í stefnum þessara flokka sé svipað. Bænda- stefnan hefir farið mjög hægt af stað. Hún hefir ekki farið hraðar yfir en það, að hún hefir ávalt bygt upp jafnharðan. Þess vegna stendur hún nú svo stöðug, að hún í seinni tíð hefir ekki haggast fyrir öldukasti annara flokka, sem á henni hefir skollið. Hve gætilega að þessi stefna hefir farið, sést glögt á því, að hun lætur sig jrað jafn- vel enn skifta meiru, að byggja upp en að taka við æðstu völdum, eða stjórn. Og er þó fyllilega óhætt að segja, að hún hafi nú þegar betri ástæður en margur stjórn- málaflokkur eða flokkar, að vinna af alefli að því að ná stjórnartaumunum. En hún læt- ur sig stjórn í sjálfu sér lítið skifta, þar til að hún er búin að fá vissu fyrir, að hvert at- riði á stefnuskránni, er hún heldur fram, komi að gagni. Og þá sést, hve hugmynd bændahreyfingarinanr er svipuð grundvall- arhreyfingu íhaldsmanna. íhaldsstefnan, eða það, sem á þessa lands vísu er kallað “conservative”-stefna, þýðir einmitt að byggja upp; “to conserve” er að þjóna; með öðrum orðum, íhaldsstefnan er fólgin í því að hlúa með gætni og viturleik að því, er landi og þjóð má til gagns og þarfa verða. Þarna er ekki gott að béra á móti því, að um líkar hugmyndir sé að ræða. Ekki á þetta þó að skiljast svo, sem stefnur þessar séu hinar sömu nú. Bændastefnan er nýrri, og betur sniðin eftir þörfum nútímans. I verzlunar- og iðnaðarmálum er hún sam- vinnu- og sameignarstefna. Fyrrum þóttu það engin lýti á manni, að komast yfir nokkrar miljónir árlega af rekstri almennra fyrirtækja. Nú er hugsunarhátturinn ann- ar. Nú þykir lítið til þessa koma. Það þyk- ir nú hæfa betur, að samvinna eigi sér stað á slíkum rekstri og að hagnaðurinn sé sam- eiginlegur, sé þjóðfélagsins eða þjóðarinn- j ar. Þannig kemur ávalt nýr og nýr hugs- unarháttur til skjalanna. Og þannig mynd- ast nýjar stefnur. “Tímarnir breytast og mennirnir með”. Bændastefnan er til orð- in fyrir rás eðlilegra viðburða. Þeir, er henni heyra til, hafa áður átt heima í öðrum fíokkum, en eru ekki greinar, sem vaxið hafa á svipstundu eða einu dægri út úr þjóð- armeiðnum. Hún hefir þurft sólskin og regn og frjóvgan jarðveg og nægan tíma til þess að blómgast eins og hver annar gróður. Um nokkurn ókominn tíma, ekki auðvit- að eilíflega, er full ástæða til að halda, að sá flokkur hljóti að halda velli, sem margt af því bezta tekur upp í stefnu sína úr stefnu þess flokks, sem bæði traust og viturlega hefir bygt, og tekur tillit til þess, sem þarf- legt og gott er fyrir þjóðfélagið í heild sinni. Það er hætt við að þraskaraflokkur Norrisar megi lítið á móti honum í kosningunum, sem nú fara í hönd í fylkinu, enda væri skaðinn bættur, þó fyrir óáran það tæki, sem hann hefir yfir fylkið leitt á valdatíð sinni. Halla í leikritinu “Fjalla-Eyvindur”. (Erindi flutt á samkomu Sambandssafnaðar í Wpg. 1 1. apr. '22, af Ragnari E. Kvaran.) Einn af snjöllustu rithöfundum hins enska heims, Oscar Wielde, heldur því fram í frá- bærlega skemtilegri og andríkri ritgerð um listamenn og listdómara, að munurinn á þeim tveim flokkum manna sé, eða öllu heldur eigi að vera sem allra minstur. Hann telur af- stöðu Iistdómarans til listaverksins vera eins ■ farið og afstöðu listamannsins til sýnilegs heims, lita og forms, eða ósýnilegs heims, tilfinninga og hugsana. Listaverkið er list- dómaranum ekkert annað en tilefni til þess að skapa nýtt listaverk. Listaverkið er líka sjálft í eðli sínu dómur á yrkisefninu. Skáld- ið tekur atburði og fyrirbrigði lífsins og mótar þau í hendi sér, sníðir af og heggur í burtu það, sem ekki skiftir máli fyrir hans hugsun, fyllir upp í eyður, fágar eða af- skræmir, hylur eða skýrir. Svo er þetta og um listdómarann. Hans verkefni er ekki fyrst og fremst að gera öðrum mönnum ljóst hvað fyrir höfundinum hafi vakað, né að meta, hvernig hónum hafi tekist að sýna það, sem fyrir honum vakti, heldur hitt, að skapa nýtt listaverk, þar sem listaverk er til- efnið eða yrkisefnið. Það liggur við, að mér þyki fyrir því, að kannast við, hvað mikið er réttmætt í þessu. Það verður svo örðugt, eftir þá játningu, að fá sig til þess að koma fram á nokkuð sjón- arsvið í þeim tilgangi að tala um listaverk. En þó við það hafi verið kannast að þessi regla Oscar Wielde’s, að allir listdómarar skyldu vera listamenn, sé í alla staði hin gullvægasta, þá er enn önnur regla, sem einnig er gullvæg, og hún er sú, að engin regla er án undantekningar. Undir þá reglu ætla eg að skjótast í máli mínu í dag. Mér finst líka að eg hafi meiri rétt á því, þegar þess er gætt, að eg mun ekki þræða neitt verk til neinnar hlýtar, heldur Iangar mig til þess að tala í nokkuð sundurlausu máli um einstakar hliðar á einni persónu í íslenzku nútímaskáldriti. Eg læt mig ekki skifta það neinu, þó ef til vill verði hægt að segja, að höfundurinn hafi hirt lítið um sumar þessar hliðar, eða að minsta kosti ekki lagt neina sérstaka áherzlu á að mála þær eða skýra. Sannleikurinn er líka sá, að það þarf alls ekki ávaít að fara saman, að sú hugsun, sem höfundurinn hefir ætlað að nota listaverkið til þess að sýna, sé það, sem heillar áhorf- andann eða áheyrandann eða Iesandann mest. Og bó er hægt að segja, að sá lesandi bera fult skynbragð á verkið. Ef verkið er listaverk, þá er það lífræn heild, sem getur valdið áhrifum í eins margar áttir og á eins margvíslegan hátt, eins og hliðar eru margar á hring, með öðrum orðum í óendanlega ; margar áttir. Eg þykist því ekki þurfa að biðja neinnar afsökunar, þó svo kynni að fara, að segja megi, að höfundur þeirrar persónu, sem eg tala um, væri mér ósam- mála um allan minn skilning á henni. Hann getur verið alveg jafnréttur fyrir því. Eg þykist þess fullviss, að flestum yðar muni vera talsvert kunnugt íslenzka leikrit- ið “Fjalla-Eyvindur”. Svo hefir að minsta kosti farið á íslandi, að fá Ieikrit hafa þar j átt eins miklum vinsældum að fagna. Ber | það hvorttveggja til, að það er samið utan j um íslenzka þjóðsögu, sem svo að.segja I hvert mannsbarn kannast við, og höfundin- um hefir áreiðanlega tekist afburðavel að [ halda sérkennilegum íslenzkum blæ yfir leiksviðinu, en svo eigi síður hitt, að það er fylt andagift og lífi. Stíll Jóhanns Sigurjóns- sonar út af fyrir sig er á köflum undurfagur j og hefir haft og á vafalaust eftir að hafa mjög víðtæk áhrif á íslenzka rithöfunda. Setningarnar eru ýmist meitlaðar eins og höggmynd, eða þeim er andað á mann eins og þýðu lagi. En þó þörf væri á, að um það væri ritað langt mál, ætla eg ekki að gera þá hlið þessa leikrits að umtalsefni míru hér. Mig langar til þess að biðja yður að Iíta með mér dálitla studn á aðalpersónu leikritsins, Höllu. Prófessor Sigurður Nordal hefir skýrt frá því í erindi, er hann flutti er FjaHa-Eyvindur var leikinn í 50. sinn á leiksviði í Reykjavík, að leikritið hafi upphaflega verið skrifað sem einn þáttur að eins, sá sem nú er 4. þáttur. Höfundurinn nefndi leikritið þá “Hungur”. Tilgangur hans var, eftir því sem prófessorinn skýrði frá, að tefla ástinni á móti hungrinu og sýna hvort betur hefði. Nið urstaðan varð sú, að hversu einlæg og stað- föst sem ástin væri, þó að hún hefði staðist 16 ára eldraun líkamlegra og andlegra þján- inga, þeirra, sem mest getur í mannheimum, þá hlyti hún að upprætast eða þoka úr há- sœti hugans, þegar brýnustu nauðsynjar mannlegs líkama kölluðu að, þegar hungur eða þorsti syrfi að manninum í almætti sínu. Að þessari skýringu virðast líka flestir hafa hallast, sem ritað hafa um niðurlag leikritis- ! ins. lEg geng að því alveg vísu, að ritdómarnir ; hafi haft alveg rétt fyrir sér í því, að þetta hafi verið skoðun skáldsins á leikritinu og niðurstaða. Hitt er eg ekki alveg jafn- sannfærður um, að skáldið hafi skilið sitt eigið afkvæmi alveg rétt. Mér finst þetta rit vera einkar ljóst dæmi þess, hversu ljóslif- andi sjálfstæðu lífi listaverk og persónur í skáldskap geta lifað. Þær eru ómótmælan- lega hold af holdi og blóð af blóði síns for- eldris, en þær geta Iíka verið mikið meira. Eg á hér ekki eingöngu við það, sem vita- skuld verður ekki komist hjá að kannast _við, að fegurð og dýpt Iistaverks er að mjög [ miklu leyti fólgið í auga áhorfandans eða I Iesandans, heldur hitt, að þegar fjörmiklu í- myndunarafli tefir tekist að draga ljósa mynd af manni, þá getur svo farið, að þau , lífseinkenni persónunnar, sem mestu máli j skifta, verði með alt öðrum hætti, heldur en j höfundurinn ætlast til. Eg veit ekki, hversu algengt þetta er, en víst er um það, að það er ekki með ö!lu óalgengt. En hitt hygg eg vera, að það komi ekki fyrir hjá öðrum en ; þeim, sem hefir skáldgáfuna í töluvert rík- j um mæli. Persónan þarf að ná svo miklu lífi áður en hún svo að segja geti tekið taumana af skáldinu og í sínar hendur og tekið þá stefnu, sem er eðli hennar samkvæ Skáldið getur ráðið yfir ytri kiörum og á- stæðum, sett persónuna í það umhverfi, sem því þóknast, en það er alls ekki sjálfrátt um það, hvernig hún andæfir umhverfinu. Og f þetta er alls ekk.i eins óskiljanlegt, eins og í ! fljótu bragði mætti virðast. Orsökin er sú, ! að skáldskapurinn er ekki fyrst og fremst j afsprengi skynseminnar. Gáfur tilfinning- : anna eru að minsta kosti áreiðanlega eins mikilvægar í þessu efni. Skáldið lifir að einhverju töluverðu Ieyti lífi persónunnar og finnur, hvernig hún hugsar og finnur til. Úr þeirri reynslu sinni smíðar það verk sitt. Það þræðir ekki brautir rökfræðinnar í smíði sínu, metur ekki pro et contra, eins og lögmaður, er leggur inál fyrir rétt eða kveð- ur upp dóm. Persónan Iosnar smátt og smátt við það; skáldið bætir einkenni á einkenni ofan, sem það finnur að er hluti af persón- unni og henni samvaxið, en því getur skjátl- ast alveg eins og hverjum öðrum um það, hvernig einkennið beri að skilja. Persónan er orðin sjálfstæð, óháð skáldinu. Þetta, sem eg nú hefi talað um, finst mér hafa gerst um Höllu Jóhanns Sigurjónssonar. Aldrei hefir í íslenzkum skáldskap óskift- ari persónuleika verið lýst en Höllu. Sögu hennar í leikritinu þekkja allir. Hún yfirgefur ágætt bú, vinsældir og virðingu í sveit sinr.i, til þess að leggjast út með manni, sem refsingin, sem við liggur þjófnaði, vofir yfir. Hún tekur á sig hörmulegustu raunir* hans vegna uppi á eyðifjöllum. Þau eru ofsótt af mönnum eins og refir, hungrið læðist í kringum þau eins og vofa, einveran ætlar að sliga þau, og ofan á alt bætast ó- umræðilegar sálarkvalir, þegar Halla verður að fyrirfara börnum sínum. Hvort taka þau þessum raunum nokkuð á sinn veg, Eyvind- ur og Hqlla. Eyvindur er maður ör, líkam- Iegt karlmenni og góðmenni. Hann virðist að sumu leyti njóta þessa lífs, sem þau lifa. Hann er íþróttamaður og áreynsla er honum unaður. Hann hefir yndi af að reyna sig við fossinn, elta uppi álftirnar og ganga jöklana. Og svo er einnig meðvitundin um það, að við þessu basli verði ekki gert. Hann er þjófur og útlagi, og þess vegna er sjálfsagt að reyna að taka hlutunum með jafnaðargeði. Þetta kemur alt berlega fram í þriðja þætti leikritsins. Hann málar fram- tíðina eins björtum litum fyrir sér og unt er. Hann furðar sig á óánægju Arnesar: “Til hvers er að vera óánægður? Okkur var nauðugur einn kostur að flýja, svo við verð- um að sætta okkur við fjalla-æfina. Og hér líður okkur vel. Við höfum nóg að bíta og brenna — og sólskin og vatn og húsnæði. — Hvers óskar þú frekar?” Og honum líð- _ ur beinlínis vel, þegar hann er að bollaleggja ferðalag ofan í bygð til bróður síns, til þess að sækja tókbak og lífsnauðsynjar. Þessu er talsvert annan veg farið með Höllu. Allir hlutir leggjast bersýnilega með meiri þunga á hana en Eyvind. Hún er stórbrotin og þunglynd. Skap- gerðin sýnir sig strax í því, að hún skyldi geta orðið að manni, eins og uppvexti hennar virðist þó hafa verið háttað. Hún er ekki einungis fátæk og foreldra- laus vinnukona, þegar hún gift- ist, heldur hefir hún orðið að clragast með það alla sína æfi að vera ófeðruð. Slíkt þykja ekki þægilegar ástæður nú og má nærri geta, hvernig verið hefir að búa við þær á íslandi í byrjun 18. aldar. En þiátt fyrir þetta nýtur Halia myndarleika síns og þess, að hún er fríð sínum og giftist gildum bónda og býr með honum í nokkur ár og fór vel á með þeim, en “aldrei var sérlega heitt á milli þeirra, fjarri því”, segir Guðfinna gamla. Þegar hún er orðin ekkja er svo komið, að hún nýtur almennrar virðingar manna, hún er vinsæl af hjúum sínum og sveitarhöfðinginn Björn hrepp- stjóri biður hennar. Viðtökurnar, sem sá biðill fær, bera ekki vott um, að hún hafi auðmýkst af sinni upphefð. Hún skeytir skapi sínu á honum og er sú fróun að, að manni þykir nóg um. Konan er sterk og óvægin. Þegar í útlegðina er lcomið, er eins og Halla fái ekki beitt þessu afli sínu. Hún vinnur sig líkam- lega þreytta, ef til vill þreyttari en henni er holt, en maður hefir veður af, að fullnægju veiti þetta líf henni ekki. Hún æðrast aldrei, en “þú sást aldrei Iækinn”, segir hún, “sem eg fann upp við Hofs- jökul. Hann spratt upp í mosa- þúfu og rann í hring; barmarnir voru græmr, en sandauðn um- hverfis. Það var örskamt þaðan, sem hann spratt upp og þangað, sem hann hvarf niður í jörðina. Eg gat gengið í kringum alt rensl- ið í þrjátíu skrefum. — Mér virð- ist mannsæfin líkjast þeim læk.’ Eitthvað töluvert er útsýnið farið að þrengjast í kringum mann, þegar mannsæfin líkist þeim læk. Enda er líka eins og maður finni, hvernig smátt og smátt kreppir meira og meira að sál hennar. Beiskjan til mannanna er að setjast að. Þegar Eyvindur er að rifja upp fyrir þeim endur- minninguna um heimkomuna að hæli þeirra, þegar . bygðarmenn höfðu komið og hann spyr hana, hvort hún muni eftir því, að þeir hefðu ekki skilið annað eftir en ösku — “og veturinn vofði yfir okkur —þeir skildu okkur ekki einu sinni eftir einn kindar- skrokk,” þá sýður vitanlega niðri í honum heiftin, en hún svarar ekki öðru en: “Eg er ekki gleym- in”. “Þegar eg hugsa um það,” segir Eyvindur, “langar mig altaf til þess að gera eitthvað ilt af mér. Við erum þó manneskjur.” Halla hlær kuldalega og svarar: “Nei, við erum ekki annað en refir, sem stelum kindunum þeirra.” Já, þegar Eyvindur “hugsar um það”, þá stælist hann og hugsar þeim þegjandi þörfina, en þess á milli er hann kátur eins og barn, en það er áreiðanlegt, að Halla gleymir því aldrei, að í augum mannanna er hún aðeins refur, sem stelur kindunum þeirra. Einmitt meðvitundin um það, að hún hafi eiginlega ekkert til saka unnið, annað en að fylgja elskhuga sínum út í ógnir og voða, herðir hjarta hennar. Þess vegna er hræðsla við mennina vafalaust mikið ofar í hug hennar að stað- aldri en Eyvindar. Hann er ó- kvíðinn, en hefnd mannanna og ilska hvílir eins og skuggi yfir henni. Hana dreymir á nóttunni um, að þeir komi út úr skýjunum til þess að veitast að þeim. Ey- vindur telur heldur ekki holt að segja henni frá því, þegar skygni er ilt á fjöllum. Hann veit, að henni er nógu þungt í skapi, þó að alt sé varast, sem á þau þyngsli gæti aukið. gr DODDS '9? fKIDNEYj P'ABETES Dodd’s nýmapillur eru bezta nýmajmeíSaliÖ. Læírna og gigt, bakverk, hjartabilun; þvagteppu, og önnur veikindi, sem stafa frá | nýrunum. — Dodd’s Kidney Pills ; kosta 50c askjan eÖa 6 öskjur fyr_ ir $2.50, og fást hjá öllum lyfsöl- um e«5a frá The Dodd’s Med>c'ne Co., Ltd., Toronto, OnL Þegar Arnes er að reyna að snúa hug Höllu frá Eyvindi og til sín, bendir hann henni á, að í raun og veru séu þau mikið skyld- ari manneskjur, hann og Halla, heldur en Eyvindur og hún. Og rökin, sem hann færir fyrir þeirri staðhæfingu er þetta: “Það er meiri auðn í sál okkar”. Þessi setning finst mér vera einhver þunglyndasta setning okkar þung- lyndu bókmenta. Arnes ætlar að reyna að fylla sitt ófrjóa líf með því einu, að fá HöIIu til þess að horfa með sér yfir tómleikann í sálum þeirra — yfir sálarauðn þeirra. En enginn vafi er á því, að hér hefir Arnes drepið fingr- inum á kýlið. Það er að koma auðn í sál hennar. En — það er auðn næturinnar í kringum log- andi bál. Inst í sál hennar er glampandi eldur ástar hennar á Eyvindi. Hér liggur möndull lífs I hennar. Um þetta verður alt að J snúast í lífi hennar, fagurt og | ljótt, gott og ilt. Hún veit, að i hún myndi myrða þann mann í | svefni, sem tjón ynni Eyvindi. Það er ekki einungis, að Jífslöng- j unin væri horfin, ef hún misti ; hann, heldur er réttur hennar til ' lífsins þar sem ást hennar er. j Hún hefir gefið manninum sínum I alt, samvizkuna Iíka. Húri hefir I erigu síður en Arnes tekið eftir því, að Eyvindur er farinn að kólna sem elskhugi, og hún finnur I til eins og undan svipuhöggum, þegar Arnes hálfstorkar henni með, að Eyvindur taki ekki einu sinni eftir litnum á hárinu á henni, að hann sæki henni hvorki vatn né eldivið og fari með hana eins og ambátt; en hún hefir horfst f augu við staðreyndirnar og kom- ist að þeirri niðurstöðu, að hún geti lifað, þó honum þyki ekki alt af eins vænt um hana, “en hætti. eg að elska hann, þá dey. eg”. 4. þáttur Ieikritsins hefst með einum ömurlegasta inngangi, sem sést hefir á leiksviði. Moldarkof- inn á öræfunum, lágt fletið hulið gæruskinnum, snjódimmur skjá- glugginn og hálfbrunnar glæð- urnar í hlóðunum, alt hvíslar þetta orðinu hungur. Stórhríðín útifyrir hvæsir því um þekjuna og^ sjálfur situr Kári með sveðjuna í hendinni og baðar huga sinn í tilhugsaninni um kjöt og kindar- skrokka. Matur, matur, er hans eina hugsun, kindarhjarta brenn- heitt af teininum, sem hann mundi gleypa í einum munnbita. Halla þegir og beitir öllum kröftum sín- um við að hugsa ekki um mat. En nú er skap þeirra beggja orðið eins og á glóandi teinum af kvöl- unum svo alt kemst í bál og brand fyr en varir. Þau særa hvort ann- að með öllu, sem viðkvæm.:st er. Halla særir hann með þjófsnafn- inu og hann ásakar hana um, að hún, sem hefði átt að skilja á- stæður hansT)'ezt allra, hefði ekk- ert skilið, heldur safnað saman í huga sínum öllu, sem honum mætti til ámælis verða; og nú tekur hann að tygja sig til brott- ferðar, til þess að freista að ná . bygð, þó að hún hafi latt hann þess alt til þessa. Hún leggur enn að honum með fortölum sínum, bendir honum á, að þetta sé fá- sinna, hann muni aldrei koma lífs

x

Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimskringla
https://timarit.is/publication/129

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.